Lögberg - 17.08.1933, Blaðsíða 1

Lögberg - 17.08.1933, Blaðsíða 1
PHONE: 86 311 Seven Lines B.'i'S nSS., and Laundry 46. ARGANGUR • WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 17. ÁGÚST 1933 NÚMER 33 Tvísýnt um íslandsflug Lindberghs SímaÖ er frá Julianehaab á Græn- landi þann II. þ. m., að óhagstætt veður hafi hamlað Col. Lindbergh og frú hans, að leggja þaðan af stað til Reykjavíkur síðastliðinn fimtu- dag. í því falli að ekki hafi ræzt fram úr með veður, þykir líklegt að ekkert verði af íslandsflugi í þetta sinn, en að þau hjón muni hverfa heimleiðis með vöruflutningaskip- inu Jelling. Rýr uppskera Aö því er landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna segist frá, er áætlað að hveitiuppskera þjóðarinnar á yf- irstandandi árstíð, verði sú rýrasta, er fengist hefir á síðastliðnum fjörutíu árum. Ýmsar aðrar upp- skerutegundir eru einnig taldar að rýrasta hætti, svo sem til dæmis maís. Deyr í svefni James Herbert Denton, héraðs- réttardómari i York dómþinghá, lézt í svefni í sumarbústað við Metis í Quebec-fylki, þann io. þ. m. Hinn látni dómari tók á sínum yngri ár- um drjúgan þátt í stjórnmálum, og gegndi meðal annars um hríð for- setastöðu frjálsyndu stjórnmála- samtakanna i Ontario. Honum var veitt dómarastaða 1911, rétt áður en Laurier-stjórnin fór frá völdum. Týna lífi Ljóst er nú að fjórir kornungir menn, er tilheyrðu sjóvarnardeild- inni, hafi týnt lífi á Winnipegvatni í vikunni sem leið. Hefir þeirra lengi verið árangurslaust leitað. Rannsókn hefir verið fyrirskipuð í sambandi við slysið. Joe Sigurðs- son, skipstjóri á “Grand Rapids,” telur veðrið þann dag, er slysið bar að höndum, eitt hið allra illvígasta, er hann nokkru sinni hafi horfst í augu við á Winnipegvatni. SÖGURÍK BRÚÐKAUPS ATHÖFN Mr. King vestanlands Rt. Hon. W. L. Mackenzie King, foringi frjálslynda flokksins, er nú í þann veginn að ljúka fundarhöld- um sínum um Vesturlandið. Hefir hann haldið allmargar ræður í Manitoba og Saskatchewan. Að kvöldi þess n. þ. m., flutti hann ræðu í Camrose, Alberta, fyrir miklu fjölmenni; var honum tekið þar með hinum mestu virktum. Tal- aði þar einnig Hon. Charles Stewart, fyrrum innanríkisráðgjafi. Um leið og Mr. King fór nokkrum orð- um um loforðasyrpu Mr. Bennetts 1930, hét hann því, ef flokkur sinn kæmist aftur til valda, að lækka svo tolla, að canadisku þjóðinni hlotn- aðist á ný sinn fyrri virðingarsess á sviði heimsviðskiftanna. Ennfrem- ur taldi Mr. King frjálslynda flokk- inn því eindregið fylgjandi, að sam- bandsstjórnin hlutist til um að fá afgreidda löggjöf, um tryggingu gegn atvinnuleysi. Skipakoma í Churchill Á laugardaginn var, komu þrjú skip til Churchill frá brezku eyjun- um. Pennyworth varð fyrst til að varpa akkerum. Hafði skipið inn- anborðs 1000 smálestir af kolum, og er það mesti farmurinn er frarn að þessu hefir fluzt til Canada um þessa nýju höfn. Öll flytja skip þessi fullfermi til baka af hveiti. _ Courtcsy of the Winnipep Tribune MR. AND MRS. JOHN DAVID EATON Samtök um lágtolla í skrautgarði þeim hinum mikla, er umlykur “Ka- wandag,” sumarbústað Lady Eaton, er stendur á hæð- unum upp af Rosseau-vatni, voru þau Signý Stephenson og Jolin David Eaton, gefin saman í hjóufaband undir heiðum himni, þann 9. þessa mánaðar. Rev. Dr. Graham Orcliard, framkvæmdi lijónavígslu althöfnina með að- stoð Rev. William Swainson frá Rosseau. Brúðurin er dóttir þeirra E. Stephenson, franikvæmdarstjóra Col- umbia Press Ltd., og frú önnu Stephenson, en brúðgum- inn sonur Sir John C. Eaton, sem látinn er fyrir nokkru og ekkju hans, Lady Eiaton, í Toronto. Brúðurin fór ekki dult með þjóðerni sitt, því höfuð- búningur hennar var íslenzkur. Sem heiðursbrúðmey var ungfrú Anna Steplienson, systir brúðarinnar, en við athofnina aðstoðaði jafnframt bróðir hennar, Harald. Yfir vígslusvæðinu blöktu ríkisfánar Bretlands liins mikla og íslands. Eigi jók jiað lítið á blæbrigði þessarar veglegu athafn- ar, að frú Sigríður Olson hafði söngforustu á hendi. Söng hún þar tvö lög, “Eg elska l)ig,” eftir Grieg, og “Þú ert sem bláa blómið, eftir Scliumann; hið síðara lagið söng frúin á íslenzku. Einmuna blíða ríkti allan daginn, og var engu líkara en allar' hollvættir hefðu stofnað til bandalags um það, að gera atburð þenna sem allra hátíðlegastan og eftir- minnisverðastan. Símað er frá Sidney í Ástralíu þann 16. þ. m., að stofnað hafi ver- ið til félagsskapar þar í landi, er það einkum og sér í lagi hafi fyrir aug- um, að vinna að lækkaðri tollvernd, og í vissum tilfellum algerðu af- námi tollhafta. ‘Lánist þessum fé- lagskap ekki að fá vilja sínum fram- gengt við núverandi stjórn, er ráð- gert að gera samtökin pólitísk og leita álits kjósenda undir merkjum þeirra við næstu þjóðkosningar. Merkur jurtafræðingur látinn Símað er frá Ottawa, að látist hafi á eimlest milli Moosonee við James Bay og Ottawa, þann 14. þ. m., Dr. M. O. Malte, merkur jurta- fræðingur, í þjónustu sambtinds- stjórnarinnar. Kendi hann sjúk- dóms sins um borð á Hudsons Bay skipinu “Nascopie.” Skipslæknir- inn, Dr. Jón A. Bíldfell, gerði sam- stundis þær ráðstafanir, er hann varð þess áskynja í hverri hættu Dr. Malte var, að skipið hraðaði för beint til Moosonee með hinn sjúka mann. Hagvirkur íslendingur Kornungur íslendingur, Joseph Ólafsson, sonur þeirra Sveins og Guðrúnar Ólafsson að Mildmay, Sask., er áður bjuggu í Leslie póst- héraði, hefir nú í annað sinn unnið fyrstu verðlaun fyrir frábæran hag- leik, í listasamkepni, sem fram hefir farið i Saskatchewanfylki, — The Fisher Body Coach Contest. Verð- laun þau, er hann hlaut voru skjöld- ur einn álitlegur mjög, er blaðið Star-Phoenix hafði gefið. Smíðisgripur Mr. Ólafsson’s var Napoleons kerra — Napoleonic Coach, er þótti hinn mesti kjörgrip- ur. Fyrir þetta fékk hann ókeypis ferð til Toronto og Chicago. Nú hefir Mr. Ólafsson afráðið að keppa um fyrstu verðlaun á þessu sama sviði í Bandaríkjunum. Sá, er sigur ber úr býtum, fær fjögra ára ókeypis nám við am^rískan f jöl- lista skóla. Vonandi að það verði landinn. Frú Sigríður Olson 1 Þessi glæsilega 0g gáfaða söngkona vor Vestur-ís- lendinga, varð fyrir þeim verðskuldaða heiðri, að vera solo-söngvari við giftingu þeirra Signýjar Steplienson og John David Eatons, er fram fór að “Kawandag”, sumar- bústað Lady Eaton við Rosseau í Ontario-fylki. Frú Sigríður söng við þetta hátíðlega tækifæri bæði á ensku og íslenzku. Dr. A. Sykes bíður bana af bílslysi Snemmendis siðastliðinn sunpu- dag, varð Dr. A. Sykes hér í borg- inni fyrir bílslysi og beið bana af. Slysið henti á inótum Arlington og Selkirk gatna. Dr. Sykes var fædd- ur í bænum Mansonville í Quebec fylki, þann 14. dag nóvembermán- aðar, árið 1897. Hafði hann auk venjulegra læknisstarfa, verið all- mikið viðriðinn barnaspítalann hér í borg. Líki skolar upp Lík Michaels Henry Gold, eins þeirra fjögra ungu manna, er get- ið er um á öðrum stað í blaðinu, að týnt mundu hafa lífi á Winnipeg- vatni, fanst rekið á land við Bea- conia síðastliðinn laugardag. Enn um Cuba-málin Svo hefir málum skipast til á Cuba, að Machado forseti hefir neyðst til þess að leggja niður völd. Eftirmaður hans, Dr. Carlos Ces- pedes, hefir tekist á hendur forseta- embætti, og aflagði hann embættis- eið sinn síðastliðinn sunnudag. Bandaríkjastjórnin hefir sent tvö herskip til Cuba til öryggis atnerísk- um borgurum á eynni, en utanrikis- ráðuneytið lætur þess jafnframt skýrt og ákveðið getið, að stjórnin hafi enga minstu fílhneigingu til þess að blanda sér inn í sérmál eyj- arskeggja. Ríkjasamband Stephenson’s og Eaton’s Signý Steplienson og John David Eaton (Brúðkaupsljóð) 9. ágúst 1933 Eg veit að það er ekki heiglum hent að hnýsast inn um morgundagsins gættir. V Þó ráða megi af eyktum eitt og tvent, er æfisagan jafnan flóknir þættir. Mitt liugboð er, þó annað alt um svíki, að engin skapist fegri Bandaríki. Og Eatons veldið vfkkar enn í dag; það vex í náð lijá bæði Guði og mönnum. Um lilið þess ómar íslenzkt brúðarlag sem ávarps tákn frá berjalaut og hvönnum. Þar sverja trygð í örmum vors og vona einn vaskur Breti og íslenzk hefðarkona. Af konuvali lialinn marka má; lians mikilleiki er jafnan þar við bundinn. A þessum stað má það á öllu sjá að }>óknan Drottins blessar helgan lundinn. Og hér skal Signý lengi ríkjum ráða með rausn, og hvetja fram til stórra dáða. Við Eatons liirð skal dansað dátt í kvöld og drukkið fast að stórkonunga liætti. Og hér skal vorið vefa fegurst tjöld og vetur sína mestu hrikadrætti. Við þessa hirð skal eilíft alt það standa Er ófst úr kostum tveggja þjóða og landa. Emar P- Jónsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.