Lögberg - 14.03.1935, Blaðsíða 5

Lögberg - 14.03.1935, Blaðsíða 5
V Sólarsýn MiÖsveðtrarblót voru í heiÖnum sið framin til að fagna sól og lang- degi. f kristnum sið svara jólin til miÖsvetrarblóta. En í rómverskum sið voru þau hátíðleg haldin sem fæðingarhátíð Míþra sólguðs og voru táknræn hátið um það, að dýpstu lægð skammdegisins væri náð, og þaðan frá æki sól á norður- vega og dag tæki að lengja. Og af því að kristnir menn litu á spá- manninn Jesúm Krist sem eins kon- ar andlega sól, leiðarljós i andleg- um efnum, þá þótti kirkjufeðrun- um vel til fallið, að fagna fæðingu hans á þessum vegamótum ljóss og myrkurs. Þannig er miðsvetrarfagnaður sá, sem vér kristnir menn höldum, bæði heiðins og kristins uppruna, og fer vel hvorttveggja merkingin. Því að hátíðin ber með því móti enn gleggri vott um ljóssækinn hug mannkyns- ins. Það er hin sama hugsun, sem liggur til grundvallar fyrir þessum fagnaði og vakir fyrir höfundi Hávamála, er hann kveður. Eldr es baztr með ýta sonum ok sólarsýn. Þetta var jólaguðspjall forfeðra vorra, og það getur einnig verið vort guðspjall, jafnt í eiginlegum sem andlegum skilningi. Enda þótt vér séum ekki beinlinis sólardýrkendur eins og margar þjóðir hafa verið— og er sá átrúnaður ekki ógöfugur— þá vitum vér það samt, að sólin er vor raunverulegi aflgjafi, yl- og ljósgjafi hér á þessari jörð, hvernig sem háttað er hinum upprunalega lífgjafa, sem heimana skapar. Og læknarnir segja, að sólargeislarnir séu ekki aðeins þeir lífgeislar, sem hlaða skaut jarðarinnar orku og gefa skilyrðin til þess, að ólífræn efni breytist i lífræn, í þeim er einnig fólginn margvíslegur kyngi- kraftur, sem orkar beint á alla lif- endur og gefur þeim heilindi og fjör, líkamlega og andlega velsæld. Án sólarinnar mundum vér helfrjósa og verða að nátttröllum á stuttri stundu. Þessvegna er mikil spekt og mannvit fólgið í þeim orðum, að sólarsýn sá bezt með ýta sonum. En eins og birtan og ylurinn eru ágæt í eiginlegum skilningi, þannig er og í andlegum skilningi eldur til- finninganna og sólarsýn vitsmun- anna bezt allra gæða. Að vísu verður að fara samferða dugur til athafna, en eg hygg, að svo muni ávalt verða, því að það er mála sann- ast, sem mikill rithöfundur hefir einu sinni sagt, að letin stafi fyrst og fremst af skorti á gáfnafari; ef vér skildum hina brýnu, aðkallandi nauðsyn starfsins, og þá dásamlegu ávexti, sem starfið gefur, þá mund- um vér aldrei láta nokkra stund ó- notaða—heldur nota hana með sama fögnuði og áfergju, eins og maður, sem gefinn er stundarfriður til að bjarga lífi sínu. Vér tölum að visu um, að eilifðin sé löng og að nógur sé þessvegna tíminn til smávika, en þetta kemur aðeins af þvi, að vér skiljum hvorugt þessara hugtaka og vitum ekkert, hvað vér eigum við með þeim. Skáldið, sem sagði, að fyrir Guði væri einn dagur sem þús- und ár og þúsund ár sem einn dag- ur, skildi rök eilífðarinnar miklu betur. Og eins er um Longfellow, er hann kemst þannig að orði: “Hvað er tíminn? Ekki skugg- 'un í sólskífunni eða slög klukk- unnar eða sandrenslið í tímaglasinu. Ekki heldur dagur eða nótt, sumar eða vetur, mánuðir, ár eða aldir. Þetta eru aðeins hin ytri tákn hans eða mælikvarði. Tíminn—það er líf sálarinnar!” Með þessum orðum er að mínu á- h'ti lagst dýpst í að útskýra, hvað tíminn er eða hlýtur að vera frá voru sjónartniði: Hann er enginn veruleiki, sem er utan við oss sjálf. Frarrihjá hnjúkunum í sögu Gests TYdssonar þutu aldirnar eins og eitt emasta augnablik. Tíminn hefir það eitt innihald eða gildi fyrir oss, sem hugsamr vorar, tilfinningar og storf gefa honum, og þau atvik, sem utan við oss verða. Tíminn er líf sálarinnar! Og á sama hátt hefir Guð lagt eilífðina í brjóst mannsins, eins og Ritningin kemst að orði. Það er að segja: Eilífðin hefir þá eina merkingu fyrir oss, hvernig lifið speglast í djúpi sálarinnar. Og þetta er það, sem allir dulspekingar og spámenn hafa átt við, þegar þeir hafa talað um eilífðina. Þeir hafa ekki talið eilífðina fyrst og fremst endalausan tíma, heldur tilfinningar og hugsanir, sem eru svo magn- miklar, að þeirra djúp er óendanlegt. Þegar maðurinn hlýtur slika reynslu, þá fyrst er hann farinn að lifa i eilífðinni, þá fyrst getur hann trúað á eilífðina. Og þetta ,er það, sem Jónas Hallgrímsson á við, þegar hann kveður eftir vin sinn, séra Stefán Pálsson: “Hvað er langlífi? Llifsnautnin frjóva, plefling andans og athöfn þörf; margoft tvítugur meira hefir lifað svefnugum segg, er sjötugur hjarði.” Hversvegna er eg nú að staðnæma hugsun vora við þessi tvö hugtök tíma og eilífð og leita skilnings á þeim ? Það er vegna þess, að mín trú er sú, að sólarsýn skilningsins sé bezt i öllum efnum og það sé skilningur- inn, sem oss vanhagar mest um á hverju ári og um hver áramót. Og vor miðsvetrarblót eru ennþá haldin til að fagna sól og birtu. Það er margt talað um hin ytri teikn tím- anna, sem mest ber á, svo sem ó- friðarhorfur, atvinnuleysib stjórnar- byltingar, verðfall og hallæri.—En mér finst tnannkynið svo oft i. bar- áttu sinni við hina ytri örðugleika og annmarka líkjast þeim, sem fljúgast á við skuggann sinn og sjá í honutn draug, þar sem draugurinn er í raun og veru í þeim sjálfum. Hinir ytri örðugleikar: Ófriðartíð- indi, atvinnuleysi og fátækt eru í raun og veru ekkert annað en skuggi af hinum innri örðugleikum þeirra: skilningsleysi, vanþekking og á- girnd, öfund og fjandskap. Ekki svo að skilja, að þetta hljóti að hitta hvern mann í beinu hlutfalli við það, sem hann hefir brotið af sér, því að margur er krossfestur og píndur fyrir annara syndir, heldur þannig, að mannkynið í heild hlýtur að uppskera það eitt, sem það sáir til. — Allir atburðir hljóta upp- runalega að kotna innanað úr sál mannanna og vera ófullkomnir fyr- ir þá sök, að mennirnir eru enn ekki farnir að lifa fullkomnu lífi and- lega, — Þeir Iifa í tímamnn, en ekki eilífðinni og störf þeirra og lif eru eftir sama mælikvarða grunn og ófullkomin, sem hugsanir þeirra, skilningur og tilfinningar eru grunn- ar og bundnar við hverfula hluti. Þessvegna ríður okkur mest af öllu á að skilja það, að timinn er líf sálarinnar og að eilífðin er í enn- þá dýpra skilningi lif hennar og að vér getum þessvegna aldrei yfirstig- ið örðugleikana, nema með því að hverfa inn i eilífðina, ekki með því PRINCK IN VIENNA The I’rince of Wales, on a continental tour, paid a surprise visit to the workingmen’s flats of Vienna, where a social housing experiment is being con- ducted, and this picture was taken during his visit. LÖGBBRGr, FIMTUDAGINN 14. MARZ, 1935. að deyja, heldur með því að fara að lifa fullkomnu lífi. Timinn, hversu endalaus, sem hann er, getur þó aldrei orðið eilíf- ur, fyr en vér lærum að gera hvert augnablik eilíft—en það getur að- eins orðið með því, að hlaða það af krafti, kærleika, hugsun, viti og starfi—í einu orði sagt—þróttmiklu lífi, sem eitt felur hið eilifa eðli í sér. Starfið er vegurinn, hinn þröngi vegur um himnariki, eins og Jesús orðaði það. Ef allir hlutir horfa nú illa eða ógiftusamlega bæði fyrir oss sjálfum sem einstaklingum og fyrir þjóðfélögunum (en úr þvi gerum vér þó ef til vill of mikið), þá er orsökin ein og hin sama: Ilt og ó- fullkomið starf. Þá er vegurinn ennþá hinn sami: Að leggja á sig meira og betra starf, bæði til að ryðja akur sinnar eigin sálar og svo til þess, að bæta það þjóðfélag, sem vér lifum í—gera það vitrara og góðgjarnara, uppræta það illgresi, sem sáir feiknum og fyrnum í alt viðskiftalíf og sambúð mannfélags- ins og kveða niður þá drauga, sem vér hræðunist, er vér sjáum skugg- ann af þeim í hinu ytra lifi. Framh. Aumastir allra (Blindu fólki íslenzku tileinka eg greinarkorn þetta, með vinarhug. —Höf.) Einu munduð þið taka eftir sér- staklega, ef þið væruð nú alt í einu komin til Kína, því nefnilega að hér eru svo margir blindir. Það er talið að það séu a. m. k. tiu sinnum fleiri blint fólk i Kína en íbúarnir á öllu fslandi, eða fyllilega i miljón. En svo er önnur ástæða til þess að meira ber á blindum mönnum í Kína en víðast annarsstaðar. Hinir blindu eru hér á vergangi og eiga engan samastað. Þeim er engin önn- ur leið opin til lífsframfæris. Þjóð- félagið hefir ekkert annað gert fyr- ir þessa mörgu, brjóstumkennanlegu vesalingað, en að heimila þeim að sjá fyrir sér sjálfir með einhverju móti, illu eöa góðu. Ein miljón blindra beiningamanna reika húsa á milli í bæjum og þorp- um þessa stóra lands. Maður naum- ast kemur svo út fyrir dyrnar, að ekki mæti manni blind börn og blind gamalmenni, blint fólk á öllum aldri, óhreint og illa til fara, með tvo langa stafi í höndum, — fálmara. Venjulega þjást hinir blindu af alskonar sjúkdómum, sakir illrar abúðar og óhreinlætis. Þeir hafa hingað til farið að mestu leyti á mis við áhrif hans, sem opnaði augu svo margra blindra og mátti ekkert aumt sjá. Mér verður stundum hugsað til framtíðar blindu barnanna, sem við sjáum hér svo oft, og legið við gráti. Og mér hefir orðið hugsað til fortíðar gamalmennanna blindu: þeir hafa borið sinn þunga kross langá æfi, fáir lyft undir hann með þeim eða sýnt hluttekningu. Og þessu hefir farið fram í Kina kyn- slóð eftir kynslóð frá ómunatíð. —Nú skal það ekki sagt Kín- verjum til lasts að þeir séu harð- brjósta eða miklu ver innrættir en aðrir menn. En þeir hafa frá blautu barnsbeini horft upp á eymd og volæði í öllum myndum og orð- ið þessvegna tilfinnigasljóir. Mér hefir ekki liðið úr minni ofurlitill atburður frá fyrsta misser- inu mínu i Kína, fyrir 12 árum. Það var á ferjunni yfir Hanfljótið, rétt fyrir neðan Laohokow. Við hliðina á mér sat 6 ára gamall dreng- ur—blindur. Mér virtist hann vera svo óvenjulega fagur og elskulegt barn, að mig hefði langað til að faðma hann að mér. Löngun minni til að geta sýnt honum vinarhót fékk eg svalað með óvæntum hætti. Hann kvartaði um aS hann væri þyrstur, og gaf eg honum þá vatn að drekka úr ánni í lófa nrinum. Síðar hefir þessi litli atburður snúist upp í sárustu ásökun: Eg hefi hlotið að minnast hans sem dæmis þess, að eg hefi lítið eða ekkert gert fyrir blinda fólkið, sem orðið hefir á vegi mínum öll þessi ár i Kína.— Það er því ekki sagt mér til hróss, aS engutn mönnum hefir farist bet- ur við hina blindu í Kína, en kristni- boðunum. Þeir stofnuðu fyrstu blindrahæli eða blindraskóla lands- ins.. Þeir voru upphafsmenn blindraleturs við hæfi Kinverja, gáfu út kenslubækur, biblíuna, För pílagrímsins og margar aðrar ágætis bækur, með blindraletri. Kinasambandið norska hefir starfrækt blindraheimili í allmörg ár. I þesskonar skólum kristniboðs- félaganna hér á landi, munu ganga árlega um þúsund nemendur. Þess- ir skólar kenna ýmiskonar handiðn auk venjulegra námsgreina. Það fóru sögur af því hér í haust, að unglingsmaður blindur hefði ver- ið hér á ferðalagi og vakið á sér ó- venjulega mikla eftirtekt. Hann var vel til fara og kunni að vefa og búa til sandala. Er hann svo tók upp hjá sér stórar bækur og fór að “lesa með fingrunum,” vildi fólk ekki trúa sínum eigin augum. Honum tókst þó að sannfæra kristna rneiin um yfirburði sína er hann settist við orgelið, stjórnaði söngnum á samkomunni, flutti bæn og las upp texta úr Matteusar-guS- spjalli og prédikaði eins og prestur. Það kann þó að vera að útlærðum og alsjáandi guðfræðing hefði farn. ast þetta alt betur. En Kínverjar urðu fyrir ógleymanlegur áhrifum. Þeir hafa ekki öðru vanist en að blint fólk geti ekkert gert og ekkert lært en lifi á vergangi i hinu mesta volæði. Þessi unglingspiltur hefir nýver- ið lokið námi í skóla okkar í Lao- hokow, og nú er í ráði að hann verði blindrakennari þar. Blint fólk hér hlustar á það með mikiili áfergju þegar sagt er frá þessum pilti og skólanum, sem hann hefir numið í. Þvi hefir alt í einu glæðst von í brjósti. Annars er blindur fatalismi (örlagatrú), að- gerðaleysi og vöntun á sjálfstrausti, versta meinsemd þess. Nú er verið að fræða blint fólk i Kína um blinda heimspekinginn japanska, prófessor Iwahashi, sem gefið hefir út fjölda rita, og um rit Helen Keller. Og um margt annað blindra manna, sem getið hafa sér góðan orðstir og verið nýtir borgarar. Það á eflaust langt í land að þjóð- félagið kínverska fari að gæta skyldu sinnar gagnvart þessum oln- bogabörnum sínum. Um tvö þús- und blindra manna hér munu kunna að lesa og geta haft ofan af fyrir sér sjálfir. Þeir eiga það, flestallir, fórnfýsi kristinna trúmanna að þakka. Þess skal minst Jesú Kristi til vegsemdar. “Og mikill fjöldi fólks kom til hans, er hafði með sér halta menn og blinda, mállausa, handarvana og marga aðra, og vörpuðu þeir þeim fyrir fætur Jesú, og hann læknaði þá.” Tengchow, Honan, China, 26. nóv., 1934. Ólafur Ólafsson. ŒFIMINNING Þriðjudaginn þann 12. febrúar s.l. andaðist að heinrili sínu í Wynyard, Sask. hefðarkonan Guðriður Teits- dóttir, Gíslason, rúmlega 68 ára að aldri. Hún var fædd þann 1. janú- ar árið 1867 á Ánastöðum í Húna- yatnssýslu á íslandi. Foreldrar hennar voru þau hjón Teitur Teitsson og Anna Stefáns- dóttir, sem lengi bjuggu á Ána- stöðum. Frú Guðríður mun hafa alist upp á bóndabænum Sauðadalsá á Vatns- nesi þar til hún var rúmlega tvitug, svo árið 1888 fluttist hún alfarin til Vesturheims. Eftir tæpa þriggja ára dvöl hér vestra gekk hún að eiga eftirlifandi mann sinn herra Valdimar Gislason. Þau bjuggu mörg ár í Pembina, N. Dakota, eða þar til árið 1920, að þau fluttust til Canada og búsettu sig í Wynyard- bygðinni, Sask., og hafa búið þar síðan. Þeim hjónum varð 6 barna auðið, 5 fjórir drengir og tvær stúlkur, sem öll lifa móður sína. Drengirnir eru þeir Valdimar Gísli, Kristján Karl, Gunnlaugur Gústaf og Gunnar Elis. Stúlkurnar eru þær Guðrún Kristín og Kristbjörg Emily. Fimm af systkinunum eru gift og búa öll í Wynyardbygð, en Kristbjörg Emily er ógift og vinnur hjá T. Eaton Co. í Winnipeg. heittelskandi eiginmanni og syrgj- andi bömum, vinum og öllum vanda- mönnum og fjölda af bygðarbúum, sem fylgdu henni til grafar. Hún var jarðsungin frá lútersku kirkjunni í Wynyard, eftir hús- kvéðjuathöfn á heimilinu, þann 15. febrúar s.l. af séra Guðm. P. John- son. Drottinn blessi minningu hinnar Systkini frú Guðríðar sál. eru 6 á lífi og eru þau Agnes, Rósa, Anna, Kristbjörg, Hólmfriður og Ágúst, öll í Vesturheimi, sum búsett í Bandaríkjunum og nokkur hér í Canada. Með frú Guðriði Gislason er til grafar gengin ein af okkar mætustu íslenzku konum, sem með sérstökum dugnaði og mikilli ráðdeild hafði staðið í sinni stöðu, sem sönn eigin. kona, og ástrík móðir; hún var eftir allra kunnugra sögn hin mesta heim- ilisprýði, enda var heimili þeirra Gíslasons hjóna orðlagt fyrir hinn mesta myndarskap, og sannar is- lenzkar dygðir. bæði þar suður frá og eins þau 14 ár, sem þau hafa búið i Wynyard-bygðinni, og bæði voru þau hjón samvalin í því að láta sem mest gott af sér leiða, bæði i félagslifi, og eins þegar bágstaddir áttu i hlut, enda var hjónaband þeirra hið ástríkasta í alla staði, gestrisni og vingjarnlegt viðmót, einkendi þeirra heimili, eins og lika þeirra góðu og mannvænlegu biirn bera ljóslega vitni um; þau eru öll sérstaklega prúð og viðfeldin, hæg- lát og skemtileg i samtali, og sýna í öllu viðmóti að þau hafa fengið rétt uppeldi og fulla fræðslu í sönnum og kristilegum dygðum, og er þetta öruggur og fullkominn vitnisburð- ur um hina göfugu og velvirtu, látnu móður, sem var í orðsins fylstu merkingu sönn og al-islenzk hús- freyja. Fyrir tæpu ári síðan fór frú Guð- rún að finna til heilsubilunar, seni eftir stuttan tima lagði hana alveg í rúmið, og var hún að mestu leyti rúmföst þá síðustu 10 mánuði, sem hún lifði; var henni þó veitt öll sú læknishjálp, sem i mannlegu valdi stóð, en bati virtist ófáanlegur. Veikindin tók hún með svo mikilli þolinmæði, að allir kunnugir dáð- ' ust að þeim innilega frið og þeirri ljúfu hugarhvild, sem virtist hafa fylt hennar sálu. Hún, sem hafði verið svo vinnusöm, og aldrei virt- ist gefa sér hvild frá sinum mörgu og miklu heimilisönnum. tók nú öllu sem að höndum bar með hinni mestu ánægju. Hún sagði að Guðs vilji væri ávalt hinn bezti, og nú væri þetta alt af hans góða föðurlega kærleika, svo að einnig hún gæti hugsað um allar hans guðlegu ráðs- ályktanir, sem alt stefndi að því að leiða okkar huga til Frelsarans góða. Þetta voru hennar orð, við þann, sem þessar línur skrifar, rúmurn tveimur mánuðum fyrir andlát hennar. Guðríðar sál. er sárt saknað af Leyndardómur mœðra um lœkning sársauka pað er ðþarft að stökkva upp á nef sitt, þð eitthvað sýnist aflaga fara I líkamskerfinu. pekkingin er nú komin á það stgi, að hún iéttir undir með náttúrunni I flestum mannlegum mein- um. Hið nýja meðal Royal-Vibor No. 1 Compound, verkar fljótara en allar pill- ur og töflur. Meðal þetta inniheldur aðeins heilnæm jurtaefni en engin deyf- andi eða veiklandi efni. Er það ðvið- jafnanlegt ef um ðreglu blððs er að ræða. Mrs. F. sagðist hafa haft ðreglu- legar tíðir lengi, en læknaðist alveg af þessu meðal eftir 3 daga. Sama hafði Mrs. N. að segja, en varð heilbrgið eftir 5 daga; svo og Mrs. S., er segir: “Eg þakka meðali þessu mikið, þvi innan 4 daga var blðð mitt komið t rétt horf.” Pantið þetta meðal nú; helzt með loft- pðsti. Venjulegur pakki $3.00. Special Royal-Vibor No. 2, forskrift við þrálát tilfelli, $5.00. Er ekki selt í lyfjabúö- um, heldur beint frá efnastofunni. A- byrgðargjald 25c að auki. Selt aðeins hjá Royat Raboratory, 607 Royal Bldg., Box 104 Windsor, Ont. Klippið auglýs- inguna úr blaðinu og sýnið hana vin- um yðar. látnu. G. P. McFAYDEN FRÆ KOSTAR DÍTIÐ EN FRAMLEIÐIR MIKIÐ Stærri en venjulegir pakkar af Mc- Fayden fræi—aðeins 3c—4c hver pví að borga 5c og lOc? Mestu hlunnindin við McFayden fræ liggja ekki í lágu verði, heldur hinu, að hver tegund um sig af reyndu fyrsta flokks útsæði, tryggir mesta og bezta uppskeru, og sendast beint heim til yðar en koma ekki frá umboðssölu hylkjunum í búðunum. Fræ er lifandi vera. pvl fyr er það kemur þangað, sem þvi skal sáð, þess betra fyrir það sjálft, og þann er sáir. KREFJIST DAGSETTRA PAKKA Hverjum manni ber réttur til að vita að fræ Það, sem hann kaupir sé Ilfrænt og nýtt. Með nýtízku á- höldum kostar það ekkert meira, að setja dagsetningu á pakkana, þegar frá þeim er gengið. pVl Á EKKI DAGSETNINGIN AD STANDA? Hin nýja breyting á útsæðislög- unum krefst ekki dagsetningar á pökkunum, en við höfum samt enga breytingu gert. KYNNIST ÚTSÆÐI YÐAR Hver pakki og hver únza af Mc- Fayden fræi, er dagsett með skýru letri. McFayden fræ er vísindalega rannsakað og fult af llfi; alt prðfað tvisvar. Fyrst rétt eftir kornslátt, og svo aftur I Dominion Seed Testing Laboratory. Væri McFayden Seeds sent 1 búðir I umboðssölu pökkum myndum vér eiga mikið ðselt I lok hverrar árs- tlðar. Ef afganginum væri fleygt, yrði þar um sltkt tap að ræða, er hlyti að hafa I för með sér hækkað verð á útsæði. Ef vér gerðum það ekki, og sendum það út í pökkum aftur, værum við að selja gamalt fræ. Pessvegna seljum vér aðeins beint til yðar, og notum ekki um- boðssöluhylkin; fræ vort er ávalt nýtt og með þvl að kaupa það, eruð þér að tryggja árangur og spara. BIG 25c Seed Speclal i TIu pakkar af fullri stærð, frá 5 til 10 centa virði, fást fyrir 25 cents, og þér fáið 25 centin til baka með fyrstu pöntun gegn “refund cou- pon,” sem hægt er að borga með næstu pöntun, hún sendist með þessu safni. Sendið peninga, þó má senda frímerki. Safn þetta er falleg gjöf; kostar lítið, en gefur mikla uppskeru. Pantið garðfræ yðar strax; þér þurfið þeirra með hvort sem er. McFayden hefir verið bezta félagið síðan 1910. NEW-TESTED SEED Evcry Packet Dated BEETS—Detroit Dark Red. The best all round Red Beet. Sufficient seed for 20 ft. of row. CARROTS—Half Long Chantenay. The best all round Carrot. Enough Seed for 40 to 50 ft. of row. CUCUMBER--Early Fortune. Pickles sweet or sour add zest to any meal. This packet will sow 10 to 12 hills. LETTUCE—Grand Rapids, Loose Leaf variety. Cool, crisp, green lettuce. This packet will sow 20 to 25 ft. of row. ONION—Yellow Globe Danvers. A splendid winter keeper. ONION—White Portugal. A popular white onion for cooking or pickles. Packet will sow 15 or 20 ft. of drill. PARSNIP—Half Long Guernsey. Sufficient to sow 40 to 50 ft. of drill. RADISH—French Breakfast. Cool, crisn, quick-growing variety. This packet will sowr 25 to 30 ft. of drill. TURNIP—White Summer Table. Early, quick-growing. Packet will sow 25 to 30 ft. of drill. SWEDE TURNIP—Canadian Gem. Ounce sows 76 ft. of rowr. $2QO£PCash Prizes$200SP 1 hveiti áætlunar samkepni vorri, er viðskiftavinir vorir geta tekið þátt I. Upplýsingar I McFayden Seed List, sem sendur er með ofangreindu fræ- saDii. eða gegn pöntun. ÖKEYPIS.—Klippið úr þessa aug- lýsingu og fáið ðkeypis stðran pakka af fögrum hlðmum. Mikill afsldttur til fctaga og er frá þvi skýrt i frœskránni. McFayden Seed Co., Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.