Lögberg - 10.01.1935, Blaðsíða 7

Lögberg - 10.01.1935, Blaðsíða 7
LÖGBEUGr, FIMTUDAGINN 10. JANUAR 1935 7 Minningarorð 1 1 I i 1 1 ! MiÖvikudaginn þann 14. nóvember s. 1. andaÖist að heimili sínu í Wynyard, Sask. Mrs. GuÖrún Pearl Kristjánsdóttir Jó- hannsson, eftir sjö mánaða veikindastríð. Guðrún Pearl var fædd hinn 26. febrúar árið 1906 í Caliento, Manitoba; foreldr- ar hennar voru þau hjón Karl Pétur Kristjánsson og Guðrún Ásmundsdóttir; voru þau nokkuð lengi búandi í Caliento. Guðrún Pearl misti föður sinn þá hún var ung að aldri, og ólst svo upp hjá móður sinni, og var hjá henni að mestu leyti þar til hún árið 1931 gekk aS eiga eftirlifandi mann sinn, Friðrik Jóhannsson. Þau hjón búsettu sig þá í Wynyard, Sask. og höfðu þati verið gift aðeins um þriggja ára tímabil. Þeim varð tveggja barna auðið, sem bæði lifa móður sína, og eru Edvard Ásmundur, tveggja ára gamall og Pearl Lilja Guðrún, aðeins 7 mánaða gömul, og hafði Mrs. Jóhannsson aldrei komist á fætur eftir að hún átti litiu stúlkuna, mun hafa gripið hana tæring, sem og leiddi hana til dauða. Pearl Lilja Guðrún var skírð við líkkistu rnóður sinnar og er hún ljóm- andi fallegt og efnilegt barn. Guðrún sál. átti tvö systkini, sem bæði eru á lífi, og eru þau Ferdinant Kristján, ungur og efnilegur maður, og býr með móður sinni í Caliento, Man., og systir þeirrar látnu, Kristin Engilina, nú Mrs. Olson, búandi einnig í Caliento. Guð'rún Pearl var að eðlisfari glaðlynd og skemtileg, vel skynsöm og hafði einnig náð allgóðri mentun: hún hafði litið á líf sitt og framtið með mikilli ánægju og björtum framtiðar- vonum, enda var hún i blóma lífsins og gift ungum og efni- legum manni. En svo þegar byrjaði að draga fyrir sól lífsins. þegar fyrsti vottur af alvarlegri veiki gerði vart við sig, þá steig Guðrún sál. einnig spor í rétta átt: hún varð ekki von- laus, en hún festi augun á Konungi dýrðarinnar, og i þeim ljóma, sem skin frá hans heilaga augliti, þá fann hún sanna ánægju, sem gjörði lítið úr mætti veikinda og dimmu sorgar, fyrir þeim dýrðarljóma, þá hvarf jafnvel hugsunin um dauða og gröf, því alt þetta var eilíflega sigrað með kenningu meistar- ans frá Nazaret. (Þér eruð þegar hreinir fyrir það orð, sem e.g hefi talað). Hugsandi um alt þetta tók þessi unga og efni- lega kona, alt hið mikla veikindastríð með hinni mestu ró, og einstakri hugprýði og sönnu ljúflyndi, og ])ess meir sem hennar líkamlegi þróttuv þverraði, þess meir sameinaðist hugur hennar sælunni, er hún sá í fjarska, og síðustu stundirnar, sem hún lifði i heimi þessum þá bað hún hjúkrunarkonuna sína að lesa og syngja fyrir sig þennan hugljúfa sálm: “Safe in the arms of Jesus, Safe on His gentle breast.’’ Andi hennar hjúþaður himneskri vorsól og blíðum, björt- um og eilífum framtíðarvonum, og hvilandi við brjóst sins blessaða frelsara, þá var hún leyst frá öllum jarðneskum þraut- um. Mrs. Guðrúnar Pearl Jóhannsson er sárt saknað af hennar heittelskandi eiginmanni, enda var hún elskuleg og ástrík eigin- kona, og sönn móðir, jafnvel mitt í hinu stranga dauðastríði, þá sýndi hún innilegustu móðurást til barpa sinna og sanna elsku til manns síns til hinstu stundar. Ilennar er einnig sárt saknað af eftirlifandi elskuríkri móður, og góðum systkinum og öllum vinum og kunningjum nær og f jær. Guðrún sál. var jarðsungin þann 17. nóvember af séra G. P. Johnson, frá lútersku kirkjunni í Wynyard, að viðstödd- um mörgum virium og vandamönnum hinnar látnu. Guð blessi hennar minningu. Eiginmaður, börn, móðir og systkini og allir vandamenn hinnar látnu vilja með þessum línum votta sitt hjartans inni- legasta þakklæti til allra hinna mörgu og góðu vina bæði í Wyn- yard og víðar, sem sýndu hina mestu og innilegustu hluttekn- mgu i hinu langa og erfiða veikindastríði, og svo við fráfall Guðrúnar sál. o£ biðja góðan Guð að launa þeim öllum af sinum rikulega kærleika og föðurlegu elsku, þegar þeim mest a hggur i lifinu. Fyrir hönd syrgjenda, G-. P. J. Agnes og Friðrik crn‘9 á þz>í sfQ(j aff bc'm þeirra zc>rn ffrafin upp 0g fluff aff Tjarnarkirkju. Eftir Grctar Fells. , l?' júní síðastliðinn flutti eg í utvarpið erindi um síðustu aftök- una a slandi. Sama dag voru hin- " Jar®nesku leifar þeirra Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðs- ^onar jarðaðar í kirkjugarðinum á jorn á \ atnsnesi (i Húnavatns- s.vslu). Framkvæmdi þá athöfn soknarpresturinn þar, séra Sigurður Johannesáon. 21. sama mánaðar komu allmargir menn saman á hin- um fornu brunarústum á Illugastöð- um, og var þar beðið fyrir sálum þeirra Agnesar og Friðriks af séra Sigurði Jóhannessyni. Við það tækifæri talaði og bóndinn á Illuga- stöðum, Guðmundur Arason, og kona hans. Ýmsar kviksögur hafa gengið um það hér í bænurn, hvernig á atburð- um þessum standi. Saga þessa máls er rétt sögð á þessa leið: Kona ein hér í bæ, sem ekki vill láta nafns síns getið, er allmiklum miðilshæfileikum gædd. Koma þeir hæfileikar fram i ósjálfráðri skrift. Hið óhamingjusama fólk, sem frá var sagt i erindi þvi, sem nefnt var hér að framan, — þau Friðrik, Nathan og Agnes,—höfðu lengi lát- ið þá eindregnu ósk i ljós, að reynt yrði að milda málstað þeirra, sér- staklega Agnesar, og hafa áhrif á almenningsálitið í þá átt, að vekja samúð með þeim og skilning á öll- um málavöxtum. Var þess sérstak- lega óskað, að beðið væri fyrir sál-1 um þeirra á brunarústunum á 111- ugastöðum, og að guðsþjónusta færi fram í sama skyni i Vatnstjarnar- kirkju. En alt varS þetta að fara fram fyrir sumarsólstöður þessa árs Eru nú liðin rúmlega tvö ár síðan að þessu máli var fyrst hreyft að hand- an. Ýmiskonar smásannanir hrúg- uðust upp, svo að lokum varð ekki undan ])ví komist að leggja trúnað á, að vitsmunaverur þær úr öðrum heimi, er hér áttu hlut að máli, væru þær, er þær sögðust vera. í þetta sinn er ekki unt að tilgreina allar þær sannanir, enda ekki alt af hirt um að vottfesta þær. En svo mikið er víst, að fast var eftir leitað um framkvæmdir og fékk rnálið að lokum á sig svo mikinn alvöru- og veruleikablæ, að viðurlitamikið þótti að sinna því ekki á þann hátt, sem um var beðið. Hin ýfirlætislausa koria, sem i þetta sinn var milliliður milli heim- anna tveggja, komst ekki hjá því, að reyna með einhverjum hætti að koma þessum óskum hinna fratn- liðnu á framfæri í þessum heimi. Guðmundur Sigurjýmsson Hofdal ötull maður og greinagóður, bauð henni aðstoð sína. Páll hæstaréttar- dómari Einarsson var og fyrstur manna kvaddur til ráða, samkvæmt eindreginni ósk að handan. Leitað var til biskups um leyfi til að grafa upp bein þeirra Agnesar og Friðriks og jarða þau i vígðri mold, og skat það sagt biskupi til hróss, að hann leyfði það með ljúfu geði. Guð- mundur Hofdal brá sér nú norður til að sjá um uppgröftinn á beinum um, og kýs eg að láta hann sjálfan segja frá för sinni. Með hans levfi birtist þvi hér orðrétt útskrift úr dagbók hans, frá 13.—15. júni þ. á Konum segist svo frá: “13. júni 1934. Síðdegis i dag var sú ákvörðun tekin, að eg legði af stað snemma í fvrramálið norður í Húnavatns- sýslu. Tilgangur fararinnar er sá, að leita að dys þeirra Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðs- sonar er tekin voru af lífi í \ atns- dalshólum 12. janúar 1830, vegna morðs á Nathani Ketilssyni, og grafa upp líkamsleifar þeirra til endurgreftrunar í vígða mold. Tildrög þessa máls eru þau, að því er eg bezt veit, að Agnes og Friðrik bafa sjálf, í gegnum ósjálf- ráða skrift, óskað, ásamt rnörgu fleira,_eftir uppgreftri beina sinna og jarðsynging þeirra í kirkjugarði Tjarnarkirkju á Vatnsnesi. Vegna þeirrar óraleiðar, sem er frá Vatnsdalshólum til Tjarnar- kirkju og þar sem höfuð þeirra Agnesar og Friðriks, voru grafin i Þingeyrarkirkjugarði, sem er skamt frá hólunum, þótti mér æskilegra að beinin yrði jarðsungin, ef þau fynd- ust. að Þingeyrum. Bað eg því miðilinn i dag, er mér var falin norðurförin, að leita leyfis Agnesar og Friðriks fyrir þeirri breytingu. Tók miðillinn þvi vel og bauð mér að vera viðstaddan skrift sina i kvöld. Það get eg því nriður ekki vegna anna, en kom hinsvegar til viðtals við hann, að skriftinni lok- inni. Fékk eg þá að vita að þau Agnes og Friðrik héldu fast við þá ósk sina að jarðsyngingin færi fram að Tjörn og að séra Sig. Jóhannsson frá Hindisvík gerði prestsverkin. Þau höfðu sagt það vera rangt að höfuð þeirra hefðu verið flutt i Þi ngeyrark i rk Jugarð: “Gæðakon- an góða” — Þingeyrarprestkonan —hafði að visu falið vinnumanni sínum að gera svo, nóttina eftir af- tökuna, en hann svikist um það, án þess þó nokkurn tíma yrði uppvíst, og hefði rann tekið það leyndarmál með sér í gröíina. Vinnumaðurinn hefði farið til aftökustaðarins þá um nóttina, eins og til stóð, tekið höf- uðin niður, en í stað þess að fara með þau til Þingeyra og grafa þau þar á laun, eins og hann hafði lofað prestkonunni að gera, gróf hann þau: “sem svarar feti norðan við dysina, þar er malarbornara.” Fyrir nokkru síðan hafði Agnes vísað all nákvæmlega á dysina og rneðal ann- ars með þessum orðum: “Það er í hásumars-sólsetursátt, séð frá af- tökupallinum og skamt frá honum.” í sögu Nathans Ketilssonar og Skálda-Rósu, eftir Brynjólf Jóns- son frá Minna-Núpi, er eg hefi nú fyrir framan mig, segir svo á blað- síðu 123, eftir að aftökunni hefir vcrið lýst: “Líkin voru lögð i kist- ur og grafnar þar skamt frá, en höf- uðin sett á stengur, því svo var á- kveðið í dómnum.” Aðrar upplýs- ingar um afstöðu dysjarinnar, er ekki þar að hafa og verð eg því að hlíta leiðsögn Agnesar, ])egar til leit- arinnar kemur. Agnes hafði látið þess getið í kvöld, í sambandi við frásögnina uni höfuðin, að vinnumaðurinn hefði ekki tekið sitt höfuð upp af stönginni, heldur brotið hana, skilið brotið eftir í höfðinu, og að þar sé það enn. Þá hafði hún og gefið mér þetta ráð, meðal ýmissa ann- ara, viðvíkjandi norðurförinni: “Guðntundur á að fá aðstoð Magn- úsar gamla á Sveinsstöðum, þvi har.n m'un reynast góður leitarmað- ttr.” Hver þessi Magnús er, eða hvort hann er til, veit eg ekki. 14. júni 1934. Klukkan er 8 að ntorgni. Eg er ferðbúinn til norðttrfararinnar og býð óstundvísra förunauta, er ætla til Akureyrar. Það eru andvöku-hugleiðingar næturinnar er nú rvðja sér til rúms á pappírinn. Ókvíðinn um erindis- lokin tókst eg á hendur í gær þetta fyrirhugaða ferðalag, því eg hafði fengið að kynnast starfshætti ntiðils- ins og þvi er ritast hefir hjá hon um, þessu máli viðvíkjandi, og sann- færst um. veruleik ósjálfræðisins í skriftinni, sem og um nákvæmni stjórnanda hans, sem knýtt hefir margþætta sannana-keðju utan um þetta málefni þeirra Agnesar og Friðriks. Sannanakeðju er eg, þrátt fyrir efunargirni, verð að beygja nrig fyrir. En frásögnin i gærkvöldi, um Þingeyrar-vinnu- manninn og höfuðin, hefir skotið mér skelk í bringu. Sagnirnar um flutning höfðanna í Þingeyrakirkju eru svo einróma, að eg óttast að hið örugga miðilssamband, er eg hugði vera, fari hér með vitleysu, og hinsvegar er tilvísunin til “Magn. úsar gamla” á Sveinsstöðum svo ó- ljós, að eg efa að hann sé til, hvað þá svo fundvís sem Agnes vill vera láta. Það er að vísu margt sem . . . Nú eru förunautar mínir komn- ir. — Það er komið að miðnætti; eg er kominn að Sveinsstöðum í Austur- Húnavatnssýslu og búinn að neytn þar góðs beina: “Magnús gamli” er til og er -hreppstjóri sveitar sinnar, greindur maður og gætinn, að því er mér virðist. Hann er að vísu ekki, eftir útliti að dæma, nema Iiðlega fertugur að aldri, þótt Agnes titli hann gamlan. > Eg hefi sagt honum frá eritidi mínu og frá ósk Agnesar um aðstoð hans við leitina. Aðstoðina mun hann með ánægju í té láta, en eg efa að hann leggi trúnað á afskifti Agnesar af þessu máli. Eg hefi einnig sagt honum frá fullyrðing- um hennar um höfuðin og nialar- borna jarðveginn, sem þau eiga að Iiggja i' svo °g frá spýtubrotinu í höfði Agnesar. Magnús kveðst aldrei hafa heyrt annars getið, að höfuðin væru í Þingeyrakirkjugarði og að þau hefðu verið flutt þangað að tilhlut- un fólksins þar. Sagði eg honum frá frásögn Agitesar um sviksemi vinnumannsins i því efni. Vart mun Magnús leggja trúnað á sannleiksgildi þessara frásagna Agnesar. Að visu hefir hann ekki haft nein orð þar um, en kýmnis- bros hans undir frásögn minni hefir blásið mér því i brjóst. Það, að “Magnús gamli” reyndist að vera til, hefir að nýju vakið traust mitt á leiðsögn hinna. látnu, og Iegst eg þvi ókvíðinn til hvílu. 15. Júní 1934. Klukkan er hálf tíu fyrir hádegi. Eg stend á Þrístapa, en það er hóll sá í Vatnsdalshólum, er þau Agnes og Friðrik voru leidd á til aftök- unnar. Við hlið mér standa þeir Magnús Jónsson hreppstjóri frá Sveinsstöðum og fulltíða sonur hans, Ólafur að nafni. Á miðjunt hólnurn er 45 cm. hár pallur. að flatarmáli 22*4 fermeter. Hann hefir verið hlaðinn úr grjóti og torfi og stendur enn óhaggaður, að öðru 1 leyti en því, að hann hefir sigið lít- ilsháttar á stöku stað. í kringum pallinn hafði verið konrið fyrir tré- girðingu, að því er sagan segir, en hennar'sjást nú engin merki. Við hef jum dysleitina með því, að athuga nákvæmlega umhverfið, ef ske kynni, að við yrðunr einhvers ]?ess varir ofan jarðar, er gæti orð- ið okkur til leiðbeiningar, en er sú leitar aðferð ber engan árangur, könnum við jarðveginn, norðan við aftökupallinn, með 8 mm. sverum járnstöngum. Eftir þannig lagaða f jórðungs stundar leit, rekur Magn- ús sína stöng niður á aðra kistuna. Er hann þá staddur 12 m. norðvest- an við aftökupallinn. Þar hef jum við gröft á allstóru svæði, til þess að forðast skemdir.* Á 65 cm. dýpi nyrðst í gryf junni komum við niður á höfuðkúpurnar, er liggja livor hjá annari. Þar finn.um við einnig tiu cm. langt spýtubrot, er við ætlum að sé af annari hvorri þeirri stöng, er höfuðin voru sett á. Höfuðkúpurn- ar virðast lítt fúnar og eru óskemd- ar að öðru en því, að þrjár tennur vantar i aðra þeirra. Jarðvegurinn er þarna dálítið malarborinn, cn í miðri gryfjunni og í svðri hluta hennar er hrein mold. 25 cm. neð- ar komum við svo niður á kisturn- ar, í miðri gryf junni. Þær erii hlið við hlið og liggja frá suðaustri til norðvesturs. Tvokin eru brotin og íallin niður og verður því eigi með fullri vissu sagt um, hver lögun þeirra hefir verið, en að líkindum hafa þau verið flöt. Kisturnar eru að öðru leyti heilar, en nijög fúnar. Innan mál þeirra er: Breidd að of- an 30 cm. í annan endann, en 37 í lrinn, en að neðan 24 og 30 cm. Hæð 23 cni., jafn háar i báða enda, en lengd annarar er 1,45 m. en binnar 1,65 m. Beinin eru mjög fúin og varla annað eftir af þeim, en þau hörðustu og stærstu. Uppgreftrinum er lokið og Magn- ús er farinn heim að Sveinsstöðum til þess að sækja eitthvað undir beinin, en við Ólafur bíðum hans á meðan. Sólin skín nú í heiði frá hádegis- stað og kyssir beinin, seni í 104 ár hafa hvilt í hinu kalda og dimma skauti náttúrunnar. t huga mér brjótast fram margskonar hugsanir og ryðjast óreglulega hver fram fyrir aðra. Þrátt fyrir greind og góðleik Ólafs þrái eg því einveru, svo eg færi mér svefnásókn til af- sökunar og geng afsíðis. Eg sé í hyllingu andans hinn margþætta hildarleik þeirra örlaga, sem hrundu Agnesi og Friðriki út á þá glapstigu, er leiddi til aftökunnar. Hvernig orsakir og afleiðingar óf- ust saman með eðlilegum hætti og leiddu til þess er verða varð. Sé Agnesi og Friðrik líðandi eftir lík- amsdauðann, leita í tiu áratugi, ár- angurslausra sætta við mennina, án þess að finna nokkurn þann, er gæti flutt sáttaumleitan þeirra á milli heimanna. Sé angistarótta þeirra, eftir að milliliðurinn, miðillinn, loks er fundinn—óttann við það, að hann gefist upp við að koma í fram- kvæmd i tæka tíð, margedurteknum óskum þeirra um uppgröft bein- anna, jarðsyning þeirra í vígða mold, guðsþjónustuathöfn á morð- staðnum og almenna samhygð og fvrirbeiðslu. Sé miðilinn og stjórn- anda hans, er samstilt í kærleika og þjónustu, ganga til verks, umlukt geisladýrð dygðugs lífernis, er gjörir þeim mögulegt að skila verk- efni sínu, ósjálfráðu skriftinni villu- lausara en venja er til um nriðils- sambönd. Sé þau í hjálparstarfsemi sinni, sem nær jafnt til látinna sem lifandi, gera góðverkin nteð hægri hendinni.'án vitundar hinnar vinstri. Magnús er kominn aftur. Við göngum frá beinunum til flutnings og lagfærum moldarbynginn, því eg skil gröfina eftir opna, svo að þeir sem kynnu að vilja rannsaka hér frekar, geti gert það fyrirhafnar- laust. Á eg þó hér ekki við forn- minjavörð, því hann telur þessa dys fornminjum óviðkomandi. Eg hirði ekki um að leita uppi smábein i moldinni, því Agnes og Friðrik töldu beinagröftinn og jarðsynging þeirra í vígða mold, ekkert aðalatriði, held- ur hafa þann eina tilgang, að vera einskonar lyfti-afl ])ess starfs, sem hafið er þeim til hjálpar. Að skilnaði geng eg upp á Þrí- stapa og litast um. Við mér blasir héraðið, sem nú glitstafar mjög ein- kennilega í titrandi tíbrá ljósvakans, víðsýnt, frjótt og fagurt. í tilbeiðslu leysi eg hugann frá stund og stað og óska þess af alhug, að sálir þeirra Agnesar og Friðriks öðlist nú þegar fullan frið og innan skamms megi þeim auðnast að sam- einast hinni alfullkomnu Hópsál — Guði. XXX Samkvæmt beiðni, vottum við undirritaðir það hér með, að frá- sögn G. S. Hofdals hér að framan, viðvíkjandi uppgreftri beina þeirra Agnesar og Friðriks, er rétt og sannleikanum samkvæm. Jafnframt vottum við það einnig, að okkur og heimafólki okkar, var kunnugt um af frásögn hans, áður en við lögðum af stað með honum að heiman í morgun, til Vatnsdalshóla, að Agnes og Friðrik hefðu átt að hafa haldið því fram í ósjálfráðri skrift, sem að framan er skráð, viðvíkjandi höfðum þeirra, malarborna jarðveg- inum og spýtubrotinu í höfði Agn- esar. Sveinsstöðum, 15. júní 1934. Magmis Jónsson, (sign.) Ólafur Magnússon. (sign.) Lýkur hér frásögn Guðmundar Hofdals. Hið merkilegasta í sögu þessa máls er sú staðreynd að sagt er frá því að handan, hvar höfuðkúpanna sé að leita, og að það reynist rétt. Má segja að höfuðin séu hér höfuð- atriðið! Annars þykir mér þetta mál alt merkilegt og hugnæmt, og þori eg að fullyrða, að mikillinn et samvizkusöm og ráðvönd kona, sem í engu má vamm sitt vita. Hún er litið fyrir að auglýsa sjálfa sig, og kemur það bezt fram í því, að hún vill ekki láta nafns sins getið. En hún var tekin, eins og Páll jostuli forðum, í þjónustu kærleikans, og má hún vel við una. Hún er frið- semjandi á sína vísu, og er því með- al þeirra, sem einu sinni voru sagðir “sælir.” Afhendi eg svo þetta mál íslenzk- um lesendum til ilnigunar og hleypi- dómalausrar meðferðar. — Vildi eg ekki sízt, að það dræpi á dyr hjá þeim, sem virðast halda, að hið venjulega og hversdagslega sé hinn eini sannleikur, og þætti mér vel, ef þeir opnuðu fyrir því — þó ekki væri nema í hálfa gátt!---- Grétar Fells. Bandormur Margir menn, konur og börn, nota hin og þessi meðöl árangurslaust við ýmsu, sem álitið er að gangi að því, sem von er til, þar sem um bandorma ræðir. Merki þess koma oft fram t lystaxleysi, stundum þð I óeðlilega mikrm matarlyst, gráhvítri tungu, höfuðverk, þreytukend, meltingar- leysi, ðværum svefni, andremmu; fylgja þessu oft sárindi í hálsi, dap- urlyndi og veiklun í taugum og þar fram eftir götunum. Bandormar eru mjög mismunandi að lengd; getur stundum svo farið að þeir verði frá 4 5 til 50 fet á lengd. Eins og gefur að. skilja, veltur mikið á að sltkur ðvinafagnaður sé numinn með öllu á burt úr líkamanum, með þvt að dvöl hans þar verður æ hættulegri með hverjum degi sem líður. Að láta það afskiftalaust að bandormur nái að þroskast t manni dag eftir dag og ár eftir ár, er með öllu ðsæmilegt og ð- verjandi. Tanex drepur ekki band- orminn á svipstundu, þvt til þess þyrfti það mikið eitur, er riða myndi sjúklingnum að fullu. En Tanex lamar svo starfsemi bandormsins, að áhrif hans verða smátt og smátt að engu. Efni þau, sem Tanex er sam- sett af hafa hreinsandi áhrif á alt líkamskerfið. Taka má Tanex að morgni og nær það venjulegast fullri verkun á klukkustund. Tanex er ekki selt f lyfjabúðum, heldur sent beint tii sjúklingsins frá efnastofunni. pað er ekki sent C.O.D. Lækninga skerfur með fullri forskrift kostar $5.00. Sé yður ant um að losna við handorm, þá sendið eftir Tanez nú þegar. Aðeins selt hjá Royal Laboratory, 607 Royal Bldg. Box 104 Windsor, Ont. (Klipp- ið þessa auglýsingu úr blaðinu, geym- ið hana og sýnið hana vinum yðart þeir geta orðið yður þakklátir selnna).

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.