Lögberg - 24.01.1935, Blaðsíða 5

Lögberg - 24.01.1935, Blaðsíða 5
LÖGBHRG, FIMTUDAGINN 24. JANÚAR, 1935. 5 an og aftan eyðurnar stóð. þá hefir aðalmáttarstoðum framþróunar- kenningarinnar hvergi haggað. Þetta er samróma úrskurður helztu sérfræðinga, sem hér eiga hlut að máli. Á hverju grundvallast nú þessi staðhæfing þeirra — hvað færa þeir henni til sönnunar? Þetta: Á síðastliðnum fimtíu árum hefir fundist ógrynni stein- runninna leifa. Afar forn stein- vopn og steináhöld hafa einnig fundist. Með þessum fornleifa- fundum verður saga mannsins greinilega rakin til ísaldartímabilsins (Pleistocene). En þetta 250,000 árabil, er að eins eyktamót í fram- þróunarsögu mannsins. Eg á hér við hinn merkilega fund Dr. Dubois, i Java, ofarlega í Pliocene jarðlag- inu, er lengir mjög fram dvöl mannsins hér á jörðu. Fundur þessi. steinrunnar leifar hins svo- nefnda apa-manns, var efri hlutur hauskúpunnar; fáeinar tennur og lærleggur. í sama jarðlagi. á Bret- landi, hafa og fundist steinvopn og steináhöld, er benda ótvíræðilega á, að fyrir meira en fjögur hundruð þúsund árum hafi mannverur, sem hjuggu til og hagnýttu þessi gróf- gerðu áhöld, dvalið langvistum á þessum stöðvum. Það var alls ekki kenning Dar- wins, að maðurinn væri kominn af apa. heldur að bæði maðurinn og apinn ættu kyn sitt að rekja til sama stofns. Þetta virðist nú óhrekjanlega hafa sannast við nákvæma rannsókn og sundurgreiningar hinna seinrunnu leifa, en með nokkuð öðrum hætti en búist var við. Framþróunarstig- in reynast nú að hafa verið miklu margbrotnari. flóknari og snögg- legri en nokkurn hafði grunað á dögum Darwins. Hugmyndin, sem þá ríkti, var sú, að ummyndanir þær, sem maðurinn hlyti að hafa gengið í gegnum á sinu langa fram- faraskeiði, hefðu verið samfeldar og hægfara. Búist var við að í jarð- lögum fyndist hver hlekkurinn á fætur öðrum í sínum sérstöku jarð- lagsreitum, er loks. í samskeyttri heild, mynduðu óslitna festi, er tengdi manninn við fyrsta dýrið, sem líktist manni. Því förum vér oftlega villur veg- ar í slíkum efnum. að vér gefum ekki nægan gaum að því, sem næst oss er. Darwin og samtíð hans hefði aldrei farið svona vilt í þessu. hefði þeim verið jafn augljóst og mönn- um er nú, að nútíðin er spegill for- tiðarinnar. Þegar vér lítum í kring- um oss og athugum hina mörgu og margbreytilegu kynflokka mann- kynsins, frábrugðna að sköpulagi og hörundslit, sjáum vér von bráðar að enginn einn kynflokkur getur með sanni kallast ættstofn allra hinna. Nú vitum vér, samkvæmt síðustu rannsóknum. að í fyrndinni var þessi mikli munur jafnvel enn auð- sýnilegri. Enginn vonast eftir því nú, að geta rakið uppruna manns- ins með því að þræða greiðfæra veginn — veg hlekkjafestarinnar. Nei, leiðin er ógreiðfærir stígir, er i'Sgja þvers og langs í allar áttir. | hverfa, koma aftur í ljós. taka nýj- ar stefnur, en eftir þvi sem lengra dregur, nálgast þeir hvern annan, unz að lokum, að allir stefna að sömu uppsprettu. Verður því auð- sætt að ekki er um neitt tímabil að ræða. þar sem forfaðir mannsins var api. Vér megum búast við að finna, þar sem lífsins tréð skaut fyrst út frjókvistum apagreinanna, að þær reynist jafn ólíkar hver ann- ari og chimpanzee. orangutang og gorilla aparnir eru ólíkir hver öðr- um; og ekki munu þær hafa breitt sig yfir víðara svæði en sem svar- ar hinni afar takmörkuðu útbreiðslu þessara þriggja tegunda. Það er fyrst nú, sem oss er far- ið skiljast, að mannkynsgreinar hafi einnig vaxið á þessu sama lífs- tré. og allar mjög ólíkar hver ann- ari { fyrstunni. Steingjörvinga- söfnin virðast nú þegar hafa fært sonnur á þessa skoðun. Sé farið nokkura tugi þúsunda ára aftur í timann, verður brátt þess vart. að mannkynin skiftast nú ekki Iengur í kynflokka, heldur í tegundir. Og þegar farið er að skifta hundruðum þúsunda ára, virðast tegundirnar svo fjarskyldar, að þeim verður að skipa í nýja flokka. Þenna óglögga krákustíg verðum vér að þræða. og úr steingjörvinga- beðju horfinna tegunda, rekja ætt- erni og uppruna mannsins. Hvar mun helzt að leita fyrsta mannsins? Öll þau sönnunargögn, sem oss hefir áskotnast, staðfesta þá tilgátu Darwins, að fyrsti maður- inn hafi ekki staðið ofar í dýralífs- stiganum en chimpanzee apinn, og að i byrjun Mioctne jarðmyndunar- tímabilsins hafi hann hafið lífs- göngu sína. Svo ekki er aldurinn hár, borinn saman við aldur hinna fyrstu lifrænu efna. Ef byrjað er á yzta vaxtarhringnum, ofarlega á lífsins trénu, og svo talinn hver af öðrum, unz miljón eru taldir. búast má við að þar votti fyrir kvistum—byrjun greina þeirra, er maðurinn er kominn af. Þó mikið hafi áunnist i þessuni efnum síðustu fimtíu árin, 1 á er langt frá því að fullnaðar sannar.ir séu enn fengnar. Enn er óíundin fullveðja mannsmynd, sem er rétt að skríða úr dýrshamnum. Hvern- ig stendur þá á því að helztu mann- fræðingar vorra daga eru sann- færðir um að slík ummyndun hafi átt sér stað? Þeir sjá þó flestum betur það ómælis haf, sem aðskilur manninn frá dýrinu. Fyrir nokkr- um árum var uppgötvuð áreiðanleg og nákvæm aðferð til þess að á- kveða og skera úr um skyldleika einnar eður annarar dýrategundar, með því að bera saman andverkan blóðs þeirra. Þegar mannsblóð var borið saman við blóð hinna æðri apa, reyndist gagnverkun blóðkorn- anna i öllum tilfellum hér um bil nákvæmlega hin sama. Því fjar- skyldari sem apa-tegundin var, hvað vöxt og sköpulag snerti, þvi minni varð andverkunin. Gerlafræðingar fullyrða að sýklar hafi svipuð áhrif á apategundir þessar, og þeir hafi á manninn og valdi sömu einkenn- um. Hin afarmargbrotna samter.g- ing fósturs, í móðurkviði, við lík- ama mannlegrar móður, finst hvergi endurtekin í náttúrunnar ríki að undanteknum æðri öpum; í þeim er hún nákvæmlega hin sama. Af- kvæmi apans er brjóstmylkingur eins og barnið, og eins og barnið er það fóstrað og gælt, og eins og barni er því hampað og i líkömum beggja finnast öll merki sameiginlegt steypimóts. Merkin, vitaskuld. eru ekki öll jafnskýr. Þó flest séu þau auðsýnileg óvönu auga, eru sum þeirra svo smáger og hulin, að sér- fræðingar verða að benda oss á þau. Aðstoðarlaust sjáum vér hinn mikla stærðarmun heilabúsins. En vér sjáum ekki að hinn litli apaheili samanstendur af öldungis sam- kynja taugahnútum og taugakomp- um og heili mannsins; frummyndin er hvervetna auðsýnileg þeim, sem skyn bera áslík efni. í apa-heilan- um finst ekkert það, sem ekki einn- ig finst i mannsheilanum; og hins- vegar verður hvergi þeirrar myndar vart í lieila matinsins, sem ekki er einnig i heila gorilla og chimpanzee apanna. . . . Hið eina aðgreinanlega einkenni mannsheilans er stærðar- munurinn.” (Þetta er ályktunar- dómur hins fræga lífeðlisfræðings, próf. Elliot Smith.) En mikilvægi þessa stærðarmunar verður ekki neitað. Það er framþróun heilans. en ekki framþróun líkamans, sem hefir gert manninum möguleg að framkvæma þau verk, sem eftir hann liggja og sem hefir hafið hann yfir allar aðrar skepnur. Margra ára rannsóknir frægustu sérfræð- inga benda allar í sömu átt. Það skiftir engu hverja rannsóknarleið- ina vér kjósum — leið fósturfræð- innar. líffræðinnar eða sálarfræð- innar—allar bera að sama brunni, niðurstaðan hefir ávalt orðið hin sama, sem sé: æðsta líffæri manns- ins er framvöxtur smærri heila— heila fyrsta dýrsins, sem lýsti manr... eðliseinkennum ; og á framþróunar- skeiði heilans hafi engin ný vaxtar- einkenni komið í ljós. né nokkur nýr hæfileiki bæst við. Oss er enn með öllu hulið hvaða náttúrulögmáli breytiþróunin hlýddi og hvað henni lá til grundvallar, sem og það, hvernig stendur á því að frábærar vitsmunagáfur koma fram í sumuin ættum, en ekki í öðrum; og hvað veldur þeim mikla gáfna- mun. sem auðkennir æðstu og lægstu mannkynin; eða því heili mannsins tók svona stórkostlegum framför- um. en heili gorilla-apans, sem hef- ir sömu einkennin. dróst svona geipilega langt aftur úr. Þess ber að gæta, að forfeður mannsins voru ekki þeir einu, er nutu þess láns. að heili þeirra stækkaði; samtimis þvi—snemma á Miocene tímabilinu, átti hið sama sér stað meðal stærri spendýranm«. Er því auðsætt, að lögmálið, sem stjórnaði heilastækkun mannsins, náði einnig til óæðri dýra. Nú skulum vér víkja frá sögu- legu atburðunum og athuga við- fangsefnið frá öðru sjónarmiði. Hversu margt og mikið sem oss kann að óskotnast á komandi árum, við framhaldandi jarðfræðilegar rannsóknir, er auðsætt að aðalúr- lausnin verður að koma úr alt ann- ari átt. Hafi þessar miklu breyt- inar átt sér stað, eins og virðist. samkvæmt forsendum þeim, sem nú hefir verið vitnað til, er þá ekki hugsanlegt að þessi sömu öfl séu starfandi enn. Það virðist litlum efa bundið, áð | allar sköpulagsbreytingar eigi ttpp- tök sín og framgang í móðurkviði —í egginu. Sé þetta rétt, hvaða öfl eru það þá, sem þessu ráða og stjórna? Nothæfustu og margbrotnustu vélar, sem mannsvit hefir uppfund- ið, eru einfalt barnaglingur í sam- ! anburði við lifándi verur. Samt sem áður krefst hver ný endurbót | vélanna nákvæntrar íhugumr og ut- 1 reiknings; hvern part verður að | hnitmiða við annan, svo að umbótin ^ verði eitthvað annað en gagnslaust I óskepi. í verksmiðjum voruni. þar | sem vélarnar eru búnar til, er öllu I hagað samkvæmt sérstökum reglum. 1 Hver partur vélanna er smiðaður eftir fyrirskipun yfirmeistarans. svo alt fellur í sínar réttu skorður, þeg- ar smiðinu er lokið, eins og eins manns hönd hefði unnið verkið. Öllu er þar ósjálfrátt stjórnað sam- kvæmt allsherjar náttúrulögmáli, annars færi alt á ringulreið, og félli um sjálft sig. í verksmiðju náttúrunnar, bar sem almættis hendin stjórnar verki, fer alt hóglegar og hæglegar fram og fyrir luktum dyrum. Þangað liggur enginn fjölfarinn vegur. Að eins óljósir stigir ósýnilegir flest- um. Þaðan hefir enginn enn komið með fullveðja sveinsbréf. En samt, þótt leyndardómar lífsins séu enn óráðnir. hefir ofurlitið þokast i átt- ina. Alt æðra líf byrjar í frjófguðu eggi —í hinni undursamlegu verk- stofu sköpunarinnar, þar sem starf- fúsir hópar ganga að verki, fleiri talsins en allur fólksfjöldi jarðar- innar. Frjókjarninn skiftist fyrst í tvent, og hvor þeirra helminga aftur í tvent. og svo koll af kolli. I byrj- un skiftingunnar eru sellurnar líkar hver annari, og taka brátt miklum breytingum að stærð, lögun og efni, því nú eru þær farnar að leggja grundvöllinn að hinum mörgu og margvislegu líffærum fóstursins. Og þannig vaða sellurnar fram í æ stærri og stærri hópum. eftir því sem verkefnin aukast. þar til að smíðinu er lokið. Eóstrið er þann- ið afarstórt samsafn lifandi samfé- laga. liver öðru háð. Hvernig er þeirra sérstöku þörfum fullnægt, frjálsræði verndað, eða öllum þeirra stöðubreytingum svo hagkvæmlega niðurraðað ? Eða með hvaða hætti atvikaðist breyting göngulags og limaburðar mannsins, þar sem ótal sköpulagsbreytingar áttu sér stað, sem allar urðu að beinast i rétta átt og nákvæmlega samræmast hver annari ? Þó'tt enginn geti enn leyst úr þessum spurningum, og þótt þekk- ing vor nái næsta skamt, hvað öfl þau snertir, er stjórna þróun fóst- ursins, þá hefir samt jiekkingu vorri farið nokkuð fram í þeim greinum. sem snerta vaxtarstig líkamans frá barnsaldri til fullþroska aldurs. Mönnum hefir lengi verið kunr.- ugt um hvaða áhrif kynkirtlarnir hafi á líkamsvöxtinn; en ekki fyr en á síðustu áratugunum hafa læknar veitt eftirtekt þeim líkamsbreyting um, sem aðrir kyrtlar orsaka. Þegar óregla kemst á einn eður annan þessara kyrtla — pituitary, thyroid, parathyroid og adrenal kyrtlana,— geta einstaklingar tekið svo stórum sköpulagsbreytingum á fáum árum, að vel mætti ætla þá af öðru þjóð- arbergi brotna en því, er þeir heyra til. Líkamsbreytingar þessar eru nákvæmlega sama eðlis og þær sem aðgreina einn kynflokkinn frá öðr- um. Hér virðist því liggja ein, ef ekki aðalundirrót þess lögmáls er kynbreytingum hefir valdið. Það eru um þrjátíu ár síðan lög- málið, sem útlitsbreytingum stjórn- ar, var fuijdið—lögmál hinna svo- nefndu kemisku sendiboða (law of hormones). Uppvötvun þessa má eflaust telja með fremstu framför- um lífeðlisfræðinnar. Áður en þetta lögmál var útþýtt, var flest alt sem heyrði til kyrtlum líkamans ekki ann að en ágizkanir einar. Þótt viður- kent væri að satnfara ýmsum kyrtla- sjúkdómum bæri á sérstökutn, á- kveðnum líkamslýtum, þá grunaði enga að sjálfum kyrtlunum væri um að kenna. Nú vitum vér að sumir kyrtlarnir, ef til vill allir, framleiða í blóðið efni, sem nefnast “hor- mones” og sem blóðrásin ber svo til ýmsra parta likamans og stjórnar þroskun þeirra og starfssviði. Til dæmis ef ‘pituitary’ kyrtillinn fram. leiðir ekki hæfilegan skamt af sér- stöku efni, þá leiðir af þvi afbrigðí- legan vöxt beinagrindarinnar. Ný- lega hefir nokkuð bæst við tegunda- fjölda þessara efna. Árið 1932 fanst “protectin” tegundin (mjólkurvak- inn), sem veldur eða vekur fram- leiðslu mjólkur í spendýrum. Og tvær nýjar tegundir liættust við ár- ið 1933- Eftir þessum vegi liggur úrlausu- in—að öðlast fullkomna þekkingu og skilning á eðlisláögmáli manns og dýra. Verkefnið er yfirgrips- mikið og sviðið stórt. Og margra alda starf liggur fyrir höndum. En að starfinu loknu verður saga mannsins rakin frá upphafi vegar, og fullnægjandi grein gerð fyrir öllum stigum breytiþróunar hans. Þegar vér rekjum framfarasögu mannsins, sjáum vér hann í byrjun sögunnar skýlislausan, með gildan lurk í hendi, til varnar og atlögu; svo með stórt kjálkabein; þar næst steinbrot, reyrt á greinarkrók, og svo koll af kolli, unz komið er að hinum veglegu höllum og stórhýsum, strandvarnarbáknum, bryndrekum, loftförum, iðnaðaráhöldum og vis- indalegum tækjum vorrar tíðar. Og í hjáverkum hefir hann ráðið hvern leyndardóm náttúrunnar eftir ann- an; hugsað upp og sannað lögun jarðarinnar, snúning hennar um sjálfa sig og umhverfis sólina; stöðu hennar i sólkerfinu og sólkerfið sjálft; reiknað út fjarlægð, efnis- magn. þéttleika og þyngd hverrar reikistjörnu og sólar, jafnframt þvi sem hann hefir útskýrt mörg tor- skilin úrlausnarefni fjarlæðarinnar. Og alt hefir þetta áunnist með ó- þreytandi elju og ástundun, og frá- munalegri dj úpskygni einstakra manna. Virðist því ekki of djúpt dvfið i árinni þegar sagt er, að ekk- ert sé manninum ómögulegt eða of- vaxið, fái hann nægiltgt tóm ti! rannsóknar og íhugunar. Arni S. Mýrdal. Þórður Sveinsson, prófessor Yfirlæknir eldra geðvcikrahælis- ins á Kleppi, Þórður prófessor Sveinsson, er sextugur í dag. Hann er af húnvetnskum bænda- ættum komínn, fæddur að Geit- hömrum í Svinadal 20. des. 1874.— Þ. Sv. gekk i Möðruvallaskóla og lauk þaðan prófi rúmlega tvitugur, vorið 1805.—Því næst mun hann hafa stundað barnakenslu um hríð, en hóf þá nám í latínuskólanum og laulc stúdentsprófi vorið toot.— Hann gekk í læknaskólann þegar á næsta hausti og lauk embættis- prófi á mjög skömmum tima (vor- ið 1905).—Nokkuru síðar fór hann ZICZAG NÝ — þægileg bók í vasa SJÁLFVIRK — EITT BLAÐ I EINU — Pægilegri og betri bók í vasann. IlundraS blöð fyrir fimm cent. Zig-Zag cigarettu-blöð eru búin til úr bezta efni. Neitið öllum eftirllkingum. 141 utan og tók að kynna sér tauga- sjúkdóma og geðsjúkdóma. Dvald- ist erlendis um hríð, bæði í Dan- mörku og Þýzkalandi og bjó sig undir að takast á hendur forstöðu geðveikrahælisins á Kleppi. Það tók til starfa 1. apríl 1907. Þeir eru orðnir nokkuð margir sjúklingarnir, sem dvalist hafa í gamla sjúkrahúsinu á Kleppi þau 28 árin tæp, sem hælið hefir starf- að. — Varð aðsókn að hælinu mjög mikil þegar í upphafi og löngum mun hafa verið þar svo á skipað að sumum hefir orðið að neita um hælisvist. — Þórði lækni var fengið mikið starf í hendur, er liann var settur yfir fyrsta geðveikrahæli landsins, og hann hefir ekki slegið sliku við í embætti sínu. — Má svo að orði kveða, að hann hafi ekki verið að heiman náttlangt, siðan er hælið var stofnað. Og búið mun hann hafa við nokkurn ugg og á- hvggjur allan þennan tíma. Hælið er úr timbri og mundi fuðra upp á svipstundu, ef eldur yrði laus. En þó að eftir öllu sé litið og alls gætt, sem föng eru til er einatt hætt við slysi, þar sem margar geðbilaðar manneskjur eða viti firtar með öllu eru saman komnar. En alt hefir þetta blessast og tekist giftusam- lega. — Má eílaust þakka það að miklu leyti sífeldri árvekni læknis- ins og eins hinu, að hann hefir löng- um verið heppinn í vali hjúkrunar- liðs og annara starfskrafta í þágu hælisins. Þ. Sv. er merkilegur maður á marga lund og um suma hluti ó- venjulegur. Hann er gáfaður í besta lagi, orðheppinn, svo að frá ber, og skemtinn í viðræðum. — Hann er einn þeirra fáu manna, sem alt af er að detta eitthvað gott i hug, og hann logar allur af áhuga og kappi, er hann ræðir hugðarmál sín. Þ. Sv, er alt af að nema. Hann er sí-lesandi, er hann hefir tóm til, og eykur þekkingu sína ár frá ári. meðal annars á latínu og stærð- fræði. — Og vera mun það harla fátítt um önnum kafinn embættis- mann, sem kominn er á efri ár, að hann hafi sérstakt yndi af því aö fá heim til sín unga sveina, beiti- línis í því skyni, að menta þá og fræða. — En þann veg er háttað um Þórð Sveinsson. — Og það hafa kunnugir fyrir satt, að hann muni vera einn hinn ágætasti kennari. þó að atvikin hafi hagað því svo. að hann lenti ekki í kennarasætk Annað er og mjög óvenjulegt um Þ. Sv.:—Hann er alt af að yngjast í andlegum skilningi—Eg hefi þekt hann um þrjátíu ára skeið eða lengur, og eg fæ ekki betur séð, en að sál hans yngist stöðugt með ár- um og lífsreynslu. Með hrörnan líkamans blómgast Valt bið irinra, fágast og fegrast.— Brej'tingar þær, sem orðið hafa á andlegu viðhorfi Þ. Sv. eru gey á- miklar. En mest er þó sú breyt- ingin, sem veit að hugmyndinni um sjálfstæða tilveru mannssálarinnar. Þar hefir skift svo um, að “hið garnla er aftnáð” með öllu. Þ. Sv var um hluta æfinnar—einhver hinn grimmasti efnishyggjumaður, sem eg hefi kynst. Og hann lá ekki á þeim skoðunum sínum, að iifi mannsins mundi lokið að öllu við líkamsdauðann hér á jörðu. Hann varði þær skoðanir af öllu því kappi, sem honum er lagið. Síðar kon'st hann að raun um, eftir mikinn lest- ur og gaumgæfilega íhugun og reynslu árum saman, að líklega væri hin gamla skoðun hans um það, að líkamsdauðinn væri lokaþáttur mannlegrar tilveru, eintóm vitleysa. Hann fór sér þó hægt í þessum efnum og hægara en að vanda. En þar kom, að hann sannfærðist um, að mannssálin væri ódauölegs eðlis. —Lifið hér í heimi væri eins og lítil- fjörleg áning á langri leið. Hér væri slegið tjöldum um stund, en því næst lagt upp í hið mikla ferðalag. Dauðinn væri ekki annað en það, að tjaldið hryndi utan af vegfar- andanum, þegar kallið kæmi. og þá væri* um að gera, að hafa notað án- ingarfrestinn vel. — í nýrri tilveru væri mönnum ætlað, að sækja á brattann og stefna í sólarátt. — Mér er kunnugt um það, að þessi gagngerða breyting—þessi bylting i hugsanalífi Þ. Sv. gerðist ekki með skjótum hætti og eþki heldur bar- áttulaust. Þ. Sv. er vafalaust einn hinn mesti búhöldur, sem til er á þessu landi. — Kleppur var ómerkilegt kot, er hann kom þangað, túnið lít- ið, en óræktarmýrar og melholt um- hverfis. — En hann hóf þegar mikla ræktunarstarfsemi, án allrar upp- örfunar til þeirra hluta frá yfir- boðurum sínum. — Og smám sam- an breyttust mýrar og melar í slcrúð- grænan og rennsléttan töðuvöll. Hefir þessi mikla og merkilega starfsemi kostað ríkissjóð svo lítið fé, að undrun sætir. Komu þar í ljós húhyggindi Þórðar læknis og löngup til þess að klæða landið — gera það betra og búsældarlegra. — Mundi ríkinu mikill hagur, að eiga slíka menn i sem flestum stöðum. Þórður Sveinsson er eitt hið mesta trvgðatröll. sem eg hefi kynst um dagana, og svo hlýr undir skelinni, að eiga mun fáa sína líka. — Hann er og hverjum manni hjálpfúsari og mega um það vitni fcera ýmsir kun.n- ingjar hans og aðrir þeir, er Mamm- on karl hefir lítið hornauga og litlu viliað miðla. — Og hann er ekld haldinn því meini, er suma leikur grátt, að telja sig hafa rétt til að ráska með sál og samvizku þeirra manna, setn hann hefir rétt örláta hönd eða orðið að liði með öðrum hætti. Eg veit ekki til þess, að Þórður (Framh, á bls. 8) SHEA’S WINNIPEG BREWERYLIMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.