Lögberg - 10.01.1935, Blaðsíða 8

Lögberg - 10.01.1935, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. JANCAR 1935 Ur borg og bygð Gleymið ekki spilakvöldun- um í Goodtemplara húsinu á þriðjudögum og föstudögum. Góð verðlaun; gott músík. Inngangur 25c. Allir velkomn- ir. Skuldar-fundur í kvöld (fim*.u dag) Karlakór ísledinga í Winnipeg heldur söngæfingu í kirkju Sam- bandssafnaöar á miðvikudagskvöld- ið þann 16. þessa mánaÖar kl. 8. Þetta verður fyrsta æfingin á árinu og þess vegna næsta áríðandi a8 meðlimir sæki æfingu allir sem einn og mæti stundvíslega. Mr. Sigurður Kristjánsson frá Gimli, var staddur í borginni í byrj- un vikunnar. Mr. Sveinn Thorvaldsson kaup- maður í Riverton var staddur í borg- inni fyrir siðustu helgi. , Frá Lundar söfnuði: Guðsþjónustum verður frestað þangað til að búið verður að laga hita-pípurnar í kirkjunni. Mr. Jóhannes Magnússon frá Gimli var í borginni um siðustu helgi. Dr. Tweed tannlæknir verður í Árborg á fimtudaginn þann 17. þ. m. Miss Pálína Johnson frá Birki- nesi við Gimli, var stödd í borginni um nýársleytið. Mr. J. A. Jóhannsson, er fyrir skömmu farinn suður til South Bend, i Indianaríkinu, þar sem hann hyggst að dvelja fram um miðjan næsta mánuð; hlaut hann nýverið verðlaun frá verksmiðjuskóla ein- um þar syðra, er Bendix Corpora- tion nefnist fyrir framúrskarandi leikni viðvíkjandi bílagmíði og bíla- viðgerðum. Voru verðlaun þessi innifalin í 4 vikna námsskeiði. JÓLAGJAFIR TIL BETEL Börn Guðmundar og Guðlaugar Pinnbogason, Lundar, (til minning- ar um foreldra sina) $12.00; Miss J. Gillis, Winnipeg, $10.00; Ónefnd- ur, $254.35; Vinur á Gimli, $2.00; Kvenfél. ísafold, Minneota, Minn., $10.00; Mrs. Ingibjörg Walter, Gardar, N.D. (í minningu um mann sinn, Joseph Walter) $25.00; Þór- arinn GuSmundsson, Elfros, Sask., af Maxsons-sjóði til jólagjafa $50.00; Dr. B. J. Brandson, 150 lbs. Turkey; Mrs. C. O. L. Chiswell, Gimli, Oranges; Mr. Kristinn Lár- usson, Gimli, jólatré; Anderson’s Meat Market, Gimli, 50 lbs. hangi- kjöt; Lakeside Trading Co., Gimli, 4 boxes Japanese Oranges; Lyng- dal og Bjarnason, Gimli, i box Apples, 1 box Japanese Oranges; H. L. MacKinnon and Co. Ltd., Winnipeg, 25 lbs. Peanuts; Mrs. J. H. Johnson, Wpg. / doz. Women’s flannelette nightgowns. Fyrir þettg er innilega þakkað, J. Jóhannesson, 673 A^cDermot Ave. Messuboð FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Guðsþjónustur í Fyrstu lútersku kirkju næsta sunnudag þ. 13. jan., verða með venjulegum hætti: Ensk messa kl. 11 að morgni og íslenzk messa kl. 7 að kvöldi. Sunnudagsskóli kl. 12.15. Messað verður i kijkju Sam- bandssafnaðar næsta sunnudag á venjulegum tíma. Messur fyrirhugaðar i Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 13. jan., eru þannig, að morgunmessa verður á venjulegum tíma í Betel; síðdegismessa kl. 2 í kirkju Víði- nessafnaðar, og kvöldmessa kl. 7 í kirkjunni á Gimli. — Til þess er mælst, að þeir, sem geta, komi til kirkju. Hjónavígslur Gefin voru saman í hjónaband þann 5. þ. m. Keith Glover Kings- ton og Sophia Joan Ellison. Brúð- guminn hefir átt heima i \\ innipeg, en brúðurin á Gimli. Framtíðar- heimilið verður í Winnipeg. Hjóna- vígsluna framkvmdi Dr. Björn B. Jónsson að 774 Victor St. The Young People’s Club Fyrsta lúterska safnaðar hejdur fund í samkomusal kirkjunnar í föstudags- kvöldið kemur klukkan 8. Heimilisiðnaðarfélagið heldur næsta fund sinn á miðvikudags- kvöldið 16. janúar, að heimili Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Þetta er ársfundur deildarinnar og meðlimir því beðnir að sækja fund- inn. Minniál BETEL erfðaskrám yðar ! Mrs. P. S. Bardal, lagði af stað í dag, fimtudag, til Shoal Lake, í kynnisför til sonar sins Dr. Sigur- geirs Bardal og frúar hans. Mun Mrs. Bardal dvelja þar i mánaðar- tíma, eða svo. Þann 27. desember síðastliðinn, voru gefin saman í hjónaband af séra Haraldi Sigmar, Mountain, N. Dak., þau Stefán Melsted frá Gardar og Lily Anderson frá Mountain. Framtiðarheimili ungu hjónanna verður í grend við Gardar. Áskriftalistunum verður lokað 19. janúar næstkomandi og verða því allir þeir, er þátt vilja taka i sam- sætinu að vera búnir að skrásetja sig fyrir þann dag. Winnipeg, 8. jan. 1935. J: J. Bíldfell, forseti. Mfs. Morrow (Emma Jóhann- esson) dvelur í borginni um þessar mundir, hjá foreldrum sínum, Mr. og Mrs. Jónas Jóhannesson, 675 McDermot Ave. Mr. J. B. Thorleifson, 702 Home Strett, er nýkominn til borgarinnar vestan frá Yorkton, Sask. Miss Helga Johnson frá Van- couver, B.C., er nýkomin til borg- arinnar í heimsókn til föður sins hr. Bergþórs Jónssonar, Beresford St., og systra sinna. Ljóðasafn. Guðm. heitinn Guðmundsson er í hópi hinna allra bragslyngustu skálda íslenzkra að fornu og nýju og hefir margt vel kveðið. Nú er komið ú safn af ljóðum hans (í þrem bindum) á kostnað ísafoldar- prentsmiðju. — Mun þarna saman komið alt hið helsta, sem eftir skáld- ið liggur, og sumt hefir ekki verið prentað áður. Kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar heldur hinn fyrsta fund á þessu ári fimtudaginn í þessari viku (10. þ. m.) kl. 3 e. h. í fundarsal kirkjunnar. Á fund þenna-eru allar konur safnaðarins og þær sem að söfnuðinum standa, boðnar hjart- anlega velkomnar. , FYRIRSPURN Ef einhver veit um verustað Al- berts Kristjánssonar, úr Vopnafirði, —sem flutti vestur fyrir löngu síð- an—þá bið eg hann að láta mig vita heimilisfang hans. Sonur hans heima á íslandi hefir beðið mig að komast eftir þessu. Eins óska eg að frétta ef hann væri dáinn. Vogar P.O., Man., 1. jan. 193*5. Guðm. Jónsson. LAND TIL SOLU Hinn 20. desember 1934, voru gefin saman i hjónaband af séra E. | H. Fáf nis, á heimili hans i Glenboro, ungfrú Sóley Emily Rósamund Skardal og William George Newn- ham. Brúðurin er dóttir Magnúsar Skardal og konu hans Ingunnar, er I heima eiga í Baldur, Man., en brúð- ! guminn er sonur W. J. Newnham ! og konu hans Annie, er heima eiga á Isle of Wight. Framtíðarheimili ungu hjónanna verður við Baldur, Manitoba. Nýútkomin bók, Framhaldslíf og nútímaþekking, eftir séra Jakob Jónsson. Mag’nús Pétursson, 313 Horace St., Norwood, mun hafa út- sölu á bók þessari. Bókin kostar í bandi $2.50 og í kápu $2.00. Nokk- urra eintaka er von vestur innan skamms, og þeir, sem óska eftir að eignast bókina sem fyrst, eru beðnir að leggja inn pöntun til útsölu- mannsins, eða á skrifstofur íslezku vikublaðanna eða á 906 Bánning Stre^et,’ heimili Gísla Jónsson. * í VANCOUVER, B.C. \]/2 ekra við Burnaby-vatnið; landið er hreinsað og mest a!t í túni, fyrirtaks jarðvegur, útsýni fram úr skarandi fagurt. Þar er nýtt 4 herbergja hús, 26x28 með steinsteypu-kjallara; húsið er plastrað og hefir ljós og vatn. Heyhlaða fyrir 4-5 tonn. Það er aðeins 25 mínútna ferð frá Vancouver P.O. og strætisvagn- inn fer fram hjá plássinu. Þetta fæst fyrir mjög sanngjarnt verð. Frekari upplýsingar fást hjá H. J. Thorson, 1784—E 34th Ave., Vancouver, B.C. « “BUSINESS EDUCATION” Has a “MARKET VALUE” University and high school students may combine business edu- cation with their Academic studies by taking special “Success” instruction under four plans of attendance: 1. Full-day—Cost $15.00 a month 2. Half-day—Cost $10.00 a month. 3. Quarter-day—Cost $5.00 a month. 4. Evening School—Cost $5.00 a month. SELECT FROM THE FOLLOWING: Shorthand, Typewriting, Accounting, Business Correspondence, Commercial Law', Penmanship, Arithmetic, Spelling, Economics, Business Organization, Money and "Banking, Secretarial Science, Library Science, Comptometer. Call for an Interview, Write Us or Phone 25 843 BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St., Winnipeg (Best Known for Its Thorough Instruction) "EITT AR A ISLANDI” Kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar hefir samið við hr. Finn John- son um að flytja opinberlega erind- ið “Eitt ár á íslandi” miðvikudags- kvöldið 23. þ. m. Er þar um fróð- leik mikinn og ágæta skemtun að ræða. Ágætt söngfólk aðstoðar á samkomunni með íslenzkum söngv- um. Samkoman verður í fundarsal Fyrstu lútersku kirkju. Aðgangur ókeypis, en frjáls samskot borin fram til styrktar kvenfélaginu. Byrjar kl. 8:15. GUNNAR GUNNARSSON Ilann lætur skamt stórra höggva milli og hefir nú sent frá sér enn eina allmikla skáldsögu. Nefnir hann söguna “Hvide-Krist” og ger- ist hún um það leyti, sem Ólafur konungur Tryggvason er að braska við kristniboð sitt hér á landi. — Vísir hefir ekki kynt sér bókina enn sem komið er, en mun geta hennar síðar. — Dönsk blöð láta vel yfir þessari sögu Gunnars og sum þeirra telja hana með beztu sögulegum rit- um hans.—Gunnar Gunnarsson er stórvirkur höfundur. En sumum lesöndum hans íslenzkum þótti síð- asta bók hans á undan þessari nokk- uð strembin og langdregin í frá- sögn, og vill oft fara svo, er höfund- ar taka til meðferðar alkunn efni og gera af langar frásögur.—En þeim, sem ekki þekkja heimildirnar, sem af er ausið, þykja oft slíkar sögur merkilegar. Það er og mála sann- ast um næstsíðustu skáldsögu Gunn- ars (Jörð), að hún er merkilegt skáldrit, margar athuganir höf. skarplegar og vel með efnið farið. Gunnari hættir samt til þess stund- um, að fara nokkuð langa króka og nenna kunnugir menn efni sögunn- ar ekki æfinlega að fylgja honum á þeim leiðum.—Vísir 8. des. SAMS]ÆTI í tilefni af heiðri þeim, og viður- kenningu, er hr. Sveinn kaupmað- ur Thorvaldsson í Riverton hefir nýlega hlotið, hefir Þjóðræknisfé- lagið ákveðið að minnast þess við- burðar með þvi að gangast fyrir samsæti, er haldið verður í Fort Garry hótelinu í Winnipeg þann 24. þ. m. og hefst klukkan 6.30 e. h. Konur og karlar, sem þátt vilja taka í samsæti þessu eru beðin að gefa sig fram á skrifstofum islenzku blaðanna, Lögbergs og Heims- kringlu, þar sem áskriftarlistar verða til staðar, og borga þar þátt- tökugjald sitt, sem er $1.25 fyrir manninn. Til hægðarauka fyrir íslendinga í norðurhluta Nýja íslands verður einn áskriftarlisti hjá hr. Skúla Hjörleifssyni í Riverton og geta þeir er vilja skrásett sig þar. Gjafir í ‘Jubilee’ sjóðinn Á næsta kirkjuþingi verður minst fimtiu ára afmælis Hins. ev. lút. kirkjufélags Islendinga í Vestur- heimi. Aðal hlutverk kirkjufélags- ins er viðhald og efling kristnihalds í bygðum vorum. ÞaÖ er vort heimatrúboð. Að borin sé fram frjáls afmælisgjöf til þess, auk hinna venjulegu árlegu tillaga til. starfseminnar, á að vera einn þátt- ur í hátíðahaldinu næsta ár. Engin gjöf í sjóðinn má fara fram úr ein- um dollar frá hverjum einstaklingi, þó allar minni gjafir séu vel þegn- ar. Þkr sem ástæður leyfa gætu margir eða allir meðlimir i fjöl- skyldu tekið þátt og væri þa,ð æski- legt. Áður auglýst ........$220.90 Bredenbury:— Mr. og Mrs. Kr. Kristjánsson $1.00 Mr. Björn Thorbergson .... 0.75 Mr. Ingi Gislason.......... 0.25 Mr. Thorb. B. Thorbergson 0.25 Mr. og Mrs. Franclin Gíslason 0.25 Mr. og Mrs. Gísli Markúson. .0.50 Mr. og Mrs. Eyólfur Gunn- arsson .................. 0.75 Mr. Gunnar E. Eyolfson .. 0.25 Mrs. Sig. Sveinsson ...... 0.25 Mr. og Mrs. S. Loptson .... 0.50 Mr. og Mrs. Chr. Thorvaldson 0.50 Mr. Grímur Goodman........ 0.25 Mr. Guðgeir Eggertson .... 0.25 Mr. Eggert G. Eggertson .. 0.25 Mr. og Mrs. A. Loptson .... 0.50 - Oviðjafnanlegt eldsneyti hvernig sem viðrar Við höfum ávalt á takteinum kol og við, er fullnægir þörfum hvaða heimilis, sem er. Fljót og ábyggileg afgreiðsla. WOOD’S COAL Co. Ltd. 49 1 92 - Símar - 45 262 Brennið kolum og sparið! Per Ton Dominion Cobble, (Sask. Lignite $ 6.50 Premier Cobble, (Sask. Lignite) 5.90 Wildfire Lump, (Drumheller) 11.35 Semet Solvay Coke 14.50 ”AN HONEST TON FOR AN HONEST PRICE” Öll kol geymd í vatnsheldum skýlum, og send heim á vorum eigin flutningsbílum. Phones: 94 309 — 94 300 McCurdy Supply Co. Ltd. Builders’ Supplies and Coal 49 NOTRE DAME AVE. E. Mr. og Mrs. H. O. Loptson.. 0.50 Churchbridge:— Mr. og Mrs. Gísli Árnason .. 1.00 Mr. og Mrs. Eyólfur Hin- rickson ................. 0.50 Mr. og Mrs. Björn Hinrickson 0.25 Mr. M. Sveinbjörnsson Jr... 0.25 Mrs. Aug. Magnússon .... 0.25 Mr. og Mrs. O. Gunnarson.. 1.00 Mrs. Gróa Gunnarson....... 0.25 Mr. A. M. Gíslason.......... 0.30 Mr. A. Hinriksson........... 0.30 Mr. John Eyolfson.......... 0.25 Mr. Gísli Eyolfson......... 0.25 Mr. Guðbrandur Eyolf son.. 0.25 Mr. Konrad Eyolfson....... 0.25 Mr. og Mrs. O. E. Johnson.. 0.50 Mr. og Mrs. A. E. Johnson 0.50 Alls.....................$13.10 Samtals .........$234.00 31. des. 1934. Með þökkum, S. O. Bjerring, féh. Jakob F. Bjarnason TRANSFER A nnast greiBIoga um aJt, tm atl flutningrum lýtur, imtum »8a atör- um. Hvergri sanng'jamara vorB Heimill: 762 VICTOR STREBn’ Slmi: 24 S00 Office Phone Res. Phone 80 677 26 655 B. A. BJORNSON Sound Systems aml Radio Serviee Radio Service, Tube Testing, Tubes and Parts. Sound Systems & Equipment 679 BBVERIEY ST., VVINNIPEO The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Fulova Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SARGENT AVE., WPG. Sendið áskriftargjald yðar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar stefnu Co-operative Commonwealth Federation I Canada. Aðeins EINN dollar á ári sent póstfrítt Útgefendur The New World 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitoba BUSINESS TRAINING BUILDS CONFIDENCE The business world today needs Confidence. ^oo many work- ers attempt to start and hald a position without Confidence in themselves, their employers, or the educational conditions which form the background for their practical lives. The carefully planned business courses offered at the DOMINION BUSINESS COLLEGE prepare you to meet business with Con- fidence. You know that you are ready to prove your worth and to hold responsible positions. Your training has been thorough, and has made your services doubly valuable by deve- loping your own talents along the right lines. Don’t waste time trying to “find yourself” in busincss. A consultation with the Dominion Registrar will help you to decide upon the course best suited to you. The D0MINI0N BUSINESS COLLEGE On the MALL, and at ELMWOOD, ST. JAMES and ST. JOHN’S Residence Classes Mail Instruction Day or Evening with Finishing

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.