Lögberg - 10.01.1935, Blaðsíða 2

Lögberg - 10.01.1935, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. JANÚAR 1935 Um Þorstein Oddson Eftir H. Halldorson. Á gamlársdag 1934. Þegar maSur stendur á sjónarhól dregst athygliÖ aÖ stærstu f jöllun- um, hæstu trjánum, fegurstu vötn- untim, o. s. frv., aö því sem aÖ mest lætur til sín taka. Eins er á gamlársdag, þegar að maður lítur yfir árið sem er aÖ hverfa í timans haf; atvik og viðburðir, sem mikið kveður að rifjast upp og endur- spegla í huganum þaö sem glæsilegt er og varanlegt; það sem gott er og þarflegt geymist; hið fánýta gleym- ist. Ein af þeim myndum, sem geymist er minningin um Þorstein Oddson. Á þessu ári, 1934, er Þor- steinn Oddson fallinn frá og flutt- ur í nýja heima. Hann andaðist á sinu prýðilega heimili 112 S. Hobart Rlvd. í Los Angeles, Calif., 17. ágúst. Hann var fæddur á Húsavík í Þingeyjarsýslu á íslandi 1864. Um afkomendur og ættmenni Oddsons hefir verið skrifað bæði í íslenzk og ensk blöð; endurtekning því óþörf. Á æskudögum Oddsons var móð- ins á íslandi “að fara til Ameríku”; sérstaklega ef eitthvað bar út af. Það þurfti oft og tíðum ekki rrteira til en að kaupmaðurinn yrði knapp- ur á korni eða uppiskroppa á brenni- víni, til þess að lagt vri af stað til Ameríku. Oddson slóst í förina til Vestur- heims með fjölmennum hóp árið 1888. Þegar að vestur var komið reyndi á þolrifin, rnenn klifu þrítug- an hamarinn til þess að ná fótfestu í Ameriku. Þeir ruddu skóga og ræktuðu lönd. Landans fyrsta við- kynning við Ameríku var róttæk, ef hann var ekki að rækta hana á yfir- borðinu, var hann að grafa holur og skurði niðri i henni, fyrir Lee og Kelly i Winnipegborg. . Sú hugmynd var ríkjandi, að þeg- ar maður kæmi í ókunnugt land með lítinn auð og mállaus, eins og komist var að orði, (hugsaðu þér mállausan landa) væri ekki við góðu að búast. Ef til vill hugsuðu sumir eins og K. N. svo rösklega kvað: “Ilt er plenty good enough for me.” En, það leið ekki á löngu þangað til að fariö var að kveða við raust: “Látum sjá að Landinn kann að labba í takt;”—ekki einungis i takt, heldur að hækka tóninn og fjörga spilið. Hugsunarhátturinn breyttist; að vera útlendingur i ókunnu landi hætti að vera afsökun. Hitt var at- riðið fyrst, aö maður var íslend- ingur, og þá ætti maður að vera eins góður fyrir sinn hatt og sá næsti, veri hann hvað sem hann_vill: íri, Skoti eða Englendingur. Brot af islenzku þjóöinni hefir nú um mörg ár verið einn atkvæðamesti þjóðflokkurinn í Manitoba, sem auðvitað hefir orðið fyrir dugnað og kjark íslendinga yfirleitt, en ef hægt væri að velja nokkra sérstaka menn, sem öðrum fremur skyldi þakka, yrði Þorsteinn Oddson einn sá fyrsti í vali. Með hugviti, þreki og kjarki yfir- burðamannsins ruddi Þorsteinn Oddsson nýja braut og sýndi í orði og verki að það var ekki og átti ekki aö vera hlutskifti íslendinga í Vesturheimi, að grafa fyrir Lee og Kelly, heldur að Lee og Kelly skyldu grafa fyrir þá og eftir þeirra boði. Skömmu eftir aldamótin fór Odd- son að setja sinn stimpil á Winni- peg; hann bygði hvert stórhýsið eft- ir annað og var 1914 orðinn einn af áhrifamestu og auðugustu ibúum Winnipegborgar,—einn af þeim fáu sem voru álitnir að vera miljónerar. Það ár, 1914, hafði hann í smíðum annað stærsta íbúðar-stórhýsið, sem bygt hefir verið i borginni. En Oddson lét fleira til sín taka en byggingar. Meðal annars mvndaði hann og kom á fót nýmóðins “vil- lage” (undirborg), þar sem að ein af nýmóðins umbótunum var, að hvert hús stóð á margfalt stærri lóð en títt var í Winnipeg í þá daga. Um það leyti er vegur Oddsons stóð sem hæst, vildi svo til að sundr- ung varð í hinu lúterska kirkjufélagi Islendinga í Vesturheimi; kirkju- höfðingjar urðu ósammála um ýms trúaratriði. Þorsteinn Oddson, upp á eigin hiönd og fyrir eigin rgikning, bvgði nýja kirkju og myndaöi nýjan söfn- uð, þar sem að allir íslenzkir lúters- trúarmenn voru velkomnir. Hans hugmynd var að sameina það, sem hafði sundrast í kirkjumálum. Þeg- ar að Oddson hafði þessi og önnur stórvirki með höndum, og sum ný- byrjuð, kom heimsstríðið til sög- unnar, sem braut niður, eyðilagði og gjörði að engu margt það, er dugn- aðar- og atorkumenn höfðu bygt upp um víða veröld. Þessi illkynj- aði draugur náði tökum á Oddson, eins og svo mörgum öðrum er hátt stóðu; hans ríki var deilt og gefið ættingjum draugsins. Hann fékk að kenna á lögum og siðum, er gjörðu þeim parti auðvaldsins, setn aðgjörðaminstur var, fært að hlaða allri ábyrgð og öllu tapi á hinn part- inn, sem aðgjörðamestur var, — á dugnaðar og framfaramgnnina, þegar að óvænt og ófvrirsjáanlegt atvik bar að höndurn, sem stríðið, er splundraði allri röð og reglu í við- skiftum. Oddson var ekki auðelskur mað- ur; hann skoðaði auð einungis sem afl til framkvæmda, og sem hjálp til þess að hann gæti látið sem mest gott af sér leiða, og líknað bág- stöddum. Tap auðs, vegna heimsstríðs, sem bann hafði aldrei tekið með í reikn inginn, var líkt og að tapa i spili, vegna þess að einhver svíktir lit eða hefir rangt við á annan hátt. Mað- ur stokkar pakkann, gefur og spilar á ný, og það var það sem Oddson gjöröi, og hann var vel á vegi að vinna í nýju spili í Winnipeg, þegar að framfarir í Los Angeles og veð- urblíðan í Suður-Californíu seiddu hann til sín árið 1923. Oddson tók sér bústað á Hobart Blv., Los An- geles í einum fegursta parti borgar- innar, örskamt frá hinu skrautlega Wilshire Blvd., sem allir þekkja, er til Los Angeles hafa komið. Hann hafði skrifstofu á Wíestern Avenue, þar sem hann rak fasteigna verzlun, með sínum vanalega dugnaði. Eitt af því fyrsta, er Oddson gjörði i Los Angeles, var að byggja þrjú stórhýsi, en sem dyrir ókunn- ugleik á afstöðum í nýju umhverfi, komu ekki að tilætluðum notum Oddson gat alt af fundið viöskifta- menn, hvernig sem áraði; hann tal- aði hug í þá, sem voru að missa kjarkinn í “kreppunni.” T. d. býtt- aði hann million dollara hóteli, sgm eigandinn gat ekki borgað skattinn á, fyrir gullnámu, sem var að fara í strand, svo að báðum aðiljum fanst að þeir hefðu himin höndum tekið og stórgrætt á verzluninni. Hann hafði alt af stóreignir og stórfyrir- tæki á boðstólum, til sölu eða í skiftum, en stundum voru svo litlir peningar í veltunni, aö hann varð að taka loforð um borgun í framtíð- inni, upp í umboðslaunin. Oddson var alt af fyrst og fremst íslendingur. Hann bar hag Islands og íslendinga fyrir brjósti. Hann hafði mikið fyrir, að reyna að finna nýja markaði fyrir íslenzkar vörur i Californíu. Fyrir utan erfiðleika, sem stöfuðu af illu árferði, átti hann einnig stundum erfitt með að fá synishorn af íslenzkum varningi gegum tollbúðina í San Petro. A þessum sýnishornum var vanalega “Sláturfélag Suðurlands” og svo nafnið á hlutnum, t. d. “rjúpa.” “Sláturfélag Suðurlands”! það skildi ekki óupplýstur tollheimtu- maður, svo hann varð að opna dós- ina til að finna út hvað i þeim var, og ef það nú»var eitthvað afbragð, eins og kryddsíld. kæfa eða rjúpa, var hann til með að éta mest af því; þó að þetta væri mjög svo óþægi- legt, tók Oddson því vanalega með góðu, og sagöi að honum væri vork- unn, því hann hefði aldrei fyr smakkað annan eins mat. Þegar Oddson mætti Landa á förnum vegi, dró hann stundum flösku upp úr vasanum, upp á gamla, íslenzka vísu, og sagði: “Viltu nú ekki fá þér bragð?” Landinn þáði boðið, en þegar hann var búinn að fá sér bragð, sagði hann: “Er það þá ekki adskotans lýsi.” “Jú,” sagði Oddson, "ekta,} íslenzkt þorskalýsi. Það sem land- inn sagði meira um lýsið er ekki í frásögur færandi, en hann reyndi aö hafá ofan af fyrir sér með því að raula: “Fyrst að lýsið íslenzkt er, er þér bragðið sómi.” Það er enginn efi á því, að ef Oddson hefði lifað lengur, hefði hann fengið blómlegan markað í Californíu, fyrir mikið af islenzk- um vörum, sérstaklega íyrir þessar vörur: æðardúú, nýjan þ'orsk, fros- inn eða kældan, þorskalýsi (meðala- lýsi), kryddsild, grásleppuhrogn, grásleppuhvelju (í lím) o. s. frv. Til Islands ætlaði hann að flytja allskonar aldini frá Californíu. Annað, sem Oddson reyndi að gera fyrir íslendinga var, að fá stjórnina i Californíu til að gefa þeim heimilisréttarland á eyðimörk- inni Mowhara, hér um bil 200 míl- ur frá Los Angeles. The Los An- geles Times kom út með fréttir um það með stórletraðri yfirskrift, eitt- hvað á ’þessa leið: “Nýr Móses, Þorsteinn Oddson vill flytja Islend- inga út á eyðimörkina Mowhara, svo að þeir geti þiðnað og bráðnað af þeim fitan.” Blaöið var að segja meira sattpen það hélt. í sannlcika var þar nýr Móses, sem hefði leitt sína þjóð eða part af henni, inn i auðsælt land, ef hún hefði viljað hlýta hans forsjá og fvlgja hans ráðum. Hver skiki á þessari evði- mörk er nú að seliast háu verði, og eyðimörkin Mowhara verður Gósen- landið í Californiu, þegar hið mikla áveituvatn, The Boulder Dam, 40 til 80 mihir á breidd og 140 milur á lengd, sem nú er verið aö byggja, verður fullgjört. Oddson var hjálpsamur með af- brigðum,—svo hjálpsamur, að þegar að hann hafði ekki peninga á reið- um höndum, gaf hann stundum eig- Ínhandar víxil, þeirn sem leituðu hans, heldur en að neita þeim um hjálp. Hann var stórhuga; þegar að hann var að gera áætlanir eða skýra framtíðarmöguleika ýmsra fyrirtækja, notaði hann svo háar tölur, að þaö gekk alveg frani af þeim, sem lítilsigldir voru. ITann sá oft skýra mynd af því, sem flest- um öðrum var hulið. Oddson hafði stórt bókasafn og var vel að sér í fornum og nýjum fræðum, sem hann áleit mikils virði. Hann fann sárt til að heimsmenn- ingin nýja skyldi ekki hafa meiri mentandi eöa betrandi áhrif en svo, að jafnvel hinir vitrustu notuðu sína vizku og þekking til þess að drepa hver annan í hrönnum, eins og átti sér stað um stríðið; að sameinuö orka þjóðar eða þjóða, þegar að allir leggjast á eitt, sem var svo á- berandi í stríðinu mikla til eyðilegg- ingar, skuli aldrei hafa náð tökum tií uppbyggingar; einnig að þekking á öflum náttúrunnar, sem hefir auk- ist svo mjög á seinni tímum, fyrir dugnað og elju einstakra manna, skuli vera notuð til eyðileggingar, fremur en til uppbyggingar; að ný- móöins vinnuvélar skuli vera brúk- aðar til að svifta menn lífsbrauði og skapa “kreppu” i stað þess að gera öllum lífið auðveldara og skapa al- menna velmegun. Oddson orti tals- vert; mest kvæði um ísland og ís- lendinga; rímur hans um “labbakúta og spenamenn” eru fjörugar og fyndnar, ortar í líking við alþýðu- rímurnar, sem komu út í Reykja- vík eftir aldamótin. Það væri lík- lega innan verkahrings Þjóðræknis- félagsins, að grenslast eftir hvað hann hefir skilið eftir sig af skáld- skap og hvers virði það er sem skáldskapur. Þorsteinn Oddson lifði á byltinga tímum; hann sá heimsstríð og heimskreppu, en það ivoru aldrei ramBúK Er Óviðjafnanlegt fyrir ECZEMA KÝLI, KULDABÓLGU og kuldapolla, skurði, öll brunasár, i HRINGOKM, GYILINI- æð, ígerð og eitursár Hafið öskju við hendina. KAUPIÐ AVALT LUMBER GIGT hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 neinar stórbyltingar í hans hugar- fari; hann var alt af hinn sami — “det eget jeg”—þessi huldi máttur, sem heldur jafnvægi, hvernig sem ytri högum er háttað. Hann var alt af hinn sami: hugprúður, þróttmik- ill framfaramaður og góður íslend- ingur. Þjóstólfur Framh. “Nú held eg að þú, Bóthildur, komir til sögunnar að ráða draum- inn.” En þá sagði hún að það væri ný tilkomið, ef hann héldi að draum- j ar hefðu þýðingu, og það ef hann héldi að hún mundi ráða rétt svona mikinn draum, en þó skal eg segja mitt álit um drauminn. Við erum orðin gömul Þjóstólfur, og naum- ast getur nú verið langt að bíða þess, að okkar dagar séu taldir hér í heimi, og mér finst dramurinn benda á það sem Valdimar biskup kennir i þessu versi: Ef hér þú lifað hefir - i heimi langan dag, sjá frest þann guð þér gefur að gæta aö þínum hag. Þú ei skalt órór bíða, hann innan skamms mun líða, og senn er sólarlag. En Þjóstólfur svaraði því einu, að hann hefði nú aldrei heyrt hana ráða svo draum, að það væri ekki : fyrir veikindum, feigð eða manns- i láti. Hann sagðist nú samt ætla að biðja hana að koma með fötin sín, það væri nú líklega orfliö mál að rölta hérna í kring, taka til hand- argagns og sjá alla þá svívirðingu, , sem fram hefði farið síðan hann ! varð að leggjast upp í rúmið. Hann hélt að leyfarnar af hveitinu sínu væri nú minni heldur en ef hann hefði sáð akurinn sjálfur, hann hélt líka að hafrarnir sínir og heystakk- arnir kynnu að bera þess merki, að hann hefði ekkii veriö á flakki. Þá myndu og girðingarnar ekki fást um það, þó gripirnir skryppu inn á fleiru. Bóthildur treysti sér ekki akurinn, ásamt mörgu meiru og til að svara þessum ásökunum, en sagði að sér fyndist að hann ætti ekki að hreyfa sig neitt úr rúminu fyr en hitinn væri úr honum, svo rjóður væri hann í andliti, að blóð- hitinn leyndi sér ekki. Hún sagð- ist hinsvegar búast við að honum hefði orðið það ofmikil áreynsla að segja sér drauminn. Þjóstólfur sagði að það væri sízt að furða þó sér væri heitt í svona veðri, liggj- andi niðri í rúmi og með þær þján- j ingar, sem hann liði á sál og lík- ama, þegar alt stæði á afturfótun- um, sér færi þá fyrst að batna þeg- ar hann byrjaði að róla í kring. Þá settist hann framan á rúm- stokkinn, og Bóthildur klæddi hann i sokka, þá reyndi hann aö standa upp, en fæturnir voru afllausir, og j hann hpé aftur ofan í rúmið. j munnurinn á honum fyltist af blóði hvað ofan í annað, og hann lagðist aftur á koddann og sagðist vera lú- inn. Eftir litla stund bað hann Bót- hildi að lesa fyrir sig eitthvað fall- egt og satt. Hún tók sálmabókina sína og las eftir Valdimar Briem: Að skuldadögum dregur og Drottinn kemur senn, er nokkur varnarvegur þá veika fyrir menn. Um skuld eg hlýt að heyra og hlýt að játa þá, trú, ást og ótal fleira, þú átt mér Drottinn hjá. “Eg vil ekki heyra þetta rugl,” sagði Þjóstólfur, “eg skulda engum. Hún byrjaði á öðrum sálmi, þannig: Kærleiksverk sál mín kepstu við, kristnum sómir ástunda friö, þar síðar eigum börn Guðs blíð búa saman um alla tíð, til eindrægni skaptir erum vér, eindrægni því oss rækja ber. “Kærleiksverk,” sagði Þjóstólfur og leit hvössum augum á Bóthildi. “Eg ætla að biðja þig að stryka yf- ir skuldina hans Sölva.” Kærleiks- keisli, nú sé eg hvernig metin hall- ast á hina síðuna, og lögmaðurinn brosir góðmannlega. Segðu honum pabba þínum, Stína, að hann þurfi aldrei að borga það, sem hann skuld- ar mér. Lestu Bóthildur, eitthvað fallegt og satt, ekki skáldskap. Móðir Bóthildar hafði kent henni barninu bæn þá er hún kallaði and- látsbæn; fyrir löngu, síðan hafði Bóthildur skrifað bænina niður og fest hana niður í sálmabókina sína, svo hún ekki týndist. Hún gat ekki betur séð en að aldrei væri beinni né brýnni ástæða til að viðhafa þessa bæn, og hún las hana í hlut- takandi róm, af miklum skilningi og einlægri eftirlöngun til að hug- styrkja og friða og sætta sál manns- ins síns við síðustu þjáningarnar og andlátið, því nú var auöséð að hann bjóst ekki við öðru sjálfur. Bænin hljóðaði svo: “Himneski faðir, þeg- ar sá tími er kominn að mér her að flytja héðan á annað tilverustig í þínu himneska ríki, æ vertu mér þá allra mest miskunsamur, og láttu mig þá vera mér þess meðvitandi, finna til þess og hugstyrkjast við það, að eg er alveg i þinni umsjón, og láttu mig svo sofna í faðminum 1 Syracuse í New York hefir verið fundið upp meðal, sem hundruð manna segja að “beri ákjðsanlegan árangur.” Um mörg tilfelli er getið, þar sem meðal þetta hefir veitt skjótan bata. pað stuðlar að því að vísa á dyr ýms- um ðhreinum efnum, er hindra eðlilegar hægðir og valda hömlum í blóðrás, eins og hán á að vera, ef alt er með feldu, auk þess sem það nemur á brott sýru- sölt ýms, er of mikið hefir safnast fyrir af. Er þetta jafnframt mikilvirkt nýrna- meðal. Meðal þetta fann Mr. Delano upp, og reyndist það svo vel, að sonur hans setti upp skrifstofu í Canada, #11 þess að út- breiða það, og vill hann að canadiskt fðlk, sem Þjáist af gigt, fái sðr 75c kassa til þess að ganga úr skugga um kosti meðalsins. Mr. Delano segTh: “Til þess að lina gigt, hvað þrálát, sem hún hefir verið, ráðlegg eg sjúklingum, ef þeir hafa ekki áður gert það, að fá sér 75c kassa af meðalinu, sem eg sendi til reynslu, sð þessi auglýsing klipt úr blaðinu og pðstuð með nafni yðar og heimilisfangi. pér getið sent lOc í frí- merkjum til þess að standa straum af útsendingarkostnaíi. Skrifið F. H. Delano 1814-M Mutual Life Bldg. 455 Craig St., W. Montreal. Canada. Eg sendi aðeins einn pakka til hvers einstaklings. DELANO’S RHEUMATIC CONQUEROR þínum, faÖir minn, eins og barniö sofnar í faðmi foreldranna. Vektu mig svo aftur samkvæmt þínum vilja, og við þá hjúkrun, sem þú leggur börnunum þínum til. Ó fatS- ir, leyfðu mér að eg þá megi finna framliÖnu vinina mína og vera með þeim. Þó ekki minn, heldur verði þinn vilji, þar sem eg ekki veit hvers biðja ber. En Drottinn minn og Guð minn, styrktu mig til þess aS INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Arras, B. C Amaranth, Man B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota Árborg, Man Árnes, Man Baldur, Man Bantry, N. Dakota Bellingham, Wash Belmont, Man Blaine, Wash Bredenbury, Sask Brown, Man J. S. Gillis Cavalier, N. Dak«ta.... Churchbridge, Sask.. .. Cypress River, Man Dafoe, Sask ...„ J. G. Stephanson Darwin, P.O., Man. .. Edinburg, N. Dakota... Elfros, Sask Garöar, N. Dakota Gerald, Sask Geysir, Man Gimli, Man Glenboro, Man ! Hallson, N. Dakota . Hayland, P.O., Man. .. Hecla, Man Hensel, N. Dakota Hnausa, Man Ivanhóe, Minn Kandahar, Sask J. G. Stephanson 1 Langruth, Man Leslie, Sask Lundar, Man Markerville, Alta Minneota, Minn Mountain, N. Dak S. J. Hallgrimson Oak Point, Man ! Oakview, Man Otto, Man Point Roberts, Wash... Red Deer, Alta Reykjavík, Man ! Riverton, Man Seattle, Wash Selkirk, Man Siglunes, P.O., Man. . Silver Bay, Man Svold, N. Dakota Tantallon, Sask Upham, N. Dakota.... Víðir, Man Vogar, Man Westbourne, Man Winnipegosis, Man.... Wynyard, Sask

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.