Lögberg - 04.04.1935, Blaðsíða 8

Lögberg - 04.04.1935, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. APRIL, 1935. Ur borg og bygð Leiðrétting. Gleymið ekki spilakvöldun- um í Goodtemplara húsinu á þriðjudögum og föstudögum. Góð verðlaun; gott músík. Inngangur 25c. Allir velkomn- ir. ------- Skuldar-fundur í kvöld (fimtu- dag) Á löglega boðuÖum og auglýstum fundi vestur-íslenzkra hluthafa í Eimskipafélagi íslands, er haldinn var að 910 Palmerston Ave., Win- nipeg, 23. febr. s. 1., voru útnefndir með jöfnum atkvæSum, til að vera í vali á ársfundi Eimskipafélagsins í júní n.k., þeir hr. Árni Eggertsson og Dr. Jón Stefánsson, Winnipeg. Samkvæmt grundvallarlögum fé- lagsins er útrunnið tveggja ára kjör- tímabil hr. Árna Eggertssonar i framkvæmdarnefnd Eimskipafélags- ins. Winnipeg 1. apríl 1935. A. P. Jóhannsson. Deild No. 1 Kvenfélags Fvrsta lúterska safnaðar, heldur Silver Tea á heimili Mrs. A. C. Johnson, 414 Maryland Street á þriðjudaginn þann 9. þ. m., frá klukkan 2.30 til 6 eftir hádegi. Verður þar fjöl- breytt skemtun, er enginn ætti að missa af. Einnig fæst keypt heimabakað brúnt brauð og kökur af ýmsum teg- undum. Fjölmennið! Allir vel- komnir! ------- GJAFIR TIL BETEL Mr. og Mrs. S. Pálsson, Gimli, $100.00; Ónefndur, Gimli, $5.00; Dr. B. J. Brandson, Winnipeg, 32 pd. Turkeys. Með þakklæti, Jónas Jóhannesson. Dr. Tweed tannlæknir verður stadd- ur í Árborg á fimtudaginn þann 11. þ. m. ------- Tvö góð og björt herbergi til leigu, með eða án húsgagna, að 683 Beverley St., phone 26 555. Jarðarför séra Jóhanns P. Sól- mundssonar fór fram á Gimli á fimtudaginn var, að viðstöddu miklu fjölmenni. Líkmenn voru þeir Hjálmar A. Bergman, K.C.; Walter J. Jóhannsson, Hjálmar Gíslason, Sveinn Thorvaldsson, Frank Olson og VTaIdi Stefánsson. Þeir Dr. Björn B. Jópsson og Dr. Rögnvaldur Pétursson töluðu yfir moldum hins látna. Mr. Dan. Lindal frá Lundar, var í borginni í vikunni sem leið. Jón Bjarnason Academy—Gjöf: W. A. Davidson, Wpg.......$50.00 S. W. Melste'd, gjaldkeri. Heiðurssamsætið í tilefni af 75 ára afmæli K. N., hefst á Mountain næstkomandi laugar- dagskveld kl. 8.30, en ekki 6.30, eins og áður hafði staðið hér í blaðinu. Þessu er fólk í Dak- otabygðum vinsamlegast heð- ið að veita athygli. Mr. John Halldórsson lífsábyrgð- ar umboðsmaður frá Lundar, var staddur i borginni í fyrri viku. Miss Petarl Hanson, pianokennari frá McCreary, Man., dvaldi í borg- inni nokkra daga í vikunni sem leið. Hún hélt heimleiðis á mánudaginn. Mr. J. B. Johnson frá Gimli, er starfað hefir að fiskikaupum fyrir Armstrong-Gimli útgerðarfélagið á Gimli við Eteuphin River í vetur, kom til borgarinnar á laugardaginn var og hélt heim samdægurs. Mr. Einar Olson frá Spy Hill, Sask., var staddur í borginni seinni part fyrri viku. Mr. og Mrs. Árni G. Eggertson frá Wynyard. Sask., komu til þess að vera við útför Mr. Marlatts frá Edmonton, er fram fór á laugardag- inn var. Mr. Chris Thomasson frá Hecla, Man., dvelur í borginni þessa dag- ana. Mr. Magnús Benjamínsson frá Gardar, N. Dak., dvaldi í borginni í fyrri viku. í bréfi nýkomnu frá íslandi kom frétt um lát Margrétar Jónsdóttur frá Spákellsstöðum. Hún lézt 7. febrúar síðastliðinn, rúmlega sextug að aldri, á St. Josephs spítala í Hafnarfirði, eftir fimtán ára sjúk- dómsstrið, sem hún bar með sér- stakri þolinmæði. Fimm systkini hennar fluttu til þessa lands. Hún var eitt af börnum Jóns Markússon- ar frá Spákellsstöðum í Dalasýslu. Mr. J. E. Hinriksson frá Selkirk, var staddur í borginni síðastliðinn fimtudag. Mr. Jóhannes Pétursson frá Ár- borg, kom til borgarinnar fyrir síð- ustu helgi til þess að leita sér lækn- inga. Mrs. Sigurborg Gottfred frá Langruth, Man., hefir dvalið í borg- inni um hríð, sér til lækninga vegna slyss, er hún varð fyrir. Er hún nú á förum heim. Messuboð FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Guðsþjónustur í Fyrstu lútersku kirkju næsta sunnudag, 7. apríl, verða með venjulegum hætti; Ensk messa kl. 11 að morgni og íslenzk messa kl. 7 að kvöldi. Sunnudagsskóli kl. 12.15. Sunnudaginn 7. apríl messar séra H. Sigmar í Péturskirkju á Svold kl. 2 og í Vídalíns kirkju, ensk messa kl. 8 e. h. Áætlaðar messur i Norðurhluta Nýja íslands í apríl mánuði: 7. apríl, Riverton, kl. 2 síðd. (sam- tal með fermingarbörnum). 14. öpríl, Hnausa, kl. 2 síðd. (árs- fundur safnaðar). 14. apríl, Riverton, kl. 2 síðd., ensk messa. Skírdag, Geysir, kl. 2 síðd. (samtal með fermingarbörnum). Föstudaginn langa, Víðir, kl. 2 síðd. Föstud. langa, Árborg, kl. 8 siðd. Páskadag, Árborg, kl. 2 síðd. 28. apríl, Víðir, kl. 2 síðd. 5. Ó. Guðsþjónusta í Lundar söfnuði sunnudaginn þ.7 apríl kl. 2.30 e. h. Jóhann Fredriksson. Mannalát Sá sorgarviðburður skeði þriðju- dagsmorguninn 26. marz, að efnis- og myndarbóndinn Eirikur A. Ei- ríksson í grend við Gardar, N. Dak. dó eftir stutta legu í Cavalier, N. Dak. Hann var fæddur i Carlisle- bygð, N. Dak. 28. júlí 1885. Faðir hans Ásmundur Eiríksson var frá Strönd í S. Múlasýslu. Eiríkur sál. eftirlætur ekkju, og 6 börn. Heim- ili þeirra er norður og vestur frá Gardar. Jarðarförin fór fram frá heimilinu og Gardar kirkju fimtu- daginn 28. marz. Fjölmenni var j viðstatt og lýsti sér þar almennur i söknuður út af fráfalli þessa myndarmanns, og almenn samúð með syrgjendunum. Á laugardaginn var lézt hér í borginni Miss Guðrún Sveinsson, systir þeirra Sveins Sveinssonar í Árborg, Thorsteins að Baldur og Jónasínu Jóhannesson, er heima á hér í borg. Jarðarförin fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á mið- vikudaginn. Dr. Björn B. Jónsson iarðsöng. ----------- Nýlega lézt á Almenna sjúkrahús- inu hér í borginni, Mr. Márus Doll frá Mikley, maður hniginn nokkuð að aldri, er lætur eftir sig stóra f jölskyldu. Márus heitinn var mesti skýrleiksmaður og vel skáld- mæltur. Líkið var flutt norður í Mikley til greftrunar. Síðastliðinn mánudag lézt að heimili sínu í Ashern, Man., frú Anna Clemens, kona Thorkels J. Clemens kaupmanns þar í bænum, hin glæsilegasta kona. Var hún systir Capt. J. B. Skaptasonar og þeirra systkina. Jarðarförin fer fram frá útfararstofu A. S. Bardal á föstudaginn kemur, kl. 2.30. Hjónavígslur Síðastliðið laugardagskveld voru gefin saman í hjónaband að heim- ili móður brúðgumans, 543 Victor Street hér í borginni, þau Arnold Johnston, fiðluleikari og Elízabet Eyjólfsson frá Riverton. Dr. Björn B. Jónsson framkvæmdi hjónavígsl- una. Er brúðguminn sonur Thor- steins heitins Johnston fiðluleikara og frúar hans, en brúðurin dóttir Gunnsteins heitins Eyjólfssonar skálds. FŒÐI og HÚSNÆÐI tslenzkt gisti- og matsöluhús 139 HARGRAVB ST. GUÐRÚN THOMPSON eigandi Máltiðir morgun og miðdags- verður 15c hver Kvöldverður 20c Herbergi 50c: á þriðja gðlfi 25c yfir nðttina. Máltíðir gððar, rúm- in gðð, staðurinn friðsæll. Allur aðbúnaður vandaður. íslendingar sérstaklega boðnir og velkomnir. Örskamt frá Fðlksbflastöðinni og Eatons búðinni. BUSINESS EDUCATIDN HAS A MARKET VALUE University and matriculation students are securing definite employment results through taking a “Success Course,” as evidenced by our long list of young men and women placed in iocal Winnipeg offices in 1934 and 1935. Selective Courses Shorthand, Stenographic, Secretarial, Account- ing, Complete Office Training, or Comptometer. Selective Subjects Shorthand, Typewriting, Accounting, Business Correspondence, Commercial Law, Penmanship, Arithmetic, Spelling, Economies, Business Organ- ization, Money and Banking, Sc<'retarial Science, Ijil)rary Science, Comptometer, EIliott-Fisher, Burroughs. Day and Night Classes Call for an interview, write us, or Phone 25 843 Portage Ave. at Edmnnton St., Winnipeg (Inquire about our Courses by Mail) Mr. Sigurður Sigurðsson kaup- maður frá Calgary, Alta., kom til borgarinnar um miðja fyrri viku úr vörukaupaferð um Austur-Canada. Dvaldi hann þar í hálfsmánaðar tíma og lét hið bezta af förinni. Heimsótti hann flestar hinar helztu verksmiðjuborgir í Ontario. Mr. Sigurðsson hélt heimleiðis á föstu- daginn. Mrs. S. Anderson frá Baldur, er stödd í borginni þessa dagana. Gjafir í ‘Jubilee’ sjóðinn Á næsta kirkjuþingi verður minst fimtíu ára afmælis Hins. ev. lút. kirkjufélags Islendinga í Vestur- heimi. Aðal hlutverk kirkjufélags- ins er viðhald og efling kristnihalds í bygðum vorum. Það er vort heimatrúboð. Að borin sé fram frjáls , afmælisgjöf til þess, auk hinna venjulegu árlegu tillaga til starfseminnar, á að vera einn þátt- ur í hátíðahaldinu næsta ár. Engin gjöf i sjóðinn má fara fram úr ein- um dollar frá hverjum einstaklingi, þó allar minni gjafir séu vel þegn- ar. Þar sem ástæður leyfa gætu margir eða allir meðlimir í fjöl- skyldu tekið þátt og væri það æski- legt. Áður auglýst .........$322.55 Séra Pétur og Mrs. Hjálmsson Markerville ............. 2.00 Mrs. G. H. Nicholson, Wpg. 1.00 Mrs. Ingibjörg Thordarson, Chicago ............... 25.00 Margrét Árnason, Betel .... 1.00 (Nafnaskrá þessi mun birt verða í næsta blaði). Samtals ...........$35T-55 2. apríl, 1935. Með þökkum, Y. O. Bjerring, féh. Frá Sölva Helgasyni (Framh. frá 1. bls.) hélt Sölvi enn hinu sama fram og “svarar til réttarins spurninga á þá leið, að hann vegna vísindaiðkana sinna, er hann svo kallar, álíti sig ekki bundinn við lögin gegn lausa- mensku, og tjáir sig því öldungis ó- fáanlegan til að ganga í vist á vana- legan hátt sem vinnumaður.” Sýslu- maðurinn í Þingeyjarsýslu kærði Sölva fyrir óheimila töku bóka á heimili sínu, svo ,að Havstein amt- maður skipaði Eggert Briem sýslu- mann setudómara í málinu Ferð- aðist B.riem sýslumaður síðan viðs- vegar um Þingeyjarsýslu til þess að halda réttarpróf í málinu og hafði Sölva jafnan með sér. Var Sölvi hinn þverasti, þrætti fyrir allar sak. ir og flækti málið eftir föngum. Of- bauð honum ósvífni vitnanna, heimt- aði jafnan að þau staðfestu fram- burð sinn með eiði, en fór þó stund- um út meðan sú athöfn fór fram, og kvaðst ekki vilja horfa upp á slíkt. Lítið sannaðist á Sölva, svo að ó- yggjandi væri, annað en flakkið. Briem sýslumaður kvað þó upp dóm í málinu á Hálsi í Fnjóskadal 17. ágúst 1845, og var Sölvi dæmdur til þriggja ára betrunarhússvjstar í Kaupmannahöfn. Mun hann síðan hafa verið sendur utan þá um haust- ið. Réttarprófin í niálum Sölva eru allfyrirferðarmikil, og mætti margt úr þeim vinna til lýsingar á mannin- um, ef einhver vildi verða til þess að rita um þennan fræga flakkara frá öðru sjónarmiði en samtíma- menn hans hafa gert. Fáar skráðar heimildir munu vera til um Sölva eftir að hann kom úr utanför sinni. Þó má sjá af greinarkorni, er um hann birtist í Norðra 4. maí 1861, 'að ekki hefir hann vaxið í áliti. Greinin er undirrituð af Jóhanni Sölvasyni frá Skógum í Axarfirði og er á þessa leið: “Það er verðugt að geta þess i blaðinu Noðra, að hinn tvíhýddi flækingur, Sölvi Helgason, fór hér um sveitir næstliðið haust, ferðaðist austur á Jökuldal og aftur til baka fyrri part yfirstandandi vetrar. Hann fór alt af ljúgandi og stelandi. Til sönnunar þessum framburði, þá gisti hann á leiðinni til baka á Ás- mundarstöðum á Melrakkasljttu hjá Árna bónda Árnasyni, hvar hann þáði bezta greiða ókeypis, en áður hann fór þaðan hafði hann goldið næturgreiðann með því að stela frá Árna bónda 2 bókum, Messusöngs- bók og Handbók fyrir hvern mann, bundinni saman við Sáttastiptunarrit konferensráðs M. Stephensens. Handbókina skildi Sölvi eftir á Leir- höfn í sömu sveitinni, Sigurði bónda þar nauðugt, en með Messusöngs- bókina hélt hann leið sina og bauð hana víða til kaups, en enginn þáði, því grunsamt þótti, að hún mundi illa fengin. Þegar Sölvi kom á Húsavík, stal hann hundi, er hét Vigi, sem hann kallaði Havstein- Briem ; svo f læktist hann með þenna stolna hundrakka upp að Mývatni, en sagði, að hundurinn væri frá sóknarprestinum herra H. Gutt- ormssyni á Skinnastöðum, og hann hefði borgað hann með 4 rd. Mað- ur sá, sem Sölvi stal hundinum frá, er Guðmundur nokkur Hallgríms- son frá Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð, sem þann tima var á Braut við Húsavík til að nema járnsmiði af járnsmið Guðna Sigurðssyni. Marg- ar lognar skammir bar Sölvi velvild- ar- og góðgerðamönnum sínum á brýn, þó yfir tæki, þegar hann lét sér það um munn fara, að hann skyldi drepa sýslumann E.‘ Briem, ef honum gæfist færi þar á. Það er ekki annað að merja af framferði Sölva en að hann sé hreint með öllu búinn að gleyma tukthúsi og leti- garði, sem hann fyrir skemstu mátti gista fyrir lygar, þjófnað og önnur þvílík strákapör. Það er því sam- eiginleg ósk allra þeirra, sem Sölva þekkja, að af umsjónarmönnum hans verði framvegis komið i veg fyrir flakk Sölva, sem ýms tilfærð óknytti eru samfara.” Framh. Kostaboð Sameining- arinnar Verð Sameiningarinnar er einn dollar um árið. En nú bjóðast eft- irfylgjandi kostaboð: Sameiningin, eitt ár, (borguð fyrirfram) og Minningarrit dr. Jóns Bjarnasonar ($1.00), hvort- tveggja $1.00. Sameiningin, tvö ár, (borguð fyrirfram) og Minningarrit í vönd- uðu léreftsbandi ($2.00), hvort- tveggja $2.00. Sameiningin, þrjú ár, (borguð fyrirfram), og Minningarritið í morocco með gyltu sniði ($3.00), hvorttveggja $3.00. Sendið áskriftargjald yðar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar stefnu Co-operative Commonwealth | F'ederaticn í Canada. Aðeins EINN dollar á ári sent póstfrítt Útgefendur The New World 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitoba The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Fulova Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SARGENT AVE., WPG. jakob F. Bjarnason TRANSFER Annam |?reiClesa nnr) &)t. »err flutningrum lýtur, amáum e5a stór- um. Hvergi sanngjam&ra verP Heltnill: 762 VICTOR STRKET Stmi: 24 500 Minniát BE.TEL * 1 erfðaskrám yðar ! SARGENT TAXI COR. AGNES and SARGENT íslenzk bílastöð. Flytur íslendinga hvert sem vera vill, jafnt á nótt sem degi, við sanngjarnasta verði sem hugsanlegt er.—Sími 34 555 Arni Dalman, Eigandi. Minningarritið er ein hin vand- aðasta bók að öllum frágangi, sem gefin hefir verið út meðal Vestur- íslendinga. Bæði gamlir og nýir kaupendur geta notið þessa kosta- boðs. Þurfi að senda ritið með pósti, greiðir áskrifandi 15C fyrir burðargjald. Sendið pantanir til Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winni- peg, eða snúið yður að umboðs- mönnum blaðsins. BUSINESS TRAINING BUILDS GONFIDENGE The business world today needs Confidence. Too many work- ers attempt to start and hald a position without Confidence in themselves, their employers, or the educational conditions which form the background for their practical lives. The carefully planned business courses offered at the DOMINION BUSINESS COLLEGE prepare you to meet business with Con- fidence. You know that you are ready to prove your worth and to hold responsible positions. Your training has been thorough, and has made your services doubly valuable by deve- loping your own talents along the right lines. Don’t waste time trying to “find yourself” in busincss. A consultation with the Dominion Registrar will help you to decide upon the course best suited to you. The D0MINI0N BUSINESS COLLEGE On the MALL, and at ELMWOOD, ST. JAMES and ST. JOHN’S Residence Classes Mail Instruction Day or Evening With Finishing

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.