Lögberg - 09.03.1933, Blaðsíða 1

Lögberg - 09.03.1933, Blaðsíða 1
46. ARGANGUR Frá Bandaríkjunum Frá Bandaríkjunum eru óneitan- 'lega mikil tíöindi aö segja um þess- ar mundir. Fyrst er nú það, að stjórnaskiftin fóru fram eins og til stóð hinn 4. þ. m. Tók Franklin D. Roosevelt þá við forsetaembættinu og er ráðuneyti hans sem hér segir: Cordell Hull, innanríkisráðherra; William H. Woodin, fjármálaráð- herra; George H. Dern, hermála- ráðherra; Homer^ S. Sunnings, dómsmálaráðherra; Miss Frances Perkins, verkamálaráðherra; James A. Farley, póstamálaráðherra; Claude A. Swanson, flotamálaráð- herra; Harold Ickes, innanríkisráð- herra; Henry A. Wallace, búnaðar- ráðherra og Daniel C. Roper, verzl- unarmálaráðherra. Eftir að hinn nýi forseti haföi tekið við völdum, f lutti hann stutta en gagnorða ræðu, þar sem hann skoraði alvarlega og með sterkum orðum á þjóð sína að missa ekki móðinn á þessum erfiðu tímum, en gæta allrar stillingar og gera sitt bezta að halda í horfinu þó útlitið væri alvarlegt og ískyggilegt og lofaði hann jafnframt öruggri og trúrri leiðsögn í þeim miklu vanda- tnálum, sem þjóðin á nú við að striða. Fjármál þjóðarinnar eru í alt annað en góðu lagi, þegar hin nýja stjórn tekur við völdum. Sú tilfinn- ing virðist hafa gripið svo að segja alla þjóðina, að engum banka sé þar lengur að treysta og fólkið hefir kepst við, hvert í kapp við annað, að draga peninga sina út af bönkun- um og afleiðingarnar hafa orðið þær, að hver bankinn eftir annan hefir orðið að loka dyrum sínum og hætta viðskiftum, um tíma að rninsta kosti. Sama er að segja um ýmsar aðrar fjármálastofnanir, sem ekki eru beinlínis bankar, en sem hafa meira og minna af almennings fé undir höndum. Eitt allra fyrsta verkið, sem Roosevelt forseti gerði, eftir að hann tók við völdum, var að skipa svo fyrir, að allir bankar skyjdu lokaðir þangað til á fimtu- daginn í þessari vikú. Má því svo heita, að þar sé um ekkert annað að ræða þessa dagana, heldur en al- gerða kyrstöðu, Jbvað öll viðskifti snertir. Nú sem stendur er víst mjög erfitt að gera sér nokkra ábyggilega grein fyrir því, hvaða afleiðingar þetta muni hafa, eða hvernig úr þessu kann að ráðast. Hið nýkjörna þjóðþing er kallað saman á fimtu- daginn í þessari viku. Hver úrræði stjórnar og þings kunna að verða, er enn með öllu ókunnugt. Senator Walsh Senator Thomas J. Walsh frá Montana andaðist hinn 2. þ. m. i járnbrautarlest í grend við Wíilson, N. C. Hann kom frá Havana, Cuba, þar sem hann hafði gift sig fyrir fáeinum dögum, og var á leið til Washington til að taka við því em- bætti, að verða dómsmálaráðherra, í ráðuneyti Roosevelt forseta. Hann varð bráðkvaddur, dó hann að- eins fáeinum mínutum eftir að hann kendi nokkurs lasleika. Senator Walsh var orðinn gamall maður, fæddur T2. júní 1859, en sjálfsagt hefir hann verið hraustur og heilsugóður alt til hins síðasta, íyrst hann var um það bil að taka að sér þetta erfiða og umfangsmikla ráðherraembætti. Hveiti hækkar í verði Hveiti hefir hækkað dálítið í verði siðustu dagana. Á mánudaginn hækkaði það um 2 lents mæíirinn og var þá hveitiverðið á Winnipeg markaðinum 53% cents. Er það hærra verð heldur en verið hefir i marga undanfarna mánuði. William Bcnidickson Þessi ungi og efnilegi- maður er Islendingur i aðra ættina. Faðir hans er Kristján Benediktsson kaupmaður; var áður í Glenboro, Man., en er nú í Winnipeg. William Benidickson er útskrifaður af há- skóla Manitobafvlkis og er nú í fyrsta ári í lagaskólanum. Er hann námsmaður ágætur og hefir sín skólaár tekið mjög mikinn þátt i fé- lagslífi háskólastúdenta og verið forseti sumra deilda í félagsskap þeirra og tekið mikinn þátt í kapp- ræðum þeirra og söng. Nú hefir hann verið kosinn forseti aðal félags háskólastúdenta í Manitoba, U.M. S.U., og sýnir það býsna ljóslega hvaða traust og álits þessi ungi landi vor nýtur meðal háskólafólks- ins í þessu fylki. Kosningar á Þýskalandi Á Þýskalandi hafa farið fram fleiri almennar þingkosningar á skömmum tíma, heldur en dæmi munu vera til í öðrum löndum. Hafa þær hvað eftir annað endað þann- ig, að enginn stjórnmálaflokkur hefir haft nægilegan meirihluta á þinginu, en samvinna milli flokk- anna virðist ómöguleg. Hefir því orðið að leysa þingið upp hvað eftir annað og efna til nýrra kosninga. Allar þingkosningar á Þýskalandi fara fram á sunnudögum og á sunnudaginn var, fóru þar fram al- mennar kosningar. Gengu kosning- arnar Hitler, sem nú er kanslari, mjög í vil og vann hann mörg þing- sæti fram yfir það sem hann hafði áður. Er Hitler því fastari í sessi nú, heldur en fyrir kosningarnar og ekki ólíklegt að hann haldi völdum fyrst um sinn að minsta kosti. Kommúnistar töpuðu miklu við þessar kosningar. Cermak dáinn Anton J. Cermak, borgarstjóri í Chicago andaðist að morgni hins 6. þ. m. í Miami, Florida. Hefir hann legið þar svo að segja milli heims og helju í 19 daga, eða síðan 15. febrúar. Hefir þess áður verið get- ið hér í blaðinu, að þann dag varð hann fyrir byssuskoti í Bay Front Park í Miami, sem maður að nafni Zangara skaut og var til þess ætlað að vinna á Roosevelt forseta. Strætisbrautafélagið í Winnipeg Það hefir rétt nýlega breytt þann- ig til, að það kemst af með 25 færri menn og hefir látið þá hætta vinnu. Flestir hafa þeir menn unnið hjá félaginu í 20 ár, eða þar yfiri Búist er við að félagið dragi enn saman seglin og láti enn fleiri menn hætta vinnu, nú bráðlega, kannske eina 70 til 80 menn. WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 9. MARZ 1933 Upprisa vorsins 1 dag skal hafin heilög niessugjörð og hringd til vöku svefnsins fósturjörð, og kyntir vitar nýrra árdagiselda. Nú helgast drotni -sérhvert ljóð og lag, því lífið heldur skírnarveizlu í dag og drekkur erfi undanhalds og kvelda. Til nýlífs fæðist sérhvert blóm og blað. Nú blæðir út frá vorsins hjartastað ein vaxtarelfur öllum máttarmeiri. Og moldin kniplar grænan gróðrarserk. Nú gerist lífsins æðsta kraftaverk — í frjófgan haga breytist blásin eyri. Við sólris opnast allra heima dýrð. I örmum ljóss er gróðrarmoldin skírð og laugin lielguð dropum daggartára. 1 bjarmans faðmi birtast undur ný. Við blámans útliaf isindrar leifturský sem spádómsbros frá vöggu vits og ára. 1 mannsins sál hver úthafsalda rís. Hvert æfintýr í þroskans Paradís skal íram um aldir geymt í ljóðsins línum. 1 tíbrá hillir skrúðgræn daladrög. Um dögun voni sett hin fyrstu lög. Nú lýtur alsælt lífið drotni sínum. Á fjöllin sígur móða mistur-blá. Sjálf moldin rímast inn í dagsins þrá. Hver sál á upptök efst við ljóssins brunna. Og lífið sjálfrátt fóstrar alt og eitt, hvern ellimann og barnið hjartaþreytt, er vakan ekki vildi svefnsins unna. Einar P. Jónsson. Makalaos frammistaða Hkr. Sennilega myndi maður mega langt leita, ef maður ætti að finna annan eins ráðaleysis vonzkulestur eins og þann sem mér er sendur í nýútkomnu blaði Heimskringlu. Og nú vill sú gamla ólm fá eitt- hvert níð um konginn og Mr. Ben- nett. Má svo heita að hún heimti það. Fer Kringla hjnum háðule'g- ustu orðum um það, að þessir hátt- settu menn voru látnir njóta sann- mælis. Það er í meira lagi kyn- leg þegnhollusta. Má mikið vera ef sú gamla á ekki eftir að steyp- ast á kúpuna á þeirri “hálku,” áð- ur en lýkur.— Margoft hefir Kringla gefið í skyn, að mannorð mitt myndi ekki vera upp á marga fiska. Eitthvað í þá átt er og þessi vonzkulestur þeirrar gömlu. Datt mér í hug í sambandi við það atvik eitt kynlegt er kom fyrir í Bandaríkjunum árið 1884. Forsetakosningar stóðu yfir. .Grover Cleveland var annar aðal umsækjandinn. Á móti honum var James G. Blaine, hinn mesti garpur, og töldu margir að hon- um væri sigurinn vís. En þegar fór að liða á kosnin^arbardagann varð óvissan meiri og.urðu sumir óvinir Clevelands hræddir um að hann myndi vinna kosninguna. Tóku þá einhverjir það ráð að láta það berast út, að Cleveland hefði aðhafst einhverja . svívirð- ing, er alveg gerði út af við hann, ef upp væri Ijóstað. Honum væri betra að háfa sig hægann. Það myndi vera hollast fyrir hann að láta ekki of mikið á sér bera. Fóru þá fréttaritarar blað- anna til Clevelands og spurðu hann hverju hann vildi svara þess- um óhróðurs-dylgjum. Svar Clevelands var stutt og laggott: “Tell the truth!” Það var alt og sumt sem óvinir hans fengu; en það var líka nóg.— “Tell the truth!” þ.e.: Segið sannleikann, eða segið hið sanna. Það varð ofraun þeim er sóttu að Cleveland. Lygai'arnir og mann- orðs-þjófarnir þögnuðu, og bar ekki mikið á þeim úr því. Nú vil eg bjóða Kringlu þessi sömu góðu boð: “Tell the truth!” Segi hún hið sanna. Segi hún sannleikann. Og geti sú gamla náð í mannorð mitt, með því að segja satt, og án þess að nota sér gamlar lygar eða nýjar, þá tel eg hana vel að því komna.— í öll þau ár sem eg hefi verið prestur í Nýja íslandi hefir verið dálítill hópur af vildarvinum Kringlu, sem hafa gert mér þann greiða, að hlynna að mér á bak. Hvort að þeir trúðu sjálfir því sem þeir voru að segja, eða ekki, það get eg ekki fullyrt. Ef til vill getur Kringla fengið þarna ræki- legan stuðning, eða samvinnu, þegar hún fer á stað með þetta þarflega og geðfelda verk.— Ekkert skil eg í því tiltæki Hkr. að vera að hafa í hótunum við menn. Mér vitanlega hræðist eng- inn maður hótanir hennar. Menn geta haft skömm á blaðinu fyrir óþokkann sem í því er. Þótt meira en nóg um þann óþef sem af því leggur. En að nokkur maður sé hræddur við Hkr., það kemur ekki til mála. Svo einföld má Kringla sjálf ekki vera.— Gimli, Man., 6. marz, 1933. Jóhann Bjarnason. Jarðskjálftar í Japan Jarðskjálftar, flóðöldur og eldar gerðu í Sföustu viku afar mikið tjón í Japan, eftir þvi sem frétt frá Tokio segir, hinn 3. þ. m. Segir fréttin að þar hafi farist að minsta kosti fimtán hundruð manns og eignatjón hafi ofðið afar mikið. Dánarfregn Á laugardaginn var, andaðist merkisbóndinn Jón Sigurðsson að Lundar, Man., nálega áttræður að aldri. Hann var ættaður úr Norður- Múlasýslu. Þessa merka manns er ekki kostur að geta frekar í þetta sinn, því fréttin barst Lögbergi ekki fyr en blaðið var tilbúið til prent- unar. NÚMER 10 ^ KIRKJAN I. —Á sunnudaginn kemur, 12. marz, verður hádegis- messan í Fyrstu lútersku kirkju helguð Sunnudags-skólanum. Hefst hún kl. 11 f.h. Verða við guðsþjónustuna nemendum í sunnudagsskólanum afhend verðlauna-skírteini eftir þvi, er þeir hafa til unnið samkvæmt reglugerð skólans. Ung- mennaflokkar legigja til góðan söng og margbreytilegan. Öllu safnaðarfólki og þeim, er börn eiga í sunnudags-skól- anum, er boðið á samkomu þessa. II. —Við kvöld-guðsþjónustuna verður prédikunin fram- hald efnis þess, er um var rætt á sunnudagskvöldið var og virðist hafa vakið athygli og umtal: freistingarsagan. Verður þetta hinn annar þáttur sögunnar: “Á þakbrún musterisins.” Heimfærslan í nútíðar myndum. III.—Stutta guðræknis-stund hefir söfnuðurinn hvert miðvikuda!gs-kvöld nú á föstunni, kl. 8—8.45. Eru þær stundir hugljúfar þeim, er þær sækja, og ættu sem allra flestir að hagnýta sér þær. Til athugunar Þegar við Igömlu mennirnir fá- um íslenzku blöðin, þá hyggjum við oft fyrst að fréttum frá Is- landi, því þangað reikar hugur- inn ætíð. Þar næst lítum við eftir fréttagyeinum úr bygðum fs- lendinga hér í landi. Þær hefðum við kosið fleiri. Einu fréttirnar eru oft dánarfregnir og eftirmæli. Þau eru okkur kærkomin, þótt vér söknum þar oft merkra manna og góðra drengja. Möilg af þessum eftirmælum eru ágætlega skrifuð, og lýsa vel manngildi þeirra manna er um er rætt—þótt sumt kunni að vera séð í stækkunar- gleri, eins og gengur. En það er einn g*lli á mörgum af þessum eftirmælUm, sem eg hef tekið eftir. Þess er oft ekki 'get- ið, hvaðan af íslandi maðurinn sé ættaður og stundum ekki getið föðurnafns hans eða móður. Þess er aðeins minst að hann hafi ver- ið úr þessum landsfjórðungi, og stundum ekki á það minst. Þetta verða okkur vonbrigði eldri mönn- unum. Maðurinn getur verið fornvinur okkar, eða nákominn ættingi, þótt við könnumst ekki við nafnið, sem oft er allavega breytt á hérlendan hátt, svo það er óþekkjanlegt. Ættingjar manns- ins heima á gamla landinu eru engu nær, þótt þeir sjái þessi eftirmæli. Þeir kannast ekki við nafnið tómt. Þetta þyrftu þeir að athuga, sem skrifa eftirmæli. E!g ætlast ekki til að þeim fylgi langar ætt- artölur, þótt þær gætu verið fróð- legar fyrir þá sem slíkt kunna að meta. En í flestum tilfellum, ættu þeir ,sem eftirmæli rita, að geta fengið upplýsingar um nöfn for- eldra þess látna, o!g hvaðan hann hafi verið af Islandi.—Eða til hvers eru minningarorð rituð um látna menn eða lifandi, ef þau eiga ekki að fræða vini og ætt- ingja um manninn.—Aðrir munu láta sig slíkt litlu skifta. Þetta á en!gu síður við þegar minst er lifandi manna. Þess sá maður dæmi í Lögbergi þann 23. f.m. Þar er getið um landa okkar, Jack Snydal, og fylgir mynd af honum. Hans er minst á þann hátt að hann hafi sjálfur brotið sér braut til frægðar og frama, 0g efast eg ekki um að hér sé rétt frá skýrt. En þess er als ekki getið hvers son hann sé, því síður hvaðan af landinu. Þess er aðeins getið að hann sé fædd- ur við Winnipeg Beach, og er því ólíkle!gt að höf. hafi ekkert vitað um foreldra hans—Maður freyst- ast til að hugsa að höf. þyki ekki vert að geta þeirra. Það er ætíð mjöjt skemtilegt að frétta um landa, sem hefir aflað sér trausts 0g frama, af eigin verðleikum; en þó er það mest metið af þeim sem þekkja ætt hans og uppruna, 0g eru foreldrum hans máske nákomnir að frændsemi. Þetta ættu þeir að athuga sem skrifa minningarorð um látna menn eða lifandi. Guðm. Jónsson (frá Húsey) Sérvitur kona Fyrir Englandsströnd, skamt frá Bournemouth, er lítil ey, sem nefn- ist Brownsea Island. Á þessari ey lá Baden-Powell einu sinni i tjaldi og þar hugkvæmdist honum að stofna skátahreyfinguna. Á eyju þessari er gömul höll og kirkja og fáein íbúðarhús, en þang- að eru engar samgöngur. Fyrir fjórum árum keypti eyna kona nokkur, Mr»i Bonham-Christie og fluttist þangaö. Hún er talin forrík og er nú 66 ára að aldri og hinn mesti sérvitringur. Maður, sem nýlega kom til eyjarinnar, segir svo frá lifnaðarháttum þar: —Þarna búa 8 menn alls, en á eynni er mesti f jöldi alls konar dýra. Þar er svo mikil helgi á, að engri skepnu má granda, ekki einu sinni rottum eða músum, og allur jarðar- gróður er friðhelgur fyrir mönnum, en eyjan er mjög frjósöm. Eigandinn Mrs. Bonham-Christie býr ekki í höllinni heldur hefir hún látið reisa smáhýsi rétt þar hjá. Höllinni er þó prýðilega haldið við og þar eru dýrindis húsgögn í hverj- um sal og stofu. Á lrVerjum sunnu- degi fer gamla konan alein til kirkj- unnar, biðst þar fyrir og leikur nokkur sálmalög á orgelið. Um leið og hún fer læsir hún kirkjunni og stingur lyklinum i vasa sinn. Ann- ars hefir hún þann sið að sofa á daginn en vera á ferli um nætur. Gengur hún þá fram og aftur um eyna með skriðljós í hendi og tvo hunda til fylgdar. Ekki talar hún eitt einasta orö við þjónustufólk sitt, nema dóttur ráðsmannsins, sem er þerna hennar. Henni gefur hún allar fyrirskipanir sínar og stúlkan verður að fara með þær sem skila- boð til starfsfólksins. —Lesb. Dánarfregn Leonard Dalman andaðist í Chi- cago 23. febrúar síðastl. Hann var fæddur 19. maí 1901, sonur hjón- anna Jóns og Sigríðar Dalman, að 515 Home Str. hér í borginni. Hann eftirlætur ekkju er Edith Lentz heitir. Einnig lifa hann sex syst- kini, fjórir bræður og tvær systur. Líkið var flutt til Winnipeg og jarðsett í Brookside grafreitnum. Dr. Björn B. Jónsson jarðsöng. Leonard Dalman var maður vel gef- inn og vinsæll, eins og hann átti ætt til. / I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.