Lögberg


Lögberg - 04.04.1935, Qupperneq 1

Lögberg - 04.04.1935, Qupperneq 1
48. ARGANGUR WINNIPEG, MAN„ FIMTUDAGINN 4. APRÍL 1935 NÚMER 14 Frá Sölva Helgasyni Fáir munu þeir, er eigi hafa heyrt getið Sölva Helgasonar, enda var hann þjóÖkunnastur allra flakkara á sinni tíÖ. Lifa enn á vörum nianna ýmsar sögur um háttsemi hans og skringileg tilsvör. í hand- ritasafni Landsbókasafnsins eru nokkur eiginhandarrit og teikningar úr fórum Sölva. Þar eru og tveir stuttir þættir um Sölva, eftir sam- tímamenn hans, og f jöldi kveðlinga. Verður sumt af þessu birt hér á eftir. Sölvi er fæddur 16. ágúst 1820 að Fjalli í Fellssókn í Skagafjarðar- sýslu. Voru foreldrar hans Helgi Guðmundsson og Ingiríður Gísla- dóttir, búandi hjón þar. Föður sinn misti hann eins eða tveggja ára gamall, en móður sína, þegar hann var 12 eða 13 ára. Eftir lát föður síns mun hann hafa dvalist nokkur ár hjá móður sinni og stjúpföður, en var þó farinn frá þeim áður en móðir hans dó. Var hann þá á ýms- um stöðum, en mun hafa þótt bald- inn og var sjaldan meira en eitt ár í stað. Fermdur var hann árið 1837, þá til heimilis að Yztahóli í Fells- hreppi hjá Birni Þórðarsyni hrepp- stjóra. Fær hann þá þann vitnis- burð í kirkjubókinni, að hann hafi “sinnugar gáfur, sæmilega kunn- andi og lesandi, ei óskikkanlegur.” Frá Yztahóli kveðst Sölvi hafa farið að Friðriksgáfu í Eyjafjarðarsýslu til frænda síns, Bjarna Thoraren- sens amtmanns, og verið þar í tvö ár. Þaðan kveðst hann hafa farið austur að Skjöldólfsstöðum í Jökul- dal, til Jóns Þórðarsonar bónda, og verið þar í eitt. ár að læra silfur- smiði af Jóni syni hans. Sölvi toldi illa í vistum og hóf snemma flakk sitt um landið. Haust- ið 1843 var hann handtekinn í Snæ- fellsnessýslu. Hafði hann þá fals- að handa sér “reisupassa” undir nafni Valsöe sýslumanns í Norður- Múlasýslu. Mál Sölva stóð lengi yfir, en lauk loks með hæstaréttar- dómi 13. janúar i846. Voru honum dæmd 27 vandarhögg og tók hann út refsingu sína 28. apríl sama ár. Skyldi Sölvi síðan vera undir eftir- liti vfirvaldanna í Skagafirði næstu 8 mánuði. Næstu ár mun hann hafa dvalið mest í Skagafirði og Húna- vatnssýslum, en flakkaði þaðan um landið þvert og endilangt. Var stundum í kaupavinnu, en jafnan skamman tima i senn, þar á meðal hjá sr. Daníel Jónssyni á Kvíabekk í Ólafsfirði. Kærði prestur hann þá fyrir smávægilegt hnupl, og féll dómur í því máli í aukarétti Eyja- fjarðarsýslu 3. september 1851. Ekkert varð sannað um þjófnað hans, enda þrætti hann harðlega. Hinsvegar þótti hann verða sannur að sök um flakk og lausamensku, og tók rétturinn ekki til greina þá vörn Sölva, “að hann bæði sem vísinda- maður og íþróttamaður hafi ekki þurft að ganga í vinnumensku, held- ur miklu fremur liaft fullkominn rétt til að ferðast um Iandið.” Var honum þvi dæmd hyðing á ný, en Sölvi skaut málinu til Landsyfirrétt- ar. Féll dómur þar 15. desember ^SL og var Sölva dæmd 20 vand- arhagga refsing fyrir lausamensku og flakk, en “dæmdur frí frá sókn- arans ákæru hvað þjófnað þann snerti, er á hann var borinn.” Jafn- framt voru dæmd dauð og ómerk ummæli Sölva í allharðorðu bréfi, er hann hafði skrifað Landsyfirréttin- um um viðskifti þeirra Daníels. Sölvi lét sér þó ekki segjast; en hélt áfram flakki sínu. Árið 1854 var Iiann handtekinn í Þingeyjarsýslu, sakaður um flakk, þjófnað og fleiri ol'-nytti. Að því er flakkið snerti Framh. á bls. 8 NÆSTI LANDSTJÚRl 1CANADA JOHN BUCHAN Eins og þegar hefir verið getið, rennur embættistímabil núverandi landstjóra í Canada, Bessborough lávarðar, út seinni part næsta sum- ars. Þess var og minst í siðasta blaði, hver eftirmaður hans myndi verða. Sú hefir og orðið raunin á, að John Buchan, víðþektur rithöf- undur og stjórnmálamaður, hefir verið skipaður í þetta virðulega em- bætti. Hefir hann áður gegnt marg- margvíslegum trúnaðarstöðum í þágu utanríkisráðuneytisins brezka. Hinn nýskipaði landsstjóri er tæpra sextíu ára að aldri. Sem stendur á hann sæti í þjóðþinginu sem einn af þingmönnum íhaldsflokksins. Áður en hann tekur við sínu nýja embætti, verður hann hafinn til lá- varðstignar. SKIFTIR UM STÖÐU Hinn stórhæfi atgerfismaður, Valdimar Björnson, hefir nú látið af ritstjórn blaðsins Minneota Mascot, en tekist á hendur stöðu í St. Paul. Er hans nýja starf fólgið í því, að búa sig undir og flytja ræður yfir útvarpið KSTP þar í borginni, á hverju kveldi, að sunnu- dögum undanteknum, er byrja klukkan 6.15. Fjalla ræðurnar um skoðanir þær, er fram koma í rit- stjórnardálkum blaðanna, og verða að nokkuru svör við þeim. Þessi keðja af útvarpsræðum Valdimars gengur undir nafninu “Mr. Editor.” Var Valdimar valinn til þessa vanda- sama starfs úr fjölmennum hópi blaðamanna, er um það sóttu. Áður en Valdimar lagði af stað frá Minneota, var honum haldið veglegt kveðjusamsæti i samkomu- sal íslenzku kirkjunnar í bænum. Var það félagsskapur sá, er “Minne- ota Business Men’s Association” nefnist, sem fyrir samsætinu stóð, en kvenfélag Sánkti Páls safnaðar gekk um beina. í kveðjusamsætinu, er var næsta f jölment, voru haldnar margar ræð- ur, er allar lutu að því að votta hin- um unga heiðursgesti virðingu og árna honum framtíðarheilla. Lögberg óskar Valdimar innilega til hamingju í hinum nýja verka- hring hans. Við ritstjórn “Minneota Mascot” tekur Björn bróðir Valdimars, korn- ungur maður, prýðilega ritfær, eins og hann á kyn til. SIRA RJÖRN DORLAKSSON LATINN Nýkomiu íslandsblöð geta þess að látinn sé i Reykjavík prestaöldung- urinn séra Björn Þorláksson, um langt skeið sóknarprestur að Dverg- asteini í Seyðisfirði. Séra Björn átti fáa sina líka að framtaki til. Hann var 83 ára að aldri. ISLENZKUR RERGRISI Hr. Stefán B. Kristjánsson, fyrr- um kaupmaður á Siglufirði, leit inn á skrifstofu Lögbergs nýverið, og dró upp úr vasa sínum póstspjald, er hann hafði nýlega fengið að heiman frá föður sínum, Kristjáni JónSsyni, fyrrum bónda á Hámund- arstöðum við Eyjafjörð. Á póst- spjaldinu var mynd af tveimur mönnum. Var annar þeirra Stein- grímur læknir Matthíasson, en hinn maður að nafni Jón og er Pétursson, frá Dalvík. Jón þessi, sem aðeins er 21 árs gamall, þykir óvenju vel vaxinn upp úr grasinu; lmnn er 7 fet og því nær fjórir þumlungar á hæð, vegur 280 dönsk pund, eða nærri því 308 ensk; hann samsvar- sér vel og þykir í hvívetna ágætis- drengur; stundar hann sjómensku við góðum árangri. Jón Pétursson er langhæzti maður á íslandi og minnir að vexti til á hina fornu bergrisa, eða bugmyndir manna um þá. Á myndinni svipar Steingrimi | lækni mjög til dvergs, borið saman I við langa Jón. LÆTUR TIL SIN TAKA Hinn barðfylgni stjórnarformað- ur í Ontario, Hon. Mitchell F. Hep- burn, ber fram í fylkisþinginu um þessar mundir, tillögu þess efnis, að numdir skuli tafarlaust úr gildi samningar, er Henry-stjórnin hafði gert um sölu og leigu á vatnsorku, er hljóðuðu upp á tvö hundruð miíj'* ónir dala, eða því sem næst. Samn- inga þessa hafði fyrverandi fylkis- stjórn gert þvert ofan í mótmæli raforkunefndar fylkisins. HERAFLI ÞJÓÐVERJA Af Berlínarfregnum að dæma þ. 30. marz síðastliðinn, má fullyrða að innan tveggja ára geti Þjóðverjar, samkvæmt hinum nýju herskyldu- ákvæðum, haft 9 miljónir vígra manna til taks nær sem vera vilji. Frá Islandi Sogsvirkjunin. Blaðið hefir spurt rafmagns- stjóra, hvernig liði undirbúningi undir vinnuna við Sogsvirkjunina í sumar. Hann sagði m. a.; Höjgaard og Schults, sem tekið hafa að sér aðalverkið fyrir austan, bygging stöðvarhúss og stíflu, ætla að hafa alt til, til þess að fram- kvæmdir geti byrjað í maí-byrjun. Verður að því unnið að koma áhöld- um austur og vinnuskýlum upp fyrst í næsta mánuði. Verkin, sem bærinn býður út og ekki koma aðalverkinu við eru þessi: Bygging spennustöðva við Elliðaár, og mun það vera þeirra stærst, lagn- ing leiðslunnar frá Sogi og að Elliðaám og bygging íbúðarhúss fyrir austan. Verkið við að leggja leiðsluna er þegar boðið út. Efni til hennar hefir bærinn keypt. Mbl. 5. marz. * * # H arðfiskverkun. Nýlega fékk Fisksölunefndin norskan mann hingað til þess að | leiðbeina mönnum um harðfiskverk- | un, sem nú stendur til að auka að miklum mun, vegna kreppunnar á saltfiskmarkaðinum. Morgunblaðið átti tal við mann þenna í gær. Hann gat þess, að seinustu árin hefði Norðmenn hert tiltölulega meira af fiski en þeir hefðu gert áður, og fengið markað fyrir hann í ítalíu, Belgíu og Hollandi, og nú síðast markað i Ameriku, svo að þeir lægi með sáralitlar birgðir af harðfiski. Nokkuð hefði þeir líka selt af nr. 2 til Afríku. Til þess að harðfiskur geti orðið góður og útgengileg markaðsvara, sagði hann, þarf hann að hengjast upp glænýr, hvort sem hann er flatt- ur eða slægður. Er hann hengdur á rár og þarf nákvæmt eftirlit. Mikið er undir tíðarfari og jarð- vegi komið hvernig fiskurinn verk- ast. Jarðvegur umhverfis hjallana má ekki vera sendinn né moldborinn svo að ekki rjúki sandur og mold í fiskinn. Og tíðarfar þarf að vera þurt, og helst vindar; þá verður fiskurinn beztur. Morgunblaðið spurði hvernig honúm litist á tilraunir þær, sem hér hafa verið gerðar með að þurka fisk í húsi.—Hann kvaðst ekki geta dæmt um þær að svo stöddu, því að Norðmenn hefði enga reynslu í þvi efni. Fiskþurkunarhúsin væri þar svo langt frá fiskimiðunum, að ekki væri hægt að flytja þangað ó- saltaðan fisk til herðingar. En liann sagðist halda að húsþurkaður fiskur gæti orðið góður, en svo væri spurn- ingin hvað það tæki langan tíma að koma honum inn á erlendum mark- aði og vekja eftirspurn á honum. Hann kvað íslendinga hafa hafið of seint undirbúning að fiskþurkun í ár. Það hefði þurft að taka tillit til allra ástæða á hverjum stað, áð- ur en frost og snjór kom, til þess að hægt hefði verið að velja beztu staðina til fiskþurkunar. En á- reiðanlegt væri að íslendingar gæti flutt úr á þessu ári allmikið af hert- um fiski. Mbl. 5. niarz. * * * Bókasafn Finns prófessors Jónssonar Prófessor Finnur Jónsson (f. 29. maí 1858, d. 30. marz 1934) ánafn- aði Háskóla íslands. bókasafn sitt eftir sinn dag, með bréfí 3. apríl 1909. Bókasafnið var sent hingað síðast- Iiðið haust, og hefir því verið komið fyrir í herbergi í suðurhlið þing- hússins, þar sem áður var lesstofa stúdenta, og verður það herbergi nú notað sem kenslustofa og vinnustofa fyrir stúdenta i íslenzkum fræðum. Stærð bókasafnsins er um 100 metrar (hillulengd), bindatala varla undir 7—800. Efni; 1. Alment, tímarit, rit vís- indafélaga, orðabækur (allgott safn íslenzkra orðabóka, þ. á. m. orða- bók Guðnnindar Andréssonar 1683). 2. Textar íslénzkra fornrita (gott safn, einkum þess, sem gefið er út á 19. og 20. öld). (Margfróðir söguþættir 1756, Egils saga, Hrapps saga, 1782—1. útg. Egils sögu). Þetta safn er mjög nothæft. 3. Nýrri íslenzkar bókmentir, ekki giska mikið. (Sjö krossgöngur, sem Arngrímur lærði þýddi, Hólum 1618; elsta bók safnsins, mun fá- gæt, en vantar í.—Plausor, allmik- ið af pésum). 4. Málfræði, einkum í Norður- landamálum, vandað safn. 5. Bókmentasaga, goðafræði. 6. Sagnfræði, mest varðandi Norðurlönd, mikið safn. 7. Meðal fjórblöðunga og tví- blöðunga mörg dýr og vönduð verk, að sjálfsögðu flestar Ijósprentaðar handritaútgáfur, rúnaverk Wim- mers, Bugges o. fl. Gagnsemi safnsins er stórmikil fyrir íslenzk fræði: 1. Nærri því allar bækur varða íslenzk efni. 2. Flestar nauðsynlegustu bæk- urnar í íslenzkum fræðum eru hér. 3. Hér er óvenjulega mikið safn af sérprentunum. (Dæmi: Frá Axel Kock, sænska málfræðingnum, eru yfir 100 sérprentanir). Margt af því er úr tímaritum, sem ekki eru til hér á landi, og sum yfirleitt mjög fátíð. Sérprentanir gera þetta safn ómetanlegt.—Vísir 5. marz. ENDURSKIPUN RAÐU- NEYTIS Samkvæmt fregnum frá Ottawa á laugardaginn var, er fullyrt, að Hon. H. H. Stevens, fyrrum verzl- unarráðgjafi, taki á ný sæti í ráðu- neyti Mr. Bennetts, og að honum verði þá fengið verkamálaráðuneyt- ið til forsjár. Vafalaust leiðir tím- inn það senn í ljós, hvort af þessu verður, eða ekki, með því að ekki verður það umflúið, að kosningar fari fram næsta sumar, jafnvel þó ekki verði fyr en seinni part þess. Or borg og bygð Mrs. Oli Anderson frá Baldur, Man., kom til borgarinnar á þriðju- daginn. Attatíu ára ungur Síðastliðinn laugardag átti hr. Andrés J. Skagfeld að Oak Point, um langt skeið póstmeistari að Hove hér í fylkinu, áttatíu ára afmæli. Var þessa atburðar minst með sam- sæti til heiðurs við afmælisbarnið, er fjöldi manns tók þátt í. Andrés er enn bráðern og tekur þátt í öll- um mannfélagsmálum sem ungur. væri. Lögberg flytur honum hér með innilegar árnaðaróskir í tilefni at áttræðisafmælinu og mannfagn- aði þeim, er því var samfara. Jarðarför Mr. Arthur Marlatts frá Edmonton, fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju síðastliðinn laugar- day, að viðstöddu miklu fjölmenni. Dr. Björn B. Jónsson stýrði kveðju- athöfninni, en frú Sigríður Olson söng yndislegt kveðjulag. — Lög- berg vottar Mrs. Marlatt (Thelmu Eggertson) innilega hluttekningu í hinni djúpu sorg hennar, sem og öðrum meðlimum fjölskyldunnar. Leikurinn “Maður og kona” verð- ur sýndur, samkvæmt auglýsingu i síðasta blaði, á Gimli næstkomandi föstudagskvöld, þann 5. þ. m., en í Riverton þriðjudagskvöldið þann 9. Sýning hefst kl. 8.30 á Gimli, en kl. 9 í Riverton. Finnur Johnson verður að Lund- ar, Man., á föstudagskveldið í þess- ari viku, 5. apríl, og flytur þar er- indið: “Eitt ár á fslandi,” að til- hlutan Lundar safnaðar. Mynd þessi af Marfu Breta-drotningu, er tekin fyrir mörguni árum, þar sem hún nýtur hvíldardaga ásamt þrem sonum sínum í skcitku fjallendi. TaliS frá vinstri til hægri: hertoginn af Gloucester, hennar hátign drotningin, hertoginn af York og hertoginn af Kent.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.