Lögberg - 14.03.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.03.1935, Blaðsíða 4
4 LöGBEJRG, FIMTUDAGINN 14, MARZ, 1935. ILögtierg Uafltí út hvern fimtudag af r B V COLViíBIA P RB 8 S L I U I T K D 696 Sargent Avenue Wtnnipeg, Manltoba Dtanfcskrift ritatjörans. BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE WINNXPEG. MAN. Yirrð SS.tH) um árifí—Borpist tvrirtram The "Lögberg” is printed and published by The Colum- bla Press, Limíted, 695 Sargent Ave„ Wnnipeg, Manitoba PHONE 86 S27 Sjá, alt er orðið nýtt Þeir, sem hlustuðu á útvarpsræður Mr. Bennetts áður en þing kom saman, hafa ekki ósennilega verið að einhverju leyti mintir á setninguna “Sjá, alt er orðið nýtt, því hið fyrra er farið.” Tónninn í ræðum Mr. Ben- netts var slíkur, að ætla mátti að forsætis- ráðgjafinn væri að fylgja til grafar leifum hins gamla þjóðskipulags og í þann veginn að hringja inn nýja umbóta gullöld yfir land og lýð. Við nána athugun kemur það þó •skjótt í ljós að umbótafyrirheit Mr. Bennetts um gull og g'ræna skóga, voru í rauninni ekk- ert, annað en það, sem á dagskrá hafði verið með þjóðinni ár eftir ár og fyrir löngu lög- leitt hjá mörgum þjóðum vítt um heim, án þess að hásúnað væri um róttækar gerbylting- ar á öllum sviðum. Enda er sannleikurinn sá að hinar svonefndu umbætur Mr. Bennetts hrófla hvorki við núgildandi skipulagi né breyta nokkru til um atvinnuleysið, er þjóð- ina þyngst þj'áir um þessar mundir. Þó öll umbótaloforð Mr. Bennetts yrði afgreidd sem lög á yfirstandandi sambandbþingi, sem vafasamt má telja, verður jafnmargt fólk at- vinnulaust í landinu eftir sem áður; miljón manna, eða freklega það. # # # t öndverðum októbermánuði síðastliðn- um lýsti Mr. Bennett yfir því, að hann hefði einsett sér að kveðja til fundar, þar sem mætt- ir yrðu málsvarar fylkjanna allra, með það fyrir augum að taka sameiginlega til íhugun- ar ýmsar þær breytingar á stjórnskipulögum þjóðarinnar, British North America Act, er óhjákva>milegar teldist með tilliti til hinna fyrirhuguðu umbóta atriða; hann virtist að minsta kosti þeirrar skoðunar þá, að slíkt væri fylkjunum ekki með öllu óviðkomandi. Einhverra dularfullra orsaka vegna fór alt út um þúfur þessu sjálfsagða fundarhaldi við- víkjandi, en í þess stað tekur Mr. Bennett það upp á sig að krefjast þess að sambandsþingið lögleiði meðal annars ákvæðið um átta stunda vinnutíma, öldungis að fylkjunum fornspurð- um. Foringi frjálslynda flokksins, Mr. Mac- kenzie King mótmælti stranglega þessu ger- ræði sem beinni tröðkun á stjórnskipulegum rétti fylkjanna. # # # 1 útvarpsræðum sínum komst Mr. Ben- nett, eins og vænta mátti, víða vel að orði og mælti af miklum fjálgleik. Á einum stað sagði hann meðal annars þetta: “Heimurinn er í dapurlegu ásigkomu- lagi; tákn viðreisnarinnar eru fá og vafasöm; tákn erfiðleikanna eru mörg, og þeim sýnist ekki fækka. ” 1 útvarpsræðunni frá Montreal, virtist Mr. Bennett nokkru bjartsýnni; þá var það nú í rauninni ekki svo ýkja margt, sem að okkur amaði hérna í Canada. # # # í ræðu sinni yfir útvarpið þann 2. janúar síðastliðinn, fórust Mr. Bennett þannig orð: “Þegar ráðuneyti mitt tók við völdum 1930, lék undirstaða núgildandi fjárhagskerfis heimsins á reiðiskjálfi. Fjárhagsleg stórslys, er engan sinn líka áttu í sögunni, höfðu steðjað að oss. ” Mr. Bennett var ekki eini maðurinn, sem eftir þessu hafði tekið. Mr. Ramsay Mac- Donald hafði veitt þessu eftirtekt líka og reynt að setja undir lekann. En hvað gerði Mr. Bennett? Jú; hann hélt ræðu um þetta eftir fimm ár. Og enn kemst Mr. Bennett þannig að orði í þessari eftirminnilegu ræðu sinni: “Eg sagði vkkur það 1930, að eg myndi binda enda á atvinnuleysi. Það var ákveðið viðfangsefni. Eg stend við það. Atvinnu- lej'sið í Canada er ein afleiðing þessarar ægi- legu og óviðjafnanlegu heimskreppu; hin þrá- gallaða starfræksla hins alþjóðlega hugsmuna kerfis, hefir gert endur-atvinnu ókleifa. Eg nota þetta ekki sem afsökun. Eg dreg aðeins fram staðreynd.” Ógnir atvinnuleysisins stara þjóðinni enn í augu, þrátt fyrir það þó reynt sé að tel.ja. henni trú um að alt sé orðið nýtt. Bókmenta- og menningarfröm- uðurinn Ludvig Holberg Eftir prófessor Richard Beck. Þau rit, sem öldum saman hafa staðið af sér straumköstin og veðrabrigðin í bókmenta- heiminum, mega réttilega sígild teljast, og frægð liöfunda þeirra á bjargi bygð. Rit- snillingurinn Ludvig Holberg hefir unníð sér heiðursess í þeim skáldahóp. íþi um þessar mundir eru nafn hans og afrek ferskari í minni en ella, því að 3. desember síðastl. tóku jSTorðurlandajtjóðir, sér í lagi, Norðmenn og Danir, höndum saman um að halda hátíðlegt 250 ára afmæli hans. Var öll ástæða til að minnast þeirra tímamóta í sögu þessa ein- stæða og marghæfa Noregssonar, sem nefnd- ur hefir verið “faðir norsk-danskra bók- menta”; er þar auðvitað átt við síðari alda bókmentir þeirra frændþjóða, er færðar voru í letur meðan þær áttu sameiginlegt bókmál. Holberg var af ágætum ættum kominn, dóttursonur merks, norsfes kirkjuhöfðingja og sonur herforingja, sem til metorða hafði haf- ist af eigin ramleik. Hann var fæddur í Bergen 3. desem'ber 1684; fæðingarborg hans, sem lengi hafði verið miðstöð verzlunar og viðskifta, var á þeirri tíð í miklum blóma og alþjóðleg að sama skapi. í beinu og stöðugu sambandi við önnur lönd og atburði erlendis. T þessu umhverfi ólst skáldið upp að mestu leyti og mótaðist stórum af því; má sjá þess merki bæði á málfarinu í ritum hans og efni þeirra; ýmsar af persónum þeim, sem koma fram á sviðið í gleðileikjum hans, eiga ætt sína að r-ekja til Bergen. Alþjóðlegt æsku- umhverfi skáldsins mun einnig hafa glætt út- þrá hans, þó vel geti verið, að hann hafi fengið æfintýralöngun sína og þekkingar- þorsta að erfðum frá föður sínum, hershöfð- ingjanum, sem lagt hafði mörg lönd undir fót. Hvað sem því líður, gerðist Holberg snemma á árinu hinn mesti ferðalangur. Á árunum 1704-1716, er hann hafði lokið guð- fræðisprófi við Kaupmannahafnarháskóla, fór hann utan eigi sjaldnar en fjórum sinn- um, til Hollands, Englands, Þýzkalands, Frakklands og Italíu, og dvaldi langvistum í löndum þessum, lengstum við nám, beinlínis eða óbeinlínis t. d. var hann tíður gestur á hinum frægustu bókasöfnum, og drakk hvar- vetna í sig hinar nýjustu kenningar í mörg- um fræðum. Höfðu utanfarir þessar stór- felda þýðingu fyrir andlegan þroska Hol- bergs og æfistarf. Hann komst nú undir á- hrif frjálslyndra og framsækinna andans leið- toga á Englandi og meginlandi Norðurálfu, skálda og heimspekinga, sem gengu djarflega í berhögg við hverskonar kúgunaranda með spaklegum og eggjandi ritum sínum. En þveröfugt var andlega ástandið í heimalönd- um Holbergs, Noregi og Danmörku, þar sem aldagrónar erfikenningar og margskonar hjá- trú héldu alment hugum manna í járngreip- um, í trúmálum, stjórn- og mentamálum. Það varð hið mikla hlutverk Holbergs, að kynna og túlka löndum sínum hinar nýju kenningar um frelsi úr andlegri áþján, þá sjálfstæðis og sjálfsþroskunarhyggju, sem langsýnir frelsisfrömuðir samtíðarinnar börðust fvrir: í einu orði sagt, að vekja og menta samborgara sína heimafyrir. Þeirri menningarviðleitni helgaði hann bókmenta- iðju sína drengilega og dyggilega. LTm tuttugu ára skeið var Holberg pró- fessor við Kaupmannahafnar-háskóla í há- speki (metaphysics), latínu og sagnfræði; en að þeim tíma liðnum (1737) varð hann fé- hirðir skólans og gegndi því embætti með ár- vekni og sæmd, en hafði jafnhliða með hönd- um víðtæk bókmentastörf. Atburðaríkri og nytsamri æfi hans lauk 28. janúar 1754. Þar með hafði flett verið síðasta blaðinu í glæsi- legum kapítula í menningarsögu hins samein- aða konungsríkis Danmerkur og Noregs. Holberg var með afbrigðum frjó- samur í bókmentagerð og óvenjulega fjölhæfur. Hann samdi bækur um alþjóða- lög, siðfræði, heimspeki og sagnfræði, æfi- sögur og ritgerðir. Hin mörgu sagnfræðirit hans, fjörlega og skemtilega skrifuð, voru mjög víðlesin. Ágrip hans af veraldarsög- unni var meðal annars um eitt skeið kent í Skálholtsskóla. Hitt er þó miklu markverð- ara, að meðferð hans á sögulegum viðburð- um var með slíkum nútíðarblæ, að furðu gegnir. Hann lætur sér miklu annara um að lýsa menningarl'egum þroskaferli þjóðanna, en rekja ættir konunga og telja upp sigra og ósigra á vígvelli. Var hann þó bundinn í báða skó, vegna skorts á heimildum, og þá eigi síður hins, að sverð harðvítugrar rit- skoðunar hékk jafnan yfir höfði honum. Eigi að síður eru það einkum ádeilurit Holbergs og gle*ðileikir, er halda á lofti nafni hans sem rithöfundar, sérstaklega hinir síð- arnefndu, sem enn eiga lýðhylli að fagna á I meir en þriBJune aldar hafa Dodd'a Kidney Pills verið viSurkendar rétta meðalið við bakverk, sigt, þvagteppu og mörgum öðrum sjúkdómum. Fást hjá öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. leiksviðum Norðurlanda, ekki sizt í Danmörku. Fremst ádeilurita Holbergs, skyld að efni og anda, þó djúp tuttugu ára skilji þau, eru Peder Paars (1719- 20) og Nils Klims underjordiske reise (Undirheimaför Níelsar Klim, 1741); en i hvorumtveggja lætur skáldið háðsvipuna dynja á ríkjandi aldarhætti og úreltum kenningum Sérstaklega skemtileg er frásögnin af ferðalagi Klims um lönd ýmsra þjóða i iðrum jarðar; gefur skáldið þar frjórri ímyndun sinni lausan tauminn. Minnir þessi heimspeki- lega æfintýrasaga á rit eins og Gulli- vcr's Travels (Ferðir Gullivers) eftir Swift, því að hér er lýst fyrir- myndar þjóðfélagsskipulagi, en jafnframt brugðið upp skrípamynd- um af gölluðu stjórnarfyrirkomu- lagi jarðarbúa ; en þrátt fyrir beiska ádeiluna, leynir umburðarlyndi höf- undar sér ekki. Komu þessi mark- vissu ádeilurit hans, eins og vænta mátti, róti á hugi manna og átti hann þeirra vegna í vök að verjast fyrir árásum úr ýmsum áttum. Boðaföllin af þeirri öldu náðu einnig til Islandsstranda. Rímur voru orktar út af Peder Paars, sem enn eru til i handriti; en Jón Ólafs- son frá Grunnavík (Grunnavíkur- Jón, 1705-79) sneri Undirheimaferð Níelsar Klims á íslenzku, og tvær aðrar íslenzkar þýðingar hennar er að finna í handritasöfnum í Kaup- mannahöfn og Reykjavík. Árið 1722 var stofnað i Kaup- mannahöfn leikhús til áð sýna leikrit á dönsku. Tókst Holberg á hendur að rita gleðileiki fyrir leikfélag þetta og hófst nú frjósamasta tíma- bilið í bókmentaferli hans. Innan tveggja ára samdi hann fimtán hinna frægustu leikrita sinna, og er það frábært verk, þegar þess er gætt, að hann hafði engar danskar fyrir- myndir sér til leiðsagnar. Hann varð að plægja óbrotna jörð. Áður f jög- ur ár voru liðin hafði hann bætt við ellefu leikritum, og í elli sinni samdi hann sex í viðbót, en engin þeirra jafnast þó á við hin fyrri. Skal nú nokkrum orðum vikið að þrem leikjum, sem viðurkent er, að sýni oss hvað mesta snild skáldsins í leikritagerð. Den politiske Kandestöber (Þjóð- málaskúmurinn), fyrsta leikrit Hol- bergs, er kröftug og skemtileg á- deila á þá alkunnu manntegund, sem alt þykist vita í stjórnarfars- legum efnum, en verður' auðvitað algerlega að gjalti, þegar á reynir, að leysa úr opinberum vandamál- um. í Jeppe paa Bjerget (Jeppa á Fjalli), .sem er gamalkunnungi margra af eldri kynslóð íslendinga í landi hér, legst skáldið dýpst í skaplýsingu. Lýsing hans á Jeppa er bæði nákvæm og sannfærandi; kýmni og viðkvæmni renna þar meistaralega saman, og hefir Hol- berg bersýnilega aumkvað þennan margþrælkaða bónda,, þó skáldið væri annars löngum miskunnarlaus háðfugl. En fjarri fer, að Jeppa einum saman sé lýst hér svo eftir- minnilega og snildarlega; hann verð- ur öll hin kúgaða bændastétt þeirr ar aldar holdi klædd. Og það er einmitt þetta algildi lýsingarinnar, engu miður en bráðsnjöll fyndni leiksins, sem gert hefir Jeppa svo kæran leikhúsvinum víðsvegar; þeir gera hvorutveggja, að hlæja óspart að honum og finna til með honum. í leiknum Erasmus Montanus (Rasmus frá Fjalli) beinir Holberg hvössum skeytum sínum að hrokan- um, smámunaseminni og kreddu- festunni hjá lærðum mönnum á hans dögum. Spjátrungnum Eras- musi, sem fengið hefir ofurlitla nasasjón af lærdómi, er ágætlega lýst og þar með aldarhætti samtíð- arinnar; og bræðra Erasmusar er ekki langt að leita, jafnvel á vorri miklu mentaöld. Leikrit þessi, einkum hið fyrst- og síðastnefnda, eru ágæt dæmi aðalstefnunnar í leikritum Hol- bergs; þau gera hlægilega margvís- lega þjóðfélagsgalla og heimsku samtiðar hans. Þau eru að vonum harla mismunandi að listfengi og á- hrifamagni, en þrátt fyrir það, eins og höfundurinn sagði sjálfur: “Spegill, sem sýnir oss bresti mann- anna á skemtilegan og fræðandi hátt.” Þau miða því að hinu sama háleita niarki og önnur rit Holbergs, heimspekileg og sagnfræðileg;—að hef ja samborgara hans á hærra stig andlegrar menningar með því að leysa þá úr hlekkjum hjátrúar, skoðanakúgunar og umburðarleysis. Holberg var að vísu heimsborg ari í húð og hár, en kunni jafnframt vel að meta þjóðleg verðmæti, enda þurfa þau lífshorf alls eigi að rek- ast á. Honum var jafnframt ant um það, að gera danska tungu (sem þá var einnig ríkismál í Noregi) hæft og mikilsmetið ritmál, eins og honum lá þungt á hjarta andleg og siðferðisleg framför ættþjóðar sinn- ar og kjörlands, enda ritaði hann nær eingöngu á dönsku í stað latínu, að þeirrar aldar sið. Með þeim hætti gerði hann hvorutveggja í senn, að auka bókmentalegan áhuga alþýðunnar og heilbrigða þjóðernis- lega sjálfsvirðingu hennar; en um hana og fyrir hana ritaði hann sér- staklega bækur sínar. Holbergs er því eigi aðeins minst á þessum tímamótum í sögu hans sem brautryðjanda í dansk-norskum bókmentumí föður danskrar leik- ritagerðar, heldur engu miður sem umbótamanns, því að hann var um flest annað fram siðfræðari. Vekj- andi og göfgandi áhrif hans hafa einnig viðfeðm og djúpstæð orðið í andlegu lifi Danmerkur og Nor- egs. Hann hefði öfgalaust getað sagt með landa sínum og arfþega, leikritasnillingnum Henrik Ibsen, að hann hafi með ritum sínum viljað kenna löndum sínum og samþegn- um, að hugsa stórar hugsanir. Alþingi sett Þann 15. febrúar síðastliðinn, var Alþingi stefnt til funda; er þetta reglulegt þing. Við þingsetninguna prédikaði Friðrik Hallgrímsson, dómkirkjuprestur. Alþingisforset- ar eru hinir sömu og þeir, er forsæti skipuðu á aukaþinginu, er saman kom í haust og slitið var um jóla- leytið, og þingstyrkur stjórnmála- flokkanna hinn sami. Borgið Lögberg! Dánarfregn Jóhannes Jóensen “Færeyingur,” eins og hann var oftast nefndur, (og nefndi sig oftast sjálfur þannig andaðist að heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Mr. og Mrs. Th. Kár- dal, í Árnesbygð í Nýja íslandi, þ. 2Ó. febrúar s. 1., 72 ára gamall. Kont vestur um haf árið 1893. Hafði stundað fiskiveiðar við ís- land í tíu ár og talaði islenzku full- um fetum. Kona hans var kristín Sölvadóttir, ættuð úr Skagafirði. Hún lézt árið 1905. Börn þeirra voru fjögur. (1) Edward Jón, upp- alinn hjá Mr. og Mrs. Ólafi Hann- esson, Radville, Sask. (2) Guðbjörg Þórunn Sigurlín, nú Mrs. W. E. Doar, i Langruth, uppalin hjá Mr. og Mrs. Davíð Valdimarsson í grend við Langruth. (3) Súsanna Birgitta, uppalin hjá Mr. og Mrs. S. Frið- björnsson, Amaranth hér í fylki. Hún andaðist árið 1923. (4) Lilja Kristín, kona Þorsteins bónda Kár- dals i Árnesbygð. Hún ólst upp hjá Mr. og Mrs. Jósef Helgason í Langruth. Þau Jóhannes og Kristín bjuggu þar í bygð þar til hún and- aðist. Börnin þá öll ung og kom Jóhannes þeim fyrir í góðum stöð- um þar sem þau fengu gott uppeldi. Jóhannes Færeyingur var karlmenni, góður starfsmaðúr til sjós og lands, hægur maður, vandaður í fram- ferði, kristilega hugsandi, greiðvik. inn og góðsamur. Jarðarförin fór fram frá heimili þeirra Kárdals- hjóna þ. 9. marz. Býsna margt fólk, auk barna hans þriggja, þar viðstatt. Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng. ÞEGAR HRIMGUÐ TWMTJOLDTN Þegar hrímguð húmtjöldin hylja geislann vonar, hljóður hvarflar hugur minn til Hallgríms Péturssonar. Það er yndi mesta mér minning þá að hafa:— á hans litla ljóðkver lærði’ eg fyrst að stafa. Barns fyrir minni mínu skín mynd af dýrri bögu, þegar sagði’ ’hún mamma mín mér hans æfisögu. Síðan hef eg lesið og lært listnæm kvæði og sögur, en ekkert hefir auð mér fært á við ljóð þau fögur. Ef þér griðar eyðast hót og eitthvað rósemd tálmar, þá er friðar bezta bót blessaðir Hallgrims sálmar. Þegar hræddi harmabál hugann nöprum vindi, þeir hafa margri mæddri sál miðlað lifi og yndi. Enginn ljóða lét sem hann lofsöng skarta hærri; íslenzk þjóð á engan þann, er sé hjarta kærri. Guðm. Elíasson. HAPPY ROYAL FATHER AND MOTHER Here we see Prince Gustavus Adolphus, eldest son of the Crown Prince of Sweden, and Princess Sybilla, with their infant daughter, Princess Margaretha. The K*nS og Sweden is the great grandfather of the dainty little baby.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.