Lögberg - 11.04.1935, Blaðsíða 5

Lögberg - 11.04.1935, Blaðsíða 5
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 11. APRIL, 1935 5 Af mynd þessari geta menn gert sér í hugarlund hvernig umhorfs sé á sandroks- svæöunum í grend viö Denver í Coloradoríkinu. Hefir jurtagróöur viða verið rifinn upp með rðtum, svo að til horfist um skepnufelli. Horfur Nú hnakkrífast blöðin um Bennett og King Og bændur og stórmenni skipast á þing AÖ uppræta mann'félags meinin. Þeir ræða hvort fáninn sé fullkomið tákn, Hvort fjárhirzlan leyfi eitt strandvarnar bákn, Hvort Buck skuli stungið i Steininn. Um nýmæli Roosevelts er ritaÖ og mælt, Menn rifast um Gerry, en Douglas er hælt, Því draumur hans dæmist svo fagur. Af mörgum til Hitlers er hornauga rent, En hálfvegis vonaö hann fái’ okkur kent AÖ auðræði öllum sé hagur. Á útsævi hrakið er stjórnskipið statt; Þess stýri er brotiÖ, en mastriÖ er flatt Og súÖin er klofin aÖ kili. Um vistir i búri er vafalaust nóg, En vondeyfÖ og sultur á fleytunni þó, Því víxla mun vanta í bili. En jafnvel þótt skútan sé skaÖrifin öll Og skjögri á djúpinu áttlaus og höll, Hann Bennett á bryggjunni stendur. ViÖ lekann hann býÖur að bundið sé net, En bannar að raufin sé minkuð um set Unz lagst er að lokum við strendur. “AÖ hirða um stýri j>á stormurinn blæs, Að stympast um megin við ofbeldi sæs, Er fásinna einber,” hann innir. “Ef skipverjar blindandi bera mér traust, Skal brotunum sint þegar lagst er í naust Og veðrum og lekanum linnir.” Á þilfari reiður, en rænulaus, King Um reksturinn tautar í einskonar hring, Og stöðugt á bryggjuna blínir. Hanri ætlar að netið sé aðeins til táls, Því útstreymi vatnsins það teppi til hálfs, Og skýrslur til sannana sýnir. En óbreyttir heiðingjar hugsa nú samt Að hreyknin of ofstopinn dugi þeim jafnt Sem loforðin brotnu að baki. Þeir heimta að lífsbátum létt sé á dröfn, Og lukkunni falið að komast í höfn Frá fúnu og sökkvandi flaki. Þeir vita að komist þeir klakklaust úr mar Er kunnáttulítið að tilbúa far, Sem kljúfa má kröppustu sjóa. En leiðtogi engiryi frá liðinni tíð Skal látinn þar dæma um mæling og smíÖ, Því yngri menn eigum við nóga. En vitrænar skoðanir varða við lög; Og víðsýnin kannast við hefndir og slög Og járnhæla herranna hörðu. Af jámönnum hyltum er heimtað það eitt Að hindra þau mörgu, er fá siðunum breytt, Og jafna hvern frömuð við jörðu. Þeir básúna það, sem er bitlaust og veilt, En bannfæra alt, sem er róttækt og heilt Og fleygt hefir tízkunnar trafi. —Sem deilt væri’ um nauðsynjar druknandi manns, Og dálítið bjástrað við andardrátt hans, En honum þó haldið í kafi! —P. B. Ungmennaþing í Winnipeg K. N. verið hinn ágæti forsöngvari. . Hér á landi hefir gamanið löngum : orðið grátt, örvar fyndninnar eitr- aðar. En í vísum Káins er glettnin alt af góðlátleg, aldrei kuldi í bros- inu, heldur hrein gleðin yfir að sýna hlutina í nýju ljósi gegnum gler- augu orðanna. í því er hann nálega óviðjafnanlegur. Hann kann að prjóna svo við algeng spakmæli, orð- tök, einstök orð, endingu eða jafn- vel einstakan bókstaf, að alt verði sem nýtt eða öfugt við það, sem öðrum hafði í hug komið. Hann getur leitt mann öruggan við hönd sér eftir ruddum þjóðvegi málsins, þangað til maður óafvitandi hlunk- ast fram af barði, svo hriktir í skrokknum—af hlátri, eins og t. d. þegar hann er að segja frá hjón- unum: Þau höfðu hvorki þurt né vott, þau höfðu bara hátt. Eða hann ríður alt í einu með ein- földu bragði svo flókinn orðahnút, að hárnæma hugsun þárf til að leysa, svo sem þegar hann flytur mjólkurmönnum þessa árnaðarósk: Bresti þá aldrei neitt af neinu, nema skort á mjólkurleysi! Og jafnvel þótt hann segi frá með hversdagslegum orðum í óbreyttri merkingu, þá er eins og eldur gásk- ans felist alt af undir. K. N. hefir i þessum efnum rutt nýjar brautir, sem óskandi væri að fleiri færu á eftir honum, enda má þegar sjá á- hrif hans í sumu, sem ort hefir verið bæði vestan hafs og austan.” Réttilega er hér bent á það, að K. N. hafi lagt drjúgan og frum-' legan skerf til íslenzkra bókmenta, rök færð að því, að hann hafi ekki talað út í bláinn, þegar hann kvað: En oft og tíðum yrki eg öðruvísi en hinir. Jafn réttilega leggur dr. Guðmund- ur áherslu á það, eins og fleiri, sem um skáldið hafa ritað, að hann kem- ur ekki til dyra í kvæðum sínum með kuldaglott á vörum, heldur skin honum góðlátleg glettni i augum; hjá honum er alt af grunt á samúð- inni, enda er undiraldan í vísum hans og kvæðum ósjaldan djúp alvara. í fljótu bragði má svo virðast sem kímni og samúð séu harla fjar- skyldar; en nýjustu vísindalegar skýringar á eðli hjátursins fara í gagnstæða átt. Vil eg í þvi sam- bandi vitna í eftirtektarverða rit- gerð Ragnars E. Kvarans “Um hlátur” í síðasta hefti “Eimreiðar- innar” fyrir árið sem leið; en þar lýsir hann merkilegum skoðunum dr. William McDougalls, kennara í sálarfræði við Harvardháskólann, um uppruna hláturs og áhrif, og farast meðal annars þannig orð: “Þær manneskjur eru hláturmild- astar, sem yfirleitt eru örastar til samúðar. Hlátur þeirra breytist skjótt í meðaumkun, ef mistökin eru alvarleg. Hlátur þeirra særir ekki, því að oss dylst ekki samúð þeirra, og vér hlæjum auðveldlega með þeim. Þær kenna oss að hlæja að sjálfum oss.” Hinn víðfrægi sálar- fræðingur dregur einnig athygli að því, að skáldin hafi í þessu efni orðið fundvísari á sannleikann held- ur en heimspekingarnir, því að Byron sagði fyrir löngu síðan “And if I laugh at any mortal thing, ’tis that I may not weep” (hlæi eg að einhverjum, þá er það til þess að verjast gráti). Jafn spaklega fórust Carlyle orð: “True humor springs not more from the head than the heart. It is not contempt; its essence is love” (Sönn kímni á eigi fremur rætur sínar að rekja til höfuðsins en hjartans. Hún er ekki fyrirlitning; kjarni hennar er ást). í Eg hefi orðið að fara fljótt yfir sögu, en bersýnilegt er, að kímni Káins er góðrar ættar, og með henni hefir hann verið okkur hinn þarf- asti i kveðskap sínum. Hún hefir komið okkur til að hlæja oft og hjartanlega, og þannig hrest okkur líkamlega og sálarlega, því að hlát- urinn hvílir menn bæði og fjörgar. í höndum Káins, eins og annara snjallra gamanskálda, hefir kímnin einnig orðið uppeldismeðal, kent okkur, að sjá hlutina og okkur sjálf í sannara ljósi. Að síðustu, vegna þess, hve góðgjörn kímni skáldsins er jafnaðarlega og nátengd samúð hans, hefir hún langt frá gert okkur að verri mönnum og konum. Slíkt er því skemti- og menningargildi kimnikveðskapar Káins, að ó- gleymídu bókmentalegu gildi hans, sem þegar hefir verið lýst. Ekki vil eg vinna mér óþökk skáldsins með þvi, að fara að skipa honum í englatölu; eins og við hin- ir, myndi hann kunna illa við sig í slíkum félagsskap; og mér er ekki grunlaust um, að likt og öðrum skáldbróður hans, kynni honum að þykja “englameyjar alt of saklaus- ar.” Engu að síður hygg eg, að Guttormur skáld Guttormsson, hafi ekki skotið f jarri markinu, er hann sagði um K. N.: Þar er merkur, mætur, heill maður á bak við kvæðin. Að svo mæltu færi eg góðvini min- um. gamanskáldinu slynga, hugheil- ar afmælisi og langlífisóskir i þess- um ljóðlínum: “Fæddur til að fækka tárum,” fáir þú sem lengst að syngja! Kímni þinnar ljóða-leiftur létta spor og hugann yngja. FYLKISÞINGI SLITIÐ Siðastliðinn laugardag var fylk- isþinginu í Manitoba slitið af hin- um nýskipaða fylkisstjóra, Hon. C. W. Tupper. Mun þetta hafa verið það friðsamasta þing, er hér hefir verið háð í háa herrans tíð. Mátti svo heita að Bracken-stjórnin sigldi skipi sínu með öllu ágjafalaust þing- ið á enda. A síðastliðnu kirkjuþingi var kos- in nefnd til þess að annast og að- stoða starf meðal unga fólksins í kirkjufélagi voru, svo að samein- ing mætti rikja, meðal hinna ýmsu félaga nú starfandi, og þroskandi hugsjónir kristins félagsskapar mættu eignast yngri sem eldri. Eitt kveld af hátíðarþinginu næsta júrií verður tileinkað íslenzkum æskulýð, en um tíma til sameiningar unglingafélögum kirkjufélagsins er þar ekki að ræða. Til þess að ráða bót á.þessu og ná takmarki okkar— að starfa saman að áhugamálum okkar, þá hefir nú unglingaf. Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg boðið að Standa fyrir þingi ungmenna í samráði við meirihluta milliþinga- nefndarinnar og hefir nú verið á- kveðið að þingið standi dagan 24.— 26. maí n.k. í Fyrstu lútersku kirkju i Winnipeg. Tilkyfíningar um þátttöku verða nú sendar öllum hlutaðeigendum og vonumst við eftir að heilhuga sam- starf frá öllum styðji okkur að koma þessu í framkvæmd. Hvert blað mun færa ykkur nán- ari fréttir þessu viðvíkjandi. En öllum spurningum þingi viðvíkjandi skal beint til Mr. Ásgeir Bardal, 894 Sherbrooke St., Winnipeg, for- seta ungmenna nefndarinnar. Áfram æskulýður, ótal takmörk biða! E. H. Fáfnis. ÞINGFBESTUN Eftir harðar og langar umræður, tókst sambandsstjórninni að fá þingi frestað til 20. maí næstkom- andi. Lagði stjórnin kapp mikið á þingfrestun til þess að forsætisráð- gjafa veittist kostur á að sitja há- tiðahöldin í I^ondon, er hefjast þann 6. maí í tilefni af fjórðungsaldar ríkisstjórnar afmæli konungs. SKÓLUM LOKAÐ Reykjavík 24. marz. Inflúenza hefir gengið hér i bæn- um undanfarna daga. Hefir fjöldi fólks fengið veikina og legið með háum hita og stundum allþungt haldið i 3—4 daga. Veikin er þó ekki álitin hættuleg. Seinustu dagana fyrir helgina var veikin orðin allmikið útbreidd með- al skólafólks og vantaði t. d. á föstu- daginn einn fimta hluta allra skóla- barnanna i Austurbæjarskólanum. Héraðslæknirinn snéri sér því í gær til heilbrigðisstjórnar og lagði til, að öllum skólum yrði lokað vegna þessa kvefsóttarfaraldurs. Féllst heilbrigðisstjórnin á þær til- lögur og hefir því verið ákveðið að öllum skólum i Reykjavík skuli lok- að fyrst um sinn, nema háskólanum. —N. dagbl. Jarðskjálftarnir hafa endurtekið sig enn á ný í Borgarfirði, á sama svæði og fyr, en ekki eins snarpir. Harðir hafa kippirnir orðið í Örn- ólfsdal i Þverárhlíð. Frá 2. til 18. marz hafa fallið úr tveir dagar, sem ekki hefir orðið þar hræringa vart, eftir því sem bóndinn þar, Guð- mann Geirsson, skýrir frá. Veðurblíða er dag eftir dag í Borgarfirði og jörð viðast alauð i lágsveitum, en snjóföl á hálsum. Storma þeirra, sem getið er þessa síðustu daga í sumum landshlutum, hefir ekki gætt þar. Á Akranesi er alment róið dag- lega. Afli var góður í fyrradag, en tregari í gær. Línuveiðarinn Hug- inn lagði á land í fyrra 240 skpd. Alls er hann búinn að afla um 400 skpd. Atvinnubótavinna. í gær var f jölgað um 50 mahns í atvinnubóta- vinnunni og vinna því 200 menn í henni næstu viku. Hefir orðið sam- komulag um það milli ríkisstjórnar- innar og bæjarins, að ríkið leggi fram þriðjung til atvinnubótavinn- unnar þangað til upphæðin er orð- in 450 þús.k r., en eftir það leggi ríkið fram 100 þús. kr. móti jöfnu framlagi frá bænum. N. dagbl. 22. marz. Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 10.—16. fe- brúar (í svigum tölur næstu viku á undan) : Hálsbólga 94 (75). Kvef- sótt 84 (77). Kveflungnabólga 2 (2). Barnaveiki 2 (o). Gigtsótt 1 (o). Iðrakvef 4 (14) Inflúensa o (1). Taksótt o (1). Skarlatssótt 5 (3). Munnangur o (4). Heima- koma o (3). Hlaupabóla o (1). Ristill o (2). Mannslát 5 (5). Vísir 4. marz. Manitoba Historical Society will hold a meeting in theatre “B” in tlie University of Manitoba on April lyth, at 8.30 p.m. Speaker is Dr. O. Bjornson. Topic: Iceland to Lake Winnipeg in the 70’s. JUAN PRINS ÁSAMT UNNUSTU SINNI Pr:'nsinn er yngsti sonur hins útlæga Spúnarkonungs, og hefir ný loki8 sj6li8sforing.1n prófi vi8 Dartmouth College, Prinsessan er af fornfrægu Bourbon höfSingjakyni, dóttir núverandi prins af Bourbon. N Dfí. T. GLEN 11AMILT0N LATINN Nýverið lézt á Almenna sjúkra- húsinu hér í borginni Dr. T. Glen Hamilton, stórmerkur maður fyrir margra hluta sakir, 61 árs að aldri. Dr. Hamilton var gáfumaður og fjölhæfur mjög. Auk þess, sem hann þótti árvakur og góður læknir, gaf hann sig mikið við stjórnmál- um, sem og rannsóknum á sviði sál- arfræðinnar. Hann átti sæti á fylkisþingi þau árin, sem Norris- stjórnin fór með völd. Plentqoflmuthinq '■'W tclat-fresh- amdibL, Big Oversize Pðckets MFAYDENSEEDS o-'i 3-4C PER PACKET PAV S« AN® McFAYDEN FRÆ KOSTAR LÍTIÐ EN FRAMLEIÐIR MIKIÐ Stærri en venjulegir pakkar af Mc- Fayden fræi—aBeins 3c—4c hver pví a8 borga 5c og lOc? Mestu hlunnindin viS McFayden fræ liggja ekki i lágu verSi, heldur hinu, a8 hver tegund um sig af reyndu fyrsta flokks útsæ8i, tryggir mesta og bezta uppskeru, og sendast beint heim til ySar en koma ekki frá umbpSssölu hylkjunum í búSunum. Fræ er lifandi vera. pvi fyr er þaS kemur þangaS, sem því skal sáS, þess betra fyrir þaS sjálft, og þann er sáir. KREFJIST DAGSETTRA PAKKA Hverjum manni ber réttur til að vita að fræ það, sem hann kaupir sé lífrænt og nýtt. Með nýtizku á- höMum kostar þaS ekkert meira, aS setja dagsetningu A pakkana, þegar frá þeim er gengiS. PVl Á EKKI DAGSETNINGIN AÐ STANDA? Hin nýja breyting á útsæðislög- unum krefst ekki dagsetningar á pökkunum, en viS höfum samt enga breytingu gert. KYNNIST ÚTSÆÐI YÐAR Hver pakki og hver únza af Mc- Fayden fræi, er dagsett með skýru letri. McFayden fræ er vísindalega rannsakaS og fult af lifi; alt prófað tvisvar. Fyrst rétt eftir kornslátt, og svo aftur í Dominion Seed Testing Laboratory. Væri McFayden Seeds sent I búðir í umboðssölu pökkum myndum vér eiga mikið óselt í lok hverrar árs- tíðar. Ef afganginum væri fleygt, yrði þar um slíkt tap að ræða. er hlyti að hafa I för með sér hækkað verð á útsæði. Ef vér gerðum það ekki, og sendum það út 1 pökkum aftur, værum við að selja gamalt fræ. pessvegna seljum vér aðeins beint til yðar, og notum ekki um- boðssöluhylkin; fræ vort er ávalt nýtt og með því aS kaupa það, eruð þér að tryggja árangur og spara. Tiu pakkar af fullri stærð, frá 5 til 10 centa virði, fást fyrir 25 cents, og þér fáið 25 centin til baka með fyrstu pöntun gegn “refund cou- pon,” sem hægt er að borga með næstu pöntun, hún sendist með þessu safni. Sendið peninga, þó má senda frímerki. Safn þetta er falleg gjöf; kostar lítið, en gefur mikla uppskeru. Pantið garðfræ yðar strax; þér þurfið þeirra með hvort sem er. McFayden hefir verið bezta félagið síðan 1910. NEW-TESTED SEED Every Packet Dated BEETS—Detroit Dark Red. The best all round Red Beet. Sufficient seed for 20 ft. of row. CARROTS—Half Long Chantenay. The best all round Carrot. Enough Seed for 40 to 50 ft. of row. CUCUMBER—Early Fortune. Pickles sweet or sour add zest to any meal. This packet will sow 10 to 12 hills. LETTUCE—Grand Rapids, Loose Leaf variety. Cool, crisp, green lettuce. This paeket will sow 20 to 25 ft. of row. ONION—Yellow Globe Danvers. A splendid winter keeper. ONION—White Portugal. A popular white onion for cooking or pickles. Packet will sow 15 or 20 ft. of drill. PARSNIP—Half Long Guernsey. Sufficient to sow 40 to 50 ft. of drill. RADISH—French Breakfast. Cool, crisp, quick-growlng variety. This packet will sow 25 to 30 ft. of drill. TURNIP—White Summer Table. Early, quick-growing. Packet will sow 25 to 30 ft. of drill. SWEDE TURNIP—Canadian Gem. Ounce sows 75 ft. of row. $200°.°CashPiizesS2000~° í hveiti áætlunar samkepni vorri, er viðskiftavinir vorir geta tekið þátt i. Upplýsingar í McFayden Seed List, sem sendur er með ofangreindu fræ- sa"ni. eða gegn pöntun. ÓKEYPIS.—Klippið úr þessa aug- lýsingu og fáið ókeypis stóran pakka af fögrum blómum. Mikill afslnttur til félaaa og er frá því skýrt i frœskránni. McFayden Seed Co., Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.