Lögberg - 09.11.1933, Blaðsíða 1
46. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 9. NÓV. 1933
, NÚMER 45
Frú Jakobína Johnson
fimtug
Að kvöldi dags, 24. október, tóku
liðugt 70 menn og konur hús á þeim
hjónum frú og hr. ísak Johnson aÖ
8020—25th Ave., N.W. í Seattle-
borg. TilefniÖ til þessarar heim-
sóknar var það, aS þá átti hin nafn-
kunna skáldkona okkar Vestur-fs-
lendinga, frú Jakobína, fimtugs af-
mæþ sitt. Voru þaÖ aÖallega ná-
grannar, vinir og samferðafólk frú-
arinnar um mörg ár, sem valdir voru
að þessari heimsókn.
Þa8 kom sér vel í þetta sinn, aÖ
húsakynni þeirra hjóna voru stór og
víÖáttumikil. Setustofan líkist
fremur veizlusal heldur en vanaleg-
um setustofum á almennum heim-
ilum. MaSur gæti ímyndað sér aÖ
hún væri, aÖ rýnn til, lik skálum
forfeÖra vorra á landnámsöldinni.
þar sem stórhöfðingjarnir héldu
hverjir öðrum veizlur.
Þegar þessir óvæntu gestir höfðu
skipað sér til sætis, kom skáldkonan
niÖur af hæðum í salsdyrnar, leit
yfir hópinn og brosti. Heilsaði svo
gestunum meö nokkrum orðum
þrungnum af fyndni og. orðsnild,
bauð .alla hjartanlega velkomna og
sagðist afsala sér öllum húsráðum,
þegar við annað eins ofurefli væri
að tefla. Þá var sungið: “Hvað er
svo glatt,” og spilaði frú S. Benóní
undir á slaghörpu.
Þá tóku þeir til máls hvor af öðr.
um prestarnir séra Albert E. Kristj-
ánsson og K. K. Ólafsson, árnuðu
henni heilla og þökkuðu henni fyrir
unnin bókmentastörf og hina veiga-
miklu þátttöku hennar í félagslífi
íslendinga í borginni. Næst talaði
frú María Fredricks.
Að loknu erindi sínu las séra A.
E. Kristjánsson upp tvö símskeyti
svohljóðandi:
“Ríkisstjórn íslands sendir yður
beztu kveðjur á fimtugsafmæli og
árnar yður allra heilla. Frá skýrist
jafnframt, að ríkisstjórnin hefir
gert tillögu til Konungs um að yður
verði sent merki Fálkaorðunnar
fyrir unnin bókmentastörf.”
Forsætisráðherra.”
“Heillaóskir, þökk, aðdáun,
Lestrarfélag kvenna.”
Þá söng Kári, sonur þeirra hjóna,
einsöng, með sinni fögru tenor-
rödd, og spilaði frú Thora Hines
undir.
Tvö kvæði voru henni f lutt, annað
frá séra N. S. Thorlákssyni, sem
ekki var viðstaddur sökum lasleika,
og las frú (Dr.) J. S. Arnason það
upp. Hitt var frá Jóni Magnússyni
og fylgja bæði kvæðin þessum línum.
Þá bað frú Gaucher sér hljóðs og
ávarpaði afmælisbarnið nokkrum
vel völdum orðum og afhenti henni
vandað peningaveski með nokkrum
dölum innan í. Má fullyrða að ef
vel hefði árað þessi síðustu þrjú ár-
in, aS þá hefði dalaupphæðin verið
jöfn afmælisárunum. Síðast þakk-
aði skáldkonan fyrir þann heiður og
velvild er sér hefði verið sýndur
með þessari heimsókn, og las upp
kvæði nýort, ^sem ekki verður birt
hér, en kemur kannske fyrir al-
menningssjónir síðar meir.
Þá tóku gestirnir á rás úr salnum
þvert yfir anddyrið, inn í borðstof-
una. Þar sat frú Maria Straum-
fjörð í öndvegi yfir stórri kaffi-
könnu við annan enda borðs hlöðnu
allskonar góðgæti og fimtíu ára
stórri afmælisköku. Rendi hún
kaffi í bolla allra er hafa vildu, en
hver og einn tók það, sem honum
bezt þótti af borðinu, raðaði því á
disk og tók sér sæti. Um miðnætti
fóru svo allir heim ánægðir yfir því,
að hafa sýnt skáldkonunni verð-
skuldaðan heiður.
í sambandi við þetta samsæti
BERNARD NAYLOR,
sá, er stjórnar Winnipeg Symphony
Orchestra i vetur. Hinir fyrstu
hljómleikar verða haldnir sunnu-
daginn þann 26. nóvember.
mætti minnast þess, að tvær per-
sónur íslenzka þjóðarbrotsins hér
vestanhafs, sem átt hafa við sams-
konár lífskjör að búa, hafa getið
sér ódauðlegan orðstír í bókment-
um. Mörg af beztu kvæðum Ste-
phans G. fæddust meðan aðrir
sváfu. Og eg hefi það fyrir satt,
að frú Jakobina hefði farið á fætur
einum eða tveimur stundum fyrir
vanalegan fótaferðatíma, til að geta
haft næði til þess, að leggja sinn
skerf til hókmentanna.
Jakobína Johnson er andlega og
likamlega ung ennþá. Og ef sú stað-
hæfing vísindamanna er sönn, að
konur komist á sitt hæzta andlega
þroskastig fimtugar, þá má vænta,
að við fáum enn lengi að njóta arðs-
ins af þeim listrænu náðargáfum,
sem náttúran hefir svo ríkulega Iát-
ið henni í té.
S. Björnsson.
7517—23rd Ave. N.W.,
Seattle, Wash.
í október 1933.
Til Jakobínu skáldkonu Johnson á
fimtugs afmœli Itennar 24. okt., '33
Eg þakka lista ljóðin,
Er léztu oss í té.
Þinn yndislega óðinn
Úr andans helga vé.
Alt er þú söngst og syngur,
Það sækir hjartað heim,
Þér ann hver íslendingur,
Þig á í söngnum þeim.
Eg óska af heilum huga
Að hamingjunnar völd
Þér blessun megi buga
Og blíðu’ um daga fjöld.
Enn margt þú megir syngja
Og marga gleðja sál,
Og margan öldung yngja
Þíns anda hugarmál.
N. S. Th.
Til frú Jakobínu Johnson
24.-10—1933
Fimtíu ára átt þú hylli
Allra, er ljóðin sönnu skilja.
Hundrað ár, mun óðs þíns snilli
Örvun þeim er heyra vilja.
Þúsund árin, menn þig minna,
Metnað þinn á andans vígi,—
Sem i ljósi lífsins funa
Leitar fram að hæsta stigi.
Jón Magnússon.
Rekin frá völdum
Þann 2. þessa mánaðar gerðist sá
atburður að konungsfulltrúinn, eða
umboðsmaður brezku krúnunnar á
eynni Malta, rak stjórnina þar frá
völdum. Tvær ástæður voru til-
færðar. Hin fyrri sú, að stjórnin
hefði gengið á gerða samninga með
því að kenna ítalska tungu í barna-
skólum, en hin síðari, að um óverj-
andi fjárbruðlun hefði verið að
ræða.
Winnipeg Symphony
Orcheálra
Winnipeg er það stór borg, að
hún getur ekki án þess verið að eiga
starfandi Symphony Orchestra.
Þessi þörf hefir mönnum verið
smátt og smátt að skiljast betur og
betur, og þessvegna er nú svo kom-
ið, að slíkt orchestra er starfrækt i
borginni undir forustu Mr. Bernards
Naylor. Hljómleikar þessir fara
fram á sunnudögum, seinni part
dags, í aðalsöngsalnum í Winnipeg
Auditorium.
Með því að kaupa í einu lagi að-
göngumiða að þessum hljómleikum,
geta menn sparaÖ sér talsverðan
skilding. Fyrstu hljómleikarnir
verða á sunnudaginn þann 26. þessa
mánaðar.
Frá Minneapolis
Guðmundur Kristjánsson er
fyrsti íslenzki söngvarinn, sem hefir
heiðrað Minneapolis með komu
sinni. Reyndum við landarnir að
láta í ljós ánægju okkar og hlýleik |
i lófaklappinu, þegar hann kom |
fram á pallinn, og vona eg að hann
hafi tekið eftir þvi, þó kannske hafi
það ekki verið eins auðvelt fyrir
hann að aðgreina landana frá þeim
íjökla Norðmanna, sem þar voru
samankomnir.
Yar Guðmundur gestur Norð-
manna hér, og ekki er hægt að segja
að þeir hafi svikist um að láta land-
ana vita, þó ekki séu þeir f jölmennir
hér. Munu því hafa verið um 100
tslcndingar á þessari samkomu
norska Glee klúbbsins, sen-i er við-
urkendur hér fyrir góðan söng.
Því er nú einu sinni svoleiðis var-
ið að mér þykir ekki eins mikið
vari í tenor eiris og baritone, en það
er nú ekki Guðmundi að kenna.
Hefir hann áreiðanlega fallega rödd,
þó ekki sé hún sterk, og svo mikið
er víst, að blöðin hér gáfu honum
gott orð, og Minneapolis Journal
þótti sérstaklega mikið varið í hans
fallega bros, sem þeir sögðu að
kæmi ekki þrautalaust á varir lands-
manna hans! Var þetta góð sneið til
okkar tslendinga.
Öll framkoma Guðmundar var
honum sjálfum og gamla landinu til
mikils sóma, og var hann því ein-
hver sú bezta auglýsing sem ísland
hefir fengið í langan tíma hér í
þessum bæ. Varð Guðmundur að
syngja mörg aukalög, og má hann
vel vera ánægður með lófaklappið,
sem er kannske mín bezta aðferð að
lýsa þeim áhrifum, sem hann hafði,
því ekki stíg eg í vitið hvað söng
snertir, fremur en annað. Héfi eg
mætt fjölda manna síðan hann var
hér, og flestir höfðu mikla ánægju
af söng hans, og mörgum þótti sér-
staklega mikið varið i íslenzku lög-
in. Hefir þetta orðið til þess að
rétta dálítið úr mér, og vildi eg nota
þessar linur til þess að þakka Guð-
mundi af öllu hjarta fyrir komuna.
Var hann þó á svo hraðri ferð—á
leið til Fargo og Grand Forks, N.D.
—að ekkert var hægt að gera við
hann eða fyrir hann, og þótti okkur
það sumum súrt i broti. Skilst mér
þó að hann hafi notið einhvers heim-
boðs hjá landanum, og því ekki far-
ið alveg á mis við gestrisni Minne-
apolis og St. Paul íslendinga. Og
okkur þykir vænt um að vita að
þessar tvær borgir, Minneapolis og
St. Paul eru nú komnar á landabréf-
ið hvað íslenzka söngmenn og lista-
menn snertir.
Eru þessar borgir þó miðdeplar
söngs og hljóðfærasláttar og annara
lista og menningar norðvesturlands-
ins. Og koma Guðmundar hefir
gert okkur öllum gott.
Beztu þakkir!
G. T. Athelstan.
$ $
Til Vatnabygðar og búa
J 2. ágúát, 1933
£ Orð eg heyri er þetta þýða: |
JÍ Þú skalt landið byggja, prýða. X
\ H. Ibsen (Brandur) $
I
$ Þegar ársól elda kyndir.
» Austurhvelið djúpa syndir,
% Hrynja geislans hreifimyndir
| Á hreinna strauma orkulindir,
^ Jörðin augnalokum lyftir!
| Ljóssins kraftur þokum sviftir. m
^ Og í gegn um holt og hæðir
^ Huldra æða straumur blæðir:
Aúgu jarðar eins og liöfin
£ Eru djúp og köld sem gröfin.
& ✓
X Kuldi, dýpt og kærleikseldur
X Kynjamyndum liugans veldur;
ý Því er landsins líf á kviki
& Og ljóð í hverju augnabliki.
$ Ýmist ljúf sem æskan blíða,
% Jti'öa þrungin sorg og kvíða.
V Við þær myndir máttur andans,
>' Mesti bragarliáttur landans
í' Milli vatna og veiðiskóga,
{•j Velsæld hefir fundið nóga.
ý Verkin þetta virðast sanna
£ Vatnábygðar landnemanna.
Er reynslan livesti augu andans
Elduf brann í taugmm landans.
1 öllu fylgdi huga höndin
Að lireinsa og plægja akurlöndin.
En fyrir alla akra sána
Árin létu hárin grána.
Þó fallið hafi formenn dagsins
Frumstofn unga þjóðfélagsins
Er heldur kusu stríð við stritið
En standa og glápa á jarðarvitið,
Lífir andi mætra manna
1 minning yngri kynslóðanna.
Þá jörðin leggur augun aftur
Andans vakir hulinn kraftur,
Nóttin sjálf á heila heima,
Himinvíða stjörnugeima.
Nýjan dag sem döggvan grætur
Á draumalöndum bjartrar nætur.
S. E. Björnsson.
í
I
s
I
I
1
I
i
I
\
ý
í
V
V
I
i
Leitar endurkosningar
Núverandi borgarstjóri í Winni-
peg, Ralph H. Webb, hefir tilkynt
að hann verði enn á ný í kjöri sem
borgarstjóraefni vi8 kosningar þær
til bæjarstjórnar, er fram fara síð-
ast i yfirstandandi mánuSi.
Góðir og velkomnir geátir
HingaS komu til borgarinnar á
mánudagskvöldiS frá íslandi, Ó-
feigur læknir Ófeigsson frá Fjalli
á SkeiSum, ásamt frú sinni, Mar-
gréti GuSmundsdóttur frá Skógum
í ArnarfirSi.
Þessi ungi læknir er hingaS kom-
inn til framhaldsnáms í vísindagrein
sinni. Er hann fyrsti mentamaSur
íslendinga heima, er aSnjótandi hef-
j ir orSið námsstyrks úr sjóSi þeim,
er Canada-stjórn sæmdi ísland meS
í tilefni af þúsund ára afmælishátiS
Alþingis 1930.
Nýuátu fréttir
Fiarello H. LaGuardia, bitur
andstæSingur Tammany samtak-
anna, hefir veriS kosinn borgar-
stjóri í New York. Er þetta í fyrsta
skiftiS síSan 1914, aS Tammany
samtökin hafa lotiS í lægra haldi viS
kosningar þar i borginni.
Af síSustu fregryim aS dæma, er
svo aS sjá, sem öll þau sex ríki
Bandaríkjanna, er atkvæSi greiddu
um bannlögin síSastliSinn þriSju-
dag, hafi ákveSiS hallast aS afnámi
téSra laga.
Efnilegur skógargróður
Hákon Bjarnason skógfræSingur
fór í sumar víSa um land til þess að
athuga skógargróSur og jarSvegs-
myndanir.
MeSal þess skógargróöurs, sem
hann sá efnilegastan, eru nokkurar
furur á HallormsstaS. Þær voru á
fimta meter á hæS, þótt ekki séu
nema átta ár liðin frá því áS þær
voru gróSursettar þarna. — Telur
hann slíkan vöxt engu lakari en
gengur og gerist á NorSurlöndum.
Þess Fer þó að gæta, að þarna eru
einhver hin bestu vaxtarskilyrSi,
sem til eru hér á landi.
Hákon mældi nokkur hæstu trén
í BæjarstaSaskógi. Þar var t. d.
fallega vaxiS birkitré, sem var 9,5
metrar á hæð en 25 cm. að þver-
máli í brjósthæð (1.3 m. frá jörðu).
í bæjargilinu viS Skaftafell í Öræf-
um stendur einhver hæsti reyniviSur
landsins, 9.72 m. á hæð.
Hákon hefir lagt stund á að at-
huga fokjarðarmyndunina hér á
landi, en þær rannsóknir eru þó enn
aðeins á byrjunarstigi. — ViS þær
athuganir er mikill stuðningur aS
óskulögum þeim, sem finnast víða
um land. Er oft unt aS rekja sömu
lögin um mörg héruS. Á því sézt
hve fokjarðvegsmyndunin er hröS
í ýmsum héruðum landsins. Á
NorSurlandi er myndunin yfirleitt
hægari en annars staðar, en austur
á FljótsdalshéraSi og á FjörSunum
vex jarðvegurinn víða um 1 cm. á
hverjum 10 árum. Þegar kemur
suSur á land virðist jarðvegurinn
vaxa enn örar. Enn sem komiS er,
er samt of snemt aS draga víðtæk-
ar ályktanir af þessum athugunum.
Frjálslynda stefnan fer
sigurför um British
Columbia fylki
Á fimtudaginn þann 2. þessa
mánaðar, fóru fram fylkiskosningar
í British Columhia, og lauk þeim
meS glæsilegum sigri fyrir frjáls-
lyndu stefnuna. Alls eiga sæti á
fylkisþingi í British Columbia 47
þingmenn. Af þeirri tölu vann
frjálslyndi flokkurinn 30 þingsæti;
hinn nýstofnaSi C.C.F. flokkur 6,
verkamannaflokkurinn og bræðings-
flokkur T olmie-st j ór narinnar sitt
sætið hvor um sig. Tveir utanflokka
menn náðu kosningu. FrestaS var
kosningu i Vancouver og Victoria
fram til þess 27. þessa mánaðar.
Vancouverborg kýs f jóra þingmenn,
en \’ictoria tvo.
Fyrir fjórum árurn tók viö völd-
um i British Columbia afturhalds-
stjórn, undir forustu Dr. F. S.
Tolmie, dýralæknis; studdist stjórn
hans þá viS 35 manna þingflokk.
Stjórnin reyndist snemma úrræSa-
fá, og tóku fylkingar hennar smátt
og smátt aS riðlast, uns þar kom, að
Mr. Tolmie fékk ekki lengur að
gert. Reyndi hann þá aS mynda
bræðingsstjórn, en slíkt mistókst
meS öllu. Sjálfur féll hann í þess-
um nýafstöSnu kosningum.
ForustumaSur frjálslynda flokks-
ins í British Columbia, T. D. Pat-
tullo, er málafylgjumaSur hinn
mesti og líklegur til framkvæmda.
Hyggja menn gott til hans sem
stjórnarformanns þar í fylkinu.
Utflutningur hveitis
Samkvæmt fregnum frá hagstofu
sambandsstjórnarinnar, nam út-
flutningur hveitis héðan úr landi i
októbermánuði síSastHSnum, 23,-
305,510 mælum.
Marler sjúkur
SimaS er frá Ottawa þann 6. þ. m.
aS Hon. Herbert Marler, sendi-
herra canadisku stjórnarinnar í
Japan, liggi þungt haldinn af
lungnabólgu í Tokio-borg.
Kosningar í aðsigi
Frá Lundúnum berast þær fregnir
um þessar mundir, aö nokkrar líkur
séu á aS kosningar til brezka þings
ins fari fram áSur en langt um líS-
ur. AndstaSan gegn núverandi
stjórn virðist jafnt og þétt vera aS
færa út kvíarnar, sem meðal annars
má ljóslega ráða af hinu stóraukna
fylgi verkamannaflokksins i nýaf-
stöSnum kosningum til borga- og
héraðsstjórna. Gera mun mega ráS
fyrir því, aS þjóðstjórnin, undir
forustu Ramsay Macdonalds gangi
óklofin til kosninga, þrátt fyrir þaS
þó mælt sé aS nokkur ágreiningur
eigi sér staS innan vébanda hennar.
Sir Arthur Steel-Maitland,
M.P.
sá, er gegndi verkamálaráögjafa
embætti í stjórn Breta á árunum
1924 til 1929, flytur erindi á Do-
minion leikhúsinu hér í borginni, að
tilhlutan-National Council of Edu-
fcation, þann 15. og 16. þ. m. Á
miðvikudagskvöldiS þann 15. talar
Sir Arthur um viðreisnarlöggjöf
Roosevelts forseta, en á fimtudags-
kveldiS þann 16., verður umtals-
efniS: “Unemployment Insurance
and Britain’s Contribution to Indus-
trial Stability.”