Lögberg - 29.06.1933, Blaðsíða 1
46. ARGANGUR jj WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 29. JÚNÍ 1933 | NÚMER 26
KIRKJAN
Enska lúterska kirkjan á Maryland St. og Fyrsta lút-
erska kirkja hafa sameiginlegar guðsþjónustur allan
júlímánuS, sem fara fram kl. n á hverjum sunnu-
dagsmorgni í Fyrstu lútersku kirkju. Fara þær fram
á ensku og Rev. Theodore S. Rees prédikar. Ræ'Öu-
efnið næsta sunnudagsmorgun ver'ður: “Prodigal
Sons.” I júlímánuÖi verða engar islenzkar messur í
Fyrstu lútersku kirkju.
Margrét og Onítarar
MaSur, sem ekki læsi annaS en
þaS sem kemur frá penna Margrét-
ar J. Benedictson um mikilleik Úní-
tara, mundi álykta aS þeir einir
hefSu einkaleyfi á allri frjálsri
hugsun, á allri mentun og menning,
allri viöleitni til vísindalegra rann-
sókna, öllu bróSurþeli og kærleik
meSal manna, og yfir höfuS alla þá
kosti, sem menn meiga prýÖa, og þá
endilega, aS þeir Únítarar skipi
fremsta bekk í fyrstu röS í öllum
andlegum framförum í Bandaríkj-
unum, og meS þessu móti virÖist
hún vera aS reyna aS gróSursetja
þann skilning meSal vor—alrnúga-
manna, aS hin eina leiÖ til þess aS
vér getum talist inenn ineS mönn-
um sé endilega, aS fylgja þessum
miklu andans hetjum Únítara. Má
vera aS ineöal Úntara séu miklir
menn, og- tel eg víst aS svo kunni
aS vera, en sem heildarflokkur hef-
ir hann ekki fengiS viSurkenningu
hjá Bandaríkja þjóSinni, fólkiS hef-
ir ekki séS sér fært aS taka þá sér
fyrir leiÖtoga á trúmálasviSinu,
nema ef telja skal fáeina íslendinga,
og þó sárfáa. Líklega kemur þessi
skortur á skilning um mikilleik
Únítara á meSal enskumælandi
manna, aS þeir eigi ekki nógu marga
snjalla leiStoga. Mundi eg þá mega
benda á að nauÖsynlegt er aS þess-
ar stóru andans hetjur svo sem eins
og M. J. B. vildu nú “skella sér á
skeiÖ” inn á hinn enska ritvöll og
láta til sín taka og skrifa af krafti í
ensk, leiSandi trúmálarit í Banda-
ríkjunum, því það er slæmt aS láta
ekki alla þessa þjóS verSa aSnjót-
andi alls þess vísdóms og þekking-
ar, sem streymir frá öSrum eins
stórsálum.
En nú langar mig til aS sýna á-
standiÖ, hvaS áhrærir höfSatölu
Únítara í Bandaríkjunum, nú á síS-
ustu áratugum, á þeim tíma, sem
hefir verið mikil framför í menning
og mentun, og mundi maSur, ef
dæma skildi eftir skrifum M. J. B.,
álíta aS hvaS mest fjölgun hefSi
orSiS hjá Únítörum á þessu fram-
fara tímabili, en sannleikurinn er
þetta, að áriS 1916 var tala Únítará
í Bandaríkjunum 82,515 en áriS
1926 var talan fallin ofan í 60,152;
þeim hafSi fækka'ð um 22,362 meir
en f jórSi hver maÖur hafSi sagt sig
úr félaginu eSa á annan hátt hætt
aS vera meSlimur 'þess, og miðaS
viS fólkstöluna t Bandaríkjunum,
telst mér svo til aS þar sé einn
Únítari af hverjum 2,000 manns, og
sé þaS boriS saman viS fólkstöluna á
íslandi, hlutfallslega, þá ættu að
vera þar 50 til 60 Únitarar á öllu
landinu.
Nú væri fróðlegt aS fá skýringu
á þessu. Hvernig stendur á því að
fjórSi hver maður hefir gengiS úr
Únítara félaginu á þessuni tíu árum,
sem nefnd eru hér að framan, ekki
getur þaS veriS af vanþekkingu, þvi
aldrei hefir mentun veriS á hærra
stigi en nú. Vill nú ekki M. J. B.
vera svo góð að leysa úr þessu
vandamáli með sinni vanalegu, skil-
merkilegu þekkingu á þessu rnáli.
MeS vinsemd og virSingu,
Andrew Danielson.
Blaine, Wash.
22. júní, 1933.
Alþingi rofið
Nýjar kosningar fara fram 16. júli
nœstkomandi
Samkvæmt upplýsingum frá
stjórnarráSinu hefir Alþingi veriS
rofiÖ og fara nýjar kosningar fram
sunnudaginn þ. 16. næsta mánaSar.
Vísir, 6. júní.
Samúðar yfirlýsing
út af fráfalli séra Jónasar A.
Sigurðssonar.
ViS sviplegt fráfall vinar vors og
bróSur, séra Jónasar A. SigurSsson-
ar hefir þungum harmi lostiS niS- ,
ur í* hóp Vestur-Islendinga. ViS
finnum aS það er ekki á okkar færi
að velja þau or'S, er gætu til fulln-
ustu lýst tilfinningum okkar eða
væru honum til þeirrar sæmdar,
sem minningu hans ber. Þegar viS
’hugsum um okkar látna vin og
bróSur, þá minnumst við orðanna,
er hann í saknaðarljóSi hrópaði á
eftir látnum vini og starfsbróður,
sálmaskáldinu séra Valdimar Briem :
“Þögn í sálum þúsundanna
þegar himnar fagna þér.”
Með þetta í huga leggjum við til
að þingheimur standi hljóður í eina
mínútu og beini buga til hins látna
ög þeirra, sem nú syrgja og horfa
á eftir. AS endaSri þögn verÖi svo
sungiÖ sálmversið Nr. 261—“Kom.
huggari, mig hugga þú.”
G. Guttormsson.
G. Thorteifsson,
Sigurður Ólafsson.
Var nefndartillaga þessi samþykt
i einu hljóSi af kirkjuþinginu á þann
hátt sem tillagan tiltekur.
Dr. Bildfell
Dr. Jón ASalsteinn Bildfell, son-
ur þeirra Mr. og Mrs. J. J. Bildfell
hér i borg, hefir nú nýlega lokið
fullnaðarprófi í læknisfræði viS
læknadeild háskóla Manitobafylkis.
Á föstudaginn í vikunni sem leiS,
lagði hann af staS til Ottawa, en
þaðan er ferSinni heitið til Baffin
Land og annara staða í NorSur-
Canada, sem er óbygt hvítum mönn-
um. Fer Dr. Bildfell þangað í um-
boSi landsstjórnarinnar til aS líta
eftir heilsufari Eskimóa er þar haf-
ast við. Hefir stjórnin þar spítala
og heilsuhæli. Býst Dr. Bildfell við
að verSa þar norSur frá tvö ár.
Hugheilar hamingjuóskir fjölda
vina, fylgja hinum unga og efni-
lega lækni þarna norðúr til óbygS-
anna.
Slysfarir
Á sunnudaginn druknaSi í As-
siniboine ánni, hjá Brandon, Man.,
Sigfús J. Sigfússon, sérfræSingur
í matjurtafræði vi'S fyrirmyndarbú
sambandsstjórnarinnar, rétt hjá
Brandon. Var hann ásamt fleiru
fólki að baða sig í ánni. Hélt hann
aS kona, sem þar var einnig að baða
sig, væri í lífsháska stödd óg ætlaði
að bjarga henni, en þaS varS til
þess að sjálfur misti hann lífiS, en
konan komst af. Hann var sonur
Jóns Sigfússonar, sem um langt
skeið var kaupmaður að Lundar,
Man. og bróðursonur Skúla Sig-
fússonar fylkisþingmanns. JarS-
arförin fór fram aS Lundar í gær.
Svanurinn
(Þýtt fyrir Sigurð Skagfield)
Kvakandi svanur, þú svifur,
svíf eg í anda með þér;
undrandi hug minn þú hrífur,
himnanna blámúra klýfur,
áfram sem örskot þú fer.
Kvakandi svanur, þú svífur.
Augun mæna eftir þér,
unz þú hverfur mér í bláinn;
æfintýra þögul þráin
þrótt og vængi skapa mér.
Undra strendur sál mín sér
sigurlands, er nema hét eg,
himnabrautir hugur fer,
honum til þín markið set eg—
til þín náð þó tæpast get eg.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Lindbergh til íslands
I næsta mánuði leggur flugmað-
urinn heimsfrægi, Charles Lind-
bergh, af stað til Grænlands og flýg-
ur þá væntanlega til íslands um leiS.
Fer hann þessa ferð til aS athuga
norSur flugleiðina milli Ameríku og
Evrópu, um Grænland og Island, aS
tilhlutan þess flugfélags- sem nú
heldur þeim einkaréttindum um
flugferSir um Island, sem GuS-
mundur Grimson dómari samdi um
við stjórn íslands og við stjórn Dan-
merkur hvaS Grænland snertir. Lít-
ur út fyrir að flugfélaginu sé full
alvara að byrja flugferSir milli
Ameríku og Evrópu áður en langt
líSur, fyrst það sendir Lindbergh
þarna norður til að áthuga leiÖir og
lendingarstaSi. Lítur út fyrir að
Island eigi nú von á frægum gesti
áSur en langt líSur, þar sem Lind-
bergh er og frú hans, sem verður
með honum á þessu ferðalagi, 'eins
og flestum öðrum flugferSum hans.
Frá Islandi
Nýlega er lokiS viSgerð á kirkj-
unni á Akranesi, og var hún líka
máluð aS innan. Gaf Haraldur
BöSvarsson málninguna að öllu
leyti, og var Ágúst Lárusson mál-
arameistari í Reykjavík fenginn til
aS framkvæma verkiS. TaliS er aÖ
málningin hafi kostað um 2,000
krónur. GerS var ný girðing um-
hverfis kirkjuna, steypt stétt aS
henni og ýmislegt fleira gert til þess
að prýSa í kring um hana, og þaS
alt kostað af kirkjunefnd kvenna,
sem hefir þaS. verksvdð aö prýSa
kirkjuna.
Fyrir nokkru byrjaÖi Steingrímur
Magnússon fisksali á því aS flytja
lifandi silung hingað til bæjarins
austan frá Þingvöllum og geyma
hann lifandi hér þangaS til hann
seldist. Er hér um alveg nýja og
þarflega viöleitni að ræSa. Silungur
skemmist ótrúlega fljótt, þegar hjnn
er dauður og þess vegna hefir jafn-
an veriS lítill markaSur hér í bæn-
um fyrir silung, því aS hann var
farinn að skemmast áður en hann
komsí til bæjarins. Silungurinn er
fluttur í bílum í vatnskössum hing-
að til bæjarins og er svo settur í
gríðarstóran kassa með rennajidi
vatni. Þar er hann alinn á hrogn-
um, möSkum o. fl. þangaS til hann
selst, og leggur því ekkert af við
geymsluna.
Ritaukaskrá Landsbókasafnsins
fyrir 1932 er komin út. Á þessu
ári hafa ’safninu borist 2,520 bindi,
þar af 872 bindi gefins. Stærstur
gefandi hefir veriÖ eins og oft áður
hr. Ejnar Munksgaard forlagsbók-
sali í Höfn. Þá má þess og geta, aS
sænskur mbður, sem ekki vill láta
nafns síns getið, hefir gefiS safn-
inu ýmsar fágætar bækur, þar á
meöal Guðbrandarbiblíu meS áritun
GuSbrands biskups og í glæsilegu
bandi með hinu upphaflega skrauti.
HandritasafniS hefir aukist um 35
bindi. Átti safnið við áramót 131,-
060 bindi og 8,291 handrit. Útlán
hafa numiS alls 10.698 bindum á
árinu og á lestrarsal voru lánuð
r9.495 bindi og 4,220 handrit. Á
sérlestrarstofu voru lánaSar 202
bækur og 92 handrit.
Póststjórnin auglýsir hér í bla'S-
inu í dag, aS bréfapóstur verði
sendur héðan til Ameríku með hóp-
flugi Itala, sem fyrirhugað er í
þessum mánuði. Bréfin mega ekki
vega yfir 5»grömm hvert og kostar
16 kr. undir hvert bréf.
Mbl. 7. júní.
Samfagnaðar yfirlýsing
út af 40 ára vígsluafmœli Dr. Bj'órns
B. Jónssonar
Nefndin, sem kosin var til aS
semja samfagnaðar yfirlýsing út af
fjörutíu ára vígsluafmæli séra
Björns B. Jónssonar, D.D., leyfir
sér að leggja þetta til:
1. KirkjuþingiS samfagnar séra
B. B. Jónssyni, D.D., út af fjörutíu
ára vígsluafmæli hans og minnist
meS þakklæti hins mikla starfs hans
í þjónustu kirkjufélagsins, sem
prests, forseta og ritstjóra “Samein-
ingarinnar” um margra ára skeið.
2. KirkjuþingiS lýsir ánægju
sinni út af því aS honum, ásamt frú
hans gafst tækifæri á þessu afmælis-
ári, að heimsækia ættjörðina, og
árnar þeim hjónum allrar blessunar
Drottins á ferðalaginu og heillar
heimkomu aftur.
3. Með því að oss er kunnugt um
heHsubilun séra Björns, er þaS ein-
læg bæn vor aS ferSin og hvíldin
megi veita honum þá heilsubót er
gefi aukna krafta, svo aS starf hans
i þjónustu safnaðarins og kirkjufé-
lagsins megi halda áfram að vera
guSs ríki til sem mestrar eflingar.
4. Þingiö felur skrifara sínum að
senda séra Birni og frú hans afskrift
af yfirlýsing þessari til íslands.
A. E. Johnson,
H. Sigmar,
N. S. Thorláksson.
Var nefndartillaga þessi sam-
þykt í einu hljóSi. Birtist hér enn-
fremur símskeyti er kirkjuþingið
sendi Dr. Jónsson.
Dr. Björn B,. Jónsson:
Icelandic Lutheran Synod in ses-
sion at Brú sends sincere congratu-
lations on fortieth anniversary of
your ordination.
Hærra verð á hveiti
Hveitiverðið hefir hækkað ört
síðustu dagana, og er nú komið upp i
80 cents mælirinn. Hefir hveitiverð-
ið aldrei verið eins hátt síðan í sept-
ember 1930. Hefir verÖið hækkaÖ
um 14 Cents nú á einni viku. ÞaS
er áætlað að til 'séu 200,000,000
mælar hveitis til í Canada. Hér er
þvi ekki um neinn smáræðis gróSa
,aS ræSa fyrir þá, sem hveitið eiga
og þeir eru fleiri en margur kann
að ætla. Gefur þetta óneitanlega
góðar vonir um, að nú séu betri
tímar fyrir höndum í Vestur-Can-
ada, heldur en verið hafa síðustu
árin.
Engisprettur
I hitunum og þurkunum, sem
gengiö hafa að undanförnu, hafa
engispretturnar látið mikið til sín
taka á stórsvæðum í suðurhluta
Manitoba-fylkis. Hafa þær nú þeg-
ar unnið mikiS tjón og eru aS því.
Hversu mikiS þaS kann að verða
er ekki enn hægt að segja. Hefir
mikið verið til þess gert að eyði-
leggja þennan ófögnuð, sem hefir
gert æðimikið tjón nú í tvö undan-
farin ár, en það hefir ekki nærri
tekist enn, sem komið er, og lítur
út fyrir að það sé jafnvel enn meira
af engisprettum! í suðurhluta Mani-
tobafylkis nú, heldur en veriS hefir
síSustu árin, og hafa þær þó þótt
fullslæmar.
Nýjasta liraðlestin
Hinn 15. maí byrjuðu sumarferS-
ir þýsku járnbrautanna og um leið
var hraðlestín ‘Hamborgarinn fljúg-
andi’ látinn hefja fastar ferðir milli
Berlínar og Hamborgar. Það er
hraðskreiðasta járnbrautarlest í
heimi—fer 150 km. á klukkustund
—og hefir rún fyrir 98 farþega.
Hraölest þessi líkar svo vel að
Belgir hafa pantað einn samskonar
eimvagn. Frakkar fjóra og Hol-
lendingar 40. —Mbl.
Hjónaband
(Lauslega þýtt úr norsku)
Allir menn vilja vera hamingju-
samir í hjónabandinu, en þeir eru
fáir ,sem heppnast það.
Til þess eru margar orsakir, en
sú mun vera algengust, að fáir gæta
þess að maður fær aldrei mikið fyr-
ir ekkert.
Þegar menn gifta sig, vona þeir
aö fá líkamlega fullsælu, og óþrjót-
andi viðurkenningu fyrir sínum
góðu eiginlegleikum. Sumir gera
máske lægri kröfur, en þeir eru í
stórum minnihluta. _
Konurnar vona að fá ást og að-
dáun, sem fullnæig hégómagirni
þeirra, ásamt nægilegum peningum.
AuðvitaS eru þar heiðarlegar und-
antekningar.
En vegna þess aÖ hjónin eru oft-
ast bæði eins og fólk er flest, reyna
þau, hvort fyrir sig, að nú sem
mestu, af því sem þau þrá, en að
gefa sem minst á móti.
Flestir láta konur sínar hafa eins
lítil peningaráð eins og þeir getá,
en konan annast húshaldið eftir sínu
höfði, án þess aS leita álits manns-
ins. Þau fara því bæði einförum,
og undrast yfir þvi hvort í sínu
lagi að hitt skuli ekki leita ráða hjá
Afleiöingin verður sú að
hjónabandssælan kólnar og fer út
um þúfur.
Hvernig á að fara að því að
kenna hjónunum að skilja hvort
annað ?
Fyrsta skilyrðið er tiltrú frá báð-
um hliðum.
Maðurinn lærir aldrei að þekkja
konu sína, ef hann gefur henni ekki
tækifæri til að þekkja sjálfan sig.
Ef hann dylur fyrir henni athafnir
sínar og viðskifti, skoðanir sínar á
mönnum og málefnum; þá getur
hann verið viss um að hún dylur
líka sínar skoðanir og athafnir. ÞaS
má ekki búast viö að konan beri
traust til mannsins, ef hún finnur
aS hann ber ekki traust til hennar.
Vera má að annaðhvort hjón-
anna skilji ekki hi,tt, en það læra
þau aldrei nema þau sýni hvort öðru
fulla tiltrú. AnnaS þeirra getur
veriS dulara í skapi efi hitt, en með
beggja viðleitni getur þétta lagast.
Þau verða að þekkja hvorts ann-
ars hugsunarhátt og skoðanir; með
því einu móti geta þau lært ,að
hugsa í sameiningu. Þegar það er
fengið, þá er engin hætta á aS þau
verSi hvort ööru til leiðinda.
Hver sem vill njóta fullrar hjú-
skaparsælu, má ekki tala um neitt
það við konuna sína, sem hann veit
að. hún hefir engan áhuga fyrir,
(það lærir maður fljótt að þekkja),
og ef hægt er að komast hjá því, að
endurtaka ekki oft það sama.
Maðurinn niá ekki dekra of mik-
ið við konu sína. Það gjörir hana
lata og hugsunarlausa. Hún þarf
að bera alla ábyrgð og umhyggju
með manninum. Hún þarf að vinna
samhliöa honum i sínum verkahring.
Það getur orðið örðugt í fyrstu, en
það gjörir sambúð þeirra innilegri.
Og svo að endingu: Nærgætnin og
umhyggjusemin, þessir smáu ljós-
geislar, sem oft dofna svo snögg-
lega þegar hveitibrauðsdagarnir eru
liSnir. ÞaS er sorgleg villa.
Vertu ætíð reiSubúinn að viður-
kenna dugnaS og nærgætni konu
þinnar í smáu og stóru. Vertu
glöggskygn á alt, sem hún gjörir til
gagns og fegurðarauka, og gleymdu
ekki aS minnast á það. Þaö vekur
henni ánægju og samúS, og gjörir
henni verkið léttara. Sýndu henni
nærgætni með smágjöfum, sem þú
veizt að hún kann að meta. Slikir
smámunir eru mikils virði. Þeir
gjöra sambúðina skemtilegri og
innilegri.
G. J.
Hallgerðarhaddur
Hve ásthugir brenna
burt efans ský;
á eftir menn kenna
títt á því.—
Hún b'jörtust var kvenna,
með brosin hlý;
en bjarttöfrum hennar
fólst voðinn í.
Þeir haddfossar hrundu
um hennar kjól,
sem hraustmennin bundu
á drauina-stól.
Menn héldu að þeir mundu
þar höndla sól.
En hennar í lundu
var hverfult skjól.
Vér dagana gyllum
í draumum þrátt,
en dáðunum spillum
á margan hátt.—
I þokum og villum
var þarna átt,
og þjóstólfi illum
hún hreyfði brátt.
v
Loks hneit þeim við hjarta
hjörinn blár.—
Það hjúskapar svarta
þótt ræmt sé fár,
hún óðar sést skarta
sem ástmey klár;
slikt yndi er hið bjarta
sólskins-hár.
Þess foldgrónu rætur
finnast hér,
aö fegurðin lætur
ei hæða að sér,
er mjúkleikann nætur
með sér ber,
sem mönnunum sætur
var og er.—
Enn heillar sá hvarma
huldi blær;
frá hárinu bjarma I
á aldir slær,
nóg silkimýkt arma
og sjafn-log skær.—
En sögunnar varma
ei hún fær.
Vér höngum svo lengi
í hári því,
vér heimtum hann fengi
ið gullna ský
í harðsnúna strengi.—
AS hjörvagný
þeim haddi þó engi
slægur í.
Jak. Thor.
—Lesb.
| sér.