Lögberg - 29.12.1932, Side 1

Lögberg - 29.12.1932, Side 1
45. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 29. DESEMBER 1932 NÚMER 52 r---------------------------------------------7 | Break! Break! Break! Eftir Tennyson. I (iný þú, gný þú, ó sær! Við grástein þinn, kaldan sem ís. Og ég vildi ég fengi með orðum það innt, sem inst mér í huga rís. Ó, vel er syni sjómannsirts það, með systur að leik verður kátt, • og að farmannsins drengur í fleytu á firðinum syngur dátt. Og skipin í hátign halda í hlé, sem við múlann er traust, og mætti ég þrýsta horfinni hönd og hlýða á þagnaða raust. Gný, gný, gný, við geigvænleg björg þín, ó, sær! en mildi þess dags, sem dáinn er, mér dagað ei aftur fæt. (Jón Runólfsson þýddi.) +---------------------------— ---------------—■ Háskólamálið Prófessor Watson Kirkconnell Mig minnir að það væri um vortíma árið 1898, að við sátum fjórir við kaffidrykkju í Reykja- vík í húsi frú Ingibjargar frá Esjubergi: Það var Guðmundur landlæknir Björnsson, Bjarni kennari Jónsson frá Vogi, Jó- hann Sigurjónsson og ég. Um ýmislegt var rætt og fanst okkur öllum að Guðmundur Björnsson bera höfuð og herðar yfir okkur hina í öllu, sem á !góma bar; enda hafði Jóhann haldið því fram í opinberri ræðu nokkru áð- ur, að hann (Guðmundur) væri fjölhæfastur allra þálifandi ís- lendinga. Áður en upp var staðið, lágði Bjarni Jónsson það til, að við skyldum allir þrír yrkja sína vís- una hver um Guðmund. Hvernig á þeirri uppástungu stóð, man eg ekki, en hitt er mér enn í minni, að Jóhann Sigurjónsson mælti tafarlaust tvær vísur af munni fram. Minnist eg ekki að hafa séð þær á prenti, þótt þær séu svo einkennilegar og vel ortar, að þær ættu að geymast. Vísurnar eru þannig: “Margfalt skamtað einum er, öðrum hófi minna: Guð hefir, held ég, gefið þér af gáfum okkar hinna. Skekkju gáfna skifting í skilið fólk ei getur; enginn sér þó eftir því, ef þú verð þeim betur.” Mér detta þessar vísur í hug, þegar eg minnist prófessor Wat- son Kirkconnells. Hann er gædd- ur svo einkennilegum gáfum, að vafasamt er hvort nokkur maður fyr eða síðar hefir staðið honum jafnfætis í lærdómi og bókvísi á ýmsum sviðum. Skaparinn hefir sannarlega tekið rífle!ga til, þegar hann skamtaði honum, eins og Jóhann Sigurjónsson segir um Guðmund Iandlæknir. Og að hann verji þessum miklu gá£um flest- um öðrum betur, það játa þeir fúsast sem hann þekkja bezt. Eg hefi áður ritað örfáar lín- ur í Lögberg um þennan einkenni- 'lega mann; en hann hefir sannar- lega unnið til þess, að íslendingar kynnist honum fleiri og þekki hann betur, en þeir gera. Þjóð- hátíðarárið 1930 gaf hann út stóra bók og vandaða; var hún gefin út sem minning um hátíðina og í heiðursskyni við íslenzku þjóð- ina; en alt innihald hennar voru enskar þýðingar íslenzkra skálda að fornu og nýju. í bókinni er einnig gullfallegt kvæði, ávarp til íslands, ort af Kirkonnell sjálf- um. Það kvæði birtist hér í lausri ■þýðingu: “Fjallkona prúð, sem faðmar úfinn sjár, frumgetin dóttir víkings — sál hans gædd — Vagga þín bærð af bárum, snævi Jclædd, bernska þín hörð, og mörg þín æskutár. Samt varðst þú snemma frjáls, með þúsund þrár, Þingvelli signdir-»-vé úr steini brædd — þar skyldi hjá þér frjálsum mönnum fædd fyrsta þjóðstjórn, sem lifði þúsund ár. Þjóðir, sem æska þín var lokuð bók, þúsund ár helguð frelsi, blessa’ í da!gj þigðu því hlýjan óm, sem end- urtók ódauðle'gt bergmál þinni skáldasál tónbrot frá hug, sem hreif þitt stóra lag, heilsan með lotning þýdda á erlent mál.” Hér skal fyrst stuttlega gerð grein fyrir því, hver þessi maður er — hvert hann á rót sína að rekja — og síðan í örfáum drátt- um skýrt frá störfum hans og stefnu. Prófessor Watson Kirkconnell er fæddur árið 1895 í Port Hope í Ontariofylki; var faðir hans Thomas Kirkconnell, mentamaður mikill; hann var skólastjóri í Port Hope, og hét kona hans Bertha Watson. Sonur þeirra ber því nafn þeirra belggja. Hann er canadiskur í báðar ættir mann fram af manni yfir hundrað ár. Dr. Kirkconnell, faðir hans, varð hásólastjóri í Lindsay í Ontorio árið 1998. Þar stundaði Watson nám og skaraði svo langt fram úr öllum, að slíks eru bókstafle'ga engin dæmi fyr né siðar. Hlaut hann þar öll þau verðlaun, sem hér eru talin: Hin svokölluðu ráð- I herra-verðlaun fyrir frábæra kunnáttu í stærðfræði; Mowat- verðlauin, einnig fyrir kunnáttu í stærðfræði; Wi'Uiámsons verðlaun- in fyrir kunnáttu í enskum fræð- um og sagnfræði; Ellen M. Nikle verðlaunin fyrir kunnáttu í stærð- fræði og ensku; Forbes McHardys verðlaunin fyrir kunnáttu í stærð- fræði og nýju málunum; Nicholls verðlaunin fyrir kunnáttu í ensku, frönsku og Þýzku; McLaughlin verðlaunin fyrir kunnáttu í ensku, latínu, þýzku og frönsku, og skrá- setjara verðlaunin fyrir kunn- áttu í latínu, ensku, sagnfræði, stærðfræði o!g náttúruvísindum. Að þessu loknu hóf hann nám sitt á Qneens háskólanum og lagði þar sérstaka stund á gömlu mál- in, latínu og grísku. Þaðan út- skrifaðist hann með meistara- nafnbót eftir þrjú ár og var þá tæplega fvítugur. Á Queens há- skólanum fékk hann fjölda verð- launa og heiðurspeninga og sér- stakan heiðurspening úr gulli fyrir framúrskarandi kunnáttu í grísku og latínu. Hugsa mætti, að Kirkconnell hefði verið svo mikill “bókaorm- ur”, að hann hefði í engu öðru tekið þátt. En því fór fjarri. Hann var, auk þess að stunda nám sitt eins og hann gerði, hrók- ur alls fagnaðar og leiðtogi í flest- um félagsskap. Hann var í rit- stjórn skálablaðsins á Queens há- skólanum, tók mikinn þrátt í í- þróttum og leikfimi — var líf og sál í skólanum yfir höfuð. Þegar hann útskrifaðist, stóð stríðið mikla sem hæst; ætlaði 1 hann þá tafarlaust í herþjónustu, en var ekki nógu hraustur til (Framh, á 5. bls.> Rannsóknarnefndin hefir tekið sér hvíld fram yfir nýárið, en heldur þá aftur áfram starfi sínu. Mun þessari löngu rannsókn, út af fjártjóni Manitoba hásólans, nú bráðum lokið, en þó kvað vera eftir að kalla enn einhver vitni, sem ekki hafa enn verið yfirheyrð og kannske að yfirheyra frekar vitni, sem áður hafa mætt fyrir nefndinni. Kemur það betur og betur í Ijós, eftir því sem rann- sókninni er haldið lengur áfram, hve óskapleg óreiða hefir verið á fjárhaldi háskólans, ekki bara síðustu árin, heldur nú í meir en tuttugu ár. Það er fyrir nefndina að segja, þegar hún hefir lokið rannsókninni, hvert hér er nokkr- um öðrum um að kenna, heldur en Machray, pg ef svo er, þá hverj- um. Stríðsskuldimar Bretar borguðu Bandaríkjunum $95,500,000 af stríðsskuldunum hinn 15. þ. m., eins og til stóð. Engu að síður krefjast Bretar nýrra samniniga um stríðsskuld- irnar og að þessi greiðsla verði þar fyllilega tekin til greina. Fjórar aðrar þjóðir fylgdu dæmi Breta og borgað það, sem þeim bar að borga í þetta sinn. Alls greiddu Evrópu-þjóðirnar Banda- ríkjunum í þetta sinn um $100,- 000,000 í gulli o!g Bandaríkjapen- ingum. Meiri hluti Evrópuþjóð- anna borguðu samt ekkert, og eru Frakkar og Belgiumenn þar á meðal. Vildu stjórnirnar í báðum þessum löndum borga, en þingin ekki og urðu stjórnirnar því að segja af sér. Svona standa nú sakirnar, í stuttu máli sagt, þegar þetta er skrifað, en töluverðar líkur þykja til, að Frakkar muni borga sinn hluta áður en langt líður, þó þingið neitaði því í bráð. Senator Ross Hinn 14. þ.m. andaðist í Vict- oria, B.G., Senator John H- Ross, 76 ára að aldri. Hann var einn með bézt þektu og vinsælustu stjórnmálamönnum 1 Vestur-Can- ada o>g hefir hann stöðugt gefið sig við þeim málum, síðan hann var ungur maður, og látið sér mjögt ant öm velferðarmál þessa lands, en þó sérstaklega Vestur- Canada, og hefir hann átt þar heima, aðallega í Moose Jaw, síð- an 1882, en fæddur var hann og uppalinn í London, Ont.. Senator var hann frá 1904. Eimskipafélagið Eimskipafélag Islands hefir nú gefið út ferðaáætlun skipa sinna fyrir árið 1933, og skal hér í stuttu máli skýra frá því helzta, sem þessi ferðaáætlun birtir manni í fljótu bragði: Gullfoss verður í förum milli Kaupmannahafnar og IReykjavík- ur og fer auk þess ferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar. — Brúarfoss verður í förum milli Kaupmannahafnar, Leith og Reykjavíkur, og fer auk þess ferð- ir til Breiðafjarðar og Vestf jarða. — Lagarfoss verður í förum milli Kaupmannahafnar, Leith og Aust- ur og Norðurlands. — Goðafoss verður í förum milli Hamborgar, Hull og Reykjavíkur. Auk þess fer hann hraðferðir til Vestur- og Norðurlands. — Dettifoss verð- ur á sömu siglingaleið. — Selfoss verður i förum milli Antwerpen, Leith og Reykjavíkur. Frá Kaupmannahöfn verða sam- tals 32 ferðir á árinu, þar af 8 hraðferðir beint til Reykjavíkur, 16 ferðir til Reykjavíkur með við- komu í Leith og 8 ferðir til Aust- ur- og Norðurlands. — Frá Reykjavík til Kaupmannahafnar verða 25 ferðir, þar af 16 ferðir beina leið, 7 með viðkomu í Leith og 2 með vikomu á Austfjörðum. Frá Hambrog verða samtals 23 ferðir, þar af 22 til Reykjavíkur með viðkomu í Hull og 1 til Reykjavíkur með viðkomu á Aust- fjörðum. — Frá Reykjavík til Hamborgar verða samtals 22 freð- ir, þar af 21 með viðkomu í Hull og ein frá Vestur- og Norður- landi. Frá Antwerpen verða 11 ferðir hingað með viðkomu í Leith eða Hull. En héðan verða 10 ferðir til Antwerpen, með viðkomu í I Leith. I | Gert er ráð fyrir einni ferð til London og þaðan, með viðkomu í Hull eða Leith. Á árinu verða farnar 29 hrað- ferðir frá Reykjavík til Akureyr- ar og sömu leið til baka. Enn fremur 12 ferðir til Breiðafjarð- ar og Vestfjarða, og þaðan 10 til Reykjavíkur aftur, en tvær norður um 'land til útlanda.. Á þessu ári eiga skip Eimskipa- félagsins að fara samtals 65 ferð- ir til útlanda, en 67 ferðir frá út- löndum ti! íslands. — Mgbl. Frá íslandi Reykjavík, 26. nóv. Á bæjarráðsfundi, sem haldinn var í gær, var lagt fram bréf frá Knud Zimsen borgarstjóra, þar sem hann fer fram á, að sér verði veitt lausn frá embætti. Þegar hann fékkfrí frá störfum í sumar, sakir heilsubilunar, var það álitið, að hann mundi geta tekið við borgarstjórastörfum aft- ur eftir nokkra hvíld. En síðan hann kom heim, hafa læknar hans litið svo á, að hann hafi ekki fengið þá heilsubót, sem vonast var eftir, og hafa þeir aftekið, að hann mætti taka við borgarstjóra- störfum aftur, því heilsa hans leyfði það alls ekki. — Mgbl. ísfirðingar hafa leigt þrjá tog- ara í sambandi við menn hér í Reykjavík, til þess að flytja báta- fisk til Englands. Hefir þetta gengið sæmilega og hafa bátarn- id ekki verið nema um viku að fylla hvern togara. Fjórir farm- ar hafa verið seldir í Englandi og meðalverð þeirra mun vera um 1000 sterlp. Tveir seinni farm- í arnir voru seldir í þessari viku, j annar fyrir 771 sterlpd., en_hinn , fyrir 1054 sterlpd. — Mgbl. Kirkjan — Útvarpið síðasta. Guðsþjónustan, sem útvarpað var frá Fyrstu lútersku kirkju 18. þ. m., hafði borist um allar bygðir íslendinga og heyrst ágætlega um N. Dakota, Manitoba, og Saskatchewan. Mikill fjöldi bréfa hefir borist söfnuðinum og 'lætur fólk í ljós ánægju og þakklæti. Viða höfðu stórir hópar fólks safnast saman til að hlýða á jólamessuna í Winnipeg. Og út í afskektum héruðum og fiskiverum við stórvötnin höfðu menn notið messunnar og glaðst við hana. Úr öllum áttum er þess óskað, að útvarpað verði guðsþjónustum frá Fyrstu lútersku kirkju eins oft og unt sé. All-margir hafa sent smáar fjárupphæðir til að standa straum af fyrirtækinu. Með því sumir hafa óskað þess, að nöfn þeirra sé ekki birt í blöðum, þá verður ekki framar getið nafna þeirra, er í út- j varpssjóðinn leggja. En með línum þessum vottar söfnuð- 1 urinn þakklæti sitt öllum þeim, sem peninga hafa sent hon- um upp í útvarps-kostnaðinn. Fyrir hönd Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg færi eg öllum þeim, sem hlut eiga að málið innilegt þakklæti fyrir . hlýju kveðjurnar og blessunar-óskirnar, sem söfnuðinum hafa borist í hundraða tali. öllum útvarps-vinum vorum um aflar íslenzkar bygðir óskum vér blessunar Drottins á árinu, sem nú fer í hönd. Winnieg, 27. des. 1932. Björn B. Jónsson. Nýárs messur í Fyrstu lútersku kirkju. Nýársdag— Kl. 11 f.h.—ensk guðsþjónusta, ræðuefni: Carry On! Kl. 7 e.h.—ísl. guðsþj., ræðuefni: “Einhversstaðar í tilverunni.” B. B. J. Bennett á heimleið Bennett forsætisráðherra lagði af stað heimleiðis, frá London, hinn 21. þ. m. Eftir því, sem fréttir þaðan skýra frá, var hann í bezta skapi, þegar hann lagði af stað, og kvaðst vera sannfærður um, að nú færi kreppunni að létta, og breytin'gin til meiri velgengni mundi byrja á næsta ári. Kvaðst hann hafa séð þess merki í þess- ari síðustu ferð sinni til Eng- lands, að þar væri nú margt að breytast til batnaðar, og svo mundi einnig verða annarstaðar, og þá ekki sízt í Canada. Það er gott að taka því. Manitoba borgar í þessum mánuði féllu í gjald- daga $6,158,000, sem Manitoba- fylki skuldaði í New York. Þar við bættust hálfs árs rentur, eins og eðilegt var, en þar við bættust líka $936,165, sem á þeim tíma var gengismunurinn á dollar Banda- ríkjanna og Canada. Þessa miklu fjárupphæð, $936,165, hefir Mani- tobafylki orðið að greiða fram yfir það, sem það í raun og veru skuldaði. Því veldur gengismun- urinn. Vafalaust hefir verið svo um samið, að þessa skuld, höfuð,- stól og rentur, bæri að greiða í Bandaríkjapeningum eða gulli. Skuld þessa hefir Manitobafylki nú greitt að fullu, að nokkru leyti með peningum, sem fengust fyrir fylkisskuldabréf, sem selt voru í september í haust, og að nokkru leyti með lánum frá Royal bank- anum og Dominion bankanum. Eldsvoði í Tokio Hinn 16. þ.m. kviknaði í afar- stórri sölubúð í Tokio, sem var átta hæðir, og fór eldurinn um fimm efri hæðirnar. Var fjöldi fólks í búðinni, þegar þetta kom fyrir, bæði fálkið, sem þar vann, og fjöldi fólks, sem þar var komið til að kaupa eitt og annað. Fórst þarna fjöldi fólks, flest konur og börn, en hvað margt, verður ekki séð af þeim fréttum, sem borist hafa frá Tokio. Launalækkun Bæjarstjórnarmennirnir í Win- nipeg hafa verið að stríða við að lækka sín eigin laun, nú í heilt ár, eða nálega það. Loksins var það samþykt á bæjarstjórnarfundi hinn 19. þ. m., að lækka laun bæj- arstjóra og allra bæjarráðsmann- anna um 10 per cent. o& gengur sú launalækkun í gildi með byrjun næsta árs. Það gekk ekki á !góðu að koma þessu í gegn, því bæjar- ráðsmennirnir, sem verkamanna- flokknum (I.L.P.) tilheyra, börð- ust ákaflega móti þessu. Þetta sannar þó engan vegin, að þeir séu ágjarnari heldur en aðrir menn, en þeir eru á móti allri launalækkun. Þar á móti þótti hinum bæjarráðsmönnunum ófært, að lækka ekki sín eigin laun, þar sem laun allra þeirra, sem hjá bænum vinna, hafa verið lækk- uð. Borgarstjóri hefir $5,000 árs- laun, og bæjarráðsmenn $1,200 árslaun. Lækka þau nú um 10 per cent, eins og fyr segir. Bennett í London Bennett forsætisráðherra Can- ada fór til London í þessum mán- uði, eins og áður hefir verið getið um hér í blaðinu. Var honum þar tekið með miklum virktum af kon- ungi og ráðherrum og öðrum höfðingjum. Dagblöðin í London höfðu meira um hann að segja á hverjum degi, heldur en konung og drotningu frá Danmörku, sem voru þar stödd um sama leyti. Bretakonungur Igerði Mr. Bennett að Knight of Grace of the Vener- able Order of the Hospital of St. John og Jerusalem in the British Realm. Hvað þessi langi titill þýðir, það má kóngurinn vita. Verður sendur úr landi Peter Veregin, leiðtogi Doukho- boranna í Canada, var í haust dæmdur til þriggja ára fangavist- ar í Prince Albert, fyrir mein- særi. Þegar fangavist hans er úti, verður hann fluttur úr Canada til Rússlands, þaðan sem hann kom.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.