Lögberg - 11.04.1935, Blaðsíða 1

Lögberg - 11.04.1935, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines Rtti íttfe ff&lSS* itctt ¦*&&*** K.SV cnt. WB««ToM* For Service and Satisíaction 48. ARGA.NGUR WINNIPEG, MAR, FIMTUDAGINN |I.APRÍL 1935 NÚMER 15 TilK. N.,6. apríl. 1935 Að yrkja í þínum anda Er eigi konu hent, Som ekkert áí'engt þolir, —Nei, ekki "two per-cent"! En frumleikinn og fyndnin ()g fimleiknin með grín, Á önnur dýpri upptök En öl og brennivín. I'ví alvörunnar ofmagn Er okkur stundum mein. —'Sem læknislyf er kætin, —Sem leiki foss við stein, Sem kalda-vermsl í kólgu, Er kvæða þinna blik. —Og áraf jöldinn ekkert, Xei, aðeins þankastryk! I'ig signir sól og máni, Þú sanna apríl barn! Þú geymdir vorsins gleði, Þó gengir svell og hjarn. Með vörmum vorsins blævi, Um vestræn blómstur-lönd, Er varpar vina-kveðjum Prá veðursælli strönd! Jakob'ma Johnson. Afmælisvísur til K. N. (6. apríll9Ö5) Eg veit að skáldin yrkja öll í dag á afmælinu þínu, vinur, K. N. I»ú ættir skilið álnarlangan brag, —svo yrkja bara heimsins mestu spámenn. Þú hefir mörgum gefið glaða stund. Er góu-veðrið hristi alla kofa, þá varstu lesinn, bæði af hal og hrund, svo hvem,—ef ekki hig, er skylt að lofa? Já, gleðskapurinn var þín vöggu-gjöf, —slíkt virðist ei til álna, nú á tímum.— En frægð þín hefir flogið lönd og höf með firðskeytum og loftbátum og símum. Svo það er ekki þörf að kveða brag til þín, er auki meira á virðing þína. En þennan merka, minnisverða dag eg meitla vil á Ijóða-skruddu mína. Síi ljöðabók er ekki "up-to-date" ef ekki er hægt að finna þar í stöku um þann, sem bezt af öllum okkur reit, og okkur stytti langa nætur-vöku. 1 þjóðfélögin kvaðstu kjark og þor, í kvenfélögin: meira þrek að vinna, í mannfélögin: manndóm, ljós og vor, í málfélögin: gætni orða sinna. Nú legg eg þetta litla kvæði mitt í lófa þinn,—en virtu mér til góða,— og óska um leið, að eflist ríki þitt í andans heimi, vorra beztu ljóða. Þú gleymir ei að stytta okkur stund er stormar lífsins geysa og ofsa-veður. —Svo lifðu lu?ill og hreas, við Braga-lund, unz hinsli geislinn ofstatindinn kveður. P. 8. Pálsson. Or borg og bygð Mr. S. S. Anderson frá Piney, kom til borgarinnar á föstuclaginn var snöggva ferð. Mr. Gunnar Thordarson frá Hnausa, Man., sem dvalið hefir í Rrandon í vetur, kom til borgarinn- ar á föstudaginn var á leið til heim- ilis síns við Hnausa. Mr. og Mrs. Dóri Erlendsson frá Arborg, voru í borginni seinni part fyrri viku. Mr. I!. J. Lifman, sveitaroddviti frá Arborg, var í borginni um miðja fyrri viku. í síðasta blaði misprentaðist nafn í dánarf regn einni; þar stóð Guð- rún í staðinn fyrir Guðríður Sveins- son. Mrs. Sína Benson frá San Fran- cisco, Cal., er fyrir skömmu komin til borgarinnar. Kom hún í þeim erindum að vitja sjúkrar systur sinnar, Mrs. Sólrúnar Goodman að 639 Lipton Street. Mrs. Benson hefir dvalið vestur á Strönd síðan 1906. Séra Egill Fáfnis frá Cilenboro, Mr. J. S. Fredrickson og Mr. John Johnson komu til borgarinnar í bíl á þriðjudaginn. Kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar er að undirbúa sumarfasmað. suuiardagskvöldið fyrsta þann 25. þ. m. Hefir kvenfélagið lengi hald- ið uppi þeim fagra sið að fagna sumri. Y'andað vcrður sérlega til þessarar skemtisamkomu og mun skemtiskráin verða auglýst í næsta blaði. Lestrarfélagið á Gimli efnir til sinnar árlegu skemtisamkomu í sam- komuhúsi bæjarins á föstudags- kvöldið þann 26. þ. m., og hefir mjög verið til alls undirbúnings vandað. Gimlibúar hafa lagt lofs- verða rækt við lestrarfélag sitt, og þarf ekki að efa að húsfyllir verði í þetta sinn sem á undanförum árs- samkomum félagsins. Heimilisiðnaðarfélagi^ heldur sinn næsta fund á miðvikudags- kveldið 17. apríl, að heimili Mrs. J. Markússon, 989 Dominion St. Mr. Árni Anderson frá Oak Point, Man., var staddur í borginni um helgina. K. N. JÚLÍUS Mr. Thor Ellison frá Gimli, er staddur i borgmni um þessar mund- ir. Mr. Thordur Thordarson kaup- maður á Gimli, dvaldi í borginni um síðastliðna helgi. Mr. Björn B. Johnson frá Gimli, er staddur í borginni þessa dagana. Mrs. Jackson frá Vancouver, dóttir þeirra Mr. og Mrs. August Polson að 118 Emily Street hér í borginni, er nýkomin í heimsókn til foreldra sinna. Mr. Árni Paulson frá Reykjavík, Mán., cr staddur í borginni um þctta leyti. CTr hópi íslendinga. sem búsettir eru i Manitoba og sátu afmælisfagn- ao Ká-inns á Mountain síðastliðið laugardagskvöld voru, Asmundur P. Jóhannsson, Mrs. B. S. Benson, bróðurdóttir skáldsins; Sveinn Thorvaklson, Walter Jóhannsson, Halldór Arnason, J. J. Samson Lúðvík Kristjánsson og frú, Einar P. Jónsson, Sigurlina Stratton, Ella Rain, Dr. Röngvaldur Pétursson og frú, Miss Margrét Pétursson, Gísli Jónsson, P. S. Pálsson, Ólafur Pét- ursson, Methúsalem Þórarinsson, séra Jakob Jónsson, Sof fanías Thor- kilsson. Dr. Magnús Halldórsson, Arni Eggertsson, Bergthor Emil Johnson, Dr. Sveinn E. Björnsson, Dr, Ólafur Björnsson, Bjarni Finns- ion, J. J. Ríldfell, Miss Mary Hall- dórsson, Bud Halldórsson og séra (iiutSmundur Árnason. 1 ^'wv^^Tr-rw^- Ur borg og bygð Matreiðslubókin, sem Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar gaf út, er nú fyrir löngu uppseld, og hefir fé- lagið því ákveðið að gefa út aðra matreiðslubók, stærri og fullkomn- ari en hina, með öllum síðustu og fullkomnustu aðferðum við mat- reiðslu. ---------- Tilkynning frá St. Skuld Skemtisamkomu þeirri, sem aug- lýst var í Lögbergi og Heimskringlu að færi fram þann 18. apríl næstkomandi, verður. frestað til óákveðins tíma, vegna ófyrirsjáan- legra orsaka. En venjulegur Skuld- ar-fundur verður haldinn það kvöld, 18. apríl, kl. 8 s.d. En skemtisamkoman og skemti- skráin auglýst síðar, og verður ó- keypis fyrir alla. Skemtiskráin fer fram bæði á íslenzku og ensku, þeg- ar |>ar aí5 kemur. Þetta er fólk beðið að athuga. Virðingarfylst, Skemtiskrárnefndin frá St. Skuld, I. O. G. T. Mr. J. B. Johnson frá Gimli, kom til borgarinnar á þriðjudaginn ásamt Rirni syni sínum. The Young People's Society of the First Lutheran Church will pre- sent an Easter Cantata in the First Lutheran Church 011 Easter Mon- day. Tíund til K. N. Júlíusar Fhttl að MowUain, N. D., á 75. afmœli hans 7. apríl 1935 M01111 Inópuðu — klukkurnar klingdu— Ilnnn K. X. er fæddur í dag! ()g þá komst í óttalegt uppþot Bveri einasta kvenfélag. ()g glerharðir Goodtemplarar, Sem gátu' ekki forðast það Að verða vaggandi fullir Af vísunum, sem hann kvað. En það voru kvenfélagskonur, Sem kusu mig saklausan,— Og fyrir þær á eg að yrkja Eitt ástarstef um hann. Þœr eru nú ásáttar með það, í einingu kærleikans, Að njóta hans andríkis allar —En óvíst um líkama hans.— Og syngja í hrifningu saman Ilans sálrænu kímnisljóð: I'að lifandi orð, sem þær unna < >g alt af verður í móð. Og hamingjuósk, sem er áfeng f afmæliabraginn eg vef; Erá bindindisleiðtogmm líka Svo leggi' um 'hann hressandi þef. Nú sérðu það K. N. minn kæri 11 vað köllun mín hérna er stór, Og eg ætla' í fulltingi frúnna Að fylgja þér beint inn í "kór." I>\ í það voru kvenfélagskonur, Sem krýndu og primsig-ndu mig, Og gáfu mér ákveðið umboð Til alls nema' að flangsa við þig. I'a'i' óska' að þú verðir í "önnum" Ao eiga við skrítinn "leir" Hver sjötíu og fimm ára sólhvörf Og sjölíu og fimm ár meir. Ed konurnar kyssa 'þig sjálfar (>g klappa þér örfandi' og hlýtt, E|g vona að þú verðir því kátur Svo veistu—að alt er nú frítt. Lúóvík Kristjánsson. A heiðursdegi K. N.s Sízt er kyn þó sálnaflug sa>ki að móti þessu: þjóðin öll af 'heilum hug heldur K. N.s-messu. Björt eg eygi Bvagalönd, blomguð þessum degi; suður teygi hlýja hönd hún þó sjáist eigi. Sig. Júl. Jóhannesson. Miss Carolina Gunnarsson frá Churchbridge, Sask., kom til borg- arinnar síðastlið^inn laugardag og fór heim aftur á mánudagskveldið. Athygli skal leidd aÖ Silver Tea, sem haldið verður í borðsal Hud- son's Bay búðarinnar á þriðjudaginn þann 16. þ. m., til arðs fyrir Knowles School fyrir drengi, frá kl. 3 til 6 e. h. Er þaS "The 100 Club" sem að þessu stendur. Mrs. H. J. Lindal hefir umsjón með þessu "Silver Tea" og verður hana að hitta við borð No. 4. Hér er um þarft fyrirtæki að ræða, sem vonast er eftir að menn fúslega styðji. Mrs. Jón Freysteinsson frá Churchbridge. Sask., kom til borg- arinnar um helgina. Miss Dorothy Joel frá Church- brídge kom til borgarinnar snöggva ferð um síðustu helgi. Síúlkur þær, er þátt tóku í samkepni þeirri í bogalist, sem fram fór í Eaton Annex á laugardaginn þann 30. marz síðastliðinn. BakrðS; frá vinstri til heagrl: Valborg Xielsen, Norah Han^y, Bertha Davlon, ('harlotto Motmler, Margaret Vopni, l'hyllis Lowp, Lllja Backman, OUve Mobshy, Májorie Culbwt, Ásta Peterson, Isabelle Solvason, Xorma Johnson, Annio Backman. - FramröC: Marcella Buckham, EUzabeth Duouard, Beatrice c.islason. Thehna Thorvardson, Ivy Whicker, Dorothea Melsted. Jón Bjarnason Academy — Gjafir \\. A. Davidson, 328 Óak, WSnnípeg ..............$50.00 llalldór Johnson, Winnipeg Realty Co., Winnipeg .... 25.00 Mr. og Mrs. R. W. Polson, Langruth, Man......... 2.00 Fyrir þessar ágætu gjafir og þeim meðfylgjandi góðvild og heillaóskir til skólans þakkar skólaráðið hér með alúðlega. 5". IV. Melsted, gjaldkeri. 673 Bannatyne Ave., Winnipeg. VISA TIL K. N. Yið komum að heilsa' upp á Káinn og kyrja með íslenzkum brag, þau söngljóð, er sönghæf ust kunnum við sjötíu og fimm ára lag. Bergthor Emil Johnson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.