Lögberg - 09.05.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.05.1935, Blaðsíða 4
4 LÖGBEiRG, FIMTUDAGINN 9. MAI, i935. Högtíerg Ocflé ðt hvom fimtudag af T B B COL.UMB1A PREBS LIMITED <95 Sargent Avenue Wlnnipeg, Manitoba. Utanftskrift ritatjðrans: HJDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE WINNIPEG, MAN. T*rð ft.90 *<n árlO—Borgitt fvrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Colum- bia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Lœtur ekki alt fyrir brjóáti brenna Um þær mundir, sem alt var aÖ komast í uppnám í Ottawa fyrir síðastliðin áramót, og Mr. Stevens, sællar minningar, hröklaðist úr ráðuneyti Mr. Bennetts, kom fram á sjón- arsviðið nýr spámaður, hvort sem hann nú nokkru sinni kemst í tölu hinna stærri spá- manna, eða ekki; heitir sá Hanson og er sprottinn upp úr jarðvegi Brjánsvíkur hinn- ar nýju; kappa þennan dubbaði Mr. Bennett nokkuð upp og gerði hann að verzlunarmála- ráðgjafa. Mr. Hanson hefir verið á ferð og flugi um þvert og endilangt Vesturlandið undan- farandi og flutti ræður; erindi hans hingað vestur verður ekki iskilið nema á einn veg; kosningar eru í aðsigi, og þess vegna mátti vitaskuld ekki draga það á langinn að senda út af örkinni þann nýliðann, er líklegastur þótti, að minsta kosti stöðunnar vegna, til þess að vekja á sér athygli. Það hefir fallið í hlut Mr. Hansons, að revna að telja kjark í gjaldþrota sveitahéröð víðsvegar um Vesturlandið og fá fólkið til þess að gleypa við hinum ellefu Bennetts- boðorðum um gull og græna skóga; leiða það í allan sannleika um það, að svo hafi Mr. Ben- nett hrundið í framkvæmd róttækum breyt- ingum á hinu kapitalistiska fyrirkomulagi, að þar standi í raun ekki eftir steinn yfir steini; að alt sé orðið nýtt og að fram undan blasi við velsældartímabil, fullkomnara en alt ann- að, er nokkru sinni hafi áður opinberast hinni canadisku þjóð; þó sé það nú samt sem áður engan veginn víst, að þetta fáist nema með því, að afturhaldsflokknum, með Mr. Ben- nett í fararbroddi, verði trygð endurkosning. Þeir, sem ekki sjá augliti til auglitis við Mr. Hanson, eru í töluverðum vafa um að kjósendur verið jafn auðsnaraðir og reyndin varð á í kosningunum 1930, er Mr. Bennett hét því sem hátíðlegast, og lagði drengskap sinn við, að binda skjótan enda á atvinnu- leysið í landinu. Og nú sýnist Mr. Hanson, sér til mikillar óánægju og undrunar, hafa komið auga á það, að íbúar Sléttufylkjanna séu famir að svipast um í aðra átt til forustu, en þeirra, sem með völdin hafa farið í Ottawa síðustu fimm árin eða því sem næst. 1 ræðu, sem Mr. Hanson flutti í Regina á þessum eftirminnilega leiðangri sínum um Vesturlandið, vék hann nokkuð að hinu póli- tíska viðhorfi í Albertafylki, og ‘þá einkum og sérílagi hinum svonefndu Social Credit samtökum; kvað liann kjósendur myndi ó- þægilega naga sig í handarbökin síðar meir, ef svo slysalega vildi til að þessi nýi flokkur kæmist til valda í næstu fylkiskosningum. Staðhæfing sem þessi virðist koma úr hinni hörðustu átt. Því þó máltækið gamla segi að lengi geti vont versnað. þá hefir þó úrræða- leysið í Ottawa í tíð núverandi stjórnar kom- ist á það stig, að lengra verður tæpast náð; kornhlöður allar stoppaðar upp undir ris, um leið og tujgir þúsunda horfast í augu við skort. Mr. Hanson varaði íbúa Saskatchewan- fylkis við þeirri hættu, sem yfir Alberta-fylki vofði; átti hann þar við Social Credit sam- tökin. “Eg þekki vel Mr. Douglas; honum var greidd álitleg fúlga til þess að reyna að koma okkur í skilning um eitthvað, sem ekki var unt að skilja.” Þetta eru ummæli, sem Canadian Press ber Mr. Hanson fyrir. Mr. Hanson er formaður 'þeirrar þingnefndar, er um verzlunar- og bankamál fjallar; það var hann, sem sendi eftir Major C. H. Douglas, frumkvöðli þessarar svokölluðu Social Credit hreyfingar, til skrafs og ráðagerða í Ottawa með þeim skilningi, að sjálfsögðu, að honum yrði greidd venjuleg ómakslaun. Mr. Doug- las fékk $500 fvrir ómakið. Upphæð þessi óx Mr. Hanson svo átakanlega í augum, að hann gerði hana að sérstöku umtalsefni á ferðalög. unum vestanlands. Ekkert mintist hann á fjárhíúðirnar, sem stjórnin greiðir lögmönn- um fyrir það að hnakkrífast, að minsta kosti í sumum tilfellum, um keisarans skegg.— Það er ekki til nokkurs skapaðs hlutar að berja höfðinu við steininn og staðhæfa á mannfundum að ástandið í landi hér sé jafnt og þétt að brevtast til hins betra. Það er enn á allra vitorði, að frek miljón manns gengur auðum höndum í Canada, þrátt fyrir loforða- syrpuna 1930; og því miður munu litlar líkur til að fram úr þessu ráðist meðan menn með ekki skarpari skilning en Mr. Hanson sýnist hafa til bimnns að bera, sitja við stýrið. Sýni- legur árangur af fimm ára úrræðaleysi nú- verandi sambandsstjórnar birtist víðsvegar um landið í ýmsum myndum, og það ekki sem allra ákjósanlegustum, svo sem uppþoti í British Columbia og gjaldþrotinu í Montreal borg. Þetta verður ekki til betri vegar fært fyr en við völdum taka skilningsgleggri'menn en Mr. Hanson og 'þeir aðrir, er nú mynda um hann brjóstfylkingu sem nýjan spámann í herbúðum afturhaldsins. Af anda þeim, sem fram kom í ræðu Mr. Hansons er það auðsjáanlegt að hann er mað- ur, sem ekki lætur sér alt fyrir brjósti brenna. Að minsta kosti útheimtir það töluverðan kjark að ferðast borg úr borg, eins og hann hefir gert undanfarnar vikur, að halda því að kjósendum að nú sé í rauninni alt komið á réttan kjöl. Fjörefni fœðunnar Ræða flutt í Winnipeg á Frónsfundi 29. apríl 1935, af Dr. Jóni Stefánssyni. Hugurinn hefir verið svo rígbundinn nú í nokkur ár við kreppuna miklu, og alt það öfugstreymi og alla þá örðugleika, sem hún hefir haft í för með sér að manni verður á að gleyma og jafnvel ganga fram hjá athugunar- laust, öllu því góða og mikilsverða, sem gerist á starfssviði mannanna. Svo ofan á kreppuna bætist kvíði og von- leysi út af friðarástandinu í heiminum. Stór- þjóðirnar hertýjast hver í kapp við aðra. Tortryggni, öfund og eldheitt hatur þjóða á milli, logar nú hvað ákafast, og engin skyn- semi eða mannúðarhugsjón kemst þar nánd- arnærri. Þeir herrar Hitler, Stalin og Musso- lini hrópa: Meiri vopn- magnaðri mann- drápsvélar! Allir skulu vopnast, ungir sem aldraðir. Meiri og enn meiri vígbúnaður á sjó og landi, og í lofti. En eg ætlaði mér ekki að ræða við yður í kvöld um djöflapólitík. Mig langar frekar til að beina athygli yðar að einni hlið á starfi þeirra manna, sem í kyr- þey, en með alúð og áhuga eru aið reyna að ráða igátur náttúrunnar, í þeirri von, að geta létt öðrum lífið og gert það öruggara, ánægju- ríkara og fullkomnara. Eins og þér vitið, hafa sumir glæsileg- ustu sigrar mannsandans verið unnir á sviði læknisfræðinnar. Má þar til nefna Jenner, sem varð heimsfrægur fyrir að uppgötva varnarmeðalið gegn bólunni. Hvað stórkost- lega þýðingu sú mikla uppgötvun hafði' fyrir mannkynið fá engin orð lýst. Á Íslandi einu, svo fáment sem það var þá, er sagt að “stóra bólan af'tók ein átján þúsund manna. ” Má af þessu lítillega gera sér hugmynd um líðan og ástand fólksins í Evrópu, þegar bólan geys- aði þar í almætti sínu og óhindruð, um <»11 Norðurlönd. Annað sláandi dæmi, sem eg vil leyfa mér að tilnefna, var uppgötvun Behrings á varnarmeðalinu við barnaveikinni. Það var annar glæsilegur sigur á sviði læknisfræðinn- ar. Fáar mæður nú á dögum hafa minstu hugmynd urn hvað systur þeirra urðu að líða fyr á öldum, vegna barnaveikinnar. Mörg fögur blómin féllu þá til jarðar, oft svo að segja á svipstundu, fyrir ljá dauðans. Marg- ir foreldrar voru því óttaslegnir, þegar sú frétt barst að barnaveikin hefði stungið sér niður í nágrenninu. Læknarnir gátu lítið sem ekkert að gert og foreldrar stóðu uppi ráð- þrota með allan barnahópinn sinn. Kom það þá all-oft fyrir, að þa.u urðu að gefa moldinni öll bömin sín svo að segja í einu, og stundum fór móðirin með. Þá miklu sálarangist og hjartakvöl, sem slíkur missir veldur, fær 'engin mannleg vera |skilið, nema sú, sem reynir. Einhver hefir sagt, að ef alt það tára- flóð, sem barnaveikin ein hefir steypt af hvörmum sárþjáðra foreldra, væri komið á einn stað, yrði úr því svo stórt stöðuvatn, að fleytt gæti stærsta hafskipi. Þessar tvær áminstu drepsóttir eru nú að mestu sigraðar í öllum menningarlönd- um heimsins. Kemur það tiltölulega sjald- an fyrir nú, að bólan eða bamaveikin verði nokkrum að fjörlesti. Ef svo fer, er það vanalega fyrir trassaskap, þekkingarleysi eða þá heimskulega hjátrú þeirra, sem hlut eiga að máli. Svo örugg varnarmeðul gegn þess- um skæðu sjúkdómum, standa öllum til boða nú, að það ætti helst ekki að vilja til að nokk- ur dæi af völdum bólunnar eða barnaveik- innar. Margar fleiri drepsóttir mætti telja til, sem læknisfræðin hefir unnið bug á, en þess- ar tvær læt eg mér nægja hér, sem dæmi upp á það hvernig læknisfræðin hefir gengið hvað eftir annað sigrandi af hólmi, úr baráttunni við skæðustu drepsóttir í sögu mannkvnsins. Rannsóknirnar á ýmsum sviðum læknisfræð- innar halda stöðugt áfram af meira kappi nú en nokkru sinni fyr í sögunni. Og alt af kemur nýtt og nýtt í ljós. Heilir skarar af mönnum verja öll- um stundum sinum æfina út til rann- sóknar á ýmsum viðfangsefnum er krefjast úrlausnar. Eitt af því, sem hefir verið og er enn geysimikið rannsakað, er efni og notagildi mannlegrar fæðu. “Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði,” stendur þar. Og mönnum hefir verið það ljóst um langt skeið, að mjög einskorðuð fæða væri ó- holl til lengdar. Læknar og aðrir tóku eftir þvi fyrir löngu síðan að vissir sjúkdómar breyttust og jafn- vel bötnuðu algerlega, þegar breytt var um matarhæfi, án þess að nokk- ur önnur meðul væri notuð. Einn þeirra sjúkdóma er skyrbjúgur. Hann byrjar með máttleysi og megr- un, bólgu í tannholdinu svo að. blæð- ir úr. Marbláar skellur koma á skinnið og svo detta rotsár á lík- amann. Sjúklingnum smá-versnar þar til hann deyr, ef hann ekki fær rétta fæðu. En ef hann er ekki of aðframkominn, batnar honum mjög fljótlega, ef honum er gefið græn- kál og tómatar eða sítrónur til að nærast á. Þessar fæðu- tegundir sýna ljóslega að þær geyma í sér einhver efni, sem lík- aminn má ekki vera án. Skyrbjúg- ur sézt sjaldan nú, en var fyrrum all-tíður sjúkdómur á sjómönnum, þegar þeir voru lengi úti, og einnig á mönnum, sem fóru í langa leið- angra, þvi þeir gátu ekki haft nema einfalda fæðu með sér. Heim- skautafarar óttuðust ekkert meir en að fá skyrbjúg. Þeir kviðu ekki kulda og þreytu, og miklu erfiði, en þeir vissu að ef þeir fengju skyr.' bjúg, beið þeirra ekkert nema kvala- fullur dauði. Það er talið áreiðan- legt að það hafi verið skyrbjúgur, sem varð heimskautafaranum John Eranklin og hans mönnum að grandi. Þegar landi vor Vilhjálmur Stef- ánsson fór fyrst til norðurheim- skautsins, kynti hann sér strax mat- arhæfi Eskimóa. Og þó það væri ekki sem aðgengilegast samkvæmt okkar venjum, þá afréði hann að semja sig þar eftir til að forðast skyrbjúg. Með öðrum orðum, hann ásetti sér að reyna að lifa á þeirri fæðu, sem landið gaf af sér og mat- reiða það líkt og Esimóar gera, þótt matreiðsla þeirra sé ekki á háu stigi. Þetta reyndist honum heillaráð, og hann fékk aldrei aðkenning að skyr. bjúg, meðan hann borðaði hrátt ket og hráan fisk. En þegar sumir fé- lagar hans þreyttust á þessum mat, og þótti ekki selsspikið rétt lostætt, og fóru að borða mat að heiman, sem þeim þótti í alla staði bragðbetri, leið ekki á mjög löngu þar til þeir fengu aðkenning af skyrbjúg og urðu að taka til selspiksins aftur. Réttu þeir þá bráðlega við og urðu hinir hraustustu að skömmum tíma liðnum. V Hér er mjög sláandi dæmi upp á það, að hráa fæðan, sem þeír neyttu, geymdi í sér eitthvert eða einhver efni, sem líkamanum eru bráðnauð- synleg Á seinni árum stríðsins, sérstaklega í Þýzkalandi og Austur- ríki, þar sem fæðuskortur var mik- ill, komu ýmsir sjúkdómar í ljós, sem læknar vissu að stöfuðu af vöntun á einhverjum næringarefn- um, þó fæðan að vöxtum til væri nóg. Og það hefir meira að segja einstöku tilfelli komið fyrir hér í Winnipeg núna síðan að kreppan þrengdi sem mest að, að menn hafa veikst vegna þess að ekki voru nægi- leg fjörefni í fæðu þeirra. Strax eftir stríðið var farið að rannsaka eðli þessara efna og hefir þeirri rannsókn verið haldið áfram af mesta kappi í öllum helztu rann- sóknarstofnunum hins mentaða heims. Alveg ógrynni fjár hefir verið eytt í þessar rannsóknir, og þeim er ekki nándar nærri lokið. Margt hefir komið i ljós, sem oss var áður algerlega hulið. Brátt sannaðist við rannsóknir þessar, að hér var um fleiri en eitt efni að ræða, og voru þessi efni kölluð “vitamins” eða “fjörefni” eins og collegar vorir á Fróni kalla þau. En hér var úr mörgum erfiðum spurn- ingum að leysa. Fyrst, hvernig urðu 1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viðurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum öðrum sjúkdómum. Fást hjá öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. þessi efni til, í jurta- og dýralífinu? Hver er samsetning þeirra ? Hvern- ig verka þessi efni í líkamanum og á hvaða hluta likamans verkar hvert þeirra út af fyrir sig, eða í samein- ingu? Hvað mikið af hverju efni er likamanum nauðsynlegt? Hvað verður af þessum efnum í líkaman- um; eru sum af þeim geymd þar, eða eru þau öll geymd þar um tíma í forðabúri likamans? Hvaða fæðu- tegundir eru auðugastar af þessum efnum? o. s. frv. Ekki hefir enn tekist að svara öllum þessum spurn- ingum að fullu, en vonandi tekst það með tið og tíma. Sex fjörefni hafa þegar fúndist og eru þau táknuð með bókstöfunum A, B, C, D, og E. Vitamin B hefir tvennskonar eðli, og er því stundum kallað B, og B2, eða vitamin F og vitamin G. Fjörefnið A: Það hefir sannast að það hefir bætandi áhrif á alla slímhúð líkamans. Það hefir einnig góða og heilsusamlega verkun á aug- un, sérstaklega á hornhúðina, slím- húðina og nethimnuna. Það hefir því stundum verið kallað fjörefni augans. Það eykur mótstöðuafl likamans gegn gerlasjúkdómum. Börnum, sem gefið er vitamin A i ríkum mæli, er hvergi nærri eins kvefgjarnt og þeim, sem fá það að- eins í vanalegri fæðu. Það er mik- ið af þessu fjörefni í þorskalýsi og fisklýsi yfir höfuð, í smjöri, rjóma, mjólk, eggjarauðu, grænkáli, gulrót- um og spínat, minna af því í ostum, lifur, nýrum, tómötum, ananas. ferskjum og flestu algengu kálmeti. Það þolir allvel vanalegan suðu- hita, en það tapar krafti í mjög há- um hita og eins við þurkun. Einn- ig tapast mikið af þessu fjörefni, ef það er soðið í opnum pottum. Alt kálmeti, sem er soðið, ætti að sjóða í litlu vatni í lokuðum pottum, og nota soðið til fæðu; annars tapast öll ólífrænu efnin, sem leysast upp í vatninu við suðuna, en sem • eru bæði holl og nauðsynleg fyrir lík- amann. Þeir, sem líða fyrir vöntun á f jör- efni A þjást af augnveiki, sem get- ur leitt til blindu, bólgu í slímhúð augans og í augnahvörmum, með graftrarrensli. Þroskun er mjög hægfara, eða jafnvel stendur í stað. Börn fá oft kvef og hósta og veikl- un í lungum. Þetta fjörefni safn- ast fyrir í lifrinni og nýrunum. Kemur þetta sér mjög vel, því þegar of lítið er af þessu fjörefni í fæð- tmni, getur líkaminn farið i forða- búr sitt og tekið þaðan það sem hann þarf með, í bráðina, eða þar til það tæmist. Fjörefnið B geym- ist ekki í líkamanum til lengdar, og þessvegna þarf fæðan að hafa i sér alt af nóg af þessu efni. Fæðuteg- undir ríkar af þessu fjörefni eru aldini og kálmeti, meir eða minna, rjómi, eggjarauða og hveitikorns- kjarni. Hveitikornskjarni er afar ríkur af þessu fjörefni. Það þolir allvel þurkun og soðning. En það leysist mjög fljótt upp í heitu vatni, og þess vegna fer það alt út í soðið, þegar garðávextir eru þannig mat- reiddir. Okkur hættir við að gleyma með öllu að aðal kjarni fæðunnar er oft í seyðinu. Matarseyði eyði- leggur þetta fjörefni. Vitamin B örvar matarlystina, styrkir meltingarfærin og hjálpar líkamanum til að losast við allan úr- gang fæðunnar. Það eykur vöxt, tímgun, mjólkurhæð og mjólkur- gæði; og það hjálpar likamanum til að losast við eiturefni er safnast vilja fyrir í líkamanum og hafa þá mjög skaðleg áhrif á taugakerfið. Yfir höfuð hefir það mjög góð og gagnleg áhrif. Fjörefnið C geymist ekki í líkam- anum. Ef fæðan er sneydd þessu efni, fær maðurinn skyrbjúg innan fjögra vikna. Fæðutegundir er geyma í sér mikið af þessu fjörefni er glóaldin, sitrónur, tómatar, græn- kál, hvítkál, jarðhrber, spínat og grænar baunir. Korntegundir og kjötmatur mjög lítið, mjólk dálítið. Það eyðilegst fljótt við hita og suðu, ef sódi er látinn saman við, en sýra hjálpar því við. Þótt maðurinn þjáist ekki að skyrbjúg, er það eng- in sönnun þess að hann borði nóg af þessu f jörefni, og hefir það kom- ið greinilega í ljós síðan farið var að gefa það í stærri inntökum. Rétt nýlega tókst að uppgötva efnalegan samsetning þessa f jörefn. i's, svo nú er hægt að búa það til í stórum stíl. Ungverskur efnafræðingur, Próf. Szent-Györgyi, fær líklega aðal heiðurinn fyrir þessa uppgötvun. En visindamenn Ungverjalands, Eng- lands, Svisslands og annara landa hafa verið að vinna að þessari mikil- vægu uppgötvun i sameiningu. Það er ánægjulegt til umhugsunar, að þessi stór-þýðingarmikla uppgötvun tókst bæði fljótt og vel, vegna bróð- urlegrar samvinnu með vísinda- mönnum þessara þjóða. Ef sam- vinna í alþjóðamálum væri eins góð á stjórnmálasviðinu, og ef öll vís- indaleg þekking væri notuð í þarfir þess góða, væri ástandið í heimin- um alt öðru visi en það er nú. Sið- an hægt var að gefa þetta fjörefni í stórum inntökum, hafa verið lækn- aðir með því ýmsir sjúkdómar, sem ekkert þekktist við áður, svo sem blóð-sjúkdómar og viss tegund af nýrnaveiki. Einnig bólga og gröft- ur í tannholdi (pyorrhea). Má vel vera að mannkynið líði meira af vöntun þessa fjörefnis C, en nokk- ur hafði áður fyr hugboð um. Hvað viðtæka þýðingu þetta kann að hafa i framtíðinni, með meiri þekkingu og reynslu, væri óvit að geta til nú. Vitamin D hjálpar líkamanum að Seeds, Plants and Fertilizers For the profitable production of flowers and vegetahles, good seeds are essential. Visit the Seed Section, Third Floor, and select your favorite varieties. Bedding Plants A complete assortment of annual flower and vegetable plants at popular Eaton prices. Fertillzers For better lawns and gardens use some good fertilizers. They are very beneficial, clean and easy to apply. —Seed Section, Tird Floor, Centre. *T. EATON

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.