Lögberg - 23.11.1933, Blaðsíða 1
46. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 23. NÓV. 1933
NÚMER 47 .
Náttmál
Eftir Richard Beck.
Nú lineigir dagur liöfði að brjósti nætur,
og hvílist vært í mjúkum rökkurörmum,
' sem barn við móðurbarm, er gleymir liörmum,
og blítt í sæludrauma vaggast lætur.
Hver rós í dalnum gleðitárum grætur,
og glitra bros á smæsta strái foldar,
er hjúfrar sig að hlýju skauti moldar.
Og hver jum er ei aftan-friður sætur I
Hlíðanna laufskrúð. lirærir enginn blær;
hátt yfir jörðu kyrrar stjörnur vaka.
Þokunnar silki sveipar fjallsins brá.
Úti við strendur sefur dökkur sær;
svanir í fjarska hvítum vængjum blaka,
hraðandi för á fjallavötnin blá.
Póát og farþegaflug yfir
Atlantshaf byrjar í vor
Hinn 8. október símar fréttaritari
Berlingske Tidende frá London á
þessa leið:
Hið fyrsta reglulega farþegaflug
milli Ameríku og Evrópu á að byrja
í vor. Er nú verið að smíða stóra
flugbáta, sem fljúga að meðaltali
225 km. á klukkustund og geta tekið
18 farþega. Flugleiðin er frá Mon-
treal til Eabrador, Grænlands,
Reykjavíkur og Liverpool alls 450
km. Lengsti áfangi yfir haf er 900
km. Gert er ráð fyrir að fara hvora
leið á 3 sólarhringum.
Stjórnirnar í Englandi og Can-
ada hafa trygt nægilegt fé til rekst-
ursins.
Állar áætlanir eru gerðar að vand-
virkni, og er þar stuðst við rann-
sóknir þeirra Lindberghs og Wat-
kins. Það er gert ráð fyrir því að
gera þrautalendingu fyrir flugvél-
arnar í Vatnsfirði á austurströnd
Grænlands og reisa þar öfluga loft-
skeytastöð.
Það er einnig gert ráð fyrir því,
að í framtíðinni verði þessi leið
flugleið milli Englands og Japans.
Verður þá hægt að fljúga þar á
milli á 6 dögum, en hraðasta ferð
núna milli Englands og Japans er á
12 sólarhringum.
Fargjaldið milli Englands og
Ameríku á að verða um 2500 krón-
ur, eða þrisvar sinnum hærra heldur
en nú er með Atlantshafsskipunum.
Danir banna viðkomn á Grœnlandi
Það er enska flugfélagið Imperial
Airways, sem stendur að þessu fyr-
irhugaða flugi. En ekki hafði fé-
lagið fyr birt fyrirætlanir sínar en
Daugaard-Jensen, sem er formaður
í Grænlandsstjórninni í Kaup-
mannahöfn, reis upp og sagði að
Imperial Airways mundi ekki fá
leyfi til þess aS láta flugvélar sínar
koma við á Grænlandi. Hann lét
þess getið, að Englendingar hefði
alls ekki farið fram á það að fá að
nota Grænland sem millistöð.
—Vér höfum, sagði Daugaard-
Jensen, gefið því félagi, sem Lind-
bergh er fyrir (Pan-American Air-
ways) einkaleyfi á flugferðum um
Grænland. Og það leiðir af sjálfu
sér, að vér getum ekki hjálpað Eng-
lendingum neitt fyr en vér höfum
fullnægt samningum vorum við
Ameríkumenn. Pan-American Air-
ways er eina félagið sem hefir gert
undirbúning að flugi um Grænland
og þar með trygt sér rétt til þess að
hafa þar áfangastað. Mbl. 22. okt.
Prinsinn af Assyríu
Um þessar mundir er staddur í
New York, prins Joel af Assyríu.
Gerir hann ráð fyrir að verða þá
og þegar kvaddur heim til þess að
taka við konungdómi meðal þjóð-
bræðra sinna, er hann telur vera eitt-
hvað um f jórar miljónir. Joel prins
kveður ástæðurnar fyrir heimsókn
sinni til Bandaríkjanna, vera með
tvennum hætti. Hin fyrri sé sú, að
hann sé staðráðinn í að leita sér
þar kvonfangs, en sú síðari í því
fólgin, að kynnast samfélagslífi
þjóðarinnar á hinum ýmsu sviðum,
og þá ekki hvað sízt starfsaðferðum
kvenna þar í landi, er vakið hafi at-
hygli vítt um heim. Segist hann fyr-
ir löngu hafa ákveðið að láta konur
.eiga sæti í sinu fyrsta ráðuneyti.
Um hina fyrirhuguðu, amerísku
korm sína, sem jafnframt á að verða
drotning í Assyríu, farast Joel prins
þannig orð:
“Stúlka sú, er eg vel mér til eigin-
konu, má til með að vera falleg, vel
mentuð og viðurkend í samfélags-
lifinu; hún verður einnig áð kunna
skil á fluglist, og má ekki undir
nokkrum kringumstæðum vera loft-
hrædd.”
Karlakór íslendinga
í Winnipeg
Við för hr. Brynjólfs Þorláksson-
ar til íslands, varð Karlakór íslend-
inga í Winnipeg án söngstjóra;
flokknum skildist þegar að við svo
búið mætti ekki lengi standa, og
þessvegna hélt hann nýverið fund
á heimili forseta síns, Dr. B. H. Ol-
sons, til þess að ráðgast um hvað
tekið skyldi til bragðs. Hjá með-
limum ílokksins kom i ljós mikill
áhugi á því, hve brýn nauðsyn bæri
til, að hann fengi haldið áfram
starfi, og með þetta fyrir augum,
var þess farið á leit við hr. Paul
Bardal, þótt ærnum störfum hafi að
sinna, að hann tækist á hendur söng-
stjórn flokksins, og sýndi hann
flokknum þá velvild, að verða við
þeirri bón. Munu þeir, er ant láta
sér um söngmenning vor á meðal
telja þetta góð tíðindi.
Flokkurinn tekur sér hvíld frá
æfingum um hríð, og tekur ekki til
starfa fyr en þann 17. janúar næst-
komandi, en hyggur þá á æfingar
af miklu kappi. Hr. Gunnar pianisti
Erlendsson hefir verið ráðinn sem
meðspilari.
Karlakórinn hefir í hyggju að
halda “At Home” cinhvern hinna
síðustu daga i janúar.
Nýr ríkisféhirðir
Þó að konur hafi al lögum haft
jafnrétti við karlmenn hér á landi
í síðastliðin 22 ár, hefir furðu lítið
verið um kvenfólk í embættum fram
að þessu. Þær hafa haft ýmsa s'tarfa
fyrir það opinbera, svo sem síma-
gæslu o. þ. h. en að svo stöddu mun
ekki nema ein kona hafa verið skip-
uð í embætti; var það læknir, sem
gegndi héraðslæknisembætti um
tíma. En hinn 3. október vað stúlka
skipuð ríkisféhirðir landsins. Er
það veglegt embætti hvarvetna um
lönd, en svo illa launað hér, að síð-
asti ríkisféhirðir hvarf frá því eftir
15 ára starf um síðustu áramót, því
að honum buðust miklu betri kjör,
sem starfsmanni við banka. Gegnir
það furðu, að þeim embættismanni,
sem annast fjárreiður ríkisins skuli
vera boðin slík launakjör.—
Hinn nýi ríkisféhirðir er ungfrú
Ásta Magnúsdóttir, Ólafssonar hins
þjóðkunna ljósmyndara. Hefir hún
verið statfandi hjá ríkisféhirði síðan
árið 1910, að hún réðist aðstoðar-
stúlka hjá þáverandi ríkisféhirði
Valg. Claessen, sem var hinn fyrsti
ríkisféhirðir (landsféhirðir, sem þá
var kallað) eftir að landfógetaem-
bættið var lagt niður. Vann hún hjá
honum i 7 ár, en síðan 16 ár með
Jóni Halldórssyni, sem var skipað-
ur féhirðir eftir Claessen og gegndi
því starfi til síðustu áramóta. Það
er mála sannast og viðurkent af
þeim, sem bezt þekkja til, að ungfrú
Ástá hafi sýnt staka reglusemi og
dugnað í starfi sínu og mun því eng-
inn vera kunnugri öllu starfi á skrif-
stofu ríkisféhirðis en hún. Enda
fékk hún hin eindregnustu meðmæli
fráfarandi ríkisféhirðis, er hún sótti
um embættið. — Ungfrú Ásta mun
véra eina konan, sem skipuð hefir
verið ríkisféhirðir í Evrópu og má
því skipun þessi heita nýmæli.
—Fálkinn.
Hrauát kona
í Croydon á Englandi á heima
lcona, áttræð að aldri. Hún hefir
nú mist öll börn sín, 22 syni. Tíu
af þeim féllu í stríðinu. Þrír dóu
af slysförum, en hinir dóu eðlileg-
um dauða. Hún átti þrisvar sinn-
iim tvíbura.
Karlaklúbbur
Fyrsta lúterska safnaðar, naut á-
nægjulegrar samverustundar í fund-
arsal kirkjunnar síðastliðið þriðju-
dagskvöld. Aðalræðumaður klúbbs-
ins að þessu sinni var Dr. Richard
Beck, prófessor við ríkisháskólann
i Norður Dakota. Var umtalsefni
hans, eins og áður hafði auglýst ver-
ið hér í blaðinu, “Old Norse Philo-
sophy of Life.” Snerist erindi þetta
hið fróðlega og röggsamlega flutta,
einkum og sérílagi um lífsspeki þá er
kemur fram í Hávamálum. Var
auðheyrt á öllu að tölumaður var
vel kunnugur hnútum sínum og að
vandað hafði verið mjög til undir-
búnings. Má óhætt segja, að á-
heyrendur, sem voru margir, hafi
orðið þarna eftirminnilegrar ánægju
aðnjótandi.
Er. Dr. Beck hafði lokið máli
sínu, kvaddi prestur Fyrsta lúterska
safnaðar, Dr. Björn B. Jónsson sér
hljóðs,, mintist fagurlega á starf-
semi Dr. Becks, og þeirra annara
ágætismanna, er að því ynnu, að út-
breiða þekkingu á íslenzkri menn-
ingu og íslenzkum bókmentum, víðs-
vegar um þetta mikla, vestræna
meginland. Lét hann þá ósk í ljósi,
að háskóli Nörður Dakotaríkis,
sendi á sínum tíma Dr. Beck hingað
norður, til þess að takast á hendur
prófessorsembætti það i islenzkri
tungu og íslenzkum fræðum við há-
skóla Manitobafylkis, er nú væri
efst á dagskrá með Vestur-íslend-
ingum. Þakkaði Dr. Björn fyrirles-
aranum hans ágæta erindi.
Próf. Jóhann G. Johansson talaði
á fundi þessum nokkur orð um
skáldið Davíð Stefánsson og las upp
eftir hann tvö kvæði. Fundarstjórn
hafði með höndum Mr. Fred
Bjarnason.
Þingkosningar á Norður-
írlandi
Þann 30. þ. m. fara fram kosn-
ingar á Norður-írlandi. Framboðs-
frestur rann út á mánudaginn var.
Að þeim tíma loknum, kom það í
ljós að núverandi stjórn hafði unn-
ið kosningarnar gagnsóknarlaust,
eða fengið kosna tuttugu og sjö
fylgismenn af fimtíu og tveimur, er
í alt eiga sæti á þingi. I hinum kjör-
dæmunum verður að ganga til kosn-
inga.-------------------
Stjórn Bandaríkjanna við-
urkennir Soviet ríkjasam-
bandið rússneska
Símað er frá Washington, þann
18. þ. m., að stjórn Roosevelt forseta
hafi formlega viðurkent Soviet
ríkjasambandið rússneska, og að
stofnað hafi verið samdægurs til
gagnkvæms sendiherra sambands
milli þessara tveggja þjóða. Sextán
ár eru nú liðin frá því er þjóðir þess-
ar slitu fulltrúasambönd sín á milli.
Stjórn Bandaríkjanna hefir nú
útnefnt sendiherra fyrir Rússland
og heitir sá William C. Bullitt, og
hefir um nokkra hríð gegnt mikil-
vægri sýslan í utanríkisráðuneytinu.
Skift um fjármálaráðgjafa
Simað er frá Washington þann
16. þ. m., að William H. Woodin,
fjármálaráðgjafi Roosevelt stjórn-
arinnar í Bandaríkjunum, hafi látið
af embætti, en í hans stað verið
skipaður Henry Morgenthau, sonur
Henrys Morgenthau, þess er gegndi
sendiherra embætti á Tyrklandi fyr-
ir hönd hinnar amerísku þjóðar, um
þær mundir er heimsstyrjöldin frá
I9i4, braust út, og fyrstu árin þar á
eftir. Aðstoðarf jármálaráðgjafinn,
Mr. Acheson, þefir einnig sagt stöðu
sinni lausri. Látið er í veðri vaka,
að ástæðan fyrir embættisafsögn
Mr. Woodin’s eigi rót sína að rekja
til bilunar á heilsu hans.
Komdu, blærinn blíði
Komdu, blærinn bliði,
berðu mig til stranda!
Einn er út á hafi,
ekki sé til landa,
og mót bröttum bylgjum
berst á litlu fleyi.
—Dagur er að dvína.
Dökkvinn hikar eigi!
Hækka hafsins öldur,
haustsjóarnir flæða
inn um vík og voga.—
Vindar kaldir næða.—
Sökti sæl í djúpið
sínum hörpudiski
hafmey. — En nú örlar
uggi’ á ljótum fiski.
Syrtir yfir sjónum.
—Sól að viði gengin.—
Öllu’ er andar, lifir
andvörp eru fengin!
Komdu, blærinn blíði,
berðu mig til landa.—
Leit eg land í hylling,
—ljóma fegri stranda.
Komdu, blærinn blíði,
berðu mig til stranda,
einn er út á hafi,
ekki sé til landa.—
Veit eg vona landið
vera í hjarta þínu.—
Helg því horfi móti,
—hætti lífi mínu!
Sofðu —- Sofðu!
Sofðu, sofðu, blessað litla barn,
bjarma mildum slær á lífsins hjarn.—
Englar vaka vöggu þinni hjá,
velferð gæta, hættum stýra frá.
Sofðu, sofðu, elsku yndið mitt,
englar ljóssins verndi hjarta þitt.
Sofðu, sofðu, blíða litla barn—
bjartur geisli skín á lífsins hjarn.
Sofðu, sofðu, blíða barnið mitt,
blessun drottins vermi hjarta þitt.
Sofðu, elsku yndislega barn,
augu lífsins græða vetrarhjarn.
Sofðu, sofðu, safna dug og þrótt—
sofðu, barn mitt, sofðu blitt og rótt.
Síðar vak, er verkefni og störf
vonir glæða, tilgang líf og þörf.
Sofðu, sofðu barn mitt, blitt og rótt,
bæn min vakir—sofðu, góða nótt.—
Svefninn færir sálu þinni frið,
svefninn nærir, veitir þreyttum grið.
Skuggi.
Rúnasteinn horfinn
Dagblöðin i Winnipeg fluttu þær
fregnir á mánudaginn, að rúna-
steinn sá, er getið var um í siðasta
blaði að fundist hefði í námunda við
Sandy Hook norður við Winnipeg-
vatn, væri með öllu horfinn, og að
lögreglan væri að rannsaka hverjir
valdir væri áð hvarfinu.
Gullbrúðkaup
Síðastliðinn mánudag áttu þau
Mr. og Mrs. Sigfús Jóelsson tutt-
ugu og fimm ára hjónabandsafmæli.
í tilefni af því var þeim haldið f jöl-
ment og ánægjulegt samsæti að
heimili Mrs. A. Tóhannesson, 566
Simcoe stræti hér i borginni.
Samkvæmi þetta hófst með þvi að
sungin voru þrj ú vers úr brúðkaups-
sálminum “Hve gott og fagurt og
indælt er”; að því loknu flutti Dr.
Björn B. Jónsson bæn, mælti til silf-
urbrúðhjónanna nokkur fögur árn-
aðarorð, og afhenti gjöf til minja
um atburðinn. Stjórn samkvæmisins
hafði með höndum Gunnlaugur
kaupmaður Jóhannsson.
Með scing og hljóðfæraslætti
skemtu Mrs. Hope, Miss Beta Eyj-
ólfson og Mr. Albert Stephenson.
Nokkur orð í garð silfurbrúð-
hjónanna, fluttu þeir A. S. Bardal,
Einar P. Jónsson og Ásmundur P.
Jóhannsson, auk samkvæmisstjóra,
er miðlaði veizlugestum öðru hvoru
af sínum óausandi fyndnisbrunni.
Silfurbrúðhjónin þökkuðu gjöfina
og hlýhug þann, er samsætið bæri
vott um, með nokkrum velvöldum
orðum, hvort um sig. Veitingar voru
hinar rausnarlegustu og yfirleitt
mátti með sanni segja að á manna-
móti þessu skorti hvorki gleði né
góðan fagnað.
Mr. Paul Bardal
ÞaS er íslendingum bæði gagn og
sómi að eiga góða samlanda sína í
bæjarstjórn. Síðustu tvö árin hafa
þeir átt mætan manna í bæjarstjórn-
inni, þar sem Baul Bardal er. Hann
býður sig fram á ný til fulltrúa í
2. kjördeild. íslendingar veittu hon-
um drengilega að málum fyrir tveim-
ur árum og þeir gera það að sjálf-
sögðu enn. Til þess að tryggja
kosningu hans á föstudaginn, velt-
ur mest á því að landar greiði hon-
um forgangsatkvæði. Greiðið hon-
um atkvæði, allir sem einn!
Smyglarar við Finnlands-
átrendur
Bretland og Finnland hafa gert
með sér samning viðvíkjandi smygl-
unarmálum og heimildum til þess að
stöðva skip og rannsaka, hvort um
smyglaskip sé að ræða eða ekki.
Samkvæmt samningum heimilast
finskum yfirvöldum að stöðva skip,
innan 500 smálesta að stærð, sem
hafa uppi breskt flagg, við strend-
ur Finnlands, í framannefndum til-
gangi, svo fremi að þau séu eigi
svo langt frá landi, að um klukku-
tima siglingu sé að ræða. Búist er
við, að af samningsgerð þessari leiði
að smyglarar við Finnlandsstrendur
neyðist til að hætta að nota bresk
flögg, en mjög hefir á því borið að
undanförnu, að þeir geri það, þótt
skip þeirra séu ekki brezk.
—Tíminn.
Smámyndagerð
Dr. Hans barón Jaden
Sífelt hafa ýmsir menn fengist
við svonefnda smámyndagerð, ekki
einasta við smámálverk (miniature-
myndir) heldur og ýmsar mótaðar
myndir af minsta tagi, til að hafa í
men, úr, hringa og í flsökum.
Dr. Hans barón Jaden í Vínar-
borg, er einn þeirra, er við þess-
konar myndagerð fæst. Hefir hann
lagt stund á þessa listagrein nú um
nokkur ár.
Hann gerir eftirlíkingar eða líkan
af ýmsum þektum stöðum, húsum,
herbergjum, og fleira, og kemur
myndum þessum fyrir í eldspýtu-
stokkum. Hefir hann náð mikilli
leikni í þessu, og er næstum furðu-
legt hve vel honum hefir tekist.
Liggur í augum uppi að til þess hátt-
ar myndagerðar þarf handlægni
mikla, smekk góðan og umfram alt
þolinmæði. Upprunalega tók hann
að fást við þetta sér til dægrastytt-
ingar. En ýmsir mætir menn veittu
þessu eftirtekt, og fóru þess á leit
við hann, að hann sýndi þessi verk
sín opinberlega. Samkvæmt ósk
þeirra sýndi hann svo þessar myndir
sínar á merku safni hér í borginni,
því svo er litið á, sem þær geti haft
þjóðfræðilega þýðingu. Eru nú 25
af öskjum hans til sýnis í þjóðminja-
safninu i keisarahöllinni hér í Vín-
arborg. Eru það myndir frá Japan,
Samarkand, Kamernn, Mexico, Is-
landi, Færeyjum, Grænlandi og Jan
Mayen.
Alls hefir hann fullgert 80 slíkar
myndir. Eru myndirnar auk þeirra
staða, sem fyrir eru nefndir, frá
Vínarborg og víðar úr Austurríki,
Sviss og Þýskalandi. Meðal annars
hefir hann gert mynd af húsi Goethe
í Weimar og af herbergi í þvi húsi,
af húsi Schillers í Weimar, gömlum
luisum í Rothenburg, af ráðhúsinu
i Lindau, af borgarhliði í Stralslund
o. m. fl. íslenzkar myndir hefir
hann gert þessar: Víkingaskip,
Geysir, Gamall bóndabær, Hús í
Reykjavík, Klettaboginn í Þjórsár-
dal. Frá Færeyjum hefir hann gert
tvær myndir: Hvalbeinahliðið i
Þórshöfn og Dómkirkjurústir í
Kirkjubæ. Þá hefir hann gert mynd
af grænlenskum Eskimóakofa og
mynd af kofa austurrísku pólleið-
angursmannanna á Jan Mayen, frá
árunum 1882—1883.
Myndagerð þessi hefir orðið dr.
Jaden því auðveldari sem hann er
hagur maður, enda hefir hann feng-
ist mikið við útskurð. Hefir hann
t. d. skorið mikið út af húsgögnum
sínum, og ýmislegt annað merkilegt,
sem er að finna á heimili þeirra
hjóna. Er það alt sérlega vel og
smekklega gert, og ber þess ljósan
vott, að maðurinn er listfengur
mjög, og hefir í engu kastað til þess
höndunum. Dr. Röck forstjóri þjóð-
minjasafnsins (Völkermuseum) er
nú að undirbúa sýningu á bygginga-
list ýmissa þjóða á mismunandi tim-
um. Hefir hann óskað eftir, að dr.
Jaden verði honum hjálplegur við
það starf.
Wien, 9. ág. 1933.
A. Blöndal.
—Mbl.
Met í málafærslu
Einn af þektustu dómurum í Eng-
landi, Merrivale lávarður, forseti
hjónaskilnaðar dómstólsins, hefir nú
dregið sig i hlé. Hann er 78 ára að
aldri. Hefir hann séð um 11 þús-
und hjónaskilnaði. Og einu sinni
vildi það til, að hann uppleysti 83
hjónabönd á einum degi.—Sjálfur
er hann ókvæntur.