Lögberg - 29.12.1932, Qupperneq 6
RIr fi
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. DESEMBER 1932.
HacklÍD kapteinn
— Endurminningar hans. —
EFTTR
RICHARD IIARDING DAVIS.
En það varð ekki hjá þessu bóknámi kom-
ist, og hvort sem mér líkaði betur eða ver, þá
hafði það sína þýðingu við prófin Ekki get
eg samt sagt, að það væri bóknáminu um að
kenna, eða skilningsleysi mínu á því, að eg
var rekinn úr hermannaskólanum, því þó eg
væri ónýtur við námið, þá var eg ágætur að
æfa piltana í líkamsæfingum og margskonar
íþróttum.
Vandræðin, þegar þau komu, voru öll mér
að kenna, mínu eigin kæruleysi og heimsku-
pörum. Eg hafði siglt hann nokkuð krapp-
an áður og ekki orðið að sök. Til að njóta
glaðværðar, hafði eg nokkrum sinnum brotið
sumar þessar skólareglur, sem mér alt af
þóttu í ýmsum atriðum heimskulegar og ó-
þarfar. Var því alt af nærri huga mínum að
lítilsvirða þær og brjóta þær, þegar tækifæri
gafst. Eg var ekki nærri laus við uppreisn-
ar andann. Það var ekki aðallega vegna
gleðinnar, sem eg naut á þessum frjálsu
stundum, sem eg gerði þetta, heldur aðallega
vegna áhættunnar, sem þeim fylgdu og sem
ögraði mér, og þessi óviðráðanlega löngun
til æfintýra, sem mörgum ungum manni
hefir fyr og síðar orðið hættuspil.
Það var stúlka, sem þess var valdandi, að
eg var rekinn úr skólanum. Eg á ekki við
það, að hún hafi eiginlega verið sek um nokk-
uð, en hún varð samt óbeinlínis orsök í þessu
slysi. Það var bara óhepni og eg fann alls
ekki til þess, að eg kærði mig nokkuð um það,
að stúlkan reyndi að hugga mig, eða liug-
hreysta. Hún var bara ein af þessum glað-
væru stúlkum, sem eg hafði oft dansað við
og slegið töluverða gullhamra, og gefið
hnapp úr treyjunni minni, þann sem festur
var á boðunginn, rétt yfir hjartanu. Hún var
áreiðanlega ekki sú bezta af vinstúlkum mín-
um, og eg get séð nú. að hún var ekki mikið
greind, þó eg héldi þá, að hún væri það, vegna
þess að hún var roðhvöt og dálítið orðhepp-
in. Fyrir þremur árum, þegar eg var tvítug-
ur, var þekking mín á kvenfólkinu svo full-
komin, að eg skifti öllum konum í sex deild-
ir, og þegar eg kyntist einhverri, sem eg
hafði ekki þekt áður, þá þóttist eg strax sjá í
hverri deildinni hún ætti að vera, og skipaði
eg henni á sinn stað og kom fram gagnvart
henni, eins og mér þótfi þeirri deild hæfa.
Nú, þegar eg er orðinn tuttugu og þriggja,
er eg kominn á þá. skoðun, að konum megi
skifta í jafn-margar deildir, eins og þær eru
margar til, en að þær séu allar góðar. Sum-
ar konur eru betri en aðrar, en þær eru allar
góðar, en hver hefir sína kosti — og ókosti.
Þessi sérstaka vann mér mikið tjón, þó hún
gerði það óviljandi, en aðrar hafa gert mér
svo mikið gott, að það meir en jafnar reikn-
ingana. Ef maður þarf endilega að haga sér
eins og asni, held eg næstum að betra sé að
gera það út af stúlkunum, heldur en nokkru
öðru. Antany offraði her og flota og Róma-
ríkis vegna Cleópötru, og fyrir það hefir
nafni hans verið haldið á lofti öldum saman.
Auðvitað má maður ekki gera þetta, að bregð-
ast hermönnum sínum og fána, en ef liann
gerir einhver veruleg afglöp, þá vil eg heldur
að hann geri það vegna kvenfólksins, heldur
en einhvers annars. Og þegar til kemur, þá
er það þó ekki svo slæmt, að hafa fundið
eitthvað í sjálfum sér sem maður metur
meira, en sjálft Rómaríki.
Vitaskuld get eg ekki sagt, að eg hafi af-
sakanir neinna stei-kra tilfininga til að bera
fyrir mig. Það var stúlka, sem ætlaði að
fara frá West Point morguninn eftir, og hún
sagði, að ef það væri mér alvara, sem eg
hefði sagt við hana og hvað eftir annað full-
yrt, þá mund eg ekki láta bregðast að dansa
við sig um kveldið. Eg hafði marg svarið, að
eg elskaði hana, en eg átti náttúrlega við
minn eigin skilning á því hugtaki, og eg sagði
henni, að eg skyldi koma. Eg kom og það
var tekið eftir mér, þegar eg fór inn í dans-
salinn. Morguninn eftir var eg kallaður
fyrir yfirmennina. Mér var sagt að taka
saman dót mitt og liafa mig burtu. Innan
klukkutíma var eg kominn úr einkennisbún-
ingnum og um kveldið var dómurinn lesinn
yfir mér í heyranda hljóði.
Eg get ekki mikið skrifað um þennan dag.
Það var bjartur og fagur sólskinsdagur, og
lífið og gleðin sýndist vera alstaðar, hvert
sem litið var, og eg var að furða mig á því,
hvernig heimurinn gæti verið svona harður
og tilfinningarlaus. Meðan eg var að búa
mig til brottfarar, voru félagar mínir alt af
að koma inn til mín og segja mér, hvað sér
þætti slæmt, að þetta skyldi hafa komið fyr-
ir. Þeir voru ofboð vinsamlegir og sumir
þeirra ráðlögðu mér að fara til New York,
til eirihverra vina sinna þar, sem þeir bentu
mér á, og þar skyldi eg drekka mig fullan og
gleyma þessu óhappi, sem fyrir mig hafði
komið. Hugsunin í þessu býst eg við að ver-
ið hafi sú, að sýna þeim sem völdin höfðu, að
það hefði verið mjög misráðið af þeim, að
gera mig ekki að fyrirliða í hernum. En
þetta var ekki fallega gert af þeim. Mér var
illa við þá alla og mér var illa við þennan
stað og alt sem honum tilheyrði. Þegar eg
var rekinn, var mín fvrsta hugsun sú, að
vera forsjóninni þakklátur, að afi minn
skyldi fá að deyja, áður en eg varð fyrir þess-
ari óvirðingu, og þar sem hann var nú dáinn,
kærði eg mig miklu minna, þó þetta slvs
kæmi fyrir. En samt sem áður var hugur
minn fullur af gremju og óánægju. Eg vissi
fyrir samvizku minni, að enl^inn maður í
minni deild, hafði verið trúrri og einlægari
sinni köllun, sem hermaður, heldur en eg
hafði verið. Eg vissi, að eg hefði verið fús
til að deyja tuttugu sinnum fyrir föðurland-
ið, ef þess liefði þurft og það hefði verið
mögulegt. Það var enginn sá eyðistaður í
öllu Vesturlandinu, að eg hefði ekki verið fús
að fara þangað. Ef eg hefði mátt vinna þar
föðurlandinu gagn, þá hefði hann verið sælu-
staður fyrir mig. Og eg vissi enn fremur,
að það var enginn trúrri hermaður í öllu
landinu, heldur en einmitt eg. En nú var
mér kastað út sem óhæfum hermanni og her-
forinigjaefni. Eftir fyrsta reiðikastið, því
eg kendi öllum um þetta öðrum en sjálfum
mér, fór eg að stillast og eg fór að hugsa um
afa minn og alt sem hann hafði gert fvrir
föðurlandið. Og eg fór að hugsa um það,
með hve mikilli fullvissu \dð hefðum oft tal-
að um það, að eg mundi feta í hans fótspor.
Eg, sem var dóttursonur hans og sonur bar-
dagamannsins, Macklin.
Frá því eg var barn og alt fram á þennan
dag, hafði eg naumast hugsað eða talað um
annað en hermenskuna. Nú var eg alt í einu
rekinn á dyr og átti aldrei afturkvæmt.
Til þess að gera okkur þetta dálítið þolan-
legra, þegar við hittumst, sendi eg Beathice
símskeyti og sagði henni í því hvað fyrir
lrefði komið. Þegar eg kom heim, þennan
sama dag, beið hún mín utan við dyrnar, og
það var alt eins og eg hefði bara fengið frí-
dag og væri að koma heim mér til skemtun-
ar. Hér var ekki um neitt tal, eða látalæti
að ræða. An þess að segja svo sem nokkuð
hvort við annað, fórum við út úr garðinum
og gengum upp á hæðina aftan við húsið og
inn í skóginn, þar sem við höfðum verið sam-
an fyrir sex mánuðum. Síðan hafði alt tek-
ið miklum breytingum. Sumarið var komið
og hafði fært skóginn og alla náttúrnna í
sitt sumarskrúð. Við settumst á fallið tré
uppi á hæðinni og horfðum yfir hinn sól-
vermda, fagra dal. Það var Beatrice, sem
tók fyrst til máls.
“Eg hefi verið að hugsa um það, hvað þú
getur gert,” sagði hún góðlátlega; “og mér
finst að það, sem þú nú þurfir helzt af öllu,
sé góð hvíld. Þessi vetur hefir verið þér
erfiður. Eg vona, að aldrei komi nokkuð
það fyrir þig, Royal, sem verður þér eins
mótdrægt, eins og það tvent, sem fyrir þig
hefir komið á þessu síðasta hálfa ári. Þú
tókst fyrra mótlætinu vel, eins og þér bar að
gera, og eg vona þú takir þessu síðara mót-
læti, sem er minna, einnig vel. Eg veit, að
þú gerir það. En þú verður að gefa sjálf-
um þér tíma til að jafna þig eftir þetta áfall
og gefa því gætur, sem framundan er. Þú
verður að revna að sætta þig við það, að vera
heima hjá mömmu og hjá mér. Eg er svo
eigingjörn, að mér þykir næstum vænt um
livað fyrir hefir komið, því nú getur þú verið
Heima hjá okkur 'im tíma og við getum haft
]>ig alveg út af fynr okkur. Við skulum víst
líta eftir þér og sjá um, að vel fari um þig,
og þér leiðist ekki alt of mikið. Og svo í
haust verður þú búinn að ráða við þig, hvað
bezt er að gera, eftir að þú hefir notið góðr-
ar hvíldar í sumar, hjá okkur, sem skiljum
þig og þykir vænt um þig. Svo getur þú far-
ið út í veröldina og unnið þitt verk, hvað sem
það kann að verða.”
Eg sneri mér að henni og starði á hana
hálf-undrandi.
“Hvað sem það kann að verða,” hafði eg
upp eftir henni. “Það var ákveðið fyrir mig,
meðan eg var dálítil drengur.”
Hún leit líka til mín og svo hallaði hún sér
dálítið áfram, og það var auðséð, að hún bjó
yfir einhverju. “Þú átt við að gerast sjálf-
boði?” spurði hún.
“Sjálfboði? Nei, það geri eg aldrei!”
svaraði eg í ákveðnum róm. “Ef eg er ekki
til þess hæfur nú, að vera liðsforingi, þá verð
eg það aldrei, að minsta kosti ekki með því
að reyna þá leið. Veiztu, hvað það hefir í
för með sér? Það er það versta líf, sem nokk-
ur maður getur lifað. Sá, sem það gerlr, er
hvorki eitt né annað. Liðsmennirnir gruna
hann og fyrirliðarnir vilja kannske ekki einu
sinni tala við hann. Eg þekki mann, sem
komst upp í fyrirliðastöðu á þann !hátt.
Hann segir nú, að heldur hefði hann viljað
vera í tugthúsinu þau árin, sem hann var að
vinna sig upp í þessa stöðu. Yfirmennimir
bentu á hann, þegar einhverjir heldri menn
komu, og sögðu þeim, að þessi náungi hefði
ekki staðið sig eins og vera bar á West Point
og niú væri hann að reyna að vinna sig upp
frá því að vera óbreyttur liðsmaður. Og
jafningjar hans hugsuðu um hann, eins og
liann hugsaði sjálfur, að han væri of góður
fyrir þá, og þeir gerðu honum lífið leitt með
öllu móti. Heldurðu að egf gæti sætt mig
við að vera undirgefinn þá, sem eg hefi áð-
ur átt yfir að segja, eða láta stúlkumar sjá
mig ganga í hergöngu með byssu á öxlinni?
Eg gæti ekki fengið mig til að hlaupa alskon-
ar erinda fyrir—fyrir menn, sem áður hafa
verið undir mig gefnir, og látið þá skoða mig
og gefa mér góðan eða lélegan vitnisburð,
eftir atvikum, fyrir það hvort eg héldi mér
hreinum eða ekki og væri vel til fara. Nei,
eg verð ekki sjálfboði. Ef eg er ekki nógu
góður til að bera sverð, þá er eg heldur ekki
nógu góður til að bera byssu, og Bandaríkja-
herinn verður því að komast af sem bezt
hann getur á mín.”
Beatrice hristi höfuðið.
“Segðu ekki neitt, sem þú þarft að iðrast
eftir síðar meir að hafa sagt,” sagði hún í
alvöruróm.
“Þú skilur mig ekki,” tók eg fram í fyrir
henni, “eg er ekki að segja neitt á móti þjóð
minni, eða hernum. Hvernig gæti eg gert
]»að? Eg er búinn að sýna það, að eg er
ekki hæfur fyrir herinn. En eg er þakklátur.
Eg hefi verið þrjú ár í bezta hermannaskóla
í heimi á kostnað föðurlandsins, og fyrir það
er eg þakklátur. En mér líður illa út af því,
að hafa ekki reynst þess verðugur.”
Eg stóð upp og rétti úr mér. “En það eru
kannske einhver önnur lönd, sem ekki eru al-
veg eins vandlát, hvað herforingja snertir,
eins og okkar land,” sagði eg, “þar sem eg
og aðrir geta gleymt mér, og eg get tekið
þátt í hermensku.. Þegar öllu er á botninn
hvolft, þá er hermannsins verk að berjast, en
ekki að sitja alla daga á einhverjum her-
mannastöðvum, eða vinna eitthvert skrif-
stofuverk í Washington. ”
En jafnvel þótt eg talaði nú svona hreysti-
lega, þá fann eg til veikleikans í sjálfum
mér og fann til vanvirðunnar, sem eg hafði
orðið fyrir. Beatrice hlaut að finna þetta.
Eg sá örðugleikann á því fyrir sjálfan mig
að ná mér aftur, og þó eg liefði talað hreysti-
lega, þá var eins og orðin sætu í kverkunum
á mér og eg ætti erfitt með að koma þeim út
úr mér. Samt reyndi eg að lirista af mér
alt hugarvíl.
“Við skulum fara héðan,” sagði eg glað-
lega. “Það getur ekki verið um neina hvíld-
ardaga að ræða fyrir mig, þangað til eg
hefi unnið til þeirra. Eg þarf ekki að segja
þér livað mér mundi þykja vænt um, ef eg
mætti vera hér í gamla húsinu hjá móður-
systur minni og þér, en eg hefi engan tíma
til þess að láta leika við mig. Ef þú dettur,
þá er ekki til neins að liggja kyr á götunni
og skæla út af byltunni og meiðslinu. Þú
verður að reyna að standa upp og lialda á-
fram, þó þú kennir töluvert til og sért ryk-
ugur og illa útleikinn.”
Við sögðum ekkert meira, en ásetningur
minn var fastur og ákveðinn, og þegar við
komum heim, fór eg strax inn í herbergi
mitt og lét alt sem eg ætlaði að liafa meðferð-
is ofan í tösku mína. Það var afar-stór leð-
urtaska, sem afi minn hafði átt, og í henni
liafði hann haft sverð sitt og einkennisbún-
ing, þegar hann fór eitthvað. Nú lét eg þar
sverð, sem honum hafði verið gefið í lieið-
urssskyni og sem hann hafði anafnað mer i
erfðaskrá sinni. Einnig eitthvað af fötum
mínnm og fimm hundruð dali af peningum
þeim, sem hann hafði eftirskilið mér. Mér
þótti vænt um, að hann hafði gefið móður-
systur minni og Beatrice heimilið og ætlað
þeim tvö þúsund dala tekjur á ári, en ann-
ars arfleiddi hann mig að svo að segja öll-
um eigum sínum. Þegar eg var búinn að
ganga frá þessu eins og mér líkaði, fór eg
ofan og settist að kveldverðinum með
frænkum mínum og vegna áhugans, sem
fylti huga minn, að komast áfram í heimin-
um og vinna það sem tapað var, leið mér
vel og eg var hinn glaðasti. Að máltíðinni
lokinni tók eg morgunblaðið og fór að lesa
allar útlendar fréttir, sem eg sá, til að kom
ast eftir því, hvort nokkurs staðar væri
stríð, eða þá líkindi til þess, að stríð mundi
verða hafið.
Eg sagði Beatrice hvað eg væri að gera,
og hún kom með gamalt landabréf, sem eg
hafði notað, þegar eg var í skóla, og við
fórum að leita upp þá staði, sem nefndir
voru í útlendu fréttunum í blaðinu og töl-
uðum um hvaða tækifæri eg kynni að hafa
í þessum og þessum staðnum.
Eftir því sem eg man bezt, þá sögðu
blaðafréttirnar, að það væi*u töluverðar ó-
friðarhorfur milli Frakka og Kínverja út af
einhverjum koparnámum. Og það voru
ófriðarhorfur víðar í htjiminum pg þar á
meðal á Balkanskaganum, en eftir því sem
eg hefi komist að síðan, þá er þar alt af
ófriður, eða þá að minsta koisti ófriðarhorf-
ur. Það er staður, sem maður getur geng-
ið að, :sem nokkurn veginn vísum, hvað
ófrið snertir. Hér var ekki neitt að finna,
sem sýndist gefa mér nokkurt tækifæri. Það
virtist vera mjög friðsamt í heiminum um
l>essar mundir.
“Maður gæti þó kannske komist í ridd-
araliðið í Canada,” mælti eg, án þess eig-
inlega að hugsa um hvað eg var að segja.
“Nei,” sagði Beatrice liæglátlega.
Það var rétt af tilviljun, að eg rak augun
í smágrein, sem var úti í horni á blaðinu og
bar ósköp lítið á. Eg benti á hana með
fingrinum og Beatrice hallaði sér áfram og
við lásum fréttina bæði í einu. Hún var á
þessa leið:
“ Tegucigalpa, 17. júní. — Uppreisnin hér
er orðin alvarleg. Alvarez forseti, hefir
lýst yfir því, að öll fylkin væru undir her-
stjórn, og hann fer á morgun til Santa Bar-
bara, þar sem uppreisnarherinn, undir fyr-
verandi forseta, Louis Garcia, hafðist við,
þegar síðast fréttist. Laguerre hershöfð-
ingi er á leið frá Nicaragua með sína út-
lendinga herdeild, til að hjálpa Garcia.
Hanú hefir náð í gufuskip og komið fyrir
á því tveimur stórum fallbyssum. Það er
sagt, að hann skjóti á bæina meðfram
ströndinni og það er stjómarher á leiðinni
til Porto Cortes til að varna því, að hann
geti lent þar. Flest af hermönnum hans eru
Bandarikjamenn og aðrir útlendingar, sem
standa í þeirri meiningu, að þeir hefðu
meira tækifæri í landinu, ef núverandi stjóm
væri hrundið frá vöudum.”
“Laguerre liershöfðingi,” sagðl eg,
“hann getur ekki verið Spánverji hann
hlýtur að vera franskur, eftir nafninu að
dæma. 0g fréttin segir að menn hans séu
flesípr Bandaríkjamenn og að núverandi
stjórn sé útlendingum óvinveitt.”
Eg stóð upp frá borðinu og hló, og leit
svo brosandi til Beatrice, en hún hristi höf-
uðið, En samt brosti hún.
“Ónei, ekki þetta,” sagði hún.
“En góða Beatrice,” sagði eg með tölu-
verðum ákafa, “það er áreiðanlega ekki
rétt, að Bandaríkjamenn njóti ekki jafn-
réttis við aðra í þessu landi, hvað heitir
það nú aftur — Honduras, eða finst þér
l>að? Og það er óuþplýstur kynblendingv-
ur, sem þarna er forseti og situr yfir hlut
þeirra. Hvað heitir liann nú aftur? Nei,
það er alls ekki rétt. Það verður að taka
enda, jafnvel þó við verðum að taka öll
skip, sem Isthmian línan hefir á floti.”
“Heyrðu, Royal,” sagði Beatrice nokkuð
alvarlega, “þér er ekki alvara með þetta.
Þetta er nokkuð, sem þér kemur ekkert við,
þotta er ekki þitt land. Hér er heldur ekki
um reglulegt stríð að ræða; einstakir menn
og flokkar eru bara að berjast um völd og
vlirðingarstöður. Þú Igetur lekki lagt þig
niður við að taka þátt í slíkum skærum.”
“Þetta gerði William Walker,” svaraði
eg. “Hann tók Nicaragua með 200 mönn-
um og hélt landinu í tvö ár gegn 20,000. Eg
verð einhvers staðar að byrja. Því ekki
liér? Stúlkur geta ekki skilið þessa hluti,
])ó eg mundi nú hafa haldið, að þú gerðir
]>að. Hvað gerir það svo sem til, hvað eg
geri, eða hvert eg fer,” bætti hann við og
var nú orðinn argur og reiður. “Eg hefi
eyðilagt líf mitt og framtíð strax í byrjun,
og eg get ekki annað en verið ergilegur og
kærulaus. Mér er alveg sama, hvert eg fer
og hvað —”
Eg mundi sjálfsagt hafa haldið þessum
vaðli áfram, hver veit hvað lengi, ef Beat-
rice hefði ekki litið til mín þannig, að eg
þagnaði alt í einu, og eg fann að eg var að
tala vitleysu.
“Eg get að minsta kosti skilið það,” sagði
hún, að þú talar eins og heimskur drengur.
Hvernig getur þú sagt, að þú hafir eyðilagt
líf þitt ? Þú hefir ekki enn einu sinni byrj-
að að lifa. Lífið er alt fram undan þér, og
nú er fyrir þig að sýna, að þú sért eitthvað
meira en unglings drengur.” Hún þagnaði
og svipur hennar og látbragð breyttist og
hún kom alveg til mín og leit framan í mig,
blíðlega og góðlátlega, en með nokkrum
raunasvip og tók með báðum höndum um
hendina á mér.