Lögberg - 09.05.1935, Blaðsíða 1

Lögberg - 09.05.1935, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines R«S .¦ .„ m &m ited X&*g*&" **»«.« ^ For Service and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines 48. ARGANGUR WINNIPEG, MAN„ FIMTUDAGINN 9. MAÍ 1935 NUMER 19 AFSTAÐAN GAGNVART ÞÝZKALANDl Sið'astliðinn fimtudag bar víg- varnarráðstafanir þjóðverja mjög á góma í lávarðadeild brezka þings- ins. Kvað þar nokkuð við annan ttón, en í þeim ræðum, er Ramsay .MacDonald hafði þá nýverið flutt í þessu sambandi. Voru það einkum þeir Esher vísigreifi og Lothian lá- varður, er héldu uppi svörum fyrir |)ýzku stjórnina og afstöðu hennar. Fór hinn síðarnefndi hörðum orðum um Versalasamningana og taldi þangað mega rekja beint ráðstafanir þær til vigbúnaðar, er nú væru efst á haugi með Þjóðverjum. Taldi haun óhjákvæmilegt að samning- arnir i heild sinni yrði teknir til end- urskoðunar, og þá ekki sízt það á- kvæði þeirra, er svifti Þjóðverja ný- lendum sínum. ATJKIN ÚTGJÖLD TIL LOFTFLOTA Samkvæmt fregnum frá London þann 4. þ. m., er fullyrt að brezka stjórnin hafi ákveðið að láta smíða sex hundruð loftför til vígvarna, og er kostnaðurinn, sem slíkt hefir í för meS sér, metinn á eitt hundrað og sextiu miljónir dala. Til þessa kvað vera stofnað með það fyrir augum, að loftflota styrkur Breta komi að minsta kosti við jafns við þýzka loftflotann. SBGIR AÐ LIKINDUM AF SÉR Líklegt þykir að Hon. Howard Ferguson, umboðsmaður Canada i London, láti af embætti áður en langt um líður.' Fylgir það sögunni, að heilsubilun muni þess valdandi. (lctið er þess til að sendiherra Canada-stjórnar í Washington, I lon. W. D. Herridge, tengdabróðir Hennetts forsætisráðgjafa, muni taka vitS af Mr. Ferguson. STOFNANDI SKÁTA- HREYFINGARINNAR KEMUR TIL WINNIPEG Síðastliðinn fimtudag kom hing- að til borgarinnar, ásamt frú sinni, lávarður Baden-Powell, stofandi skátahreyfingarinnar brezku. Var þeim fagnað á járnbrautarstöðinni af Tupper fylkisstjóra, Bracken forsætisráðgjafa og öðru stórmenni. Ilafa hjón þessi öðlast heimsfrægð f yrir af skif ti sín af máli þessu ; hann sem stofnandi og núverandi yfirskáti, en frúin, sem forseti kvenskáta samtakanna. STÓRTJÓN A TYRKLANDI Þann I. þ. m., urðu tilfinnanleg spjöll hér og þar á Tyrklandi af völdum landskjálfta. Fimtán smá- þorp hrundu til grunna og yfir tvö- hundruð manns týndu lífi. auk þess sem hátt á sjötta hundrað manna sættu meiri og minni meiðslum að því er símfregnir herma. MYRKSÝNN A FRAMTÍÐINA Rt. Hon. Arthur Meighen, fyrrum forsætisráðgjafi, flutti í vikunni sem leið ræðu í borginni London í On- tario-fylki, er dró upp næsta dökkar myndir af viðhorfi hinna ýmsu þjóða til friðarmálanna. Af mörgu skuggalegu, kvað Mr. Meighen þó skuggalegast umhorfs í Norðurálf- unni og Austurlöndum; væri helzt ekki annað fyrirsjáanlegt en harm- sagan mikla frá 1914, hlyti að end- urtaka sig; þegar alt kæmi til alls, væri það ótrúlega litið, sem mann- kynið hefði lært í reynsluskóla styrjaldarinnar miklu. Ríkisátjórnar afmælið Úr borg og bygð Mr. Einar Einarsson frá La- kiviere, Man., kom til borgarinnar a miðvikudaginn á leið til Bowsman River, þar sem hann hygst að setj- ast að. Mrs. G. F. Gíslason fór suður til Brown", Man., síðastliðinn laugar- lag i kynnisför. Samferða henni varð Miss R. Ólafsson þaðan úr bygðinni. Hans htU'ujn Gcorg Bretakonungur og Mar'ia drotning. Ilio volduga, hrezka heimsveldi, hélt hátíðlegt fjórðungsaldar rikisstjórnar afmæli konungs síðastliðinn mánudag. Var hátið- arhaldið lífrænn vottur um ást þá og virðingu, er konungurinn og fjölskylda hans í hvarvetna nýtur. Stórfenglegir viðburðir hafa gerst í rikisstjórnartið Georgs konungs, svo sem heimsstyrjöldin mikla frá 1914. Keisurum hefir hrundið verið af stóli, veldi lvðast í sundur og öðrum nýjum skotið upp. En þrátt fyrir alt, hafa allar þessar byltingar stuðlað að treysting þeirra tengsla, er knýta saman þær þjóðir, er brezku veldisheildina mynda. í þessu hefir konungurinn verið lífið og sálin, konungurinn, mannúðarmaðurinn og mannvinurinn mikli. Á þessum merku tímamótum í lífi hans streyma til hans og hinnar konunglegu fjölskyldu, hollustu óskir frá miljónum þeim hinum mörgu, er fagna yfir því að lúta honum sem þjóðhöfðingja. Jón Bjarnason Academy — Gjafir: \ Chr. Ólafsson, Winnipeg. .. .$25.00 Kvenfél, Árdalssafnaðar, Árborg, Man. .......... 10.00 Mrs. Thos. Freeman, CaValier, N. D........... 1.00 Th. Eyford, Riverton. Man. 1.00 . Yðalmundur Guðmundsson, Gardar, N. Dak......... 1.00 Mrs. Elín Thirdrikson, Sandy I Eook, Man. (í minningu um ástkæra fósturdóttur, F.nu Ji'ihannsson, sem var fyrver- andi nemandi skólans, d. 19. apr. 1935) .............. 5.00 Thorsteínn Thorsteinsson, Beresford, Man. (pr. S. Sigurjónsson) .......... 1.00 í umboði skólaráðsins votta eg hér með vinsamlegt alúðarþakklæti fyrir þessar gjafir. S. IV. Melsted, gjaldkeri skólans. 673 Bannatyne Ave., Wpeg. 8PÁIR STÓRKOSTLEOUM SIGRI Mr. Hepburn, forsætisráðgjafi í ( mtario, tjáist ekki vera í miklum vafa um úrslit næstu sambands- kosninga. Komst hann nýverið þannig að orði: "Eg er ekki í miklum vafa um úr- slit sambandskosninganna; þær geta ekki farið nema á einn veg. Frjáls- lyndi flokkurinn, undir forustu Mr. Mackenzie King, vinnur þann stærsta kosningasigur, sem nokkuru sinni hefir unninn verið í þessu landi. Hin eina bjargarvon aftur- haldsmanna hlyti að liggja í því, að fá klofið frjálslynda flokkinn svo 11111 munaði. Slíku verður samt sem áður ekki að heilsa. Þegar kjós- endur hafa sett sér að koma stjórn fyrir kattarnef, þá gera þeir það eftirminnilega. Við höfum dæmin fyrir okkur um úrslit fylkiskosning- anna i júní 1934. Kjósendur láta ekki blekkja sig hvað ofan í annað." FRÁ JUGO-SLAVIU Almennar kosningar til þjóðþings- ins í Júgó-Slavíu fóru fram síðast- lioinn sunnudag. Lauk þeim með stórkostlegum sigri fyrir flokk þann. er Bogolyub Yevitch núver- andi forsætisráðgjafi styðst við; hlaut stjórnarflokkurinn 300 þing- sæti af 368 i neðri málstofunni. MEDALÍUM ÚTBÝTT Tíu þúsund menn og konur í \ Canada, hafa hlotið viðurkenningar medalíu í tilefni af aldarfjórðungs ríkisstjórnar afmæli Georgs Breta- konungs. UÖFÐINGLEG GJÖF Senator James Couzen frá Michi- gan, hefir nýverið bætt tveim milj- ónum dala við sjóð þann til styrktar umkomulausum börnum, er hann stofnaði árið 1929, með 10 miljón dala höfuðstól. Þó sjóður þessi sé einkum og sérilagi helgaður velferð harna í Michiganríkinu, þá má verja úr honuin, samkvæmt skipulags- skr.'i nokkrum fjárhæðum til barna- verndar hvar í heinu' sem er, þegar svo býður við að horfa. Senator Couzen er ættaður frá Chatham i Ontario, en fluttist ungur til Banda- ríkjanna. FR. EGIR STJÓRNMALA- MENN DÆMDIR TIL DAUÐA Síðastliðínn sunnudag, gerðust þau tíðindi í Aþenuborg, að tveir af frægustu stjórnmálamönnum hinnar grísku þjóðar, þeir Venizelos fyrrum forsætisráðgjafi og Nicholas Plastiras herforingi, voru dæmdir til dauða í herrétti, fyrir það að hafa átt upptök að síðustu tilraun til stjórnarbyltingar á Grikklandi. Báð- ir þessir menn höfðu flúið land og sagðir að dvelja i Afríku. Sak- sóknari hins opinbera lét svo um mælt, að Venizelos væri einn sá háskalegasti tækifærissinni, er uppi hefði verið með hinni grisku þjóð á seinni öldum; maður, er ávalt hefði verið vakinn og sofinn í þvi að skara eldi að köku sinni á al- þjóðarkostnað. Á næstkomandi sunnudag, kl. 3 síðdegis fer fram helgiathöfn ásamt sýningu, er táknar hina ýmsu þjóð- flokka hér með oss. Athöfn þessi verður haldin í Winnipeg Audito- rium, og er helguð mæðrunum og mæðradeginum. Gefst fólki þar kostur á að hlýða á margvíslegan hljóðfæraslátt og söng. Ræður flytja Rev. W). Gordon McLean og Mrs. W. J. Lindal. Mrs. B. S. Benson kemur fram á sjónarsviðið fvrir hönd íslendinga í íslenzkum skautbúningi. Karlakór íslendinga í Winnipeg heldur söngsamkomu í Hnausa Hall á þriðjudagskvöldið þann 21. þ. m., kl. 8.45. Þetta er í fyrsta sinn sem karlakórinn syngur á Hnausum, og má vafalaust búast við fjölmenni. Dans verður á eftir. Nánar í næsta blaði. VEITID ATHYGIJ- Xemendasamband Jóns Bjarna- sonar skóla heldur samkomu í Good- templarahúsinu á miðvikudagskveld- ið þann 15. þ. m., kl. 8.30. Verður þar meðal annars sýndur stuttur gamanleikur, er Mr. Moray Sinclair, sá, er nýverið hlaut 1. verðlaun i hinni dramatísku samkepni, er fram fór í Ottawa,\ekur þátt í. Margt fleira verður þar til skemtana, er enginn má án vera. I )ans á eftir. Aðgangur 35C. Fyllið húsið þetta kveld! First Lutheran Church MOTHER'S DAY, MAY 12TH Tn the morning at 11 o'cloek there will be a special servioe for Family Worship. Fathers and mothers, together with their ohildren, are asked to attend, each family oocupying a pew together. Same applies to ibrothers and BÍstera and close relatives. ThLs is to be a Family Day aiul a Family Worsliip. Fréttir frá Betel MORAY SINCLAIR I'ann 17. marz s. 1. hafði Betel sérstaklega góða heimsókn. Heim- sækjandinn var Miss-Rósa Her- mannsson, söngkonan góðfræga. Söng hún fyrst nokkura valda ein- söngva, en lét síðan alt gamla fólkið syngja með sér, en var sjálf sem forsöngvari, Þótti þetta alt hin hezta skemtun. Mun heimsókn Miss Hermannson lengi í minnum höfð sökum ánægju þeirrar, er hún vakti með hinum listfenga og ágæta söng sínum.— Önnur heimsókn var að Betel þ. 18. apríl s. 1., á skírdag. Þann dag, árhvert, koma konurnar úr Minerva- bygð, suðvestur af Gimli. Hvorki hríðarveður né rigning hefir enn hamlað för þeirra. Þetta var þeirra fimtánda heimsókn. Veizlukost höfðu þær með sér, að venju, og var veitt með þeim mynd- arbrag, er islenzkar konur kunna svo vel. Sunginn var sálmurinn "Ó þá náð að eiga Jesúm," og að því búnu flutti Guðmundur Fjeklsted, fyrr- um þingmaður, fallega tölu fyrir hönd kvenfélagsins. Mrs. C. O. L. Chiswell, er konur höfðu hoðið á mótið, skemti með upplestri.— Fyrir heimsóknina þakkaði Mar- grét Vigfússon. Mun forstöðukon- an hafa gefið henni það hlutverk. fórst hcnni það vel í alla staði. \ ar síðan skemt með glymjandi söng, er allir tóku þátt í. Sungnir valdir íslenzkir söngvar, eins og venjulega er gert við slíkar heim- sóknir. Lárus Arnason orti kvæði. Hafði honum komið það til hugar í seinna lagi, svo ekki var til nema fyrsta er- indið þá er konurnar komu. En hrátt kom skáldandinn yfir Lárus aftur og lauk hann þá við kvæðið. Það er á þessa leið: "1 fimtánda sinni þið sækið oss heim, með samhug og kærleik og trygðir. Ósk vor og bæn er að Guð ykkur geym', og Guðs blessan krýn' ykkar bygðir. Vorið er komið með sumar og sól, Og suðrænu vindana hlýju; alt f er að grænka um grundir og hól, —já, Guðs blessan streymir að nýju. Þökk fyrir gleðina, gestir, í dag, þeir gleymast ei samfundir slikir. Gott er að heyra þann gleðinnar brag, er góðmenska' í hásæti ríkir." Xokkur hópur af vistfólki fékk frýjan aðgang að leiknum "Maður Og kona," er hann var leikinn hér fyrir skemstu, og höfðu hina beztu skemtun. Sömuleiðis var hópur af vistfólki gestir lestrarfélagsins hér i bænum, er það hafði nýlega sam- komu. Af nafnkendum mönnum lengra að. er heimsótt hafa Betel nýlega, má nefna séra Jakob Jónsson, er heilsaði upp á heimilisfólk um leið og hann kom að flytja erindi á sam- komu lestrarfélagsins. Hefir gamla fólkií æfinlega ánægju af slíkum heldri nianna heimsóknum. AhiK'iin vellíðan er nú á heimil- inu, ao því er frekast niá vænta. þar sem hrumir og gamlir eru saman- komnir.— (Fréttaritari Lögb.). tSLENDINGAR SÆMDIR AF KONUNGl [ tilefni af fjórðungsaldar rikis- stjórnarafmæli hans hátignar Georgs Bretakonungs, hafa eftirgreindir ís- lendingar verið sæmdir heiðurs- medalíu: Dr. B, J. Brandson, prófessor; Mr. Einar S. Jónasson, þingmaður Gimli kjördæmis; Mr. Skúli Sig- fússon, þingmaður St. George kjör- dæmis; Miss Inga Johnson, for- Stöðukona elliheimilisins Betel; Miss Salome I falldórsson, yfirkennari við Jón Bjarnason Academy. UNGMENNAÞINGIÐ Gngmennaþing eru algeng í öll- 11 m kirkjufélögum nema okkar. Með þinginu 24. maí erum við því, eftir nokkurra ára svefnmók, að stiga framfaraspor. Það mun ekki ósatt að ungmenni okkar ýmsu safnaða þekkist alls ekki, og haldi slíkt á- fram mun árangurinn verða sá að söfnuðir okkar leysast upp, af þvi að þeir yngri hafa ekki lært að starfa saman og skilja hverjir aðra, og því, er þeir fylla skörð þeirra, er vegna aldurs hníga og láta fé- lagsstörf á yngri herðar, þá sjá þeir alls ekki hversvegna íslenzkir söfn- uðir séu að hafa sérstakt félagsstarf, en sameinast ekki canadiskum kirkj- um. Látum okkur mætast í Winnipeg 24. mai og mynda fóstbræðralag. E. H. Fáfnis. Ur borg og bygð_ llr. Jónas Kristjánsson héraðs- læknir á Sauðárkróki, er fyrir skömmu kominn til New York, til þess að kynna sér lækningar, sem gerðar eru með breytilegum fæðu- tegundum, eða mataræðisreglum. Var hann staddur i borginni East Aurora þann 2. þ. m., við stofnun þá, er Sun Diet Sanatorium nefn- ist. Frétt þessa fékk Lögberg frá hera Gretti L. Jóhannssyni. er lof- aði ritstjóra blaðsins að lesa bréf frá lækninum. Jónas Kristjánsson er einn af hinum mestu ágætis- mönnum í íslenzkri læknastétt og þyrstur eftir auknum fróðleik, þó farinn sé hann að komast á efri ár. Ilann er bróðir Guðmundar Christie leikhússtjóra hér i borg- Mr. og Mrs. Kári Bardal frá Toronto. komu hingað billeiðis í vikunni sem leið í heimsókn til ætt- ingja og vina. Mr. B. J. Lifman, sveitaroddviti í Bifröst, var staddur í borginni seinni part fyrri viku. Mr. Davíð Guðmundsson frá Ar- borg, kom til borgarinnar um miðja vikuna sem leið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.