Lögberg - 29.12.1932, Blaðsíða 8

Lögberg - 29.12.1932, Blaðsíða 8
BIs. S. LÖGBERG, FIMTUDAGTNN 29. DESEMBER 1932. Ur bœnum og grendinni Skuldarfundur á föstudögum. Heklufundur í kveld, fimtudag. Dr. Tweed verður í Árborg mið- vikudaginn og fimtudaginn, 4. og 5. janúar. Mr. Hjörtur Hjaltalín frá Moun- tain, N. Dak., var gtaddur í borg- inni um miðja vikuna sem leið. Mr. Grettir Eglgertson verk- fræðingur kom til borgarinnar fyrir jólin og verður heima hjá föður sínum, Mr. Árna Eggertson, fram yfir hátíðarnar. Mr. Sigurður Sveinbjörnsson trúboði kom til borgarinnar í vik- unni sem leið frá íslandi, þar sem hann hefir verið nokkur undan- farin ár. Afmælishátíð stúkunnar Heklu, nr. 33, verður haldin á fimtudags- kveldið 29. desember. Til skemun- ar verður: ræður, söngur o. fl. Allir íslenzkir Goodtemplarar vel- komnir. Stúkan Skuld býður heim til sín á föstudagskveldið í þessari viku bæði “Heklu” og “Liberty”. Fjöl- breytt prógram. Félagsmenn fjöl- menni. Messur í Gimli prestakalli næsta sunnudag, á nýársdag, eru fyrir- hugaðar þannig, að messað verð- ur í gamalmennaheimilinu Betel kl. 9.30 f.h., en að kvöldi kl. 7 í kirkju Gimlisafnaðar. Allir vel-J komnir. Mælst til að fólk fjöl- menni. Þann 9. þ. m. voru gefin saman i hjónaband í Calder, Sask., af séra S. S. Ohristophersyni, þau George Herbert Martin og Jak- obína Sigurlaug Margrét Einar- son, Brúðurin er dóttir Jóhann- esar Einarsonar og konu hans Sigurlaugar, sem búa í grend við Calder. Brúðguminn er af ensk- um ættum. Þ. 11. s. m. voru gefin saman i hjónaband af þeim sama, þau Clafur Johnson og Ingunn Gunn- arson. Brúðguminn er sonur Ei- lífs sál. Jónssonar og konu hans Kristínar, sem lifir mann sinn, í grend við Churchbridge. Brúður- in er dóttir Eyjólfs Gunnarsson- ar og konu hans Sigríðar, búandi við fyrnefnt pósthús. For Sale GRAY’S HARDWARE Sargent and Victor In BULK or RETAIL Less Than Cost For Three Days R. T. GRAY Islenska matsöluhúsið Par »em Islendlngar I Wlnnlpeg og utanbæjarmenr. fá aér máltlölr og lcaffi. Pönnukölcur, skyr, hanglkjö* og rúllupylsa á taktelnum. WEVEL CAFE <92 SARQBNT AVB. 8fmi: 17 464 RANNVEIG JOHNSTON. elgandl. John J. Arklie, sérfræðingur í að reyna sjón manna og velja þeim gleraugu, verður í Eriksdale Hotel a’.lan fimtudaginn 5. janú- ar og í Lundar Hotel á föstudag- inn, 6. janúar. í kveld, 29. desember, flytur Mrs. W. J. Lindal útvarpserindi um jólasiði á íslandi. í sambandi við það erindi syngur Mrs. B. H. Olson einsönlgva. Erindið hefst kl. 8 að kveldinu. Winnipeg-deild- in af National Council of Educa- tion, sem Mr. Edward Anderson, K.C., er forseti fyrir, hefir geng- ist fyrir því, að útvarpserindi um jólasiði í ýmsum löndum, hafa flutt verið hér í Winnipeg nú að undanförnu, eins og útvarpsnot- endum er kunnugt, og er erindi það, sem Mrs. Lindal flytur í kveld, hið síðasa þeirra. Gjafir til Betel. Kvenfélag St. Páls safnaðar, Minneota Minn......... $25.00 Kvenfélagið ísafold, í Vestur- heimssöfnuði, Minnesota .... $10 Til jólaiglaðningar fyrir gamla fólkið á Betel, úr Maxon dánar- búi, sent af Mrs. Thor Guðmund- son, Elfros, Sask............ $50 Innilega þakkað, J. Jóhannesson, féh. 675 McDermot Ave., Winnipeg. NÝ SÖNGLÖG FRÁ ÍSLANDI. Þrjú einsöngslög .......... 50c. Nokkur létt píanólöíg...... 50c. eftir Sigurð Þórðarson, söngstjóra Karlakórs Reykjavíkur.—Að dómi listrænna manna hér sögð ágæt. Islenzkt Söngvasafn, I. og II. hefti. Safnað hafa og búið til prentun- ar: Sigfús Einarsson og Halldór Jónasson.. Hvert hefti .... $2.50 Bókaverzlun Ólafs S. Thorgeirssonar, 674 Sargent Ave., Winnipeg. CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 JOHN GRAW Fyrsta ílokks klæðskerl AfcrreiOsla fyrlr öllu Hér njóta peningar yðar sín a<5 fullu. Phone 27 073 218 McDERMOT AVE. Winnipeg, Man. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiBlega um alt, wm aB flutningum lýtur, smáum eCa etór- um. Hvergl sanngjarnara ver8. Heimiii: 762 VICTOR STREET Sfml: 24 500 DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.i». to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg n 0 n n n 0 n 0 n Burn Coal and Save Money Per Ton BEINFAIT LUMP $5.50 DOMINION LUMP ......... 6.25 REGAL LUMP 10.50 ATLAS WLDFIRE LUMP 11.50 WESTERN GEM LUMP 11.50 FOOTHLLS LUMP 13.00 SAUNDERS CREEK “Big Horn” Lump 14.00 WINNIPEG ELEC. KOPPERSCOKE 13.50 FORD OR SOLVAY COKE 14.50 CANMORE BRIQUETTES 14.50 POCAHONTAS LUMP 15.50 MCfURDY CUPPLY p0.1 TD. Vs Builder*’ l3 Supplies Vsand JLl Coal Officeand Yard—136 PORTAGE AVENUE EAST 94 300 - PHONES - 94 309 9 0 9 0 9 0 9 0 9 0 9 Jón Sigurður Pálsson Hann var fæddur 23. júní 1869 á Reykjarhóli í Skagafirði á ís- landi. Foreldrar hans voru þau Páll Pétursson, bóndi á Reykjar- hóli í Skagafirði og Margrét, dótt- ir Magnúsar Jónssonar á Páfa- stöðum. Fluttist hann til Ame- ríku með foreldrum sínum árið 1876, þá sjö ára gamall. Foreldr- ar hans settust að á Húsafelli við íslendingafljót í Nýja íslandi, og dvaldi hann þar með þeim fyrstu árin. Síðar tók hann heimilisrétt- arland skamt frá Riverton, er % hann nefndi Víðirtungu, reisti þar bú og bjó þar ætíð síðan, þar til að hann andaðist þann 17. ágúst þetta ár. Árið 1901 gekk hann að ei'ga Kristínu, dóttur Björns Jónsson- ar og Jóhönnu Símonardóttur, úr Húnavatnssýslu á íslandi (fædd á Fögrubrekku í Vatnsdal). Þeim varð ekki barna auðið, en tóku stúlkubarn, ólínu að nafni, til fósturs, — þá á fyrsta ári. Náði hún fullorðinsaldri, en dó árið 1925. Hún var gift Alfons Good- man frá Riverton. Hans nánustu eftirlifandi eru: ekkjan, er áður er nefnd, og syst- ir, Guðrún, kona merkisbóndans Jóhanns Briem, í Riverton. Jarðarför Jóns heitins fór fram þann 19. ágúst, að fjölmenni við- stöddu; húskveðja frá heimilinu að Víðirtungu, og síðan útför frá kirkju Bræðrasafnaðar til hins hinsta hvílustaðar, í grafreit lút- erska safnaðarins í Riverton. Hann var jarðunginn af séra Sig- urði ólafssyni, og séra Jóhanní Bjarnasyni. Jón heitinn var góður eilginmað- ur og lét hag heimilis síns sitja fyrir öllu. Hann var innilega trú- aður maður. Frá því hann kom til Fljótsbygðar, fram á dauða- dag var hann meðlimur Bræðra- safnaðar í Riverton. Gekk haftn ótrautt fram í að styrkja og efla þann félagsskap. Embættismað- ur og fulltrúi safnaðarins var hann í fjöldamörg ár. Velferð safnaðarins munu fáir hafa borið meira fyrir brjósti en hann. Við fráfall hans var stórt skarð höglg- við í þann hóp, er sér nú að baki slíks manns, er Jón heitinn var. Hann var ráðvandur, orðheldinn og skyldurækinn, og reglumaður var hann í orðsins fylstu merk- ingu. í bindindismálum var hann ötull starfsmaður. Þá er Templ- arastúkan var stofnuð við íslend- ingafljót, var hann einn af stofn- endum þess félagskapar, og mun jafnan hafa staðið framarlega í þeirri starfsemi. Hann var fé- lagslyndur, og er vitnisburður þeirra, er með honum unnu að fé- lagsmáluum sá, að hann bafi ver- ið hinn ágætasti maður í allri samvinnu; útsjónargóður og til- löguhollur, og með næma tilfinn- ingu fyrir því, sem rétt er og satt. Áhuga hafði hann fyrir því, að ráðið væri fram úr vandamálum síns félafesskapar á sem'heilla- vænlegastan hátt. Á fundum lét hann óhikandi skoðun sína í ljós, og fylgdi fast eftir því er var sannfæring hans. Kom þar í ljós óskiftur áhugi og hreinskilni. Enda kom hann oft miklu góðu til leiðar með framtaksemi sinni og áhuga. Um það getur sá vottað, er þessar línur ritar. Bjartsýni og glaðlyndi einkendu Jón heitinn, og það þrátt fyrir hina löngu baráttu, er hanm háði við sjúkdóm þann, er að lokum leiddi hann til dauða. Hann var skemtile'gur í viðræðum, orðhepp- inn, og spaugsamur er svo bar bar undir, en alvörugefinn og á- kveðinn, þegar um alvörumál var að ræða. Hann var einkar vin- sæll. enda var hin dagfarslega framkoma hans þannig, að hann vakti virðingu, traust og hlýhug hjá samferðafólki sínu. Því er við brugðið, hversu meðlíðunar- samur hann var, og fús til þess að rétta bróðurhönd bágstöddum. Vel'gjörðir sínar hafði hann ekki í hámælum. Munu þó fleiri hafa orðið aðnjótandi velgjörða hans, en flestir hafa hugmynd um. Fljótsbygðin íslenzka, við frá-| fall Jóns heitins, sér á bak hins mætasta manns. Það er óbætan- legt tjón hvers bygðarlags, þegar góður drengur, góður vinur og góður nágranni er numinn á brott. Jóns heitins er sárt saknað af eftirlifandi eilginkonu, systur, vandamönnum og vinum. Blessuð sé minning hans. S. Frá íslandi Reykjavík, 24. nóv. Landbúnaðurinn. í tilkynning frá sendiherra Dana í !gær segir svo: Eftir áskorun Metúsalems Stef- ánssonar búnaðarmálastjóra, hefir prófessor Weis sent honum álit sitt um rækunarskilyrði á íslandi, og mun það birtast í Búnaðarrit- inu. Rannsóknir Weis prófessors sýna það, að jarðvegur á ÍS'landi stendur ekki að baki svipuðum jarðvegi í Miðevrópu og á Norð- urlöndum, um næringarefni fyrir gróður. Hann er að vísu dálítið fátækari að fosforsýru, og sér- staklega kali, en auðugri að kalki. Jarðveginum hættir ekki til þess að súrna. Köfnunarefnisinnihald jarðvegsins er furðu mikið. Það má því segja, að hinn íslenzki jarðgvegur sé álgætur. Tíu sýnishorn, sem tekin voru eftir nýjum aðferðum, sýna það, að íslenzkur jarðvegur þarfnast ekki kölkunar eða merglunar, er annars staðar er nauðsynlegt skil- yrði fyrir því að ræktun og garð- yrkja geti gefið fullan arð. Eins og íslenzki jarðvegurinn er, ætti þar að vera skilyrði fyrir mjög miklu gerlalífi. Hið mikla köfn- unarefni er auðsuppspretta, ef hægt er að leysa það úr læðinlgi, en það er enn óráðin gáta, hvern- ig sú þraut vinst bezt. Prófessorinn bendir sérstaklega á Korpúlfstaðabúið, sem talandi tákn þess hvað hægt er að fram- kvæma, þegar vísindi og reynsla haldast í hendur. Hann leggur það til, að túnræktinni verði hag- að á heppilegri hátt en áður, að bændur hafi fleiri kýr, auki svínarækt og mjólkurbúa starf- rækslu. — Mgbl. Vandræði bænda. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hvað hagur bænda er yfir- 'leitt bághorinn, hæði vegna mik- illa skulda og verðfalls á öllum landbúnaðarafurðum. Er sýnt, að eitthvað verður að gera, ef bænd- ur eiga ekki að flosna upp í stórhópum. Nú hefir ríkisstjórnin skipað þriggja manna nefnd til þess að athuga kjör bænda oíg vinna með þingi og stjórn að þvv að finna ráð landbúnaðinum til viðreisnar. f þessa nefnd hafa verið skipaðir þeir Pétur Ottesen, alþingismað- urf, Tryggvi Þórhallsson, banka- stjóri, og Sigurður Kristinsson, framkvæmdastjóri. Nefndin hefir þegar hafið starf sitt og sett sig í samband við banka og sparisjóði. Síðan mun hún safna skýrslum frá verzlun- um um land alt og eins frá bænd- um sjálfum. — M!gbl. MOQRE’S TAXI LTD. 28 333 Leigið bíla og keyrið sjálfir. Drögum bíia og geymum. Allar aðgerðir og ðkeypis hemilprðfun. Flytjum pianos, húsgögn, farang- ur og böggla. Grænlandsleiðangur Breta Eftirfarandi gerin er útdráttur úr bréfi frá F. Spencer Chapman, og segir frá brezka leiðangrinum frá því Watkins fórst: — Hinn 2y. ágúst (daginn eftir að Watkins hvarf) leituðum vér hans enn, en 22. ágúst löigðum vér á stað til Angmagsalik, til þess að síma hina sorglegu fregn heim. Vér fórum í vélbáti vorum til næsta fjarðar og höfðum hvala- bát í eftirdragi og í honum voru sleðahundarnir vorir, sex að tölu. Vér skildum þá eftir hjá Eskimó- um þar og þrátt fyrir mótbyr og krappa öldu, tókst oss að komast heilu og höldnu yfir Kangerdlufe- suatsiak-fjörðinn. Það var kyrt og sjólaust milli eyanna og vér náð- um til Sermiligak- þá um kvöldið. Eskimóar urðu harmi lostnir, er þeir fréttu um afdrif Watkins og sögðust hvað eftir annað hafa varað hann við því að fara einn á veiðar. Hinn 23. ágúst komust véi fram hjá skerjunum há Angmag- salik, fremur af hepni heldur en fyrirhyggu, og rendum inn á Angma!gsalik-höfn með fána í hálfri stöng. öllum brá þar í brún, er þeir heyrðu sorgartíðind- in. Vér settumst að há nýlendu- stóranum, sendum skeyti heim og biðum eftir svari. Vér vissum, að vér urðum að flýta oss til bækistöðva vorra aftur. Skildum því hvalabátinn eftir í Angmagsalik og héldum á stað 29. ágÚ3t. Var það ætlunin, að við Riley skyldum koma bráð- lega aftur og sæka bátinn og 10 hunda, sem vér höfðum keypt þar, og ýmislegar nauðsynar til vetr- arins. Vér fenlgum úrhellisregn allan daginn og komumst ekki lengra en til Kormint. Daginn eftir fór- um vér til Sermiligak. ' Var oss tekið þar tveim höndum og feng- um nóg af sel að borða. Hinum 31. ágúst gleymi eg aldr- ei svo lengi sem eg lifi. Þá var dynjandi illviðri og vér urð- um undir eins holdvotir. Nú var stórsjór milli eyjanna, en oss gekk þó sæmilega þangað til vér urðum að leggja út á opið haf, suðvestur af Kangerdlugsuatsiak. Þarna voru risavaxnar öldur, er báturinn skoppaði á. Oft sáum vér ekki annað en himininn yfir oss. Og hafrótið versnaði stöð- ugt. Hinir miklu borgarjakar rugg- uðu eins og þeir hefði verið smá- molar, og hvað eftir annað brotn- uðu stór stykki úr þeim með braki og brestum og heyrðust þruTnurn- ar af því yfir sjávargnýinn. Haf- öldurnar voru 20 feta háar og þar scm þær skullu á björgunum o!g endurköstuðust, mynduðu þær. óg- urlegan súg og beljandi hring- iður. Vélin í bátnum bilaði, þajð hafði komist sjór að henni. En alt í einu komst hún á stað aftur, oss öllum til mestu undrunar, og þá snerum vér við. Er oss öllum það óskiljanlegt hvernig báturin afbar hamfarir sævarins. Vér tókum land hjá Saturnine og lágum þar allan nsesta dag o!g biðum þess, að hafrótið lægði. Hinn 3. sept lögðum vér enn a stað og tókst þá að komast leiðar vorrar. Þegar vér komumst til Vatnsfjarðar (Lake Fjord) vor- i>m vér orðnir hræddir um það, að Mikki (svo nefna allir Eskimóar Enjar Mikkelsen), væri farinn heimleiðis. En þegar vér komum inn á fjörðinn, sáum vér skip hans “Sökongen”. Lá það fyrir festum fram undan tjaldi voru. Mikkelsen hafði komið þangað kvöldið áður, því að ofviðrið hafði lika tafið hann. Hann lagði oss til efni 1 timburhús. Danir eiga það en þeir lána oss það þetta ár. ’ Smiður af “Sökongen” reisti grind hússins fyrir oss, en sjalfir verðum vér að fullsmíða það. — Watkins hafði sagt, að vér ættum von á matvælum og kolum þarna, en það reyndist miskilningur. Þo fengum vér keypt dalitið al hvoru tveggja. Það eru lítil matvæli, er vér höf- um til vetrarins: Dálítið af súkku- laði, nokkuð af niðursoðinni mjólk. 100 pd. af smjörlíki, 50 pd. af sykri, 300 pd. af hveiti, einn poki af haframjöli og nokkrar dósir af rcat, sem nefnist Munch—en ekki neitt annað. Watkins hafði gert ráð fyrir því, að vér gætum lifað á selaveiðum og vonandi getum vér það. — Lesb. *'T. EATON C? LIMITED extends to the Icelandic Community of Winnipeg Beát Wishes for a Happy and Prosperous New Year Announcing the New and Better MONOGRAM LUMP . $5.50 Ton COBBLE $5.50 Ton STOVE . ..... $4.75 Ton Saskatchewan’s Best MINEHEAD LUMP . $11.50 Ton EGG .. $11.50 Ton PREMIER ROCKY MOUNTAIN DOMESTIC COAL Wood’s Coal Company Limited 590 PEMBINA HIGHWAY 45262 PH0NE 49192 WEST END BRANCH OFFICE (W. Morris) 679 Sargent Ave.—Phone 29 277

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.