Lögberg - 09.05.1935, Blaðsíða 5

Lögberg - 09.05.1935, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. MAl, i935. 5 nota kalkefnin og gera beinagrindina sterka og fallega. Enginn fær bein. kröm, sem borÖar nóg af C og D fjörefnum, og þau gera líka tenn- urnar harðar og sterkar. Það er mjög lítiÖ af D fjörefni í almenn- um fæÖutegundum,—mest í þorska. lýsi, einnig nokkuÖ i lifur og eggja- rauÖu, ofurlítiÖ í mjólk og kálmeti, en það er lítið. Fjörefnin eru ekki æfinlega jöfn að vöxtum, hvorki í mjólk né þoskalýsi. Eí kýr, til dæm- is eru illa fóðraðar, þegar þær mjólka, er mjög lítið af f jörefnum í mjólkinni. Eftir því sem fóðrið er betra, eftir því er meira fjörefni í mjólkinni, og mest á sumrin, þegar kýr ganga í góðum, grænum haga. Eins er það með fiskinn, þegar hann jiærist á jurtafæðu á sumrin á grynningum í sjó og vötnum, eru langtum meiri fjörefni í lifur fisksins. Síðan þetta varð ljóst, er nú farið að nota til meðalagerðar næstum því eingöngu lifur úr fiski, sem veiddur er síðla sumars og snemma á haustin. Það er vel hægt að auka f jörefn- ið D i mjólk og lýsi og öðrum fæðu- tegundum með ljósgeislum; en mjólkin verður svo vond á bragðið að enginn vill drekka hana. En það er mjög mikið gert að því nú að auka fjörefnin í lýsi, sem notað er til lækninga. Ejörefnið E finst aðallega í hveitikornskjarna, og í olíu, sem pressuð er úr því. Einnig er dálítið af því í grænum laufum, lifur og eggjarauðu, og undur lítið í mjólk. Það þolir þurk og hita vel, og skemmist því ekki við suðu. Það eykur frjósemi og virðist hafa örf- andi og hressandi áhrif á frumu- lífið. Hvort fleiri fjörefni finnast, mun tíminn leiða í ljós. En hvern- ig þessi fjörefni, sem þegar hafa fundist, starfa í líkamanum, er mjög óljóst. En eitt er víst að þau eru grundvallaratriði fýrir eðlilegum þroska og góðri heilsu, því þótt mað- urinn hafi nóg að borða, deyr hann úr hungri, ef fæðan er fjörefna- laus. Þegar vísindin hafa fundið sam- setning allra þessara fjörefna, og það tel eg víst að takist, ef til vill á næstunni, þá verður hægra að rann- saka, hvað víðtæk áhrif þau hafa, og Iivernig bezt má nota þau. Samsetn- ing tveggja þessara fjörefna, D og C, hefir fundist nú þegar, og eins og hefir verið bent á hér að fram- an, hafa sjúkdómar, sem læknar vissu enga orsök til og enga bót við, verið læknaðir með fjörefninu C. Þetta bendir til þess að f jörefnin eru oft ekki í réttum hlutföllum í líkamanum, og þegar svo tekst til, leiðir það til ýmsra sjúkdóma, sem leitt geta til bana, ef fjörefnin, sem vöntun er á, koma ekki til hjálpar í tæka tíð. Súma lækna grunar nú, að jafnvel krabbamein stafi ef til vill af vöntun einhverra f jörefna, og nú er farið að gera samstæðilegar rannsóknir í þessa átt. Læknar tóku eftir því fyrir löngu síðan, að menn, sem vinna við tjöru- gerð og ýmsan tjöru-iðnað, fá mjög oft krabbamein. Til að rannsaka þetta frekar, var tjöru nuddað á eyrun á músum og rottum, og eftir að þetta hafði verið gert all-oft, tók að vaxa í þeim krabbamein. Með þessari aðferð hefir tekist að láta krabbamein vaxa í fleiri dýrum. Það er því augljóst að það er eitthvert efni í tjörunni, sem kemur krabba- meini til að vaxa bæði í mönnum og dýrum, ef holdið er i því ástandi. Engum hefir enn tekist að finna þetta efni, en það er kallað á vís- indamáli “Carcinogenic.” Læknir nokkur hér í borginni, J. R. Davidson að nafni, hefir verið að gera rannsóknir í þessa átt. Hann tók allmargar mýs, sem allar virtust vera mjög svipaðar að þroskun og heilsu, og hann skifti þeim í tvo flokka. Til hægðarauka kallaði hann annan flokkinn A en hinn B. Hann gaf A-flokknum venjulega fæðu, svo sem haframél, gulrætur mjólk og grænkál. En B-flokknum gaf hann hveitikornskjarna og olíu úr honum og mjólk og gulrætur. Svo fór hann að tjarga eyrun á músunum, báðum flokkum eins, og með sömu tjörunni. Fyrst eftir að eyrun eru tjörguð,' dettur hárið af og verður þá fleiður eftir. Kemur svo hrúður á, og í þessu fer krabba. meinið að vaxa. Eftir tólf vikur voru allar mýsnar í A-flokknum sjúkar af krabbameini og litu illa og veiklulega út. En mýsnar í B- flokknum voru allar feitar og fjör- ugar og sázt ekkert á þeim. Nú hefir Dr. Davidson skift um fæðu við flokkana. Hann gefur nú B-flokknum sömu fæðu og A- flokkurinn hafði áður, og heldur á- fram að tjarga á þeim eyrun, en gefur A flokknum fæðu þá, sem B- flokkurinn neytti, til að komast að raun um hvort fjörefnin í fæðu þeirri hafa nokkur læknandi áhrif á krabbamein. Mjög athyglisvert er það, að þessi fjörefni virðast hafa varið B- flokkinn gegn krabbanum. Verður mjög fróðlegt að vita hvern endir þessi rannsóknartilraun hefir. En hvern endir sem hún hefir, verður leitinni eftir meiri þekkingu á eðli og verkun fjörefnanna haldið ó- sleitulega áfram. Þannig starfar mannsandinn þeg- ar hann kemst á hærra þroskastig, á hinni óendanlegu þróunarbraut mannanna barna. Hann setur sér engin takmörk. Hann opinberar við og við leyndardóma náttúrunnar, og umskapar mannlifið hér á jörðunni. Plann grefur dýpra og dýpra, hann seilist hærra og hærra í leit sann- leikans. Dásamleg er þessi náðar- gáfa mannsins, sem veitir honum mátt og speki til að leita lengra og æ lengra út í alheiminn, út til stjarn- anna ósýnilegu, já, út yfir gröf og dauða. Hugleiðingar á sumar- daginn fyrsta ( Á Betel, Gimli, 1935.) Þau eru mörg tímamót okkar mannanna og hver tímamót eiga sína sögu. Á sumardaginn fyrsta minnist eg fyrst móður,—íslenzkrar móður, og hún er ey-konan forna, sem situr norður við heimskaut í svalköldum sævi, — með fanna- skauta faldi háum', o. s. frv. Hún er móðir okkar, amma okkar, og lang- amma okkar. Hún á sína sögu, og við, sem þekkjum ögn sögu hennar, brosum með öðru auganum, þó við fellum tár með hinu, þegar hún kem- ur í huga okkar. Sá dagur, sem gladdi mig ávalt mikið var sumardagurinn fyrsti, enda þó oft kæmi fyrir að hann væri ekki eins blíður að veðráttunni til, eins og við óskuðum eftir, þá var það fyrir mislyndi Svásaðar, föður sumars. En þá var sólin svo hátt á lofti, keyrandi á hestum sínum. Árvakri og Alsviðri, að fæst gat fest blund fyrir brosi sólar. Og þennan mán- uð nefna menn líka Hörpu (sjálf- sagt af söngklið vorfuglanna). Og Hörpu lýsa skáldin þannig: “Það er mjög fögur mær, ung og yfirlitsskær, ofur góðleg og hýrleit á vanga; hárið mikið og frítt, lokkar ljósgulir, sítt liðast niður, um herðarnar hanga. Eg hygg að við öll, sem erum fædd hjá ey-konunni, munum taka undir með skáldinu og segja: Þó að fornu björgin brotni, bili himinn og þorni upp mar, allar sortni sólirnar; aldrei deyr, þó alt um þrotni endurminning þess sem var. Og við erum glöð að geta sagt og sungið með skáldinu: Nú er vetur úr bæ, rann í sefgrænan sæ, og þar sefur í djúpinu væra; en sumarið blítt kemur fagurt og frítt meður fjörgjafa ljósinu skæra. Brunar kjöll yfir sund, flýgur fákur um grund, kemur fugl heim úr suðrinu heita; nú er vetur úr bæ, rann í sefgrænan sæ, nú er sumrinu fögnuð að veita. Verum glaðir i dag, er í vinar vors hag hefir veröldin maklega gengið; senn er glólundur grænn, senn er grashagi vænn, þar mun gaman að reik’ yfir engið Þó vér skiljum um stund, þá mun fagnaðarfund okkur fljótt bera aftur að höndum því að hjólið fer ótt, því að fleyið er fljótt, er oss flytur að Glólundar strönd- um. Það hefir sézt nafnið í blöðunum, á keyrslustólnum mínúm; en af hverju hann heitir því nafni, hefir ekki verið minst á. Hann er nefnd- ur “Skrauti”—þa8 er eftir dreka þeim hinum fagra, sem Hálfdán konungur Brönufóstri átti, og sem hann hafði þegið að gjöf frá Brönu, sem hafði fætt hann og lið hans heil- an vetur og smíðað honum þetta skip og gefið á fyrsta sumardag. Hún var ein af hinum mikilhæfu, trygglyndu og höfðinglyndu konum, sem heimurinn hefir átt. En það var engin Brana, sem gaf mér þenn- an “Skrauta,” heldur bændahöfð- inginn Jóhann Sæmundsson í Nýja íslandi, sem að fornaldarnafni hefðis heitið Hersir. Hann og fjölskylda hans og nokkrir fornvinir mínir lögðu í að kaupa hann og senda mér að gjöf, og var það í sumar sem leið, að eg fékk þessa góðu og höfð- inglegu gjög. Og þegar eg nú er að minnast sumardagsins fyrsta, þá finn eg mig skyldan til að minnast þessarar miklu sumargjafar með alúðarþakklæti fyrir “Skrauta.”— prestinum, séra Jóhanni Bjarnasyni og Jóhanni Sæmundssyni og hans fjölskyldu og öllum, sem lögðu fram fé fyrir hann—óskandi og biðjandi öllu þessu fólki góðs og gleðilegs þessa nýja sumars, og það blessist og blómgist alt þess starf á þessu sumri, og yfir alt líf þess, og það verði ein sumarblíða. Og eg þakka innilega þeim, sem eru stjórnendur þessarar langþörf- ustu stofnunar íslendinga hér vest- anhafs og eg óska þeim og árna allr- ar gæfu og gengis. Ekki einasta þetta sumar, heldur og alla tima lífs þeirra. Og eg þakka, ásamt konu minni, vetrardvölina hér á Betel, forstöðu- konu þessa heimilis, sem í öllu hefir látið okkur liða sem bezt, svo eg hygg að Björn hinn austræni i Bjarnarhöfn, hafi ekki betur farið með Auði systur sína, sem hann hafði heilan vetur með 40-50 manns, hjá sér, og var mikið lofaður fyrir. Og eg og við hjónin biðjum henni allr^ gæða á þessu nýja sumri og ávalt, og við biðjum, að þetta heim- ili megi sem lengst njóta hennar móðurlegu umhyggju. Og við þökkum vistfólki og hirðfólki góða og skemtilega samveru á liðnum tíma. Biðjandi þe’im öllum góðs og gleðilegs sumars i Jesú safni, og að hin blessaða sumarsól vermt þau með brosi sínu. Á 17. OKTÓBER, 1935. Að skreyta þig lofi, sem lýðhylli berð, er langt frá eg reyni að gera; samt finst mér skyldugt ísamlesta- ferð þeim sannleika vitni að bera; að hirðmaður þinn vil eg vera. Mót ellinni sjálfri oss veitir þú vörn, vesælum, lúnum og hrjáðum, sem nú erum aftur orðin senn börn, allslaus og þrotin að dáðum, þú móðir i ræðum og ráðum. Ætt þin er metin að mannkostum góð, svo mælt er í þjóðsagna blöðum ; hann Sigurjón afi þinn sæmdur af þjóð, sóminn á Einarsstöðum, í Reykjadals góðbænda röðum. Eg veit að jafnöldrum minum og mér mætavel um það semur, að vera hérna í vist hjá þér, þá veturinn harði kemur, og langspil sitt úti lemur. Og því ber eg vitni við þann sem mig skóp, að það gerir huganum orna, að sitja þá hérna í samaldra hóp, og svipast um dagana horfna, austur i Fnjóskadal forna. Að líta þar yfir bygð og bú og bernsku stundirnar mínar, eins veit eg líka, annast þú æskumyndirnar þínar; við það hjörtunum hlýnar. A afmælisdaginn okkar í dag, sem eigum við saman bæði, eg sat þarna’ í stólnum og samdi brag í seytjánda október næði, og nú hefi eg kveðið mitt kvæði. Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson, Vorleysing (í marzmánuði, 1935) Frá trúarvakningunni í Kína. “Mér féllu að erfða- hlut indælir staðir.” Það var mikið um viðbúnað á kristniboðsstöðinni. Það var gert ráð fyrir að 300 manns að minsta kosti mundu halda þar til á meðan á vakningasamkomunum stóð, frá sunnudegi til sunnudags, í átta daga fulla. Safnaðarmeðlimir í bænum hafa ekki efni á að taka á móti gest- um í hópatali, og þar til kemur að íslenzk gestrisni er óþekt í Kína. Það kemur sér nú vel að Kínverj- ar eru nægjusamir. Karlmenn eru látnir halda til í þremur stofum stórum, 50 í hvorri, og er búið um þá á gólfinu eins og algengt er i kínverskum gistihúsum. Sængur- fatnað hafa þeir með sér, eitt vatt- teppi. Þeim er séð fyrir heitu vatni og tei, en mat verða þeir að kaupa. Kvenfólk verður nokkru fleira. Því er séð fyrir gistingu í öðru húsi. HER ER TŒKIFŒRI YÐAR! Tækifæri til þess að fá raf- kæliskáp i heimilið, gegn bvrj- unarborgun, er aðeins nemur . $2.50 City Hydro hefir komist niður á grundvöll, sem gerir það kleift algengum starfsmanni, er atvinnu nýtur, að gera fyrir rafkæli í reikningi heimilis- haldsins. Skilmálarnir eru þessir: City Hyndro kemur fvrir í heimili yðar Westinghouse Dual Automatic kæli- skáp gegn eins lágri og $2.50 byrjunarborgun og aðeins $2.50 á mánuði eftir stærð kæliskápsins. Sím 848 134 GtM í dag 55 PRINCESS ST. en aðbúð er þar betri að því leyti að þar má matbúa. Það er fremur sjaldgæft að konur hér hafi peninga á milli handanna, en þær hafa þá mjöl og nokkura brauðhleifa með sér. Er aðkomufólki var fagnað með stuttri samkomu á laugardagskvöld- ið, var hvert sæti skipað í kirkjunni, enda þykir kristnu fólki núorðjð vakningasamkomufnar vera aðalat- burður ársins. Sumar kvennanna höfðu gengið röska 30 km. (sem ekki þætti tiltökumál væru ekki fæt- ur þeirra reyrðir), og báru teppið sitt og nestið. Efnaðri konur láta aka sér á hjólbörum og sitja þá á teppinu en hafa yngsta barnið og nestisböggulinn við hliðina á sér. Vegna þrengsla í kirkjunni er ekki öðrum boðið á þessar samkomur en safnaðarmeðlimum okkar og trú- nemum. Er nú orðin mikill bagi að því að kirkjan rúmar ekki nema nokkuð á 5. hundrað manns. Eólk kemur í smáhópum frá út- stöðvunum (en þær eru alls 6 í þessu trúboðsumdæmi). Það hefir oft og einatt verið miklum erfið- leikupi bundið að komast að heiman. Algengt er að meiri hluti fjölskyld- unnar eru heiðingjar, og ef til vill jafnvel andvígir kristindóminum. Frá einstöku heimiltim kemur þó hér um bil öll f jölskyldan og aka þá á vagni, og er tveimur stórum naut- um beitt fyrir. 2. Það hefði verið ánægjulegt að , kynna lesendunum sumt af þessu ! fólki, sem við höfum þekt frá því er j það fyrst heyrði nafn Jesú nefnt. i Hér er komin heil fjölskylda, 6 I manns alls. Fyrir þremur mánuð- j um aðeins sátu grettin goð í öndvegi I heimilisins. Elzti sonurinn (26 ára), hefir verið brjálaður tvö síð- ustu árin. Digur timburstokkur er feldur á fætur honum og þótti flest- um átakanleg sjón er yngri bróðir hans bar hann inn eftir kirkjugólf- inu á bakinu. Móðir hans gafst Drotni i byrjun samkomanna, en drengurinn hennar læknaðist af brjálseminni siðasta daginn og hefir verið með fullu ráði síðan, Þá heilsar upp á okkur ungur maður. Konan hans snérist fyrir þremur árum og hefir síðan lifað Drotni. Við vitum að hún hefir vikum saman hlakkað til að koma á þessar samkomur. En þegar til kom hefir henni þótt réttast að láta manninn njóta tækifærisins en gæta heimilisins sjálf og biðja fyrir hon- um. Og henni varð að bæn sinni. Mað- urinn hennar varð snortinn mjög fyrsta daginn og átti i ákafri sálar- baráttu í þrjú dægur. Var sem hon- um væri sett fyrir sjónir syndir hans allar og óknyttir frá æskuárum og til síðasta dagsins áður en hann kom hingað. En svo varð hann líka ó- umræðilega sæll er hann loks fékk trúað því að Jesú Kristi væri gefið vald til að fyrirgefa syndir. Kon- una hans hefir eflaust ekki iðrað þess að hún sat heima og neitaði sér um að fara á samkomurnar hans vegna. 3- Sérstakan kafla verður að skrifa um Li Feng-hsiang, einn okkar á- hugasömustu safnaðar meðlima. Hann er búsettur í þorpi skamt fyr- ir norðan bæ. Honum þótti það á- nægjulegt í meira lagi er kennari þeirra þorpsbúa kvaðst vilja fara með honum á samkomurnar til þess um leið að heilsa upp á mig. Því hann hafði gengið á námskeið hjá mér haustið 1926. En svo tókst til að kennaranum varð ekki lengi vært hjá okkur að þessu sinni. Á fyrstu samkomunni varð hann svo snortinn að hann skalf frá hvirfli til ilja. Li vinur hans grét er hann sagði mér frá því daginn eftir að nú væri kennarinn “strokinn,” hann hafði ekki þorað að eiga undir því að Guðs andi yrði honum yfirsterkari. Arið báðum fyrir kennaranum og mintumst að skrifað er í Sálm. 139: “Hvert get eg farið frá anda þín- um og hvert flúið frá augliti þínu.” Og það gladdi okkur að kennaran- um mundi ekki takast að flýja frá Framh. á bls. 8 STYRKIR TAUGAR OG VEITIR NÝJA HEILSU N U G A-T O N E styrkir taugarnar, skerpir matarlyst, hressir upp 4 melt- ingarfæri, stuSlar aC værum svefni. og bætir heilsuna yfirleitt. NUGA-TONE hefir gengiíS manna 4 metSal í 45 4r, og hefir reynst lconum sem körlum sönn hj41parhella. Notið NUGA-TONE. J>að fæst í öllum lyfja- búðum. Kaupið hið hreina NUGA- TONE, því f4 meðöl bera slíkan 4rang- Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. HaLeaGOODGARDEN PlenhjcfEmif^ ^kfÁtcEat-En _ œndfox,, h % w B/g Oversize Pðckefs MÍFAYDENSEEDS o n'n 3-4‘ PER PACKET W>'tly PAV 5* ANp '°4 McPAYDEN FRÆ KOSTAR LÍTIÐ EN FRAMLEIÐIR MIKIÐ Stærri en venjulegir pakkar af Mc- Fayden fræi—aðeins 3c—4c hver pvl að borga 5c og lOc? Mestu hlunnindin við McFayden fræ liggja ekki I lágu verði, heldur hinu, að hver tegund um sig af reyndu fyrsta flokks útsæði, tryggir mesta og bezta uppskeru, og sendast beint heim til yðar en koma ekki fr4 umboðssölu hylkjunum I búðunum. Fræ er l'ifandi vera. pví fyr er það kemur þangað, sem þvl skal s4ð, þess betra fyrir það sjálft, og þann er isáir. KREFJIST DAGSETTRA PAKKA Hverjum manni ber réttur til að vita að fræ það, sem hann kaupir sé lífrænt og nýtt. Með nýtlzku 4- höldum kostar það ekkert meira, að setja dagsetningu 4 pakkana, þegar frá þeim er gengið. pvf Á EKKI DAGSETNINGIN AB STANDA ? Hin nýja breyting 4 útsæðislög- unum krefst ekki dagsetningar á pökkunum, en við höfum samt enga breytingu gert. KYNNIST ÚTSÆÐI YÐAR Hver pakki og hver únza af Mc- Fayden fræi, er dagsett með skýru letri. McFayden fræ er vlsindalega rannsakað og fult af llfi; alt prófað tvisvar. Fyrst rétt eftir kornslátt, og svo aftur I Dominion Seed Testing Laboratory. Væri McFayden Seeds sent I búðir I umboðssölu pökkum myndum vér eiga mikið óselt I lok hverrar 4rs- tfðar. Ef afganginum væri fleygt, yrði þar um slíkt tap að ræða, er hlyti að hafa I för með sér hækkað verð 4 útsæði. Ef vér gerðum það ekki, og sendum það út I pökkum aftur, værum við að selja gamalt fræ. Pessvegna seljum vér aðeins beint til yðar, og notum ekki um- boðssöluhylkin: fræ vort er ávalt nýtt og með þvf að kaupa það, eruð þér að tryggja árangur og spara. lEK^sgesimsiai Tíu pakkar af fullri stærð, frá 5 til 10 centa virði, fást fyrir 26 cents, og þér fáið 25 centin til baka með fyrstu pöntun gegn “refund cou- pon,” sem hægt er að borga með næstu pöntun, hún sendist með þessu safni. Sendið peninga, þó má senda frímerki. Safn þetta er falleg gjöf; kostar lltið, en gefur mikla uppskeru. Pantið garðfræ yðar strax; þér þurfið þeirra með hvort sem er. McFayden hefir verið bezta félagið síðan 1910. NEW-TESTED SEED Every Packet Dated BEETS—Detroit Dark Red. The best all round Red Beet. Sufficient seed for 20 ft. of row. CARROTS—Half Long Chantenay. The best all round Carrot. Enough Seed for 40 to‘50 ft. of row. CUCUMBER--Early Fortune. Pickles sweet or sour add zest to any meal. This packet will sow 10 to 12 hills. LETTUCE—Grand Rapids, Loose Leaf variety. Cool, crisp, green lettuce. This packet will sow 20 to 25 ft. of row. ONION—Yellow Globe Danvers. A splendid winter keeper. ONION—White Portugal. A popular white onion for cooking or pickles. Packet will sow 15 or 20 ft. of drill. PARSNIP—Half Long Guernsey. Sufficient to sow 40 to 50 ft. of drill. RADISH—French Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety. This packet will sow 25 to 30 ft. of drill. TURNIP—White Summer Table. Early, quick-growing. Packet will sow 25 to 30 ft. of drill. SWEDE TURNIP—Canadian Gem. Ounce sows 75 ft. of row. $2QOq.°Cgsh Prizes$200SP I hveiti áætlunar samkepni vorri, er viðskiftavinir vorir geta tekið þátt I. Upplýsingar I McFayden Seed List, sem sendur er með ofangreindu fræ- sa'ni. eða gegn pöntun. ÓKEYPIS.-—Klippið úr þessa aug- lýsingu og fáið ékeypis stóran pakka af fögrum blémum. Mikill afsláttur tit félaga og er frá pvi skýrt í frœsicránni. McFayden Seed Co., Winnipeg t

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.