Lögberg - 07.03.1935, Blaðsíða 7

Lögberg - 07.03.1935, Blaðsíða 7
LÖGrBEivGr, FIMTUDAGINN 7. MABZ, 1935. 7 MINNINGARORÐ MRS. HELGA ERLENDSON “Trúfasta, hrein, sœla sál, svifin til Ijóssins stranda.” Mrs. Helga Erlendson var fædd í Þingvallanýlendu, þaV sem nú telst til Churchbridge, í Saskatchewan fylki 9. nóv. 1889. Foreldrar hennar voru þau hjónin Jóhann Jóhannsson frá Húsabakka í Skagafirði og Katrín Sigríður Ólafsdóttir frá Skagaströnd i Húnavatnssýslu. Þegar Helga var .þriggja ára flutti fjölskyldan austur að Manitobavatni, og áttu þau lengi heima á þeim svæðum, fyrst á ábýlisjörð þeirra úti á landinu og síðar í þorpinu Langruth. Helga sál. naut góðs uppéldis með góðum foreldrum, með systkinum sínum og naut þeirrar skólagöngu, sem þá var fáan- leg Hinn 16. ma’rz, 1910 giftist hún eftirlifandf manni sínurn, Finnboga Erlendssyni. Heimili þeirra var í Langruth. FurSu fljótt stofnaði Finnbogi, ásamt bróður sinum Erlendi, verzlun og við það starf voru þeir lengst af meðan þeir voru í Langruth. Þau hjónin tóku góðan þátt í safnaðarstarfi, hann sem safn- aðarforseti, og hún í alla staði eftir mætti. Árið 1927 fluttu þau frá Langruth. Höfðu þeir bræður skömmu áður selt verzlunina. Næstu þrjú árin áttu þau heima í Winnipeg en síðan í þorpinu Cormorant, sem er á Hudson Bay járnbrautinni, 42 mílur norður af bænum, The Pas. Þar hefir Mr, Erlendson verzlun í félagi við Mr. Þorstein Ásgeirs- son. Heilsu hafði Mrs. Erlendson allgóða þangað til þennan síðasta vetur. Var hún flutt á sjúkrahúsið í The Pas, virtist nokkuð betri og hvarf heim, en versnaði snögglega. Var hún þá flutt í flugvél til The Pas, en andaðist þar sama daginn, 9. febrúar. Börn þeirra hjóna eru öll á lífi: Jóhann Arnold, banka- starfsmaður í Ninga, Man.; Erlendur Wilfred, er vinnur langt norður með Hudson Bay brautinni; Sigurður Harold, Ólafína Margrét og Sigríður Winnifred. Móðir hennar, háöldruð kona, er á lífi í Winnipeg. Systkini hennar á lífi eru: Jóhann, bóndi að Langruth; Mrs. Ólafía McLeod í Windsor, Ont.; Árni að Langruth; Mrs. Guðmundína Erlendson í Winnipeg og Mrs. Guðrún Garrett 4 Killarney, Man. Hún var jarðsungin að Langruth laugardaginn 16. febrúar. Eiginmaðurinn flutti líkið hina löngu leið norðan frá Cor- morant, meir en 600 milur, til þess að jarðneskar leifar hennar gætu hvílt í hinum fornu átthögum. Einhvern tima hafði hún látið í ljós þá ósk, cjg ekkert var henni of gott, sem unt var að framkvæma. Séra Rúnólfur Marteinsson frá Winnipeg jarð- söng. Var fyrst athöfn í kirkjunni íslenzku í Langruth og svo líkið jarðað í grafreit Herðubreiðar-safnaðar, 4 mílur þar austur. Mikill skaði er að burtför hennar, í mannfélaginu. Hún var valkvendi, ágætum hæfileikum gædd til líkama og sálar. Hún kom alstaðar vel fram, var vingjarnleg i viðmóti og hjálp- söm af ítrustu kföftum. Hún var hreinhjörtuð og einlæg og lagði haga hönd á sérhvað gott, sem henni gafst tækifæri til að vinna. Hún hafði innilega kristna trú og ávaxtaði á allan hátt vel það pund, sem henni var gefið, enda eignaðist hún vini hvar sem hún var og ávann sér tiltrú allra, sem þektu hana. Að ástvinunum er kvéðinn hinn sárasti harmur. Nærri fyrirvaralaust er henni svift burt frá heimili og ástvinum. Reiðarslag hefir yfir þú dunið. Hver getur útmálað sorg þeirra og söknuð. Innan liðugs mánaðar hefðu þau hjónin átt silfurbrúðkaup. Samferð þeirra var hin yndislegasta; þau unnu hvort öðru hugástum. Hún var ágæt húsmóðir, yndisleg eiginkona og hin ástríkasta móðir. Endurminningarnar um hana eru þrungnar af þakklæti. “Far heil og sæl, því elska, dygð og yndi á eilíft líf þó skifta sýnist rót.’’ Blessuð sé minning hennar. R. M. þar sem kraftaskáldi^ þjóðsögu- fræga, Þórður Magnússon, bjó, en Páll lögmaður Vídalín orti um: “Þórður undan arnar hramm aldrei þeytti leiri. Skaraöi hann langt úr skáldum fram sem skírast gull af eiri.” Og enn fremur: Þegar hann Þórður þarna bjó, þá draup vín að Strjúgi.” Á GunnsteinsstöÖum skoðuðum við skemmu eina litla og heldur ó- reisulega, sem talin er gamalt bæna- hús og eitt hið langelzta hús á land. inu. Ekki mihnist eg þess, að eg heyrði bænahúss þessa getið í æsku minni. Guðbrandur Jónsson upp- götvaði, hvílíkur forngripur og kjör- gripur skemman er. Á næsta bæ fyrir sunnan Gunnsteinsstaði, Auð- ólfsstöðum, ólst upp síðasti rektor Hólaskóla, Páll Hjálmarsson, er einnig hóf baráttuna fyrir endur- reisn hans. Á sama bæ fæddist og ólst upp séra Arnljótur Ólafsson, sem með baráttu sinni fékk komið Möðruvallaskóla á stofn. Og á næsta bæ fyrir sunnan Auðólfsstaöi er fæddur og uppalinn fyrsti for- stöðumaður Mentaskólans á Akur- eyri. Skrítnar tilviljanir! Á hinu fagra óðali, Bólstaðarhlið, friðu og bliðu, úfnu og hrikalegu í senn, sem væri landslag þar málverk eftir Jón Stefánsson, var litast um stutta stund. Þaðan er runnin hin presta- sæla Bólstaðarhliðarætt, er getið hefir marga ágæta námsmenn. Fimm samferðamenn minir voru af ætt þessari, og var þeim sýndur leg- steinninn yfir ættföður*þeirra, séra Björn Jónsson, sem Bólstaðarhlíðar- ætt er komin af.' En þó að margir aðiljar séra Bjarnar hafi verið prest- ar og prélátar, auðugir að fé og séu það enn, hafa þeir sýnt legstað hans í eirthverri hinni mestu þjóðleið á Norðurlandi lítinn sóma og litla rækt. Á leiðinni um Skagafjörð var skroppið heim að Flugumýri, rif juð upp frásögn Sturlungu af brennunni og sýnd leið brennumanna. Snætt var á hinu þjóðkunna gestrisnis- og alúðarheimili, Víðivöllum. Veður gerðist úfið og ófrýnt, er á daginn leið. Tók að snjóa í Norðurárdal. Karl Strand segir: “Við gáfum þvi varla gaum. Hugir okkar voru örir af ánægju yfir ferðinni, svo að þar komst ekkert annað að. En viti menn. í Giljareitunum námu bif- reiðarnar staðar, fyr en varði. Yfir veginn lá þykkur skafl. Nú var uppi fótur og fit. Allir, sem vetlingi gátu valdið, þutu út úr bifreiðun- um. Myrkrið var dottið á. Við glætuna frá bifreiðaljósunum sáum við aðeins, hvernig golan skóf lausa mjöllina framan við oss í þykkar dyngjur. Svo‘var byrjað að moka. ------Brátt var skafl þessi sigraður og einnig þeir, sem á eftir komu. Hægt og sígandi vanst á. Loks voru allar hindranir að baki. Veg- inum tók að halla niður af heiðinni. Þá þótti öllum þetta hafa verið hið bezta æfintýri.” Og enn ritar Karl Strand. “En í þessum mannraunum unnu bifreiðarstjórar vorir sér óskift álit á meðal vor. Því að engum heigl- um var það hent, að aka þá um Giljareit-----En alt gekk vel. Og eftir stutta dvöl í Bakkaseli ókum við greitt til Akureyrar.”--------- Ljósin á Akureyri hrifu okkur upp úr draumunum, Enn einu sinni var tekið lag. Og söngurinn lýsti ótví- rætt þeirri gleði, sem býr í sál þess manns, er kemur heim úr góðri för.” ar W33—34 eru og margir fjör- menn og gleðimenn, raddmenn góðir og frjálsmannlegir í framkomu. Vona eg því, að víðast hafi verið skemtun að komu þeirra á sveitabæ. Og vænt þótti mér um þennan bréf- kafla frá Þorbirni Bjömssyni, óð- alsbónda á Geitaskarði, sem eg prenta hér á eftir, þótt fara kunni þar miður hæversklega á. Hann reit mér svo 17. des. f. á.: “Koma þín hingað með hinn glæsilega og glaðværa hóp var mér sönn gleðistund. Oft hefir borið gesti að garði, síðan eg kom hing- að að Skarði. En eg minnist ekki, að neinn eður neinir hafi gert mér svo glatt í skapi sem þú með þínu syngjandi, glaða og frjálsmannlega föruneyti.” Mentaskólanum á Akureyri í ágúst 1934. . Sigurður Guðmundsson. an víðast hvar hér, hefir verið að streyma inn í kaupstaðina og höfuð- borgina. Það er erfitt fyrir bænd- ur að ráða vinnufólk, og búskapur- inn er allur annar en hann var. Notkun sláttuvéla er að færast í vöxt; framfarir eru smátt og smátt að breyta sveitalífinu. Kvenfólkið i einum hrepp notar sömu prjóna- vélina—hún gengur hús úr húsi, og á fáeinum dögum er hægt að prjóna alt, sem nauðsynlegt er fyrir vetur- inn. Heimilisfólkið safnast ekki satnan í baðstofunum að þæfa, kemba, spinna, prjóna — og lesa sögurnar ! upphátt—eins og það gerði fyrir j mannsaldri síðan. Framfarirnar hafa verið margar — en þær hafa borið með sér glötun margs þess, sem fólk tapar með söknuði. Island eins og það kom mér fyrir sjónir För í Húnaþing Framh. frá bls. 5 ræni bátturinn í stjórn og starfi hverrar húsfreyju. Hann er fólg- lnn 1 sköpun á góðum heimilisanda, hlýjum, liprum, glaðværum, jafn- 'ngjalegum, lagi á að safna heima- mönnum til notalegrar samneyzlu og skemtilegra viðræðna. En hve marg. 'r eru þeir húsbændur eða þær hús- reyjur, Sem hyggja að slíku og stunda það? Hér gefur færi á rumkvæði og framtaki, sem syrgi- lega sjaldan er neytt. Næsta dag var lagt af stað heim- leiðis. “Ferðbúnir sungum við einu sinni enn “Gaudeanms” og báðir flokkarnir veifuðu til kveðju, unz liolt og hæðir skildu að námsmeyjar Blönduóss og “dimittenda,” ritar Karl Strand. Og hann bætir við: “En hvorki holt né hæðir geta skygt á þær hlýju og björtu minningar, sem við geymum frá komunni þang- að.” Nú sáu sumir förunautar mínir Langadal í fyrsta sinn. Benti eg nú á nokkur helztu setur dalsins, t. d. Holtastaði og Strjúg (Strjúgsstaði), I AÖ lokum þakka eg öllum þeim, er • þátt áttu í för þessari, að hún var farin og hún tókst vel. í fyrsta lagi þáverandi kenslumálaráðherra, | séra Þorsteini Briem, ferðastyrk. í ! öðru lagi forstöðukonu kennaskól- | ans, frú Huldu Stefánsdóttur, alúð og prýðilegar viðtökur. í þriðja | lagi flyt eg þeim alúðarþakkir, er j buðu okkur til sín á ferðinni og get- ið er að framan. Það lá við. að mér liði undir niðri illa af því, hve mikla I ánauð eg gerði þeim með svo fjöl- j mennri heimsókn á krepputið. En j eg kunni ekki að neita góðum boð- j um. Veit eg og, að viðtökur hafa ekki verið eftir taldar. 6.-bekking- (Framh frá bls. 3) sér meiri tekniskrar menningar. Mikið hefir verið um það rætt upp á síðkastið, og-gæti vel skeð að ein- hver ráð til bóta verði möguleg í gegnum háskólann sjálfan. Þeir hafa of marga lækna og lögmenn á íslandi. Það sem þeir þurfa helst meö er að ungir menn fái mentun í tekniskum fræðum svo að þeir verði betur undirbúnirjtil þess að tryggja viðhald og framfarir fiskiútgerðar- innar og landbúnaðarins með öllum nýtízku umbótum, til þess að þeir geti notið mentunarinnar meir í gagnlegum störfum hversdagslífs- ins. Leiðandi menn viðurkenna þetta á Islandi, rétt eins og leiðandi menn hér í þessu landi vita það nú að það dugir ekki að undirbúa svo marga fyrir lifsstörf þar sem fjöld- inn allur i þeim störfum getur ekki, undir þeim kringumstæðum sem nú ríkja, séð fyrir sér. Margt annað festir sig í huga manns, sem dvelur aðeins stutta stund á íslandi. Það væri ómögu- legt að segja greinilega frá öllum þeim áhrifum og endurminningum í einni ræðu— og eg reyni nú ekki að flytja þær tvær í kvöld, þó aS sumir séu kannske farnir að halda að það verði tilfellið. Framfarir voru alstaðar auðsjá- anlegar á íslandi. Reykjavík hefir stöðugt verið að vaxa; fólksfjöld- inn hefir aukist um 1500 manns á hverju ári nú i nokkur ár. í sumar, þegar eg var þar, var verið aS byggja 24 hús í vestur hluta borgarinnar og °g 55 íbúðir í austur hlutanum. Þýzkt fyrirkomulag hefir áhrif á allar byggingar nú—Funke-stillinn svokallaði, steinsteypuhús með flöt þök. og fremur ljót að utan, eftir minum smekk. Að innan eru hús- in afar vel vönduð. Það er kann- ske þjóðareinkenni hjá íslendingum að lifa betra lífi en þeir hafa eigin- lega efni á. — það virðist oft vera svoleiSis i þessu landi, og máske að það sé svipað því heima. Að minsta kosti sá eg í þessum nýju Reykja- víkur-húsum, alstaðar dýra og fall- ega húsmuni, nýtízku þægindi fyr- ir húsmæður, og alt myndarlega og smekklega frá gengið. Málverk eftir íslenzka listamenn voru á veggjunum í flestum heimilum þar sem nokkur efni vorti, og það var auðséð að fólkið lifði góðu lífi. Eg var mest af timanum á ferð- Stundum hugsum við um það að það muni vera mögulegt að halda við íslenzku eðli hér, en halda þvi þó við á ensku. Máske að eitthvað sé i þeirri skoðun. Þaö eru til öfl i föðurarfi vorum, andlegar gjafir frá inni, heimsótti einn bæ eftir annan út í sveitum. Þar sem eg er alinn upp, í Minnesota-bygðinni, eru ís- lendingar, sem komu að heiman fyr- ir 50 og næstum því 60 árum síðan. Þeir tala um sveitalífið eins og það var þegar þeir kvöddu landið. Þvi er sjálfsagt alveg breytt nú. Bað- stofulifið gamla er ekki lengur til, •heimilisiðnaðurinn næstum þvi horf- inn, fjölmennið á hvérjum sveitabæ orðið að gamalli sögu. Fólkið þar, eins og fyrir fáeinum árum síð- Það er svo margt, sem ungur Vestur-íslendingur getur lært af þvi að heimsækja ættlandið sitt. Það sem mun dvelja lengst í minni hvers þess manns, sem fer þangað, er hin aukna þekking á þjóðerni sínu. Þjóðræknin sjálf er aflið, sem dreg- ur okkur saman á þessari stundu. Við erum meira eða minna í deilum um ýms mál, en eg held að við séum öll á sömu skoðun i því að gera hið ítrasta til þess að varðveita þau dýr- mætu öfl og sérkenni, SQm föður- arfur okkar flytur með sér. Það er margt i eðli íslendinga, sem vel mætti gleymast. Agreining- ur, oft æstur og óumburðarlyndur, skiftir voru litla þjóðbroti i flokka tímum saman. Heima á íslandi er æsingin og rifrildið í pólitíkinni, eins og er oft hjá okkur þessa megin hafsins, lúalegur ósómi fyrir land- ið. Við Vestur-tslendingar höfum enga pólitík okkar á milli, sem hægt sé að rifast um, svo í stað þess ríf- umst við um trúmál, um persónu- j leika, og einu sinni á hverjum þús- j und árum um heimferðir. Slíkum j tilhneigingum—ef þær eru í eðlis- i fari íslendinga—væri gott að gleyma j sem allra fyrst. Það var séra Friðrik Hallgríms- syni að þakka að eg fékk tækifæri j að flytja erindi í útvarpið skömmu | áður en eg fór frá íslandi, í septeni- i ber í fyrra. í því mintist eg á bar- áttuna hér hjá okkur vestra að reyna I að halda við islenzkunni. Þar gat j eg ekki annað en viðurkent að málið j sjálft deyr nú einhvern tíma, fyr eða siðar, hjá okkur. En samt er engin nauðsyn á því að gefast alveg upp—þó að málið J daglegu tali sé á förum, það þarf ekki að fara að smiða líkkistu þess eða ráðstafa út- förinni alveg strax. fornri tíð, verðmæt þjóðarsérkenni, sem ná út yfir takmörk tungumáls. Þau getum við varðveitt þó málið týnist; þau getum við lagt fram sem hlut okkar i þessari samsettu menn- ingu sem á að vera arfur- sam- bræðslu þjóðflokkanna hjá okkur í þessu landi. En sjálfsagt eru þessi andlegu öfl bezt varin þegar máliö sjálft fylgir þeim. Þegar eg kvaddi landa okkar heima, í þessu jtvarpserindi, mintist eg í niðurlaginu á föðurarfinn, sem við tölum æfinlega svo mikið um, og líka á þau áhrif, sem ferðin hafði haft á mig. Ykkur öllum þakklátur fyrir á- nægjulega og skemtilega samveru, ætla eg, með leyfi, að ljúka máli mínu í kvöld með sömu orðunum sem eg notaði þegar eg lauk erind- inu á íslandi: Ef lítið væri variS í þennan föð- urarf. ef það væri einungis þungt og málfræðislega erfitt mál sem ekkert fylgdi, eða ef endurminningarnar væru um ómerkilega sögu og ófritt land, þá íViundi það engan mun gera, þó að hann gleymdist strax. En þar sem hinn andlegi arfur okkar Vestur—slendinga er eins dýrmætur eins og hann er, þá finst mér það beinlínis skylda fyrir skynsamt fólk að gera alt sem mögulegt er að varð- veita hann og viðhalda honum. Ferð mín til íslands verður fyrir mig lífs-elixir um alla mina æfi; eg get nú haft svo miklu meiri not af öllum íslenzkum bókmentum, þar sem eg þekki betur landið, og það alt, sem á bak við bókmentirnar er. F,g hefi séð landið, sem “feðra hlúir heinum, og-lifið tingu frjóvi fær hjá fornum beitasteinum.” Eghefi kynst fólkinu, sem lifir í þessu fagra og sögulega umhverfi, og eg hefi lært að meta betur andlegu straumana, sem eiga uppsprettu sína þar. Það er hægt að stunda margt sjálfum sér til mentunar og fróð- leiks, það er hægt að vtkka sjón- deildarhringinn og auka þekking- una á svo mörgum sviðum, sjálfum sér til uppbvggingar og gagns. En þar sem svo dýrmætar gjafir liggja alveg fast við fætur manns, finst mér það auðveldast og gagnlegast að snúa sér fyrst að íslenzku-arfinum. Þorsteinn Erlingsson, skáldið, sem elskaði svo heitt landið sitt og gaf. þjóð sinni svo marga fagra gim- steina í ljóðum sinum, lét i ljós ná- kvæmlega sömu hugmyndina með sinni venjulegu málsnild og hjartan- legri tilfinningu þegar hann orti: Og samt á auðnan ekkert haf, sem oss er trygt að beri í trúrra faðm, en gæfan gaþ, og Gunnari aftur sneri. En þótt hún mætti af sonum sjá, hún sökkur ei til grunna, þú bíður, móðir, manna þá, sem meira þora og unna. Og mjög af tímans tötrum ber, þín tign i sögn og ljóði, hver geislinn verður gull á þér, og glampar ljós í óði. \ Og sittu heil með hópinn þinn og hniptu við þeim ungu: þeir ættu að hirða um arfinn sinn, sem erfa þessa tungu. WHAT ONE GIRL WORE By BETTY BROWNLEE One of the smartest fabrlcs for Spring wear is linen. Whether for an all-day frock, a spectator sports suit or just a casual business suit, linen answers the need in practical fashion and, at the same tlnie, gives its wearer the assur- ance oí being well dressed. It is a material which offers almost limitless possibilities for color contrasts and designers have made use of their opportunities in.this field as evidenced by the new Spring modes. Linen is essentially a “gay” material, partly due to the fact that it always looks so fresh and gives its wearer that feeling of lqoking “spick and span” at all times. When worn in two-tone con- trasts that appearance of freshness and gaiety is enhanced. I Among the darker shades, brown and ! navy blue are particularly smart in linen and, of eourse, white and the light, summery shades are always good. In- | teresting effects are worked out in the I combination ef brown and white, navy ' and white also in combinations of the darker shades with natural linen. Today we illustrate a particularly smart suit of rough linen-crash in its natural hue. The material is of the nubby type whieh is most adaptable for suits. Color contrasts have been beauti- t fully effected in the choice Cjf blouse, \ belt and buttons .which are of navy. The blouse, which has an Ascot tie, I is of navy crepe and the buttons and j belt are of calfskin. Silver bars across ' the front of the belt provide a distinc- tive touch. Navy accessories are per- ! fect with this suit, and its wearer chose a smart pelt hat of navy blue with a narrojW band of the natural linen tied in a little bow, and shoes of combined linen and navy kid. distinct addition to any woman’s ward- robe and one which will have many uses during Spring days. A suit of this type is sure to be a Smart for Spring Wear Is This Suit of Rough Lincn-Crash in Natural Tones, With Belt and Buttons of Navy Calf- skin. Worn With a Navy Crepe Blouse and Navy Accessories.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.