Lögberg - 09.05.1935, Blaðsíða 8

Lögberg - 09.05.1935, Blaðsíða 8
I H LÖGBERG, FIMTUDAGINN í). MAÍ, i935. Ur borg og bygð Messuboð kona og mikilhæf, 72 ára aS aldri. Var hún systir Jónasar kaupmanns Jónassonar í Fort Rouge. Gleymið ekki spilakvöldun- um í Goodtemplara húsinu á þriðjudögum og föstudögum. Góð verðlaun; gott músík. Inngangur 25c. Allir velkomn- ir. ------- Heklufundur í kvöld (fimtudag). Mr. Björn A. Björnsson, radio- fræðingur frá Moose Jaw, Sask., sonur þeirra Mr. og Mrs. SigurSur Björnsson aS 679 Beverley St. hér í borginni kom til borgarinnar um síSustu helgi, ásamt frú sinni, í kynnisför til foreldra sinna. Mr. Björnsson gegnir nú ábyrgSarstöSu hjá stórri piano og radio verzlun í Moose Jaw, sem service manager. 0TVARP AnnaS sunnudagskvöld, 19. maí, verSur íslenzkri guSsþjónustu út- varpaS frá Fyrstu lútersku kirkju i Wfinnipeg, kl. 7. Gjafir til Betel Mrs. J. Stefánsson, Elfros, Sask., $1.00; Mr. G. H. Gillies, Winnipeg, $1.00; Mr. S. O. Bjerring, Winni- peg, 2 rubber stamps, ink pad and bottle of indelible ink; Ónefndur, garS-hrífu; Mrs. C. O. L. Chis- well, case oranges; Mr. H. P. Tergesen, Gimli, 25 pd. hangikjöt. Innilega þakkað, /. Jóhannesson, féhirSir. 675 McDermot. Winnipeg. Vegna ófyrirhjáanlegra veikinda eins leikandans verSur leikurinn “MaSur og kona” ekki sýndur á fimtudagskvöldiS 9. maí, eins og áSur var auglýst. Hefir leiksýning- unni veriS frestaS um óákveSinn tíma, og geta þeir, er voru búnir aS kaupa aSgöngumiSa fengiS peninga sína aftur hjá þeim, er þeir keyptu af. HeimilisiSnaSarfélagiS h e 1 d u r sinn næsta fund 15. þ. m. aS heimili Mrs. H. J. Lindal, 912 Jessie Ave. VANTAR—kennara fyrir Thor skóla fyrir tíu mánuSi. Skóli byrj- ar seinustu viku í ágúst. ' Kaup $450.00 fyrir áriS. Unisækjendur tiltaki nientastig og hvaS margra ára æfingu. Bréf verSa aS vera komin til skrifara skólans fyrir 25. maí. S. E. Olafson, Sec.-Treas. Box 273, Baldur GetiS er þess í Toronto-blaSi, er oss barst nýveriS í hendur, aS lokiS hafi P>.A. prófi viS Queens Univer- sity, Miss Laufey ^Janusson frá Foam Lake, Sask. Mrs. Jón SigurSsson frá ViSir, Man., kom til borgarinnar í vikunni sem leiS til þess aS vitja manns síns, er liggur á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni. Stjórnmálafundur á Gimli TOSEPH T. THORSON, K.C., þingmannsefni frjálslynda flokksins í Selkirk kjördæmi, heldur fund í Gimli Community Hall á laugardagskvöldiS kemur þann 11. þ. m., kl. 8.30. Tek- ur þingmannsefniS þar til umræSu og yfirvegunar þau helztu mál, sem á dagskrá eru meS þjóSinni og barist verSur um í kosningahríSinni. Kosin verSur einnig á fundinum nefnd til þess aS hafa meS höndum kosninga undirbúning í Gimli kiór- deild. GUÐMUNDÖR FJELDSTED, fyrrum þingniaSur Gimli kjördæmis i fylkisþinginu, skipar forsæti á fundinum. Gera má ráS fyrir aS mikiS fjölmenni sæki fund þennan. Civil Service Results Published results of the last Civil Service Examination for the Province of Manitoba strikingly indicate the superority of “SUCCESS” College Training. NOTE THE FOLLOWING POINTS: 1 1 A “SUCCESS” graduate obtained the highest marks, with an average of 92 per cent. 2 Among the eighteen highest candidates twelve were “SUCCESS” trained. 3 Out of a total of thirty-six successful candidates, sixteen were “SUCCESS” trained. The other twenty were di- vided among five other colleges. 4 The only successful male candidates were “SUCCESS” trained. Call, Write or Phone 25 843 Portage Ave. at Edmonton St., Winnipeg W I N N I P E G Séra Jakob Jónsson messar í Sam- bandskirkjunni í Wynyard næstk. sunnudag, 12. maí, kl. 2 e. h. — Hann biður þau börn, sem hugsa til ferniingar, að koma til viðtals i kirkjuna annaðhvort kl. 11 f. h. á sunnudaginn eða eftir messu- sama dag. Guðsþjónusta i Lundar söfnuði sunnudaginn 12. maí kl. 2.30 e. h. Guðsþjónusta í Lúters söfnuði sunnudaginn þ. 19. maí kl. 2 e. h. Jóhann Fredriksson. Sunnudaginn 12. maí (Mother’s Day) messar séra H. Sigmar í Gardar-kirkju kl. 11 f. h. og í Mountain kirkju kl. 3 e. h. Við báðar guðsþjónusturnar verður ferming og altarisganga. Messur í Vatnabygðunum í Saskat- chewan sunnudaginn 12. maí: í Wynyard kl. 11 f. h. í Kandahar kl. 1 ^30 e. h. í Mozart kl. 4 e. h. í Elfros kl_ 7.30 e. h. í Wynyard og Mozart verða messurnar á íslenzku; í Kandahar og Elfros á ensku. K. K. Ólafson. Messur í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 12. maí, eru fyrirhug- aðar þannig, að morgunmessa verð- ur i Betel á venjulegum tíma, síð- degismessa í kirkju Víðinessafnað- ar kl. 2, og kvöldmessa í kirkju Gimlisafnaðar. Guðs'þjónusta í Konkordía kirkju sunudaginn 12. þ. m. og fundur að lokinni messu um hátíðarhald bygð- anna. Þ. 19. messað í Korkordía kirkju og í Lögbergs kirkju kl. 3 e. h. Sunnudaginn 12. maí messar séra Guðm. P. Johnson í Westside skól- anum kl. 2 e. h. Ungmennafélags- fundtir verður haldinn strax eftir messuna. Allir velkomnir. Mannalát Aðfaranótt laugardagsins 4. mai andaðist Þórvör Halldórsson á heimili sinu norðvestur af Moun- tain, N. D. Banameinið var hjarta- bilun. Hafði hún undanfarin ár kent þeirrar veiklunar; en var þó hress og starfandi fram á kveld föstudagsins. Þórvör sál. var mesta ágætiskona og mjög vinsæl. Hún eftirlætur eiginmann sinn Thomas Halldórsson og 10 börn uppkomin, auk fjölda annara náinna skyld- menna. Hún var rúmlega 76 ára að aldri. Hún var fædd og uppalin í N. Þingeyjarsýslu á íslandi, en kom til Ameríku 1876 og til N. Dak. 1879. Þann 1. þ. m. lézt á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni, frú Guðrún Jónasdóttir kona Jóns bónda Skúlasonar frá Geysir, Man., göfug Mrs. Sólrún Goodman, 67 ára að aldri, systir Hjartar og Magnúsar Brandssona lézt hér í borginni þann 1. þ. m. Jarðarför hennar fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á laugardaginn var. Dr. Björn B. Jónson jarðsöng. Mrs. Goodman lætur eftir sig börn. Brynjólfur Anderson, hóteleigr andi í Árborg, lézt að heimili sínu þar í þorpinu þann 1. þ. m. Jarðarför hans fór fram frá útfararstofu Bar- dals hér í borginni á riðjudaginn. Séra Sig. Ólafsson jarðsöng. Bryn. jólfur var 88 ára að aldri, hinn vin- sælasti maður; hann lætur eftir sig ekkju og börn. Þann 1. maí, andaðist að heim- ili sínu í Riverton, Man., Mrs. Sesselja Sigurrós Thorarinsson, kona Stefáns H. Thorarinsson bónda þar. Hún hafði þjáðst um nokkra hríð, en rúmföst hafði hún verið um tveggja vikna bil. Hin látna var dóttir Jóns bónda Thord- arsonar og konu hans Sigurjónu Albertsdóttur Sigursteinssonar, Hnausa, Man.; var hún elzt af börnum þeirra’; er hennar sárt sakn- að af eiginmanni, foreldrum, syst- kinum, aldraðri ömmu, frændaliði, tengdafólki og vinum. Hún var skyldurækin, ljúf og góð kona. Eitt barn, ung dóttir, er eftirskilin. Út- för hennar fór fram frá heimilinu og kirkju Bræðrasafnaðar i River- ton, 4. maí, að f jölmenni viðstöddu. “Mér heyrist sem hlývindar segja, að dauðinn sé fögnuður, friður og ró, og fegurst sé ungur að deyja.” 51. Ó. Hjónavígslur Gefin voru saman í hjónaband þriðjudaginn 7. þ. m. Jóhann Ingi- mar Ingimundsson frá Selkirk og Guðrún Nanna Einarsson frá Gimli. Dr. Björn B. Jónsson framkvæmdi hjónavígsluna. Framtíðarheimili ungu hjónanna verður í Winnipeg. Þriðjudaginn 30. apríl, voru þau Franklin Alfred Johnson frá Trans- cona og Kathleen Helen Smith frá Winnipeg, gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni, að 493 Lipton St. Heimili þeirra verð- ur i Winnipeg. Dr. S. E. Björnsson frá Árborg, var staddur í borginni um helgina, ásamt frú sinni. Mr. Kjartan Geirhólm frá Gimli, var staddur i borginni á þriðju- daginn. Séra Sveinbjörn Ólafsson prest- ur frá Minnesota kom fyrir skömmu til borgarinnar ásamt frú sinni og barni i heimsókn til móður sinnar og systkina. Sig’s Barber Shop Og Ideal Beauty Parlor hafa nú tekið til starfa í Columbia Press byggingunni, þar sem húsrými og allur annar útbúnaður er sarpkvæmt ströngustu kröfum nútímans. Æskt er eftir viðskiftum íslendinga jafnt utan bæjar sem innan. MR. SIGURÐUR STURLAUGSSON veitir forustu hár- skurðarstofunni, en UNGFRÚ MINNIE JOHNSON, er áður starfaði við True Art Beauty Parlor, 344 Portage Ave., starf- rækir hina nýju IDEAL snyrtingastofu. Munið staðinn! 693 SARGENT AVENUE Mr. Victor B,. Anderson, bæjar- fulltrúi, lagði af stað síðastliðinn laugardag, ásamt frú sinni og Claude syni þeirra hjóna vestur til Vancouver. Á Mr. Anderson stjúpmóður og systkini þar vestra. Gerði ferðafólk þetta ráð fyrir að vera um þriggja vikna tíma i leið- angrinum. Mr. Snjólfur J. Austmann frá Cadillac, Sask., kom til borgarinn- ar á þriðjudaginn. Er hann enn glaður og gunnreifur, þrátt fyrir háan aldur. Fremur kvað Mr. Aust- mann horfur vera skuggalegar þar vestra; óhagstætt tíðarfar og tilfinn. anlega kreppu. Mr. G. M. Bjarnason málari, er fluttur frá 309 Simcoe Street að 248 Arlington. Símanúmerið er 38 079. Mr. Bjarnason biður þess getið, að hann hafi tekið að sér út- sölu á blaðinu “Bjarmi” og inn- heimtu fyrir það í stað hr. Sigur- björns Sigurðjónssonar, er undan- farandi hefir haft það starf með höndum. Eru kaupendur “Bjarma” hér vestra beðnir að veita þessu at- bygli. Vorleysing Framh. frá bls. 5 anda Guðs, og að þess mundi ekki langt að bíða að hann sannfærðist um að “þær fyrirætlanir, sem Drott- inn hefir í hyggju með oss, eru fyr- irætlanir til heilla, en ekki til óham- ingju, að veita oss vonarríka fram- tið.” Siðan gefst tækifæri til að kynn- ast fleirum. Hér er komið margt trúaðra manna. Aðrir hafa um lengri eða skemri tíma heyrt og numið fagn- aðarerindi Krists án þess þó að verða fyrir nokkrum verulegum á- hrifum, og eru þeir í miklum meiri hluta. Með trúarvakningunni kom glögg aðgreining myrkurs og ljóss, guðsríkis og heimsins, og er engum gert hægt fyrir að draga sjálfan sig á tálar. Hér er ekki margt ríkra manna eða háttsettra, enda er þess ekki að ára. Síðan stjórnarbyltingarárið vænta eftir rán og róstur síðustu hefir íbúum trúboðsumdæmis míns fækkað um rösk 200 þúsund. Úr 800 þús. niður í 570 þúsund. Karl- mönnum sérstaklega hefir fækkað geysilega. Á meðal tæplega 500 manns á þessum samkomum, voru yfir 80 ekkjur. (Framh.) The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Fulova Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SAltGENT AVE., WPG. Minniát BETEL * 1 erfðaskrám yðar ! FŒÐI og HOSNÆÐI Islenzkt gisti- og matsöluhús 139 HARGRAVE ST. GUÐRÚN THOMPSON eigandi MáltíSir morgun og mitSdags- verður 15c hver Kvöldverður 20c Herbergi 50c; á þriðja gðlfi 2 5c yfir nðttina. Máltiðir gððar, rúm- in gðð, staðurinn friðsæll. Allur aðbúnaður vandaður. íslendingar sérstaklega boðnir og velkomnir. Örskamt frá Fólksbllastöðinni og Eatons búðinni. Sendið áskriftargjald yðar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar stefnu Co-operative Commonwealth Federation í Canada. Aðeins EINN dollar á ári sent póstfrítt Útgefendur The New World 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitoba SARGENT TAXI COR. AGNES and SARGENT íslenzk bílastöð. Flytur íslendinga hvert sem vera vill, jafnt á nótt sem degi, við sanngjarnasta verði sem hugsanlegt er.—Sími 34 555 Arni Dalman, Eigandi. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Anneurt grelðlega um alt, sem að flutningum ljhur, amá.um e8a »tðr- um. Hvergi sanngjarnara verð Heimili; 591 SHERBURN ST. Simi: 35 909 BUSINESS TRAINING .BUILDS CONFIDENCE The business world today needs Confidence. Too many work- ers attempt to start and hald a position without Confidence in themselves, their employers, or the educational conditions which form the background for their practical lives. The carefully planned business courses offered at the DOMINTON BUSINESS COLLEGE prepare you to meet business with Con- fidence. You know that you are ready to prove your worth and to hold responsible positions. Your training has been thorough, and has made your services doubly valuable by deve- loping your own talents along the right lines. Don’t waste time trying to “find yourself” in business. A consultation with the Dominion Registrar will help you'to deciðe upon the course best suited to you. The DOMINION BUSINESS COLLEGE On the MALL, and at ELMWOOD, ST. JAMES and ST. JOHN’S Residence Classes Mail Instruction Day or Evening With Finishing

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.