Lögberg - 04.04.1935, Blaðsíða 2

Lögberg - 04.04.1935, Blaðsíða 2
9 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. APRIL, 1935. Athuganir séra Sigurð- ar Christophersonar um útlendingahatiir og skólamál. í janúarblaði “Sameiningarinn- ar” ritaði eg stutta grein, sem eg nefndi “Útlendingahatur.” Það meinlausa erindi hefir orðið starfs- bróður mínum, ofannefndum, öldu- æsir, og það hafrót kemur fram í grein eftir hann í Lögbergi frá 28. febrúar. Fáorður má eg vera um “útlendingahatrið,” því það er auð- sjáanlega ekki aðalatriðið, heldur aðeins átylla til að komast að hinu, sem honum liggur á hjarta, hvað verði gert við Jóns Bjarnasonar skóla. Það skal samt sagt, að fyrir GEFINS Blóma og matjurta frœ ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ- INU, EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ASKRIFTAR- GJALD FYRIRFRAM. Frœið er nákvœmlega rannsakað og ábyrgst að öllu leyti WiK' TAKIÐ ÞESSU KOSTABOÐI! Hver gamall kaupandi, sem borgar blaðið fyrirfram, $3.00 áskrift- argjald til 1. janúar, 1936, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum, 1., 2. og 3 (I hverju safni eru ótal tegundir af fræi eins og auglýsingin ber með sérf. Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4 þar að auki. Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald hans, $3.00, fær að veija tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auki. Allir pakkar sendir móttakanda að kostnaðarlausu. No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets BEETS, Dctroit Dark Red. The best all round Beet. Sufficient seed for 20 feet of row. CABBACE, Enkhuizen. Good all round variety. Packet will grow 1,000 lbs. of cabbage. CARIiOTS, Haif long Chantenay. The best all round Carrot. Enough seed for 40 to 50 íeet of row. CCCl'MBER, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to any meal. This packet will sow 10 to 12 hills. BETTUCE, Grand Rapids. Loose Leaf variety. Cool, crisp, green lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row. LETTUCE, Hanson, Head. Ready after the Leaf Lettuce. OXIOX, Yellow Globe Danvers. A splendid winter keeper. ONION, White Portugal. A popular white onion for cooking or pickles. Packet will sow 15 to 20 feet of drill. PARSNIP, Half Long Guernsey. Sufficient to sow 40 to 50 feet of drill. PUMPKIN, Sugar. Packet will sow 10 to 15 hilis. RADISH, French Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety. This packet will sow 26 to 30 feet of drill. TOMATO, Eariiana. The standard early variety. This packet will produce 75 to 100 plants. TURNIP, VVIiite Snmmer Tahle. Early, quick-growing. Packet will sow 25 to 30 feet of drill. FLOWER GARDEN, Surprise Flower Vlixture. Easily grown annual flowers blended for a suecession of bloom. SPAGHETTI, Malabar Melon or Angel’s Hair. Boil and cut off the top and the edible contents resemble spaghetti. No. 2 COLLECTION SPENCER SWEET PEA COLLECTION 8 — REGULAR FULL SIZE PAOKETS — 8 AVALANCHE, Clear White. AUSTEN FREDERICK, WHAT JOY, Cream. Lavender. ROSIE, Deep Pink ... , .... _ . „ , WARRIOR, Maroon. BARBARA, Salmon. CHARITY, Crimson. AMETIIYST, Blue. No. 3 COLLECTION—Flowers, 15 Packets EDGING BORDER MIXTURE. MATHIOLA. Evening scented ASTERS, Queen of the Market, stocks. the earliest b10 0 UUA t MIGNONETTE. Well balanced BACHELOR S BI TTON. Many mixtured of the old favorite. new shaaes. ^ . __________ CALENDULA. New Art Shades. NASTURTIT M. Dwarf Tom CALIFORNIA POPPY. New Thumb. You can never have Prize Hybrids. to° many Nasturtiums. CLARKIA. Novelty Mixture. PETUNIA. Choice Mixed Hy- CLIMBERS. Flowering climb- brids. ing vines mixed. POPPY. Shirley. Delicate New COSMaS. New Early Crowned Art Shades. and Crested. EVERLASTINGS. Newest shades ZINNIA. Giant Dahlia Flowered. mixed. Newest Shades. No. 4—ROOT CROP COLLECTION Note The Ten Big Oversize Packets BEETS, Half Long Blood (Large PARSNIPS. Early Short Round Packet) (Large Packet) CABBAGE, Enkhuizen (Large RADISII, ....French ... Breakfast Packet) (Large Packet) _ . „ „ T TURNIP, Purple Top Strap CARROT, Chantenay Half Ixing Tx,nf (Large Packet). The ( arge ac e ) early white summer table ONION, Yellow Globe Danvers, turnip. (Large Packet) TURNIP, Swede Canadian Gem LETTUCE, Grand Rapids. This (Large Packet) packet will sow 20 to 25 feet ONION, White Pickling (Large of row. Packet) Sendið áskriftargjald yðar í dag (Notið þennan seðil) To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man. Sendi hér með $.........sem ( ) ára áskriftar- gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst frítt söfnin Nos.: Nafn ................................................ Heimilisfang .'...................................... Fylki ................................................ þessa litlu grein í “Sam.” hefi eg fengið ákveðið þakklæti manna, sem eg met, hvað dómgreind snertir, engu minna en séra Sigurð. Og úr því á þetta er minst, má eg segja það, að eg er ekki alveg viss um, að allir Vestur-íslendingar hafi ætíð haft hið rétta bróðurþel gagn- vart “útlendingunum” svonefndu í landinu. Það er ekki'frítt við það, að eg hafi orðið þess var, að ein- staka maður hafi viljað gera skólan- um hneysu með því að segja að hann sæktu Mið-Evrópu unglingar. í því fólst tvent: óvild gagnvart skólan- um og lítilsvirðing á Mið-Evrópu- mönnum. Hvorugt tel eg rétt. í grein minni leitaðist eg við að sýna frarn á það, frá sjónarmiði Gamla Testamentisins og kristindómsins, hvernig þjóðflokkarnir í Canada ættu að vera hver við annan. Eg hygg að það, sem eg sagði, að minsta kosti um þá hlið málsins, standi nokkurnveginn óhaggað. Ekki gat eg að því gert, þegar eg las grein séra Sigurðar, um skóla- málið, að bera andann í henni sam- an við andann gagnvart stofnuninni, sem kemur fram lijá þjóðræknis- deildinni “Frón.” Svo stendur á, að hún leigir eitt herbergi í skólanum fyrir lestrarstofu og bókasafn sitt. Félagið borgar fyrir þetta umsamda leigu. Til þess leigan yrði dálítið hærri bauð einn nefndarmanna að gefa skólanum dollar á mánuði, og hefir þegar borgað það fyrir heilt ár. \uk þess hafa veggir, ásamt lofti salsins verið fallega málaðir. Þetta er skólanum gefið. Enn fremur hef- ir aðalnefnd Þjóðræknisfélagsins leigt skólann til islenzku-kenslu á laugardögum. Fer séra Sigurður lofsverðum orðum um þessa “virð- ingarverðu viðleitni.” í þessu sambandi má þá geta þess, að frá byrjun hafa tveir kennarar Jóns Bjarnasonar skóla kent i þessum ís- lenzku skóla, ennfremur, að skóla- byggingin, að minsta kosti hefir ver- ið dálítil miðstöð fyrir íslenzkt fé- lagslíf. Þar hafa, hin síðari ár, ver- ið haldnir fundir Þjóðræknisfélags- stjórnarinnar og fslendingadags- nefndarinnar. Ennfremur hafa “Fálkarnir” líkamsæfingar þar fyr- ir drengi í vetur. Alt saman þetta ber vott um hlýlegt samband skólans við íslenzka nágranna sina. Eitt dæmi enn vil eg nefna. Leikflokk- ur “Sambandssafnaðar” hafði tví- vegis leikið “Maður og kona,” en sökum góðrar aðsóknar var á seinni samkomunni auglýst, að leikritið yrði leikið í þriðja sinn tiltekið mánudagskvöld. Það kvöld átti að vera samkoma í skólanum og til arðs fyrir hann. Þegar “sambandsmönn. um” var bent á þetta, frestuðu þeir leiknum til annars kvölds. Berið svo ylinn í öllu þessu saman við and- ann í grein séra Sigurðar. Höfundinum finst, að hann sé að vinna göfugt verk með þessari ritsmíð sinni, “vekja menn til um- hugsunar um þetta mikla vanda- mál.” Þetta ætti samt ekki að vera svo mikið “vandamál.” Það er að- eins eitt, sem hann vill: skólann dauðann. Hann talar mikið um það, hvað margir séu með honum í þessu fagra ætlunarverki. Þá ætti víst að vera auðvelt fyrir hann að koma KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 þessu í framkvæmd, og frá hans sjónarmiði ætti sérstaklega vel við að láta verða af þessu nú á fimtugs- afmæli kirkjufélagsins. Ekki set eg neitt út á það, við bróður minn, þó hann hafi þessa hugmynd. Sannfæring sérhvers' manns er honum heilagt mál, jafn- vel þó aðrir hafi hjálpað manni lit- [ ilsháttar til að eignast hana. Að- ' finsluverður er enginn maður fyrir skoðanir sínar, ef þær ekki varða ^ lög eða eru siðpillandi, en þess verð- ur sanngjarnlega krafist af hverj- um manni að hann ekki halli réttu máli. Eti nú er eg ekki alveg viss . um, að bróðir minn fari rétt með alt, sem hann segir. Þessvegna virð- ist mér rétt að athuga sumt af því sem hann ber á borð fyrir lesendur sína. ... .”Sem nú er að miklu leyti orðinn mentastofnun fyrir Mið- Evrópumenn.” Þetta staðhæfir höf- undurinn um Jóns Bjarnasonar skóla. Hvaða hugmynd fær lesand- inn um þetta? Víst má telja, að all- ir fái þá hugmynd, að meir en helm- ingur nemenda að minsta kosti, séu frá þeim þjóðum. Hver er þá sann- leikurinn í málinu? Sex munu þeir hafa verið, þegar þeir unglingar voru flestir. Hvernig standa sakir nú? Á þessu ári hafa innritast 76 nemendur, og er þjóðerni þeirra eins og hér segir: Brezk-canadiskir........60 al-islenzkir ........... 7 hálf-íslenzkir ......... 3 norskir ................ 3 sænskur ................ 1 t pólskur................. 1 úkranískur.............. 1 Af þessu sézt að 2 Mið-Evrópu . unglingar eru í skólanum af 76. Samt segir vinur minn, að skólinn sé að miklu leyti mentastofnun fyrir Mið-Evrópu-menn. Því segir hann iþað? Veit hann ekki betur? Ef I það er tilfellið, ætti hann ekki að gera staðhæfingar um þetta mál. : Hann gerir það bersýnilega af þeirri einu ástæðu, að hann heldur að hann ; sé með þessu að kasta rýrð á skól- ann. Eg kannast ekki við að það væri nein rýrð, en sannleikur er sannleikur, og hann skal segja. Þegar eg tala um brezk-ranadiska unglinga á eg við þá, sem fæddir ! eru af enskurn, skozkum, írskum eða velskum foreldrum. Nærri all- ir, eða allir, þeir unglingar eru fædd- ir i Canada. Það er þá Bretinn, j sem bezt metur skóla vorn. Er það ekki einkennilegt ? Ekki verður þó [ sagt, að hörgull sé á brezkum skól- um í Wjnnipeg-borg eða Manitoba- víylki. Fram hjá þeim skólum fara foreldrar þessara unglinga og senda 1 þá í Jóns Bjarnasonar skóla. Mað- í urinn, sem stýrir radio-flokknum, I “Round-up Rangers,” kom með son j sinn í skóla vorn með þeim ummæl- um, að stofnun vor hefði ágæt með- mæli (highly recommended) og ýmsir fleiri hafa tjáð okkur hið sama. Einn prófessorinn við bún- aðarskóla fylkisins sendir tvær dæt- ur í skóla vorn. Skólastjóri í Fort Garry hefir í fjögur ár sent oss nemendur, meðal annara dóttur sína. í fyrra og i ár á hann þrjár dætur í skóianum. Kennari á Riverbtnd skólanum hér i borginni, þar sem sérstaklega safnast saman ríkra manna dætur, kom með systur sína í skóla vorn, og hefir hún verið með oss í allan vetur. “Eg vildi að eg hefði vitað um þennan skóla áður,” heyrði eg móður eins nemandans fyrir skemstu segja. í styrktarfé- lagi skólans, sem samanstendur af konum og stofnað var á þessum vetri, eru nokkurn veginn jafnir hópar, sá enski og sá íslenzki. Um það, hvað valdi þessu trausti, sem Bretinn hefir á oss, skal hér ekkert sagt; en trúlegt er að það sé ekki alveg út í bláinn. Og ekki hefir það verið talin vanvirða hér um slóðir að éignast meðmæli Bretans. “Fyrirtæki þetta hefir kostað á annað hundrað þúsund dollara.” Þannig farast höfundinum orð. Ekki veit eg hvernig höfundurinn reiknar.' Réttmætt er ekki í þessu sambandi að telja annað en það, sem Vestur- íslendingar hafa gefið, því hann segir að þetta sé all-stór upphæð fyrir Vestur-fslendinga. Ekki get- ur höfundurinn talið það, sem hinn stóri hópur Mið-Evrópu-unglinga á að hafa borgað. Það er ekki rétt að telja neitt af því sem nemendur hafa borgað fyrir kenslu. Það fé hefir skólinn unnið sér inn á sama hátt og verzlun vinnur sér inn fé með því að selja vörur. Hverjir hafa þá gefið skólanum? Einu sinni gaf kirkjufélagið hon- um $100 úr sjóði. Ekki veit eg um annan skóla, sem hefir fengið eins lítið úr sjóði kirkjufélags síns; en kirkjufélagsfólk og kirkjuþing hafa samt oft hlynt frábærlega vel að skólanum. Síðasta kirkjuþing hljóp undir bagga með að safna fé og lána úr kirkjufélagssjóði, til þess að borga eins árs skatt. Einkennilegt er það, að eftir því sem erfiðleik- arnir hafa aukist hefir vinum f jölg- að. Á hinum síðari árum hafa Vestur- íslendingar, bæði innan kirkjufé- lagsins og utan, gefið skólanum $2—3000 á ári. Af öllu hjarta er þakkað fyrir það. Guð blessi alla þá, sem styrkt hafa skóla vorn. Þær gjafir hafa verið bornar fram af góðum hug. í sumum tilfellum hef- ir komið i ljós hin drengilegasta fórnfýsi. Það stendur óhaggað það sem eg hefi áður sagt: “Ekkert annað fyrirtæki Vestur- íslendinga hefir átt sannari eða fórnfúsari vini en Jóns Bjarnason- ar skóli.” Athygli skal hér dregin að því, sem ýmsar félagsdeildir innan kirkjufélagsins hafa gert til að lið- sinna skólanum: unglingafélög, trú- boðsfélög, sunnudagaskólar og mest af öllum kvenfélögin. Með látlaus- um kærleika og stöðugri trúmensku hafa kvenfélögin sent skólanum gjafir, sum á hverju einasta ári. Þetta hafa kvenfélögin gert fjær og nær—engu síður þau, sem eru f jær. Þakkir séu öllum félögunum, sem hafa auðsýnt oss hlýleik og hjálp. Þegar skólinn hóf göngu sína var til sjóður að upphæð um $8,000. Að sjálfsögðu telst hann til þeirrar upphæðar, sem Vestur-íslendingar hafa gefið þessu máli; en fyrst framan af var lítið um gjafir til skólans. Þegar alt er reiknað verð- ur upphæðin ekkert nálægt þvi, sem höfundurinn segir. Segjum að söfnuður hafi átta þúsund doll- ara útgjöld á ári og að hann hafi starfað 50 ár. Samtals yrði sú upp- hæð $400,000. Það sýndist gífur- leg upphæð, en líklegast myndi eng- inn segja, að ekki hefði vel verið unnið fyrir hverjum dollar. Eg held að það sé einnig tilfellið með það fé, sem til Jóns Bjarnasonar skóla hefir komið. “Jóns Bjarnasonar skóli er alls ekkert hjáparráð til þess að halda við íslenzkri tungu og trú, eins og nú er komið málum hans.” Við- víkjandi íslenzkunni hefir áður ver- ið bent á það, að skólinn sé fús, engu síður nú en áður, að kenna íslenzku. Einhvern tíma var sagt: “Þú get- ur farið með hestinn að vatninu, en þú getur ekki neytt hann til að drekka.” Vér getum boðið kenslu í íslenzku, en vér getum ekki neytt fólk til að nota hana. Verður oss álasað fyrir það? Segjum að séra Sigurður Christopherson kæmi í hús mitt um máltíðarleyti, og eg byði honum að borða, en hann þver- neitaði; væri þá rétt af honum að bannsyngja mér fyrir það, að hafa ekki gefið sér að borða? En þetta er nákvæmlega það, sem þeir Vest- ur-íslendingar gera, er fyrst slá skólanum högg með því að láta honum ekki í té unglinga til íslenzku- náms og svo slá hann annað högg fyrir að kenna ekki íslenzku. En því er verið að slá skólann einan? Eru ekki fleiri, sem koma til greina? Er það ekki saknæmt að íslenzkir sunnudagaskólar séu annaðhvort al- veg hættir eða þá nærri því hættir að kenna á íslenzku? Og er ekki háskóli Manitoba-fylkis sekur á sama hátt? Þar er íslenzkan á námskrá, en nú eru liðin nokkur ár síðan einn einasti nemadi í íslenzku hefir gefið sig þar fram til prófs. í “hockey” flokk “Fálkanna” leika nú tveir íslendingar. Hvort sem mönnum fellur þetta betur eða ver, er þetta sú “breytiþróun” sem er að gerast meðal Vestur-íslendinga. Má vera að eitthvað meira megi gera til að bæta það sem mönnum finst i þessu efni öfugt, en það verður aldrei gert með þeim norðanvindi, sem blæs gegnum grein séra Sig- urðar. Ef nokkuð á að lagfæra, þarf vinsemd og vit. Eins og nú er komið málum, stendur líklega Þjóð- ræknisfélagið bezt að vígi með að skipa leiðsögn i þessu máli. Fær það þá stuðning allra góðra drengja meðal Vestur-íslendinga? Eftirtektarvert er það, að grein- arhöfundurinn skipar ávalt trúnni á sama bekk og tungunni. Er það sjálfsagt, að þær séu ætíð samfara? Er það fyrirfram ákveðið, að allir Vestur-íslendingar tapi lúterskri eða kristinni trú þegar þeir hætta að mæla á íslenzka tungu? Ef það er rétt, til hvers er þá alt enska trúar- starfið í kirkjufélaginu? Kapp höf- undarins að koma skólanum fyrir kattarnef verður sannleiksástinni of jarl. Hann veit undur vel, að það er alveg eins hægt að lofa Guð á enskri tungu eins og íslenzkri. Öll- um sanngjörnum mönnum getur skilist það, að kristindómur getur lifað í skólanum þótt engir fáist þar til að nema íslenzku. Næst þegar séra Sigurður kemur i borgina býð eg honum að koma í skólann og vera við morgunbæn þegar klukkan er liðugt hálf tíu að morgninum. Eg held að sá góði maður hafi aldrei komið í skólann. Má vera að það sé þessvegna, sem hann hefir svo mikið um hann að segja. “Þeir tala mest um Ólaf konung, sem hvorki hafa heyrt hann eða séð.” WHAT ONE GIRL WORE fíy BETTY BROWNLEE. The present vogue for assembling one’s own suits for Spring wear is a positive boon to the business girl and tq the woman with a limited budget. With jackets, blouses, sweaters and skirts as attractive and varied as they are, it’s a grand opportunity for the smart woman to express her individuality and create a distinctive wardrobe at little cost. She can start with a jacket and skirt, first making sure that she has secured interesting color contrasts and cqlors which will combine well with other colors. Separate jackets are being shown in all types of tweeds, checks, rough wools and novelty weaves. Plain skirts are best for they combine more practically with vario,us jackets, sweaters and blouses. Having started with the contrasting jacket and skirt, each week or when- ever the budget allows, a new addition can be made which will not be too great a test óf the wearer's ingenuity. An- other jacket which contrasts with the skirt may be added, or a different skirt which harmonizes with the jacket. And the possibilities with changes of blouses and sweaters are endless. Today e illustrate one of these suits whieh can be just the beginning of an entire Spring wardrobe. The skirt is of plain black wool and, in this in- stance, has a matching blouse. The jacket is a trig little affair in gray tweed, beautifully tailored and featured novel L-shaped pockets at breast and hips. This jacket can be worn with any number of colors, so that changes of skirts and blo,uses, which need not necessarily match, make it the perfect A Smart Suit for Spring Wear Is This One Com bining a Black. Wool Skirt and Blouse With a Oray Tweed Blouse. Changing Skirts to Wear With the Jacket Makes It a Very Practical Model. foundation for the assembling of tlie wardrobe of “separates.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.