Lögberg - 24.01.1935, Blaðsíða 2

Lögberg - 24.01.1935, Blaðsíða 2
9 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. JANÚAR, 1935. Stalin og Wells Framh. Wells: Eg man vel eftir hversu góð tækifæri hiðu iÖnfræÖinga og annara læröra manna, strax og þeir komu út úr háskólunum, fyrir nokkrum tugum ára síÖan. Á þeim árum tók svo miklu færra fólk hina hærri mentun en nú, og tryggingin fvrir góÖri stööu var nokkurn veg- inn viss. Það var ástæðan fyrir því að hin lærða stétt var alt annað en bylt- inga sinnuð. Nú er svo kornið að fjöldi lærðra manna af öllum sortum, er orðinn svo fjölmennur, að þeir hafa marg- ir hverjir litil eða engin tækifæri td þess að geta lifað af lærdómi sírt- um, enda er hugsunarháttur þeirra að breytast til stórra muna. Hinir faglærðu menn, sem áður fyr hefðu ekki fengist til að hlusta stundu lengur á byltingatal kommúnista taka nú mcð áhuga þátt í því. Rétt nýlega var eg í miðdegis- boði hjá “The Royal Society” — voru mikla brezka vísindafélagi.— Ræða forsetans laut að skipulags- bundnu þjóðfélagsfyrirkomulagi, bygðu á vísindalegum grundvelli. Mikil var breytingin frá því, sem áður var; því nú er svo komið að forseti hins brezka vísindafélags heldur fram hyltingastefnu og krefst nýs og réttlátara mannfélags fyrir- komulags, bygðu á vísindalegum grundvelli. Mér finst þegar miðað er við ræðu forseta visindafélagsins, að stéttabaráttu-kenningin þín sé orðin heldur á eftir. Hugsunarhátt- urinn breytist. Stalin: Já, eg veit að fljótt á litið lítur það svo út, en skýringin á því er sú, að hið kapítaliska fé- lagsfyrirkomulag er í upplausn. Kapítalistarnir eru að leita eftir leið út úr öngþveitinu, sem þeir eru komnir í, sem gæti leitt til þess, að þeir héldu hagsmunum sínum og völdum. Þeir geta að nokkru leyti lítt meiddir, skriðið út úr vandræð- unum á f jórum fótum, en þeir finna ekki þær útgöngudyr, sem þeir þurfa ekki að beygja sig til að kom- ast í gegnum ; það er, þeir finna ekki leið út úr yfirstandandi ástandi, nema sem rýrir að miklu leyti hin hagsmunalegu og pólitísku yfirráð þeirra. Það er þetta, sem er að verða ljóst fyrir hinni lærðu stétt. Margir þeirra eru og farnir að láta sér skiljast, að hin hagsmunalega aðstaða sín standi í nánu sambandi við þá stétt, sem ein er fær um að benda á leiðina út úr hinum ver- andi og yfirvofandi vandræðum. Wells: Þér er kunnugra, Mr. Stalin, en nokkrum öðrum, hvað bylting er í virkilegri framkvæmd. Hefir meiri hluti nokkurn tíma haf- ið uppreisn Hafa ekki allar upp- reisnir verið hafnar af minnihlut- anum? Stalin: Til þess að koma af stað byltingu þarf að vera leiðandi bylt- ingasinnaður minnihluti; en hversu miklum hæfilegleikum, visku og á- ræði sem sá minnihluti væri gædd- ur, væri hann samt áhrifalaus, ef hann ætti ekki einlægan stuðning fjöldans að baki sér. Wells: Að fjöldinn sé fenginn til að styðja framgang hyltingarinnar, eða vera afskiftalaus. Eða að fjöldinn jafnvel ekki viti hver er hin rétta afstaða sín til byltingar- innar ? Stalin: Eg býst við að þátttaka fjöldans sé sprottin af innri hvöt og sannfæringu fyrir réttmæti þeirr- ar stefnu, sem byltingin stefnir að. En eins og eg hefi sagt, án öflugs stuðnings fjöldans getur engin bylt- ing átt sér stað, þrátt fyrir tilraunir hins bezt skipulagða minnihluta. Wells: Eg hefi veitt útbreiðslu aðferð kommúnista i Vestur-Evrópu eftirtekt, og mér virðist hún, undir nútíma fyrirkomulagi, láta í eyrum sem hjáróma hljómur frá löngu lið- inni tið; af því að það er uppreisn- arboðskapur. Það var alt annað mál þegar slíkri æsingaboðun var stefnt á móti harðstjórum, til þess að kollvarpa veldi þeirra rr.eð of- beldi. En nú á tíð, þegar hið gamla fyrirkomulag er að fara um koll, hvort sem er, ætti áherzlan að vera lögð á framtak, réttlæti og félags- lega þroskun, en ekki á uppreisn. Útbreiðslu aðferð kommúnista í Vesturlöndum er til skapraunar uppbyggilega hugsandi fólki. Stalin: Auðvitað er gamla fyrir- komulagið að brotna niður, hnigna. Það er satt. En það er engu síður satt, að nýjar tilraunir eru gerðar, með nýjum aðferðum, til að vernda og viðhalda þessu, sem þú kallar deyjandi fyrirkomulag. Þú drógst ranga ályktun af réttri setningu. Þú hefir líklega rétt fyrir þér i því að gamla fyrirkomulagið sé að brotna niður. En þú hefir rangt fyrir þér í því, að ímynda þér að það sé að brotna niður af eigin vilja. Nei, þvert á móti. Það, að breyta mann- félags fyrirkomulaginu er marghrot- in og langvinn byltinga-framvinda Það er ekki eitthvað, sem .vinst án fyrirhafnar og sterkra átaka. Það er framvinda stéttabaráttunnar til afokunar verkalýðsins. Kapítalism- inn er að vísu að hallast á rót sinni, en honum er ekki eins farið og tré, sem bognað er út yfir þungamiðju sína, og fellur svo af eigin þunga. Nei, bvlting, það að koma einu mannfélagsfyrirkomulagi á í stað annars, hefir alt af verið sársauka- kend og langvinn barátta—barátta upp á líf og dauða. Þessvegna hef- ir hið nýja fyrirkomulag ætíð orð- ið að vera við því búið að verjast ásókn og gagnbyltinga tilraunum þeirra, er fastast halda við hið gamla fyrirkomulag. Já, þú lítur rétt á það, að hið gamla mannfélags- fyrirkomulag er í upplausn, en það er ekki að liðast í sundur af eigin vilja. Taktu Fascismann til dæmis. Fascisminn er afturhalds- og of- beldisstefna, hvers mark og mið er að halda við hinu kapítaliska mann. félags fyrirkomulagi, með ofbeldi. Rvaða aðferð mundir þú beita gegn Fascistunum? Mundir þú kapp- ræða það sem á milli bæri við þá? Mundir þú reyna til að sannfæra þá með rökum? Eg býst við að þessar aðferðir væru með öllu þýð- ingarlausar. Ofbeldi er gersamlega andstætt hugsjónum kommúnism- ans; en kommúnistarnir vilja ekki láta svæla sig inni, óviðbúna eins og yrðlinga í holu ; þeim dettur ekk’ í hug sú fjarstæða, að kapítalista fyrirkomulagið þoki úr sessi af frjálsum vilja; þeir vita að það beitir og finnur upp á hvers kyns ofbeldisaðferðum, til þess að vernda sín hagsmuna- og stéttarlegu yfir- ráð; og það er þess vegna sem kommúnistarnir segja til verkalýðs- ins: “Gjaldið líku Iikt; gerið alt, sem í ykkar valdi stendur til að verj- ast því, að hið gamlá og hnignandi fyrirkomulag nái ekki að kremja ykkur undir hæl sínum; látið það ekki handjárna ykkur,—hendurnar sem þér eigið að brúka til þess að leggJa hið gamla ójafnaðar-fyrir- komulag að velli með. Þú sérð að kommúnistarnir hugsa sér ekki gagngerða breytingu á nú- verandi fyrirkomulagi, sem auð- vekla og friðsama framþróun, held- ur sem Ianga og ofsafengna baráttu. Kommúnistarnir geta ekki í þessu alvarlega máli gengið blindandi fram hjá staðreyndum sögunnar. Wells: En sjáðu bara hvað er að ske í hinum kapítaliska heimi; það er ekki einungis að fyrirkomulagið sé að fara um koll, heldur er aftur- haldið að taka á sig svo ofbeldis- fullan blæ, sem stefnir beint út í algert óaldar-ástand. Mér virðist því, að þegar kemur til átaka við afturhaldið og óskynsamlegt ofbeldi, að sósíalistarnir ættu að geta notið verndar laganna, og í staðinn fyrir að lita á lögregluna sem óvini sína, ættu þeir að styðja hana í barátt- unni á móti afturhalds öflunum. Eg held að það sé með öllu gagnslaust að halda fram hinni ströngu bylt- ingu: kenningu sósialistanna. Hún á ekki orðið við. Stalin: Kommúnistar byggja stefnu sína á endurtekinni sögu- legri reynslu, sem að sýnir þeim að úreltar stéttir og fyrirkomulag hverfa ekki sjálfviljuglega af leik- sviði sögunnar. Hugsaðu til sögu Englands á seytjándu öld. Sögðu ekki margir þá, að hið gamla fyrir- komulag væri að hrynja? En þrátt fyrir það, þá þurfti Cromwell að koma til sögunnar, til þess að brjóta það niður með ofbeldi. Wells: Bylting Cromwells var bygð á stjórnarskrá Englands, og framkvæmd í nafni landslaganna. Stalin: í nafni stjórnarskrárinn- ar greip hann til ofbeldis, afhöfð- aði konunginn, leysti upp þingið, setti suma þingmennina i fangelsi, en afhöfðaði aðra! Eða við tökum annað dæmi úr vorru sögu. Var það ekki flestum ljóst um langt skeið, að einveldis-fyrirkomulagið á Rússlandi var að hnigna, og á góðri leið með að líða undir lok? En hversu miklu blóði þurfti ekki að vera úthelt til þess að fá það lagt að velli? Eða hvað er að segja um október. byltinguna? Var ekki fjöldi fólks, sem vissi að við Bolshevikar vorum mennirnir, sem bentum til hinnar einu færu leiðar út úr vandræðun- um? Var það ekki augljóst að rússneskur kapítalismi var í hnign- un? En þú veist hversu mikil að mótspyrnan var, hversu miklum á- tökum varð að beita, til þess að vernda október-byltinguna fyrir ó- vinum hennar, bæði utan lands og innan. Eða hugsaðu þér Frakk- land í lok átjándu aldar. Löngu fyrir árið 1789 var það ljóst meðal fjölda fólks, hversu rótfúið að hið konunglega vald og lénsmanna fyrir- komulagið var; en að koma í veg fyrir að almenn uppreisn brytist út var ekki hægt. Stéttahatrinu varð ekki haldið niðri. Vegna hvers? Vegna þess að sú stétt sem varð að víkja úr völdum var þá, og er þann dag í dag, sú síð- asta til að skilja það, að hún hefir verið vegin og léttvæg fundin. Valdastéttin sannfærist aldrei um að svo sé; hún hugsar að sprungur og rifur í hinu hrörnandi musteri hins gamla fyrirkomulags, sé ekki meiri en svo, að klessa megi ein- hverju í þær, svo þær verði minn: áberandi fyrir almennings augum. og þannig megi takast að bjarga hinu úrelta þjóðfélags fyrirkomu- lagi frá hruni. Það er þessvegna að útlifuð valda- og sérréttinda-stétt grípur til vopna, og reynir með öllu hugsanlegu móti að bjarga stéttar- hagsmununi sínum og valdi. Wells: Voru ekki nokkrir lög- menn í broddi hinnar miklu stjórn- arbyltingar á Frakklandi? Stalin: Mér dettur ekki í hug að gera lítið úr þátttöku hinnar lærðu stéttar, eða áhrifum hennar á hina byltingarlegu þróun. En var stjórn- arbyltingin á Frakklandi aðeins lögmannabylting ? Var hún ekki miklu fremur almenn uppreisn á móti hinu gamla lénsherra-valdi, og hagfræðilegu fyrirkomulagi, sem var orðið með öllu óviðunandi ? Fylgdu þessir lögmenn, sem voru meðal leiðtoga hinnar frönsku stjórnarbyltingar, lögum hins gamla fyrirkomulags? Innleiddu þeir ekki ný lög, sem svöruðu til stefnu þeirra og hug- sjóna? Vér höfum lært það af sögunni, að engin stétt manna hefir gefið upp völd og sérréttindi til annarar stéttar af frjálsum vilja, alt fram á þennan dag. Það er ekk- ert slíkt fordæmi til í mannkyns- sögunni. Kommúnistunum mundi þykja vænt um, ef borgarastéttin vildi á friðsamlegan hátt víkja úr vegi fyr- ir hinu nýja fyrirkomulags formi; en slíkt er með öllu óhugsanlegt. Það er eitt af því, sem reynslan hef- ir kent oss að skilja. Það er þess- vegna sem kommúnistarnir þurfa stöðugt að vera viðbúnir að mæta árásum, af hálfu yfirstéttanna; og kalla á og hvetja verkalýðinn til ; þess að vaka og vera viðbúnir til varnar. Hver vill hafa herstjóra, sem dregur úr árvekni hermannanna?— herstjóra, sem ímyndar sér að óvin- irnir ætli að gefast upp að óreyndu ? Slíkur leiðtogi, í stéttabaráttunni, væri aðeins til að svíkja og táldraga verkalýðinn, eins og offi hefir kom- ið fyrir. Það er þessvegna, sem eg held, að það sem þér þykir svo gamaldagslegt i útbreiðsluaðferð vorri, sé í raun og veru mælikvarði KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 byltingarlegrar einlægni verkalýðs- ins. Wells: Eg neita því ekki, að til þess gæti komið að beita þurt'i of- beldi. en það er mín meining að þetta strið ætti að vera háð, að eins miklu leyti og hægt er, í samræmi við það, sem lög leyfa, til þess að komast hjá því að beita ofbeldis- fullum yfirtroðslum. Það er engin ástæða til að brjóta upp núverandi fyrirkomulag með ofbeldi, vegna þess, að það er að liðast í sundur af sjálfu sér. Þess vegna finst mér, að hef ja uppreisn á móti hinu gamla félagsfyrirkomulagi—á móti lögum —sé úrelt, og alls eigi viðeigandi. Ástæðan fyrir því að eg held þessari skoðun fram—sem kann að vera nokkuð yfirdrifin,—er sú, að eg er að leitast við að fá sannleik- ann í þessu máli, sem afdráttarlaus- ast fram í dagsljósið; eg get í sem fæstum orðum skýrt skoðanir mín- ar á þessum málum, á þessa leið: í fyrsta lagi, eg krefst fastbund- ins skipulags. í öðru lagi, eg er á móti núverandi fyrirkoulagi, að því leyti sem því tekst ekki að halda á skipulagsbundinni reglu. í þriðja lagi, eg held að þessi stétta baráttu kenning sé þröskuldur, sem stendur á milli sósialismans og þess af mentuðu fólki, sem sósialisminn þarfnast með sér til stuðnings og útbreiðslu. Stalin: Til þess að koma stórum hugsjónum í framkvæmd—þýðing- I armiklum mannfélagsumbótum — verða að vera sameinaðir kraftar byltingalega sinnaðrar stéttar; auk . þess þarf hjálpar- eða aðstoðardeild, Isem verður að vera “sál” aðalflokks ( ins, til stuðnings og stjórnar. I 1 þessu tilfelli er hjálpar- eða aðstoð- j ar-deildin, flokkurinn “party,” þar sem hinir beztu kraftar vitsmuna og lærdóms tilheyra. Þú varst rétt áð- an að tala uin “mentað fólk,” en hvaða mentafólk hafðir þú í huga? Var ekki nægilega mikið af ment- uðu fólki, sem studdi hið gamla fyrirkomulag á Englandi á seytj- ándu öld, á Frakklandi í lok átjándu aldar, og á Rússlandi á tím- um október-byltingarinnar ? Gamla fyrirkomulagið hafði í sinni þjón- ustu f jölda mentaðs fólks, sem barð- ist á móti hinu nýja fyrirkomulagi af öllum mætti, og lagði líf sitt í sölurnar til þess að vernda og við- halda því. Mentunin er tvíeggjað sverð í hendi þess, sem á heldur, og má brúka bæði til uppbyggingar og eyðileggingar. Auðvitað þarf ör- eigabyltingin—sósíalisminn—á há- mentuðu fólki að halda, til þess að koma hugsjónum sinum í fram- kvæmd, og skipuleggja hið nýja fyrirkomulag. Óupplýstur fjöldi nægir ekki til að berjast fyrir fram- gangi sósíalismans, og koma á nýju skipulagsbundnu fyrirkomulagi. Það er fjarri mér að gera lítið úr áhrifum upplýsingarinnar, það er þvert á móti, eg legg einmitt aðal- áhersluna á upplýsinguna. Spurs- málið er samt sem áður, hvaða teg- und upplýsingar erum við að tala um? Það eru svo mismunandi teg- undir upplýsingar. Wclls: Það getur engin regluleg bylting átt sér stað, án róttækrar breytingar á mentunar fyrirkomu- laginu. Það er nóg að benda á tvö dæmi því til sönnunar, annað er hið þýzka þjóðveldi (republic), sem lét sér ekki detta í hug að brevta hinu gamla mentamála fyrirkomulagi, og gat þessvegna aldréi orðið þjóð- veldi; hitt er verkamannaflokkurinn á Englandi, sem vantar áræði til að fara fram á nokkra róttæka breyt- ingu á mentamála fyrirkomulagi Englands. Stalin: Þetta er hárrétt athugun. Eg vil leyfa mér að svara hinum þremur atriðum, er þú tókst fram, sem hornsteina þeirrar skoðunar á þessu máli, er þú byggir á. í fyrsta lagi, það, sem mest á ríður til þess að koma byltingu í framkvæmd, er að hún hafi styrk fjöldans að baki sér; þessi styrkur er verkalýðurinn. I öðru lagi, hjálparlið er nauðsyn- legt, það er það, sem kommúnistar kalla “party.” Þessi flokkur eða “party” samanstendur að mestu af hinum upplýsta verkalýð, og þeirra lærðra manna, sem beita sér fyrir velferðarmál verkalýðsins. Áhrif hinnar lærðu stéttar verða því að- eins að notum, að hún skilji þarfir verkalýðsins og vilji beita sér fyrir þeim. í þriðja lagi, til þess að koma byltingunni á, og halda henni áfram, er stjórnarlegt vald alveg nauðsyn- legt; án þess getur engin byltingar- leg framvinda átt sér stað. Hin nýja stjóm semur ný lög, sem eru í samræmi og svara til þess fyrirkomulags er byltingin stefnir að. Eg held ekki fram neinu sérstöku formi eða niðurröðun; eg stefni að- eins að því fyrirkomulagi, sem sam_ svarar hagsmunalegri þörf verka- lýðsins. Ef eitthvað af lögum hins gamla fyrirkomulags er nothæft, eða í samræmi við hið nýja fyrirkomulag, því þá ekki að brúka þau. Eg get ekki vel mótmælt þeirri staðhæfing þinni, að núverandi fyr- irkomulag eigi skilið ávítanir, að því leyti sem því tekst ekki að halda á nauðsynlegri reglu. Og ennfremur hefir þú algerlega rangt fyrir þér, ef þú ímyndar þér að kommúnistar séu gagnteknir af löngun til ofbeldisverka. Þeir mundu verða mjög glaðir að leggja niður alla ofbeldisaðferð, ef valda- stéttin vildi samþykkja að víkja úr sæti fyrir verkalýðnum. En reynsla sögunnar sýnir að við engu slíku þýðir að búast. Wells: Það var tilfelli i sögu Englands, þar sem ein stétt gaf annari stétt völdin í hendur af frjálsum vilja. Á tímabilinu frá 1830 til 1870, má segja að aðals- manna stéttin, sem alt fram á 19. öld hafði mikil völd, hafi svo að segja mótspyrnulaust, gefið völdin í hendur borgarastéttinni, en af- leiðingin varð sú, að upp úr því myndaðist hið fámenaa auðmanna- vald. Stalin: Þú virðist óafvitandi hafa hvarflað frá spursmálinu um bvlt- ingu, að hinu óákveðna umbóta- spursmáli. Það er sitt hvað. Held- urðu ekki að réttarkröfu-hreyfingin (chartist movement) hafi átt mik- inn þátt í þeim réttarbótum, sem komið var til leiðar á Englandi á 19. öldinni ? Wells: Chartista-hrevfingin varð til lítils gagns, og hvarf án þess að skilja spor eftir sig. Stalin: Eg er þér ekki sammála í þessu efni. (phartistarnir komu mörgu og miklu til leiðar; þeir skipulögðu verkföll, og með því neyddu þeir valdastéttina til að gera margar tilslakapir, bæði að því er snerti kosningalög og almennings- réttindi. Þeir komu til leiðar að hin svokölluðu “rottenboroughs” voru afnumin, og margt er fleira, sem þeir komu til leiðar af almenn- unr réttarbótum. En alls yfir, þá má segja um valdastéttir Englands, bæði aðals- INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Arras, B. C..............................M. Eliason Amaranth, Man.....................B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota...................B- S. Thorvardson Árborg, Man.....................Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man..........................F. Finnbogason Baldur, Man...........................O. Anderson Bantry, N. Dakota...............Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash...........................Thorgeir Símonarson Belmont, Man..........................O. Anderson Blaine, Wash...............................Thorgeir Símonarson Bredenbury, Sask.........................S. Loptson Brown, Man...............................J. S. Gillis Cavalier, N. Dakata..............B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask......................S. Loptson Cypress River, Man....................O. Anderson Dafoe, Sask .....................J. G. Stephanson Darwin, P.O., Man.................J. K. Jonasson Edinburg, N. Dakota.............Jónas S. Bergmann Elfros, Sask................Goodmundson, Mrs. J. H. Garðar, N. Dakota...............Jónas S. Bergmann Gerald, Sask............................C. Paulson Geysir, Man.....................Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man............................F. O. Lyngdal Glenboro, Man..........................O. Anderson Hallson, N. Dakota...............S. J. Hallgrímsson Hayland, P.O., Man.................J. K. Jonasson Hecla, Man.......................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota.....................John Norman Hnausa, Man......................................F. Finnbogason Ivanhoe, Minn.............................B. Jones Kandahar, Sask.................. J. G. Stephanson Langruth, Man.....................John Valdimarson Leslie, Sask.............................Jón ólafson Lundar, Man......................................Jón Halldórsson Markerville, Alta......................O. Sigurdson Minneota, Minn.............................B. fones Mountain, N. Dak..................S. J. Hallgrimson Oak Point, Man.......................A. J. Skagfeld Oakview, Man..........................Búi Thorlacius Otto, Man........................................Jón Halldórsson Point Roberts, Wash....................S. J. Mýrdal Red Deer, Alta........................O. Sigurdson Reykjavík, Man........................Árni Paulson Riverton, Man.................................Björn Hjörleifsson Seattle, Wash..........................J. J. Middal Selkirk, Man........................... W. Nordal Siglunes, P.O., Man.................J. K. Jonasson Silver Bay, Man.......................Búi Thorlacius Svold, N. Dakota.................B. S. Thorvardson Tantallon, Sask..................... J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota................Einar J. Breiðfjörð Víðir, Man.......................Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man...........................J. K. Jonasson Westbourne, Man.....................Jón Valdimarsson Winnipegosis, Man.............Finnbogi Hjálmarsson Wynyard, Sask......................J. G. Stephanson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.