Lögberg - 17.01.1935, Blaðsíða 8

Lögberg - 17.01.1935, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG; FIMTTJDÁ GINN 17. JANCAR 1935. Ur borg og bygð Gleymið ekki spilakvöldun- um í Goodtemplara húsinu á 'þriðjudögum og föstudögum. Góð verðlaun; gott músík. Inngangur 2óc. Allir velkomn- ir. Heklufundur í kVöld (fimtudag). • Þjóræknisdeildin Frón heldur kosningafund í Jóns Bjarnasonar skóla á mánudagskveldið þann 21. j>. m., klukkan átta. Fer þar fram kosning nýrrg. embættismanna. J. J. Bíldfell flytur stutta tölu, Lúðvik Kristjánsson flytur kvæði; auk þess verðtir skemt með söng og meiru af upplestri. Fjölmennið! “ESKIMO TEA” nefnist kvöld- skemtun sú, er haldin verður undir umsjón söngflokks Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg á föstudags- kvöldið 18. janúar, eða nú í vik- unni, í fundarsal kirkjunnar á Victor St. Það eru nokkur ár síðan söng- flokkurinn hefir haldiS heimboð og vonast er eftir að fólk sýni vináttu sina og velvild gagnvart honum með því að fylla salinn þetta kvöld. Um klukkan níu hefst stutt en vandað prógram. Meðal annars syngur flokkurinn íslenzk þjóðlög. Guðmundur Stefánsson einsöng, Miss Irene Diehl spilar nýtt lag samið af Frank Thorolfson, hinum unga og efnilega píanista, sem nú stundar nám í Toronto; og fyrir sérstaka beiðni syngur frú Sigríður Hall **Tárið.” Hin látlausa feg- urð þessa lags nýtur sín aldrei betur en þegar hin góðkunna söngkona syngur það. Tekið verður á móti gestum frá klukkan átta. Enginn aðgangur verður seldur, en skálar verða á kaffiborðum fyrir samskot. Mr. Wjilhelm Kristjánsson skóla- stjóri frá Manitou, Man., kom til borgarinnar á tnánudaginn og átti hér tveggja daga viðstöðu. Mrs. B. L. Curry, frá San Diego, Cal., sem dvalið hefir hér í borginni undanfarinn hálfsmánaðar tíma, la;gði af stað suður til Washington, D.C., i heimsókn til dóttur sinnar, er þar á heima. Á sunnudagskvöldið höfðu þau Mr. og Mrs. H. J. Lindal að pra Jessey Ave., veglegt boð í virðing- arskyni við Mrs. Curry, er eitthvað um þrír tugir gesta sátu. Messuboð Guðsþjónusta verður haldin í Lundar söfnuði sunnudaginn þ. 27. jan. kl. 2.30 e. h. Fólk er beðið að f jölmenna. Séra Jóhann Bjarnason býst við að hafa messu í kirkju Mikleyjar- safnaðar sunnudaginn þ. 27. jan. kl. 2 e. h. Mælst er til, að fólk á Mikl- ey láti fregn þessa ferast um eyna, og ef unt er, að fjölmenna við kirkju. Messur í Gimli prestakalli næst- komandi sunnudag, þ. 20. jan., eru áætlaðar þannig, að morgunmessa verður á venjulegum tima í Betel, en kvöldmessa kl. 7 í kirkju Gimli- safnaðar, ensk messa. Séra B. A. Bjarnason væntanlega prédikar. Fólk geri svo vel að fjölmenna. Mr. Friðlundur Johnson frá Oak View, Man., dvelur i borginni þessa dagana. Mr. John Thorsteinsson hótel- stjóri á Gimli, var staddur í borg inni siðastliðinn laugardag. Mr. Th. Thorsteinsson bæjarfull- trúi frá Selkirk, kom til borgarinnar á mánudaginn. Mannalát Sigurður Eyjólfsson fýr bóndi í Víðir, Man., og landnámsmaðtir þar, andaðist að heimili sínu í Víðir á nýársdag eftir tiu vikr.a legu. hann var fæddur 9. marz 1852 ; voru foreldrar hans Eyjólfur Magnússon bóndi á Unaósi i Hjaltastaðaþinghá og kona hans Steinunn Stefáns- dóttir Hann var kvæntur Rósu Gísladóttur Guðmundssonar, hún dó 26. sept. 1922, þá 56 ára. Sigurður hafði lengi búið á Akranesi við Riverton. Börn þeirra hjóna voru: Guðný Cecilia, heima; Unnsteinn Vilberg. bóndi í Víðir, kvæntur Vil- friði Hólm; Edward Trvggvi, heima; Friðný Sigurrós, gift Robert Hodgson, Winnipeg; Steinunn Guð- finna, heima og Guðrún Ósk Alice, gift Arthur Johnson, af .enskum ættum. Sigurður var bróðir Stefáns landpámsmanns í Gardar og Gunn- steins skálds á Unalandi við River- ton. Sigurður var vandaður og göf- ugur maður, alvöru maður og trú- aður. Hann var blindur 6 síðustu æfiárin. — Jarðarförin fór fram 7. janúar, að viðstöddu mörgu fólki. 51. Ó. Mrs. Norman Stevens frá Gimli hefir dvalið í' borginni undanfar- andi. Oviðjafnanlegt eldsneyti hvernig sem viðrar Við höfum ávalt á takteinum kol og við, er fullnægir þörfum hvaða heimilis, sem er. Fljót og ábyggileg afgreiðsla. WOOD’S COAL Co. Ltd. 49 1 92 - Símar - 45 262 Brennið kolum og sparið! Per Ton Dominion Cobble, (Sask. Lignite $ 6.50 Premier Cobble, (Sask. Lignite) 5.90 Wildfire Lump, (Drumheller) 11.35 Semet Solvay Coke 14.50 “AN HONEST TON FOR AN HONEST PRICE” Öll kol geymd í vatnsheldum skýlum, og send heim á vorum eigin flutningsbílum. Phones: 94 309 — 94 300 McGurdy Supply Go. Ltd. Builders’ Supplies and Coal 49 NOTRE DAME AVE. E. phJné''33 5öo Modern Fish Market Jón J. Sigurdsson, eigandi Séra N. Steingr. Thorláksson er staddtir í borginni ásamt frú sinni, um þessar mundir. Dvelja þau hjón í gistivináttu sona sinna. í frétt þeirri í síðasta blaði, þar sem getið var um verðlaun þatt, er Mr. Adolph Jóhannsson hefði feng- ið, láðist að geta þess, að hann fékk einnig ókeypis ferðakostnað báðar leiðir. Adolph er sonur frú Gnð- rúnar Jóhannsson, Ste. 6 Elsinore Apts., hér í borginni. Mr. O. H. Oddson, trésmíða- meistari frá Chicago, kom til borp,- arinnar í vikunni sem leið. Fór hann norður til skyldfólks síns vtð Lundar og dvelur þar um hríð. Mr. Egill Egilsson frá Gimlij var staddur í borginni fyrir síðustu helgi. Þeir Mr. Dori Eyjólfsson og Mr. Halldórsson frá Mountain, N. Dak., voru staddir í borginni um miðja fyrri viku. Mr. John A. Vopni, ritstjóri í Davidson, Sask., hefir verið kos- inn í bæjarstjórn þess bæjarfélags, samkvæmt fregnum það að vestan. SEXTÁNDA ÁRSÞING Þjóðrœknisfélagsins verður haldið í Goodtemplarahúsinu við Sargent Ave., Winnipeg 26., 27. og 28. febrúar 1935 og hefst kl. 9.30 f. h. þriðjudaginn 26. febr. DAGSKRA: 1. Þingsetning 2. Skýrsla forseta 3. Kosning kjörbréfanefndar 4. Kosning dagskrárnefndar 5. Skýrslur embættismanna 6. Skýrslur deilda 7. Skýrsla miliþinganefndar 8. Útbreiðslumál 9. Fjármál 10. Fræðslumál 11. Samvinnumál 12. Útgáfa Tímarits 13. Bókasafn 14. Kosning embættismanna 15. Lagabreytingar 16. Ný mál. Samkvæmt 21. gr. laga félagsins er deildum þess heimilað að senda einn fulltrúa til þings fyrir hverjá tuttugu eða færri gilda félaga deildarinnar; gefi þeir fulltrúa skriflegt umboð til þess að fara með atkvæði sitt á þingi og sé umboðið staðfest af forseta og ritara deildarinnar. Samkomur þingsins hefjast með almennri skemtisamkomu og íþróttasýningu á mánudagskveld þ. 25., er sambandsdeildin Fálkarnir standa fyrir. Þar flytur séra Jakob Jónsson erindi. Þriðjudagsmorgun þ. 26. kl. 9.30 fer þingsetning fram. Þing- fundir til kvelds. Engin samkoma það kveld. Miðvikudags- morgun hefjast þingfundir að nýju og standa til kvelds. Það kveld, þ. 27. kl. 8.00, heldur deildin Frón sitt árlega íslendinga- mót.—Fimtudagsmorgun hefjast þingfundir aftur og standa til kvelds. Það kvöld, kl. 8.00, flytur hinn heimsfrægi ræðuskör- ungur, Dr. Preston Bradley frá Chicago, fyrirlestur um tíma- bær efni, i kirkju Fyrsta lút. safnaðar. Það kvöld hefir í þetta sinn verið sérstaklega helgað Bandaríkjaborgurum, (American night). Frekari greinargerð fyrir hinum ýmsu samkomum verður gerð síðar. t umboði stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins. Winnipeg, 16. janúar, 1935. Jón J. Bíldfell (forseti) B. E. Johnson (ritari) The Women’s Association of the Canadian Legion Concert Orchestra (Manitoba Command) will hold an old-fashioned tea at the Á.W.C.A., January ipth, from 3 to 7 o’clock. Presiding over the tea cups will be Mrs. C. C. Carruthers, Mrs. G. Croft, Mrs. T. G. Rumer, Nursing Sister I. Barton, Mrs. A. C. Johti- son and Mrs. A. S. Bardal. Mrs. S. Solvason is the convener. Proceeds to go to hospital work. S. Solvason will be in charge of the music. % Tea cup reading. The assistar.ts will be in costume. Eimskipafélag Islands Hinn árlegi útnefningarfundur í Eimskipafélagi íslands meðal Vestur-íslendinga, verður haldinn að heimili hr. Á. P. Jóhannssonar, 910 Palmerston Ave. hér í borg, 26. febr. 1935, kl. 8 að kvöldi, til þess að útnefna tvo menn til að vera í vali fyrir hönd Vestur-íslendinga á aðal-ársfundi Eimskipafélags- ins i Reykjavík á íslandi í júnímánuði næstkomandi, til að skipa sæti í stjórnarnefnd félagsins, með þvi að kjörtímabil hr. Árna Eggertssonar er þá útrunnið. Winnipeg, 16. janúar 1935. Á. P. Jóhannsson, Arni Eggértsson. “BUSINESS EDUCATION” Has a “MARKET VALUE” University and high school students may combine business edu- cation with their Academic studies by taking special “Success” instruction under four plans of attendance: 1. Full-day—Cost $15.00 a month 2. Half-day—Cost $10.00 a month. 3. Quarter-day—Cost $5.00 a month. 4. Evening School—Cost $5.00 a month. SELECT FROM THE FOLLOWING: Shorthand, Typewriting, Accounting, Business Correspondence, Commercial Law, Penmanship, Arithmetic, Spelling, Economics, Business Organization, Money and Banking, Secretarial Science, Library Science, Comptometer. Call for an Interview, Write Us or Phone 25 843 Portage Ave. at Edmonton St., Winnipeg (Best Known for Its Thorough Instruction) Bœnd • Skortur á phosphate dregur mjög úr mjólk- ur: urmagni kúahjarðar yðar. NotiU Animal Buildcr MONO-CALCIUM PIIOSPHATE — Tvær únzur handa skepnunni á dag auka ágóðann. Spurning: Þrífast svín yðar? AN ELEPHANT P.RAND nýtur efnafræðislegs álits. Verðið er lágt ... Smálestin með kjörkaupum Upplýsingar hjá CONSOLIDATED SMELTERS LTD. WINNIPEíG - CALGARY REGINA Minniát BETEL * 1 erfðaskrám yðar ! Office Phone Res. Phone 80 677 26 556 B. A. BJORNSON Sound Systems and Radio Servlee Radio Service, Tube Testing, Tubes and Parts. Sound Systems & Equipment 679 BEVEBLEY ST„ WINNIPEG Jakob F. Bjarnason TRANSFKR A nnast greiSlega um aJt, sem a8 flutnlngum lýtur, imium eBa atór um. Hvergi sanngjamara verB HelmlU: 762 VICTOR STRKET Sfml: 24 600 The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SARGENT AVE., WPG. Sendið áskriftargjald yðar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar stefnu Co-operative Commonwealth Federation 1 Canada. Aðeins EINN dollar á ári sent póstfrítt Útgefendur The New World 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitoba BiUSINESS TRAINJING BUILDS CONFIDENCE The business world today needs Confidence. Too many work- ers attempt to start and hald a position without Confidence in themselves, their employers, or the educational conditions which form the background for their praetical lives. The carefully planned business courses offered at the DOMINION BUSINESS COLLEGE prepare you to meet business with Con- fidence. You know that you are ready to prove your worth and to hold responsible positions, Your training has been thorough, and has made your services doubly valuable by deve- loping your own talents along the right lines. Don’t waste time trying to “find yourself” in business. A consultation with the Dominion Registrar will help you to decide upon the course best suited to you. The D0MINI0N BUSINESS GOLLEGE On the MALL, and at ELMWOOD, ST. JAMES and ST. JOHN’S Residence Classes Day or Evening Mail Instruction With Finishing

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.