Lögberg


Lögberg - 23.06.1932, Qupperneq 7

Lögberg - 23.06.1932, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. JÚNÍ 1932. Bl.s 7. ERLENDUR ERLENDSSON Fæddur 18. sept. 1857. Látinn 10. janúar 1931. Þann 10. janúar, 1931 andaðist Erlendur Eríendssson, fyr bóndi á Hálandi í Geysisbygð, Man. Dauða hans bar að á heimili Halldórs sonar hans í Árborg, Man., en þar hafði hann dvalið síðari ár og notið aðhjúkrunar sonar síns og tengdadóttur. Stutta stund var hann veikur, bar dauða hans fljótt að. Bana- meinið var lungnabólga. Erlendur heitinn var fæddur 18. sept. 1857, í Geirmundarbæ á Akranesi. Foreldrar hans voru Erlenur Erlendsson og Ingibjörg Sigurðardóttir. Bjuggu þau síðar um langt skeið á eignarjörð sinni, Teigakoti á Akranesi. Bæði voru þau hjón talin að vera góðum mannkostum búin: hún ágætlega gáfuð og fríð og ta'lin að vera góð kona; hann mikill starfsmaður, með beztu formönnum og einkar aflasæll. Ingibjörg dó árið 1880, tók þá Erlendur yngri við búi föð- ur síns og hjá honum og Ólínu konu hans, dó Erlendur eldri ár- ið 1882. Bræður Erlendar yngra voru fjórir: Halldór, druknaði af Akra- nesi; Kristinn, dó á Seyðisfirði; Stefán, fluttist suður í Njarðvík- ur og settist þar að; Jónas, yngst- ur þeirra bræðra, stundaði far- andkens'lu til sveita. Erlendur Kvæntist 10. nóv. 1881, Ólínu Theódóru Guðmunds- dóttur; voru þau gefin saman í hjóna band af séra Jóni Benedikts- syni, sóknarprests að Görðum á Akranesi. Guðmundur faðir Ólínu var frá Elliða í Staðarsveit, son- ur Stefáns bónda á Tungu í Stað- arsveit, Guðmundssonar prófasts á Staðastað Jónssonar. Móðir Ólínu var Anna Sigurðardóttir, bónda á Elliða, en móðurmóðir hennar var Kristín Jónsdóttir, af góðum bændaættum á Snæfells- nesi og í Hnappadal, sem kendar eru við Borgarholt og Hjarðar- fell. Systkini Ó'línu, sem nú eru á lífi, eru Sveinn Guðmundsson, kaupmaður á íslandi, og Lárus Guðmundsson, aktýgja og söðla- smiður í Winnipeg, og Anna, kona Nikulásar Ottensonar í Winnipeg. Erlendur bjó nú á föðurleifð sinni; stundaði hann fiskiveiðar og þótti heppinn sjómaður. Hann elskaði sjóinn og skildi vel hans breytilegu myndir; saknaði hann sjólífsins frjálsa, en óvissa alla æfi þaðan af; mun það og ekki eins dæmi vera um menn, er sjó stunduðu heima, en gerðust bænd- ur er hingað kom. Árið 1889 fluttu Eílendur og Ólína til Canada með fimm börn, hið elzta á sjöunda ári, hin yngstu tvíburar fjórtán mánaða; dó ann- að þeirra, stúlka, Þórdis að nafni, fyrsta sumarið, sem þau dvöldu hér vestra. Erlendur heitinn var í Winni- peg um hríð og vann þar hvað helzt sem hægt var að fá. Að ári liðnu tók hann heimilisréttarland í Geysisbygð í Nýja íslandi, og nefndi hann bústað sinn Háland. Á Lálandi, er var næsta land5 bjó frændi hans, Oddur Guðmunds- son frá Akranesi, ásamt konu sinni Margréti Aradóttur. Þau höfðu komið frá íslandi tveimur árum áður. Oddur og Erlendur voru systrasynir. Hjónin á Lá- landi tóku á móti ólínu og börn- um þeirra hjóna, en Erlendur var þá fjarverandi í fiskiveri á Winni- pegvatni. Þegar svo að hægt var að flytja til dvalar í nýja heimil- ið á Hálandi, tóku Oddur og kona hans eitt barnanna, önnu að nafni, til fósturs. Ólu þau hana upp og gengu henni í foreldra stað. Oddur bóndi hafði tekið sér nafnið Akranes, og bar Anna Erlendsdóttir, fósturdóttir þeirra, það nafn. Margrét kona Odds var ein af þeim góðu konum; sem ekkert aumt máttu sjá, án þess að gera tilraun til að bæta úr því; og hún gleymdi sjá'lf eigin van- heilsu og erfiðleikum í tilraunum sínum að gleðja aðra. Á Hálandi er talið, að þau Er- lendur og Ólína sætu að búi um 36 ár. Barátta þeirra, með svo stóran barnahóp, framandi eins og þau voru, var því torsótt og erfið för, en leiddi smám saman fram til betri kringumstæðna. Slík eru ávalt kjör landnemans; varð þeim sem flestum öðrum þessi barátta harðsótt. Erlendur heitinn varð að vinna hvar helzt sem tækifæri var, utan heimilis síns, til þess að bjargast áfram. Hann var talinn góður verkmað- ur, að hverju sem hann gekk; hann var vel látinn maður, örgeðja, en lundléttur og glaður í viðmóti. Fróður var hann, og það var eins og ávalt létti yfir manni við það, að mæta honum og tala við hann, því fjör og gleði ein- kendu framkomu hans, til hinztu stundar fram. Fyrir nokkrum árum vildi það slys til, að hann misti algerlega sjón á öðru auga. Hitt augað veiktist þá líka. Gekk hann síðar undir uppskurð á því, er sjón hans tók að deprast; fékk hann bót á sjóndepru þeirri er þjáði hann; hélt hann nokkurn veginn sjón til æfiloka. Börn þeirra hjóna voru sem Wér segir: Guðmundur, stundaði verzlun, kvæntist Hansínu Albertsdóttur hanson; láti 19. des. 1913. Ingibjörg, kona D. R. Mil'ler. búsett í Wþeeler, Oregon, U.S.A. Anna, kona Jóns Jósephssonar, Sigurðssonar frá Melstað í Min- erva bygð, búsett á Gimli. Halldór Sæmundur, býr I Ár- borg, kvæntur Guðrúnu önnu, dóttur Tryggva Ingjaldssonar og Hólmfríðar konu hans, en fóstur- dóttur Mr. og Mrs. A. F. Reykdal. Marilíus, kvæntur Jóhönnu dótt- ur Mr. og Mrs. Eiríkur Jóhannes- son frá Héraðsdal. Þau bjuggu á Háladi. Marilíus er nú dáinn fyr- ir nokkrum árum. Þau Marilíus oð Jóhanna voru barnlaus. Jóhanna, gift Robert Miller, búsett í Wasco, California. Þórdís, ungbarn, áður umgetið. Nokkru eftir áfall það, sem Er- lendur varð fyrir á sjóninni. brugðu Hálandshjónin búi. Dvöldu þau um hríð á Hálandi, svo í Ár- borg og á Gimli, til skiftis hjá börnunum. Tvívegis hefir Ólína verið vest- ur við haf hjá dætrum þeirra þar. Einnig um lengri og styttri tíma hjá Ottenson hjónunum í Winni- peg en Erlendur heitinn dvaldi lengst af hjá syni sínum og tengdadóttur í Árborg, þar sem dauða hans bar að. Hálands heimilið stóð nærri þjóðbraut; var þar gott að koma, því bæði voru hjónin góðviljuð og aðlaðandi, og gestrisin voru bæði þau og börnin þeirra. Þau tóku góðan þátt í félagsmálum bygðar sinnar og lögðu jafnan gott til. Ávalt tilheyrðu þau og studdu af a'lvöru og fúsleik lúterska safn- aðarstarfsemi, var það þeim hjartfólgið mál. Erlendur heit- inn var innilegur trúmaður, er þeim er þessar línur ritar, ógleym- anlegt hversu tilfinningar hans voru snortnar við nautn kvöld- máltíðarsakramentisins og einnig við venjulegar safnaðar guðsþjón- ustur. Jarðarför Erlendar heitins fór fram þann 12. jan; fyrst frá heim- ili sonar hans og tengdadóttur, og svo frá lútersku kirkjunni. Fjöl- ment mjög var á báðum stöðum. Börn hans tvö voru þar viðstödd. auk tengdafólks, því Anna dóttir hans hafði komið frá Gimli og dvaldi þar unz faðir hennar öðlað- ist frið dauðans. Lengra að kom- in voru tengdafólk og vinir hins látna, Mr. og Mrs. Nikulás Otten- son og Mr. Lárus Guðmundsson, fr Winnipeg. Lík hans var lagt til hvíldar í Gimli grafreit. Ólína kona hans var um þær mundir vestur við haf til dvalar hjá dætrum sínum; fjarlægð aftr- aði henni frá því að vera viðstödd jarðarförina, og svo hitt, að hún hafði stuttu áður stórmeiðst í bíl- s'lysi. Erlendur heitinn var fallegur maður og karlmannlegur á velli. bar hann til hinztu' stundar vask- leika merki. Þrátt fyrir sjón- depru er þjáði hann, gekk hann léttur í spori, þráðbeinn og ó- beygður. Hið síðasta sumar, er hann lifði, var oft í fylgd með honum líti'll sveinn, sonarsonur hans; Þórhallur að nafni. Leidd- ust þeir jafnan, og var sem þeir mættu alls ekki skilja. Erlendur heitinn elskaði hafið, þekti svipbrigði þess og baráttu þá, er heyja verður í hildarleikn- um við það. Nú er hann sigldur í hinzta sinn, og ástvinir hans, forn- vinir og samferðamenn horfa með söknuði í hjarta út á haf dauðans og eygja í trú og von eilífðar- strendur, þar sem hinn þreytti for- maður hefir náð farsælli lend- ingu, fyrir náð guðs og meðal- göngu frelsarans. I hug syrgjandi vioa hans. hvarfla orð Steingrím skálds Thorsteinssonar: “Þá vorið aftur vitjar lands, Þú viðkvæmt dáins saknar, Er sóley grær á sverði hans, En sjálfur hann ei vaknar. En þó hann vanti’ á vorsins hól Og vin sinn blóm ei finni, Hann lifir þó und þinni sól í þökk og kæru minni.” Sigurður ólafsson. Ferðasaga eftir Pétur Sigurðsson. Erlendir feiðamenn á Islandi Vigfús Guðmundsson í Borgar- nesi og Einar Mágnússon menta- skólakennari, eru nú að undirbúa stofnun ferðamannaskrifstofu í Reykjavík. Á hún að skipuleggja ferðgaJlög (einkum útlendinga) innanlands, kynna ísland erlendis, veita leiðbeiningar um ferðalög og útvega farartæki, fæði og gist- ingu fyrir ferðamenn víðsvegar um landið, með sanngjörnu verði. Slíkar skrifstofu'r tíðkast víðast hvar erlendis. En þó svo sé, er oftast erfitt að fá upplýsingar um ísland og ferðalög hér. Annað er þó verra, að útlendir ferðamenn, er flestir koma hingað í góðum hug og með velvild ti'l þjóðarinn- ar, fá ekki þá fyrirgreiðslu, sem æskileg er eða íbúum landsins til sóma. í ferðamannariti um Norð- urlönd, sem gefið er út af stærsta freðamannafélagi heimsins og hefir upplýsingar frá umboðs- mönnutn sínum hér á landi, eru taldar til nokkrar áætlunarferðir um landið og kostnaðurinn við þær. Sem dæmi má nefna: 10 daga ferð frá Rvík til Gu'llfoss, Geysis og Heklu. Komið við á Hlíðarenda, gist tvær nætur í Garðsauka á heimleiðinni, eina nótt við Þjórsárbrú og eina nótt á Kolviðarhóli, o. s. frv. Þessi ferð kostar frá Rvík til Rvíkur aft- ur £42,15,0, eða íslenzkar krónur 946.92 fyrir manninn. önnu'r ferð er í riti þessu frá Rvík um Kal- manstungu og Arnarvatnsheiði til silungsveiða, og þaðan um Kalda- dal til Gullfoss og Geysis og það- an til Rvíkur. Þessi ferð á að taka 15 daga og kosta £60,5,0, eða ísl. kr. 1,334.54 fyrir einn mann. — Ritið er gefið út 1931. — Eins og sjá má, er það ekki heiglum hent að heimsækja land vort með slík- um ferðakostnaði. Væri vel, ef þeim Vigfúsi og Einari tækist að firra þjóðina frekara vamms í þessu efni. — Tíminn. — Kreppunni linnir aldrei fyr en menn hafa komið sér saman um að strika út állar gamlar skuldir. — Eg er á sömu skoðun — en skraddarinn minn er ófáanlegut til að fallast á það. í ferúar- og marzmánuði ferð- aðist eg um mikinn hluta Húna- vatns- ag Skagafjarðarsýslu fyr- ir Umdæmisstúkuna á Akureyri. Hafði æðsta manni hennar, Bryn- leifi Tobíassyni, kennara, verið falið af stjórn íslands, að sjá um að skólar landsins væru heimsótt- ir 0g í þeim flutt erindi um bind- indi. Það féll því í hlutskifti mitt, að heimsækja skólana á þessu svæði, ásamt allmörgum öðrum stöðum. Þann 28. janúar lagði eg af stað frá Reykjavík upp í Borgar- nes sjóleiðina, fór þaðan eftir hálftima stanz með bíl upp að Fornahvammi. Þar hafði eg gist ein nótt fyrir löngu. Nú var orð- in breyting á þar, komið reisu- legt og mikið steinhús. Þar sat maður svo um kvöldið og hlustaði á fréttirnar úr höfuðstaðnum og reyndar um heim allan. Morg- uninn eftir lögðum vér af stað norður yfir Holtavörðuheiði í snjóbíl. Geri eg ráð fyrir að mörgum ferðamanni, sem farið hefir leið þessa í óblíðum veðrum á vetrardegi, á liðnum tíma, hefði þótt það einkennilegt fyrirbrigði, hefði hann í vitran séð ferlíki þetta skríða áfram eins og orm ofan á snjósköflunum. En þarna sátum vér nú inni og vissum ekkert af snjó, ófærð, hríð eða heiði. Alt þetta hafði nýtízku- farartækið gersigrað. Þegar norð- ur yfir fjallið kom, niður í bygð- ina, þá var alauð jörð og vegir þíðir. Umferð var þess vegna bönnuð öðrum bílum en snjóbíln- um, sem fór með okkur alla leið að Reykjum við Hrútafjörð. Þar er einn af nýju sveitaskólunum að rísa upp. Nemendur voru þar milli 30 og 40 síðastliðinn vetur. Skólinn er hitaður með hveravatni og er íslenzki veturinn þar alger- lega ofurliði borinn. 1 skólanum er líka mikil og góð sundlaug, mesti fengur fyrir skólalýð. Eft- ir að hafa flutt tvo fyrirlestra í skólanum, lagði eg af stað norð- ur á Hvammstanga. Þar flutti eg þrjá fyrirlestra og hélt svo áfram norður á Blönduós, stanzaði þó sólarhring á leiðinni á bæ, sem Lækjamót heitir og flutti þar eitt erindi. Býr þar Bjarni Lin- dal, myndarbúi og er þar reisu- lega bygt. Á Blönduósi stanzaði eg nokkra daga, flutti þar fjóra fyrirlestra, og var aðsókn þar mikil og áhugi manna ágætur fyrir þeim menn- ingarmálum, sem eg gerði þar að umræðuefni. Töluverður áhugi vaknaði þar betur hjá mönnum fyrir bindindismálunum, menn gengu jafnvel í tóbaksbindindi og hafa nokkrir haldið það vel síð- an, ekki fyrir það, að eg réðist neitt óþyrmilega á tóbakið. Eg kallaði það að eins villimensku, sem út eigi að deyja með komandi kynslóð og vaxandi menningu. Eg álít ekki þá menn að neinu neyti verri, sem tóbak nota, heldur en hina, en sannri menningu get- ur tóbaksnautn ekki tilheyrt. — Á Blönduósi komu góðir menn sér samana um það, á meðan eg dvaldi þar, að mynda sérstaka deild úr ungmennafélaginu fyrir börn og unglinga, er hefði algert bindindi á stefnuskrá sinni, og hefi eg frétt nýlega að þetta hafi hepnast vel. — Kvennaskólann á Blönduósi heimsótti eg einnig og flutti þar einn fyrirlestur. Þótti mér það hlýleg aðkoma, að koma inn í vistlega samkomusalinn þeirra, þar sem námsmeyjar sátu allar í hálfhring, klæddar fallegum einkennisbúningi úr hvítu og bláu. Forstöðukona skólans, Árný Filippusdóttir, er þekt og eftirtektarverð listakona. Hennar fjölbreytta og prýðilega gerða handiðn hlýtur að vekja eftirtekt hjá hverjum, sem þvi kynnist. Á Blönduósi get eg með sanni sagt, að menn tækju mig upp á arma sína og vildu alt fyrir mig gera, en það gæti eg reyndar sagt KAUPIÐ ÁVALT LUMBER Kjé THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Offloe: Bth Floor, Hank of Hainllton Chambers. um viðtökurnar á hverjum stað, að heita má. Nú tók leið mín að liggja nokk- uð krókótt. Eg fékk nú beiðni víðsvegar úr sveitinni um að koma á samkomur manna þar og flytja fyrir þá erindi. Frá Blönduósi fór eg með bíl inn að Bólstaðar- hlíð í Langadal, flutti þar fyrir- lestur klukkan tólf um kvöldið, | á einskonar skemtisamkomu, og svo annan fyrirlestur klukkan að ganga þrjú um nóttina. Morgun- inn eftir fór eg svo ríðandi með presti bygðarinnar upp í Laxárdal og flutti þar erindi í samandi við guðsþjónustu er hann fram- kvæmdi á bæ einum þar. Þaðan fórum við svo aftur ríðandi sama dag niður að Geitaskarði í Langa- dal, og vorum þar á samkomu til klukkan þrjú um nóttina. Þar flutti eg einnig tvö erindi, sam- kvæmt ósk manna. Á Geitaskarði er vel bygt og hefi e'g hvergi séð jafnstóra stofu í sveit eins og þar. Þaðan fór eg svo ríðandi niður á Blönduós, þaðan með bíl út á Skagaströnd, flutti þar eitt erindi fyrir fullri kirkju, fór svo inn að Efri-Mýrum í Langadal og flutti þar einnig tvö erindi fyrir fjög- ur ungmennafélög, er þar höfðu safnast saman. Það hefði verið ógerningur að vaka nótt eftir nótt og fara svo oft ríðandi á milli staðanna í öllu vanalegu veðri á Þorra, en tíðin var eins og um hásumar, bílar gátu víða ekki farið eftir vegum vegna þíðu, enda hefir það nú reynst svo, að tíðin var of góð, því nú hefir grimmilega kalt vor étið upp öll þau gæði. Frá Efri-Mýrum fór eg aftur niður á Blönduós og hvíldi mig þar tvo daga, því kraftarnir voru næstum þrotnir. Þaðan fór eg inn að Auðkúlu í Svínadalshrepp. Átti eg þar góðar viðtökur hjá presti og var hjá honum í tvo daga, því bílferðir voru bannaðar um vegina. Næsti viðkomustaður minn voru Hólar í Hjaltadal. Þótti mér það fengur, að heimsækja hinn forna og merka sögustað og fá að skoða kirkjuna, sem mikla sögu hefir að segja. Á Hólum flutti eg þrjú erindi fyrir skóla- lýð, fór svo að því búnu niður í Hofsós, og flutti þar tvo fyrir- lestra. Þótti mér gaman að koma þar um slóðir, því nú voru liðin 42 ár síðan eg flutti af Höfða- strönd, sem barn á fyrsta árinu. Presturinn, sem skírði mig, séra Pálmi Þóroddsson, er enn þjón- andi prestur í þessu prestakalli veitti hann mér góðar viðtökur og bjó eg hjá honum og tengdasyni hans meðan eg dvaldi í Hofsós, en þar varð eg hríðteptur í tvo daga. Fram að þessu hafði verið blíðu- tíð, eins og um hásumar, en nú skall á norðan stórhríð og ís dreif að landi. Þriðja hríðardaginn lagði eg samt af stað og komst á tveimur dögum norður í Haganes- vík, þótt færð væri orðin slæm með köflum. Birti þá alveg upp og gerði aftur fagurt veður; var þá fögur sjón að sjá fjöllin og landið alt mjallhvítt frá fjöru að efsta tindi, baðað í geislaflóði hækkandi sólar. Hvergi sást á dökkan díl, alt var hreint og lýta- laust. í Haganesvík dvaldi eg að- eins rúman sólarhring og flutti þar tvo fyrirlestra. Komu menn þar langt innan úr sveit og hitti eg þar forna vini og kunningja og eitthvað af fremingarsystkinum mínum. — Nú var ekki um annað að gera, en að leggja á Siglu- fjarðarskarð. Batt eg tösku mína á bak mér að fornum sið, fékk mér skíði og lagði af stað, en erf- itt fanst mér að ganga á skíðum yfir fjallið, færð var vond og eg í hnéháum reiðstígvélum og hafði ekki komið á skíði síðustu 23 ár- in; en alt gekk þó vel og slysa- laust, og eg held að eg hafi ekki flutti þar tvö erindi sama kvöld-^ dottið oftar en tvisvar á leiðinni niður fjallið, og er ekki hægt að kalla það slæman skíðamann. Nú gerði aftur blíðu veður og snjó leysti allan, en töluvergur is- hroði lá fyrir landi og sást all- mikill af fjallinu; þó fóru skip að mestu leyti leiðar sinnar. Á Akureyri endaði eg svo ferða- lag mitt, dvaldi þar nokkra daga og flutti þar erindi nokkur, og þar á meðal tvö í Mentaskólanum. Þar eru nú 170 nemendur, og er þar jafnan gott að koma. Yfir- leitt er það alt af mjög hressandi að heimsækja menn á Akureyri. Þaðan fór eg suður með drotning- unni dönsku (Dronning Alex- andrine) og varð danskurinn að stangast töluvert við ;grænlend- inginn á leiðinni, en veður var blítt og glaða tunglskin um kvöldið. Það var inndælt að koma heim eftir langt og vel hepnað ferðalag. Viðtökur höfðu verið hinar prýði- legustu á hverjum stað, aðsókn að fyrilestrunum ágæt og boðskap mínum verið tekið af mönnum fegins hendi. Hjörtu manna virt- ust opin fyrir þessari uppmrvun og hendur þeirra fram réttar, og var það því mjög ljúft og auðgert að leggja fram sitt bezta. Alls flutti eg um 40 fyrirlestra í ferð- og voru þeir um andlega menningu, heimilislíf, bindindi, þjóðlega lifnaðarhætti, uppeldis- mál og hugsanavenjur. Eg þyk- ist viss um, að eitthvað gott muni sprettaa upp á starfi þessu, eg ann því og vona að geta haldið því áfram. ið, hið seinna þó öllu heldur um nóttina, í litlu snotru kirkjunni, sem var þétt setin af ágætum á- heyrendum. Þá nótt gengu menn ekki til hvílu á Auðkúlu. Ung- mennafélagið skemti fólkinu alla nóttina. Klukkan að ganga sjö um morguninn lögðum við svo af stað ríðandi langt inn í sveit. Fylgd- armaður minn var ungur maður, Guðmundur Pálsson, frá Guð- laugsstöðum í Blöndudal, formað- ur ungmennafélagsins þar. Það var ætlan okkar að ríða norður yfir Blöndu og alla leið norður yfir Stóra-Vatnsskarð þann sama dag, en Blanda var í vexti, svo við snerum frá og héldum inn að Guðlaugsstöðum. Vorum þar yf- ir nóttina og lögðum svo af stað daginn eftir og tókst þá að ríða yfir Blöndu þótt mikil væri. Veð- ur var fagurt og bjart og útsýn allgóð af Stóra-Vatnsskarði. Datt mér þá í hug Matthías og kvæðið hans, er við riðum niður af fjall- inu og sáum yfir Skagafjörð. Eg hafði aldrei komið á jæssar slóð- ir fyr, þó eg sé fæddur í sýslunni. Langafi minn bjó þar í Hólminum, sem kallað er, var fjórgiftur mað- ur og átti 26 börn, er mér sagt. Þegar niður að Víðimýri kom, vorum við orðnir þreyttir að ríða, svo við skildurrt þar eftir hesta okkar og fengum okkur bíl niður á lnni Sauðárkrók. Þar dvaldi eg nokkra daga, flutti þrjá fyrirlestra og var kirkjan full öll kvöldin. Við- tökur voru allar hinar prýðileg- ustu á Sauðárkróki. Læknirinn, Jónas Kristjánsson, sem er mjög áhugasamur bindindismaður, sendii bíl með mig inn í Blönduhlíð og flutti eg þar tvö erindi, annað á Viðivöllum, þar sem er unglinga- skóli, hitt á Stóru-ökrum. Þar er samkomuhús bygðarinnar. Að- sókn var þar ágæt og höfðu menn lagt á sig að ganga langar leiðir, Kennarinn: “Svo við vitum, að við hitann þrútna hlutirnir, en við kuldann skreppa þeir saman. Getur nokkur gefið mér dæmi?” Gáfaður piltur: “Já, dagarnir eru styttri á vetrum.”

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.