Lögberg - 14.03.1935, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.03.1935, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines For Better Dry Cleanini’ 3nd Laundn 48. ARG4NGUR |j WINNIPEG, MAN„ FIMfTUDAGINN 14. MARZ 1935 || NÚMER 11 IÞRÖTTAMÓT Hin árlega samkepni um “hockey horn” ÞjóÖræknisfélagsins fór fram eins og til stóð fimtudagskveldiS 7. marz og föstudagvkveldið 9. marz. Fyrra kveldiS féllu leikar svo aÖ Sigurvegarar reyndust Gimli, Fálkar og Pla-Mors, á móti Árborg, Maple Leaf og Selkirk, sem allir léku á- gætlega, þó lukkan væri meS hin- um fyrnefndu flokkum og réði leikslokum. Munu flestir áhorfendur hafa farig hefnt það kveld meÖ þá til- finningu í brjósti að bæði Árborg og Selkirk flokkarnir hafi sýnt sér- staka prúðmensku engu síður en leikni í “hockeyekki sízt ef tekið er tillit til hins stutta undirbúnings, sem Árborg hafði og á hann þakkir skilið allra íþróttavina, fyrir ótrauða þátttöku í móti þessu. Síðara kveldið léku sigurvegarar þannig: Gimli sigraði Cardinals og Pla-Mors sigra Fálka. Stóðu þá Gimli og Pla-Mors einir eftir. Var nú komin talsverður glímuskjálfti í flesta er þessir flokkar runnu sam- an hvor á móti öðrum, sem lauk með frægum sigri fyrir Gimli flokkinn, er gengu sigrandi af hólmi með hið fagra “Horn” Þjóðræknisfélagsins. Samkepni þessi fór prýðilega frarn og var það mikið að þakka hinni ótrauðu framkomu þeirra Dr. Á. Blöndal og S. Thorsteinssonar frá Selkirk. Þátttakendur í úrslitaleiknum: Gimli—G. Sinclair, O. Solmund- son, Johnson, F. Solmundson, E. Sinclair, E. Ellison, Anderson, Howes, O’Connor, Hickman. Pla-Mors — Forrest, Einarson, Fordyce, Hussell, A. Johannesson, Dot, Munro, R. Johannesson, S. Kline, J. Johannesson. Dóntarar—Chris. Friðfinnsson og Gordon Skinner. Viðstaddnr. FJARHA GSÁÆTLUN WINNIPEG-BORGAR Féhirðir Winnipegborgar, Mr. H. C. Thompson, hefir tilkynt fjár- málanefnd bæjarstjórnar, að tekju- halli á árinu 1935, muni nema $392,- 876, eins og nú horfi við. Gert er ráð fyrir að hækka stór- utn fasteigna- og verzlunarskatt borginni til tekjuauka. Félag eitt í Toronto, Assessment Appraisers Ltd., er haft hefir með höndum tndurskoðun skattkerfis Winnipeg- borgar fyrir bæjarstjórnar hönd, •nælir nteð að $788,945 verði á ár- lnu innheimtir í hækkuðum sköttum. ^ erða það einkurn og sérílagi bank- ar- deildabúðir, keðjubúðir, ölgerð arhús og tryggingafélög sem borga eiga brúsann. WERKUR lögspektngur LATINN Rinn 6. yfirstandandi mánaðar lézt í borginni Washington, Oliver W,endell Holmes, fyrrunt dórnari í hæstarétti Bandaríkjanna, því nær 94 ára að aldri. Eftir að hafa gegnt dómara-embætti í yfirrétti Massa- chusetts-rikis urn tuttugu ára skeið, var honum veitt embætti í hæzta- Tétti hinnar amerísku þjóðar, árið 1902; var það að ráði Theodore Roosevelts þáverandi forseta. Fað- lr *lans var kunnur rithöfundur og samdi meðal annars bókina “Aristo- crat of the Rreakfast Table.” Hinn látni öldungur gaf sig og allntikið við ritstörfum, einkum lögfræði- legs efnis. Jarðarförin fór frarn í Arhngton grafreit, þar sem rnörg stórmenni amerísku þjóðarinnar bera beinin. SIGURÐUR B. EIRICKSON Þessi vinsæli íslendingur hefir starfað samfleytt í 30 ár við Farrn- ers and Merchants National Bank i Minneota, Minn. Var hann i til- efni af þessu eftirminnilega starfs- afmæli heiðraður með veglegu sam- sæti. Mr. Eirickson er Austfirðingur að ætterni, en fæddur í Minneota. Hefir hann tekið mikinn og góðan þátt í félagsmálum íslendinga syðra, og er nú forseti Sankti Páls safn- aðar. NÝJUSTU FRÉTTIR Fruntvarp sambandsstjórnarinn- um trygging gegn atvinnuleysi, hef- ir verið afgreitt frá neðri málstof- unni og fengið öldungadeildinni til meðferðar. Hon. Robert Weir, landbúnaðar- ráðgjafi, hefir tilkynt að þeim á- kvæðum laga um sölu búnaðaraf urða, er lúta að skyldubundinni samlagssölu alifugla og eggja, verði ekki beitt í Sléttufylkjunum, með þvi að nýafstaðin atkvæðagreiðsla urn málið hafi leitt í Ijós, að skoð- anir bænda á því séu mjög skiftar. í Manitoba var ákveðinn meirihluti andvígur þvingunarsölu fyrirmæl- um téðra laga. Hin nýja, canadiska peningastofn- un, Central Bank, tók formlega til starfa síðastliðinn mánudag. Banki þessi er stofnaður samkvæmt lögum síðasta sambandsþings. MET / BILAKSTRI Á fimtudaginn þann 7. þessa mánaðar, setti hinn brezki Öku-Þór, Sir Malcolnt Cainpbell, met i bíl- akstri, nteð því að aka bíl sínum yfir 276 mílur á klukkustund. Kappakstur þessi fór fram við Daytona Beach i Florida-rikinu. Mælt er að Sir Malcolm hafi oftar en einu sinni verið hætt kominn rneðan á kappakstrinum stóð. Mark það, sem Sir Malcolm hafði sett sér var það, að aka 300 mílur á klukkustund. Hvort hann lætur sliks freistað á ný, ntun enn eigi ráðið að fullu, þó nokkrar líkur séu til að svo verði. KREFST STÚRFELDRA ATVINNUBÓTA MANNVIRKJA Hon. W. R. Clubb, ráðgjafi opin- berra verka i Byacken-stjórninni, hefir í bréfi til verkamannaráðgjafa Sambandsstjórnarinnar, Hon. W. A. Gordons, farið fram á það, að Sam- bands- og fylkisstjórn stofni i sam- einingu til atvinnubóta fyrirtækja í fylkinu, er nema- hálfri sjöundu miljón dala. í bréfi sínu lætur Mr. Clubb þess getið, að á síðastliðnu ári hafi viðhorf atvinnumálanna innan vébanda fylkisins ekki breyzt til batnaðar svo nokrku nemi, og þar af leiðandi sé skjótra úrræða þörf. Ófrétt er enn um undirtektir Mr. Gordons ntálaleitan þessari viðvikj- andi. Vordagur (Eftir Mary Carolyn Davies) Glatt skein sól á vori, með guði var eg ein; gekk eg úti’ í skógi og settist þar á stein. Söng eg var við fugla um dýrð, sem aldrei dvín; drottinn samdi lagið, en orðin voru min. Or borg og bygð íslenzka bygðin í Norður Dakota hefir afráðið að minnast 75 ára af- mælis hr. K. N. Júlíus, Dakota- skáldsins, með fagnaðarmóti, laug- ardagskveldið 6. apríl kl. 6.30 e. h. Framkvæmdarnefndinni virðist rétt að geta um þetta i íslenzku viku- blöðunum nú þegar, svo að vinir hans og velunnarar víðsvegar fái þegar að vita um þetta; því öllum nær og fjær er hérmeð boðið að taka þátt í þessu fagnaðarmóti. Hverjir, sem kynnu að vilja koma. en hafa ekki til neinna sérstaka að hverfa hér syðra, og hverjir. sem vildu senda skáldinu skeyti. sem þeir óska að komi fram á þessari sam- komu. eru beðnir i því sambandi að skrifa annaðhvort J. J. Myres. Crystal, N. Dak. eða séra H. Sig- mar, Mountain, N. D. Mr. Oscar Goodman starfsmað- ur við útibú Royal bankans að Pearson, Man.. dvelur i borginni um þessar mundir. Mr. Ingvar Magnússon frá Wyn- yard. Sask., er dvalið hefir hjá syst- ur sinni Mrs. G. Olafson að Cali- ento. Man. siðastliðna þrjá mánuði, fór vestur á föstudaginn var. Dr. Kristján J. Austman frá jWynyard, Sask., liggur á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni allþungt haldinn. Var hann fluttur hingað að vestan um helgina. Mr. Björgvin Johnson frá Moun- tain, N. Dak., var í borginni í vik- unni sem leið. Mr. Gunnar Th. Oddson frá Mountain, N. Dak., kom til borg- arinnar á fimtudaginn í vikunni sem leið og hélt heimleiðis daginn eftir. Mr. Sigurður Sigurðsson kaup- ntaður frá Calgary kom til borgar- innar á mánudagsmorguninn. Var hann á leið til Austur-Canada í inn- kaupa erindum fyrir verzlun sína. Mr. Sigurðsson rekur húsgagna- verzlun í Calgary í stórum stil. Gerði hann ráð fyrir að dvelja austan- lands í hálfsmánaðartíma. Mrs. Helga Westdal frá Wyn- yard, Sask., er dvalið hefir hér í borginni undanfarandi, lagði af stað heimleiðis síðastliðið þriðjudags- kveld. Dr. A. B. Ingimundsson tann- læknir verður i Riverton á þriðju- daginn þann 19. þ. m. Meiri afmœlisgjafir til Betel Ásmundur P. Jóhannsson, Winni- peg, $100.00; Magnús skáld Mark- ússon, 5 eintök af ljóðmælum hans “Hljómbrot.” Innilega þakkað, Jónas Jóhannesson, féh. 675 McDermot Ave. SJÓNLEIKURINN “.APINN” verður leikin í Mountain, N. Dak., föstudagskveldið 22. ntarz' og laug- ardagskveldið 23. marz. Bæði kveldin verður tjaldið dregið upp og byrjað stundvíslega kl. 8.30 e. h. Aðgangur 35C fyrir fullorðna, 20C fyrir unglinga í high school og ioc fyrir unglinga innan 14 ára aldurs. Kaffi fæst keypt undir eins og leik. urinn er á enda, í neðri sal sam- komuhússins. “Music” áður en Ieikurinn byrjar og milli þátta. Fyll- ið húsið bæði kveldin. Ágóðinn af leiksamkomum þessum verður all- ur gefinn Víkursöfnuði á Moun- tain. Hon. L). G. AlcKENZIE SALA BÚPENINGS TIL ENGLANDS Landbúnaðarráðgjafi fylkisstjórn. arinnar í Manitoba, Hon. D. G. Mc Kenzie, hefir farið frarn á það í fylkisþinginu að veitt verði fjárhæð nokkur í þeim tilgangi að senda um Churchill iskipsfarm af búpeningi héðan til Englands, með það fyrir augum að opna þar nýjan markað fyrir þessa tegund framleiðslunnar. I Er ráðgert að keyptir verði aðeins j úrvals gripir til þessarar sendingar. Uppástungu Mr. McKenzie hefir verið tekið vel, og má liklegt telja að hún nái fram að ganga. íslendingurinn J. Middal, er heima á að Furby Street, hér í borginni, hefir nú nýverið lokið samfleyttri 54 ára þjónustu hjá Hudsons Bay verzlunarfélaginu. Hefir hann all- an þenna tínia gegnt sendimanns- stöðu: flutt jreninga rnilli búðarinn- ar og bankanna og þar fram eftir- götunum. Ensku dagblöðin geta þessa atburðar og hins ennfremur, að Mr. Middal hafi aldrei tapað degi frá vinnu og aldrei komið seint í vinnu á morgnana. Nú er hann 74 ára að aldri. Mr. O. H. Oddson trésniíðameist- ari frá Chicago, er dvalið hefir að Lundar, Man. um hríð, lagði af stað suður á þriðjudagskvöldið. MEN’S CLUB Governor J. C. Downie of the Provincial Gaol will address the Men’s Club of the First Lutheran Church in the church parlors on Tuesday, March igth, at 6.30 p.m. A dinner will be served at a small charge. Men, your are cordially in- vited to hear this interesting and colorful speaker and his message to us. We anticipate a large attend- ance, so be on time. Remember the time and the place, First Lutheran Church, March i9th, at 6.30 p.m. Miss Rósa Hermannsson, söng- konan góðkunna kom til borgarinn- ar síðastlið|inn sunnudagsmorgun austan frá Toronto. Heldur hún söngsamkonui í Fyrstu lútersku kirkju í kvöld (fimtudagskvöldið þann 14. marz). Treysta má því, að hér verði um verulega ánægjulegt söngkvöld að ræða. Miss Herinanns- son er gædd prýðilegri söngrödd, er hún hefir lagt mikla alúð við. Hún dvelur aðeins stuttan títna í borg- inni og verður þetta sennilega þess- vegna eina tækifærið til þess að hlýða á söng hennar hér í borg, fvrst um sinn. Mr. Ragnar H. Ragnar verður við hljóðfærið. ÚTGJÖLD TIL HERS OG FLOTA Samkvæmt f járlagafrumvarpi stjórnarinnar brezku, er lagt hefir verið nýlega fratn í þinginu, er gert ráð fyrir stórauknum fjárframlög- um til hers og flota. Fjárveiting sú, er stjórnin krefst til flotans, nemur $291.843,000 og er $17,000,- 000 hærri en upphæðin á árinu sem leið. í svipuðum hlutföllum verð- ur hækkun útgjalda til landhers og loftflota. Talið er vist að frjáls- lyndi flokkurinn og flokkur hinna óháðu verkamanna, muni bera fram i sameiningu vantraustsyfirlýsingu á hendur þjóðstjórninni vegna afstöðu hennar til hermálanna í heild og út- gjalda í því sambandi. Sir Herbert Samuel, foringi frjálslynda flokks- ins á þingi, hefir verið næsta ber- orður i garð stjórnarinnar upp á síðkastið og nuggar henni um nasir að öllu samningabraski hennar við aðrar þjóðir um öryggi og frið, hafi nú lokið með lítt verjandi kröfum um aukin útgjöld til vígbúnaðar. VIÐSJAR A BALKAN- SKAGA Síðastliðinn hálfan mánuð, eða því sem næst, hafa Grikkir átt í inn. byrðis styrjöld, er orsakað hefir all- mikið mannfall. Samkvæmt sím- skeytum frá Aþenuborg þann 2. þ. m., er áætlað að hátt á fimta þús- und manns hafi fram að þeim tíma látið lífið í þessari orrahríð. Mest hefir að blóðsúthellingunum kveðið i Makedóníu. Getið er þess að skot- ið hafi verið á heimili stjórnmála- víkingsins viðkunna Venizelosar, fyrrum forsætisráðgjafa, og að hann hafi eitthvað særst og væri flúinn úr landi. Fremur eru þó fregnirn- ar um þetta þokukendar. Ekki er það sjáanlegt að um ann- að sé barist á Grikklandi en völdin ein, eða með öðrum orðum það, hverjir með þau skuli fara í bráðina, þvi um róttæka stefnu eða stétta- baráttu sýnist ekki vera að ræða. Flogið hefir það þó fvrir að komið gæti til mála að afleiðing þessarar innbyrðis styrjaldar yrði sú, að Grikkir settu á fót hjá sér konungs- stjórn. Mælt er að Tyrkir hafi við- búnað mikinn og ætli sér auðsjáan- lega að vera til taks ef svo byði við að horfa. TEKJUSKATTUR / CANADA Samkvæmt skýrslu, er framsögu. maður íhaldsflokksins, Rt. Hon. Arthur Meighen, lagði fram í öld- ungadeild Sambandsþingsins þann 6. þ. m., nam tekjuskattur sá, er Sambandsstjórnin innheimti á síð- i astliðnu ári $61,608,732. FRÁ ÍSLANDI Eggert Stefánsson söngvari fer héðan næstkomandi mánudag áleiðis til Bretlands á Dettifossi. Víðkunn- ugt kvikmyndafélag i London, sem hefir látið gera kvikmynd á Shet- landseyjum, setti sig fyrir nokkru í satnband við Eggert Stefánsson og bað hann um að vera sér til aðstoð- ar um útvegun sönglaga, sem ætti við Shetlandseyjamyndina. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. Hvað verður um vikublöðin, og Vestur-Islendinga án blaðanna? Þannig hugsa vafalaust margir um þessar mundir, hvort sem þeir kveða upp úr með það eða ekki. Að Vestur-íslendingar án íslenzku vikublaðanna, yrði eins og höfuðlaus her, getur ekki orðið um deilt. Án stuðnings af hálfu blaðanna, hefði menningarleg samtök vor og framsóknar viðleitni, átt að sjálfsögðu margfalt erfiðara uppdráttar en raun hefir á orðið, og margt af þvi sennilega aldrei komist í framkvæmd, sem við nú njótum metnaðar af, ef ekki hefði verið fyrir atbeina þeirra. Af þeirri ástæðu er það að Vestur-íslendingar skulda blöðunum margfalt meira en áskriftar- gjöldunum neniur, þó sú upphæð sé engan veginn smáræði. Á ýmsum sviðum vestur íslenzks þjóðlífs, virðist nú, góðú heilli, bjartara umhorfs en við hefir gengist í háa herrans tíð. Góðhugur og skynsamlegt mat samstarfs þarfarinnar, skýtur nú rótum þar sent áður spratt illgresi sundrungar og vantrausts. Þjóðræknismál vor, í hinum viðtækari skilningi, njóta meiri og almennari samúðar en áður, og verður það að teljast góðs viti. Með falli islenzku vikublaðanna yrði fótum kipt undan starfsem inni á því sviði, sem og því öðru flestu, er til umbóta miðar i varanlega menningarátt og oss til þjóðernislegrar sjálfsverndar. Á sumri því, er nú fer í hönd, stendur til að Vestur-lslend- ingar minnist með virðulegu hátíðarhaldi eða hátíðarhöldum, sex- tiu ára varanlegs landnáms sins i Canada. Hann er engan veginn óverulegur sú þáttur, sem blöðin hafa átt í því, sem á hefir unnist á því erfiða, en litbrigðaríka tímabili. Það yrði saga til næsta bæjar, ef einn þáttur slíkrar minningar yrði útför blaðanna. Vér trúum því ekki að Vestur-íslendingar vilji blöðin sín feig. Hinu trúum vér betur, og teljum það likara eðli þeirra sem arfþega hins norræna stofns, að þeir bregðist nú vel við, hver og einn, og greiði eigi aðeins andvirði yfirstandandi árgatigs blaðanna, heldur og allar eldri skuldir við þau líka; en slíkt nemur stórfé. Virðingarfylst, TPIE COLUMBrA PRDSS, LTD., Cor. Toronto and Sargent. pr. F. Stephenson. THE VÍKINGr PRESS, LTD., Cor. Sargent and Banning. pr. Rögnv. Pétursson. \ Úr Vísi 15. febrúar. Falcons vinna frœgan sigur í Senior Hockey samkepninni á mánudagskvöldið þann 11 þ.m. Vinna kappatitil Manitobafylkis og vekja nýja von um frækilega framtííS. Háðu þeir árslitaleik sinn með 2-0 við San Antonio flokkinn. Þessi nýja sigurvinning Faloons ldýtur að verða Is- lending'um hið mesta fagaiaðarefni og spáir góðu um glæddan áhuga á hinni fögru og lietjulegu hockey-íþrótt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.