Lögberg - 25.04.1935, Side 1

Lögberg - 25.04.1935, Side 1
48. ARGANGUR WINNIPEG, MAN„ FIMTUDAGINN 25. APRÍL 1935 NÚMER 17 ATHYGLISVERÐ UMMÆLI Blaðið Victoria Times, liberal, sem gefið er út í borginni Victoria í British Columbia, kemst þannig að orði, eftir að hafa gerkynt sér til- lögur þeirrar konunglegu rannsókn- arnefndar, er að því vann að kynna sér verzlunarháttu i Canada: “Augljóst er það, svo ekki verð- ur um vilst, að tillögur meiri hluta nefndarinnar, margar hverjar, séu með öllu óframkvæmanlegar, og að þær hafi verið sniðnar til með hlið- sjón af því hve skamt er til kosn- inga. Sumar þeirra eru þess eðlis, að þær ríða í bága við stjórnskipu- legan rétt fylkjanna og krefjast þessvegna þar að lútandi löggjafar af hálfu fylkisþinga. Hinsvegar eru aðrar, er hrinda má í framkvæmd án íhlutunar frá hinum einstöku fylkj- um með sambandsþings löggjöf einni, en sem sá varnagli fylgir, að ganga megi frá fullgilding þeirra seinna. Ákvæði þau, er lúta að endur- bættri starfrækslu verzlunarhringa og annara stórfyrirtækja, yrði lík- legri til árangurs, ef gert væri jafn- framt ráð fyrir verulegri lækkun verndartolla. I>á sýnist það og var- hugavert, hve stjórninni er veitt vítt svigrúm til þess að hrinda hinum og þessum umbótaákvæðum nefndar- álitsins í framkvæmd með stjórnar- ráðs samþykt, í stað þess að þingið ráði þar eitt um.” LANDSKJALFTI OG IIÖRMUNGAR Símað er frá Taihoku, höfuð- borginni á eynni Formosa, þann 22. þ. m., að ógurlegur landskjólfti hafi geysað yfir norðvestur hluta þessa eylands síðastliðinn sunnudag, og or- sakað feykilegt manntjón. Áætlað er að um þrjár þúsundir manna hafi látið líf sitt á landskjálftasvæðinu, og hátt á tólfta þúsund sætt meiri og minni meiðslum. Drepsóttir hafa auk þess gosið upp, sem reynst hefir því nær ókleift að stemma stigu fyr. ir. Formosa-ey telst til Japan og liggur um 90 mílur undan ströndum Kína. Hefir stjórn Japana brugðist við og sent þangað öll hugsanleg flutningatæki með vistir, auk fjölda lækna og hjúkrunarkvenna. Þá er og símað frá Hong Kong, að brezk htrskip, sem þar liggja hafi boðið fram hjálp sína nær sem vera vilji. FJARVEITING SVO UM MUNAR Neðri málstofa þjóðþingsins í Washington, hefir afgreitt að heita má óbreytt frumvarp Roosevelts forseta um $2,783,200,000 fjárveit- ingu til samfélagslegra mannúðar- mála, svo sem ellistyrks, mæðra- styrks, atvinnuleysisstyrks og barna- verndar. Var frumvarpið samþykt með 372 atkvæðum gegn 33. Líkur munu til að fjárveiting þessi sæti snarpri andspyrnu í öldungadeild- inni, þó stjórnin njóti þar að visu nægilegs meirihluta til þess að tryggja henni framgang. ELDSVOÐII FISHER RRANCH Á aðfaranótt föstudagsins langa, kom eldur upp í samlagsbúðinni í Fisher Branch hér í fylkinu, er breiddist út til nærliggjandi verzl- unar og matsöluhúss, og orsakaði um sex þúsund dala tjón. Nokkrar manneskjur urðu fyrir meiðslum meðan á slökkvitilraunum stóð. IIERSKYLDA FRAMLENGD Franska stjórnin hefir framlengt herskyldutíma í sjóhernum um sex mánuði. Hinn venjulegi timi er tvö ár. Hefir meirihluti þings fallist á þessa ráðstöfun stjórnarinjiar. Mr. Thorvardur Thorvardson Þessa unga og efnilega mentamanns var stuttlega minst i síðasta blaði, en myndamót þá hvorki til taks né þess vis von. Thorvardur er sonur Mr. B. S. Thorvardssonar kaup- manns að Akra, N. Dak. Er hann framarla í hópi þeirra mentamanna islenzkra úr Dakotabygðunum, er gert hafa garðinn frægan. FRA RÚLGARIU Allstormasamt hefir verið á stjórnmálahafi Búlgaríu þjóðarinn- ar undanfarandi vikur. Hafa öld- urnar einkum risið út af því, hvort herinn yrði til þess kvaddur að mynda alræðisstjórn, eða þingræð- isreglum fylgt. Þykir liklegt að sterk Fascista samtök eigi sér stað innan vébanda hersins, er hrifsa vilji undir sig völd. Boris konung- ur hallast eindregið á sveif þing- ræðismanna og hefir falið Andrea Toscheff ráðuneytismyndun, Gegndi hann áður sendiherra embætti, en hefir lítt gefið sig við opinberum málum um hríð; fyllir hann flokk vinstri manna. Ekki er enn séð fyr- ir endann á því hvernig honum tekst til með þvi að við raman reip er að draga. REV. JOHN PRINGLE LATINN Á föstudaginn þann 19. yfirstand- andi mánaðar, lézt að Lowell í Mas- sachusett ríki, Rev. John Pringle, nafnkunnur canadiskur kennimað- ur, 83 ára að aldri. Fékk hann mik- ið orð á sig sem áhrifa-prédikari í Klondike á þeim árum, sem mest bar á gull-æðinu þar um slóðir (jg allir ætluðu sér að verða miljóna- mæringar á augnablikinu. Þótti Rev. Pringle gripa all ómjúklega á ýms- um þeim kýlum, er námalífinu voru samfara norður þar. NÝTT VARNARSAMBAND Fregnir frá París þann 20 þ. m., láta þess getið, að nokkrar líkur séu til að Frakkar og Rússar stofni til varnarsambands sín á milli áður en langt um líður. Fylgir það sögunni að Rússar hafi sótt mál þetta af kappi og boðið fram margvísleg hlunnindi sem undirstöðu fyrir varnarsáttmála milli þjóðanna. DREGUR SIG I HLÉ Fullyrt er að núverandi dóms- málaráðg j af i sambandsst j órnarinn. ar, Hon. Hugh Guthrie, verði ekki í kjöri við næstu kosningar, og sé staðráðinn í því að draga sig með öllu í hlé af sviði stjórnmálanna. Mr. Guthrie var fyrst kosinn á þing sem liberal árið 1900 og fylgdi þeim flokki fram á árið 1917, er hann gerðist ráðgjafi í bræðingsráðuneyti Sir Roberts Borden. ÞJóÐBANDALAGIÐ RREGÐUR HITLER UM SAMNINGSROF Á fundi Þjóðbandalagsins, sem haldinn var í Geneva síðastliðinn fimtudag, var samþykt yfirlýsing, er í sér fal bitra ásökun yfir því tiltæki Hitlers, að telja hina þýzku þjóð undanþegna þeim ákvæðum Versalasamninganna, er reglur settu um herafla hennar. Voru það Frakkar, Englendingar og Italir, er að framgangi yfirlýsingarinnar unnu. Er fregnin barst til Berlínar, urðu málsvarar Hitlers óðir og upp. vægir og töldu afstöðu þessara þrí- velda bera vott um óskynsamlegan hefndarhug, er Evrópit-friðnum hlyti að stafa hætta af. Á laugardaginn átti Hitler 46 ára afmæli, og voru í tilefni af því mikil hátiðarhöld víðsvegar um Þýzka- land. SENATOR BELAND LÁTINN Síðastliðinn mánudag lézt i borg- inni Kingston í Qntariofylki, Hon. 1 H. S. Beland, senator, og fyrrum 1 heilbrigðismálaráðgjafi í ráðuneyti Mackenzie King, tæpra sextíu og fimm ára að aldri. Hinn látni sena- tor lauk ungur prófi í læknisfræði, og naut mikils álits í fræðigrein sinni. Hann var staddur í Belgíu þegar styrjöldin mikla frá 1914 braust út, og gerðist sjálfboða lækn- ir við hermannaspítala hinnar belgísku þjóðar. Skömmu seinna var Dr. Beland tekinn til fanga, og samdi í tilefni af þvi bókina ‘‘My Three Years In a German Prison.” THOMAS JACKSON LÁTINN Síðastliðið sunnudagskvöld lézt að heimili sínu hér í borginni, af hjarta- bilun, Mr. Thomas Jackson, bygg- ingameistari, og eldiviðarkaupmað- ur, 72 ára að aldri. Var hann mörg um íslendingum að góðu kunnur. Árið 1925 stofnaði Mr. Jackson byggingafélag það, er Nelson River Construction Company nefnist og viðskifti hefir rekið víðsvegar um landið. Mr. Jackson lætur eftir sig ekkju ásamt þrernur börnum. Hefir John sonur hans nú með höndum forustu byggingafélags þess og eldi viðarverzlunar er gengur undir nafninu Thomas Jackson and Sons. RAKU UPP STÓR AUGU Ýmsir brezkir blaðamenn ráku upp stór undrunaraugu, og fyltu blöð sín með fyrirspurnum til stjórn arinnar á mánudaginn var, um það, hvernig á því stæði að hans hátign konungurinn hefði sent Adolf Hitler hamingjuóskaskeyti í tilefni af 46 ára afmæli hans. Vildu þeir fá fulla vitneskju um það, hvort slikt hefði gert verið fyrir atbeina stjórnar- innar, eða konungurinn hefði tekið 1 þetta upp hjá sjálfum sér. Síðar upplýstist það, að hér væri um kur- teisisvenju að ræða, er gilti um for. ustumenn stórþjóða hverníg svo sem til hagaði um pólitíska afstöðu. HEFIR t HÓTUNUM Senator Huey Long, þetta póli- tíska fyrirbrigði í Louisiana, hefir hótað að koma þvi til vegar að ríki þetta segi sig úr lögum við ríkja- sambandið ameriska, ef stjórnin í Washington láti það ekki afskifta- laust, hvernig rikisþingið hagi stefnu sinni í f jármálunum; það sé Wash. ington óviðkomandi með öllu, þó ríkisþingið afgreiði f járveitingar, er í för með sér hafi auknar skuldir sveitafélaganna í Louisiana. Frá Islandi Ritari íslenzka félagsins í Ham- borg, Björn Sveinsson, hefir tilkynt Háskóla Islands að rektor Háskól- ans í Hamborg ætli að stofna til stúdentaferðar hingað til lands í sumar og geri ráð fyrir að 30 þýzkir stúdentar verði i förinni og kemur liann sjálfur með þeim. Ætla þeir að dvelja hér 10—12 daga og ferð- ast um landið, eftir því sem við verður komið, til þess að kynna sér það. Gert er ráð fyrir að stúdent- arnir dvelji hér á einkaheimilum og að þeir verði skoðaðir fremur sem gistivinir í landinu heldur en ferða- menn. Jafnframt er gefið fyrirheit um það, að jafnmargir íslenzkir stúdentar skuli fá sams konar við- tökur í Þýzkalandi og jafnlanga dvöl þar ókeypis fyrir milligöngu Háskólans í Hamborg. — Mbl. 4. apríl. Nútíðin, kristilegt sjómannafélag opnaði sjómannastofu á Akureyri 1. júlí í sumar sem leið. Aðsókn hefir verið mjög mikil.—Komu þangað t. d. 6,099 gestir frá 1. júlí til 31 des- ember, 8 samkomur voru haldnar og sóttu þær 2,785 menn. Á sama tíma voru á sjómannastofunni skrifuð 414 bréf; gaf hún bréfsefnin og sá um útsendingu þeirra. Nú hefir félagið sett á fót handavinnukenslu og sækja hana 40—50 börn.—Mbl. 4. apríl. Reynt að grafa upp lík í Vest- mannaeyjum. Ub næst síðustu helgi tilkynti frú Anna Gunnlaugsdóttir, ekkja Hall- dórs heitins Gunnlaugssonar læknis í Vestmannaeyjum, til bæjarfóget- ans, að rótað hefði verið í gröf manns hennar. Fulltrúi bæjarfógeta og Stefán Árnason lögregluþjónn fóru þegar í kirkjugarðinn til að athuga vegsummerki. Sáu þeir þá að grafið hafði verið í öðrum enda leiðisins og lágu moldarhrúgur við leiðið. Er þeir gættu betur að sáu þeir spor í moldinni eftir stígvél og mátti sjá að þau höfðu verið slitin. Mældu þeir sporin vandlega og tóku ljósmyndir af þeim. Grunur féll nú á ungan mann, Árna Byron Sigurðsson. Var gerð húsleit á heimili hans, fundust þar moldug gúmmístígvél og kom stærð þeirra heim við mæling- ar þær, sem gerðar voru við gröf- ina i kirkjugarðinum. — Játaði Árni Byron að hafa þá um morg- uninn, kl. um 7, farið upp í kirkju- garð og hafi hann ætlað sér að grafa upp lík Halldórs heitins læknis og “vekja hann til lífsins.” Hafði hann tekið með sér reku og byrjað að grafa upp gröfina, en sú reka var ekki i lagi og fór hann þá aftur niður í bæinn og tók þá reku úr kjallara í húsi Ólafs Lárussonar læknis. Honum tókst þó ekki að grafa upp gröfina, því steinhella er steypt yfir kistuna og varð hann að hætta við svo búið að sinni. Þó kvaðst hann hafa ákveðið að fara aftur næstu nótt með sleggju til að brjóta helluna og ná líkinu. Sem ástæðu fyrir þessu einkenni- lega athæfi, segir hann vera að hann sé meðl. í trúarflokki sem nefni sig Hvítasunnusöfnuð, og sé trú þeirra að hægt sé að lífga menn frá dauð- um ef ekki sé liðin meir en 120 ár frá fæðingu þeirra. Eftir yfirheyrsluna var Árni Byron Sigurðsson úrskurðaður í gæsluvarðhald og siðan. var hann fluttur hingað til Reykjavíkur og settur á Nýja Klepp til athugunar. Mbl. 2. apríl. Anægjuleg samkoma Hátíðlegar voru páska-samkom- urnar í Fyrstu lútersku kirkju, en nýstárlegust sú, er haldin var á ann. an í páskum, að kvöldinu til. Fyrir þeiri samkomu gekst Ung- mennafélag safnaðarins. Var það söngleikur út af páskasögunni, Easter Cantata, eftir A. Monestel. Um sjötíu manns voru í söng- flokknum, alt ungt fólk nema sumir sólóistanna. Aðal-sólóistar voru þau frú Sigríður Olson (hlutverk Maríu) og George Douglas (hlut- verk Jesú). Voru þau hlutverk bæði vel af hendi leyst og var einkutn söngur frú Sigriðar dásamlegur. Aðrir Sólóistar voru frú Unnur Simmons, Thor Johnson og Roy Aikenhead. \ Hljóðfæraflokkur lék undir. Var ungfrú Eleanor Henrickson við slaghörpuna en Pálmi Pálmason og hans félagar við önnur hljóðfæri. Söngstjórn alla hafði frú B. Violet ísfeld. Hafði hún æft flokkinn af mikilli alúð og með svo góðum á- rangri, að undrun sætir. Er ekki ofsagt, að aðdáun vakti sá heilög hrifning, sem lýsti sér í kórsöngn- um. Var augljóst að frúnni hafði auðnast að vekja sálir unga fólksins til lofgerðar um dásemdir Drottins. En það mun hámark helgrar listar að—sálin syngi. Samkoman var afar f jölmenn, og leyndist ekki, hve mannfjöldinn gaf sig allan á vald söngsins. Látin var sú ósk í ljós á samkom- unni að svipaðir söngleikir yrðu hér eftir ætíð haldnir í Fyrstu lútersku kirkju á annan í páskum. , Mr. John Anderson sveitarráðs- maður frá St. Andrews, Man., er staddur í borginni um þessar mund- ir. Úr borg og bygð G. T. stúkan Skuld heldur al- menna skemtisamkomu fimtudaginn 20. rn'ai n. k. Skemtiskrá auglýst í næstu blöðum. Aðgangur ókeypis. —Nefndin. Jón Bjarnason Academy — Gjafir: Dr. P. H. T. Thorláksson, Winnipeg .................$50.00 Kvenfélag Fríkirkjusafnaðar, Cypress River, Man....... 5.00 Mrs. Lilja Alfred, Langruth 1.00 Mrs. H. Sigurdson, Árnes .. 5-°° Mr. Ófeigur Sigurdson, Red Deer, Alta............. 5.00 Mr. Hinrik Johnson, Ebor .. 2.00 Mr. S. Sigurjónsson, Brandon 1.00 Mr. John Hannesson, Svold 3.00 Mrs. Steinunn Stefánsson, Árborg, Man............... 5.00 Mr. S. Sölvason, Westbourne 3.00 Mr. B. Ingimundson, Langruth, Man............. 2.00 Mrs. Margrét Kjartanson, Amaranth, Man............. 2.00 Mrs. S. Severson, Grafton .. 5.00 Fyrir þessar gjafir vottar skóla- ráðið hér með vinsamlegt þakklæti. N. W. Melsted, gjaldkeri skólans. 673 Bannatyne Ave., Wpg. Látið ekki hjá líða að f jölmenna á sumarfagnað þann, sem kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar efnir til í Fyrstu lútersku kirkju á fimtudags- kveldið þann 25. þ. m. Blaðið Winnipeg Free Press get- ur þess i fréttadálkum sínum þann 20. þ. m., að Dr. Vilhjálmur Stefáns. son hafi í ræðu daginn áður í Pitts- burgh, staðhæft að írar hafi fund- ið Ameriku frá sex til sjö öldum áður en Columbus þar þar að landi. Mintist Dr. Stefánsson og í ræðu sinni á bókfell, ritað af írskum munki 820, þar sem lýst væri land- námi íra á íslandi um þær mundir, jafnframt því sem heimildir væri í skjalasafni páfa, er leiddu í ljós, að páfi hefði gert Grænland að bisk- upsdæmi árið 1126. Að því er frétt þessi hermir, lét Dr. Stefánsson svo ummælt að Columhus hefði fundið Vestur-Indlandseyjar manna fyrst- ur. Mr. Jón Halldórsson frá Lund- ar, kom til borgarinnar á mánudag- inn með Oscar son sinn til lækn- inga. Mr. Arinbjörn S. Bardal, útfarar. stjóri, átti 69 ára afmæli síðastlið- inn mánudag. Er hann fæddur í Svartárkoti í Bárðardal þann 22. apríl 1866. Mr. Bardal er langtum yngri og sprækari en alment gerist um menn á þeim aldri, og fullur af æskugáska. Lögberg óskar honum alls velfarnaðar í tilefni af afmæl- inu. Skáldkonan Laura Goodman Salverson, er stödd í borginni um þessar mundir í gistivináttu Mrs. H. J. Lindal, 912 Jessie Ave. Mrs. Jón Skúlason frá Geysir, Man., kom hingað til borgarinnar til þess að leita sjr lækninga síðastlið- inn mánudag. Bjart og rúmgott herbergi fæst til leigu nú þegar að 591 Sherburn St., milli Portage og St. Matthews. Upp- lýsingar á staðnum. Sími 35 909. Jón Bjarnason Ladies’ Guild will hold a dance on Friday Evening, April 2Óth, at 8.45, in the School, Home St.—Refreshments will be served. MALVERK AF pINGVÖLLUM Eftir listmftlarann víðkunna Emile Walters.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.