Lögberg - 29.12.1932, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. DESEMBER 1932.
BIb. S.
Sólskin
Örlög ráða
Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPER.
“Við verðum að ná í kauða þennan, dauð-
an eða lifandi.” sagði liann. “Sleppi hann
frá okkur, er úti um okkur öll. Annaðhvort
er hans líf eða okkar í veði. Við verðum að
finna hann, elta hann uppi og ráða niðurlög1-
um hans, áður en félagar hans koma aftur.
Sennilega verðum við að skjóta hann, og svo
verðum við að grafa bæði líkin og má út
hvert eitt spor af því, er við hefir borið. Svo
verða ræningjarnir að eiga um það við sjálfa
sig, hvað orðið hefir af þessum tveimur. Þeim
mun tæplega korna til liugar, að hér séu aðr-
ar manneskjur, ef við aðeins erum nægilega
vaskir. ”
Giles hlustaði á hann og var smeikur.
“Við verðum að vera við því búin, að
svertinginn muni hafa gætur á okkur og elta
okkur,” mælti Belmont. “Við getum ekki
haldið til hér á ströndinni, því þar getur
hann auðveldlega komist í skotfæri við okk-
ur. Ef við að eins gætum komið að lionum
óvörum, meðan hann felur sig í skógarþykn-
inu, og við erum á bersvæði, eru skilyrðin
næsta ólík. Við verðum að gera eins og
hann, fela okkur, og við megum engan tíma
missa.”
Auk kassanna með niðursuðuvörunum,
höfðu sjóræningjarnir skilið eftir ýmislegt
annað, og Belmont rannsakaði gaumgæfilega
allan þennan forða, í því skyni, að leita þar
að einhverju því, er þeim gæti . komið að
haldi. Þar var meðal annars lítil tunna,
sem reyndist að vera full af konjakkj.
Meðal margs annars, er lá á víð og dreif
um ströndina, og sennilega stafaði frá
strandi skonnortunnar, var einnig lítill leir-
brúsi, sem var galtómur. Belmont lyfti upp
konjakkstunnunni og fylti brúsann, og velti
svo tunnunni á hliðia. Umþrungið áfengið
rann úr henni og síaðist fljótt niður í sand-
inn.
“Hvers vegna gerið þér þetta?”
“'Ttmnnna þurfum við undir vatn,” sagði
Belmont. “Við höfum meiri þörf þess Iield-
ur en konjakksins. Eg hefi geymt dálítið af
því, til þess að við gætum haft ]>að, ef í nauð-
irnar rekur. En nú verðum við að taka til
óspiltra málanna,” Hann talaði í sínum
venjulega, mynduga róm. Giles liorfðl
gremjulega á hann. Honum gramdist sýni-
lega að sjá konjakkið fara til spillis. Hann
klemdi saman varirnar og setti upp þrá-
kelknissvip.
“Hvað er það svo sem, er við eigum að
hafast að, það vil eg gjarnan fá að vita, áð-
ur en eg hlýði skipunum yðar,” mælti hann.
“Þér g'etil vel skýrt mér ofurlítið frá dag-
skrýnni.”
“Það skal eg segja yður, ” svaraði Bel-
mont. “Sjóræingjahópurinn kemur aftur.
Það getum við verið vissir um. En þangað
til verðum við að nota tímann, eins og okkur
er frekast unt. Þegar þorpararnir koma,
verðum við að vera komin í gamla fylgsnið
okkar, og við verðum að sjá um, að við liöf-
um þá nægilegan vistaforða, til þess að geta
staðist töluvert, langt umsáur, ef því væri að
skifta. Fyrst um sinn verðum við að draga
þar saman eins mikið af mavælum og vatni,
og okkur er framast unt. Þetta fylgsni okk-
ar uppi klettunum, er einasta athvarf okkar
og von, nema því að eins, að mér takist að
vinna á svertingjanum í tæka tíð. Nú skiljið
þér víst, hvað eg á við. Við vei'ðum að
vinna, og það verður erfiðasta verkið, er þér
nokkurn tíma á æfi yðar hafið fengist við.
Komið þér nú — við verðum að byrja undir
eins.”
“Eg vil líka hjálpa til,” mælti Elsa.
“Yðar starf verður í því fólgð. að halda
auga með skógarþykkninu og segja okkur til,
ef surtur skyldi sýna sig,” mælti Belmont.
Næstu tíu mínúturnar hepnaðist Belmont
og Giles að opna einn hinna stóru vönikassa.
Eins og þeir höfðu búist við, var kassinn
fullur af niðursoðnum vörum frá verk-
smiðju einni í Chicago. Auðvitað voru vör-
ur þessar komnar úr skonnortunni, er sokkið
hafði í ofveðrinu.
Allan daginn á enda strituðu þeir í brenn-
andi sólarhitanum. Og Belmont varð að við-
urkenna, að Giles gerði sinn hluta af verkinu.
Þeir þvoðu konjakkstunnuna vandlega í
vatni, er þeir sóttu í lækinn, og fyltu hana
isíðan af vatni og ráku sponsið í hana. Hún
var mí svo þung, að það þurfti vel efldan
mann til þess að bera hana. En Belmont lyfti
henni upp á öxl sér og tók auk þess með sér
eins margar niðursuðudósr og hann gat bor-
ið. Giles hafði fundið gamla segldúkstusku,
sem hann vafði utan um alt að tuttugu dósir
og bar svo böggul þenna á öxlinni. Svo köll-
uðu þeir á Elsu og lögðu síðan á stað með
byrðar sínar áleiðis til kletta fylgsnis síns.
Komust þau gangað seint um síðir, dauð-
þrevtt og uppgefin, án þess að nokkurt óhapp
liefði komið fyrir þau á leiðinni. Nú höfðu
þau matarforða til langs tíma, þótt þau á
hinn bóginn yrðu að spara vatnið.
“Það er bezt, að ungfrú Ventor verði hér
eftir,” mælti Belmont. “Það er ástæðulaust
að baka henni meiri áreynzlu og erfiði. Við
verðum að fara, Effington lávarður, og
sækja meira. Ef þorpararnir koma ekki aft-
ur fyr en á morgun, vona eg að við getum
dregið að okkur vistaforða til tveggja ef
ekki þriggja vikna — það er bezt, að hafa
vaðið fyrir neðan sig.”
“ A ég að fara með yður?” spurði Giles.
“Eg er alveg vopnlaus.”
“En það er eg líka,” mælti Belmont, “og
það er alveg nægilegt, að við höfum eitt skot-
vopn. Komið þér.”
Hann lagði aðm höndina á öxl Giles.
“Hvers vegna getum við ekki beðið til
morguns?” spurði Giles. Honum fanst nóg
komið í einu af erfiðisvinnu.
“Komið þér nú!” sagði Belmont.
Giles beit saman tönnunum í bræði sinni,
en hlýddi þó.
“Getið þér ekki skilið,” mælti Belmont,
“að það er ekki fyrst og fremst til að ná í
mat, að við förum aftur á stað, en miklu
fremur til þess að reyna að bafa upp á
svertingjanum. Þess vegna er það bezt, að
ungfrú Ventor verði eftir, og það var ekki
nauðsynlegt að skýra henni frá, að við ætl-
uðum í leiðangur, sem ef til vill gæti orðið
hættulegur. Við verðum að ná þessum kauða,
dauðum eða lifandi, áður en félagar hans
koma aftur. Það er einasta björgunarvon
okkar. Komist hann undan, er líti um okk-
ur, því þá segir liann til okkar. Og hvað þá
tekur við — það er víst bezt að liugsa sem
minst um,” bætti hann við þungbúinn á srtp.
XVII.
Svarti shugginn.
Þeir héldu áfram ofan til strandarinnar.
“Ef við gætum náð honum lifandi, væri
það allra bezt,” mælti Belmont. “En við
verðum að ná honum, því annars er öll vor
fyrirhöfn til einskis. Við getum engrar
miskunnar vænst frá öðrum eins þorparalýð
— eða hvað haldið þér um það?”
Það fór kuldahrollur um Giles. “Djöfl-
arnir þeir arna,” tautaði hann, “gulu djöfl-
arnir! Og sá svarti er víst alls ekki betri
en hinir. Hversvegna ættum við að vera að
' hafa fvrir ]>ví, að reyna að ná honum lif-
andi? Skjótið ]>ér hann heldur, undir eins og
liann gerir vart við sig. Hann reyndi fyrst að
komast í færi við okkur, svo það er engin á-
stæða til að vera að neinu hringsóli með
hann, eða neinn hinna. Eg vildi óska, að eg
hefði béma dálitla fallbyssu, þá skyldi eg
mata hákarlana. með allri skipsliöfninni á
júnkunni — þeir eiga ekki annað betra
skilið.”
Belmont kinkaði kolli. Að þessu sinni
varð liann þó að vera Giles sammála. Þessi
villidýr áftu ekki betra skilið. “Það er al-
veg rétt, Aðal atriðið er, að við náum svert-
ingjanum dauðum eða Ifandi,” mælti hann.
“Komi þeir aftur, og sé hann frjáls og
fleygur, mun hann þegar fá þá til að gera leit
að okkur, og þér vitið, hvað þá tekur við.”
Giles kinkaði kolli.
Hann virti fyrir sér Belmont, er stökk
klettanna milli léttur og frár eins og geit,
og Giles var ekki laus við að öfunda fimleika
lians og ódrepandi þrek og þrótt. Það var
eins og Belmont væri alveg óþrevtandi. —
Sterkur og stæltur líkami hans virtist þrung-
inn óþverrandi orku. — Með Giles var það
alt á annan veg. Hann var alveg uppgefinn
yeftir matarbyrðina upp brekkurnar frá
ströndinni til fylgsnisins, og nú blés hann og
másaði, löngu áður en þeir vom komnir ofan
á ströndina.
Myrkrið var skollið á, og Belmont gaf
Giles merki um að nema staðar. Hann var
alveg rólegur út af Elsu. Hún var sennilega
á öruggum stað, og auk þess var bún vopnuð.
Belmont þótti vænt um, að hann liafði neitað
að láta Giles fá skammbyssuna. Nú hafði
Elsa hana, og hún hafði sýnt það og sannað,
að hún kunni að beita henni, og að hiín var
hugrökk stúlka.
Það var ekki til neins að halda lengra,
meðan myrkrnð grúfði yfir eynni. Þeir
ynnu ekkert með því, og áttu auk þess á
hættu að villast. Svertiginn stóð betur að
vígi á þann hátt, að hann vissi, hvaðan þeir
mundu koma, og hvaðan þeir mundu leita
hans. Það var ekki um annað að ræða, en að
bíða tunglsins. Og það var um að gera að
beita ítrustu varkárni; þeir höfðu lagt út á
hættulega braut, og urðu því að fara gæti-
lega. •
Þeir lögðust niður á lækjarbakkanum og
biðu tunglsins. Giles lá tvö-þrjú skref frá
Belmont, en þeir töluðu ekki saman.
Á þenna hátt liðu tvær langar stundir, og
loksins stakk tunglið upp kringlóttu andlit-
inu. Belmont stóð upp.
“Þá höldum við áfram,” sagði hann stutt-
aralega. “Gætið vel að, hvar þér stígið nið-
ur. Minnist, að þrusk eða skrjáf getur ver-
ið hættulegt. Gangið ilálítinn spöl á eftir
mér, svo að þér rétt aðeins grillið mig.”
Giles muldraði eitthvert svar í barm sér.
Þeir fylgdu lækjarfarveginum ofan eftir.
Belmont gekk á undan og Giles kom spöl-
korn á eftr.
Hálfa stund gengu þeir þannig þegjandi.
Leið þeirra lá alt af ofan eftir, og Belmont
var nú búinn að ná þeirri leikni að hreyfa sig
létt og hljóðlaust, að hann steig álíka létt og
köttur til jarðar og sneiddi hjá kvistum
þeim, er hættulegt gat verið að stíga á. Giles
var einnig furðu léttstígur. Hræðslan kendi
honum listina. Alt í einu nam Belmont
staðar.
“Bráðum erum við komnir ofan á strönd-
ina,” hvíslaði hann. “Þar verðum við að
hafa alveg sérstakar gætur á öllu. Ef surt-
ur er í skógarjaðrinum, getur hann séð okk-
ur. Eg ætla nú að reyna, hvort eg get ekfei
komið að honum óvörum þar og ráðið niður-
lögum hans á einhvem hátt.”
“Skjótið þér hann bara,” tautaði Giles.
“Til hvers ætti það að vera, að ná honum lif-
andi. Svarti þorparinn á að verða hinum
gulu samferða. Skjótið liann bara, undir
eins og þér sjáið hann.”
“Það geri eg líka, ef engin önnur ráð eru,”
svaraði Belmont. “Mér er aðeins síður um
að skjóta mann, ef hjá því verður komist.
Eg veit ekki hvernig yður er háttað um þess-
háttar, herra greifi, en mér virðist það ekki
fyllilega sæmandi hvítum manni, að læðast
aftan að manni og skjóta hann úr leyni. Mér
geðjast ekki að þess háttar veiðum, það verð
eg að segja.”
Giles ypti öxlum.
“Eg geri mér enga samvizku út af þess-
háttar þorpurum,” sagð hann. “Allir morð-
ingjar, og . . . .”
“Þér þurfið ekki að vera feiminn!!” mælti
Belmont. “Þér voruð kominn að morðingj-
um. Var það nokkuð meira, sem þér ætluð-
uð að fræða mig á í því efni? Jæja þá, við
sjáum nú til. Við tökum liann dauðan eða
lifandi. Hann má ekki vera héma, þegar
liinir koma aftur.”
Þeir voru komnir ofan á ströndina. Bel-
mont gekk á undan og þræddi skógarjaðar-
inn, þar sem skugginn var mestur. Á hægri
hönd þeim lá hafið, sem glitraði í tunglsljós-
inu. Skamt undan landi glitraði á brimgarð-
inn og brotskaflarnir hömruðu látlaust á
grynningunum með þungnim nið. Rétt fram
undan þeim vom klettarnir, sem sjóræningj-
arnir höfðu geymt föng sín undir, og þar
höfðu þeir sezt að fyrstu nóttina. Og það
var einmitt hér, sem Belmont vænti að hitta
skuggabald þann, er hann var að leita að.
í kvöld var ekkert bál kveikt undir klett-
unum, og þar var ekkert það til, er borið gæti
vott um, að þar væri nokkur lifandi vera ná-
læg. Öðm hvoru nam Belmont staðar og
starði út í myrkrið í þeirri von, að hann
kynni ef til vill að sjá bregða fyrir svarta
skugganum, sem þeim stafaði svo mikil hætta
af þar á eynni. En hann varð einskis var.
Fet eftir fet nálgaðist hann bækistöð ræn-
ingjanna, og Giles kom lötrandi á eftir, í
hæfilegri fjarlægð.
Loks gat Belmont greint kassa þá, sem
þeir höfðu verið að rannsaka fyr um daginn.
En þar var heldur ekkert að sjá.
(Framh.)
PROFESSIONAL CARDS
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 —Offlce tlmar 2-J Heimill 776 VICTOR ST. Phone 27 122 Winnipeg, Manitoba Símið pantanir yðar Roberts Drug Stores Limited Ábyggilegir lyfsalar Fyrsta flokks afgreiðsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 057 H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur IögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043
DR. 0. B. BJORNSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone 21 834 —Office tlmar 2-3 Heimili 764 VICTOR ST. Phune 27 586 Winnip>ig, Manitoba Drs. H. R. & H. W. TWEED TannJœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON Islenzkir lögfrœOingar 325 MAIN ST. (á öCru gðlfi) Talsimi 97 621 Hafa einnig skrifstofur aO Lundar og Gimli og er þar aO hitta fyrsta miðvlkudag 1 hverjum mánuOl.
DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone 21 834 — Office tímar 3-5 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. A. B. Ingimundson Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Simi 22 296 Heimilis 46 064 J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfrœðingur Skrifst. 411 PARIS BUILDING Phone 96 933
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdðma.—Er að hitta kl. 10-12 f. h. of 2-5 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsimi 4 2 691 DR. A. V. JOHNSON lslenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pðsthúsinu Sími 96 210 Heimilis 33 328 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv). islenzkur lögmaOur Ste. 1 BARTELLA CRT. Heimasími 71 763
Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 Heimili 403 675 Wlnnipeg, Man. A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimilis talsimi 501 562 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrœOingur Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main SÍ., gegnt City HaU Phone 97 024
dr: a. blondal 602 Medlcal Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdðma. Er aö hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Slml 28 180 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. Winnipeg Annast um fasteignir manna. Tekur aC sér aO ávaxta sparlfé fðlks. Selur eldsábyrgO og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svaraC samstundls. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 E. G. Baldwinson, LL.B. Islenzkur lögfræOingur 808 PARIS BLDG., WINNIPBXJ Residence Offlce Phone 24 206 Phone 96 636
Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
stundar lækningar og yfirsetur Nuddlœknir 601 PARIS BLDG., WINNIPE3G
Til viOtals kl. 11 f. ft. U1 4 e. h. 41 FURBY STREET Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot-
og frá kl. 6-8 aO kveldinu Phone 36137 vega peningalán og eldsábyrgO aí
% öllu tagi.
632 SHERBURN ST.-Slmi 30 877 StmiO og semjiO um samtalsttma Phone 94 221