Lögberg - 25.04.1935, Blaðsíða 5

Lögberg - 25.04.1935, Blaðsíða 5
LÖGBEHG, FIMTUDAGINX 25. APRIL, 1935. 5 FJÁRMÁLARÁÐGJAFI I DJOPIJM HUGSUNUM A mynd þesaari sézt fjármálaráðgjafi Breta, Mr. Neville Cham- berlain, þar sem hann er að ganga frá sínu síðasta fjárlagafrumvarpi, áður en það var lagt fram í þinginu. Fjárlög þessi báru með sér þ6 nojtkurn tekjuafgang, ásamt ýmsum mikilvægum skattalækkunum. Ungmennaþingið í Winnipeg Aðeins fjórar vikur til stefnu. Nú er komið í hendur unglingafélaga og safnaða boðið um þingið og þátttök- una frá ýmsum bygðum kirkjufé- lagsins. Hlutaðeigendur vita því hvað er að gerast með þeim, sem eru að búa sig undir að hafa þingið. En hvað eruð þið að gera, sem út um dreifðar bygðir búið. Sendið okk- ur línu, svo við vitum að þið ætlið að koma. Góðar undirtektir og fljótar hvetja aðra til enn fullkomn- ara starfs, og veitir okkur meðvit- und um það að við séum að gera það sem þið hafið beðið eftir í nokk- ur ár. Eg set hér boðsbréfið eins og það er svo ef bréfið nær ekki til ykkar þá takið þetta boð gilt. E. H. Fáfnis. 894 Sherbrook St., Winnipeg, Man. . April 20th, 1935. To. Rev. E. H. Fafnis, Glenboro, Man. Dear Rev. Fafnis: The Young People’s Club of Win- nipeg are sponsoring a Young Peo- ple’s Convention to be held in Win- nipeg, Friday, Saturday and Sun- day, May 24th, 25th and 2Öth, 1935. Aim: To bring together as many young people as possible from the various churches belonging to the Icelandic Lutheran Synod of Ame- rica. Purpose: To forrn a Young Peo- ple’s Association of all young people in the Synod. Hope: To establish a closer kin- ship amongst the young people of Lutheran faith on this continent, and to encourage them towards a more active participation in the work of the church. We are inviting each Young Peo- ple’s Club to sencl a minimum of two delegates or one for every twenty-five members. Where no Young People’s Club has been form- ed, we would ask that they send two delegates. These delegates should be born within the twentieth century. Would you kindly arrange for these delegates, and send us their names, or have them get in touch with us. As a great deal of correspondence is involved in an undertaking of this kind, we wold appreciate an early reply. Yours very truly, Convention Committee First Luth. Church Young People’s Club. Art. Bardal, Chairman. Káinn Hátíðlega hugur minn Hneigja vill þér Káinn, Ýmsir meta orðstír þinn Ei þótt sértu dáinn. Spámannsefnin, oftast flæmd Út að “Berusandi,” Trauðla hreppa seim og sæmd Sjálf í eigin landi. Eftir lögum aldarsiðs Eins þótt mættir flýja, Þú hefir útfrægt, einn þíns liðs, Eyjafjörð hinn nýja. Engan skugga á þig bar —Ef menn löstum gleyma— Nema þann, sem núið var Á nef þér—þarna heima. Aurum þótt þú hafir hér Heldur fáum safnað, Veröld, ekkert á hjá þér, Alt er löngu jafnað. Ást og virðing áttu því Allra beggja megin. Bragadísin blíð á ný Bíður þín—með sveiginn. Einhvern veginn á eg grun: Af er skáldin stinga, Tóra lengst i minni mun Mark Twain íslendinga. —P. B. Frú Sigurlína Kjartansson, ekkja Sveinbjörns heitins Kjartanssonar frá Holti undan Eyjafjöllum, legg- ur af stað í dag i skemtiför til Is- lands. ' Mr. Ingimundur Erlendsson frá Steep Rock, Man., kom til bæjarins á mánudaginn og dvelst hér nokkra daga. Gildi sannleikans fyrir þjóðfélagið Eftir Gunnar Arnason frá Skútustöðum Framh. Fara hér á eftir nokkrar sann- anir. Allir kannast við Jesúíta. Þeir eru eins og fyr getur illræmdir um víða veröld fyrir að hafa fundið upp og fylgt fram þeirri rangnefndu siðreglu “að tilgangurinn helgi með- alið” á öllum sviðum, svo að vopn séu leyfileg og meira að segja æski- leg til sigurs góðum málstað. Raun- ar hefir þessi munkaregla orðið hvað voldugust og áhrifamest allra kaþólskra reglna, og gcngi hennar verið mjög glæsilegt á sumum tim- um. En hitt er enn sannara, að eng- inn félagsskapur hefir verið meira hataður og fyrirlitinn, vegna þess hve reynslan hefir gert augljósa skaðsemi þessarar lífsskoðunar hans, ekki sízt á sviði þjóðmálanna. Er skemst frá því að segja, að á liðnum öldum hafa Jesúítar verið gerðir landrækis úr einu landi af öðru, og er það ætlun vor að nú eigi þeir að lögum hvergi griðland undir sólunni, þ. e. a. s. þeir Jesúítar, sem verja þetta réttnefnda siðleysisboð- orð. Fyrir lýgina hafa þeir fyrir- gert landi og eignum, orðið land- lausir og úr sögunni. Á gullaldartímum Rómverja var sannleikurinn tignaður þar í landi. Sagan segir, að þegar Ágústus hélt sigurreið sína, eftir hrakfarir Mark- úsar Antoníusar og Cleopötru, hafi prestur einn egipskur verið meðal fanga þeirra, er líflát var ætlað. En er öldungaráðinu var frá þvi skýrt, að maður þessi hefði aldrei orðið ber að skreytni, og að víst væri tal- ið, að hann kynni ekki að segja ó- satt, gaf það honum ekki aðeins líf og frelsi, heldur fékk honum æðsta- prestsembætti, og lét gera líkneski honum til heiðurs. Aftur á móti er hermt að líkama hins rómverska borgara Pamphilíus- ar^ hafi verið varnað greftrunar, eignir hans gefðar upptækar, hús Hreinni en vatnið sem þú drekkur SKRÁSETTUR GLITRANDI IS er sá ÁRYGGILEGASTI og HREINASTI ís, sem hægt er að kaupa—vegna þess að hann er búinn til úr.Shoal Lake vatni, eftir að það hefir verið tvi-síað og hreinsað. Þessi “Better Grade” ís FÆST aðeins hjá Arctic — og kostar ekkert meira- “Því ekki að nota það bezta.” Símið 42 321 Sömu ágætismenn. Sama ágætis afgreiðsla. CRYSTAL ICE CO. LTD. Sambandsfélag THE ARCTIC ICE CO. LTD. ■' tb "3 :t ivi' v' ihI’! fi ■ df, löd r. ut [ hans rifið til grunna, og kona hans og börn rekin í útlegð, vegna þess að Pamphilíus hafði verið alkunnur að rakalausri lýgi. Síðar runnu aðrir tímar. Lýgi- naðran náði að spúa meira og meira eitri inn í þjóðlíkamann, spillingin varð svo mikil í opinberu lífi að heita mátti, að engum væri trúandi. Þá hrundi ríkið til grunna, og heimsveldið var úr sögunni. Á söguöldinni gerði Lyga-Mörð- ur sér svo mikla þjóðarskömm, að fram á þennan dag hefir enginn íslendingur viljað láta heita nafni hans. En löngu eftir hans dag hófst Sturlungaöldin. Þá voru guðs og manna lög að vettugi virt, tilgang- urinn talinn helga meðalið, og lýgin og svikin það sem einna oftast var gripið til. Ekki vantaði þá mikil- menni, hugsjónir né speki, heldur drengileg vopn og fórnfýsi. Hver var afleiðingin? Þjóðin týndi frelsi og eignum—varð svo að segja úr sögunni um langan aldur. Og síðan hefir dómur sögunnar síhækkað hróður drengskapar- mannsins mikla Hrafns Sveinbjarn- arsonar, sem með svikum var feld- ur af þeim manninum, sem hann hafði gert einna best til. En um leið hefir sami dómurinn minkað orðstir Gissurar Þorvaldssonar, sem aflaði sér jarslbótar með lygum í garð keppinauta sinna og svikum við land sitt. Frá tímum frönsku stjórnarbylt- ingarinnar er líka sögu að segja og hruni Rómaveldis. Þá voru flestir opinberir leiðtogar franskir flæktir i lygavefinn, og byltingin var fyrst og fremst hafin til að brenna burtu lygakýlin. Enn verður hið sama uppi á ten- ingnum í Rússlandi. Keisaradæmið þar í landi féll á sinni eigin lygi. Það er dómur sögunnar. Rétt er nú og að minna á sum hinna góðu dæma. Á öllum öldum hafa með þjóðunum verið uppi stjórnmálamenn, sem hafa fyrirlit- ið lygina,—hræðst hana og hatað eins og pestina. Menn sem aldrei hafa mátt vamm sitt vita. Menn sem hafa komið eins til dyranna í þinghöllinni og heima fyrir. Menn sem eigi hafa viljað leika tveim skjöldum né kunnað því að bera kápuna á báðum öxlum, en börðust ætíð af drenglyndi og trúmensku. Fóru heilir hildar til og komu heilir heildi frá. Þeir fylgdu reglunni, sem kvað vera spakmæli meðal Indí- ána: Skömm þeim, sem sigrar með svikum. Heill þeim, sem fellur með sæmd. Betra er missa skýran skjöld en að eiga hann flekkaðan. Þeir vissu að það er óhagganlegt og ævarandi lögmál lífsins, að á- vextirnir fara eftir útsæðinu. Upp ar lygunum hlýtur alt af að spretta illgresi, en af sannleikanum vex vel- gengni lands og lýðs. Þeir vissu líka, að sannleikurinn er oft beiskur í bili, oft illa liðinn og iðulega seinn að afla sér fylgis, en jafn víst er það, að hann verður ekki brendur, ekki vopnbitinn, ekki högginn, ekki krossfestur. Hann leysir sig úr hverjum læðingi og drepur sig úr öllum dróma. Hann kemur æ fegurri úr hverri eldraun. Hann er ósigrandi—og hann sigrar. Því hafa þessir menn valið það góða hlutskiftið, að ganga i þjón- ustu sannleikans þjóð sinni til ham- ingju. Bandaríkjamenn eru nú með réttu taldir einhver helzta öndvegisþjóð heimsins. Tveir forsetar hafa að almannarómi lagt traustustu horn- steinana undir velgengni þeirrar þjóðar. Annar þeirra var George Washington, fyrsti forsetinn. Er alkunn saga frá barnæsku bans, sem segir að hann hafi þá eigi kunnað að ljúga. Og alla æfina gekk hann undir merki sannleikans. Eftir hon- um er það haft, að heiðarleikinn sé ætíð besta pólitíkin. Hinn forset- inn sem hér skal nefndur, var Abra- ham Lincoln. Hafi nokkur maður verið hreinlyndur og drengur góð- ur, þá var það hann. Og svo aðeins kaus hann sigur, að hann væri með rétti unninn. Slíkur stjórnfnálamaður var og William Gladstone, hinn ágæti ’leið- togi Englendinga um langt skeið. Og mun því þjóð hans standa i þakkarskuld við hann alt til loka. Og þesskonar maður var Jón Sig- urðsson forseti. Það er ekkert að undra þótt hann væri einhver ágæt- asti vísindamaður, sem þjóð vor hefir átt, jafnhliða því, að hann var mesti stjórnmálamaður vor fyr og síðar. Hann vildi í öllu vera sann- leikans megin. Að öðrum kosti væri hann ekki þjóðhetja og hefði aldrei orðið “sómi íslands, sverð og skjöldur.” En sakir drenglyndis síns og trúmensku leysti hann þjóð- ina úr ánauð og ruddi henni braut til framfara á öllum sviðum. Nú teljum vér að sýnt hafi verið að lygin er æfinlega og alstaðar eins og möhir í fötum, eins og sótt- kveikja í heilbrigðum likama, eins og ryð í stáli. Lygarinn er vargur í véum. Hann er alstaðar sem Loki Laufeyjarson meðal Ása. Og lygarinn er æfinlega meinvætt- ur þjóðfélagsins, hættulegur óvin- ur ríkisins, hreinasti landráðamaður. Það liggur fyrir utan verksvið þessarar ritgerðar, að draga af þessu ýmsar ályktanir viðvíkjandi nútíðarlífinu. Enda getur hvert barnið gert það sjálft—og það veit að fyrst á að byrja við eigin dyr. En þetta viljum vér aðeins að endingu undirstryka: Sannleikskrafan er framar öllu kristileg — sannleiksástin kristileg skylda og Kristur konungur sann- leikans. Jóhannes kennir að við yfirheyrsl- una í höll landshöfðingjans hafi Pílatus sagt við Jesú: “Eftir því ert þú þá konungur.” Jesús svaraði: “Þú segir það, því að eg er konung- ur; til þess er eg fæddur og til þess kom eg í heiminn, að eg beri sann- leikanum vitni. Hver sem er sann- leikans 'megin, heyrir mína rödd. Pilatus segir þá við hann: “Hvað er sannleikur?” (Jóh. 18,37). Samtal þetta er ákaflega merki- legt og lærdómsríkt. Hér skal að- eins lauslega litið á það frá tveim hliðum. I fyrsta lagi standa þarna full- trúar tveggja andstæðra lifsskoð- ana hvor gagnvart öðrum. Annar heldur því fram að ekkert sér til verulegra en sannleikurinn, og að manninum beri fyrst og fremst að játa hann og fylgja honum. Hipn færir það fram gegn þessu, að sannleikurinn sé algerlega óþekt stærð og ómögulegt að finna hann. I fegurstri og glæsilegastri mynd hefir sú lífsskoðun verið sett fram í likingu Lessings, þar sem hann segir, að ef Guð almáttugur stæði með sannleikann í annari hendi, en sannleiksleitina í hinni, og hann ætti að velja á milli, myndi hann velja hina eilífu sannleiksleit, hinn sisára þorsta eftir sannleikanum. En viðvíkjandi þeirri fullyrðing, að 'sannleikurinn sé í rauninni ó- finnanlegur, og að vér getum aldrei komist lengra en leita hans, nægir hér að benda á, að það virðist eitt af lögmálum lífins, að engin vera þrái annað en það, sem rekur menn í leitina hlýtur að vera vonin um að finna. Hver sem væri algerlega viss um að sannleikurinn gæti ekki fundist, mundi ekki slíta skóm sin- um á að leita hans. Þá er hitt atriðið samtals þeirra Jesú og Pilatusar. Jesús gengur út frá að sannleikur- inn sé alkunnur, og segir það hlut- verk sitt, að bera honum vitni. En nú er það öldungis víst, að það sem hann segir hér um sjálfan sig, ætlast hann einnig til að eigi við um læri- sveiná sína. Þeir eru einnig fædd- ir og í heiminn komnir til að bera sannleikanum vitni. í riki hans, meðal hinnar nýju kynslóðar, er sannleikurinn skráður á skjöldinn.— Undir merki hans -er sótt fram. Þessi yfirlýsing Jesú, sem studd er af öllu öðru í lífi hans, hefir haft alveg ómetanleg og ólýsanleg áhrif. Þrátt fyrir alt og alt eru hinar kristnu þjóðir sannleiksþvrstastar og sannleikselskastar allra þjóða. Þarf ekki annað en eins og gert hef- if verið; að minna á framgang vís- indanriá til marks um það. Og Jóhannes hermir, að Jesú hafi mælt: “Eg er vegurinn og sann- leikurinn og lífið” (Jóh. 14,1). Vér erurn að læra að skilja að þetta er alt gagnkvæmt. Sannleik- urinn er vegurinn og lífið er sann- leikurinn. Og þó skortir mikið á að vér skilj- um það til fulls hvað þá lifum eftir því. Þess eru mýmörg dæmi, að menn hafa í mörgum tilfellum ótrú á sannleikanum. Og á meðan er eitri lyginnar blandað í lifsbikarinn. —Lögrétta. Ha2aG00DGARDEN McFAYDEN FRÆ KOSTAR LÍTIÐ EN FRAMLEIÐIR MIKIÐ Stærri en verijulegir pakkar af Mc- Fayden fræi—aCeins 3c—4c hver pvi a8 borga 5c og lOc? Mestu hlunnindin viS McFayden fræ liggja ekki 1 lfigu verSi, heldur hinu, aS hver tegund um sig af reyndu fyrsta flokks útsæSi, tryggir mesta og bezta uppskeru, og sendast beint heim til ySar en koma ekki frá umboSssölu hylkjunum I búSunum. Fræ er lifandi vera. pvi fyr er þaS kemur þangaS, sem þvl skal sáS, þess betra fyrir þaS sjálft, og þann er sáir. KREFJIST DAGSETTRA PAKKA Hverjum manni ber ráttur til aS vita aS fræ þaS, sem hann kaupir sé lífrænt og nýtt. MeS nýtlzku á- höldum kostar þaS ekkert meira, aS I setja dagsetningu á pakkana, þegar | frá þeim er gengiB. pví Á EKKI DAGSETNINGIN AD STANDA? Hin nýja breyting á útsæSislög- unum krefst • ekki dagsetningar á pökkunum, en viS höfum samt enga breytingu gert. KYNNIST ÚTSÆÐI YÐAR Hver pakkl og hver únza af Mc- Fayden fræi, er dagsett meS skýru letri. McFayden fræ er vlsindalega rannsakaS og fult af Ilfi; alt prófaS tvisvar. Fyrst rétt eftir kornslátt, og svo aftur I Dominion Seed Testing Laboratory. Væri McFayden Seeds sent I búSir I umhoSssölu pökkum myndum vér eiga mikiS 6selt I lok hverrar árs- tlSar. Ef afganginum væri fleygt, yrSi þar um sltkt tap aS ræSa, er hlyti aS hafa I för meS sér hækkaS verS á útsæSi. Ef vér gerSum þaB ekki, og sendum þaS út I pökkum aftur, værum vlS aS selja gamalt fræ. Pessvegna seljum vér aSeins beint til ySar, og notum ekki um- boSssöluhylkin: fræ vort er ávalt nýtt og meS þvl aS kaupa þaS, eruS þér aS tryggja árangur og spara. BlG_25cSeed Special -jr TIu pakkar af fullri stærS, frá 5 til 10 centa virSi, fást fyrir 25 cents, og þér fáiS 25 centin til baka meS fyrstu pöntun gegn “refund cou- pon," sem hægt er aS borga meífe næstu pöntun, hún sendist meS þessu safni. SendiS peninga, þ6 má senda frímerki. Safn þetta er falleg gjöf; kostar lttiS, en gefur mikla uppskeru. PantiS garSfræ ySar strax; þér þurfiS þeirra meS hvort sem er. McFayden hefir veriS bezta félagiS síSan 1910. NEW-TESTED SEED Every Packet Dated BEETS—Detroit Dark Red. The best all round Red Beet. Sufficient seed for 20 ft. of row. CARROTS—Half Long Chantenay. The best all round Carrot. Enough Seed for 40 to 50 ft. of row. CUCUMBER--Early Fortune. Pickles sweet or sour add zest to any meal. This packet will sow 10 to 12 hills. LETTUCE—Grand Rapids, Loose Leaf variety. Cool, crisp, green lettuce. This packet wlll sow 20 to 25 ft. of row. ONION—Yellow Globe Danvers. A splendid winter keeper. ONION—White Portugal. A popular white onion for cooking or pickles. Packet will sow 15 or 20 ft. of drill. PARSNIP—Half Long Guernsey. Sufficient to sow 40 to 50 ft. of drill. RADISH—French Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety. This packet will sow 25 to 30 ft. of drill. TURNIP—White Summer Table. Early, quick-growing. Packet will sow 25 to 30 ft. of drill. SWEDE TURNIP—Canadian Gem. Ounce sows 75 ft. of row. $2009PCash Pi izes^OOl0 I hveiti áætlunar samkepni vorri, er viSskiftavinir vorir geta tekiS þátt I. Upplýsingar I McFayden Seed List, sem sendur er meS ofangreindu fræ- safni, eSa gegn pöntun. ÓKEYPIS.-—KIippiS úr þessa aug- lýsingu og fáiS ökeypis st6ran pakka af fögrum bl6mum. Mikill afsldttur til félaga og er frd þvi skýrt i frœskrdnni. 1 McFayden Seed Co., Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.