Lögberg - 24.01.1935, Page 1

Lögberg - 24.01.1935, Page 1
48. ARGA.NGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 24. JANÚAR 1935 NÚMER 4 Frá Sambandsþmginu Möðrudalur Eftir Jon Mngmtsson. Á fimtudaginn þann 17. þessa mánaðar, var sambandsþingiÖ sett i Ottawa með venjulegri viðhöfn, að viðstöddu miklu f jölmenni. Full- trúi konungs, Bessborough lávarð- ur setti þing, sem lög mæla fyrir. og las upp stjórnarboðskapinn. Ekki gaf hásætisræðan það til kynna, að umbótaboðorð Mr. Bennetts öll, þau er hann vék að í útvarpsræðum sin- um, yrði undantekningarlaust leidd í lög á þessu þingi, heldur aðeins nokkur þeirra. Víst er þó að lögð verða fyrir þing frumvörp um at- vinnuleysisstyrk, ellistyrk, lágmarks- kaup og hámarksvinnutíma, endur- bætur á stjórnþiónustunni, sem og um stofnun f járhagsráðs. Rt. Hon. W. L. Maskenzie King. flutti sina fyrstu þingræðu að þessu sinni á mánudaginn, og lýsti að nokkru at'stöðu sinni og frjálslynda flokksins til hinna nýju umbótaá- kvæða Mr. Bennetts; kvað hann flokk sinn að sjálfsögðu mundu veita forsætisráðherra að málum í öllum þeim atriðum, er líkleg væru til raunverulegra umbóta, og hét góðri samvinnu af hálfu flokksins þeim til framgangs; benti þó á um leið að vissara væri fyrir forsætis- ráðgjafa að hraða framgangi slíkra ntála, því með þeint hætti einum gæti hann helzt fært þjóðinni heini sanninn uni það, að full alvara lægi tii grundvallar; núverandi stjórn hefði komið upp gaddavírsgirðing- urn um landið þvert og endilangt í stjórnarfarslegum skilningi; hér væri átt við tollmúrana; þá yrði að lækka og í mörgum tilfellum bein- línis að rífa niður, ef þjóðin ætti að geta komist á réttan kjöl i efna- hagslegu tilliti; ef Mr. Bennett hefði verið í anda og sannleika ant uin róttækar breytingar á núgildandi fjárhagskerfi, þá hefði hann að sjálfsögðu ekki látið það viS gang- ast að hin nýja bankastofnun (Cen- tral Bank) yrði einstakra manna eign. Ekki kvað Mr. King neitt vera á huldu um það, hver afstaða kjós- enda væri til núverandi stjórnar: stjórnin hefði fyrir langa löngu tapað trausti sinu hjá þjóðinni, eins og aukakosningarnar hver einasta og ein, bæru svo órækan vott um. Þess- vegna væri það sýnt, að samkvæmt lýðræðisvenjum hefði stjórnin fyr- irgert með öllu rétti sínum ti' ]h:ss að sitja lengur við völd, eða með öðrum orðum til þess að stiórna. “Stuttir eru morgnar í Möðrudal.” Flýgur sól milli fjalla. —Fyr en varir ferðamanni horfinn hálfur dagur. (íengur um grundir gróðurangan, þrungin ást og yndi. Klappar á kinnar kossamjúkur blær af bláurn fjöllum. Yfir fríða f jallaþyrping horfir Herðubreið, hamrabeltuð, himinljómuð, sindruð sólarmistrum. Dreymdi hana daga dýrðarríka, fyr en fólk vissi. Ófu morgnar meginbjartir gull í grænum hlíðum. Greru sólevjar • sumarglaðar, drifnar dögg og geislum. Brosti Herðubreið blómi hverju eins og ástrík móðir. léku þá í leiftrum. Sá hún sökkva í sand og ösku grund og grænar hlíðar. Huldust hauður heitu myrkri. Draup þá Möðrudalur, vatni grafinn, veðrum lostinn, ræntur rausn og skarti. Hraktíst undati hrundu vígi gróðuröldin gamla. —En aldir fram af öldum streyma. Fæðist líf af feigð. Fallið gras og fúinn kvistur sökk í sjóðu moldar. Grær á ný Við götu hverja vallhumall og víðir. Heyrir Herðubreið hljóma Skuldar fram í björtum fjarska: Gróður foldar, gróður hjartna, gróður lifanda lifs. “Stuttir eru morgnar í Möðrudal.” Flýgur sól milli f jalla. —Fyr en varir ferðamanni horfinn hálfur dagur. Dr. ÓLAFUR STEPHENSEN SJÖTUCtUR. Þann 22. desember síðastliðinn, átti eint; af vinsælustu mentamönn- um íslendinga vestan hafs, Ólafur læknir Stephensen, sjötugs afmæli, og rná óhætt fullyrðá, að við þau tímamót í lifi hans hafi streymt til hans og fjölskyldu hans góðhugur úr mörgum áttum. Dr. Stephensen er af göfugu kyni kominn, sonur Stefáns prófasts í Vatnsfirði, Péturssonar prests á Ólafsvölluin, Steíánssonar amt- manns Ólafssonar stiftamtmanns, og kemur sú ætt meira við sögu ís- lands um heila öld, en nokkur önn- ur. Móðir Ólafs Iæknis var Guðrún dóttir Páls amtmanns Melsteðs og Ragnheiðar dóttur Stefáns amt- nianns á Möðruvöllum Þórarinsson- ar. Dr. Stephensen er fæddur í Holti í Önundarfirði í ísafjarðarsýslu, 22. desember 1864. Hann fór 15 vetra Kamall í lærðaskólann í Reykjavík °g útskrifaðist þaðan eftir 6 ár, 1885. Við læknaskólann í Reykja- v,k tók hann fullnaðarpróf 1800, s,gldi samsumars til Kaupmanna- úafnar og stundaði lækningar á sP>tölum og fæðingarstofnunum. ^ann fór heim til íslands árið eftir °g var settur læknir í Þingeyjar- sýslu 1892. Eftir það fór Dr. ^tephensen af landi burt ög stað- oaandist í Winnipeg og hefir hér stundað lækningar síðan. Hann stundaði framhaldsnám við lækna- skólann i Manitoba veturinn 1894— 95 og lau^ prófi þar um vorið. ^?r’ ^tephensen er mikill lærdóms- ma’ur 0g fylgjst vei með opinber- Um 'nálum, bæði þessa Iands og annara, auk þess sem hann er víðles- inn 1 fræðigreiu sinni fram til þessa dags. Dr. vStephensen er prúðmenni í ramgöngu, glaðvær og snyrtileg- Ur °" ^eldur sér enn sem ungur væri. Gr. Stephensen kvæntist þant; 4. februar 1896 og,gekk að ciga ung- frú Margréti Stefánsdóttur Gunn- arssonar; þau hjón eiga átta mann- vænleg börn, fjóra sonu og fjórar stúlkur. Á sjötugsafmælinu bárust Dr. Stephensen hamingjuóska skeyti víðsvegar að; þar á meðal af ætt- jörðinni frá þeim Davíð lækni Scheving og frú hans; frú Ástriði Peterson og Guðjohnsens systrum, auk fjölda skeyta frá vinum þeirra hjóna víðsvegar í þessu landi. Geigaði sól. Grimmur æpti dauði á Dyngjuf jöllum. Lék á þræði land — en himinn rann í rauðan loga. Hamrahallir Herðubreiðar Soffonías Guðmundsson (Minningarljóð) NÝR ÞINGFORSETI Þau tíðindi hafa gerst, að forseti neðri málstofu sambandsþingsins í ’ vOttawa, Mr. Black, he.fir látið af þeim starfa sakir heilsubilunar. Við forsetastörfum tekur af honum, Mr. J. L. Bowman, þingmaður fyrir Dauphin kjördæmið í Manitoba. Er þetta í fyrsta skifti í þingsögu hinn- ar canadisku þjóöar að Manitoba- þingmaður hefir orðið fyrir slíkum heiðri. Hinn nýi forseti er lög- fræðingur, 56 ára að aldri. Þeir, sem hafa glatt í geði gert mér þrátt, og skap mitt létt, er mér ljóst að eiga hjá mér, ef að metið verður rétt. Meðan gulli lúka leigTt lotinn háls og bogið kné, skyldi hverjum gleðigeisla goldið margfalt vaxtafé. Menning lifir. Móðu kveldsins merlar skin hins liðna dags; titra í eyrum töfrafögur tónastef liins sungna lags. Geislinn sem um gluggann starði, gleðin, sem þér brosti og hló, flotin eru í farveg tímans fram hjá þér — en lifa þó. Horfni vin, sem geð mitt gladdir, góðvild þína man eg vel; las þó meira af svip en svörum, samúð þína og vinarþel. —Lítill er í fjasi fengur, fánýtt það, sem oft er tætt; það, sem fálát þögnin mælir, þungt á vog- og minnisstætt. Þú varst hægur, dulur, djúpur, drengur góðnr, vinum trúr; hver, sem kans þín vígi að vinna varð að rjúfa traustan múr; þinni borg var hægt að halda, hollusta þín engnm brást; mai’gan veikleik vina þinna veit ei nokkur hvort þii sást. Góða kynning þér eg þakka, þína samfylgd tímaspöl; minning þína gevmi eg glaður gegnum lífsins sæld og böl. Hvort um þig og þína líka þegir saga, skiftir minst; jxað er alt af happ að hafa heilum dreng og mætum kynst. Páll Gnðmundsson. Frá Islandi Lárus H. Bjarnason fyrv. hæsta- réttardómari lézt í gærmorgun að heimiG sínu. Banamein hans var lungnabólga. Hann var fæddur 27. marz 1866, tók embættispróf 1891 og varð sama ár málaflutningsmað- ur viS yfirréttinn. \’arð sýslumaður í ísafjarðarsýslu 1892, í Snæfells- nessýslu 1894, forstöðumaður laga- skólans 1908, prófessor við háskól- ann 1911 og hæstaréttardómari 1919. Hann var þingmaður Snæfellinga 1901—1907, konungkjörinn 1909— Tpxi og þingnxaður Reykvíkinga 1912—1913- Lét hann mikið til sin taka í stjórnmálum á þeim tima og var urn nokkurt skeið formaður Heimastjórnarflokksins. Hann þótti gott yfirvald og var vel látinn eins og sézt á því, hversu mörgum á- byrgðarmiklum störfum hann gegndi um æfina.—N. dagbl. 31. okt. Stúlka deyr af brunasári. 7. þ. m. skaðbrendist stúlka á Akureyri með þeim hætti, að eldur úr miðstöð læsti sig í föt hennar. Hljóp hún út yfir sig hrædd, en manni, sem þar var staddur, tókst að slökkva eldinn í fötum hennar með því að vefja utan um hana teppi. Bruna- sárin voru þó það mikil, að hún lézt af völdum þeirra s. 1. sunnu- dagsmorgun. Stúlkan hét Svava IJálsdóttir iVatnsdal.— N. dagbl. 28. des. Skemdir í Keflavík. í suðaustan- roki, sem gekk yfir suðvesturland urn helgina urðu töluverðar skemd- Frarnh. á bls. 8 Sveinn kaupmaður Thorvaldsson heiðraður með fjölmennu samsœti í Riverton Síðastliðið mánudagskvöld, var haldið í samkomuhúsinu í Riverton afarfjölment og ríkmannlegt sam- sæti í virðingarskyni við Svein kaupmann Thorvaldsson og frú hans. Voru það íslenzkir samborg- arar heiðursgestsins í Nýja íslandi, er fyrir mannfagnaði þessurn stóðu, í tilefni af viðurkenningu þeirri, er honum nýverið féll í skaut og áður hefir getið verið um. Samsæti þessu, vafalaust því f jöl- mennasta, er nokkru sinni hefir haldið verið á þessum slóðum, stýrði Skúli Hjörleifsson verzlunarstjóri, og fórst honunx sá starfi hið prýði- legasta úr hendi. Eftir að hann hafði skýrt tilgang mannfagnaðar- ins og boðiS veizlugesti velkomna bað hann hljóðs Dr. S. O. Thomson, er mælti fyrir minni kon- ungs. Séra Eyjólíur J. Melan á- varpaði heiðursgesti fyrir hönd bygðarmanna, en S. V. Sigurdson talaði því næst nokkur orð og af- henti þeinx Thorvaldsons hjónum skrautritað ávarp og silfurkönnu eina forkunnar fagra, til minja um atburðinn. Gisli kaupmaður Sigmundsson mælti fyrir minni kvenna og þótti það hin bezta skemtan. Svo seni venja er til með íslendingum, voru íslenzkir söngvar sungnir á milli þess er ræðuflóðinu létti. Næst tók til máls heiðursgestur- inn sjálfur; er þar skemst frá að segja, að ræða hans var bæði fróð- leg og skemtileg; brá hún upp mörg- um og mismunandi myndurn úr þró- unarsögu landnámsins íslenzka þarna nyrðra, sem og þess hve mik- ið hefði unnist á ; var honurn í ræðu- lok þakkað með dynjandi lófaklappi. Þá fluttu stuttar tölur í eftir- greindri röð, þeir Guttormur J. Guttormsson skáld, B. J. Lifman, Jón Sigvaldason, Jónas Stefánsson, skáld, er flutti bæði ræðu og kvæði; Einar P. Jónsson, Jóhann P. Sól- mundsson, Capt. Baldvin Anderson, frú \ralgerður Sigurðsson, Gestur Oddleifsson og Mr. Williamson bankastjóri í Riverton. Með fiðlu- og píanó-spili skemtu þau Jóhannes Pálsson og Helga Ólafsson. veizlugestum til mikillar ánægju. Kveðjuskeyti voru lesin ti! heið- ursgestsins frá Sigurbirni Sigurds- syni, Tames H. Stitt, þingmanni, Sigtryggi Jónassyni, fyrrum fylk- isþingmanni, Jóhanni Briem, Dr. Thorbergi Thorvaldssyni í Saska- toon og Mr. G. D. Ritchie cftirlits- manni með útibúum Imperial bank- ans í \’estur-Canada. Báru skeyti þessi, engu síður en ræðurnar, glögt vitni um þá virðingu og það traust, er Sveinn Thorvaldsson i hvívetna nýtur. Samkomuhúsið var fagurlega skreytt og veizlukostur allur hinn rikmannlegasti. ITátt á þriðja hundrað rnanns mun hafa setið þessa veglegu og eftirminnilegu veizlu, er var öllum er að stóðu til hinnar mestu sæmd- ar. Revkjavíkurbréf Arið. LTnx áramót er eðlilegt að reynt sj að bregða út af venju, og taka árið sem liðið er á dagskrá, í stað þess að venjulega er það vikan ein sem efnið nær yfir. Því er þó ekki að leyna, að þeim mun lengra tímabil, sem til er tek- ið, þeim mun erf.iðara er að færa lýsing viðburðanna sarnan í hnot- skurn fárra blaðadálka. En hver hugsandi rnaöur lítur um áramót yfir farinn veg og spyr sjálfan sig hvort þjóð hans hafi á árinu sem er að líða, “gengið til góðs, götuna fram eftir veg” eða áhyggjur steðja að um það, að undir meira og minna glæsilegu yfirborði, kunni að felast hrörnun eða hnign- un. Það mun óhætt að fullyrða, að eitt höfuðeinkenni okkar íslendinga var, hve lífsvenjur okkar voru fá- breyttar. Kynslóð eftir kynslóð hafa þjóðhættirnir verið einskorð- aðir við það, að spara, komast af með sem allra minst, einhæfa fæðu, léleg húsakynni, slærnan útbúnað viS öll verk og atvinnu. Enþettafyrri alda líf höfunx við lagt á hilluna. Enda eru allar fram- farir þjóðarinnar f því sprottnar, að við erum ófáanlegir til þess að not- ast við ahæf áhöld, ill húsakynni og miðalda aðbúð, og okkur finst Is- land alt of gott land til þess að þar búi þjóð, sem hefir hvorki í sig eða á. Hagfrœði — fckking. En reynsluskortur og þekkingar- levsi i fjölbreyttU nútímalífi, geta leitt til alvarlegs ófarnaðar fyrir þjóð, sem að öllu leyti vill og ætlar að eiga með sig sjálf. Til dæmis hafa menn alt fram á síðustu tima haldið að framtíð þjóðarintxar bygðist á landbúnaðin- um, tímanleg velferð hennar færi eftir því hvernig bændum búnaðist i sveitum landsins. Því hefir verið haldið fram að ísl bændur, sem þannig hefðu framtíð þjóðarinnar á herðurn sér, hefðu fyrir lélega fjármálastjórn orðið afskiftir um veltufé þjóðarinnar. Mennirnir, sem við sjávarsíðuna væru, sætu að lánsfénu og sólund- uðu því, rneðan bændunt væri rnein- að aðgangur að fénu, til hjálpar sér og sínum. Á þessa mynd hafa rnenn horft— í vankunnáttu sinni og trúað þvi að hún væri raunveruleg og sönn Staðreyndirnar. En þegar vandræði atvinnuveg- anna jukust til lands og siávar, þá var farið að gera gangskör að því, að afla sér áþreifanlegrar vitneskju um málið. Að vísu þurfti enga rannsókn til þess að sjá, að tal manna um að “þungamiðja þjóðlíf sins væri í sveitunum,” er háskalega hálfur sannleikur. Því þegar um efnahagslegt líf þjóðarinnar er að ræða, þá er “þungamiðjan” þar sem útgerðin er, er leggur til nál. 90% af öllum út- flutningsvörum landsmanna. Þótt að henni vinni aðeins 25—30% af þjóðinni, þá hefir þetta þjáðarbrot framleitt verðmæti fyrir 50—70 miliónir króna á ári, en um 40% af þjóðinni er landbúnað stundar framleiðir árlega fyrir urn 20 rnilj- ónir króna. Geta rnenn svo séð hvar þunga- rniðja atvinnulífsins er, og hváðan þjóðinni veitist kraftur til að standa á eigin fótum. Annað mál er það, að ef takrst nxá að halda lífinu í efnalega sjálf- stæðri bændastétt í landinu, ætti meðal hennar að vera best frjómrdd og skjól fyrir þjóðleg verðmæti ls- lendinga á hinu andlega sviði. Eng- inn dregur í efa ómetanlegt gildi þeirra fjársjóða. En hitt kann að vera efunarmál, hvort íslenzk bændastétt í nútíð hef - ir sömu eiginleika og forfeður vor- ir, að geta haldið við fullgildri menningu í sulti og bágindum.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.