Lögberg - 16.05.1935, Blaðsíða 1

Lögberg - 16.05.1935, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines R«sféí &\iáf* For Service and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines W28 •d &? -.*?&. * Better Dry Cleaning and Laundrj ;;^^ 48. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 16. MAÍ 1935 NÚMER 20 IION. D. L. McLEOD LÁTINN Á mi'ðvikudagsmorguninn þann 8. þ. m., lézt að heimili sínu hér í borginni, Hon. D. L. McLeod hér- aðsmálefna ráðgjafi Bracken- stjórnarinnar í Manitoba, eftir all- langvarandi veikindi. Lætur hann eftir sig ekkju og þrjár dætur. Mr. McLeod var fæddur í Glen Huron sveit í Ontario-fylki, þann 26. dag maímánaðar árið 1874, af skozku foreldri. Fékk hann þar algenga barnaskólamentun, en lauk kennara. prófi við Collingwood Collegiate Institute og stundaði skólakenslu í sjö ár. Til Manitoba fluttist Mr. McLeod árið 1902 og náði haldi á jarðnæði í Broomhill sveit fjórum árum seinna. Færði hann brátt út kvíarnar í búskap sinum unz hann hafði til umráða freklega 1,000 ekrur af ræktuðu landi; f ékk hann snemma orð á sig sem einn hinna áhrifamestu kornræktarbænda í suð vestur hluta fylkisins. Mr. McLeod gegndi margvísleg- um trúnaðarstörfnm innan héraðs síns, bæði í skólaráði og sveitar- stjórn -f stóð hann framarla í fylk- ingu þeirra, er stofjnuðu bænda- samtökin í Manitoba. Árið 1920 bauð Mr. McLeod sig fyrst fram til fylkisþings, en beið í það sinn lægra hlut með örlitlum atkvæðamun fyrir John Williams, stuðningsmanni Norris- stjórn- arinnar. Tveimur árum seinna var hann kosinn á þirtg sem bænda- flokksþingmaður fyrir Arthur kjör- dæmið, og aflagði embættiseið þann 6. ágúst, árið 1922, sem fylkisritari og héraðsmálaráðgjafi í stjórn þeirri, er Mr. Bracken þá myndaði. Við útfararathöfn þá, sem haldin var í útfararstofu Thomson's á fimtudaginn, fluttu ræður þeir Dr. J. S. Bonnell prestur Westminster krrkjunnar og Dr. John MacKay skólastjóri við Mainitoba College. Lik Mr. McLeod's var flutt til Melita og jarðsett þar. Hinn látni ráðgjafi var starfs- maður mikill og skyldurækinn í hví- vetna. Átti hann, eins og gefur að skilja, oft úr vöndu að ráða sem ráðgjafi héraðsmála á þeim kreppu- tímum, er skullu yfir fylkið í em- bættistíð hans. SIR CIIARLKS SAUNDERS Samkvæmt símfregn frá Ottawa á laugardaginn, liggur Sir Charles hættulega veikur í Ottawa um þess- ar mundir. Hefir hann aflað sér heimsfrægðar fyrir uppgötvanir sinar og ræktunartilraunir á Mar- quis hveiti, VIÐURKENNING CANADISKRA FLUGMANNA Þeir H. Hollick-Kenyon í Winni- peg og J. H. Lymburner i ()ttawa, hafa verið ráðnir sem flugvéla- stjórar í flugleiðangri Lincolns Ells- worth, sem fyrirhugaður er yfir suðurheimskauts svæðin næstkom- andi vetur. KOSNINGAR 1 AÐSIGl í Alberta-fylki er þégar hafin bitur, pólitísk orrahrið, þó ekki hafi enn verið gert heyrinkunnugt nær kosningar fara fram. Kjósendur skiftast í f jóra f Iokka: Liberala, conservativa, U.F.A. eða núverandi stjórnarflokk, og hinn nýja Social Credit flokk. Líkur eru taldar á að til kosninga verði gengið í önd- verðum júlí-mánuði næstkomandi. DÆMDUR TIL FANGA- VISTAR Samkvæmt fregnum frá London þann 10. þ. m., hefir hertoginn af Manchester verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir fjárpretti. Hertoginn er tæpra sextiu ára að aldri og hefir orðið gjaldþrota hvað ofan í annað. Tilkynt hefir verið að sektardóminum verði áfrýjað. VÆNTANLEGUR SENDI- HERRA Af símfregnum frá Washington þann 10. þ. m., að dæma, þykja lik- ur til að Norman Armour verði eft- irmaður Warren Delano Robbins, sem sendiherra Bandaríkja í Can- ada. Mr. Armour gegnir um þessar mundir sendiherra embætti á Haiti. Er hann fæddur á Englandi, en fluttist barn að aldri með foreldrum sínum til Bandaríkjanna og hefir verið í þjónustu utanríkisráðuneyt- isins síðan 1915. ' ENN SAKAÐIR UM SABfNINQSROF Símfregnir frá Kaupmannahöfn þann 11. þ. m., herma að Þjóðverj- ar séu í óða önn að koma upp varn- arvirkjum í hinum friðuðu eða hlutlausu héruðttm í Slésvik þvert ofan í orð og anda Versalasamning- anna. Eru tíðíndi þessi höfð eftir blaði, sem Heimdal nefnist, sem gefið er út í bænum Aabenraa; segir blað þetta, að ÞjóÖVerjar séu að cdurreisa virki eitt við Kiel- fjörðinn. er rifið hafi verið niður, auk þess sem hermannaskálar séu í smi'ðum í Flensborg og víðar. MAX STEINKOFF, K.C. LATINN Síðastliðinn fimtudag lézt að heimili sínu hér í borginni, Max Steinkoff, K.C., 54 ára að aldri, at- hafnamaður hinn mesti og við margskonar viðskiftafyrirtæki rið- inn. Mr. Steinkoff var Gyðinga- ættar, og fluttist hinga'ð til lands árið 1889. Stundaði hann skóla- nám sitt í Winnipeg og lauk laga- prófi við Manitoba háskólann árið np.v Var hann fyrsti lögmaðurinn af Gyðinga þjóðflokki í Sléttu- fylkjununi, og sá fjórði eða fimti í rillu landinu. BÆTA VIÐ SIQ STÖRFUM Samkvæmt ráðgjafa samþykt þann 10. þ. m., tekst Hon. John Bracken, Eorsætisráðgjafi, á hend- ur fylkisritara-embættið, en Hon. E. A. McPherson ráðgjafaembætti héraðsmálefna. Breytingar þessar, sem sennilega eni aðeins til bráða- birgða, eru gerðar vegna fráfalls ITon. D. L. McLeods. Tvö kjör- dæmi eru nú þingmannslaus í fylk- isþinginu; Carillon, kjördæmi Al- berts Prefontaine, fyrrum landbún- aðarráðgjafa, og Arthur, kjördæmi hins nýlátna ráðgjafa héraðsmál- efna. Framboð til þings. Hon. W. D.EuIer, fyrrum tekju málaráðgjafi, hefir verið útnefnd ur sem merkisberi frjálslynda flokksins i North Waterloo kjör- dæminu. Hann hefir setið á þingi síðan 1917. '» ^ w -w- Ur borg og bygð Soffía RagnheiSur Guðmunds- dóttir Goodwyn, hjúkrunarkona við Deer Lodge sjúkrahúsið, er ein af þeim íslendingum, er sæmdir voru medalíu i tilefni af 25 ára ríkis- stjórnaraf mæli B r e t a konungs. Soffía er dóttir Guðmundar Guð- mundssonar og Margrétar Jónsdótt- ur. er lengi bjuggu að Þingeyrum í Geysirbygð í Nýja íslandi. Séra K. K. Ólafsson, forseti kirkjufélagsins. kom til borgarinn- ar á fimtudaginn í vikunni sem leið, vestan frá Seattle, W]ash. Lagði hann af .stað daginn eftir vestur til Wynyard, þar sem hann mun gegna prestsstörfum fram undir kirkju- þing. manns, og er það talið eitt af betri mótum, er haldin hafa verið í minn- ingu vetrarvertíðar. Er nú takmark félagsins á kom- andi vetri að flytja hingað til borg- arinnar hinn fræga sigur Fálkanna 1920, með því að vinna hinn kana- diska konungstitil næstkomandi vetur. Allir íslendingar geta hjálpað með því að gerast meðlimir félags- ins. Heill og lukka fylgi Fálkun- um! Viðstaddur. Mr. Páll Egilsson, kaupmaður í Calder, Sask., er staddur í borg- inni um þessar mundir. Kvenna söngflokkur sá, er Miss Salóme I talldórsson hefir æft í borginni síðastliðinn vetur, tók þátt í hinni árlegu hljómlistar samkepni Manitoba fylkis, sem nýlega er um garð gengin. Vfir 2,000 manns sóttu mæðra- dagssamkomu þá, er haldin var i Winnipeg Auditorium siðastliðinn sunnudag, Mrs. B.. S. Benson kom þar fram fyrir hönd fslendinga i íslenzkum þjóðbúningi, en Mrs. W. J. Lindal flutti ræðu. Þær Thelma Guttormsson og Lillian Baldwin urðu 2. i röðinni í tvísöng (yngri flokk) í nýafstað* inni hljómlistar samkepni Manitoba fylkis; hlutu 171 stig. En í píanó tvíspili unnu þær Cora Doig og Guðrún Bjerring. Jón Bjarnason Academy — Gjafir: íslenzka kvenfélagið í Leslie, Sask. pr. Mrs. H. Steinberg. .$15.00 Kvenfélag Ardalssafnaðar. pr. Mrs. Thorhj. Jónasson 10.00 Sigríður J. Eiríkson, Lundar 5.00 ( )ddný Magnússon, Lundar. . 1.00 Hlutaðeigendum öllum vottast hér með vinsamlegt þakklæti fyrir þessar gjafir. S. W. Melsted, gjaldkeri skólans. 673 Bannatyne Ave. Wjnnipeg. Mrs. Sigríður Vigfússon, kona Viglundar Vigfússonar í Alloway Court hér í borginni, var skorin upp á Almenna sjúkrahúsinu hér í borg- inni á þriðjudaginn í vikunni sem leið ; er hún á góðum batavegi, að því er frést hefir. Mr. Chris. Sigurðsson frá Win- nipeg Beach, kom til borgarinnar á mánudaginn. Mr. Friðlundur Johnson frá Oak View, Man., dvelur í borginni þessa dagana. Mr. Halldór Thorkelsson frá Ashern var í bænum um miðja fyrri viku. Mr. Guðfrnundur Johnson mat- reiðslumaður frá Prince Rupert, kom til borgarinnar í vikunni sem leið. Starfar hann í sumar hér í fylkinu að matreiðslu fyrir mæl- ingamenn frá Ottawa. Mr. Peter Anderson, forseti North-West hveitiverzlunarinnar hér í borginni, er nýlega kominn heim ásamt tveim börnum sínum, þeim Stefáni og Guðlaugu. eftir vetrardvöl suður í Florida. FALKAR HEIDRAÐIR Síðastliðið fimtudagskveld var haldið heiðurssamsæti fyrir eldri deild Fálkans, er síðastliðinn vetur unnu konungstitil Manitobafylkis og Winnipegborgar í hockey íþróttinni. Yar forseta, T. E. Thorsteinson af- hentur sigurvegara-bikar fylkisins af .M.A.H.A. félaginu, sem gefinn var 1922-3 af herra R. R. Pattinson. og einnig Winnipeg-borgar bikarinn. sem nefndur er "Billy" Keene Mem. orial Trophy, og gefinn var af W. R. liawlf, 1920-30. Auk þessara verðlauna var rillum félögum flokksins gefið buffalo með áletrun: "Manitoba sigurvegarar, 1935" og nafni hvers leikara. Talaði J. T. Thorson og afhenti drengjunum þessa velvöldu gjrif. Gleðimótið var prýðilega sótt, þar voru margir kappar íslenzkir, sem unnið höfðu konungstitla fyrir hlaup, hástökk, sund o. fl. Alls sátu þetta mót um 200 Einlxrttisincnn Viðincssafnaðar kosnir á ársfundi safnaðarins í febrúar s. k, eru: Forseti Mrs. Élín Thiðriksson, skrifari Mrs. Kristj. Sigurðsson, féhirðir Mrs. O. Guttormsson, Mrs. Skafti Ara- son og Mrs. Helgi Johnson. Djákn- ar: Miss Bjrirg Guttormsson og "Miss Guðrún Hannesson. ¦— Yf ir- sko'ðunarmenn reikninga eru Skafti Arason og óli Thorsteinsson. Hagur safnaðarins er í góðu lagi. Víðinessöfnuður lifandi og starf- andi söfnuður, þótt ekki sé hann fjölmennur. A þægilega og nægi- lega stóra kirkju er bygð var árið 1905.— Fregn þessa ætlaði eg að vera búinn að senda Lögbergi fyrir löngu, en hefir gleymst. Bið af- sokunar, eins og vanrækslumenn æfinlega eiga að gera. (Fréttaritari Lögb.) Séra Bjarni A. Bjarnason, er leg- ið hefir alllengi á Almenna sjúkra- húsinu hér í borginni, er nú kominn á fætur og orðinn nokkurn veginn vel hress. Er hinum mörgu vinum hans það mikið fagnaðarefni hve giftusamlega hefir ráðist til um sjúkdóm hans. Séra Bjarni ráðger- ir að fara norður til Gimli á laugar- daginn kemur. PÓLSKUR ÞJOÐSKÖR- UNGUR LÁTINN Siðastliðinn sunnudag lézt af hjartaþilun í Warsaw á Póllandi, Joseph PSlsudski, marskálkur, 67 ára að aldri, alræðismaður pólsku þjóðarinnar síðastliðin níu ár, og alment kallaður faðir hins endur- fædda Póllands. Var hann talinn í röí5 hinna áhrifamestu stjórnmála- manna NortSurálfunnar og eldheit- ur þjoðernissinni. Hinn látni þjóð- skrirungur lagði stund á læknis- fræði, að stúdentsprófi loknu; stjórnmálin og hermálin fengu þó brátt yfirhöndina í lífi hans og tók hann snemma að berjast fyrir end- urfæðingu Póllands. Hneptu Rúss- ar hann hvað ofan í annað í varð- hald, en fyrir tilstilli vina sinna Fyrála Lúterska Kirkja SUNNUDAGINN 19. MAl 1. Ensk messugjörð kl. 11 f. h.—Foreldrar, ungmenni og Inirn saman, svo sem til var stofnað síðastliðinn sunnudag. 2. Islenzk messugjörð kl. 7 síðdegis. Verður guðs- þjónustu þeirri iitvarpað frá stöðinni CKY, og er fólki víðsvegar um bygðir íslendinga boðið að hlýða á og taka þátt í gusþjónustunni með Fyrsta lúterska söfnuði þetta kvöld. slapp hann þaðan jafnharðan aftur Piludski marskálkur studdi máls- stað miðveldanna í heimsstyrjöldinni miklu, og hafði um hríð herdeildar- stjórn með höndum í Iiði Austur- ríkismanna. UÖRMULEGT SLYS Árla síðastliðins sunnudagsmorg- uns, varð bíll, er maður að nafni John R. Anderson stýrði, tveimur ungum mönnum að bana á Portage Avenue, milli Home og Arlington, hér í borginni. Hinir látnu hétu William Love, 24 ára og Leonard Pickering, 26 ára, báðir til heim- ilis í St. James. Lögregluþjón bar brátt að þar sem slysið vildi til; var Mr. Love þá örendur, en Mr. Pickering á lífi, þó meðvitundar- laus væri; var hann f luttur sam- stundis á sjúkrahús, en lézt þar þremur klukkustundum' seinna, án þess að fá rænu. Lögreglan hafði fljótlega upp á Mr. Anderson og tók hann í gæzlu. Hefir hann verið látinn laus gegn $20,000 veði, þar til réttarhöld fara fram. FYLKISKOSNINGAR 1 NEW BRUNSWICK Á fimtudaginn þann 27. júni næstkomandi, fara fram fylkiskosn. ingar í New Brunswick fylki, sam- kvæmt yfirlýsingu frá forsætisráð- gjafanum, L. P. L. Tilley, síðastlið- inn föstudag. Hefir afturhalds- stjórn setið við völd í New Bruns- wick síðastliðin fjögur ár. Forlög \'ið kirkju fyrst eg kyntist þér, í Kaupangi heima á Fróni, svo komst þú vestur og kyntist mér í kirkju hjá séra Jóni. Sú kynning okkar kær mér varð á köldum lífsins vegi: en nú er fyrir skildi skarð,— það skarð, sem fyllist eigi. I kirkjunni leit eg þig síðasta sinn, þó sé þar ei tíður gestur; heyrðu það, Wilhelm vinur minn, eg var þar og Sigmar prestur. Einhvers staðar í fjarlægð finn, falinn er lífsins kraftur. Heyrðu það, Willi vinur minn, að við skulum finnast aftur. K. N. Vísur þessar eru ortar í tilefni af fráfalli Wilhelms 11. Paulson þing- manns. Voru þeir K. N. aldavinir. Skáldið kom í bíl til Winnipeg á- samt séra Haraldi Sigmar á Moun- tain, til þess að vera við útförina. * —Ritstj. EFTIRKÖST Kvenfélagskonurnar sendu af- mælis kökubita til ýmsra kunningja K.Ns., sem þær höfðu utanáskrift til, og eg gaf þeim þessa vísu til þess að láta fylgja: Sízt það lamar andans yl eina stöku að rita, svo til gamans., sjáðu til, sendi eg kökubita. GAMLA TUNGAN Gaman er að gleðja fólk á gömlu tungu Braga; hún hefir verið móðurmjólk mín um lífsins daga. A SJÓ OG LANDI Ægis dætur hefi eg hitt hlæjandi úti á sænum, líka hafa mér stundir stytt stúlkurnar hér í bænum. A FERD OG FLUGI Gamall er eg eins og þú sérð, ekki er mig að dreyma. Hugurinn er á fleygiferð, með fótinn annan heima. K. N. Frá Islandi Stefán Guðmundsson söngvari er nú kominn heim eftir fimm ára söngnám. Hjnir sjaldgæfu hæfi- leikar hans, sem snemma komu í ljós, hafa nú náð fullum þroska undir handleiðslu ágætra kennara, í sjalfu söngvanna landi Italíu. Árangurínn af náminu varð þeg. ar ljós á þessum fyrstu tónleikum. Og hann er mikill. mjög mikill. Hinn ítalski "skóli" ásamt ágætu upplagi hefir þegar gert Stefán að f ramúrskarandi söngmanni, og hygg eg að hann megi teljast í röð beztu söngvara Norðurlanda, og lofar hann þó miklu enn. Hinn uppruna- legi. fagri blær raddarinnar hefir haldist óbreyttur, en röddin þrosk- ast alhliða, og hef ir söngvarinn hana fyllilega á valdi sínu. Það er annars óþarft að fjölyrða um meðferð Stefáns á verkefnun- um. Hún var frá upphafi til enda jafn fáguð og vönduð og er það ef til vill ljósasti vottur unt þann list- ræna þroska, sem söngvarinn hefir yfir að ráða. Farið og hlustið! Hr. Billich aðstoðaði fínt og smekklega. \heyrendur voru í sjöunda himni. TTúsið troðfult. \'afalaust á söngv- arinn eftir að fylla það oft enn. P. í.—Mbl. 9. ágúst. Afmcelishátíð stenska ríkisþittgsins. Eins og .áðtir hef ir verið skýrt f rá hér i blaðinu á sænska ríkisþingið fimm alda afmæli á þessu ári og verða i tilefni af því hátíðahöld í Svíþjóð, seint í næsta mánuði. Alþingi var boðið að senda f jóra f ulltrúa á afmælishátíðina; Það tók hoðinu og fer einn maður fyrir hvern þingflokk. Flokkarnir tilnef ndu þessa menn: Jón Baldvinsson, forseti sameinaðs Jiings var tilnefndur af Alþýðu- flokknum, en hann getur ekki farið og fer í hans stað Stefán Jóhann Stefánsson, varaforseti neðri deild- ar. Gísli Sveinsson var tilnefndur af Sjálfstæðisflokknum, Jónas Jónsson af Framsóknarflokknum og Þor- steinn Briem a' Bændaflokknum.— —Mbl. 9. apríl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.