Lögberg - 04.04.1935, Blaðsíða 5

Lögberg - 04.04.1935, Blaðsíða 5
LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 4. APRÍL, 1935. 5 hann þá spurði um líðan drengjanna, setti konan upp sólskinssvip og kva'ð þeim líða báðum vel. Tók þá fað- irinn að hressast. Margir siðfræðingar segja að í þessu tilfelli hafi beinlínis borið skylda til að grípa til hennar, til að reyna að frelsa líf mannsins. En raunar gefa þeir sjálfum sér for- senduna, þá, að maðurinn hefði ekki þolað harmatíðindin, og að gleði- fregnin hafi gert það að verkum, að honum fór að batna, Þetta eru sterkar líkur — en sannanir geta það ekki verið. Af þessu dæmi og öðrum slíkum er dregin sú ályktun, að í veikinda- tilfellum andlegum og líkamlegum geti það verið undir hælinn lagt, hvort menn eigi rétt á að heyra sann- leikann og verði því læknar og aðrir hlutaðeigendur að sækja þann dóm til samvizku sinnar, í hverju ein- stöku tilfelli. Hliðstætt er það talið, þegar um er að ræða, að menn verði að verja hendur sínar saklausir, eða hrein- leika og eignir. Og enn er hér talin framkoma manna gagnvart dýrunum. Viðvíkjandi þessu öllu er sett fram sú siðaregla, af þeim er verja neyðarlýgina — að manninum beri ksilyrðislaust að segja þeim sann- leikann, sem rétt eigi á að heyra hann, en að þau dæmi geti verið fyr- ir hendi, slík og talin hafa verið, að mönnum sé heimilt og beri jafn- vel skylda til að grípa til lýginnar. Þessi regla verður ekki afsönnuð hér. Þó finst oss skylt að benda á, að enginn getur logið svo vitandi vits, að hann finni ekki að hann er að minsta kosti að minka sjálfan sig, og jafnvel að blanda eitri í bikar sinn og annara. Og vægar verður ekki að orði komist, en að segja, að alt af er vandfarið með eitrið. Þá er og hitt, að ef því er treyst, að guð ætlist til að sannleikurinn einn sé grundvöllur lífsins, virðist næst að halda, að betra sé að falla á sann- leikantim og sakir hans, en lifa með hjálp lýginnar. Eiginlega getum vjr ekki, ef forsendan er rétt um gildi sannleikans, hugsað oss að sannleikurinn .geti unnið neinum mein—nema þá fyrir manna sjón- um. Framh. Stundardvöl hjá íslenzk- um prestum Eftir séra Sigurð Ólafsson. (Framhald af smágreinum, er birst hafa i Sameiningunni). IV. Undarlegt þótti mér það, er eg um stund hafði dvalið t Reykjavík og fór að kynnast, þá fann eg á ný til feimni, er allmjög hafði þjáð mig á bernsku- og unglingsárum mínum, en hafði naumast gert vart við sig á langri dvöl minni vestanhafs. Þessvegna var það, að drógst um hríð fyrir mér að heilsa upp á biskup íslands, Dr. Jón Helgason, enda hafði hann ekki verið heima fyrstu vikurnar sem ég dvaldi í Reykjavík. Loks herti eg upp hugann, og sim- aði heim til hans, átti tal við hann, og ákvað að eg kæmi næsta dag, um þrjú-leytið. Þann dag rigndi eins og oft endrarnær, síðastliðið haust; en á tilsettum tíma tók eg kjark í mig og fór áleiðis til biskupsseturs- ins, er hús Jóns biskups í Tjarnar- götu á einkar fallegum stað. Bisk- upinn var þá aðeins ókominn heim frá jarðarför Bergþórs Jósefssonar, merks borgara, er jarðsunginn var þann dag. Biskupsfrúin og ein dóttir hjón- anna var heima, tóku þær mér alúð- lega og töluðu við mig, unz biskup- inn kom heim; var hann mér ljúfur og góður sem faðir minn væri. Jón biskup er maður hár og grannur, léttur og f jörlegur í öllum hreyfing- um, íturvaxinn og snar sem ungur maður væri. Hann er málsnjall og talar með fögrum hreim. Mjög er bjart yfir honum, svipurinn höfð- inglegur, samfara því að vera skarp- legur og nokkuð hörkulegur. Eg Stjórnarbyggingar í Winnipeg At mynd þessari má sjá hvernig þau tvö störhýsi, sem sambandsstjórnin er a8 láta reisa í Winnipeg, líta út fullger.—Til vinstri er viðbótin við pósthúsið, en til hægri hin skrautlega skrifstofubygging á Main og Water Street. Mr. G. W. Northwood húsagerðar- meistari hefir gert uppdrættina að báðum byggingunum. man vel eftir honum eins og hann var stuttu eftir aldaniót, virtist mér í hánn þá mjög djarflegur og það er | hann enn og enda vasklegur. Með aldrinum hefir hann orðið fríðari. Mikil ritstörf liggja eftir Jón biskup, hefir hann jafnan verið með af- brigðum ötull til starfs, og hinn af- kastamesti rithöfundur. Ungur að aldri varð hann kennari við presta- skólann, eftirmaður föður síns þar. Starfaði hann af miklum áhuga og framsækni, sem kennari og vísinda- maður. Hann kendi við prestaskól- ann í 14 ár, en varð forstöðumaður hans er lector Þórhallur Bjarnason varð biskup árið 1908; en biskup varð hann við lát herra Þórhalls, árið 1917. Á biskupsárum sínum hefir hann visiterað alt landið einu sinni, og sumpart á ný, nú á síðustu árum; mun hann fyrsti íslenzkur brskup, er því hefir nokkru sinni á- orkað. Veldur þessu að nokkru , auknar og árlega batnandi samgöng- ur og vegir, einkum hið síðustu ár, en einnig fágætur dugnaður bisk- upsins, sem er jafn til ferðalaga sem j í ritstörfum. ! Mjög er nú skift á um völd þau, er biskup hefir, við það sem áður var; nrun aðþrenging þar—eins og að gjörvöllum hag kirkjunnar, hafa átt sér stað hin síðari ár,—og er fult útlit til að vaxandi fari—eftir öllu viðhorði að dæma. Dr. Jón Ilelgason er mjög af- kastamikill rithöfundur, svo fáir munu standa honum jafnfætis í því efni; þegar það er athugað að rit- störf hans hafa verið hjáverk og mestmegnis aukastörf frá aðalstörf- um hans. Eg ætla mér ekki þá dul að reyna að telja upp rit hans og bækur, en vil nefna Kristnisögu hans, sem að út af fyrir sig er ærið starf, auk Prédikana hans. Svo hef- ir hann fyr og síðar ritað bækur og lengri ritgerðir snertandi íslenzka sögu og guðfræðileg efni, svo sem Sögulegur uppruni Nýja testament- isins, m. fl.—Síðdegisguðsþjónust- um hélt hann uppi í dómkirkjunni, endurgjaldslaust í 13 ár. Var það meðan einn prestur þjónaði við dómkirkjuna. Biskupinn var einkar ljúfur við niig og áttum við langt tal saman, bæði þá og þó einkum í síðari heim- sókn minni, um kirkjuleg mál ís- lendinga vestanhafs. Ber hann hlýj- an og föðurlegan hug í brjósti til Vestur-íslendinga. Virtist mér hann fylgjast vel með málefnum okkar hér og aðstöðu allri. Hefi eg oft um það hugsað síðan eg fór að heiman, hve eðlilegt og viðeigandi það væri, að Jón biskup sjálfur gæti heimsótt okkur Vestur-íslendinga og verið viðstaddur á 50 ára afmælis- hátið kirkjufélags vors. Veit eg vel, að þegar eg hér læt í ljósi mina per- sónulegu ósk, í þessu efni, að allur þorri fólks i kirkjufélagi voru, og Vestur-íslendingar yfirleitt, myndu telja það virðirtgu og heiður, ef Dr. Jón biskup Helgason gæti komið vestur um haf sem erindreki móð- urkirkjunnar heima á þessum hátíð- legu timamótum. Vona eg að svo verði. Síðasta samtal rnitt við Jón biskup var i síma, sama kvöldið og eg sigldi úr höfn. Kvaddi hann mjg þá og árnaði mér persónulega allrar bless- unar; hann beiddi mig að bera tveimur vinum vestan hafs persónu- lega kveðju sína; svo bað hann mig fyrir kveðju sína og árnaðaróskir til kirkjufélags þess, er eg tilheyrði,— og sagði hann að lokum: “Skilið þér kærri kveðju minni til allra Vestur-íslendinga, er kveðju minni vilja taka,’’—og það geri eg nú með línum þessum. Silfurbrúðkaup í Selkirk Veglegt og afarfjölment silfur- brúðkaups samsæti var þeim merk- ishjónum E. J. Hinrikssyni og frú Maríu Hinriksson, haldið í Selkirk- bæ þann 17. nóvember síðastliðinn. Óviðráðanlegra orsaka vegna hefir þess ekki fyr verið opinberlega minst í íslenzku blaði en nú. Þau Hinrikssons hjón eru vin- mörg, eins og samsæti þetta bar svo augljósan vott um; hafa þau tekið mikinn þátt í félagslífi fslendinga í Selkirk og njóta almennrar virðing- ar og trausts. Auk fjölmennis úr Selkirkbæ, var við þetta eftirminni- lega hátíðarhald allmargt af vinum þeirra hjóna frá Winnipeg og ann- arsstaðar að. Var samsætið að öllu hið ánægjulegasta, og mikið um ræður, kvæði og söng. Eftirgreinar konur stóðu fyrir samsætinu: Mrs. B. Jóhannesson; Mrs. G. G. Eyman; Mrs. O. B. Kristjánsson; Mrs. K. Sæmunds- son; Mrs. J. Magnússon; Mrs. M. Brydges; Mrs. M. Johnson; Mrs. R. Hinriksson; Mrs. L. E. Mur- doch; Mrs. A. Nordal; Mrs. G. Björnson ; Mrs. S. Stefánsson ; Miss Margrét Goodman, Mrs. E. V. John- son og Mrs. J. A. Sigurðsson. Simskeyti bárust silfurbrúðhjón- unum frá eftirgreindum vinum: Mrs. Rakel Oddsson og fjölskyldu, Los Angeles, Cal.; Maria og Ingj- aldur Árnason, Minneota, Minn.; Mr. og Mrs. Árni G. Eggertsson, Wynyard, Sask.; Eirika og Harold F.astvold, Canton, N. Dak.; séra H. Sigmar og frú, Mountain, N. Dak.; séra N. S. Thorláksson og frú, Mountain, N. Dak. og Dr. F. H. Thorláksson og frú, Seattle, Wash. Gjafir til minja um hátíðisdaginn bárust silfurbrúðhjónunum frá Fé- lagi íhaldsmanna í Selkirk. og ætt- ingjum, silfurborðbúnaður forkunn- ar fagur og skrautlegur spegill. Séra Theodore Sigurðsson stjórn- aði samsæti þessu og afhenti gjaf- irnar. AVARP Mr. og Mrs. E. J. Hinriksson, Kæru vinir:— Fyrir hönd Missions-félagsins og kvenfélagsins vil eg óska yður heið- ursgestunum til lukku og blessunar á þessu giftingarafmæli yðar, og þakka af hjarta fyrir liðna tíð. Við minnumst þess sérstaklega, Mrs. Hinriksson, hve dyggilega þú refir rækt skyldur þinar við bæði þessi félög,—hve viljinn hefir verið fús og framkvæmdin mikil. Trygð og trúmenska til kristindómsmál- anna hafa ávalt auðkent starf þitt. Þátttöku þína, bæði i Missions-fé- laginu og kvenfélaginu getum við ekki fullþakkað,—en rétt finst mér við þetta tækifæri að minnast þess og þakka, að þú varst ein af stofn- endum Missiöns-félagsins og skrif- ari þess frá byrjun, árið 1912. í kvenfélaginu hefir starf þitt einnig verið metið af félagssystrum þínum, og traust þeirra hefir verið auðsýnt í því að kjósa þig oftsinnis til em- bættis, bæði sem forseta og skrif- ara. Um leið og eg ítreka þakklæti okkar, vil eg biðja Guð að blessa og launa liðna starfsemi, og hvetja þig áfram í framtíðinni. Eg bið enn- freinur Guð að leggja sína blessun yfir yður hjónin, og börn yðar, og gefa yður langa æfi til starfsemi innan hans kirkju. Með vinsemd og virðingu, Stefanía Sigurdsson, forseti Missions-fél. og kvenfélagsins. Selkirk, Man., 17. nóv., 1934. * * * Til hjónanna Jóns og Maríu Hinriksson í silfurbrúðkaupi þeirra. Gott er að eiga gleðistund, góðra vina sækja fund. Þá oss gerist létt í lund, likt sem fyr á vori,— sprækir i spori. Hér skal gleði góð í dag; glymja látum brúðkaupslag; heillaóskum bunclinn brag: blið þeim gæfan þjóni, Maríu og Jóni. Fyrir aldarf jórðung nú festu trygð og reistu bú hjónin þessi trygg og trú, traust til góðra ráða við fátæka og fjáða. / Vinir allir einum róm upp þann kveða rétta dóm, að þeim skuli heiðurshljóm hlýjan láta gjalla út um sveit alla. Einnig þakka þeirra starf; þau hafa farið vel með arf. Aldrei þeirra hugur hvarf háu marki f jarri: dáð, drenglund kærri. Okkar þjóðflokk er það sæmd að svo vel þau skuli ræmd. Aldrei skal sú auðna tæmd. Aukist þeirra gæfa; og hrós hvaðanæfa. Aldarfjórðung enn hér frá óskum vér þau sitji þá, sæl með gleðigeisla á brá, gullbrúðkaups með liði, i fögnuði og friði. B. Þ. Til Maríu og Jóns Hinriksson á silfurbrúðkaupsdegi þeirra, Lag: Eósturlandsins Freyja. Silfur vörmum vegur Væng um ykkur nú. Heilladisin hefir Helgað ykkar bú Silfurs dýrsta seimi Sjafnar, hjartans glóð, Hyr úr ástarheimi, Helgum lífsins óð. Hugi vora vænar Vonir fylla nú; Andvörp blúgrar bænar Beinast því í trú Upp til hans, sem hefur Himna náðarvöld, Og af gæzku gefur Gæðin þúsundföld. Biðjum hann að breiða Blessun yfir hjón, Og í ást að leiða Áfram Marju’ og Jón; Láta silfursíma Snúast gulls i þráð, Og með tíð og tíma Takast gullið ráð. Látum hörpu hýra Hærra kveða brag; Látum skatna skýra Skærra syngja lag. Sláum hring um hjónin, Hrynjað stuðlaföll. Við bragna bylmingstóninn Bylgjum þrútni höll. Háhest á þau’hefjum, Herramenn og fljóð; Tímans rás svo tefjum Tölum með og óð ; Silfur- fyllum fullið Fagnaðs skærum mjöð, Sjáum sindra gullið, Sveitin vonarglöð. Erika og Steingrímur Thorlaksson. Ort til Mr. Jóns Hinrikssonar og frú Maríu konu hans í silfur- brúðkaupi þeirra, Þið hafið brotið þungar brautir, þrátt með kjarki og hetjudug, saman ferðast fjórðung aldar fríðum meður kærleikshug. Orðstýr frægan ykkur getið, aflað virðing, sóma skrýdd; dygðastiginn fagran fetið, fangað lán og sæmdum prýdd. Silfur brúður. sjá þitt merki sannarlega ris svo hátt í kvenfélagsins kristna verki, kærleik eflt með friði og sátt; staðið fremst í fylking þeirri fagri, studd af Drottins náð; samúð glætt af hreinu hjarta hárri meður lífsins dáð. í fótsporum ykkar spretti auðnurósir kærleikans, gleðjið þá, sem grátnir stynja greitt að vilja Frelsarans. Alvalds höndin ykkur leiði ófarna um lífsins tið ; ykkur skíni æ í heiði eilíf geisla náðin blíð. Margrét J. Sigurðsson. Frosthörkur. Hellulandi 3. marz. Langvinn frostharka hefir verið undanfarið, en góður hagi fyrir hross, og eru þau í góðum holdum. Þrjá siðustu daga hefir verið stilt og frostlaust. Bandormur Margir menn, konur og börn, nota hin og þessi meðöl árangurslaust við ýmsu, sem álitið er að gangi að þvl, sem von er til, þar sem um bandorma ræðir. Merki þess koma oft fram 1 lystarleysi, stundum þó I óeðlilega mikilli matarlyst, g* *ráh vítri tungu, höfuðverk, þreytukend, meltingar- leysi, óværum svefni, andremmu; fylgja þessu oft sárindi I hálsi, dap- urlyndi og veiklun I taugum og þar fram eftir götunum. Bandormar eru mjög mismunandi að lengd; getur stundum svo farið að þeir verði frá 4 5 til 50 fet á lengd. Eins og gefur að skilja, veltur mikið á að slíkur óvinafagnaður sé numinn með öllu á burt úr líkamanum, með þvl að dvöl hans þar verður æ hættulegri með hverjum degi sem líöur. Að láta það afskiftalaust að bandormur nái að þroskast I manni dag eftir dag og ár eftir ár, er með öllu ósæmilegt og 6- verjandi. Tanex drepur ekki band- orminn á svipstundu, því til þess þyrfti það mikið eitur, er rlða myndi sjúklingnum að fullu. En Tanex lamar svo starfsemi bandormsins, að áhrif hans verða smátt og smátt að engu. Efni þau, sem Tanex er sam- sett af hafa hreinsandi áhrif á alt líkamskerfið. Taka má Tanex að morgni og nær það venjulegast fullri verkun á klukkustund. Tanex er ekki selt I lyfjabúðum, heldur sent beint til sjúklingsins frá efnastofunni. pað er ekki sent C.O.D. Dækninga skerfur með fullri forskrift kostar $5.00. Sé yður ant um að losna við bandorm, þá sendið eftir Tanez nú þegar, Aðeins selt hjá Royal I .aborat ory, 607 Royal Bldg. Box 104 Windsor, Ont. (Klipp- ið þessa auglýsingu úr blaðinu, geym- ið hana og sýnið hana vinum yöar; þeir geta orðið yður þakklátir seinna). Aflabrögð. Útflutningur fisks. Prestabakka 3. marz. Flest allir bátar úr Vestmanna- eyjum voru á sjó í dag. Afli var ágætur. — Gullfoss lestaði í \ est- mannaeyjum 160 smálestir ísfisk og saltfisk til Englands. — Dronning Alexandrine lestaði um 70 smálest- ir af saltfiski til Ilanmerkur. ♦ Borgið LÖGBERG! H°^aG00DGARDEN Plentifcfímifthiruj ^ ■tcEat-fresh- œndi&o, WimJ&o! Big Oversize Packets AVFAYDENSEEDS 0nIM 3-4c PFR PACKET ,10* Y PAV 5* ANO MeFAYDEN FRÆ KOSTAR LlTIÐ EN FRAMDEIÐIR MIKIÐ Stærri en venjulegir pakkar af Mc- Fayden fræi—aðeins 3c—4c hver Pví að borga 5c og lOc? Mestu hlunnindin við McFayden fræ liggja ekki I lágu verði, heldur hinu, að hver tegund um sig af reyndu fyrsta flokks útsæði, tryggir mesta og bezta uppskeru, og sendast beint heim til yðar en koma ekki frá umboðssölu hylkjunum I búðunum. Fræ er lifandi vera. pví fyr er það kemur þangað, sem því slcal sáð, þess betra fyrir það sjálft, og þann er sáir. KREFJIST DAGSETTRA PAKKA Hverjum manni ber réttur til að vita að fræ það, sem hann kaupir sé lífrænt og nýtt. Með nýtízku á- höldum kostar það ekkert meira, að setja dagsetningu á pakkana, þegar frá þeim er gengið. pvt A EKKI DAGSETNINGIN AÐ STANDA ? Hin nýja breyting á útsæðislög- unum krefst ekki dagsetningar á pökkunum, en við höfum samt enga breytingu gert. KYNNIST ÚTSÆÐI YÐAR Hver pakki og hver únza af Mc- Fayden fræi, er dagsett með skýru letri. McFayden fræ er vtsindalega rannsakað og fult af ltfi; alt prófað tvisvar. Fyrst rétt eftir kornslátt, og svo aftur I Dominion Seed Testing Laboratory. Væri MoFayden Seeds sent I búðir I umboðssölu pökkum myndum vér eiga mikið ðselt I lok hverrar árs- tlðar. Ef afganginum væri fleygt, yrði þar um sllkt tap að ræða, er hlyti að hafa I för með sér hækkað verð á útsæði. Ef vér gerðum það ekki, og sendum það út I pökkum aftur, værum við að selja gamalt fræ. pessvegna seljum vér aðeins beint til yðar, og notum ekki um- boðssöluhylkin; fræ vort er ávalt nýtt og með því að kaupa það, eruð þér að tryggja árangur og spara. TIu pakkar af fullri stærð, frá 5 til 10 centa virði, fást fyrir 26 cents, og þér fáið 25 centin tíl baka með fyrstu pöntun gegn “refund cou- pon,” sem hægt er að borga með næstu pöntun, hún sendist með þessu safni. Sendið peninga, þó má senda frímerki. Safn þetta er falleg gjöf; kostar lltið, en gefur mikla uppskeru. Pantið garðfræ yðar strax; þér þurfið þeirra með hvort sem er. McFayden hefir verið bezta félagið slðan 1910. NEW-TESTED SEED Every Packet Dated BEETS—Detroit Dark Red. The best all round Red Beet. Sufficient seed for 20 ft. of row. CARROTS—Haif Long Chantenay. The best all round Carrot. Enough Seed for 40 to 50 ft. of row. CUCUMBER--Early Fortune. Pickles sweet or sonr add zest to any meal. This packet will sow 10 to 12 hills. LETTITCE—Grand Rapids, Loose Leaf variety. Cool, crisp, green lettuce. This packet will sow 20 to 25 ft. of row. ONION—Yellow Globe Danvers. A splendid winter keeper. ONION—White Portugal. A popular white onion for cooking or pickles. Packet will sow 15 or 20 ft. of drill. PARSNIP—Half Long Guernsey. Sufficient to sow 4 0 to 50 ft. of drill. RADISH—Freneh Breakfast. Cool, crisn, quick-growing variety. This packet will sow 25 to 30 ft. of drill. TURNIP—White Summer Table. Early, quick-growing. Packet will sow 25 to 30 ft. of drill. SWEDE TURNIP—Canadian Gem. Ounee sows 75 ft. of row. $200°?Cash Pi izes$200S? I hveiti áætlunar samkepni vorri, er viðskiftavinir vorir geta tekið þátt I. Upplýsingar I McFayden Seed List, sem sendur er með ofangreindu fræ- safni. eða gegn pöntun. ÓKEYPTS,—Klippið úr þessa aug- lýsingu og fáið ókeypis stóran pakka af fögrum blómum. Mikill afsláttur til féfaga og er frá þvi skýrt i frœskránni. McFayden Seed Co., Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.