Lögberg - 16.05.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.05.1935, Blaðsíða 6
6 LÖGBDRGr, FIMTUDAGINN 16. MAÍ, i935. Heimkomni hermaðurinn “Fg hefi átt all-ítarlegt tal við Margréti frænku, ” sagði Molly Cameron; “að því er 'þig sjálfan snertir, þá er þér fullkunnugt um málavöxtu, að einu atriði undangkildu. Ein- hverra óviðráðanlegra orsaka vegna, annað- hvort vegna truflunar á póstsambandi eða öðru, þá barst mér ekki í hendur seinasta bréfið frá Don fyr en fullum mánuði eftir dauða hans. 1 þessu bréfi var í raun og veru fólgin sú eina huggun, er Lolly naut, seinustu dagana sem hún lifði, eða réttara sagi þá dag- ana, sem eg leyndi henni í herbergi mínu og ■sendi mömmu hennar bréf, sem þannig var g'engið frá, að ekki var annað sjáanlegt en þau kæmi frá Sacramento. Eg geri ráð fvrir að þig hafi rent grun í það, að það var eg, sem gerði ráðstafanirnar og samningana við sjúkrahúsið. Mig hafði aldrei órað fyrir því, að það yrði Lolly ofurefli að ala barn sitt, og að hún myndi látast qf barnsförum. Eg orð- aði bréfin þannig, að þau. ylli Margréti frænku sem allra minstar undrunar og trúði því eins og nýju neti, að svo væri rækilega um alla hnúta búið, að telja mætti altltrygt. Það var talið sjálfsagt að hún tæki með sér gifting- arvottorðið á sjúkrahúsið. Og hún var orð- in svo yfirkomin af allri þeirri armæðu, er hún var sokkin ofan í og öllum hinum lítil- lækkandi aðstæðum, að það var engu líkara en hún kysi helzt að bréfið væri á þeim stað, þar sem læknar og hjúkrunarkonurkonur helzt ræki í það augun. Hún varð knúð til þess að hafa sannanir við hendi, vegna hættu þeirrar, er hennar eigin sjálfsvirðingu hafði verið stofnað í; hún hafði tekið út verulegar þ.ján- ingar sálinni, engu síður en líkamanum. Þeg- ar Margrét fór að róta til í skúffunni með það fyrir augnm að huga að einhverju, sem gera þurfti við, var giftingarvottorðið með því fyrsta, er fyrir henni varð.” “Pdg vona að 'þér skiljist,’’ sagði .Jamie, “að eg opnaði aldrei pakkann; eg hafði enga minstu hugmynd um j>að hverjum þú hafðir fengið í hendur giftingarvottorðið og hring- inn; eg vissi ekki einu sinni í hvers nafni þú hafðir tekið leyfisbréfið; eg vissi aðeins það, er eg kom á sjúkrahúsið, að segði eg nokkuð í þá átt, að stúlkan væri mér ókunnug með öllu, ]>á hlyti ]>að að varpa ]>ungum skugga á hana og þess vegna tók eg með fullu jafnaðar- geði ofanígjöf frá lækninum og lét sem ekkert hefði í skorist. ” Molly Cameron gekk fram á mitt gólfið og rétti lít arma sína. “Þvílík vanvirða,” hrópaði hún upp yfir sig. “Eg get samt fullvissað þig um það, að Lolly skýrði hjúkrunarkonunni frá því i mín eyru, að þú værir heiðursmaður, sannur heið- ursmaður og mættir ekki vamm þitt vita í neinu; að þú hefðir int af hendi fórn, er eng- um öðrum manni hefði nokkru sinni til hugar komið að inna af hendi..” “Hjúkrunarkonan tók málstað minn,” sagði Jamie, “og það svo röggsamlega, að la*knirinn bað mig auðmjúklega fvrirgefning- ar. Það út af fyrir sig gat auðvitað verið gott og blessað; þó bætir það að engu upp breytni mína gagnvart þér í gær. ” Jamie gekk í áttina til Mollv Cameron og rétti fram handleggina. “Er þess nokkur von, Stormgyðja, að þú getir og viljir fyrirgefa mér. Geturðu trúað því eða viltu trúa því, að hið ógróna sár, sem eg bar á brjóstinu, nóttina góðu, sem eg fyrst hitti þig í fárviðrinu á gnýpunni; sárið, sem eg hafði búist við að þá og þegar myndi binda enda á líf mtt, er nú, sakir aðdáanlegrar um- önnunar af hálfu Margrétar frænku þinnar, og sólbaðanna niður við ströndina, gróið að fullu. Geturðu trúað því, að eg, þrátt fyrir stríðsörin, sé nú orðinn heil'brigður maður að fullu?” “Jamie,” sagði Molly, “já, Jamie; eg hefi aldrei áður fyr á æfi minni fvrir fundið jafn margorðan Skota sem þig. Það hlýtur að vera Ameríku að kenna, eða hinum ame- rí.sku siðum. Eg fer að tapa trúnni á hinn skozka uppruna þinn, ef þessu heldur áfram. Verulegur Skoti mundi færa sig feti nær, og það alveg formálalaust, og spyrja hreinskiln- islega: Viltu? .... Hann gengi út frá því sem gefnu að svarið yrði jákvætt, og færi svo • úr því að gera ráðstafanir viðvíkjandi fram- tíðinni. Jamie varð þungt um andann og veittist örðugt að koma fyrir sig orði. Þess- vegna varð það Molly, sem skar upp úr. Hún rykti vitund við höfði, leit beint upp í loftið og sagði: “ Já, }>ú getur fengið mig nær sem ]>ú vilt.” Jamie réði sér ekki fyrir fögnuði. Eg vil giftast þér undir ein.s í dag; fara sam- stundis á skrifstofuna, er selur leyfisbréfin og koma öllu vafningalaust í kring. Eg er orðinn fvrir löngu fullsaddur af þessn æfin- týralífi. Eg þarfnast ]>ín; eg þarfnast heim- ilis þar sem ást þín ræður ríkjum; þar sem eg verð fullvalda býflugnavörður, og þú full- vahla drotning mín.” Hvað heldurðu að leyfisbréfa skrifstofan segi, ef sama stúlkan kemur þangað eftir svona skamman tíma og biður um leyfisbréf undir öðru nafni ? ’ ’ Jamie vafði Molly örmum sínum um leið og hann leit hlæjandi lengi og ástúðlega í aug-u hennar. “Láttu mig um leyfisbréfa- skrifstofuna. Þeir, sem þar eiga hlut að máli, hljóta að vera menskir menn; menn, sein hægt er að sannfæra; menn sem þekkja inn á lífið. Eg fer þangað beina leið til þess að skýra fyrir þeim hvernig í öllu liggur. Þú mátt trevsta því, að þar fellur alt í ljúfa löð. Mér hefir stundum áður lánast að sannfæra fólk, og eg efast ekki um að svo verði einnig í þetta sinn. ” “Molly! Eg vil að þú skiljir það til fullnustu, að eg trúði því aldrei í hjarta mínu, að þú hefðir leitað til mín í ofviðrinu þín sjálfrar vegna; eg hafði það ávalt á meðvit- undinni, að þú værir að fórna einhverju afar verðmætu, annari stúlku til bjargar. Molly. Cameron leit ástljómuðum augum á Jamie. Mér Var fyrir löngu kunnugt um hugarfarsafstöðu þína í þessu tilliti,” sagði hún undur blíðlega. 'Svo vafði hrín hand- leggjunum um háls Jamie, unz höfuð hans svo að se’gja huldist í þykku og silkimjúku hári hennar. ENDIR. Fréttaritarinn sem gerði sjálfan sig að konungi Eftir Richard Harding Davis (Sv. 0. þýddi) “Hér kemur skeyti til Leonard T. Travis, Bandaríkja konsúls á Opeki,” las.Stedman. ‘1 Sendið nákvæma skýrslu um hin miklu dráp á Ameríkumönnum af völdum þýzkra her- manna. Utanríkis — gmð komi til, stamaði Stedman og hætti að lesa, horfandi með ang- istaraugum á símavélina—Utanríkisráðgjaf- inn. “Þetta rekur endahnútinn á alt saman,” rurndi í Gordon, reitandi hár sitt og felandi andlitið í höndum sér. “Nú kemst eg ekki leng'ur hjá því að drepa nokkra. ” “Albert Gordon fréttaritari, ” las Sted- man, eins hátíðlega og hann væri að lesa dauðadóm, “er hershöfðingi Thomas Brad- ley, sá er nú ræður yfir hersveitum Opekinga, sami maðurinn og hinn víðfrægi Sir Thomas Kent-Bradley, hershöfð(ingi úr Creamean stríðinu. Fréttaritari London Times, San Francisoo fréttablaðsskrifstofan. ’ ’ . “Haltu áfram, haltu áfram,” sagði Gor- don í angist sinni. “Eg er farinn að venjast við. Haltu áfram.” “Bandaríkja-konsúll, Opeki,” las Sted- man. “Utanríkisráðgjafinn biður um nöfn þeirra Englendinga, er lífið mistu í hinni miklu skothríð er Þjóðverjar hófu af herskip- inu Keisarinn; einnig áætlun um eignatjón. Staughton, sendiherra Breta í Washington.” ‘ ‘ Stedman! ’ ’ orgaði Gordon um leið og % hann stökk á fætur. “Þetta ér einhver mis- skilningur einhversstaðar. Þessir menn gátu ekki allir lesið frétt mína þannig. Einhver hefir bætt við og aukið það, sem eg sagði; og nú verð eg að láta fólkið hérna sanna þessar fréttir, hvort sem því líkar betur eða ver, og annaðhvort kæfa það í blóðflóði eða sprengja }>að í loft upp. Svaraðu ekki neinu af þess- um skeytum nema því frá Dodge, og segðu honum að alt hafi verið fremur rólegt og við- burðalítið síðan, og að eg muni senda honum fjögur þúsund orð um' flótta íbúanna og um- búnað þess við fjallaræturnar, og nokkur þús- und í viðbót um sendisveitina, er send var út af örkinni að njósna um ferðir Þjóðverja og gerðir þeirra hér á eynni.—Og nú fer eg að koma róti á hlutina.” Gordon kvaðst mundi verða í burtu í tvo tíma í minsta lagi. Stedman treystist ekki til að veita móttöku fleirum af þessum tauga- skerandi skeytum er hann var orðinn einn, svo hann símaði til Octavia: “Vertu sæll í tvo tíma,” og hljóp svó eins og byssubrendur út úr símastöðinni. Hann larfaðist niður í flæðarmál og settist þar á stein í hugsnuar- leysi og ték að þurka hinn kalda svita er draup af enni hans með vasaklút sínum. “Þegar maður hefir ekki veitt móttöku neinu öðru en veðurskýrslum frá Octavia í heilt ár,” nöldraði hann við sjálfan sig; “þá getur það verið dálítið truflandi að fá skeyti frá öllum kórónu-hausum í Evrópu og ráð- gjöfum þeirra, biðjandi um nákvæmar upp- lýsingar um blóðsúthellingar, sem aldrei hafa áttsérstað.” Eftir tvo tíma kom Gordon til baka frá konsúlshúsinu með lieilan bunka af hand- ritum í höndunum. “Hér eru þrjú þúsund orð,” sagði hann vonleysislega. “Eg hefi aldrei skrifað meira og sagt minna um mína daga. Það mun koma út á þeim tárunum á skrifstofunni. Bg varð að láta eins og þeir vissu um alt sem hefði skeð hingað til, þeir líklega vita meira en við; svo hlóð eg spádóm ofan á spádóm um meiri óeirðir og lögbrot í framtíðinni; einnig sauð eg saman langt samtal við sjálfan mig og þess afdánkuðu kónga. Þær emu fréttir, sem skeytið liefir að flytja eru um það, að sendi- mennirnir, sem áttu að gæta að ferðum Þjóð- verja, væri komnir til baka og hefðu hvorki orðið varir við skipið né nokkra menn á landi, og að álit þeirra sé, að þeir muni hafa siglt til liafs; og svo bætti eg því við í endanum, að héðan væru engar fréttir, og er það það sannasta í þessu öllu saman. Bara hugsaðu þér, Stedman,” bætti liann við í öngum sín- um, “hugsaðu þér, að þeir hafi siglt alfarnir á burt, hvað á eg þá að gera?” ‘ ‘ Það er um mig að segja, ’ ’ sagði Sted- man, “að eg er logandi hræddur að koma nálægt símanum. Það er eins og eg sé að leika mér með eld. Mitt veika taugakerfi l>olir ekki annað eins og við höfum fengið í morgun. ’ ’ Gordon henti sér sorgbitinn niður á stól, en Stedman drógst hægt og varlega að síma- borðinu, eins og hann byggist við sprenging þaðan þá og þegar. “Hann er byrjaður að bölva aftur;” sagði hann raunalega, sem svar upp á hinar .spyrjandi augnagot, er Gordon sendi honum. ‘ ‘ Hann vill fá að vita hvenær eg ætla að hætta að hlaupa frá símanum. Hann segir hafa hrúgur af skeytum fyrir okkur, en eg held • eg ætti að demba þínu á hann fyrst; finst þér það ekki líka?” “Jú, það finst mér,” svaraði Gordon, eins og úti á þekju. “Eg kæri mig ekkert um fleiri skeyti en eg hefi fengið. Þetta er það bzta sem eg get gert, ” sagði hann um leið og hann kastaði handritinu á borðið fyrir fram- an Stedman. ‘ ‘ Og svo mega þeir halda áfram að hljóða um meira þangað til að vírarnir eru orðnir rauðheitir, en þeir fá ekkert meira frá mér, farið það í horngrýti. ” Það var steinhljóð á -stöðinni nokkra stund, meðan Stedman var að grúska í hand- riti Gordons, sem starði niðurlútur og övænt- ingarfullur út á sjóinn. “Þetta er nokkuð þunt hjá þér, Gordon,” sagði Stedman er liann loks leit upp. “Það er líkast því að maður gæfi manni mjólk er hann biður um brennivín.” “Heldurðu eg viti það ekki, asninn þinn. Það er það eina og bezta, sem eg gat hugsað mér. Það er ekki mér að kenna að við erum ekki allir dauðir. Bg get ekki drepið neina útlendinga þegar engir útlendingar eru til að drepa. Það eina, sem eg get gert er að fyrirfara sjálfum mér, og það mun eg gera, ef ekkert kemur fyrir. ’ ’ Svo sendi Stedman ékeyti Gordons til Octavia, og að því búnu þögðu þeir langa stund, og það eina, sem rauf þögnina, bæði úti og inni, var sjávaraldan, er hún skall á kóral- rifinu úti í firðinum. Alt í einu kiptist Sted- man við og horfði vandræðalega á símavélina, sem nú var tekin til að tifa. “Hann er farinn að tala Ijótt aftur,” sagði hann; “hann segir að þetta skrif þitt sé eintóm andskotans vitleysa. Hann segir að hlutirnir í Y.C.C. séu komnir upp í hundr- að og tvo, og að hluthafarnir séu að losa sig við þá, og græði á tá og fingri, og að svona vitleysisrugl sé ekki það, sem félagið kæri sig um að sent sé eftir vírum þess. ” “Hvað ímyndar hann sér að eg sé að gera hér?” orgaði Gordon. Heldur hann að eg hafi rifið niður þýzka flaggið og sett sjálf- an mig í lífshættu einum sex sinnum, bara til að auka verð og sölu á hlutum Yokohama félagsins ? Ha.nn er vitlaus! Þú ættir í það minsta að geta talað ljótt til baka. Segðu honum í fáum orðum hvernig í öllu liggur. Hættu þessu fálmi í blöðunum! Seg(ðu aðal- skrifstofunni, að við séum að bíða meiri á- tekta,‘ og í millitíðinni verði þeir að gera sig ánægða með það, sem við sendum; við séum að gera það bezta sem við getum. Bíddu, sendu þetta til Octavia. ” Gordon byrjai að skrifa og las upphátt jafnóðum og hann skrifaði: “Símstjóri, Odtavia:—Þú v|rðist hafa misskilið mitt fyrra skeyti. Mergurinn máls- ins er þetta: Menn af þýzku herskipi komu hér á land og drógu upp flagg sitt; það var skömmu síðar dregið niður og Bandaríkja- fáninn settur í staðinn, og honum heilsað með skoti úr bras-fallbyssu. Þýzka skipið svaraði þessu með öðru skoti sem hitti flaggstöngina, sundraði henni í þúsund mola og sendi flagg- ið til jarðar; skipið sigldi síðan á burt og hefir ekki sézt til þess síðan, og engin líkindi að það sjást nokkurn tíma. Tveir kofar hristust um koll og eru þetfa einu skemdirnar sem hér urðu að undanteknu því, að fallbyss- an okkar sprakk í loft upp, og með henni eyði- lögðust allar hervarnir á eynni. Engum, hvorki innlendum né útlendum hefir verið slátrað. Allir Englendingar samanstanda af tveimur sjómönnum, sem hafa verið liér um nokkurn tíma undanfarandi. Ameríkumenn- irnir eru hér einnig bara tveir, unglingurinn sem sendir þér þetta skeyti og eg sjálfur. Okkar fyrsta skeyti var satt og rétt í öllum aðalatriðum en kannske ekki nógu nákvæmt í smáatriðunum. Eg orðaði það þannig með vilja, því eg bjóst við meiri viðburðum innan skamms; en ekkert hefir komið fyrir síðan, og það er ekkert útlit fyrir að nokkuð ætli að koma fyrir framar. Þetta er alt og sumt, og þarna liefir þú það. Albert Gordon. ’ ’ “Jæja, hvað segir hann um þetta?” spurði Gordon eftir litla þiign. “Hann segir ekki neitt ennþá,” svaraði Stedman. ‘ ‘ Eg liugsa það hafi liðið yfir liann. Hér kemur það,” sagði hann í sömu andránni. Svo hallaði hann sér fram á borðið og grúfði sig fram yfir símavélina, en Gordon stökk upp af stólnum og tók sér stöðu við hlið han.s meðan hann veitti móttöku því sem fylgir: “Kæri Stedman,” las Stedman ofurhægt og rólega. “Þú og þessi ungi vinur þinn eru tveir röskir hálfvitar. Ef þú hefðir lofalð mér að senda þér skeyti þau, sem hér bíða til ykk- ar, þá hefðuð þið hætt við að senda þessa barnalegu viðurkenningu nm sekt ykkar í þessu sambandi. Það eina sem þið getið gert, og nokkur skynsemi er í, er að komast burt af Opeki sem allra fyrst, eða ef þess er eng- inn kostur, þá að fela ykkur uppi í fjöllunum með hinum hálfvitunum. Eg er hræddur um að eg hafi komið þér í klípu hjá félaginu, samt er það ekki víst, því eg hefi grun um að þeir .skuldi þér fyrir nokkurra mánaða þjónustu. Þú hefðir átt að vita svo mikið og kaupa hluti í félaginu meðan þeir voru aðeins fimm cent stykkið, eins og eg gerði. Þú ert langt frá að vera eins gáfaður og margir aðrir. En í sambandi við kunningja þinn, þennan stríðs- fréttaritara, er þaJð að segja, að hann hefir eyðilagt sig fyrir lífstíð. Þú skilur, góði Stedman minn, að þegar eg hafði sent ykkur fyrsta skeyti, og fyrirspurnum rigndi inn úr öllum áttum, en mér var alveg ómögulegt að fá þig til að gegna, ]>á tók eg mér það frelsi að svara nokkrum þeirra sjálfur, fyrir ykk- ar hönd. ” “Guð komi til,” stundi Gordon. Stedman varð náfölur og köldum svita .sló út um hann allan, og draup í dropatali af enni hans og kinnum. , “Þetta fyrra skeyti ykkar,” hélt hann áfram að lesa með þrautum, “var svo ná- kvæmt og vel frá gengið, að eg sá mér fært áð fylla í eyðurnar, og á þann hátt að seðja að nokkru hina hungruðu munna blaðanna, sem alt af voru að hljóða um meira, meira, meira; en um fram alt sá eg í hendi minni, að það mundi auglýsa Y.C.C. félagið og hluti þess, og það var mér fyrir mestu. Þetta hefi cg verið að gera meðan þið sváfuð. Sökum ókunnugleika míns um fólksfjölda og annað á eyju ykkar, þá getur verið að eg hafi farið skakt með eitthvað smávegis. Eg t.. d. drap eina hundrað Ameríkumenn, sem þar áttu hoima, tvö hundruð Englendinga, því mér líkar þeir ekki og vil losna við þá, og eitthvað á annað hundrað Frakkar hrukku upp af í skothríðinni. Eg sprengdi í loft upp með dýnamíti, konungshöllina og gamla Ollypýbus með, holaði alla borgina með sprengikúlum og eyðilagði eitthvað um hundrað dollara virði af eignum borgarbúa. Svo beið eg ró- legur eftir fréttum frá vini þínum, þar sem hann staðfesti frásögn mína, með meiri manndrápum og skemdum, en þetta hefir hann svikist um að gera. Mér þykir þetta mjög leiðinlegt, fremur hans vegna en mín, því eg hefi beðið kunningja mína í San Fran- cisoo að selja alla hluti mína í Y.C.C. félaginu og ]>að hefir liann gert, og fengið einn dollar og tvö cent fyrif hvern þeirra; og nú bíða mín a'llir peningarnir þar til eg kem þangað. Eg legg á stað í dag frá Octavia að innheimta minn réttmæta gróða. Eg hefi auðgast um tuttugu þúsund dollara á þessu litla stríði ykkar, sem eg er mjög þakklátur fyrir. Svo þakklátur, að eg get glatt ykkur með þeirri frétt, að hið þýzka herskip, Keisarinn, er komið til San Francisoo. Kafteinninn hefir gefið skýrslu um atburðina og boðist til að bæta með hverju sem krafist verður fvrir að Bandaríkjaflaggið féll niður í ógáti. Hann seglst hafa miðað á fallbyssuna, enda hafi henni verið miðað á skipið og kúla send í átt- ina til þess. En þú hlýtur að sjá það, minn kæri vinur, að áður en hann komst í höfn, höfðu hin ýmsu stórveldi sent lierskip sín áleiðis til Opeki, að hefna fyrir hryðjuverðin, sem eg lýsti á þegnum þeirra. Viðvörun mín ætti að vera þegin með þökkum. lög er í skuld við ykkur, sem svarar tuttugu þúsund doll- urum, og sem lítinn þakklætisvott vil eg gefa vkkur heillaráð: Farið burt frá Opeki. Ef það er enginn annar vegur að komast þaðan nema syndandi, þá gerið þið það; en um fram alt, farið!”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.