Lögberg - 29.12.1932, Page 2

Lögberg - 29.12.1932, Page 2
tíla. 2. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. DESEMRER 1932. Endurgjald Samverjans Lauslega þýtt úr ensku af G. ]. Oleson. Þegar hinn nafnfrægi mannvin- ur William Penn réðist í að stofna nýlendu fyrir trúbræður sina í Bandarikjum, og rétti út hendina til hinna fátæku og undirokuðu þjóðflokka í Evrópu, og bauð þeim að hagnýta sér tækifærið og eignast heimili þar sem þeir gætu notið frjálsræðis í trúarefnum, var því tekið með gleði og fögnuði af fjölda fólks í Hollandi, Póllandi, Frakk- landi og Svisslandi, í kjölfar hins fyrsta fámenna flokks komu aðrir stærri hópar von bráðar, svo eftir nokkra áratugi höfðu risið upp blómleg þorp og bygðarlög í Penn- sylvania. Þrátt fyrir það að fullur f jandskapur ríkti meðal hinna hvítu manna og Indíána i nærliggjandi fylkjum, af þvi hvitir menn höfðti gengið á rétti Indíánanna, þrælkað þá og kúgað og eitrað líf þeirra með sölu áfengra drykkja, var samt fuli vinátta og samúð meðal rauðskinna og hvítra manna i bygöarlögum Wil- liams Penns fyrir viturlega löggjöf leiðtoganna í hinum dreyfðu bygð- arlögum og þann kristilega anda, sem ríkti. Þetta hafði þau áhrif að bygðirnar blómguðust og þroskuð- ust fljótar en ella, af því hinir hug- rökku frumherjar treystu dreng- lyndi Indíánanna og áræddu þvnað nema lönd langt úti í eyðiskógum og á afskektum stöðum. Einn af þessum hugrökku frum- herjunt hét Louis Houser; hann hafði bygt sér bjálkahús við hinn fagra Pequea læk, ekki alllangt frá Susquehama ánni. Hann er hærri en í meðallagi herðabreiður með góða burði, hann var verðugur son- ur fjallalandsins fræga, Svisslands, sem hann hafði yfirgefið ásamt konu sinni, sem Martha hét, árið 1738, fyrir áeggjan landa sinna, og flutt til Pennsylvania, sem vingjarn- lega breiddi faðminn móti þeim, sem frelsis og gæfu leitaði. Eftir erfiða sjóferð, sem tók nokkrar vikur, komu þau ásamt mörgum öðrum innflytjendum til Philadelphia. Fyr- ir hraustan og framgjarnan mánn, eins og Houser var, voru óþrjót- andi tækifæri, sem gáfu honum sæmilegt í aðra hönd, og samdi hann sig brátt að siðum og háttum hins nýja umhverfis. Eftir tveggja ára tímabil afréð hann að fara að dæmi annara innflytjenda og stofna heim- ilí fyrir sjálfan sig í frumskógunum. Nú, þegar hér er komið sögu er hann kominn í bjálkahúsið við Pequea lækinn. Houser var í hæsta' máta ánægður með árangurinn af starfi sínu; ekki einungis ruddi hann skóginn er árin liðu og akurblettirnir stækkuðu að sama skapi, heldur átti hann því láni að fagna að njóta vináttu og tiltrúar Indíána kynflokksins, sem Pequea nefndist, og bjuggu í nágrenni við hann, sem hann á marga lund sýndi vinahót og þeir guldu honum í sömu mynt. Hann verndaði þá gegn á- gengni og svikum óhlutvandra prangara, svo þeir jafnan leituðu ráða til hans, og heiðruðu á ýmsan hátt. , En nú grúfði svart og ömurlegt ský yfir starfi hans og framkvæmd- um; hann hafði búið á landinu sínu í tæp fimm ár og var í þann tfeginn að fara að njóta lifsins og gleðjast af árangrinum af uppihaldslausri baráttu þegar heilsa konunnar hans —hennar Mörthu—sem hafði að- stoðað hann svo trúlega, fór að gefa sig. Hún var ein af þessum konum, sem þola og liða án þess að kvarta. Henni versnaði smátt og smátt. Svissneska konan, sem áður var svo hraust með rjóðar kinnar, var nú aðeins skuggi af því, sein hún áður var. Hún var búin að missa matar- lvstina; kraftar hennar þverruðu og stundum leið hún miklar þjáningar. Áhyggjurnar út af ástandi og heilsu- leysi konunnar var Houser þung byrði. Meðul þau, sem nýbyggjarn- ir áttu kost á komu ekki að neinu haldi, og kunnátta vinar hans, Pequea læknisins gaf engan árang- ur. Loks afréð hann að takast ferð á hendur til Philadelphia, sem var erfiðleikum bundin, og leita hjálpar hjá Evropiskum lækni. Konan hans var of veikburða til að þola þrautir ferðalagsins; eini vegurinn var að fara á hestbaki í gegnum skóga, eftir stígum í ótal krókum og yfir fjall- vegu, og mundi taka að minsta kosti tvo daga. Hann skildi því konuna eftir í skjóli nágranna síns ogilagði einn á stað til höfuðstaðarins. Eftir að læknirinn i Philadelphia hafði ineð þolinmæði og eftirtekt hlustað á nákvæma lýsingu á ein- kennum sjúkdómsins, sagði hann: “Vissulega skal eg gera mitt bezta í því að tilreiða góð meðul handa konunni yðar.” En eg hefi ekki trú' á því að henni batni nokkurn tíma hér í landi, eina vonin til bata liggur í því að hún flytji aftur heim til ættjarðarinnar.” Houser sá fljótt hina miklu örð- ugleika, sem þar stóðu í vegi, ef hann reyndi að fara eftir ráðum læknisins, en hann var staðráðinn í því samt að leggja alt í sölurnar, og láta ekkert óreynt til þess að ást- kæra konan hans gæti aftur fengið heilsuna. Niðursokkinn i þessum hugsunum hélt hann heirn á leið. Það er sagt að “sjaldan sé ein báran stök,” og það átti hér heima. í Philadelphia hafði hann heyrt ó- friðarsögur, Frakkar og Englend- ingar væru komnir í blóðugt stríð út af nýlendu yfirráðum, og vofÖi nú hættan yfir Pennsylvania, sem til þessa hafði lifað í friði. Þetta strið var sérstaklega hræðilegt fyrir nýbyggjana, af því að báðar hliðar drógu Indiána flokkana inn í stríð- ið og beittu bæði mútum og loforð- um. Og þegar þeir á annað borð voru komnir í stríoið, þá herjuðu þeir á bygðir þeirra, ekki einungis á afskektum stöðum, heldur óðu þeir yfir stór og f jölmenn hqruð og drápu fólkið með mestu grimd. Þessi alda náði til Indíánanna í Pennsylvania og fóru þeir að sýna sig all-ófriðlega gagnvart hinum hvíta kynstofni, og skærur höfðu átt sér stað á mörgum stöðum. Þetta sá og heyrði Houser mikið um á leiðinni og jók áhyggjurnar hjá honum um hag konunnar sinnar. Þegar hann komst heim eftir viku útivist fann hann heimilið í friði og alt í góðu lagi. Pequea Indíánarnir, þrátt fyrir það að þeir voru komnir á stúfana með sverð í hendi á móti Mingo kynflokknum, þá héldu þeir fornan vinskap við Houser og létu hann og heimili hans i friði. Á hinn bóginn fór heilsu Mörthu hnign- andi; hún gat nú ekki farið úr rúm- inu. Undir þessum kringumstæðum og jafnframt því, að meðulin, sem hann kom með höfðu engan árang- ur, þá var þýðingarlaust að hugsa um ferð til gamla landsins með þeirn erfiðleikum sem henni fylgdi, enda tók konan þvert fyrir að ráðast í það. Nú voru dimmir þrautadagar fyrir Houspr; kona hans veik í rúm- inu, en i nágrenninu var bardaga- völlur Indíánanna og stöðugt bar- ist, ástand sem gat orðið afar hættu- legt íyrir konuna hans og hann sjálfan, á hvaða stund sem var. Hann ásetti sér samt að vera hug- hraustur og vongóður og treysta Guði. Hann skifti sér sem bezt hann gat til að annast konuna og annast heimilið og önnur nauðsyn- leg störf. Eitt kvöld vantaði eina kúna úr hjörðinni. Annaðhvort höfðu Indiánar, sem uin skógana flæktust stolið henni, eða- þá hún hafði orðið viðskila við hjörðina í skóginunvsem víða var afar þéttur. Það var of seint að leita að henni um kvöldið, en næsta morgun á- kvað hann að leita hennar. Konuna skildi hann eftir, um morguninn, en til að gæta hennar, vitran og sterkan úlfa-hund. Sjálf- ur hafði hann i för með sér veiði- hund sinn til að leita að kúnni. Hann var búinn að vera tæplega hálfa klukkustund að leita í skóg- inurn þegar hundurinn fór að láta skrítilega; hann hljóp að kjarr- runna þéttvöxnum og gelti ákaf- lega. Houser fylgdi honum eftir með gætni, þegar hann greiddi kjarrið sundur, þá sá hann nokkuð, sem hann ekki átti von á. Þarna í runnanum lá Indiáni af Mingo kyn- flokknum meðvitundarlaus, auðsjá- anlega af blóðmissi. Hann hafði ægilegt sár á öðru lærinu, sem striðs öxi Indíánanna (Tomahavvk) auð- sjáanlega hafði veitt honum. Vafa- laust hafði hann særst í viðureign við Pequea flokkinn, og á flóttanum orðið svo aðframkominn að hann hafði skriðið þarna inn í runnann, til þess að deyja óáreittur af óvinun- um. Þrátt fyrir það að Houser stóð þarna andspænis Mingo Indí- ána, sem var fjandmaður Pequea flokksins, sem voru vinir hans, af- réð hann strax í huga sínum að bjarga lífi þessa særða manns. Hann hraðaði sér heim eftir uxa-kerrunni sinni, hagræddi manninum, sem enn var meðvitundarlaus þar í, og breiddi yfir hann með grasi og skógarlimi, svo að óvinir hans Pequea-arnir, þó þeir yrðu á vegi hans, yrðu hans ekki varir. Á heim- ilinu bjó hann út þægilegan legu- bekk, hreinsaði sárið, bar á það græðandi smyrsl og batt vandlega um það, og eftir að hafa reynt að koma ofan í hann heitri mjólk, fékk hann meðvitundina. Houser hafði nú tvo sjúklinga til að sjá um. I einu horninu á húsinu var rúm kon- unnar hans og gagnvart því var legubekkur Indíánans særða. Hin skörpu augu eir-lita mannsins hvíldu jafnan með meðaumkunarblæ á hinni sárþjáðu konu. Hin við- kvæma umönnun mannsins hennar hafði mikil áhrif á Indíánann. Hinir sterku likamskraftar þessa barns náttúrunnar voru auðsæir, þvi að hann fékk skjótan bata. Eitt kvöld, eftir að hann hafði verið þarna viku, sagði hann velgerðar- manni sínum—hinum góða Sam- verja að nú ætlaði hann að fara. Houser dróg athygli hans að sárinu á fætinum, sem enn var ekki gróið, og vildi að hann dveldi lengur, en hann tók hjartanlega í hönd vel- gjörðarmanns síns og þrýsti hana vinalega, og svo hvarf Indíáninn út um dyrnar og út í skugga nætur- innar. Tíu dagar voru liðnir síöan að hann kvaddi, þá var það eitt kvöld, að hundarnir geltu ákaflega. Houser lá sifjaður á legubekknum, og var í þungum hugsunum um hið vonlausa ástand konu sinnar. Hann reis upp fljótt, er hann heyrði hunda geltið, og rétti út hendina eftir byssunni sinni, sem hlaðin var á veggnum. Hann horfði út um lítið gat á gluggahleranum út í kyrð nætur- innar, en gat ekki séð neitt grun- samlegt. Hann þaggaði niður í hundunum, og var í þann veginn að kasta sér aftur niður á legubekkinn, þegar steini var kastað í nyrðri gluggahlerann. Hann horfði út og í áttina, og sá hann þá Indíána læð- ast út úr skóginum með uppréttar hendur og ganga rakleiðis að hús- inu. Houser þekti strax að þetta var ungi Mingo Indíáninn, sem hann hafði hjúkrað. Hann opnaði dyrnar til ífö láta hann inn, en hann staðnæmdist við dyrnar, og benti með hendinni í áttina, sem hann kom frá og sagði: “Faðir minn.” Og húsráðandi, fullur undrunar, sá annan Indíána þar á ferðinni, sem nú var kominn heim að ^úsinu, aldr- aður maður gáfulegur og göfug- mannlegur að útliti. Þegar þeir voru komnir inn i húsið bað Indí- áninn Houser að kveikja Ijós, en breiða fyrst vandlega fyrir alla glugga, svo að Pequea Indíánarnir, óvinir þeirra ekki gætu greint þá, þó þeir væru þarna á sveimi. Þá segir gamli maðurinn: “Eg er lækn- ir Mingo kynflokksins. Þú hefir bjargað lífi sonar míns; mig langar að þakka þér þann velgerning. Hann hefir sagt mér frá konunni þinni, sem er veik. Eg trúi því að eg geti hjálpað henni, ef þú vilt treysta mér.” Ilouser leiddi hann að rúmi kon- unnar, og þegar hann hafði horft á hana um stund, þá segir hann: “Það er alveg eins og eg bjóst við.” Hann tók þá úr vasa sínum Iítið glas með brúnum lög, og pakka af jurtum, sem hann rétti húsráðanda með nokkrum fyrirmælum. Að því loknu segir hann: “Ef að þessi meðul bæta konunni þinni, þá skaltu koma og fá meiri meðul.” Hann bað þá Houser að slökkva ljósin svo ékki bæri á burtför þeirra, og þeir feðg- arnir hurfu út í næturmyrkrið og í gegnum hergarð óvinanna undir tjaldi næturinnar og til heimkynna sinna. Til hinnar mestu gleði fyrir Evbyggjann þá varð brátt sýnilegur góður árangur af meðulum Indíána lækisins. Tvisvar ferðaðist Houser til bygða Mingo Indiánanna ,sem var sex klukkustunda ferð, eftir meiru af meðulum. Martha hrestist stöðugt þótt hægt færi. Þremur mánuöum eftir nætur-heimsókn feðganna, komu jólin. Þá kom Houser heim með lítið sedrusviðar- tré, og hann ásamt konu sinni héldu hátíðleg jólin með gleði og þakk- argjörð, en dýrmætasta gjöfin, sem þau þökkuðu með lofsöng, var heilsa konunnar. Það voru gleðileg jól. Jólakvöld 1923 Langt norður I óbygðum Can ada var veiðimaður á ferð; hann bar stóran bagga á herðum sér og veiðisnöru á belti; á öxlinni bar hann tíuskota byssu. Það leyndi sér ekki, að maðurinn var að þrotum kominn af þreytu, því gangurinn var þunglamalegur, vonbrigði voru máluð í svip hans og limaburðurinn stirðlegur. Hann vár aleinn; hafði ekki svo mikið sem hund sér til fylgdar; þó var hann lan’gt frá öllum mannabygðum. Látbragðið lýsti því, að á þessari stundu fanst hon- um einveran átakanleg — hver sem hefði séð hann tilsýndar, hefði haldið að honum fyndist sem væri hann útskúfaður úr mannheimi og dæmdur til einveru norður á eyðimörkum klaka og snjóa. Áliðið var kvelds og hann var tuttugu (20) mílur frá næsta veiðimannskofa. Vindurinn blés um vanga hans og snjórinn þyrl- aðist í flyksum í andlit hans. Aug- un fyltust af snjó og átti hann fult í fangi með að verja augna- lokin frá því að verða samfrosta. Hvílíkt hörkuveður! Það var eins og norn veðranna í Norður Mani- toba væri að leika sér að því að kvelja þennan gamla veiðimann. Var hún ef til vill að hefna fyrir skógardýrin, sem hann hafði svift lífi? Nokkur skref fram undan veiði- manninum var u'ppsprettulind, sem aldrei fraus; hún var úti í vatni og var því vök á vatninu. Það var auðséð, qð hann vissi ekki af þessu, því hann stefndi beint út á vatnið, einmitt þar sem vök- in var. Hann var að ganga í gildru; áður hafði hann oft lagt gildrur fyrir dýr, og þau þannig mist líf sitt; átti hann nú sömu forlög fyrir sér? Hvers vegna var veiðimaðurinn svona seint á ferð; og hvers vegna fór hann ekki út í skóginn, þar sem finna mátti hlé o!g skjól? Þar var enginn skógur; eldur hafði geysað um landið í fjögur sumur og brent allan skóginn til kaldra kola. Það var einmitt ástæðan fyrir því, að þessi barátta átti sér stað. Hann hafði farið að kanna og skoða nýja skóga, nýja eyði- mörk og' þar fékk hann þessar kÓldu viðtökur. Hann var fangi veðranornanna. Vindurinn hvein enn þá geystar en áður, hann átti enn þá erfiðara með að verja augun frá því að frjósa saman. Hann var kominn út á vatnið, en sá ekki vökina. Hann þrammaði áfram þunglamalega. Isimí brotn- aði o!g hann féll í vatnið. í einhverju ofboði kastaði hann frá sér byssunni, þegar hann var að sökkva og lá hún á vakar- barminum. Nýtt líf færðist i veiðimanninn; nú varð þó sannarlega annaðhvort áð duga eða drepast. Snaran í belti hans og bagginn á öxl hans gerði honum það erfitt, að hefja sig upp úr vökinni, þó tókst hon- um það eftir mikla örðugleika. En þegar hann komst upp á ís- inn og lagði af stað, saknaði hann byssunnar, og byssulaus maður þar norður frá var sama sem dauður maður. Nú fór hann að hu'gsa margt. Til hvers var hann að basla við að komast upp úr vök- inni, þegar ekkert lá fyrir honum annað en að frjósa í hel eða svelta í hel eða vera varnarlaus, rifinn í hel af dýrum eyðimerkurinnar? Allar eldspýturnar hans voru ó- nýtar — allar rennandi blautar Honum fanst það miklu betra að drukna þar, sem dauðinn var þó svo miskunnsamur í vökinni, að láta leikinn ekki standa lengi yfir. Með ákveðnum ásetningi gekk hann aftur út að vökinni. Hugur- inn hvarflaði heim til konu og barna; heit tár hrundu niður kinnar hans um leið og hann gekk að vökinni með ákveðinni hugs- un. En hann hrasaði um eitthvað. Hafði rekið fótinn í eitthvað. Það var byssan hans. Gleðibjarmi færðist yfir þreytu- lega 0g veðurbarða andlitið; nýtt líf færðist í hann allan. Hann reyndi byssuna og var hún í bezta lagi. “Skotið veitir mér þá hvíld, þegar eg kemst ekki lengra,” sagði hann við sjálfan sig í hálfum hljóðum. í óveðrinu þrammaði hann á- fram, en var nú enn þá þunglama- legri en áður. Fötin voru að gaddfrjósa og það gerði ganginn erviðan. Nú var orðið myrkt af nóttu og sá hann því ekki neitt fram undan sér. Það var eins og stormurinn segði: “Þú skalt láta undan! Þú skalt!” — “Skotið veit- ir mér þá hvíld. þegar eg kemst ekki lengra,” sagði hann enn við sjálfan sig. Það var eins og þetta væri svar hans við hótun stormsins, það var eins og hann vildi andmæla honum með því að segja, að hann skyldi aldrei kvelja úr sér lífið með langvar- andi kulda og þrautum; ef kraftar sínir entust ekki til þess að bjarg- ast, þá skyldi hann sjálfur ráða, hvernig hann sofnaði síðast, en stormurinn ekki. Þá heyrði hann rödd, sem hann kannaðist við: “Húh! húh!” Þetta var skógarugla. Það þýddi viss- an sigur; skógur hlaut að vera í nánd og þá var honum borgið. Ulgluröddin veitti veiðimanninum nýjan lífskraft; hjartað sló hrað- ara; blóðið rann örara; honum hitnaði; hann hrestist og hug- hreystist. Hann skildi raddir dýranna að talsverðu leyti; hann þekti þau nákvæmlega; hann gekk á hljóð uglunnar, og eftir nokkurn tíma kom hann í skóg; þar fanst honum eins og komið væri inn í hús; þar var bezta skjol og svo að segja logn. “Húh! Húh!” sagði uglan. Veiðimaðurinn er búinn að kasta bagganum af herðum sér og nú hvín í, þegar hann beitir öxinni til þess að höggva tré. Hann geng- ur að einu trénu eftir annað eins og hann væri að reyna þau—vita hversu sterk þau væru. Hann var auðsjáanlega að leita að ein- hverju. Alt í einu greip hann handfylli sína af einhverju, er hann tók við rótina á einu trénu, og fór með það að viðarkestinum, sem hann hafði hlaðið. Þetta var aðeins gamalt músahreiður; að því hafði hann verið að leita. Hendur og fætur voru að frjósa 0g honum gekk erfitt að ná kúlunni úr skot- hylkinu; en með því að beita tii þess tönnunum, tókst honum það; hann náði þremur kúlum. En ef hann hefði nú kveikt í púðrinu! þá var úti um alt. En með þeirri Iægni, sem gömlum og æfðum veiðimanni er lagið að hafa, tókst honum að skjóta eld í músa- hreiðrið. Innan skamms var kom- ið stóreflis bál, sem lýsti upp all- an skóginn. Enn þá sagði uglan: “Húh! húh! húh!” Veiðimaðurinn leit í áttina, sem hljóðið kom frá, og sá vin sinn sitja á grein í bezta skotfæri. Hann leit á byssuna og sugsaði eitthvað; en hristi svo höfuðið: Nei, hvað mikið sem hann leið af hungri, þá gat hann ekki fenígið af sér að skjóta líf- gjafa sinn og leggja hann sér til munns. Veiðimaðurinn tók upp te- könnuna sína; ekkert var matar- kyns í bagga hans, nema te; alls- laust te hafði verið eina næring- in í tvo dagana síðustu. Hann hafði verið í burtu frá kofa sín- um í sextán (16) daga. Hund- arnir hans höfðu gefist upp af hungri, og hafði hann endað kval- ir þeirra með byssunni. Hann hafði ætlað sér að vera kominn aftur í kofann sinn fyrir jól ofe halda þar til um jólin. En ill- viðri, snjóþyngsli og fæðuskortur A ANNAN DAG JÓLA 1932. Dugur minkar, dignar fjör, dregist get eg samt á fætur. Eg hefi lifað ýms við kjör áttatíu jólanætur. Oft þó sýndist úfin dröfn æfiknörinn fékk ei saka. Lent hann fær í lífsins höfn, lífs nær stundir enda taka. Víst má telja veglegt hnoss, að verða laus úr rökkur dölum. Enginn skuggi amar oss í þeim fögru himnasölum. M. E. handa hundunum, eyðilagði allar hans áætlanir. Á meðan vatnið var að hitna, bygði veiðimaðurinn sér skýli úr skógarlimi; það kunna veiðimenn vel. Þegar vatnið var orðið heitt, neytti veiðimaðurinn jólakveld- verðar — það var að eins óbætt og allslaust te. lEkki var hægt að sjá nein von- brigðismerki á andliti veiði- mannsins; hann var orðinn af- þreyttur og hlýr; honum leið vel, hann vissi að sér mundi takast að komast í kofann vinn næsta dag, og þó hann væri svangur, lét hann sér það ekki fyrir brjósti brenna, því hann var orðinn veraldarvan- ur o!g sætti sig við það, sem að höndum bar. Þegar hann hafði þurkað fötin sín og drukkið ótal bolla af heitu tei, lagðist hann út af á viðar- búna bólið sitt. Hugurinn hvarfl- aði heim til konu og barna. Hann vissi að þeim leið vel í manna- bygðum. Honum fanst hann sjá litla drenginn sinn fleyta litlum skipum á vatnsfötu og sigla þeim í föðurleit eins og hann var van- ur að segja. Hugur hans flaug víða; hann hulgsaði um svo margt, sem liðið var. Hann sá sjálfan sig sem barn á íslandi; hann mundi eftir tröllasögunum, draugasögunum og álfasögunum, sem honum voru sagðar í æsku. Hann mundi eftir því, að fólk hafði orðið úti uppi á heiðum og fjöllum, og svo hugs- aði hann um sína eigin baráttu, sem var liðin, og honum fanst sem hann hefði liðið talsvert af því, sem sumir hafa reynt í dauða- stríði sínu á heiðum á íslandi. Hann fann svo glö!gt, hvílikur líf- gjafi skógurinn er. Hugur hans fyltist af þakklæti til Canada- skóganna; þetta var alls ekki í fyrsta ^Jcifti sem þeir höfðu frels- að líf hans og honum fanst nú sem hann gæti ómögulega launað betm'gæði þeirra með neinu öðru en því, að auglýsa þá út um allan heim — já, reyna að sá voru bezta Canadafræi eins víða og mögulegt væri. Og honum datt í hug, að ættjörð vor, ísland, væri snauð af þeim lífsgæðum — og því þá ekki að byrja þar? Og þar sem íslands beztu blóm hafa þróast og þrosk- ast svo vel í Canada, því þá ekki að sá candiskum blómum í ls- landsmold? Hér var föðurland og fósturland fjarlægt hvort öðru; því ekki að binda þau traustari böndum? Veiðimaðurinn stóð upp úr viðarbúna bælinu; hann var ein- beittur og alvarlegur á svip og skýr og snjöll orð heyrðust ber!g- mála í skóginum, þegar hann sagði: “Eftir sið forfeðra minna stíg eg hér á stokk og^ strengi þess heit, að gera alt sem í mínu valdi stendur til þess að sameina sem bezt Island og Canada með canadisku skógarfræji. Eg mæli þetta af hreinni og varanle’gri ást til beggja landanna, og bregði eg þetta heit, get eg ekki lengur skoðað sjálfan mig sem ærlegan dreng!” Og uglan tók undir: “Húh! húh! húh!”. Hún var eina lifandi vitnið að þessari heit- strengingu. B. M.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.