Lögberg - 10.08.1933, Blaðsíða 1
PHONE: 86 311 1
Seven Lines 1 1 i^ÍtiCd
Cor- i vP For Service
and Satisfaction
i-’HONE: 86 311
Seven Lines
46. ARGANGUR
'WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 10. ÁGÚST 1933
NUMER 32
Canada
Vér Eddurnar lásum ungir heima;
Þær eilífa dýrð og speki gevma.
Um alt það, sem var og er og skeður
Með alskygni sinni völvan «kveður.
Hún kveður um foma dýrðar daga,
Um drenglund í lieimi réttra laga.
Um anda gullsins , gyðjulíki,
Sem goðunum steypti’ úr himnaríki.
Um dvgiðir og líf, sem dauða verjast
Er djöfull og guð um völdin berjast.
Hún kveður um heim í báli brunninn,
—En birtir að lokum sigur unninn.
Já, sigur hins góða, göfga, sanna,
Og goðheim á rústum hörmunganna.
Og Gimli kallað—þar grimdin víki—
Er goðanna nýja himnaríki.
Hún stór er sagan, er sagði völvan
Um “syndafallið” og gullsins bölvan.
Þó gerist nú aftur sama sagan,
En sjötug-flóknari gamla þvagan.
Því éhr er nú alt í háli og brandi
Og bölvun ríkir í hverju landi.
Vér sjáandi skyldum sönnu trúa,
Að sjálfum sér væri heimska að ljúga.
Og fóstra!—í þessu stóra stríði
Þú stendur með þínum skifta lýði.
A hólminn er komið, á kappann reynir!
ÍTr krvppunni réttum! Stöndum beinir!
Þó skelfingum hóti skapatröllin,
Það skömm er að flýja glímuvöllinn.
Að fornhelgum sið á stokk vór stögum
Og strengjum þess heit; unz dauðir linígum:
Að styrkja þig, ef ])ú stvður regin
í stríðinu þessu Baldurs megin.
Sig. Júl. Jóhannesson.
/ •
ISLAND
A íslendingadegi að Iðavelli við Hnausa í
Ný-íslandi, 2. ág. 1933
Frónið f jallháa Ef Saga Sökkvabekks
fegurst litbrigði sofið hefði
ibirtir þú bráljósum gleymska geymdi
barna þinna.— í gröfum alda
1 sögaim sí-ungum ósungna, óbætta •
sömu blæskifti íslendinga,
sýnir þú í sálum en Bvrópa ’ in ytri
sona og dætra. einsvn væri.
Liggur frá Leifsbúðum 'Týnd þá væri tunga
til landnáms þessa og töflur ætta,
Ingólfs og Eiríks land vort í læging
örlaga þráður:— og landnám þetta,
tengi-taug - glataður Gimli,
tvístraðra barna, glevmdur Baldur,
sígildur sími æsir aldauða
Sögu eynnar. á Iðavelli.
Söng-minnug Saga Fjallkonan fríð
sigur-stöfum og hin forna saga
letraði lofstír, æ munu eitt
er löngu síðar og aldrei skilja.
vakti vorliuga, Alt er Island
vakti stórhuga ódauðlegur
þegar þjóðangur söngum sveipaður
þroska krepti. Sögu-staður.
Leiftraði’ af letri Frónið f jörðum girt,
ljómi alþjóðum, foldin ilmríka,
tign 0g traust auðgist þinn andi
trúrrar ættar, íslenzkri vizku,
sáu sól skína hærra ])ú hefjist
sokknar borgir, í hugar veldi /
frændur fallnir en orð fá óskað
fengu upprisu. og ástin beðið.
Þ. Þ. Þ.
Einar S. Jónasson veikur
Það sorglega tilfelli vildi til á
mánudagskveldið í fyrri viku, að hr.
Einar S. Jónasson, þingniaður Gimli
kjördæmis fékk slag, og liggur
þungt haldinn á heimili, sinu. Er
vinum hans og f jölskyldunnar þetta
hið mesta harmsefni.
Vill auka sjóher
Jellicoe lávarður. sá er mjög kom
við sögu Breta og bandaþjóðanna í
styrjöldinni miklu frá 1914, telur
hervarnir Breta á sjó hvergi nærri
fullnægjandi. Telur hann til þess
bera brýna þörf, að auka flotann til
muna.
Ráðherra ekkja látin
Síðastliðinn laugardág lézt á
heimili dóttur sinnar við St. An-
drews, Man., Mrs. John Norquay.
T’ar maður hennar um hríð forsæt-
isráðgjafi i Manitoba, sá fimti i röð-
inni. Hin látna frú var 91 árs að
aldri. !
Lögregluþjónn myrtur
Síðastliðinn sunnudag var George
Lenhard, lögregluþjónn í Regina,
skotinn til bana á götu. Þrír menn
uröu á vegi hans, er hann, að sögn,
lagði einhverjar spurningar fyrir.
Honum var svarað með dynjandi
skothríð, og eftir nokkra vörn, féll
hann örendur í val. Ekki hefir lög-
reglunni lánast enn að hafa hendur
Orslit alþingiskosninganna
Þann 16. júlí síðastliðinn fóru fram al-
mennar kosningar á Islandi í tilefni
af stjórnarskrárbreyting síðasta þings
Kosnir voru 36 þingmenn; 17 Sjálfstœðismenn, 14 Fram-
sóknarmenn, 4 Jafnaðarmenn og 1 utanflokka. Að
landskjörnum þingmönnum meðtöldum, verður flokka-
skiftingin á næsta þingi þannig: Sjálfstœðismenn 20,
Framsóknarmenn 16, Jafnaðarmenn 5 og 1 utan-
flokka. Hér á eftir er frá því skýrt, hverjir náðu
í hinum einstöku sýslum og bœjum:
, f Reykjavík voru kosnir Jakob
Möller, Magnús Jónsson, Pét’ur
Halldórsson, sjálfstæðismenn; Héð-
inn Valdimársson. jafnaðarmaður.
Á Seyðisfirði, Haraldur Guð-
mundsson, jafnaðarmaður.
Á ísafirði Finnur Jónsson, jafn-
aðarmaður.
í Vestmannaeyjum Jóhann Þ. Jó-
sefsson, sjálfstæðismaður.
Á Akureyri Guðbrandur ísberg,
sjálfstæðismaður.
í Hafnarfirði Bjarni Snæbjörns-
son, sjálfstæðismaður.
í Mýrasýslu Bjarni Ásgeirsson,
f ramsóknarmaður.
í Rangárvallasýslu Jón Ólafsson,
og Pétur Magnússon, sjálfstæðis-
ekki viðreisnar von, fyr en tollar menn
Hlyntur lægri tollum
Landbúnaðarráðgj af i Bandaríkj-
nna, Mr. Henry A. Wallace, hefir
ýlega í ræðu lýst yfir því, að
bændastéttin eigi sér í raun réttri
verði alment lækkaðir með bindandi
samningum þjóða á milli. Mr.
Wallace tjáðist því einnig hlyntur,
að samið yrði urn greiðslu stríðs-
skuldanna, þannig, að meiri jöfnuð-
ur kæmist á.
í Austur-Húnavatnssýslu Jón
bóndi Pálmason frá Akri sjálfst.
í Vestur Húnavatnssýslu Hannes
Jónsson, framsóknarmaður.
í Árnessýslu Jörundur Brynjólfs-
son, framsóknarmaður og Eirikur
Einarsson, banka útibússtjóri, sjálf-
stæðismaður.
í Vestur-ísafjarðarsýslu ÁSgeir
Ásgeirsson, framsóknarmaður.
í Dalasýslu Þorsteinn Þorsteins-
son, sýslumaður, sjálfstæðismaður.
í Snæfellsness- og Hnappadals-
sýslu, Thor Thors, sjálfstæðisnmð-
ur.
í Gullbringu- og Kjósasýslu,
Ólafur Thors, sjálfstæðismaður.
í Vestur-Skaftafellssýslu Gísli
Sveinsson, sjálfstæðismaður.
1 Borgarf jarðarsýslu Pétur Otte-
sen, sjálfstæðismaður.
í Austur-Skaftafellssýslu, Þor-
leifur Jónsson, framsóknarmaður.
f Suður-Þingeyjarsýslu Ingólfur
Bjarnarson, framsóknarmaður.
f Skagaf jarðarsýslu Magnús Guð
mundsson og Jón Sigurðsson, sjálf-
stæðismenn.
f Suður-Múlasýslu Eysteinn
Jónsson og Ingvar Pálmason, fram-
sóknarmenn.
f Norður-Múlasýslu Páll Her-
mansson og Halldór Stefánsson,
f ramsóknarmenn.
í Norður-Þingeyjarsýslu, Björn
Kristjánsson, utan flokka samvinnu-
maður.
í Eyjaf jarðarsýslu Bernharð
Stefánsson og Einar Arnason, fram-
sóknarmenn.
í Norður-ísaf jarðarsýslu Vil-
mundur Jónsson, jafnaðarmaður.
í Strandasýslu, Tryggvd Þórhalls-
son, framsóknarmaður.
Hveitiflutningur til
Churchill
Áætlað er að hálf önnur miljón
mmæla hveitis verði flutt norður til
Churchill í mánuði þeim, sem nú er
að líða. t
Aðgangur að háskólanum
takmarkaður í Danmörku
Nefnd, sem hefir haft til athug-
unar, hvernig hægt væri að tak-
marka stúdentafjölgunina í Dan-
mörku, hefir skilað áliti sínu. í
samráði við prófessorafund leggur
nefndin til að framvegis verði nem-
andi að fá aðaleinkunina 6,00 stig
til þess að öðlast rétt til að stunda
nám við háskóla Þeir, sem próf
taka sem utanskólanemendur, þurfi
þó ekki að fá hærri aðaleinkun en
5,50. (Hæsta einkunn við stúdents-
próf er 8,00 stig, eins og hér á
landi).
Ennfremur leggur nefndin til að
komið verði á aukalegum skyldu-
prófum eftir tvéggja ára háskóla-
nám. Eftir tillögum nefndarinnar
má framvegis enginn ganga undir
sama próf né hluta af því oftar en
tvisvar sinnutn. Gefa má þó und-
anþágu ef alveg sérstakar ástæður
eru fyrir hendi (væntanlega veik-
indi og þvíl.).
Það er skýrt tekið fram, að þetta
eigi að eins að véra reynslu-fyrir-
komulag fyrst um sinn, en verði
ekki endanlega staðfest, fyr en
reynslan hefir skorið úr um það.
(Samkv. sendiherrafregn)
Kennara embœtti í
íslenzku
Þegar Dr. Sigurður Nordal var
hér á ferð, komu nokkrir yngri
menn saman kveldstund til að fagna
ho?ium og ræða um framtíð islenzkr-
ar tungu vestan hafs. Eftir nokkr-
ar umræður fanst víst öllum við-
stöddum að viðhaldi tungu vorrar í
framtíðinni yrði bezt borgið með því
að stofnað væri kennaraembætti á
íslenzku og íslenzkum bókmentum
við Manitoba háskólann. Dr. Nor-
dal var hugmyndinni mjög með-
mæltur og benti á að kensla í is-
lenzku færi fram við ýmsa skóla á
Englandi og víðar, og gæfist vel.
Kvað stúdentum sem gefa sig við
íslenzkunámi á Englandi vera óð-
um að fjölga.
Stofnun sliks kennaraembættis
hér er ekki ný hugmynd. Hún hef-
ir oft komið fram í ræðum og rit-
um ýmsra málsmetandi manna og
hafa allir verið málinu hlyntir.
Nú vitum vér að Yestur-íslend-
ingum er ekkert mál kærara en það
að íslenzk tunga og áhrif hennar
megi lifa hér sem lengst. Með
stofnun áminsts kennaraembættis
væri nemendum af öllum þjóðflokk-
um greiddur aðgangur að íslenzk-
um bókmentum. I öðru lagi myndi
þar varðveitast það dýrmætasta, sem
vér eigum í þjóðararfi vorum. Ef
þessi hugmynd kemst í framkvæmd,
þá er vissa fengin fyrir því að áhrif
islenzkrar tungu lifa þó Vestur-ís-
lendingar hætti að nota hana sem
daglegt mál. Mun þetta verða þarf-
asti og varanlegasti minnisvarði, sem
Vestur-íslendingar geta reist sér.
Það er varla við því að búast að
menn leggi til fé eins og stendur.
En einhverntíma breytist til batn-
aðar og þá verðum vér að hefjast
handa og koma málinu i fram-
kvæmd. Það er ósk vor að Vestur-
íslendingar ihugi málið vandlega.
Hér geta allir lagst á eitt. Öllum
ætti að vera þetta kært og áhuga-
rikt mál. Ef áhuginn dafnar dag
frá degi, þá verður málinu vel og
happsamlega borgið.
Fyrir hönd nefndarinnar,
W. J. Lindal,
Eggert Feldsted,
Jón Stefánsson,
Skúli Johnson,
J. G. Johannsson.
Clear Lake from the North Shore, Riding
Mountain National Park, Manitoba.