Lögberg - 14.12.1933, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.12.1933, Blaðsíða 1
PHONE: 86 311 Seven Lines Rtirrt foTá m iteo •jsjs** For Service and Satisfaction 46. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 14. DES. 1933 Austurríki Maður sleginn í rot og rœndur í fyrrinótt Maður kærði yfir því í gær til lögreglunnar, að hann hefði í iyrri- nótt verið sleginn niður og rændur. Kvaðst hann hafa verið inni á kaffi- húsinu Aldan og hitt þar tvo menn, sem hafi boðið honum til sín þar sem þeir bjuggu á Hverfisgötu 32. Bjóst hann við að fá einhverjar góðgerðir. En þegar þær komu ekki, fór hann að hafa sig til brottferðar. En þá reis upp annar mannanna, sem hafði boðið honum og barði hann í höf- uðið, svo hann féll við og misti við það meðvitundina. Þegar hann rpnkaði við sér varð hann þess var, að 40 krónur, sem hann hafði haft á sér, voru horfnar. En eftir þessar viðtökur fékk hann að fara leiðar sinnar. Sýnilegt var það á manninum, að hann hafði veið sleginn hrottalega í höfuðið. Yfirheyrslum út af þessu máli var ekki lokið í gærkveldi, þegar Nýja dagblaðið hafði tal af lög- regluvarðstofunni. Nýja dagblaðið 18. nóv. Bifreiðarslys í gær kl. tæplega 12 vildi það til á gatnamótum Laugavegs og Vita- stigs, að bifreiðin R.E. 195, sem kom að innan og piltur, sem kom á hjóli niður Vitastíginn. rákust þar á. Eftir sögn bifreiðarstjórans,, sem heitir Kristján Sigurgeirsson. ók pilturinn lengst úti á götubrúninni vinstra megin og framfyrir bifreið- ina, og i þvt bili beygir bifreiðar- stjórinn til hægri, þvert yfir götuna og fór bifreiðin upp á gangstéttina hinumegin. Pilturinn mun hafa fylgst með bifreiðinni yfir götuna og féll í ræsið langs undir bifreið- ina, en þar sem annað framhjól bif- reiðarinnar var uppi á gangstéttinni, varð lengra bil en ella frá bifreið- inni og að götunni, sem gerði það, að pilturinn kramdist ekki undir henni. Pilturinn misti meðvitundina og var f luttur á Landsspítalann. Sagði læknirinn að hann væri hvergi brot- inn og ekki mjög mikið marinn. Nokkurt högg hafði hann þó fengið á höfuðið, sennilega þegar hann féll á gangstéttarbrúnina. Piltinum leið eftir vonum þegar síðast fréttist. ann heitir Jón Jó- steinsson og býr á Vitastíg 10. Nýja dagblaðið 18. nóv. Strœtisvagn veltur út af Hafnarfjarðar- veginum Seint i gærkvöldi frétti blaðið, að um kl. 7 hefði strætisvagninn nr. 971, sem var á leiðinni frá Hafnar- firði til Reykjavíkur, oltið út af veginum, rétt innanvert við Hafn- arfjarðarhraun, en sunnanvert við Álftanesveginn. Átta farþegar munu hafa verið í vagninum. Eftir þeim fregnum, sem blaðinu tókst að ná í, hafði enginn farxeg- anna slasast neitt verulega. Mun strætisvagninn hafa mætt annari bifreið og farið of utarlega á veg- brúnina. Nýja dagblaðið 18. nóv. Fálkar vinna frægan sigur Á síðastliðið mánudagskveld, vann Fálka hockey-flokkurinn mik- inn og frægan sigur á keppinautum sínum, hockey-leikurunum frá Bran- don. Stjórnarskifti á íslandi Þann 16. nóvember síðastlið- inn beiddist Ásgeir Ásgeirsson, forsætisráðgjafi, lausnar fyrir ráðuneyti sitt, og símaði kon- ungi þegar lausnarbeiðni sína. Daginn eftir barst honum svar konungs um að lausnarbeiðnin væri veitt, en hinu fráfarandi ráðuneyti jafnframt falið að fara með völd, þar til ný stjórn yrði mynduð. Úr bænum Þorsteinn Johnson og Gunnlaug- ur Gunnlaugsson hafa til sölu góð og ódýr jólatré á horninu á Sher- brooke St. og Woolseley Ave. Þann 28. október s. 1., var þeinr hjónum Mr. og Mrs. Methusalem Jósefsson að 1765—isth Ave., East Vancouver, B.C., haldið fjölment og ánægjulegt samsæti í tilefni af fjórðungsaldar hjónabandsafmæli þeirra. Frumkvæði að mannfagn- aði þessum munu hafa átt þær Mrs. Reilly, dóttir hr. A. S. Bardal, og Miss Maria Anderson skólakennari. Afhenti sú síðarr.efnda silfurbrúð- hjónunum vandaðar minningargjaf- ir, og árnaði þeim heilla fyrir hönd viðstaddra vina. Skemtu gestir sér við söng og hljóðfæraslátt, auk þess sem allir nutu ágætra veitinga. Var samkvæmið einkar ánægjulegt. Fimtíu ára afmœli lýðveldisins í dag eru fimtán ár liðin síðan Austurríki varð lýðveldi. Hér er eigi rúm til að rekja sögu þess, og er aðeins unt að vikja að tildrögunum að stofnun þess. — Það er kunnara en frá þurfi að segja, að heims- styrjöldin leiddi til þess að hið mikla veldi, Austurríki og Ungverjaland, liðaðist sundur í lok heimsstyrjald- arinnar (676,060 ferkílóm. og 51,- 390,000 íbúar árið 1910). Austur- riki er nú 83,857 ferkílómetrar og íbúatalan liðlega hálf sjöunda mil- jón. Seinasti utanríkismálaráðherra Austurríkis og Ungverjalands, An- drassy, samdi frið við ítali 2. nóv. 1918 og fór því næst frá, en Karl keisari lét af völdum 10. nóvember. Þ. 21. okt. s. á. kom saman í Vínar- borg samkunda þjóðfulltrúa, sem 31. október tók stjórn landsins í sínar hendur. Þjóðsamkundan leitaði samvinnu við Þjóðverja, en Banda- menn voru því mótfallnir og með friðarsamningunum i St. Germain voru núverandi landamæri Austur- ríkis ákveðip (10. sept. 1919). Hinsvegar var lýðveldið stofnaS þ. 12. nóv. 1918 og er sá dagur því merkur í sögu hins nýja Austur- ríkis. Undanfarin 15 ár hafa verið erfiðleikaár í Austurríki. Eins og í öðrum löndum, sem þátt tóku í heimsstyrjöldinni, og raunar öllum löndum, voru afleiðingar styrjald- arinnar mjög alvarlegar, en óvíða hefir verið við meiri erfiðleika að striða en í Austurríki, erfiðleika, sem eiga rót sína að rekja til þess hve það bar í ýmsu skarðan hlut frá borði, er Austurríki og Ung- verjaland voru bútuð sundur. Fjár- hagur landsins var lengi hinn erfið- asti og margskonar ólán steðjaði að, en á undanförnum árum hefir það komið skýrt í ljós á margan hátt að þessi tápmikla, reynda og ment- aða þjóð hefir stælst við hverja raun, og nú er svo komið, að betur horfir um framtíð þjóðarinnar að ýmsu leyti en nokkuru sinni siSan er er lýðveldið var stofnað. Hér er ekki átt við það, að stefnt hefir ver- ið i áttina til meira einræðis þar i landi, því að um afleiðingar þess verður eigi sagt að svo stöddu, held- ur hitt, að fjárhag og atvinnulífi þjóðarinnar hefir verið komið i langtum betra horf, á tiltölulega kömmum tíma, en menn lengi þorSu að gera sér vonir um. Ýmsir ágætir menn hafa unnið þrekvirki á þess- um skamma tíma, sem liðinn er, síð- an er lýðveldið var stofnað. svo sem Miklas, forseti lýðveldisins, Dolfuss núverandi kanslavi sem á afar mik- ilvægan þátt í, að fjárhagur ríkis- ins hefir stórum batnað, og m. fl. Austurríki hið nýja byggia nálega einvörðungu þjóðverskir menn eða 6 miljónir. ísland hefir átt því láni að fagna, að eiga marga ágæta vini meSal hinnar austurrísku þióðar, menn, sem hafa látið sér ant um sóma þjóðar vorrar í hvívetna og int mikið starf af höndum til þcss að vekja eftirtekt á íslenzkri menn- ingu yfirleitt, aðallega sögu þjóðar- innar og bókmentum. Á sú vinátta sem vel metnir austurrískir menn og konur hafa auðsýnt íslendingum, sinn mikla þátt i, að þeir óska þess heilhuga, að framtíð Austurríkis megi sem fegurst verða. A. Vísir 12. nóv. Ákjósanleg jólagjöf Komið er nú hingað til útsölu, prédikanasafn það, “Guðsríki,” eftir Dr. Björn B. Jónsson, er Prestafélag íslands gaf út í sumar er leið, og getið hefir nýlega verið um hér í blaðinu. Hefir bók þessi að makleikum, hlotið lofsamleg um- mæli merkra rnanna, svo sem pró- fessor Sigurður P. Sívertsen, Dr. Richard Becks, séra Árna Sigurðs- sonar og séra Knúts Arngrimssonar. Álit þeirra Dr. Becks og séra Árna á sanngildi þessarar merkilegu bók- ar, hefir fyrir skömmu birst í Lög- bergi, og er lesendum þess þar af leiðandi kunnugt. I umgetningu um bók þessa í ný- útkomnum árgangi Prestafélagsrits- 'ins, kemst ptófessor Sigurður P. Sívertsen meðal annars þannig að orði: “Þarf ekki að efa, að bók- inni Verði vel tekið vestra, og að hún verði þar fjölda manna kærkomin jólagjöf. En vér vonum, að hún fái einnig góðar viðtökur hér heima, þar eð séra Björn er þjóðkunnur maður vor á meðal. Þeir, sem lesið hafa “Sameininguna” eða “Lög- berg,” vita hve ágætur rithöfundur hann er og prédikari.” Upplag bókar þessarar er alt í bandi; meiri hlutinn í skrautbandi. í skrautbandi kostar hún $1.25, en í hinu ódýrara $1.00. Útsölu hefir með höndum hér i bænum, hr. Jónas Jóhannesson, 675 McDermot Ave., auk þess sem hafinn mun að því undirbúningur, að senda bókina til útsölumanna i hinum ýmsu nýbygð- um f jær og nær. Svo bjart er yfir innihaldi þess- arar merkis bókar, auk prýðilegs ytra frágangs, að hún ætti að komast inn á hvert einasta islenzkt heimili hér vestra fyrir jól þau, er nú fara i hönd. PIANO -FORTE IN MEMORIAM Sveinbjarnar tónslcálds Sveinbjörnsson Jlúsgluggí opinn. Harpa slegin. Eg hleraði hálft um hálft. Gekk svo rakleitt. glaður og feginn. En, guð! ef það fyndi til sjálft! Svo gekk eg að húsinu hinummegin— harpan strengjaseiminn dró eins og fót úr dýi dreginn. Ó, dauðalag, ó, píanó! Það er píningarsaga segin ef söngurinn dottar eða hrín, að liann er himni hinumegin, hatramt guðlast og falsað vín. eins og ljámýs um allan teiginn órakað lií og klikkað lín, útlátinn skamfur illa veginn— ætti að liljóma og skammast sín. Heyrt hefi eg aðra hörpu syngja hjartanu gleði, sjúkum traust— þá heyrði eg tóna himins klingja heilaga mes.su svikalaust. Hún mátti sjálfa elli yngja, eins og balsam á skrælda von, eins og klukkurnar helgu hringja, hana átti Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Þann andans jöfur, Æols maka, orðlaus hlýddi’ eg og starði á hann. Ilandbragðið sama hvort var staka, hersöngur, leikur, ást, er brann, þjóðsöngur, ríma, vikivaka veizlugleði — þar alt eg fann og vormorguns hlýju vængjablaka. Vale! Guð blessi þennan mann. Svíf þú nú heill um himna bjarta í hátíð upp á hvern einn dag; er leikmenn eru að kveina og kvarta, kveddu ólögin fljótt í lag, Og njóttu, er býður María’ og Marta og mótaðu allan söngsins hag í stvrk og mildi og helgi í hjarta, að himininn syngi guðabragð. NÚMER 50 KIRKJAN Guðsf jónustur t Fyrstu lútersku Jcirkju sunnudaginn 17. deseniber. 1. Hádegis-guðsþjónusta (ensk) kl. 11 f. h. Ræðuefni: World’s Conditions at the Time of Christ’s Birth. \ 2. Síðdegis-guðsþjónusta (íslenzk) kl. 7 e. h. Almenn altarisganga safnaðarins. Silfurbrúðkaup Hinn 20. okt. s. 1. var mannfagn- aður mikill í samkomuhúsinu viÖ Brú í Argylebygð. TilefniÖ var að þá áttu silfurbrúðkaup sitt þau hjón- in Magnús og Jakobína Nordal. Hópurinn, sem þarna var þetta kveld var glöggur vottur vinsælda þeirra, sem hjónin njóta hjá bygðarfólki al- ment, því nokkuð á annað hundrað manns höfðu þarna safnast saman, enda þótt veður væri slæmt og haust- að að. Borð eitt mikið hafði verið sett um samkomuhúsið endilangt, og á því voru íslenzkir brúðkaupsréttir en yfir alt bar hin fagra brúðarkaka, sem vinkonur brúðarinnar höfðu skreytt og fegrað til heiðurs silfur- brúðkaupsh j ónunum. Forseti safnaðarins, Axel Sigmar skipaði gestum í sæti og sá um að alt færi sem bezt fram og myndar- legast. Þegar alt var til reiðu, og brúð- gumi hafði verið til sætis leiddur, var brúðurin leidd inn, ung i annað sinn og tók sæti sitt við hlið síns trygga eiginmanns, á meðan tónar brúðgöngulagsins eftir Lohengrin fyltu salinn með ljúfleik og gleði. Hófst síðan brúðkaupsminning þessi með því að allir sungu brúð-- kaupssálm, en prestur safnaðarins flutti bæn. Þegar menn höfðu neytt veiting- anna sem voru myndarlegar að vanda hófst skemtiskráin. Sungu allir hópsöngva. íslenzka, undir stjórn C. Norman, öðru hvoru á skemtiskránni, en auk þess skemtu með tvísöngvum Peters feðgarnir frá Cypress; einnig var skemt með upplestri og sólóspili. Til máls tóku hr. Axel Sigmar, safnaðarforseti, er þakkaði þeim hjónum sitt mikla starf og trúverðuga, er þau hafa unnið og vinna enn þá, í þarfir safnaðarins, og annars félagsskapar í bygðinni. Ben. Anderson mælti sérstaklega til brúðarinnar, mintist bernskuára hennar og þroskaára, til þess nú að hún er ein af fremstu konum bygðarinnar. Þá talaði einn- ig hr. C. B. Jónsson og mintist langs samstarfs með Nordals hjónunum, og ánægjuríkrar samvinnu í svo mörgu, sveitinni þessari til frama, sem þau hjón hefðu átt drjúgan þátt í. Einnig talaði prestur safnaðarins til silfurbrúðhjónanna og benti á hve einstaklingar og heimili geta verið farvegir Guðs kærleika og um- hyggju hér í lífi sínu, og á þann hátt haft ómetanleg áhrif á einstaklinga, heimili og sveitir í kringum sig; taldi hann Nordalshjónin hafa þannig lifað i þessari sveit, og þvi væri *þetta mót í kveld og þessar gjafir að verðugu. Afhenti hann þeim hjónum silfur-blómsturvasa, með áletran, sem gjöf frá vinun- um, og í vasanum voru lifandi rósir, vottur lifandi árnaðaróska til heið- urshjónanna. Einnig afhenti hann þeim gjöf frá nánustu ættingjum; var það pyrex- skál, stór, í silfur-umgjörð, hin feg- ursta gjöf. Kvenfélagið gaf silfur- brúðurinni mikinn blómvönd, sem skartaði vel á hinu skreytta borði. Mrs. Nordal er nú foseti kvenfélags- ins og hefir um mörg undanfarin ár verið áhrifamikill meðlimur þess. Allar þessar gjafir og vinahót áttu Nordalshjónin skilið. Því svo heil- brigt og heilsteypt hefir starf þeirra verið. Heimili þeirra stendur í miðri Brúarbygð, húsagarðurinn all- ur ber svip risnu og myndarskapar, og beri gest að garði, eru viðtökurn- ar höfðinglegar, því myndarskapur- inn nær til alls innan húss og utan. Fjöldi skeyta og bréfa bárust silfur* brúðhjónunum þennan dag frá ætt- ingjum og vinum, er í f jarlægð voru, en máttu ekki, sökum vegalengdar, sækja mótið. Að lokum var stiginn dans ; skild- ust síðan allir eftir ánægjuríka stund með þökk í huga til Nordalshjón- anna og stoltir af að eiga þau í sín- um hópi og vonríkir að mætast aft- ur í gullbrúðkaupi þessara sæmdar- hjóna. Slys á Siglufirði Siglufirði 16. nóv. Vilhjálmur Sveinsson af Siglu- firði, ættaður úr Kaupangssveit, reri í gær einn á báti frá Siglufirði og hefir ekki komið fram. — Nánari atvik eru þessi: 1 morgun fanst á Siglufirði mannlaus smábátur liggj- andi við akkeri, en færi var úti og bundið við bátinn. Síðar vitnaðist, að Vilhjálmur, sem áður var getið hafði fengið bátinn lánaðan, og ró- ið á honum einn til fiskjar um kl. 5 í gærdag. Síðan hefir ekki til Vil- hjálms spurst, og ætla menn. að hann hafi fallið útbyrðis. Lögreglan á Siglufirði slæddi í firðinum í dag. Um kl. 17 í dag hafði það engan árangur borið. Nýja dagblaðið 17. nóv. Ný bók “Starfsárin” heitir bók, sem ný- komin er út. Höfundur hennar er séra Friðrik Friðriksson, en útgef- andi er bókaverslun Þorsteins Gísla- sonar. Bók þessari er skift í marga kafla og undirkafla, og er rúml. 320 bls. að stærð. Rekur þar hinn helsti æskuleiðtogi íslands æfistarf sitt, og mun mörgum finnast mikið um, hvað hann hefir afrekað. Liberal klúbbur Nýstofnaður er liberal klúbbur hér í borginni, sem hafa mun aðset- ur í Music and Arts byggingunni. Meðal stofnenda eru Arni Eggerts- son, Mr. og Mrs. J. W. Lindal og Joseph Thorson, K.C.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.