Lögberg - 29.12.1932, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. DESEMBER 1932.
Bls. 5
nógsamlega lofað landið og þjóð-
ina, og þakkað hinar ógleyman-
legu viðtökur, sem það átti hér að
mæta. Það skildi bæði ensku og
þýzku, en nú er víða hér um sveit-
ir fólk, sem mælir á þeim tung-
um. Fyrir það verður útlendingum
greiður aðgangur að kynninlgu við
sveitir landsins.
Að Hkindum fer nú bréfum mín-
um að fækka úr þessu, til Vestur-
íslendinga, og vera má, að þetta
verði mitt síðasta bréf. Eg veit
þó marga Borgfirðinga enn á lífi,
sem bera hlýjan hug til -æsku-
stöðvanna og ættingjanna, sem
þar búa. Nú ætla e'g að bjóða
ykkur fylgd mína um nokkurn
hluta héraðsins og koma við á
hverjum bæ og kynna ykkur nöfn
húsráðendanria og ef til vHl minn-
ast þar einhvers fleira. Á þessu
ferðalagi vil eg helzt halda mig
með ánum. Þar er hægast að
rata.
Legg eg þá upp frá neðsta bæ í
Hvítársíðu og held í austur. Síðu-
múlaveggir, b. Magnús Halldórs-
son Ólafssonar; bústýra Ingibjörg
systir hans. Síðumúli, b. Andrés
Eyjólfsson Andréssonar, k. Ingi-
björg Guðmundsdóttir Erlendson-
ar í Mjóadal í Húnavatnssýslu.
Fróðastaðir, b Brandur Daníels-
son Jónssonar, k. Þuríður Svein-
bjarnardóttir frá Sigmundarstöð-
um. 2. b. Einar Kristleifsson Þor-
steinssonar frá Stóra-Kroppi, k.
Sveinbjörg Brandsdóttir. Þor-
gautsstaðir, b. Guðmundur Jóns-
son Guðmundssonar frá Efranesi,
k. Þuríður ólafsdóttir ólafssonar
frá Einifelli. Háafell, b. Hjálm-
ar Guðmundsson Sigurðssonar frá
Kolsstöðum, k. Hróðný Þorvalds-
dóttir frá Norðurreykjum. Sám-
staðir, b. Ólafur Guðmundsson
Guðmundssonar sst., k. Margrét
Sigurðardóttir frá Höll í Þverár-
hlíð. Haukagil, b. Jón hrepp-
stjóri Sigurðsson Jónassonar s.t.,
k. Hildur Guðmundsdóttir frá Kol-
stöðum. Hvammur, b. Torfi Magn-
ússon Erlingssonar frá Kirkju-
bóli, k. úr Biskupstungum. Kirkju-
ból, b. Guðmundur Böðvarsson
Jónssonar frá Suddu; Böðvar dó
síðastl. vetur af biltu; k. Ingi-
björg Sigurðardóttir Helgasonar
frá Fljótstungu Böðvarssonar.
Bjarnastaðir, b. Jón Pálsson
Helgasonar s.st., k. Jófríður. af
Snæfellsnesi; Þorbjörg móðir Jóns
lifir við góða heilsu. Gilsbakki,
b. Sigurður Snorrason Þorsteins-
sonar á Laxfossi, k. Guðrún- Magn-
úsdóttir próf. Andréssonar. Kol-
staðir, b. Sigurður Guðmundsson
Sigurðssonar s. st., k. Kristín Þor-
kelsdóttir úr Reykjavík; Guðm.
faðir Sigríðar lifir þar ern og
hress. Hallkelsstaðir, b. Jóhann-
es Benjamínsson Jónssonar s.st., k.
Halldóra Sigurðardóttir Sigurðs-
sonar frá Þorvaldsstöðum. Þor-
valdsstaðir, b. Lingný Sigurðar-
dóttir s.st. Fljótstunga, b. Jón
Pálsson, k. Guðrún Pétursdóttir frá
Ánanaustum við Reykjavík; 2. b.
Bergþór Jónsson Pálssonar, k.
Kristín Pálsdóttir Helgasonar á
Bjarnastöðum. Kalmanstunga, b.
Kristófer ólafsson Stefánssonar
s.st. k. Lýsbet Jesdóttir Finnsen
kaupm. í Reykjavík; 2. b. Stefán
Ólafsson, k. Valgerður Einars-
dóttir prests Pálssonar frá Reyk-
holti. —
Þá er hin langa Hvítársíða á
enda. Skal nú haldið niður með
Hvítá sunnan megin: Húsafell,
b. Þorsteinn hrepstjóri Þorsteins-
son Magnússonar s.st., k. var
Ingibjörg Kristleifsdóttir, nú lát-
in. Hraunsás, b. Sigurður Bjarna-
son Sigurðssonar s.st., býr með
börnum sínum; hann er tvigiftur,
en búinn að missa báðar þær kon-
ur; þær voru dætur Jóns Magnús-
sonar í Stórási, Helga og Signý.
Stórás, b. Kolbeinn Guðmundsson
frá Kolsstöðum, k. Helga Jóns-
dóttir Magnússonar s.st. Sig-
mundarstaðir, b. Guðmundur Sig-
urðsson af Sámsstaðaætt, k. Krist-
ín Kjartansdóttir Einarssonar frá
Sólheimatungukoti. Refsstaðir,
b. Árni Oddsson Gunnarssonar á
Krossi í Lundareykjadal, k. Helga,
systir Guðmundar á Sigmundar-
stöðum. Signýjarstaðir, b. Jósep
Elíasson, Húnvetningur, k. Ást-
ríður Þorsteinsdóttir frá Húsa-
felli; 2. b. Guðlaugur Jóhannes-
son Ásmundssonar frá Múlakoti;
býr einn. Norðurreykir, b. Stefán
Þorvaldsson, k. úr Breiðafjarðar-
eyjum. Hurðarbak, b. Þorsteinn
Bjarnason Þorsteinssonar s.st., k.
Guðrún Sveinbjarnardóttir frá
Sigmundarstöðum. Brekkukot, b.
Hannes Jónsson Oddssonar frá
Brennistöðum, k. ólöf Sveinsdótt-
ir, úr Fljótshlíð.
Þá skal haldið aftur í austur-
átt með fram Reykjadalsá, norð-
an megin: Klettur, b. Guðmundur
Jónsson Helgasonar frá Króki í
Norðurárdal, af Háafells ætt;
kom frá Ameríku fyrir fáum ár-
um;' hann er nú þegar búinn að
breyta þessari litlu jörð í mesta
góðbýli; k. Hallfríður Hannes-
dóttir frá Deildartungu. Deildar-
tunga, b. Jón Hannesson Magnús-
sonar, k. Sigurbjörg Björnsdóttir,
skagfirzk. Gróf, b. Sigmundur
Þorsteinsson Sigmundssonar s.st„
k. Valgerður Gísladóttir frá Brús-
holti. Sturlureykir, b. Jóhannes
Erlendsson Gunnarssonar s.st.,
hreppstjóri Reykdæla, k. Jórunn
Kristleifsdóttir frá Stóra-Kroppi.
Þau Breiðabólstaða hjón, Ingólf-
ur Guðmundsson og Halla Páls-
dóttir, eru á Sturlureykjum, hann
orðinn blindur. Skáney, b. Bjarni
Bjarnason Þorsteinssonar á Hurð-
arbaki, k. Helga Hannesddóttir frá
Deildartungu. Grímsstaðir, b.
Guðmundur Hannesson Sigmunds-
sonar s.st., k. Sigríður Andrésd.
Guðmundssonar frá Hvassafelli.
Reykholt, b. Þórir 'Steinþórs-
son, Þingeyingur, k. var Þuríður
Friðbjarnard. nú látin; 2. b. Þor-
gils Guðmundsson frá Valdastöð-
um í Kjós, Sveinbjörnssonar, k.
Halldóra Sigurðardóttir frá Fiski-
læk; þessir tveir bændur kenna
við skólann; skólastjórinn er
Kristinn Stefánsson, ættaður úr
'Fljótum; sóknarpresturinn, séra
_Einar Guðnason, kennir lika við
skólann; þeir eru búlausir, skóla-
stjóri og prestur. Breiðabólsstað-
ur, b. Jón Ingólfsson Guðmunds-
sonar, k. Valgerður Erlendsdóttir
frá Sturlureykjum. Úlfsstaðir, b.
Jón Þorsteinsson Árnasonar á
Hofsstöðum, k. Guðbjörg Páls-
dóttir; 2. b. Björgvin Þórðarson
Geirsonar lögregluþjóns í Rvík.
k. Ragnhildur Jónsdóttir. Hóla-
kot norðan megin við hálsinn, b.
Þorsteinn bróðir Jóns á Úlfsst., k.
Guðríður Þorleifsdóttir; Sigurð-
ur Jónsson Þorleifssonar var þar
einn í litlum bæ, hann dó í sum-
ar. Hofstaðir, b. Guðmundur Eyj-
ólfsson Gíslasonar, bústýra Helga.
ættuð af Vesturlandi; Eyjólfur er
þar hjá syni sínum. Uppsalir, b.
Ásmundur ólafsson, k. Steinunn
Narfadóttir. Kolslækur, b. And-
rés Vigfússon, ættaður úr Bisk-
upstungum, k. Halla Jónsdóttir
Erlingsonar; foreldrar Höllu, Jón
og Þórunn Hannesd., eru þar líka.
Þá tel eg bæjarröðina sunnan-
megin Reykjadalsár, frá því hún
kemur upp í Ásfjalli, þar til hún
rennur í Hvítá neðan við bæinn
Klett í Reykholtsdal: Aukastaðir,
b. Þorbergur Eyjólfsson frá Mel
í Stafholtstungum, k. Guðrún Nik-
ulásdótir Gíslasonar; þau for-
eldrar Guðr., Nikulás og Salvör,
eru á Hurðarbaki. Reykholtsd.
Giljar, b. Gestur Jóhannesson Ás-
mundssonar í Múlakoti, k. Þóra
Jóhannesd., af Stórásætt. Auð-
staðir, b. Þorsteinn Guðmundsson
Sigurðssonar s.st., k. Ingibjörg
Magnúsdóttir, ættuð úr Árness-
sýslu. Búrfell, b. Jósep Sveinsson
ættaður úr Dalasýslu, k. Valgerð-
ur Þorvaldsd. frá Norðurreykjum.
Rauðsgil, b. Guðbjörn Oddson Þor-
leifssonar frá Dagverðarnesi í
Skorradal, k. Steinunn Þorsteinsd.
Magnúss. frá Húsafelli ; þar er
Oddur faðir Guðbjörns 85 ára
gamall. Steinsdórsstaðir, b. Páll
Þorsteinsson Magnússonar frá
Húsafelli, k. Ragnhildur Sigurð-
ardóttir frá Vilmundarstöðum.
Vilmundarstaðir, b. Geir Péturs-
son Þorsteinss. í Geirhlíð, k. Ást-
ríður Sigurðardttir. Hægindi, b.
Þorsteinn Einarsson Jónsonar á
Skáney, k. Jónína Árnadóttir pósts
á Flóðatanga. Kópareykir, b. Sig-
Vatnið
Eftir Richard Beck.
Sumar heiðum hausts á degi
hlóstu fyrst við sjónum mér,
fagra vatn, í faðmi hæða,
fjarðasvip, er prúðan her.
Bærðust vart á brjóstum þínum
borðlág skip með segl við hún;
hvíldu sem í hægum draumi
hýrar strendur efst að brún.
Árum síðar aftur brosti
augum mínum svipur þinn,
vatnið kært, sem heim til hlíða
huga lætur svífa minn.
Breytt var myndin. Fley við festar
fegin lágu, hrikti ’ í rá;
holskeflur með hrammi þungum
hlumdu, sem í gljúfrum á.
Skuggsjá okkar æfisævar
ertu vatnið, hæðum kringt,
ýmist sollið, sorta hjúpað,
eða sólu kyst og lygnt.
......
urjón Jónsson Þórðars. á Búr-
felli, k. Helga Jónsd. Eyjólfssonar
á Litlakroppi. Kjalvararstaðir,
b. Halldór Þórðarson Halldórs-
sonar, k. Guðný Þorsteinsd. Sig-
mundss. í Gróf. Snældubeinss., b.
Magnús Jakobson Jónss. á Varma-
læk, k. Sveinsína Sigurðardóttir
frá Melshúsum á Akranesi. Klepp-
járnsreykir, b. Magnús læknir
Ágústsson Helgasonar í Birtinga-
holti, ógiftur. Hamrar, b. Sig-
urður Helgason, áður á Refsstöð-
um, bústýra Guðrún Guðmunds-
dóttir Lýðssonar á Akranesi. Stóri-
Kroppur, b. Kristleifur Þorsteins-
son Jakobssonar frá Húsafelli, k.
Snjáfríður Pétursd. Þorsteinsson-
ar á Grund í Skorradal.
Nú fer eg inn í Flókadal, norð-
anmegin við Geirsá: Litli-Kropp-
ur, b. Eggert G. Waage, frá Snart-
arstöðum, býr með börnum sínum,
k. var Ólöf Sigurðardóttir Jónsson-
ar frá Deildartungu. Geirshlíð, b.
Jón Pétursson Þorsteinssonar s.st.,
k. Vilborg Jóhannesdóttir Gíslason-
ar á Skáney. Geirshlíðar kot, b.
Sveinn Sveinbjörnsson Sveins-
sonar, k. Sigurlaug Björnsdóttir,
ættuð úr Skagafirði, systir Sigur-
bjargar í Deildart. Brennistaðir,
b. Árni Þorsteinsson Árnasonar á
Hofstöðum, k. var Valgerður
Bjarnadóttir frá Hraunsási, dáin
fyrir 10 árum. Hæll, b. Guðmund-
ur Björnss. Sigurðssonar á Hömr-
um í Reykhöltsdal, k. var Helga
Jakobsd. Jónssonar á Varmalæk,
nú dáin. Hrísar, b. Björn Sigur-
bjarnarson Björnssonar úr Árnes-
sýslu, k. Jóhanna Guðbrandsdóttir,
ættuð úr Rangárvallasýslu. Skóg-
ar, b. Þórður Erlendsson Gunn-
arssonar á Sturlureykjum, k. Björg
Sveinsdóttir, úr Húnavatnssýslu.
Brúsholt, b. Þorsteinn Þorsteins-
son Sigmundssonar i Gröf, k.
Guðrún Gísladóttir frá Brúsholti.
Steðji, b. Björn Ivarsson Sigurðs-
sonar á Snældubeinsstöðum, bú-
stýra Pálína Sveinsdóttir Gísla-
sonar á Lækjarkoti í Þverárhlíð.
Þegar eg lít yfir þetta bænda-
tal hér að framan, sé eg að margt
af því fólki, sem hér er talið, á
bæði systkini og nákomna ætt-
ingja vestan hafs, og með það fyr-
ir augum hefi eg látið þessara
nafna hér getið. Eg gæti haldið
áfram og talið upp nöfn allra bú-
andi manna í Borgarfjarðarsýslu,
sem eg þekki alla að ætt og upp-
runa, en hér verð eg að láta stað-
ar numið.
Eg hefi átt kost á því að kynn-
ast fólkinu og þeim óvenjumiklu
breytingum, sem hér hafa orðið á
síðustu áratugum, með því að
ferðast tvisvar um sýsluna, við
mat á jörðum, húsum og mann-
virkjum. Slíkt mat á nú lögum
samkvæmt, að endurtakast með
tíu ára millibili.
Þá vil eg að síðusu skrifa hér
nöfn, bæði karla og kvenna, sem
látist hafa í Borgarfirði á þessu
ári: Ágústína Eyjólfsdóttir,
skáldi í Hvammi, dó á Síðumú’a-
veggjum síðastliðin vetur, 83 ára
gömul. Þorsteinn Davíðsson á
Arnbjargarlæk, lengi hreppstjóri
Þverhlíðinga, dó í sumar, kominn
um nírætt. Vigdís Pálsdóttir,
kona séra Gísla Einarssonar í
Stafholti, dó í sumar, áttræð. Sig-
urður Jónsson, prestur á Lundi,
dó í vor; hann var á sjötugsaldri.
Magnús Gunnlaugsson, bóndi á
Iðunnarstöðum í Lundareykjadal,
dó af byltu; séra Sigurður jarð-
söng hann, en dó skyndilega nótt-
ina eftir. Á Skarði í Lundareykja-
dal dó í vor ungur efnismaður,
Friðjón Þorsteinsson Tómassoní-
ar; móðir hans er Árný Árnadótt-
ir Hjálmssonar á Hamri í Þverár-
hlið. Friðbjörg Vigfúsdóttir, frá
Gullberustöðum, ung kona og vel
mentuð, dó í vor á Akureyri; mað-
ur hennar var Kristján Halldórs-
son frá Stóru-Tjörnum í Ljósa-
vatnsskarði; hún var flutt að
Hvanneyri til greftrunar. Hannes
Jónsson frá Stóraási dó í Reykja-
vík í vor; hann sýktist á barns-
aldri af beinkröm, gekk hann all-
ur úr lagi og náði litlum vexti, en
varð fjölhæfur og afkastamikill
smiður, svo fádæmum sætti; hann
var fluttur að Stórási til greftr-
unar. Sigmundur Guðmundsson,
bóndi í Görðum á Akranesi, dó í
sumar; hann var Reykdælingur að
uppruna; hann bjó í Görðum í 40
ár og naut mikilla vinsælda fyrir
gestrisni og góðvilja við alla þá,
sem þurfti að liðsinna á einhvern
hátt; kona Sigmundar var Vigdís
Jónsdóttir frá Norðtungu, Þórð-
arsonar. Hún dó fyrir mörgum
árum.
Nú er kominn 11. nóv. Snjór er
ekki farinn að sjást nema á hæstu
fjallatindum á þessu hausti, og
flesta daga í haust hefir verið
þurviðri og blíða. Nú er komið
regn og stormur.
Þá skal nú vera lokið þessu
langa bréfi, sem ber það með sér
að vera flaustursverk í mesta
máta. Bið eg ykkur að virða það
á betri veg.
Lifið svo heil og sæl, bæði kon-
ur og karlar.
Ykkar með vinsemd.
Kr. Þ.
SMÁVEGIS.
Inga litla hafði fengið að fara í
kirkju i fyrsta sinn. Þegar hún
kom heim, var hún spurð hvernig
henni hefði líkað messan.
— Það var óttalega skrítið,
sagði hún, því að mamma sagði
ekki eitt einasta orð.
Sölumaður í Bíó kallar:
Súkkulaði, — sælgæti — trúlof-
unarhringar!
► Borgið LÖGBERG
Prófessor Watson
Kirkconnell
(Framh. frá 1. bls.)
-—-— ■■■ ..............- i
þess að fara á orustuvöllinn. Hann j
varð því, eftir nokkurn tíma, að- j
stoðar liðsforingi og féhirðir í
hernum.
Þegar stríðinu lauk og hann fór
úr hernum 1919, var hann svo ó-
hraustur, að hann varð að dvelja
heima um tveggja ára tíma" Langt;
var þó frá því, að hann eyddi j
þeim árum til einskis; hann varði |
þeim tíma til söguLegra rann-
sókna og skrifaði að því búnu
hundrað ára sögu Victoria hér-
aðs; hlaut hann fyrir það verk
mikið lof og var gerður heiðurs-
félagi í konunglega sagpfræðisfé-
laginu.
Árið 1921 var hann fyrsti mað-
ur í Ontario, sem hlaut heiðurs-
styrk frá I.O.D.E. til þess að
stunda nám erlendis; var hann
næsta ár í Oxford; ferðaðist síð-
an til Egyptalands, Tyrklands og
víðar. Á því ferðalagi dvaldi
hann um stund á Þýzkalandi og
ritaði þar bók, er hann nefndi:
“Atvinnuleysi frá alþjóða sjónar-
miði”. Hefir sú bók gert hann
kunnan og viðurkendan sem mikil-
hæfan rithöfund, og hafa merk-
ustu blöð allra enskumælandi
þjóða hlaðið á hann lofi fyrir
hana. Bókin er talin svo órækur
vottur um djúpan og glöggan
skilning á Öllum hliðum atvinnu-
leysisins og svo róttæka lækningu
þess, ef ráðum höfundar sé fylgt,
að hún taki langt fram öllu, sem
um það mál hafi verið ritað. Það
er svo freistandi, að taka upp fá-
einar umsagnir merkra blaða um
þessa bók, að eg verð að gera
það: “Birmingham Pósturinn”
segir, að bókin sé rituð af óvið-
jafnanlegum lærdómi og dæma-
fárri snild, og gæti ekki verið
betri, þó hún hefði verið rituð sem
handbók fyrir alþjóðasambandið.
“New York Times” segir, að bók-
in sameini tvent: hún sé full af
mikilsverðum skýrslum og sönnun-
um, þrungin af fróðleik og glöggri
greinagerð og jafnframt svo
skemtilega rituð, að hún haldi les-
andanum hugfangnum. “Sussex
Daily News” á Englandi endar
umsögn sína um bókina með þess-
um orðum: “Ef nokkrir fleiri
menn væru til líkir Kirkconnell,
þá yrði eitthvað úr alþjóða fram-
kvæmdum.”
Blaðið “Expository Times” í Ed-
inborg á Skotlandi, segir meðal
allars um bókina, að hún fjalli
um hið alvarlegasta mál með
snild í rithætti og framsetningu;
hún sýni heimsfyrirkomulagið
eins og dauðvona sjúkling, lýsi
veikinni glögt og greinilega, segi
óhikað ástæðurnar og leggi til
að þær lækninga-aðfreðir séu not-
aðar, sem skynsemi og hugrekki
hljóti að fallast á, en heigulskap-
ur og hálfvelgja muni veigra sér
við. Yfir höfuð ber öllum stór-
blöðum hinna enskumælandi landa
saman um það, að bókin sé meist-
araverk í sinni röð og taki flestu
eða jafnvel öllu fram, sem um
þetta mál hafi verið ritað.
Mér hafa verið lánaðar úr-
klippur úr 25 stórblöðum frá
Canada, Bandaríkjum, Bretlandi
og Ástralíu, með umsögnum um
þessa bók, og er þar að finna al-
gerlega samhljóða vitnisburð um
rithöfundshæfileika þessa Winni-
pegmanns.
En hann hefir skrifað fleiri
bækur og um önnur efni, og yrði
það oflangt mál að minnast á
þær allar. Eina þeirra verð eg
þó að nefna, því hún er alveg ein-
stæð í sinni röð. En hennar verð-
ur ekki minst án þess að drepa
á heimilislíf prófessors Kirkcon-
nells. Hann kvæntist 1924 stúlku,
sem hét Isabel Peel frá Lindsay í
Ontario. Ó1 hún tvíbura 1925 og
lézt skömmu síðar; hvorttveggja
barnanna er piltur og heita
Jimmy og Tommy. Tók hann sér
konumissirinn svo nærri. að hann
var tæpast mönnum sinnandi;
en það var eðli hans fjærst að
sökkva niður í aðgerðaleysi,
jafnvel þegar sorgin lagðist sem
þyngst á herðar hans. Tók hann
sig þá til og þýddi á ensku hundr-
að eftirmæli úr fimtíu tungumál-
um og gaf þau út í vandaðri bók.
Er það dómur flestra, sem um þá
bók hafa dæmt, að hún sé hin veg-
legasti og varanlegasti minnis-
varði, er nokkur maður hafi reist
látnum ástvini sínum.
Nú er prófessor Kirkconnell
kvæntur í annað skifti; hét sú
stúlka Hope Kitchener, frá Lind-
say í Ontario; þau giftust árið
1930.
Stærsta og sjálfsagt þýðingar-
mesta ritverk þessa manns er það,
sem hann nú hefir með höndum.
Það eru tólf bækur, sem byrjuðu
að koma út 1930, og kemur út ein
bók á hverju misseri (2 á ári).
Þessar bækur eru aF.ar ljóðaþýð-
ingar á ensku úr fimtíu tungu-
málum. Fyrsta bókin var, eins og
áður er sagt, íslenzk kvæði, þýdd
eftir nálega öll íslenzk skáld að
fornu og nýju.
Tilgangur prófessorsins með
þessum verkum, er sérstaklega
lofsverður: “Hvernig datt þér
það í hug?” spurði ég hann, “að
leggja út í þetta mikla og erfiða
verk?”^
“Eg var oft að brjóta heilann
um það,” svaraði hann, “hvernig
mögulegt væri að vinna að því
með mestri von um árangur, að
þjóðirnar og einstaklingar þeirra
gætu tekið saman höndum í sátt
og samvinnu. Eg var sannfærð-
ur um það, að sundrung og óvin-
átta stafaði að miklu 'leyti af
skilningskorti og þekkingarleysi;
þjóðirnar og einstaklingarnir
verða að skilja sálarlíf hver ann-
ara til þess að geta sameiginlega
tileinkað sér í lífi og athöfnum
kærleiksboðorðið, sem flestir í
raun og sannleika vilja fylgja.
Mismunandi sálarlíf er misskilið
á báðar hliðar; af því skapast
tortrygnin, afbrýðissemin og heil-
ir herskarar þeirra illvætta, sem
í vegi standa fyrir sátt og sam-
vinnu. Skáldin eru spámenn
þjóðanna, skáldskapurinn er per-
sónugerfi þjóðasálnanna; hann
birtir hinn innra mann hverrar
þjóðar fyrir sig. Með því að
kynnast skáldskap einnar þjóðar,
lærir maður að þekkja og skilja
allar hennar þrár, allar hennar á-
stríður, allar hennar hugsjónir,
alt hennar útsýni. Mér datt því
í hug, að ef hægt væri að bregða
upp fyrir augu allra enskumæl-
andi þjóða mynd of sálum ann-
ara þjóða í orðum skáldanna þýdd-
um á enska tungu, þá mundi það
að minsta kosti geta orðið eitt
spor í áttina til bróðurhugs og
betri skilnings.”
Þetta sýnir hinar víðáttumiklu,
alfaðmandi hugsjónir prófessors
Kirkconnells. Og með þeim miklu
hæfileikum, því óskiljanlega
starfsþreki og þeirri hvíldariausu
elju sem hann á yfir að ráða, má
mikils vænta frá áhrifum hans,
þar sem hann er enn kornungur
maður.
Eins og nærri má geta, hefir
þessi maður verið gerður heiðurs-
meðlimur í mörgum félögum, bæði
hér í Canada og víða erlendis.
Hann er heiðursfélagi í konung-
lega hagskýrslufélaginu, konung-
’ega landfræðisfélaginu, konung-
lega mannfræðifélaginu, kon-
unglega sagnfræðafélaginu, kon-
unglega málfræðisfélaginu á Eng-
landi og tungumálafélaginu í
Ameriku; enn fremur aðalvísinda-
félaginu í Budapest á Ungverja-
landi.
Hann er prófessor í enskum
fræðum við Wes’.ey skólann í
Winnipeg og gegnir auk þess
mörgum öðrum viðfanlgsmiklum
störfum. Þannig var hann skrif-
ari rithöfundafélagsins í Canada
frá 1925 til 1927, hefir verið heið-
ursskrifari Winnipegdeildarinnar
í Aljóðafélagsmálum síðan 1929,
og var fylkisstjóri í fulltrúaþingi
(hermiþingi) ungra marina 1930.
Prófessor Kirkconnell er svo
miklum gáfum gæddur, svo fjöl-
hæfur maður og svo afkastamik-
ill að heila bók þyrfti ti’. þess að
skrifa um störf hans og fram-
kvæmdir, en þessar fáu línur
verða að nægja að sinni.
Sig. Júl. Jóhannesson.