Lögberg - 29.12.1932, Qupperneq 4
Bls. 4.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. DESEMBER 1932.
Högtcrg
GeflB út hvern firatudag af
THE COLUMBIA PRES8 LIMITED
695 Sargent Avenue
. Winnipeg, Manitoba.
Utanáskrift ritstjðrans.
EDITOR LÖGBERG. 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
VerO {3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by The Columbia
Prees, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
PHONES S6 327—86 328
Björnátjerne Björnson
1832 — 11)32.
Á þesisu ári, sem nú er að enda, er liðin
heil öld, síðan norski skáldjöfurinn og frels-
ishetjan, Bjömstjerne Björnson, var í heim-
inn borinn. Hann er fasíldur 8. desember
1832, í sveit, sem Kviknir heitir í Eystridöl-
um uppi í Dofrafjöllum í Noregi. Þar var
þá faðir hans prestur, en annars er hann af
norsku bændafólki kominn.
Aldarafmælis Björnsons hefir þjóð hans
nú minst með miklum og veglegum hátíða-
höldum og hafa þanigað sótt fulltrúar frá
ýmsum öðrum þjóðum, því Björason var ekki
aðeins þjóðfrægur maður, heldur má um
hann segja, með eins miklum rétti og marga
aðra, sem það hefir verið sagt um, að hann
sé maður heimsfrægur.
1 æsku var Björnson fjörhnokki mikill, en
lítill námsmaður. Það var með naumindum,
að hann náði stúdentsprófi og þó lélegu. og
fékst aldrei við skólanám eftir það. Hér var
því þó sízt um að kenna, að hann skorti
gáfur, því þær hafði hann þegið óvenjulega
miklar og fjölhæfar, en hitt hyggjum vér að
mestu hafi valdið, að ákafinn og framsóknar-
hugurinn hafi verið of mikill til þess, að
hann ætti liægt með að festa hugann við
námsgreinar. >
Björastjerne Björnson var óvanalega til-
komumikill maður í sjón og framkomu allri.
Var glæsimenska hans honum styrkur mikill
og vakti éftirtekt og aðdáun á honum, hvar
sem hann fór. Auk þess var hann mælsku-
maður svo mikill, að með fádæmum þótti.
Svo segir Jón Ólafssön ritstjóri í grein uni
Björason í Almanaki Þjóðvinafélagsins 1882,
þegar Björnson var fimtugur: “Björnson
er mælskumaður svo mikill, að eg hefi engan
slíkan heyrt. Eg hefi eitt sinn heyrt hann
tala til eitthvað 900 áheyrenda; þegar hann
kfmdi að einhverju, þá hlógu allir áheyrénd-
urnir; og er hann talaði viðkvæmt og vikn-
aði, þá sá ég hvergi nokkurt andlit umhverf-
is mig, sem ekki hefði bókstaflega tár f aug-
unum. Eg hefði aldrei trúað því, ef eg hefði
ekki séð það og reynt, að nokkrum manni væri
það gefið, að spila svo á strengi mannlegra
hjartna.”
Það er ekki undarlegt, þó maður með slík-
um hæfileikum, hafi mikil áhrif á þjóð sína
og samtíð, þegar hann þar að auki er afar
duglegur, framsækinn og áhugasamur um
öll mál þjóðar sinnar. í sjálfstæðismáli
Norðmanna tók hann afar mikinn þátt og
átti vafalaust m.jög mikinn þátt í því, að
Noregur varð sjálfstætt konungsríki og al-
gerlega fráskilið Svfþjóð. Hann skapaði
Ji-jóðarviljann, sjálfstæðisþrána, metnaðinn
og sjálfstraustið. “Hann var hinn ókrýndi
konungur Noregs, þar sem hann sat á óðali
sínu,” segir í grein um hann í síðasta hefti
Eimreiðarinnar. “En þegar einveran uppi í
afskektu sveitinni greip hann, þráði hann sól
og hita suðlægra landa. Hann var að koma
úr einni slíkri ferð, þegar hann veiktist.
Hann varð máttlaus öðru megin og alt sum-
arið sat hann á svölunum fögru og horfði
yfir mjúkar, samræmisbundnar línur fjall-
anna, út yfir dalinn, þar sem hann hafði lifað
þróttmestu og farsælustu ár æfinnar.
Hann óttaðist ekki dauðann, en æfi hans
öll hafði verið einn óslitinn lofsöngur til lífs-
ins, hann átti svo margt að lifa fyrir, svo
margt ógert. Hann varð að fara utan, og
leita sér lækninga, hann skyldi fara utan,
hvað sem hvTér sagði, þar komust engar mót-
bárur að.
Dag nokkura flutti síminn þau boð, að
danski konungsvagninn væri á leiðinni upp-
eftir til að sækja hann. ‘Með honum gæti
hann farið hvenær sem hann vildi, og staðið
við hvar sem hann vildi.’ Við landamæri
Frakklands kom sendimaður á móti honum,
sem gesti frönsku þjóðarinnar skyldi honum
fylgt til Parísar.
Þegar hann heyrði þetta, fanst honum æf-
intýrið fullkomnað, eins og hann sæi andann,
menninguna, hinn siðmentaða heim, lúta
þeim, sem hafði varið allri æfi sinni til að
berjast fyrr sannleik og fegurð.
Það var æfintýraljómi yfir öllu lífi hans
og æfintýraljómi yfir honum í dauðanum.”
Ný húsleálrabók
Kristur vort líf. — Prédikanir á öll-
um sunnu- og helgidögum kirkjuársins.
Eftir Jón Ilelgason, dr. theol, biskup
vfir Islandi.
Það J;efir löngum þótt viðburður í bók-
mentum og kristnisögu þjóðarinnar, þá
út hefir komið nýtt safn kristilegra hús-
iestra. Hafa þær bækur veríð nefndar
“postillur”. Hafa þær flestar verið eftir
biskupa landsins, alt frá “Jónsbók” hinni
gömlu til þessarar Jónsbókar hinnar nýju.
A strjálbygðu landi, svo sem Island er, og
meðan sveitaheimilin voru mannmörg, voru
heimilis-guðsþjónustur sterkasti þátturinn í
trúarlífi manna. Húslestrabækurnar vora
því ómissandi og sumar þeirra urðu alþýðu
einkar hjartfólgnar.
Framan af árum hélzt sá siður í íslenzkum
nýlendum hér vestra, að húslestrar vora lesn-
ir á flestum heimilum hvern helgan dag. Minn-
umst við, sem þá vorum börn í foreldrahús-
um, þeirra stunda með viðkvæmu þakklæti
og söknuði.
Nú eru húslestrar lagí5ir niður víðast hér
vesra, en í staðinn komin guðsþjónustugjörð
í kirkjum all-víða. Sagt er, að húslestrar sé
njú og fremur fátíðir orðnir á Islandi. Er
það tjón, bæði þar og hér. Einhvers konar
heimilis-guðsþjónusta er ómissandi. Einkum
þar sem ekki eru opinberar guðsþjónustur
fluttar að staðaldri. Væri það framför í kristi-
lega átt, að fólk tæki aftur upp húslestra á
heimilum sínum.
Nýbyggjarair hér vestra, höfðu allir með
sér húslestrabækur að heiman. Flestir lásu
í Péturs-postillu, en sumir máttu ekki
annað guðs orð heyra en Vídalín. Á síðari
árum hafa íslendingar hér átt og elskað pré-
dikanasafn síns eigin ógleymanlega kenni-
föðurs, “Guðspjallanlál” dr. Jóns Bjarna-
sonar, og mun all-víða í þá bók enn þá litið,
þó sjaldnar sé en skyldi.
Um þessa nýju húslestrabók Jóns biskups
Helgasonar er það fyrst að seg^ja, að hún
er fögur á að líta, frágangur allur hinn vand-
aðasti; bandið prýðilegt, pappírinn ágætur,
letrið stórt og skýrt og prófarkalestur í bezta
lagi. Ágæt mynd af höfundinum í embættis-
skrúða prýðir bókina. Er bókin talin gefin
út á þeim degi, þá liðin eru fjörutíu ár frá
því höf. steig í prédikunarstól hið fvrsta sinn.
Minningu foreldra sinna, Helga lektors Hálf-
dánarsonar og Dórhildar Tómasdóttur (Sæ-
mundssonar), helgar höf. bókina með sonar-
legri ást og hjartanlegu þakklæti.
Alls eru í bókinni 66 prédikanir. Yfirleitt
er fylgt kirkjuárs-hugmyndinni gömlu og
tekið tillit til tíðaskifta. Texta-valið er ó-
bundið. Tuttugu og þrjár prédikanir eru út
af gömlu. guðspjalla-textunum, en 21 út af
öðrum guðspjalla-textum, 18 út af pistla-
textum og 4 út af textum í Gamlatestament-
inu.
Prédikana-safni sínu velur biskiíp nafnið:
Kristur vort Uf, og gerir grein fyrir því í
inngangs-orðum, að hann hafi viljað láta það
vera megintilgang bókarinnar, að benda á
Jesúm Krist og samband vort við hann, sem
mannanna sanna og eina líf. Má það og full-
yrða, að þeim tilgangi hefir hann náð, því
allar prédikaniraar eru falslaus vitnisburð-
ur um Krist, frelsara og drottin mannanna.
Að bókin sé réttnefnd, má staðfesta með
mörgum dæmum, en hér skulu aðeins tilfærð
niðurlagsorðin úr hinni gullfallegu uppstign-
ingardags-ræðu: “Vér nálgumst föðurhús-
ið himneska sem frelsingjar Jesú Krists og
hlutahafar í sigri hans.---------Hann, sem
dó fyrir oss og er upprisinn oss til réttlæting-
ar, hann, sem uppsteig til himna og situr guði
föður til hægri handar, hann gefi oss öllum
náð til þess að ganga inn til þeirrar dýrðar,
er dagur lífs vors er á enda hér í heimi.
Amen.”
Um alt efni bókarinnar má það segja, að
það sé hinn gamli, hreini kristindómur, boð-
aður með hógværð og fluttur á Ijósan og
skipulegan hátt. Höf. fylgir all-nákvæmlega
þeim prédikunarmáta, sem um' aldir hefir
tíðkast í kirkjunni og oss var kend í skóla,
en vér margir bindum oss nú ekki við lengur.
Er í hverri ræðu skýr inngangur að efninu
(exordium) og efninu svo skift greinilega —-
oftást í sína þrjá “orjiódoxu” flokka. Má og
vel vera, að sá prédikunarmáti sé flestu ís-
lenzku fólki kærastur.
Allur andi bókarinnar er andi friðarins.
Það er gleðiboðskapur hins eilífa friðar, sem
oss er fluttur þar. Ádeilu-lestrar eru ekki
húslestrar þessir, og framsetning öll er priíð-
mannleg. Ekki er þó þetta á þann veg að
að skilja, að ekki sé manni þar neitt sagt til
syndanna, síður en svo. En það er ávalt
gert blátt áfram og stillilega. Sýnishorn
þess skal hér tilfært úr prédikaninni á jóla-
daginn.
“Jesús fæddist á allsherjar skrá-
setninlgartíma. Vorir tímar eru
líka, I andlegum skilningi, skrá-
setningar-tímar, þar sem~ menn
tr.ka sig upp og halda hver til
sinnar borgar, til þess að láta
skráseja sig, þar sem þeir hyggj-
ast ieiga andlega heima. Margir
láta skrásetjast í sveit fríhyggju-
manna, af því þeim finst hinn
gamli kristindómur vera orðinn ó-
bæriiegt ok, með því að hann
banni þeim að láta eftir girndum
sínum, með tali sinu um synd,
réttlæti og dóm. Þeir eru þó enn
fleiri, sem vilja ekki fara svo
langt. En þeir hneykslast á Jesú,
aðallega af því, að skynsemi þeirra
fær ekki skilið það, að Jesús hafi
verið sonur hins lifanda Guðs, og
þó mannssonurinn, fæddur af
jarðneskri móður, og svo láta þeir
skrásetja sig meðal skynsemistrú-
armanna. Þeir vilja að vísu hlýða
á ræðu Jesú Jósefssonar og fara
enda lofsamlegum orðum um dæmi
hans. Þeir telja kristindóminn
góðan fyrir almenning og enda vel
fallinn til að halda mentunarlaus-
um almenningi í skefjum. En
vegna eigin synda, finst þeim eng-
in þörf á frelsara. En svo er Guði
fyrir þakkandi, að einnig á vorum
tímum liggur leið margra til
Betlehem, til að skrásetjast meðal
dáenda og tilbiðjenda barnsins
Jesú. Eg efa það iekki, að við
viljum öll á þessum jóladegi slást
í för með þessum mönnum, til að
skrásetjast ásamt þeim. Vor
himneski faðir gefi oss þá náð til
þess, að þessir dagar verði oss
öllum gleðilelgir skrásetningar-
dagar, þar sem vér með fögnuði
getum i trú og tilbeiðslu tekið
undir lofsöng englanna, er vér í
dag gerum að umtalsefni voru.”
Um afstöðu höf. við náðarmeð-
ul kirkjunnar má dæma af prédik-
aninni á skírdag. Er það hin þarf-
asta hugvekja, og ve>l er þar far-
ið með vandasamt mál. Lýst hef-
ir verið vaxandi afrækslu drottin-
le’grar kvöldmáltíðar þar í þjóð-
kirkjunni og farið um það þess-
um orðum:
“En alt að einu verður ekki hjá
því komist, að skoða afrækslu
guðsborðsgöngunnar, er nú tíðk-
ast svo alment, sem ærið athuga-
vert tákn tímanna, og ærið sorg-
legan vott hnignandi trúarlífs og
þverrandi trúar-alvöru með kristn-
um mönnum. Því hvað sem líður
mismunandi útlistunum á helgi-
dómi athafnarinnar, á þýðing
hennar cg blessunar-áhrifum, þá
verður því a'ldrei með rökum mót-
mælt, að þetta er eina helgi-at-
höfnin, sem Jesús Kristur hefir
beinlínis lagt fyrir játendur sína
að hafa um hönd til minningar um
sig. Með því að afrækja guðs
borð, eru menn komnir í fulla
andstöðu vifr beina ósk stofnanda
þessarar minningar-máltíðar.”
Tilgangur minn með línum
þessum er aðallega sá,. að vekja
eftirtekt á bókinni hjá því fólki
hér í Vesturheimi, sem enn kann
að lesa íslenzkt mál. Þeir, sem
hér halda við trú feðra sinna,
vilja að sjálfsögðu eiga þess kost
sem oftast, að svala sér við lindir
kristilegra bókmenta móður-kirkj-
unnar á ættjörðinni. Flestir sann-
gjarnir menn munu nú vera á
einu máli um það, að holl o’g heil-
brigð stefna ráði í kristindóms-
boðskap þeirra, er nú hafa leið-
sögn andlegra mála á ættjörð
vorri. Meðan leitast verður við
að ha'lda uppi kristilegu félags-
starfi á íslenzku hér í dreyfing-
unni, væri það oss hinn mesti
styrkur, að njóta andlegra áhrifa
heiman að. Samúð — og ef unt
væri samvinna — milli móður-
kirkjunnar heima og dótturinnar
hér, myndi lengja lífdaga íslenzkr-
ar kristni í Vesturheimi til muna.
Að sjálfsögðu bjóðum vér því
velkomna hingað vestur guðsorða-
bók þessa mikilsvirta manns, sem
er umsjónarmaður kristninnar á
ættjörð vorri. Bókina ættu sem
flestir að eignast, þá hún kemur
á boðstóla hér. Eg fyrir mitt leyti
er hinum virðulega höfundi hjart*
anlega þakklátur fyrir bókina:
Kristur vort líf.
Á Þorláksmessu 1932.
Björn B. Jónsson.
Bréf úr Borgarfirði
(Niðurlag,)
Að kvöldi þessa blíðviðrisdags
kvaddi eg hinn fróða, og að mín-
um dómi góða Stefán, við túnið á
Víðimýri. Var hann þá búinn að
segja mér margt og merkilegt um
Skagafjörð og íbúa hans fyr og
nú. — Enn þá eiga Skagfirðingar
hagmælta menn og orðfima í bezta
lagi, og er Stefán þar framarlega
í flokki; en ekki flaggar hann með
því við gesti sína. Þar verð eg að
byggja á sögusögn annara. Til
mikillar hamingju hélzt þurkurinn
næstu daga og varð tjónið því
minna en ella af komu minni í
Skagafjörð.
Ekki hefir Húnavatnssýsla ver-
ið eins mikið lofuð fyrir fegurð,
sem Eyja- og Skagafjörður, en þar
má þó líta marga stórjörðina og
sinn blómlegasta búskap. Langi-
dalur er 31 km., frá Blönduósi til
Bólstaðahlíðar norðan megin
Blöndu. Er þar fjöldi stórbýla,
en lítið ber þar á kotbæjum. Þar
vissi eg um ýmsa myndarlega og
mentaða bændur, en heimsótti að-
eins einn þeirra, Hafstein Péturs-
son á Gunnsteinsstöðum. Jónatan
á Holtastöðum var annar sá bóndi
sem eg þekti á þeirri leið, en tím-
inn leyfði ekki viðstöðu þar. Sorg-
ina var þá nýbúið að bera þar að
garði, við lát hans nafnkendu
konu, Guðríðar Sigurðardóttur
frá Lækjamóti. Lækjamót í Víði-
dal hefir lengi verið meðal nafn-
kendustu jarða í Húnavatnssýslu.
Þar bjuggu lengi sældar og sæmd-
arbúi foreldrar Guðríðar, Sigurð-
ur Jónsson og Margrét Eiríks-
dóttir, og býr þar nú Jakob Lín-
dal maður Jónínu dóttur þeirra
hjóna. Jakob er vel mentaður og
bæði þau hjón. Þar í túninu sá
eg stóran og prýðilega hirtan
trjá- og blómagarð. Jakob var
um eitt skeið við gróðrarstöðina á
Akureyri og hefir mikla sérþekk-
ingu í öllu, sem viðkemur trjá- og
blómarækt. Eg sagði honum frá
vini mínum, Chris. Johnson í Du-
luth, Minn., sem hefir meðal ann-
ars sent mér mikið af trjáa- ög
blómafræum og unnið að því með
góðum leiðbeiningum, að slíkar
sendingar mættu bera góða ávexti.
Margt af því hefir þó kulnað út
með öllu, en margt er líka lifandi
hér sumt með góðu lífi, en sumt
með litlum þroska. Jakob varð
mikið hrifinn af þessum manni,
sem svo mikla alúð lagði á það að
senda ættjörðinni þau blóm og
tré, sem hann taldi líklegust að
lifa þar. Langaði hann til þess
að komast í kynni við slíkan mann,
ef unt væri.
Eg lofaði því í upphafi þessa
bréfs, að senda Borgfirðingum
vestan hafs héraðsfréttir, en sé
nú, að í þess stað hefi eg þotið
bæði austur og norður. Ef eg
ætti að bera saman kosti þessara
héraða hvers um si!g, þa hugsa eg
mér veðursæld mesta í Eyjafirði.
mest af véltækum engjum í Skaga-
firði, víðáttumest beitilönd í
Húnavatnssýslu og bezta töðuvelli
í Borgarfirði. Þetta er handa-
hófs-áætlun, sem lítið er á að
byggja. En eitt er víst, að stærst-
ar og flestar eru heyhlöðurnar í
Borgarfirði. Það eru hinar sunn-
lenzku haustrigningar, sem mest
hafa ýtt undir bændur að byggja
þær, hér er naumast heldur það
býli að finna, að ekki séu hlöður,
ein eða fleiri, og margar bæði
stórar ög vandaðar.
Þá ber líka miklu meira á rækt-
un matjurta hér í Börgarfirði
heldur en í þeim bygðum norðan-
lands, sem meðfrana þjóðleiðinni
liggja.
Fríðir eru þeir sýnum, Eyja- og
Skagafjörður, um það get eg bor-
ið af eigin sjón, enda hafa skáld-
in sungið þeim lof og það að verð-
leikum. En að margra dómi hvíl-
ir mest hátignin yfir fjöllum og
jöklum Borlgarfjarðar, þar sem
hinn dásamlegi Eiríksjökull skip-
ar öndvegið. Fögur þótti mér
ræða Guðmundar S. Grímssonar
dómara, sem hann flutti á íslend-
ingadeginum í sumar og sem
prentuð var í Lögbergi. Þegar
1 meir en priSjung aldar hafa Dodd'a
Kidney Pills veri8 vi8urkendar rétta
meBaliB vi8 bakverk, gigt, þvagteppu
og mörgura fleiri sjúkdðmum. Fást hjA
öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, e8a
sex öskjur fyrir {2.60, e8a beint frá The
Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef
borgun fylgir.
hann kom hér síðastliðinn vetur,
til þess að líta yfir fæðingarstað
sinn og feðrabústað, stóðu öll
fjöll og jöklar í sínum fegursta
búningi ög brostu við þessum
virðulega, góða gesti. Himininn
var heiður og ekki bærðist hár á
höfði. Eg var glaður yfir því, að
þessi eini dagur, sem hann mátti
eyða í það að líta þá bygð, þar
sem forfeður hans höfðu búið,
skyldi vera svona blíður og bjart-
ur. Þess minnist hann líka fag-
urlega í ræðu sinni.
Fyrir okkrum dögum flutti séra
Benjamín Kristjánsson langt er-
indi I útvarpið, um Vestur-fs-
lendinlga. Þetta erindi var bæði
vel flutt og fróðlegt. Dró hann
ekkert af þeim heiðri, sem hann
taldi ykkur eiga fyrir manndóm
og mentun. Þar mintist hann
líka á ást ykkar til ættlandsins og
heimþrána, sem þrátt fyrir auð og
allsnægtir ekki yrði með öllu upp-
rætt. í niðurlagi þessara erindis
kom hann með tillðgu, sem eg
veit ekki til að borin hafi verið
fyr fram. Hann vill fá ykkur aft-
ur heim í ættlandið gamla og láta
ísland kosta heimflutninginn.
Þetta er bróðurleíg tillaga í garð
þeirra Vestur-íslendinga, sem
ekki hafa. við mikinn heim að
skilja þar vestra, en að líkindum
yrðu þeir í minni hluta, sem þetta
þæðu, þótt boðið væri.
iFyrsta vetrardag var héraðs-
skólinn í Reykholti settur. í sam-
bandi við setning skólans var
skemtisamkoma ag mannfagnaður,
bæði fyrirlestrar og söngur. Þar
var karlakórinn “Bræðurnir” und-
ir stjórn Bjarna bónda á Skáney,
söngkennara skólans. Nemendur
eru þar nú nær 89, og rúmar skól-
inn ekki meira. Meðal annars er
nú lögð mikil áherzla á sundkunn-
áttu og urðu flestir þeir nemend-
ur, sem þar voru í fyrravetur, mjög
leiknir í sundi. Þar voru líka
flokkar unglinga við sundnám í
vor, eftir það að skólanum var
slitið. Þannig er það líka á Laug-
arvatni, að sund og íþróttir er
ekki einasta stundað þar meðan
skólakensla stendur yfir; þar við
bætast íþróttanámsskeið eitt eft-
ir annað. Á þessa tvo skóla, Reyk-
holts og Laugarvatns, vill ungt
fólk helzt komast. Aftur á móti
dvínar nú óðum aðsókn að bsE^pda-
skólunum, Hvanneyri og Hólum í
Hjaltadal. Þar er þó alt fyrir
hendi, vönduð skólahús og miklir
og góðir kenslukraftar. Það er
hverahitinn, sem gerir hin nýju
skólahús sérlega aðlaðandi, og
svo hafa piltar og stúlkur lö^igum
fundið í því unað, að vera í ná-
býli hvort við annað, og gerir
það hina svo kölluðu “samskóla”
eftirsóknarverðari fyrir æskulýð-
inn, heldur en búnaðarskólana,
sem eru einungis fyrir pilta.
Það má telja með nýjungum hér
í Borgarfifði, að hollenzkt fólk
var hér hjá ýmsum bændum við
heyskap í sumar. Það var alt há-
skólafólk, siðlátt og vel mannað
á allan hátt. Enga kröfu greði
það til vinnulauna, nema fæðis
og hesta til útreiða á sunnudög-
um. Erindi þessa fólks var að
kynnast hér landi og lýð og nema
íslenzka tungu. Til landsins komu
32 Hollendingar, og voru þeir
valdir úr tveim hundruðum, sem
sóttu um að komast hingað. Þetta
fólk var flest hér í • Borgarfirði,
einn og tveir á bæ. Nú hefir Út-
varp Reykjavíkur flutt lands-
mönnum vinsamlegustu kveðjur
frá fólki þessu, sem getur ekki