Lögberg - 16.05.1935, Blaðsíða 7

Lögberg - 16.05.1935, Blaðsíða 7
LÖGBEiíG, FIMTUDAGTNK 16. MAI, i935. 7 ENDURVEKIÐ ÆSKUFJÖRIÐ NUGA-TONB er dásamlegt meöal fyrir sjúkt og lasburða fólk. Eftir vikutíma, eða svo, verður batans vart, og við stöðuga notkun fæst góð heilsa. Saga NUGA-TONB er einstæð I sinni röð. Miljónir manna og kvenna hafa fengið af þvi heilsu þessi 45 ár. sem J>a ð hefir verið í notkun. NUGA- TONB fæst í lyfjabúðum. Kaupið að- eins ekta NUGA-TONE, þvi eftirliking- ar eru árangurslausar. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. Sólarlagið þetta kveld var eitt- hvert það yndislegasta og tilkomu- mesta, er íbúar á Opeki-eyjunni höfÖu augum litið. Um sama leyti og sólin roðaÖi sjávarflötinn komu í augsýn sex herskip yzt við sjón- deildarhringinn, másandi og blás- andi á hraÖaspretti. Frá suÖri kom þrí-dekkað skip, eins stórt og heil stál eyja, með rautt flagg flaksandi í kveldgolunni; suÖur af því sást langt og látt frakkneskt tundur- skip, veifandi sínu þrílita þjóðar- merki, og enn lengra burt sást til beitiskiþa og kafbáta, sem öll kept- ust við að komast sem fyrst að hráð sinni. Hefnd var rituð á hverja linu, hrukku og rák á skipum þess- um, engu síður en á hina ginandi fallbyssukjafta. En frá landi stefndi svolítill og ljótur fiskibátur, sem hoppaði og skoppaði á öldutoppunum, en þess á milli fór alveg í hvarf í dældun- um. Tveir kolsvartir sjómenn sátu í framstefni bátsins en tveir hvítir unglingsmenn í skutnum, er snéru baki að Opeki fyrir fult og alt. Andlit þeirra voru eins rauð og kveldsólin, en sarot fór hrollur um þá alla í hvert sinn er þeim varð litið til herskipanna og hinna gljá- andi byssukjafta. “Stedman,” sagði sá eldri, og var eins og hann hefði munninn full- an af þurrum kartöflum, hendandi á herskipin, “við höfum ekki kom- ið til einskis í þennan heim.” ENDIR. Afmœlissjóður A næsta kirkjuþingi verður minst fimtíu ára afmælis Hins. ev. lút. kirkjufélags Islendinga í Vestur- heimi. Aðal hlutverk kirkjufélags- ins er viðhald og efling kristnihalds i hygðum vorum. Það er vort heima- trúboð. Að borin sé fram frjáls afmælisgjöf til þess, auk hinna venjulegu árlegu tillaga tii starf- seminnar, á að vera einn þáttur í há- tíðahaldinu í ár. Engin gjöf í sjóðinn má fara fram úr einum dollar frá hverjum einstaklingi, þó állar minni gjafir séu vel þegnar. Þar sem ástæður leyfa gætu margir eða allir meðlimir í f jölskyldu tekið þátt og væri það æskilegast. Senda má tillög til féhirðis, hr. S. O. Bjer- r*n&> 55° Banning St., Winnipeg, eða afhenda þau mönnum er taka að sér söfnun i þessu augnamiði, víðsvegar í bygðum. Allir vinir kristindómsmála vorra eru beðnir að greiða fyrir þessu. Nöfn gefenda verða birt jafnóðum. Ætti að verða merkilegt fólkstal safnaða vorra og kristindómsvina. Áður auglýst ......$401.45 Safnað af Mr. O. K. Olafson, Edinburg, N.D. Mrs. Guðrún Eyolfson, Edinburg, N. D............ 1.00 Miss Cecelia Eyolfson, Edinburg, N.D............ 1.00 Mr. S. S. Laxdal, Gardar . . 1.00 Mr. og Mrs. John Matthiasson, Gardar, N.D............... 1.00 Mr. og Mrs. H. S. Walter, Edinburg, N.D. ........... 0.50 Mr. E. A. Melsted, Edinburg 0.50 Mr. Willie Melsted. Edinb. 025 Mr. Albert Melsted, Edinb... 0.25 Margaret Guðmundson, Edinburg ............. ... 0.25 Mr. og Mrs. Hans Einarson, Gardar, N.D............... 2.00 Mr. og Mrs. S. M. Breiðfjörð, Gardar, N.D............... 1.00 Mr. Jónas Bergmann, Gardar 1.00 Mr. og Mrs. F. G. Johnson, Edinburg, N.D............. 1.00 Mr. og Mrs. J. H. Johnson, Edinburg, N.D............. 0.50 Mr. og Mrs. Carl Magnússon, Edinburg, N.D............. 0.25 Mr. og Mrs. S. T. Gíslason, Gardar, N.D............... 0.25 Mr. K. T. Kristjánsson, Gardar, N.D............... 0.25 Mr. og Mrs. Joe Gestsson, Gardar, N.D............... 0.50 Mr. og Mrs. Jóhann Gestsson, Gardar, N.D............... 0.50 Mr. og Mrs. M. S. Guð- mundsson, Gardar, N.D... 0.25 Mr. og Mrs. Stgr. ísfeld, Gardar, N.D. ............. 0.25 Alls ................$13-50 Safnað af Mr. J. G. Stephanson, Kandahar, Sask. Mr. og Mrs. J. G. Stephanson. .2.00 Mr. E. S. Stephanson .........0.50 Miss V. Erickson .............0.50 Mr. og Mrs. E. Helgason . . . .1.00 Mr. og Mrs. Herman Johnson 1.00 Mr. J. B. Josephson ..........1.00 Mr. og Mrs. J. B„ Jónsson.... 1.00 Mr. og Mrs. S. Indriðason ..1.00 Mrs. Sv. Sölvason ............1.00 Mr. og Mrs. F. H. Einarson . .0.50 Alls ................ $9.50 Miss J. T. Olafson, Wpg.......1.00 Mrs. S. H. Hnapdal ...........0.50 Mrs. Guðbjörg Suðfjörð, Calder, Sask..............1.00 Mr. og Mrs. Steini Suðfjörð, Calder, Sask..............1.00 Mr. og Mrs. J. Einarsson, Calder, Sask..............1.00 Hannes Egilsson, Calder . . . .$1.00 Tillög frá ýrnsurn í Blaine, Wash. ....................$8.00 Tillög frá ýmsum á Point Roherts, Wash..............4.31 Mrs. Helgi Sumarliðason, Seattle ...................1.00 Mr. og Mrs. A. A. Hallson, Seattle ...................1.00 Mr. og Mrs. Phillip Johnson, Eundar ....................1.00 Mrs. S. J. Erickson, Lundar..i.oo Oddný Magnússon, Lundar . .1.00 Mr. og Mrs. R.Eiríksson, Stony Hill.................1.00 Rakel Eiríksson Stony Hill. .. .0.25 Steina Eiríksson, Stony Hill . .0.25 Guðm. Erlindsson, Gimli . ...1.00 Mr. og Mrs. B. Gilbert, Wpg.. .1.00 $20.81 Saf nað af Jóni Ingjaldssyni, Selkirk Mr. Friðfinnur Austdal.........1.00 Mrs. Elizabet Austdal .........1.00 Mr. og Mrs. Jón Ingjaldson.. 1.00 $3.00 Safnað af Tryggva Ingjaldssyni, Árborg. Mr. og Mrs. Gestur Oddleifs- son.......................1.00 Mrs. Guðrún Guðmundsson.. 1.00 Mr. og Mrs. Th. Gíslason .... 1.00 Margaret Hanson .............0.25 Mr. og Mrs. B. Goodman og börn .....................1.00 Valdi Borgfjörð .............0.50 Árni Borgfjörð ..............0.50 Ilerdís Johnson .............0.50 Jónas H. Johnson ........... 0.50 Lilja Johnson ...............0.50 Sigurjón M. Johnson..........0.50 Snæbjörn Johnson ............0.50 $7-75 Safnað af Miss Guðrúnu A. Jóhannsson, ISaskatoon. Margaret Thorvaldson, , Saskatoon.................1.00 Elizabeth Sigurjónsson, Saskatoon.................1.00 F. E. Jóhannesson, Saskatoon.................1.00 Dr. V. A. Vigfússon, Saskatoon.................1.00 Dr. T. J. Arnason, Saskatoon 0.75 Mr. A. P. Arnason, Saskatoon 0.7J Mrs. E. Johnson, Warman, Sask..............0.50 Mrs, Anna Matthieson, Saskatoon ................0.50 Mrs. Sigríður Johnson, Wpg.. .1.00 Gunnl. Jóhannsson, Wpg.......1.00 Mrs. Gunnl. Jóhannsson, Wpg. 1.00 Guðrún A. Jóhansson, Wpg...1.00 $10.50 Samtals .............$469.01 11. maí, 1935. Með þökkum, N. O. Bjcrring, féh. pessi mynd v^r tekin í Westminster dómkirkjunni í London, þegar Dr. Hinsley var gerður að erkibiskup í rómversk-kaþólsku kirkjunni. Spengler og ár örlaganna og byltinganna. Margir spreyta sig á því að reyna að skýra og skilja þá undarlegu og ömurlegu krepputíma, sem gengið hafa yfir heiminn undanfarið. Menn hafa reynt að skýra þetta út frá mörgum sjónarmiðum, einn leggur áherslu á fjármál og at- vinnumál, annar á hermál o. s. frv. Meðal þeirra mörgu, sem um þetta hafa skrifað, er Oswald Spengler, hinn heimsfrægi hölfundur ritsins um Hrun Vesturlanda. Síðasta bók hans heitir “Jahre der Entsceid- ung,” ár örlaganna, eða þau ár, sem á veltur og reynir Spengler þar að gera sögulega og menningarlega grein fyrir ástandinu, eins og það er nú og horfunum, á grundvelli þeirrar söguskoðunar, sem hann hefir áður lýst. Þessi nýja bók hans er þó ekki sögurit í sama skilningi og fyrnefnda ritið, hún er öllu fremur baráttu og hvatningarit um samtíma mál. Hún kom ekki út fyr en Hitlersbykingin var um garð gengin en mikill hluti hennar var saminn áður.s Spengler segist að vísu hafa þráð þessháttar þjóð- ernisbyltingu, sem orðið hafi, og honum hefir ávalt þótt lítið koma til jafnaðarmanna og frjálslyndra, en samt hefir hann sitthvað út á þjóð- ernisjafnaðarmenn Hitlers að setja, einkum þykir honum að þeir séu hávaðamenn um hóf fram og hafi enn sem kornið er, þegar bókin er skrifuð, of litlum framkvæmdum af að státa, sem séu nokkurs verulegs virði, en þær framkvæmdir einar þykja honum verulegar, sem koma fram í utanríkismálum i auknum löndum og efldum heimsáhrifum Þjóðverja. Ástandinu, eins og það er nú í heiminum, lýsir Spengler svo, að við lifum nú eldsumbrot, sem engin dæmi séu til áður. Nóttin er komin jörðin skelfur og hraunstraumarnir veltast yfir heilar þjóðir—og svo kalla menn á brunaliðið. Þessi sið- asta athugasemd Spenglers um á- köllun brunaliðsins til þess að slökkva eldgosið er ein af mörgum háðulegum athugasemdum hans um vanmátt og hégómleika þeirra úr- lausnarráðstafana, sem algengastar séu í opinberu lífi nútímans, sem honum þykir fylt af öfugstreymi, lítilmensku og lágum hvötum. Nú- tíminn er að hans áliti sá tími, sem hefst um 1750 og verður lokið 1950. Það, sem einkennir þennan tíma er lýðræði og kvenréttindi, jafnaðar- menska og auðmenska, þróun stór- borganna, náttúruvísindin og tækn- in. Og þetta er alt nokkurnvegin jafn fánýtt, fyrirlitlegt og forgengi- legt að áliti Spenglers og það má farast og mun farast. Það ferst í nýrri stórstyrjöld, sem er í aðsigi og mun spretta upp úr þeirri við- skiftastyrjöld, sem nú hefir um það hil náð hámarki sínu. Alvarlegasta viðfangsefni nútíni- ans er það, að vera búinn undir Mrs. Th. Jónasson Að heiman ]>ú fórst yfir hafið blátt, þig heillaði víðfeðma, ókunna ströndin, ög sál þín hneig óskift i sólarátt, þú sázt alt af framundan heiðrikju-löndin og þess vegna kvaddir þú feðranna fold, að framast og nema, að reisa og vinna, .þú valdir þér akur, þar auðug var mold, til uppfósturs hjartkæru blómanna þinna. Þótt snemrna ]iú færir að heiman og heim, og heimili bygðir þér ættjörðu f jærri, þá dvaldi þinn hugur í heimsálfum tveim, því heiminum öllum var eyjan þín stærri, sem minti á bernskunnar hlíðasta vor, á bænirnar fögru, sem mamma ])ér kendi, á æskulífs drauma og elskunnar þor, og útþrá, sem rétti þér gjöfula hendi. Það vitna mun lengi þitt vel unna starf, að veglegu hlutskifti aklrei ])á gleymdir, að vaxta þinnn dýra og inndæla arf,— hinn íslenzka fjársjóð, er sálin þín geymdi: þitt hjartalag, blitt eins og hásumarnótt * og hreint eins og drifhvíta íslenzka mjöllin, sem rikti i skjóli við skerpu og þrótt, og skapgerð, er minti á voldugu fjöllin. Þú hygðir og elskaðir blómanna heim, að blómunum reyndir þú ávalt að hlúa; hin Ijóðelska sál þin var samgróin þeim, þú sázt þar, hve gott er á lífið að trúa. Þó blómanna veröld ei hreyki sér hátt, og hljóðlega birti sitt dýrðlega veldi, hún vitnar um eilífan upprisumátt, að örfa hinn þreytta, er líður að kveldi. Sá lifir i Guði, sem lifinu ann. Þú last um hans elsku í blóminu smáa. Hinn heilagi eldur í hjarta ])ér brann við heimilis friðlýsta arinn þinn lága. Hjá altari kirkjunnar kaust þú þér ung, að krjúpa við Meistarans fótskör og biðja, og aldrei varð hyrðin svo erfið né þung, að ekki þú megnaðir veikan að styðja. Og nú ertu farin að heiman og heim, frá hjartkærum vinum til ástvina þinna. Þú vissir, þú áttir í veröldum tveim, þá vini, sem gott yrði aftur að finna. Nú huggun er syrgjendum hamingjan þin, þvi heimkoman verður þér dýrðlegur fengur. Á eilifðar himni þér árroði skín, og ekkert þar skyggir á sól þina lengur. Þegar eg bjó í Selkirk árin 1923 og '24, þá kyntist eg Mrs. Th. Jónasson og heimili hennar. Það var vinningur að kynnast þessari góðu konu, þvi hún var ein af þeim vinum, sem gat látið vináttuna endast. Bréfin, sem hún skrifaði mér, í hárri elli, eftir að eg fór heirn til Islands, báru öll vott um heilbrigða sál, bjart- sýni og óbilandi trú á sigur hins góða. Það var hugarhressandi að lesa hennar góðu bréf, sem komu til manns eins og hlý vinar- hönd alla leið yfir hafið mikla. Mrs. Th. Jónasson mun hafa vænst þess, að eg mintist hennar eitthvað, er hún hefði bústaðaskifti í síðasta sinn, og þetta hefir stöðugt verið í huga mínum, en endalaus ferðalög og áhyggjur í sambandi við þau hafa orsakað það, að mér hefir aldrei fundist eg geta helgað huga minn þessu eins og eg hefði viljað. Og nú verð eg að biðja anda hinnar látnu góðu konti fyrirgefningar á drættinum og fátæklegri kveðju. Blessuð veri minning hennar. Akureyri, 17. marz, 1935. Pctur Sigurðsson. þessa miklu orrahríð úrslitanna. Sá undirbúningur er í mörgu fólginn, fyrst og fremst i því, að f jölga fólk- inu. Hið rétta hugarfar í þessum efnum er það, sem kemur fram í orðum rússnesks bolsjevíka, sem Spengler vitnar í: “Þær miljónir manna, sem við höfum fórnað í byltingunni gefur rússneska konan okkur aftur á 10 árum.” Þær þjóð- ir, sein svona hugsa, eru ósigrandi. segir Spengler, og alvarlegasta hættan, sem nú vofir yfir vestræn- um þjóðum er sú, að þetta þrótt- mikla hugarfar heilbrigðrar menn- ingar er þorrið. Mannfækkunin er meginmein Evrópu og veikleiki, þegar þess er gætt, að hinar lituðu andstöðuþjóðir Evrópu hafa mann- fjölgunina mjög í heiðri og þeim fjölgar mjög ört og hefir oft verið á þetta bent. íbúunum i Indlandi hefir fjölgað um 34 miljónir á ára- tugnum 1921—1931 og mannfjölg- un i Japan er 2 miljónir á ári og i Rússlandi 4 miljónir, en Spengler telur Rússa að mestu með Asíu, þrátt fyrir allar viðsjár með Rúss- um og Japönum. En átökin verða milli vestrænna og austrænna afla ])egar til úrslitanna kemur. Það er ýmislegt fleira en fólks- fækkunin, sem bendir á þverrandi vald og vilja vestrænna þjóða. Alt hjalið um samúðina, alþjóðasam- vinnuna og friðinn er að áliti Spenglers vottur þess, að þjóðirnar eru hættar að finna til sjálfra sín sem drotnandi, sterkra yfirþjóða. Það er vottur vanmættis þeirra til þess að ráða og jafnvel til þess að verjast. Þetta finna austrænu þjóðirnar. Og það styrkir þér i andstöðunni og styrkir þær í trúnni á sigurinn yfir hinum fornu drotn- urum sinum, ekki sízt }>egar þær, eins og Japanar, hafa lært hernaðar- tækni þeirra og önnur vísindi. Heimurinn skelfur ekki aðeins af rauðri byltingu eða hvítri, heldur einnig af gulri eða svartri, því að svarta hættan færist æ lengra inn í lönd Evrópu, einkum í Frakklandi. Ekki hefir Spengler heldur neina trú á því, að lausn hinna svonefndu þjóðfélagsmála geti bætt úr vand- ræðunum og á jafnaðarstefnunni hefir hann enga trú. Hún er að hans áliti úrelt, eins og auðvalds- stefnan, þær eru báðar sprottnar úr sama sjónarmiðinu, báðar undir oki sömu tilhneigingar. Jafnaðarmensk. an er ekki annað en auðmenska lág- stéittanna. Fjármálajafnaðarmenn og hringahöfðingjar eins og Morgan og Kreuger svara nákvæmlega til múgleiðtoga verkalýðsflokkanna og alþýðufulltrúa Rússlands — alt kramarasálir með uppskafnings- smekk. Ein von er þó um það, að komast út úr þessum ógöngum, segir Speng. ler, hún er sú, að Þjóðverjar geti stemt stigu fyrir hruninu og leitt til sigurs nýja menningu. Þessi ár eru örlagaár og úrslitastundir fyrir Þjóðverja að því leyti, að nú eiga þeir að gera út um það hver verður hlutur þeirra í hinni nýju öld Cæs- aranna. Það skiftir að vísu ekki máli hver þjóðin er, sem leiðirlieim- inn út úr hruninu og óskapnaði styrjaldarinnar inn í þá friðarins öld, sem á eftir kemur. Og hún kemur vissulega. —Lögrétta. Ungmennaþingið í Winnipeg Næstu viku er ungmennaþingið, og er það áskorun okkar allra að hinir ungu noti sér tækifærið og mæti okkur í Winnipeg 24. maí, n.k. Eg vil endurtaka nokkuð af því nauðsynlegasta viðvíkjandi þinginu svo fulltrúar og félög láti ekki undir höfuð leggjast að hjálpa og njóta. Þingið hefst með skrásetning fulltrúþ kl. 1 á föstudaginn 24. maí. Fulltrúar ættu að vera minst tveir frá hverjum félagsskap eða einn fyrir hverja 25 meðlimi. Y.P.S. Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg býður þinginu og annast um gesti þess meðan þeir sitja þing. ið. Látið Ásgeir Bardal, 894 Sher- brook St., Winnipeg, því vita sem fyrst nöfn ykkar. Þingið er mentandi mót, sem leit- ast við að upplýsa og fræða, auk þess að veita mönnum hugljúfar samverustundir; og á því ætlum við að ræða um að taka höndum sam- an og starfa að hvers annars heill í framtíðinni. Eg veit að söfnuðir sem ekki hafa Y.P.S. senda einnig fulltrúa svo að hópurinn sé sem stærstur og gagn þingsins mest. Við skulum kynnast Victoriu- daginn! E. H. Páfnis. Erá Vestmannaeyjum — í gær var alment róið í Vestniannaeyjum og afli ágætur á þá báta, sem komn- ir voru að um kl. 16. Barnaskólinn i Vestmannaeyjuni, sem hefir ekki starfað um tima vegna inflúensu, tók til starfa í fyrradag. Veikin virðist heldur í rénun. — Mbl. 25. april.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.