Lögberg - 30.03.1933, Blaðsíða 1
46. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 30. MARZ 1933
NÚMER 13
Meiri skuldir—hærri
skattar
Þess var getið með örfáum orðum
í síðasta blaði, að f jármálaráðherra
Canada, Hon. E. N. Rhodes, hefði
lagt sitt f járlagafrumvarp fyrir
sambandsþingið.
Þar er margan fróðleik að finna,
en skemtilegur er sá fróðleikur ekki
fyrir nokkurn þann. sem ber velferð
þessa lands fyrir brjósti.
Á þessu síðasta fjárhagsári hef-
ir þjóðskuldin vaxið um $156,122,-
000, og er nu $2,599.089,000. Hún
var 1930 $2,177,959, en hefir hæst
verið áður $2,543,000.
Til einhverra úrræða verður
stjórnin að taka til að reyna að
jafna þennan óskaplega tekjuhalla,
eða að minsta kosti eitthvað í þá
áttina. Hún gerir ráð fyrir, að
draga úr útgjöldum þeim, sem hún
getur ráðið yfir, sem svarar 14,000,-
000 og hækka' skatanna svo að þeir
auki stjórnartekjurnar um $70,000,-
000 á ári.
Það er sérstaklega tekjuskattur-
inn, sem er hækkaður, 1 per cent.,
og hin skattfría upphæð er færð
ni-ður úr $2,400 ofan í $2,000, og
$1,200 ofan í $1,000. Fyrir hvert
barn, sem menn höfðu fram að
færa, voru $500 skattfríir framyfir
það, sem að ofan er getið. Nú er
sú upphæð færð niður i $400. Þá er
og tollur enn hækkaður á ýmsum
vörum, þar á meðal sykri, 2 cents á
pundið, og nemur sú verðhækkun á
svkri, sem þar að leiðir sem næst 40
percent, eftir því verði, -Sem verið
hefir á sykri að undanförnu. Hefir
sykurverðið nú þegar hækkað seni
því svarar. Er það all-tilfinnanleg
verðhækkun á þeirri nauðsynjavöru
og kemur hart niður á fátæka fólk-
inu. *
Skipaður dómari
Col F. G. Taylor, K.C., hefir ver-
ið skipaður dómari í yfirrétti Mani-
tobafylkis, Court of King’s Bench.
Tekur hann við embætti því, sem
Galt dómari hefir lengi þjónað, en
nú sagt af sér, áttræður að aldri.
Mr. Taylor er alþektur maður i
Manitoba og hefir verið fylkisþing-
maður siðan 1920. \,Tar þá fyrst
kosinn í Portage la Prairie og end-
urkosinn þar 1922, 1927 og 1932.
Eeiðtogi ihaldsflokksins i Manitoba
hefir hann verið síðan 1922.
Segir Mr. Taylor nú að sjálf-
sögðu af sér þingmensku og leið-
togastöðunni, og liggur því fyrir að
kjósa annan þingmann í hans staö í
Portage la Pairie, áður en langt líð-
ur og annan leiðtojga þarf íhalds-
flokkurinn í Manitoba að velja sér,
hver sem hann kann að verða.
Mikill tekjuhalli
Stjórn nágrannafylkisins að aust-
an, Qntario, hefir svipaða sögu að
segja, eins og aðrar stjórnir um
þessar mundir. Þar hefir tekjuhall-
inn á síðasta íjárhagsári orðið
$2,060,798. Kemur þetta sérstak-
lega til af því, að tekjurnar hafa í
flestum greinum orðið minni en við
var búist, en útgjöldin meiri vegna
atvinnuleysis og vegna peningageng-
is, en Ontario-fylki þarf að borga
mikið fé til Bandaríkjanna.
Stubbs-málið
Ford dómari hefir fyrir hér utn
bil tveimur vikum, sent til Ottawa
öll réttarskjölin í því máli, eitthvað
sex hundruð blaðsiður, ásamt sínum
eigin skýrslum og umsögnum um
málið. Enginn veit hvað Ford dóm-
ari hefir haft um málið að segja í
skýrslu sinni. Það sem blöðin hér
hafa haft um væntanleg úrslit máls-
ins að segja, eru bara tilgátur. Mr.
Guthrie, dómsmálaráðherra er nú að
kynna sér málið, áður en hann legg-
ur það fyrir ráðuneytið til fullnað-
ar úrskurðar.
Miss Eleanor Henrickson
ViS hljómfræðaskólann, Toronto
Conservatory of Music, hefir Miss
Henrickson nú lokið fullnaðarprófi
til að hljóta A.T.C.M. skýrteini.
Áður hefir hún með heiðri
lokið öðrum prófum í píanóspili.
Kennarar hennar hafa verið, hvor í
sinu lagi, G. Ovven Davies og B.
Violet Isfeld.
Men’s Club
Það félag heldur sína næstu sam-
komu á sama stað eins og vanalega,
á þriðjudagskveldið í næstu viku,
hinn 4. april, kl. 8.15. Verður það
síðasta samkotna karla-klúbbsins,
þangað til næsta haust. \ erða þar
kosnir embættismenn klúbbsins fyr-
ir næsta ár og ýms mál hans rædd
’og ráðin. Forseti klúkksins, Dr.
Thorlakson, flytur þar sitt forseta
ávarp. Fyrsta erindið, sem flutt var
í klúbbnum í haust, var flutt af Dr.
I’randson og nefndi hann erindi
sitt: “Looking Forward.” Dr. Thor-
lakson nefnir sitt erindi “Still Look-
ing Forward,” og mun það verða
um svipað efni, framtíöarstarf og
horfur kirkju vorrar. X’erður
mönnum gefinn kostur á að segja
nokkur orð um það efni að erindinu
loknu. Káf fiveitingar verða fram-
bornar. Inngangur ekki seldur, en
samskot tekin til að borga kostnað-
inn við samkomuhaldið.
íslendingadagurinn
íslendingadagsnefndin hefir hald-
jð sinn fyrsta fund. Embættismenn
nefndarinnar, þeir, sem voru í fyrra,
voru allir endurkosnir, Dr. A. Blön-
dal, forseti; Gísli Magnússon, skrif-
ari og Th. Hansson, féhirðir. Marg-
ar aukanefndir vóru og kosnar og
munu vera sönm mennirnir í flest-
um þeirra, eða öllum, eins og síðast-
liðið ár.
Ákveðið var að halda Islendinga-
daginn í sumar í Gimli Park, Gimli,
mánudaginn hinn 7. ágúst í sumar,
sem er frídagur í Winnipeg. Þótti
ekki tiltækilegt að halda daginn 2.
ágúst, sem er miðvikudagur, vegna
þess að vinnandi fólk í Winnipeg,
mundi eiga erfitt með að fara burtu
úr bænum þann dag.
Bréf hafði nefndinni borist frá
skrifara þeirrar nefndar, sem yfir
lystigarðinu á Gimli ræður, þar sem
nefndinni er boðinn garðurinn til
afnota fyrir íslendingadagshald í
sumar, með sömu kjörum og í fyrra.
Var því boði tekið.
Skemtiskrá verður gefin út með
síftna hætti og undanfarin ár, og J.
P. Sólmundsson kosinn til að safna
auglýsingum fyrir hana.
STEFAN FRA HVITADAL
latinn
Rvik, 8. marz.
Sú fregn barst hingað i gær, að
Stefán skáld frá Hvítadal hefði Iát-
ist þá um morguninn að heimili sínu
Bessatungu i Saurbæ í Dölum.
Stefán átti alla æfi við ólæknandi
og örðugan sjúkdóm að berjast, og
hafði nú leirið rúmfastur mestan
hluta vetrar. — Mbl.
Hlutafé blaðanna þrotið,
hœtta fyrir dyrum
Yfirlysing og’ áskonin til áskrifenda og- annaxa Lsleiidinga
I síðustu viku var skýrt frá liversu komið væri með
hag íslenzku blaðanna og hvað gera þyrfti þeim til vernd-
ar og viðreisnar. Skal nú enn vikið að þessu nokkrum
orðum jafnframt þvT sem útgefendurnir levfa sér að skora
hér með á Islendinga yfirleitt að láta mál þetta til sín
taka, og draga ekki um of framkvaamdir í því þangað til
alt er orðið um seinan. Eins og allir vita er of seint að
iðrast eftir dauðann. E/ngum • fyrirtækjum er það til
bjargar þó eftir þeim sé séð, þegar þau eru undir lok lið-
in, eða þá fvrst um það sakast, að þau skyldu þurfa að
hætta. Heilir þurfa ekki læknis með og hinir dauðu ekki
heldur, því þeir hafa þeirra engin not.
Óþarfi er að segja sögu blaðanna þó fráleitt sé hún
öllum kunn. En fyrst um .framtíð þeirra er að ræða, mætti
benda á einstök atriði, sem vel fer á að fólk hefði hugföst
þegar það úrskurðar hver hún skuli vera.
Það er þá fyrst að blöðin eru elzta fyrirtæki Islend-
inga hér í álfu. Þau eru stofnuð fvrir nær því hálfti öld
síðan, á þeim árum meðan alt var í frumbýlingsskap og
óvissu um framtíðina. Þá munu hafa verið komnir hing-
að milli 8 til 9 þúsundir íslendinga, rúmur fimti hluti við
tölu þeirra nú. Meiri liluti fóks þessa var svo að segja
nýkominn til landsins, alls ekki farinn að búa um sig eða
koma sér fyrir. óyndi og eirðarleysi sótti að mörgum,
er sezt höfðu að í nýlendunum, er þá voni stofnaðar, svo
einn eftir annan tóku þeir sig upp í flutninga og ferðalög,
í leit eftir betri og hagsælli bústöðum, en þeim fanst þeir
hefðu fundið. Efnahagurinn var rýr, atvinnan engin. Ár
þessi voru sannnefnd erfiðleika ár.
A þessum árum voni blöðin stofnuð og í gegnum
]>essi ár hafa þau lifað. Þau voru mönimm nauðsynlegur
styrkur í lífsbaráttunni. Fyrir aðstoð þeirra spratt upp í
liinum dreifðu hvgðarlögum margbrevtt félagslíf og sam-
tök. Ef nytsemi þeirra hefði aðeins náð til'þessara ára
væri um ekkert að sakast, en svo er ekki. Þau eru mönn-
um enn hin sama nauðsvn og þau voru þá. Eigi þau fyrir
hendi að hverLi, hverfar með þeim þetta félagslíf. Menn
verða “staddir á auðunni aftur, alt landnámið skjalda-
skörð. ’ ’
Hlutafé blaðafyrirtækjanna var upphaflega lágt, og
gekk í fyrstu fyrir véla og áhaldakaup. En er tímar liðu
fram varð að hækka það og bæta láni ofan á lán. Árið
1913 er það fært upp í $15,000 á hvert blaðið um sig. Var
fé þetta lagt fram af einstökum mönnum er hluti tóku í
útgáfufélögunum. Var álitið að fé þetta myndi nægja til
þess að prentsmiðjurnar kæmust úr skuldum. En á aðra
leið hefir farið. Ár frá ári hefir orðið cið leggja hlöðunum
til sökum vanskila, unz fé þessu er nú Öllu egtt og það
komið út til áskrifenda. Blöðin liafa ekki borið sig. Þó
margir hafi sýnt greið skil, eru hinir þó fleiri, sem ]>að
hafa ekki gert. TekjuJiallinn l\efir safnast fyrir, unz
skuldir á prentsmiðjunum nema nú meira en sarnanlögðu
verði vélanna og álialdanna. Einu fvrirtækin, sem ekki
voru stofnuð í gróðaskyni, heldur til almenns velfarnað-
ar, eru þá þannig komin, að þau eru rétt um það að bíða
strand á skeri almenns hirðuleysis og vanskila.
Hvað lízt mönnum á að sigla þeim í strand f Útgef-
endur eru löngu uppgefnir, þeir hafa ekki meira fé fram
að leggja.
íslenzku blöðin lifa hvorki á eftirtölum né eftirsjá.
Þau risa ekki úr rústurn þó þeirra verði saknað, þegar
þau eru ekki lengur til. Þau lifa á skilvísi, vinsernd og
drenglund viðskiftarnannanna eins og öll önnurr fyrirtœki
í la/ndinu. Islenzkar blaðaskuldir eru drengskapar skuld-
ir.
Hvað er til ráða? Þetta sem þegar hefir verið bent
á: að hver og einn geri það sem Jiann getur, og allir geta
eitthvað. Árferðið er erfitt, en svo hefir það löngum ver-
ið, að erfiðu árin hafa orðið að bæta upp fvrir hin betri
sem ávalt hafa skilið menn eftir skuldugri en áður, og fer
svo enn. Meiri hluti hinna útistandandi skulda er frá
liinum betri árum.
Mál þetta snertir alla Islendinga. Hver einstakling-
ur, hver einasti félagsskapur verður að láta það til sín
taka. Það er vissulega nógu þýðingarmikið til þess, að
kvatt væri nú til fundar í hverri 'bygð, til þess að ræða
það. Ef til þess kæmi, mvndu útgefendur fúsir til þess
að veita þær upplýsingar sem nauðsynlegar þættu, ef þess
væri alment óskað. Mikið myndi ]iað bæta iir brýnustu
þörfunum, ef hver og einn, sem skuldar blöðunum eitt-
hvað vildu senda þeim nú strax sem svarar eins árs á-
skriftargjaldi. Efn þetta má ekki dragast. Verið samtaka
um að gera það. Verið einhuga og ákveðnir með að halda
blöðungm við. Látið það aldrei spvrjast að þið skuldið
þau ofan í gröfina!
THE VIKING PRESS, LTD.,
Dr. M. B. Halldórsson, Forseti.
Rögnvaldur Pétursson, Skrifari.
THE COLUMBIA PRESS, LTD.,
H. A. Bergman, Forseti.
F. Stephenson, Skrifari.
Manitoba-þingið
Það er ekki mikið að segja af
gerðum þingsins vikuna, sem leið.
ÞaS ,er víst alveg óhætt að segja, að
þar hafi engin stórvirki unnin verið
þá vikuna. Samkomulag milli flokk-
anna virðist vera heldur gott, nema
hvað snertir verkamannaþingmenn-
ina. Þeir eru langoftast mótfallnir
því, sem stjórnin vill vera láta og
tala mikið. Þá brá dálítið út af
góðu samkomulagi einn daginn. Til-
laga kom fram um það, að skora á
sambandsstjórnina að leyfa inn-
flutning á kartöflum frá N. Dakota
til útsæðis í Manitoba, án þess að
innflutningstollur væri af þeim
borgaður. Sá tollur er 8oc á hundr-
að pundin. Kartöílur kosta nú 80
cents mælirinn, en í N. Dak. er hægt
að fá þær fyrir 18 cents mælirinn.
Var því haldið fram, að marga
bændur hér skorti kartöflur til út-
sæðis og hefðu ekki peninga til að
kaupa þær fyrir hátt verð. Væri
því, sanngjarnt af sambandsstjórn-
inni að veita þessa toll-undanþágu.
Þessari tillögu voru íhaldsmenn
stranglega mótfallnir og verkamenn
sömuleiðis. Jöguðust þingmennirn-
ir um þetta klukkutímum saman.
Loks var tillaga samþykt með 31.
atkv. Allir íhaldsmenn og verka-
menn greiddu atkvæði móti tillög-
unni og einn óháður þingmaður,
Clifford Barclay.
Á mánudagskveldið í þessari viku
lagði fjármálaráðherrann, Hon. E.
A. McPherson, K.C., fjárlagafrum-
varpið fyrir þingið og fylgdi því úr
hlaði með langri ræðu. Er það
býsna álitlegt, útaf fyrir sig, að ef
þar gengur alt eins og ætlað er, þá
er tveggja miljón dollara tekjuhalla,
sem búist var við, snúið í níu þús-
und dollara tekjuafgang. Er þetta
gert aðallega með því, að leggja
skatt, 1 per cent., á flest alt sem
fólkið kaupir, og sama skatt
á allar tekjur manna, jafnvel
hvað litlar, sem þær eru. Þá er einn-
ig gert ráð fyrir að skera útgjöldin
enn niður æði mikið.
Frekari frásögn um þetta, verður
að bíða næsta blaðs.
Kaupgjald í sveitunum
Méðal kaup vinnumanna við
sveitavinnu í Canada yfir sumar-
mánuðina, var $19 á mánuði. Sum-
arið 1931 var það $25 og 1930 var
það $34. Vinnukonukaup var 1932
$11 um mánuðinn, en $15 árið 1931.
Mánaðarfæði vinnumanns er talið
$15, 1932, en árið áður $18 og árið
þar áður $22. Mánaðarfæði vinnu-
konu var talið $12 virði í fyrra, en
$18 árið áður.
Fuglarækt
Allar tekjur af fuglarækt í sveit-
um Canada eru taldar að hafa verið
$34,738,ooo virði árið sem leið, en
árið áður $43,138,000.
---------(---
Ljóðlínur til O. T. Johnson
(Kveðnar t prófönnum og
norðanhríð)
Sál er daga-þjarki þreytt,
þessi bragar raunin;
hörpu af snaga gríp þó greitt,
geld þér braga-launin.
Vel sé þeim er feðrum frá
fagran seiminn geyma,
láta hcim um himinn blá.
hugann dreyminn sveima.
Sagnahauðri enn er á
enginn dauði’ i kvæðum,
gnægð af auð, sem göfgar þrá,—
gulli rauðu’ í fræðum.
Þeirra eldur áður þjóð
yl á kveldum færðu,
glöddu hrelda, hrestu blóð,
hungri selda nærðu.
Glóðir enn á arni þeim
yl og sólu veita;
þó að fenni hálfan heim,
hér er skjóls að leita.
Richard Beck.
Frá Islandi
Séra Skúli Skúlason, fyrrum
prestur í Odda og prófastur í
Rangárvallaprófastsdæmi, andað-
ist að heimili sínu hér í bænum
í nótt, eftir rúma mánaðar legu.
Æfiatriði þessa merkismanns
verður síðar getið hér í blaðinu'.—
Vísir, 28. febr.
Siglufirði 25. febr. FB.
Tíð afar umhleypingasöm frá
áramótum, en snjólétt. Hægviðri
allmikil og frost síðustu dagana.
Ekkert róið frá miðjum desember
fyrr en nú nýlega. Hafa nokkrir
bátar róið og fengið reytings-afla
á grunnmiðum. Nokkurir Hrís-
eyjar og Ólafsfjarðarbátar eru
komnir hingað, o!g verður haldið
út héðan., Fleiri eru væntanlegir
bráðlega.—í dag var afli sæmileg-
ur, alt upp í 9000 pund, mest í
gær 5000 pund. Mest þorskur all-
vænn.
Tunnuverksmiðja, sem Þorkell
Clementz stendur fyrir, er tekin
til starfa hér, en efnisskortur er
nokkur.
íbúatala kaupstaðarumdæmisins
í ársbyrjun var 2180 manns.
—Vísir.
Vestmanaeyjum 25. febr.
Nokkra undanfarna daga hafa
verið hér fyrirtaksgóðar gæftir og
má heita svo að allir bátar hafi ver-
ið á sjó og fengið uppgripsafla dag
eftir dag. Fiskur er allsstaðar, þar
sem reynt er. Stærri bátarnir fara
aðallega til veiða vestur fyrir Eyj-
ar, en í morgun reru nokkrir trillu-
bátar hér stutt austur fyrir Eyjarn-
ar og fengu hlaðafla. Hefir verið
nóg vinna hér í landi aS undanförnu.
Grindavík 25. febr.
Hér hefir verið róið undanfarna
daga, en afli hefir verið heldur litill
þangað til í dag.—Voru allir bátar á
sjó og komu með 6—10 skpd. afla.
Vona menn að fiskurinn fari nú að
glæðast. Sótt er á djúpmið beint út
frá landi og er fiskurinn dýpra núna
heldur en hann hefir verið undan-
farna vetut. Það, sem veiðist er
aðallega vænn þorskur, en nokkuð
af ýsu, og er hún seld til Reykja-
víkur. Héðan ganga í vetur 35 vél-
bátar, 4—6 smál.—Heilsufar er hér
óvenjulega gott.—Hefir ekki borið
á neinum kvillum, en venjulega hafa
þeir borist hingað fleiri og færri á
hverju ári með aðkomufólki, sem
hér er um vertiðina.
Akranesi í febr.
Undirbúningur er nú hafinn fyrir
nokkru að hafnargerðihni hér. Hafa
margir fundir verið haldnir um mál-
ið, en nú stendur á svari frá bönk-
unum um lán til þessa mannvirkis.
Vona menn þó, að bankarnir reynist
vel og er þá ætlunin að byrja á haf n-
argerðinni í vor.
Reykjavík 28. febr.
Á 75 ára afmælisdegi Björns
Kristjánssonar fyrverandi alþm. er
var á sunnudaginn var, fékk þessi
þjóðkunni heiðursmaður fjölda
heillaóskaskeyta, m. a. frá þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins, frá
Verslunarráðinu, frá Félagi ísl. stór-
kaupmanna, auk ótal margra ann-
ara. Mbl.
Reykjavík, 25. febr.
Mokafli hefir verið undanfarna
daga hér í Faxaflóa. Togarinn Max
Pemberton kom í morgun með mik-
inn afja eftir 5—6 daga útivist.
Togarar sem óðast að búa sig á
veiðar.
Á Vestfjörðum er sagður góður
afli. Hafísinn, sem þar var um dag-
inn er nú horfinn aftur.
Eitthvað verður liúsþurkað af
fiski nú jafnóðum og hann kemur
á land, þar eð allur fvrra árs fiskur
er seldur. —Mbl.