Lögberg - 23.05.1935, Blaðsíða 7

Lögberg - 23.05.1935, Blaðsíða 7
LÖGBEEG, FIMTUDAGINN 23. MAI, 1935. 7 Barnadagurinn Rœða séra Arna Sigurðssonar frí- kirkjuprests, flutt af svölum A lþingish ússins. Nú er vetur úr bæ. Sumardag- urinn fyrsti er kominn,n þessi au- fúsugestur íslendinga. Vér fögn- um nú öll þessum góða gesti, og óskum hvert öðru gleðilegs sumars. Þeir herkonungarnir úr norðrinu, Snær og Frosti, hafa að vísu ekki enn selpt heljartökum sínum af landinu. Það vill oft vora seint, og íslendingurinn hefir stundum þurft að vera langeygur eftir batanum. Enn eru bygðir og vegir víða undir fönnum. En batinn kemur. Hann er nú í nánd. Sumardagurinn fyrsti ber oss þau boð sunnan úr sólar- löndum, að bráðum vorar. Þá birt- ist landið grænt undan fönnum, gróðurinn breiðir sig um grundirn- ar og döggvar falla í dali. Skepn- urnar varpa af sér dofakufli vetr- arins, og fyllast fjöri og þrótti, og maðurinn, náttúrunnar barn, finn- ur vorhug vakna í sál og sinni. Engin þjóð er jafn háð árstið- unum, sem sú, er býr í köldu landi, og á við erfið og torsótt atvinnu- skilyrði að stríða. Þjóð, sem á undir högg að sækja alt lífsupp- eldi sitt, verður með harðfengi að heimta það úr skauti náttúrunnar til lands og sjávar, og býr við þá hnatt- stöðu, sem veldur löngum skamm- degisnóttum og sólarlitlum dögum, hún hlýtur eðlilega að veita því ríka eftirtekt, þegar um skiftir til batn- aðar, til mildara tíðarfars og blíðari lífs- og starfsskilyrða, til lengra sól- argangs og bjartari daga. Hún finn- ur upphvatningu og hughreystingu í umskiftalögmáli árstíðanna, sem í hinni heilögu bók er orðað svo: “Meðan jörðin stendur, skal ekki linna sáning og uppskera, frost og hiti, sumar og vettp% dagur og nótt.” Hún byggir á því lögmáli þá öruggu von og vissu, að öll él birti upp um síðir, að sumarið og sólskinið verði vetri og frosti yfirsterkara. Og þá er tími til að hefja nýjar fram- kvæmdir, vaka og vinna, plægja jorðina. sá og ýrkja, byggja og reisa | nákvæmni, úr rústum, og leita með enn meiri djörfung út á hafið, til að sækja björg í bú úr auðsuppsprettum þess. Og þá kemur lika sá tíminn, er sækja skal í nægtabrunn sumarnátt- úrunnar endurhressing handa líkama og sál, varpa af sér vetrarfargi og skammdegisdrunga, hlusta á raddir náttúrunnar, nývaknaðrar til lífs og J kunnáttu, sæði, hlynnið að veikbygðum vísi, látið alt sem þér ræktið, njóta skjóls, sólar og daggar í réttum, hæfilegum hlutföllum. Og munið, að það er lögmál mannlegs lífs, eigi síður en í ríki jarðargróðursins, sem skáldið orðar þannig:— “Sæla reynast sönn á storð, sú mun ein, að gróa.” íslendingar! Sumardagurinn fyrsti bendir árlega til umskifta á betri veg, til sumars á eftir vetri, framtíðar, sem tekur fortíðinni fram. Þessi þjóðlegi hátiðardagur má því minna oss á það, sem oss hlýtur að vera stórvægilegt umhugs- unarefni: á framtíð þjóðar vorrar, niðja vorra, sem eiga að erfa land- ið. Það væri ekki unt að hugsa sér glæpsamlegri léttúð en þá, að láta alt slampast ei'nhvern veginn áfram, hirða ekkert um, hvernig búið er í hendur framtíðarinnar og niðjanna. Það mundi minna mjög á hugarfar franska konungsins, er sá að visu, að í óvænt efni var stefnt í lífi þjóð- ar han, er lét sér nægja að segja þessi kæruleysisorð: “Syndaflóðið kernur eftir vorn dag.” Á máli ís- lenzkrar hugsunar heitir það, að fljóta sofandi að feigðarósi. Mennnirnir eru æðsti gróður hvers lands. Hvort þeir vaxa og hvernig þeir vaxa, það skiftir enn meira en nokkuð annað, sem gert er til þess að fegra landið og prýða. Maðurinn er vaxtarbroddur lífsins í landi hverju. Það er dýrmætt og gott, að vér vinnum að því að klæða það skrúði grasa og blóma til nyt- semdar og yndisauka, svo sumar þess verði sem fegurst hvert ár. En mennnirnir eru sá gróður landsins, sem líf og tilvera þjóðarinnar bygg- ist á.—Höfum þetta hugfast, ver- um einhuga unr þetta, jafnt ellin, kynslóð dagsins í gær, allir fulltíða menn, kynslóð dagsins í dag, og æskan, kynslóð dagsins á morgun. Þegar vér lítum í huganum yfir land vort, og lífskjörin, sem nátt- úruskilyrði þess skapa þjóðinni, sj: um vér, að mannlífsgróður vor þai að vera harðger, hraustur og hei brigður, til þess að geta lifað, dafr að og borið góðan ávöxt. Að hor um þarf að hlúa .með kostgæfni o ást og alúð, svo a mönnunum, sem eiga að erfa landií megi innrætast það, sem skáldi segir svo satt og vel: Sú þjóð, ser i gæfu og gengi vill búa, á Gu sinn og land sitt skal trúa.” Uppeldismálin eru æðstu velferð armál hverrar þjóðar. Það er ræktunarmál, sem þarf að sinna a drengskap, krafti 0| starfs, vaxtar og gleði, og viroa kærleika. Þeir, sem að uppelc fynr ser skruðklæðin nýju, sem vinna, þurfa að gera sér ljóst, a Iandið skartar i frammi fyrir hin- þeir eru af Guði settir í aldingar 0m hæsta hofuðsmið, skapara sín- þjóðlífsins, til þess að yrkja ham Urn’ j °S verja, þurfa að vera færir urr Svo segja fróðir menn, að sumar- að innræta hinni vaxandi æski dagunnn fyrsti var lengi ein hin ' trúna á landið sitt, og þann Guð, e mesta hátíð á Iandi hér, næst jól- unum. Hann hefir um langan ald- ur verið vor langþjóðlegasta hátíð, þótt mörgum hafi fundist í seinni tíð, að honum hafi verið alt of lítill sómi sýndur, og þótt það miður, að svo dauft var orðið yfir þessum þjóðlega hátíðisdegi. Það hefði enginn, ntma íslendingur geta sagt, eins og Matthias, er hann fagn- ar sumrinu í kvæði: “Kom heitur til míns hjarta, blærinn blíði, kom blessaður í dásemd þinnar prýði. Kom lífsins engill, nýr og náðarfag- ur, í nafni Drottins, fyrsti sumar- dagur.” Hvergi hefir verig fagur- legar orkt og kveðið um sól og surru gaf þjóðinni landið í öndverðu. o gefur það á ný hverri nýrri kyn slóð, að sama skapi, sem hún reynis trú í lífi og starfi. Skaldið Einar Benediktsson yrki eitt sinna fögru kvæða um bjark irnar, sem eru fegursta prýði ís lenzkrar náttúru, og þurfa á ná kvæmni og alúð þjóðarinnar . a halda, svo að þær mega lifa o: skrýða landið skógi á ný. 1 niður lagi þess kvæðis eru þessi ógleym anlegu orð: “Ein frelsandi mum komi’ og hlúi nú hlýtt, hinum harð gerðu viðum með uhglimið nýtt \ or Guð, lát þu verndast og gróa. Mér finst æfinlega sem þessi ósl ar en á íslandi. Og þeir, sem ekki : og bæn skáldsins hljóti líka að ei eru skákl, hafa kynslóð eftir lcyn slóð helgað sumrinu söngva hjart- ans, óorktu Ijóðin, sem einhver vit við framtíðarkynslóðina, syni , dætur, sem vér elskum, æskuna, se á að erfa landið og gera garðii j 7 ----*'-**'-' uil ur maður hefir sagt, að séu fegurst frægan. Einnig þar þarf hin fre allra ljóða. Sumardagurinn fyrsti er mannshuganum vorboði, ekki síð- ur en gróðri og lífi jarðar. “Hvar sem lítið lautarblóm langar til að gróa”, hvort heldur er á landi eða í lundu, þar er sumardagurinn fyrsti hinnn ljúfasti gestur.—Hann flyt- ur öllum vorgróðri lands og þjóðlífs fyrirheit um vöxt og blessun. En um leið er hann áskorun til allra landsins barna. Ræktið vel voryrkj- urnar, svo að ekkert sé af mann- annan hálfu ógert látið til þess, að sumargróður og sumarávöxtur verði sem mestur og beztur. Sáið góðu andi og verndandi hönd að vera verki í uppeldisstarfi hinna elch í skilningi þeirra á réttmætum krö um og eðli æskunnar, í ástríkri un önnun þeirra fyrir unga gróðrinur sem ekki má kyrkjast í frumvexl Uppeldið þarf að stefna að þ\ stuðla að því, að bernska og æsl hvers mannsbarns megi vera þrosl ans og vaxtarins vor, bæði andlej og likamlega. Eftir því sem kauptún og bæ vaxa, verður vandinn meiri, að veil hverju barni slíkt uppeldi, sérstal lega vegna þess, að þar er hætú Myndin sýnir þeg-ar George Bretakonungur svarar heillaóskunum og ræSunum vií5 hátföarhöldin á fjórðungsaldar rikisstjórnarafmæli sfnu. Til begg-ja handa konungshjón- unum sitja fjórir synir þeirra. mest á því, að börnin fari á mis við uppeldisáhrif samlífsins við náttúr- una, við grös og blóm, dýr og fugla, en taki í staðinn rykuga götu, gráa húsaskrokka, dimma og sólarlausa húsagarða, lélegar íbúðir og óholt fæði. Til þess að ráða á þessu bót, verður þegar í stað, nú i dag, að hefjast handa, og bjarga því, sern bjargað verður. Það hafa uppeld- isfrömuðir hinna stóru landa og miljónaborganna séð fyrir löngu. Og hér er einnig hafið slíkt starf, starf i þá átt, að leiða borgarbörnin að brjóstum Móður Náttúru, gefa þeim sumarið. Hér hafa menn tek- ið til starfa, áem heyrt hafa þögul andvörp fátækra borgarbarna, er ségja hið sama, sem skáldið lætur burnirótina í gljúfraskugganum biðja um: “Ó, berðu mig til blóm- anna, í birtu *og yl.” Þetta starf er hafið. Það hefir blómgast til þessa. Og það vex, og nýtur skilnings og stuðnings allra góðra manna. Eg sagði áðan, að mörgum var farið að þykja of dauft yfir sumar- deginum fyrsta, þessari þjóðlegu, ramíslenzku hátíð. En nú er þetta orðið breytt, að minsta kosti hér i Reykjavík. Nú hefir þessi dagur öðlast nýtt innihald, nýtt líf. Nú iðar allur bærinn af æskufjöri og vorgleði, eins og nú má sjá hér við Austurvöll. Börnin og æskan setja sinn svip á bæinn í dag; þau fylkj- ast saman í sveitir undir forystu kennara sinna; þau leggja fram krafta sína og kunnáttu til að skemta borgarbúum og afla fjár í þarfir fátækustu barnanna. Sumar- dagurinn fyrsti hefir hefir nú verið kjörinn vakningardagur til hinnar þjóðnýtustu sumarstarfsemi,—Hann heitir nú öðru nafni Barnadagurinn, og fara þau nöfn vel saman, því að bæði boða þau vorið og gróðurinn. Það er ástæða til að fagna því, að til er barnavinafjlag, sem heitir Sumargjöf. Eg þekki einstaka menn, sem fórna miklum tíma, leggja á sig mörg ómök til að gleðja börn, manna þau og menta i kyrþey, án nokkurs sérstaks endurgjalds eða viðurkenningar. En gott er til þess að vita, að bundist hefir verið sam- tökum, sem þegar hafa unnið mik- ið starf, en munu þó geta áorkað meiru. Lýst hefir verið áður starfi barnavinafélagsins Sumargjafar fyrir hlustendum útvarps og lesend- um blaða. Eg veit, að eg má í nafni stjórnar og framkvæmdarráðs fé- lagsins þakka almenningi hér í Reykjavík þær góðu undirtektir, sem starfið hefir hlotið, og ávöxt þann, sem hátíðahöld Barnadagsins hafa borið undanfarin ár, og munu vera nú í dag, þrátt fyrir veikindin, sem varpa nokkrum skugga yfir bæjarlífið um þessi sumarmál. Góðir íslendingar! Þorsteinn Er. lingssonar fagnar í einu sumar- kvæða sinna vorinu með þessum orðum: “Kæra vor, þú blessar enn í bæinn ; börnin taka kát í þína hönd.” Eigum vér ekki að vera samhuga og samtaka um að styrkja hverja viðleitni, er stefnir að því, að sem flest börn megi taka glöð í liönd vorsins, er það blessar í bæinn? Gleðilegt sumar! —Vísir 26. apríl. I þjónustu keisara ekkjunnar Eftir Prinsessu Der Ling. Mrs. Jakobína J. Stefánsson þýddi. (Brot) . Keisara-ekkja sú, er hér um ræðir ríkti í Kína um síðustu aldamót (1900). Var nafn hennar Tzu Hsi. Var hennar eigi allsjaldan getið meðal Norðurálfumanna á þeim tím- um. Hún var allásjáleg kona, og að sumu leyti mikilhææf, en þótti ærið grimm í skapi; urðu þeir af þegnum hennar eigi langgæðir, er hennar misþókn- an hvildi á, heldur fengu illan dauðdaga. Prinsessa Der Ling, sem hér segir frá reynslu sinni, er enn á lífi, og hefir áunnið sér mikil álit fyrir ritstörf o. fl. Hún ferðaðist árið 1934, um Canada og Bandaríkin og var um þá för hennar getið í hér- lendum blöðum og fluttar myndir af henni. Prinsnessu- titilinn fékk hún í þjónustu- « keisara-ekkjunnar.—Þýð. Þegar klukkurnar í klaustri “hinna helgu hjartna” í París hringdu til morgunbæna, barst ekk- ert það með hljómi þeirra, sem ómaði um þau þögulu hýbýli, er gæfi til kynna að ein af námsmeyjum þeirrar reglu mundi þennan dag þeim örlögum hlýta, að úr því mætti vel mynda nútíðar þjóðsögu, einna likasta barna-æfintýrunum gömlu, heldur var þetta bara hinn dagsdag- legi gangur venjunnar í kla.ustrinu. Stúlkurnar flýttu sér í hina bláu víðu serki með merkjum reglunnar á, og settu enn dökkblárri erma- svuntur þar utan yfir, einnig hvítan hálskraga og handstúkur, svo svarta sólaþykka búðarskó, litu síðan sem allra snöggvast í eina lélega spegil- inn. sem til var í klaustrinu. Eg sá mig augnablik í speglinum, þegar eg var að fara til morgun- messu, og vakti það hjá mér þær tilfinningar og hugsanir, sem ekki var neitt sérlega guðrækilegt við. Eg var orðinn þreytt á klausturbún- ingnum, reglunum og sífeldu til- breytingarleysi. Eg þráði tilbreyt- ingu, lífræna viðburði, lifið sjálft og æfintýri. Sízt bjóst eg við að með leiftur- hraða mundi þessi ósk mín verða uppfylt. Faðir minn, Jú Keng, lávarður, var um þessar mundir sendiherra hins kínverska keisaradæmis í París á Frakklandi. Starfrækslu þessarar stöðu er faðir minn hafði, fylgdi það, að stöðugt var margmenni á heimili foreldra minna í París, og jafnvel samkvæmislíf. Loks varð svo mikið um það, að foreldrum okkar þótti ráðlegast að koma okk- ur systrunum tveimur. ungum og á- hrifagjörnum, burt af heimilinu og í klaustur, þar sem minna var um að vera. Þegar við vorum heima á ættjörð okkar, höfðum við lifað einföldu og óbrotnu lífi. Það var ekki nema þegar við ferðuðumst, að okkur gafst færi á að kynnast umheimin- um, en augnablikssýn af honum höfðum við náð. Korh það af því, að eigi varð hjá þvi komist að börn sendiherrans hlytu að verða aðnjót- ancli þeirra hlunninda er til víðtæk- ari þekkingar og frjálsræðis horfðu ; það sem eg hafði séð af Japan, Sviss, Frakklandi og Ameríku — eins og svipleiftursýn, en yfirgrips- tnikil—varð til þess, að mig lang- aði að fá að sjá meira. Vegna embættisstarfa sinna, bjóst faðir minn til að fara til Washing- ton, og hafði eg beðið fólk mitt leyf- is að eg mætti ganga í vassar-skóla, því þar bjóst eg við að fá það sem eg mest þráði—frelsi og sjálfræði, er ameríkanskar stúlkur njóta. En það átti ekki að verða. Þennan sama morgun kom móðir mín til klaustursins, sem við vorum í, með þau stórtíðindi, að keisara-ekkjan Tzu Hsi hefði svo fyrirskipað, að faðir minn kæmi tafarlaust heim til Kína með fólk sitt, og eg ætti að búast til að fara til “forboðnu borg- arinnar” til að verða þjónustu- og fylgdarmey hennar keisaralegu há- tignar. Fylgdarmey! Fyrir manneskju innan þessara gráu, gömlu klaustur- veggja, hljómuðu þessi orð svo und- árlega og næstum ósennilega. Eg leit á skrítnu, óbrotnu ermasvunt- una mína, klunnalegu skóna. Fylgd- armey- Tæplega hefði olnbogabarn- ið í þjóðsögunni orðið meira undr- andi og hrifið en eg varð, þegar álfkonan góða snart það með töfnt- sprota sinum. Þar næst kom nú þetta byltingar- kenda annríki, sem jafnan fylgir burtflutningum. Við fórum frá París, og meðan við vorum á leið- inni heim, hugsaði eg stöðugt um “forboðnu borgina,” sem eg hafði heyrt svo margt um, og átti nú innan skamms að fá að sjá með eigin augum. En svo fylgdi þessum hugsunum stöðugur ótti við keisara- ekkjuna, þennan mikla valdhafa, sein réði vfir fjórum miljónum manna, og ágerðist sá ótti alt af. Hvernig var hún? Eg hafði heyrt að hún væri miskunnarlaus harð- stjóri; en svo var mér nú sagt að þetta væri hin mesta upphefðarstaða sem hún hefði nokkurn tima veitt, sem eg ætti nú að fá ; og eg skalf við tilhugsunina eina, um að taka á móti stöðunni. Ætli að mentun sú, er eg fékk í klaustrinu dugi mér þegar út í þetta og annað eins er komið? Loksins komum við til Peking, og þá vöknuðu hjá mjr mpxgar æsku- endurminningar, sem að engu gerðu öll árin, sem frá voru liðin. Eg mintist þeirra tíma, þegar eg var svolitill telpuhnokki, og fór ríðandi á svolitlum asna gegnum borgar- hliðið! en nú var mér sagt að halda tafarlaust til hirðarinnar. Eftir rnikinn og erfiðan undir,- búning lagði eg af stað til “for- boðnu borgarinnar” í skrautlegum burðarstól, og báru hann átta burð- armenn og eftir honutn gekk heil fylking hermanna og einnig margt ZAM-BUK hreinsar húðína af Blettum og bolum annara manna, sem allir voru á hestbaki. Mýsnar og fjalakassinn í þjóðsögunni höfðu hér tekið myndbreytingu eins og þar, og yngsta systirin var á leiðinni til “ballsins.” Ilvað ætli “systurnar” í klaustrinu í París hefðu sagt, hefðu þær séð alt þetta? Eg hafði svo lítið verið í Kína um æfina, því staða föður míns hafði það i för með sér, að hann varð sífelt að dvelja erlendis í ýms- um stöðum um margra ára skeið. Svo nú, þegar eg kom til heima- landsins, var sem eg kæmi til ó- kunnugs lands. Faðir minn hafði sagt mér að þegar heim kæmi, yrði eg að semja mig að siðvenjum þar —þeim er viðgengjust meðal hefð- arkvenna. En brátt varð eg þess vör, að ein af þeim siðvenjum var sú, að fólkið á strætunum mátti ekki horfa á mig—ekki sjá mig. Eg vildi hafa meira en einhverja óljósa hugmynd um útlit umhverf- isins og fólksins á strætunum kring- um mig á leiðinni til “forboðnu borgarinnar. Gramdist mér þvi mjög að fyrir gluggum þessa lukta tjaldstóls voru afarþykkar silki. blæjur, og ekki einasta það, heldur voru þær negldar niður á öllum fjórum hornunum. Það var því síður en svo að burðarstóll þessi væri góð sjónarhæð; en svt) tókst mér að losa eitt hornið á glugga- blæjunnni af naglanum, og sá út eins og mig lysti—þrátt fyrir allar siðvenjur og reglur—og mundi það eflaust hafa orðið álitið hneiksli hefði það vitnast. Alt, sem eg sá fanst mér nýstár- legt og merkilegt, og hefði notið þess enn betur hefði ekki hræðslan við keisara-ekkjuna alt af verið ann- ars vegar. Hvert spor áleiðis færði mig nær og nær þessum volduga kvenmanni. Að lokum tók við eitt hliðið eftir annað, þá vorum við að fara gegnum útgarða hallarinnar; að síðustu tóku að sjást tilsýndar afarmiklar og stórar, marglitar byggingar, með þökum úr gulum tígulsteini, sem glampaði á í sólar- ljósinu, svo það leit út einns og heil breiða af smáspeglum. Fanst mér nú mikið til um þessa fegurð, og hefði eg verið áhyggju- laus, hefði eg orðjð hrifin af til- hugsuninni um að þetta ætti að verða heimili mitt — að sjálfsögðu fyrst um sinn. Hvar sem eg leit, blasti við auganu nýr fegurðarauki. Eg gat varla trúað mínum eigin augum. En hvað þetta stakk í stúf við gömlu gráu klausturveggina, sem eg var nýkomin frá. Þegar við loksins komum að insta hliði “forboðnu borgarinnar” og i ytri hallargarðinn, var þar fyrir hirðmeistarinn, og bað hann inig að bíða þar, meðan hann tilkynti keis- ara-ekkjunni komu mína. Það var indæll, sólríkur maimorgun. Hundr- uð söngfugla með glæsilegum litum af ýmsum stærðum og tegundum voru þar í skrautlegum búrum, sem hénguu á trjálimi, og sungu þeir- hver í kapp við annan, og var sá söngur heillandi, eins og fegursti hljóðfærasláttur. Alt umhverfið var eins og i álfheimum. Hirðmeistarinn kom brátt aftur og fylgdi mér gegnum fleiri hallar- garða, fram hjá allmörgum smá- vötnum, sem gullnir fiskar syntu í. Allir voru garðarnir í blómskrúði sínu. Hingað og þangað mátti sjá reykelsis-ker, storka úr bronzi, dýr og ljón. Þetta var alt nýstárlegt fyrir mig, og undarlegt. Eg varð svo fluglétt í gangi, og fanst helzt eg vera að ganga á skýjum, en ekki á þessari jörð. Garðarnir voru svo margir, hliðin svo mörg, að eg var hætt að skilja, og fanst helst að þetta hlyti alt að vera draumur. Alt í einu hrökk eg upp úr þess- um hugleiðingum við að kallað var með heldur þýðum málrómi: ' “Komdu inn með Der Ling án tafar.” Þetta var þá rödd keisaraekkj- unnar, sem bauð mér að koma inn. Hinn ógnumþrungna stund var þá komin. Tók eg nú að hríðskjálfa að hræðslu og kvíða fyrir að standa augliti til auglitis við þessa voldugu Framh. á bls. 8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.