Lögberg - 16.05.1935, Blaðsíða 5

Lögberg - 16.05.1935, Blaðsíða 5
LÖGBEJRG, FIMTUDAGINN 16. MAl, i935. 5 Til unga fólksins i. Gamla, íslenzka fólkinu, sem fæddist og ólst upp á íslandi fækkar stöðugt. Flest af því hefir lifað örðuga baráttu. Þegar það kom til þessa lands, þurfti það að yfirstíga fjölda örðguleika, bæði frá hendi náttúrunnar og mannanna. Það ruddi skóga, plægði jörðina og smám saman flutti það sig úr logga- kofunum, þröngum og fátæklegum, yfir í þetri híbýli í sveitum og borg- um. — ITm leið og þessi stórvirki voru unnin, þurfti líka að berjast við fordóma og jafnvel litilsvirð- ingu ókunnra þjóða, sem ekki vissu, að fslendingar væru menningar- þjóð. Nú sjást greinar um það i víðlesnum blöðurn, að íslendingar séu með beztu borgurum landsins og hvar sem er njóta þeir fullrar Virðingar á við aðra menn. En hverjum og hverju er þetta að þakka? Sanra fólkinu, sem ruddi skógana og plægði akrana—það er gamla fólkinu að þakka. Þó ekki þeim, sem köstuðu þjóðerni sínu, máli sínu og bókmentum i ruslakist- una, heldur hinum, sem stóðu við það, hvar sem var, að þeir væru ís- lendingar. Þið eigið ekkert þeim að þakka, sem skriðu eins og hræddar mýs inn í allar enskar holur, sem þeir fundu, til þess að fela sín is- lenzku séreinkenni. Það eru hinir, sem lögðu á sig erfiði til þess að halda uppi íslenzkri starfsemi eða unnu verk sín af drengskap, hvar sem þeir voru staddir, undir nafni íslendingsins—það eru þeir, sem þú átt að þakka þá aðstöðu, sem þú sjálfur nýtur í dag. Við getum fundið ýmsa galla á starfsemji gþmla fólksins, ef við kærum okkur um að horfa fyrst og fremst á þá hliðina. En þegar við samt virðurn fyrir okkur alt, sem það hefir komið’ til vegar hljótum við að spyrja: Hvar fékk það styrk og stuðning til þessarar þrautseigu baráttu? Getur yngri kynslóðin átt 'kost á því sama ? Gamla fólkið fékk stuðning sinn frá íslenzkri menningu og íslenzkri kristni. Það hafði kynst þessu i bernsku sinni og flutti það með sér yfir um hafið. Það varðveitti þetta með lestri íslenzkra bóka og útgáfu blaða, með bréfaskriftum og lenzkum messum. Og af öllu þessu urðu foreldrar ykkar meiri menn en ella hefði orðið. EMPTY HIS FOUNTAIN PEN Bishop in the St. Louis Star-Times. En hvað er með ykkur sjálf ? Mér finst eins og eg heyri ein- hvern hvísla: Það er öðru máli að gegna nú, þegar alt er orðið fult af skólum, senr unga fólkið gengur á. Nú geta sumir jafnvel lesið franskar bækur og allir lesið ensk blöð, skrifast á við svart fólk í Af- ríku og gult fólk í Asíu og verið á enskum samkonium og messum. —Já, þetta er alt-gott og blessað. Gangið á alla skóla, sem þið eigið kost á. Lesið bækur og blöð á öll- um veraldarinnar tungumálum; skrifist á við fólk með öllum regn- bogans litum og sitjið ykkur aldrei úr færi að heyra enskar ræður, ef ykkur langar til. En ef. þið getið grætt á þessu, hví skylduð þið þá ekki geta líka grætt á því að kynnast íslandi, is- lenzkum bókum, íslenzkum mönn- um, og vera í íslenzkum félögum og íslenzkum kirkjum? Auðvitað græðið þið á því, og sem betur fer, er fjöldi ungra manna og kvenna víðsvegar um Vesturheim, sem leggur stund á alt þetta, og enn aðrir, sem hafa öll skil- yrði til þess, en láta eitthvað draga úr sér kjarkinn. II. Eitt af því, sem ætti að geta frætt ykkur um ísland og hjálpað ykkur til að skilja það, sem er islenzkt, er það, að eiga kunningja á íslandi. En hvernig á að eignast þá kunningja? Sumir geta kannske farið heim sjálfir og kynst þar einhverjum skemtilegum náungum, sem þeim likar vel við. En lang-flestum er þetta ómögulegt, og því verður að finna önnur ráð handa þeim, t. d. það að útvega þeim kunningja, sem 1S vilja skiftast á bréfum við þá. Þetta vill nú Þjóðræknisfélagið re\’na og stjórnarnefnd þess hefir beðið mig að skrifa um málið og aðstoða við framkvæmd þess. Þeir, sem því kynnu að vilja sinna þessu, eru beðnir að senda mér nafn sitt og heimilisfang. Utanáskrift mín er: Wynyard, Saskatchewan. Gott væri að nokkrar upplýsingar fylgdu með, helzt þessar: (i) Aldur. Nemið brott bólgu og blóðrensli GYLLINIŒÐAR (Hæmorrhoids) Með Zam-Buk Herbal Ointment Ointment 50c — Medicinal Soap 25c ÞEGAR SUMARHITINN FERÍ HÓND veltur mikið á að hafa notalega skó Margra ára sérþekking i verzlun skó- fatnaðar, hefir aflað búð vorri alinanna álits. MacDonald Shoe Store Limited 494 MAIN STREET (2) Starf, staða eða skólaganga. (3) Hvort óskað er eftir að skrifast á við pilt eða stúlku og á hvaða aldri. Stundum vilja stúlkur frekar skrifast á við pilta og piltar við stúlkur, og hreinasti óþarfi að vera feiminn við að kannast við slíkt. (4) Hvort hinn nýi kunningi á frekar að eiga heima í sveit eða kaupstað, vera skólanemandi, bóndi, sjómaður, tilheyta sérstökum fé- lagsskap, eins og t. d. skátareglu eða góðtemplarastúku o. s. frv.— Alt þetta eru góðar bendingar, þótt kanske sé ekki alt af hægt að fara eftir þeim. . (5) Hvort rnenn vilja skrifast á við menn í einhverjum sérstökum lan’dshluta. (6) Hvort bréfaskiftin geta far- ið að öllu leyti fram á ensku, eða nota þarf ensku líka. Reynið að skrifa á íslenzku það sem þið getið. Það gefur ykkur æfingu. Sé það alls ekki hægt, gætuð þið skrifað á ensku, en hin á íslenzku. Þegar eg fæ nöfn ykkar, sendi eg þau einhverjum presti, skólastjóra, félagsformanni eða öðrum, sem eg treysti til þess að hjálpa okkur, og svo bíðum við róleg eftir svari. Eg efast ekki um, að þið hafið gaman af þessu og gagn líka, og þegar þið komið til íslands seinna, verða þar þó alt af einhverjir, sem þið þekkið. Nokkur nöfn er þegar búið að senda, og fleiri koma sjálf- sagt á eftir. Með beztu kveðjum, Jakob Jónsson. Snjóflóðið mikla í Seyðisfirði —fyrir 50 árum— í febrúarmánuði 1885 gekk að með grenjandi stórhrið um alt Aust. urland. Hélst hún óslitið í rúmar fimm vikur og var fannkoma, svo mikil, að menn mundu ekki aðra eins. Féllu þá snjóflóð viða og ollu tjóni, en ógurlegast var snjóflóðið sem féll á Séyðisfjarðarkaupstað á Öskudagsmorgun, 18. febr. í bréfi frá Seyðisfirði, dagsettu 2. marz, segir svo frá: — Snjóflóðið kom klukkan að ganga 9 um morguninn, yfir miðja Ölduna, þ. e. kaupstaðinn við Seyð- isfjarðarbotn, úr Bjólfinum, öðru nafni Biýhólstindi, snarbröttu fjalli fyrir ofan kaupstaðinn, nær 2000 feta háu. Eg var með þeim fyrstu, sem komu þar að, og þvílika sjón hefi eg aldrei á æfi minni séð. Fjórtán íbúðarhúsum var að niiklu leyti sópað út á sjó, þótt meginhluti þeirra liggi annaðhvort í sjávarmáli eða á grundinni milli fjalls og fjöru. Svo mjög dimdi yfir, er snjóflóðið féll, að vel varð sýnilegt á dagsbirtunni. Úr öllum áttum heyrðust óp og vein þéirra, er fyjrir snjóflóðinu höfðu orðið. Menn komu naktir hvaðanæfa, vaðandi gegn um snjó og ís. Þegar samdægurs voru gerðar tilraunir að grafa eftir fólki, og hepnaðist að ná nokkrum með lifi. Barn eitt, sem náðist, var að sjá andvana, kalt og hálfstirðnað, en lifnaði við lífgunartilraunir læknis vors. Síðan hefir verið haldið áfram að grafa í snjónum og rústunum dag éftir dag, þegar fært hefir ver- ið fyrir illviðri, er staðið hefir nú í fullar 5 vikur, með þeirri mestu fannkomu, sem eg hefi séð um mína daga. 1 þessum 14 íbúðarhúsum bjuggu á að giska 88 manns; þar af eru dauðir 24, en auk þess margir særðir meira og minna, svo sem handleggsbrotnir, viðbeinsbrotnir m. m. Eitt likið, kona, var með skurð voðalegan yfir þvert andlit, eftir brauðhníf, er hún hefir haft í hendinni er skriðan skall á. Var það mikið lán í óláni, er hér naut læknis við (kand. Bjarna Jenssonar, er settist að í Seyðisfirði í haust eftir fjárveitingu síðasta alþingis), enda hefir hann haft ær- ið að vinna, sem nærri má geta, og ekki látið sitt eftir liggja. Fólkið sem fórst. I Hotel Island: Henrietta Tho- strup ungfrú; Geirmundur Guð- mundsson verslm., Guðríður Ei- riksdóttir, Bjarni Bjarnason. I svokölluðu Blöndalshúsi: Valdi- mar Þorláksson, Blöndal verslun- arm. og kona hans, Guðrún Bjarna- dóttir. í Garðhúsum: Hólmfríður Þórð- ardóttir. í Vingolfi (lyf jabúðinni) : Mark- ús Ásmundsson Johnsen og Ragnh. Jónsdóttir. Á Álfhól: Sigurður Þórarinsson, Ingibjörg Geirmundsdóttir, Guðjón og Þorsteinn börn þeirra. Á Grund: Steingrímur Sigurðs- son, Ingibjörg kona hans, Sigur- björg vinnukona og Einar Ólafsson barn.—í öðru húsi þar: Guðný Sig- urðardóttir og David Petersen verzlunarstjóri. í húsi Magnúsar Sigurssonar: Sveinbjörg kona hans og tvö börn þeirra. í Hátúni: Guðrún Jónsdóttir. á Bjargi: Vilborg Nikulásdóttir. Sagt er að tala þeirra, er fyrir flóðinu urðu, en komust af, hafi verið 64. Björguðust rnargir með furðulegum hætti, eins og oft vill verða, þegar slík slys ber að hönd- um. Þau Thostrup veitíngamaður og kona hans höfðu svefnherbergi uppi á lofti í hótelinu og það vildi þeim til lífs, því að þau gátu skrið- ið þar út um glugga í því bili er snjóflóðið var að bera húsið á sjó út, fram hjá bryggju. Frú Tho- strup hafði áður lent í snjóflóði (13. jan. 1882) og barst þá á sjó út. Flest likin fundust í rústum hús- anna. Lík Markúsar lyfsala fanst undir eins, þvi að rúm hans stóð kyrt, en öll yfirbyggingin hafði fallið ofan á hann og hefir deytt hann á einu augnabliki. Sama útlit var um alla aðra er fundust, að þeir hefði dáið þegar í stað. Fólkið, sem af komst, stóð uppi allslaust, rúið inn að skyrtunni í orðsins bókstaflegu merkingu, óg sumt hafði skriðið alls nakið upp úr snjónum. Varð það að setjast upp á aðra bæjarbúa. Eignatjónið var talið 50—60 þús- undir króna, og mundi það ekki þykja hátt mat nú á dögum. Var leitað samskota, og sendi for- ^töðunefnd hállærissamskotanna Islenfcku í Kaupmannahöfn 10 þús- und króna virði af samskotum til Séyðisfjarðar. — Lesb. Mbl. Kristín Gnnnlaugsdóttir -1855 -1935— Mánudaginn 8. apríl þ. á. andað- ist Kristín Gunnlaugsdóttir á heim- ili Jóns Jónassonar i grend við Akra, N. Dak. Hafði hún verið ráðskona á heimili þessu í fjölda mörg ár. En nú síðustu mánuði mjög biluð á heilsu og rúmföst. Kristín fæddist 15. marz 1855. Voru foreldrar hennar Gunnlaugur Gunnlaugsson ættaður úr Eyjafirði og Ásdís Pálsdóttir ættuð úr Skaga. firði. Kristín var aðeins 4 ára er foreldrar hennar dóu. Höfðu þau búið á Nýjabæ í Hörgárdal í Eyja- fjarðarsýslu. Fór Kristín þá til afa Póátið peninga tryggilega Er þér sendið peninga með pósti, skuluð þér nota Royal Bank ávís- anir. Það verður bæði sendanda og viðtakanda til hagsmuna og þæg- inda. Kaupa má bankaávísanir í hverju útibúi bankans í dollurum og sterlingspundum. ROYAL BANK O F C A N A D A og ömmu sinnar, Gunnlaugs Gunn- laugssonar og Kristínar Sigurðar- 1 dóttur, og var hjá þeim til 16 ára aldurs. Þá misti hún ömmu sína. Tuttugu og tveggja ára að aldri (1877) giftist Kristin Kristjáni ívarssyni, ættuðum úr Eyjafirði. Varð þeim tveggja barna auðið. Hét sonur þeirra Gunnlaugur, dá- inn 22. marz 1917. Dóttirin heitir Kristin. Býr hún hér í bygð og er gift John Glasspool. Árið 1905 kom Kristín til Ame- ríku; settist hún að í íslenzku bygð- inni í N. Dakota og hefir dvalið þar mest af og lengstan tíma í grend við Akra, N.D. Kristín sál. var gáfuð kona og bókhneigð. Ilún var einnig kjark- mikil og bjartsýn. Skyldurækin var hún ávalt, og stundaði verk sín með hinni mestu trúmensku. Enda var hún sérlega vinsæl af þeim, er þektu hana og mjög vel metin. Er hún var jarðsungin frá heim- ili Jóns Jónassonar og Vídalíns kirkjunni af sóknarprestinum, séra H. Sigmar fylgdi henni hópur ætt ingja og vina til grafar. Og var auðsætt að' hún hafði átt ítök í hjörtum margra í hópi samferða- fólksins. Akureyrarblöðin eru vinsamlega beðin að taka upp þessa dánarfregn. H. S. Erlent trúboð Þetta er aðeins áminning til safnaða kirkjufélagsins og félaga og einstaklinga innan þeirra vébanda, og annara vina trúboðshugsjónar og trúboðsstarfs kristninnar, að all- ar gjafir og tillög til að styðja er- lent trúboð það, er þau trúboðshjón. in séra S. O. Thorláksson og kona hans vinna að í Japan, ættu að sendast til hr. S. O. Bjerring, fé- hirðis, 550 Banning St., Winnipeg, áður en fjárhagsár kirkjufélagsins endar, þann 10. júní. Kirkjufélag- ið hefir frá byrjun starfsemi þeirra lagt nokkurn skerf til þessa erlenda trúboðs árlega, og síðasta kirkju- þing endurtók fyrri samþyktir i þessu efni. Gengur því sú upphæð sem inn kemur á árinu til erlends trúboðs til þessarar starfsemi alt að $1200. Flestir söfnuðir og félög er styðja þetta málefni jafnaðar- lega, munu þegar hafa gert ráð- stafanir að gangast fyrir frjálsum tillögum einnig á þessu vori. Að sjálfsögðu má einnig vænta þess að prestar kirkjufélagsins leitist við að auka skilning á trúboðshugsjón kristninnar og áhuga fyrir því að framfylgja henni. Til þess að frjáls tillög verði sem almennust þó getan sé nú víða lítil, þarf mál- efninu að vera sem bezt haldið vak- andi. Væri því vel að sem víðast væri þess minst af prédikunarstól- um og í kristilegum félögum, sem oftast. Mjög ber að meta einnig áhuga þeirra einstaklinga víðsvegar, sem árlega senda tillög sín. Allir þessir trúboðsvinir eru þá enn aft- ur ámintir um þessa hlið vorrar kristilegu starfsemi. Að sem flestir séu með, er augnamiðið. Þeir einir eru kristnir, sem meta kristindóminn fyrir eigið líf sitt. En þá hlýtur hann einnig að vera sú blessun er þeir vilja að sem flestir aðrir megi eignast hlutdeild í. Ann- ars verður bræðralagshugsjón kristninnar fremur veigalítil. Wynyard, Sask., 13. maí, 1935. K. K. Ólafson, forseti kirkjufél. Hin vinsœla leið TIL 0 Islands Islendingrar, sem mikiS hafa ferð ast hafa orðiC þess varir að þæ(í- indi, þjðnusta og viðurgerningur á öllum skipum Canadian Pacific félagsins eru langt fram yfir það sem þeir höfðu frekast búist við. BBINAR FERÐIR TIL tSLANDS Skipaferðir tíðar og reglubundnar frá Montreal. Eftir full- komnum upplýsingum og bæklingum leitið til næsta um- boðsmanns eða W. C. CASEY, Steamship Generai Passenger Agent, C.P.R. Bldg., Winnipeg.—Símar 92 456-7 CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.