Lögberg - 30.05.1935, Blaðsíða 1

Lögberg - 30.05.1935, Blaðsíða 1
48. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 30. MAl 1935 NÚMER 22 Ljúka prófi við Manitoba háskólann skóla verSur, að forfallalausu, hald- in í Fyrstu lútersku kirkju á Victor St. næsta mánudag, 3. júní, og hefst kl. 8 aÖ kvöldinu. AðalræSumaður þar verður séra B. Theodore Sig- urdsson frá Selkirk. \randa<5 er til þessarar samkomu á allan hátt. All- ir.eru velkomnir. Offur til arðs fyrir skólann. Séra Jóhann Fredriksson prestur að Lundar, var staddur í borginni á mánudaginn. Kom hann frá Piney þar sem hann prédikaði á sunnu- daginn var. Margaret Anna Björnson, B.A., dóttir Dr. Ó. Björnson, Winnipeg. Magnús Fererick Johnson, B. Sc., sonur Mr. og Mrs. Helgi Johnson, Winnipeg. Haraldur Gíslason, læknisfræði; sonur Mr. og Mrs. G. F. Gíslason, Winnipeg. Raymond Christian Swanson, B. Sc., Winnipeg, sonur Mr. og Mrs. J. J. Swanson, Winnipeg. Ólafur Pétursson, B. Sc., sonur Dr. og Mrs. Rögn- valdur Pétursson, Winnipeg. Stefán Hansen, B.A., sonur Mr. og Mrs. Björn J. Hansen, Humbolt, Sask. Elva Hulda Eyford, dóttir Mr. og Mrs. Grímur Eyford hér í borginni. Því miður var ekki unt að fá myndamót af tveimur hinum síðastnefndu stúdentum í tæka tíð. Mynd af Harold Jóhannssyni, M.A., birtist á öðrum stað. Úr borg og bygð Spennandi kappræða á að fara fram í lút. kirkjunni á Girnli í kvöld, fimtudag þ. 30. mai, kl. 8.30. Fram. sögumaður verður dr. Sig. Júl. Jó- hannesson. Andmælandi séra Jó- hann Bjarnason. Þar flytur og ræðu dr. T. T. Thorson. Hljóðfærasláttur -eða söngur, * V •« kvoi ttvcggja á milli þess er rSeðumenn tala. — Bú- ist við góðri skemtun. Reynt mun að byrja stundvíslega á tíma. Senni- legt er að ekki verði sæti afgangs á þessari samkomu. Mrs. John David Eaton (Signý Stephenson), kom austan frá To- ronto á miðvikudaginn, í heimsókn til foreldra sinna, Mr. og Mrs. F. Stephenson, 694 Victor Street hér í borginni. Ritarar hinna ýmsu safnaða hins Ev. lút. kirkjufélags eru alvarlega ámintir um að tilkynna herra J. J. Vopni, 597 Bannatyne Ave., Win- nipeg, hvað marga erindreka og nöfn þeirra, hver söfnuður býst við að senda á kirkjuþing, sem haldið verður í Winnipeg í júní næstkom- andi. Áríðandi er að þessar upp- lýsingar komi sem fyrst, því margra gesta er von í tilefni af jubilee há- tíð kirkjufélagsins. Mr. Frank Thorolfson, pianoleik- ari, kom heim á föstudaginn var eftir 6 mánaða margvíslegt hljóm- listarnám við McGill University i Montreal. Stundaði hann meðal annars piano-spil, hljómfræði (har- mony) og orkestur-stjórn. Lagði Frank hart að sér við námið, því hann er áhugamaður í list sinni og hinn skylduræknasti. Mun hann hafa gefið sig allmikið að sönglaga- gerð í vetur og skrifað allmikið fyr- ir piano. Vinir hans bjóða hann vel- kominn heim. Samkomu þeirri, er auglýst var í síðasta blaði til heiðurs við frú Jakobinu Johnson, varð að fresta, eins og auglýst var í íslenzku kirkj- unum síðastliðinn sunnudag. En samkoman verður haldin í sama formi og auglýst var áður í Fyrstu lútersku kirkju á þriðjudagskvöldið þann 4. júní. Frú Jakobína mun 'eRgja aí stað frá Seattle nætkom- andi laugardag. The Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran Church are holding a sale of flowers June 1, 1935 in the church garden. The sale will be under the convenorship of Mrs W. R. Pottruff, who has got annuals, perennials and plants for window boxes from a reliable florist. Be sure and Come Saturday to buy your plants. We are cer- tain that you will be satisfied with your purchases. Mr. B. Baldwin, 690 Victor St., lagði af stað suður til Minneapolis, Minn., um miðja vikuna, sem leið, ásamt fjölskyldu sinni. Þeir séra Egill H. Fáfnis og Tryggvi Oleson frá Glenboro, komu til borgarinnar seinni part fyrri viku á ungmennaþing það, setn ný- afstaðið er hér í borginni. Séra Haraldur Sigmar frá Moun- tain, N. Dak., var i hópi þeirra, er sátu nýafstaðið ungmennamót i Winnipeg og unnu að stofnun þess. Hann kom til borgarinnar aftur síð- astliðinn þriðjudag, með Jón Björn- son á Mountain, til lækninga. Með séra Haraldi komu einnig þeir H. J. Hallgrímsson og G. Th. Oddson. Til íslands lögðu af stað á mið- vikudagskvöldið í fyrri viku, þær Mrs. Agnes P. Vatnsdal frá Víðir, Man. og Mrs. Helgi Björnsson frá Lundar. Munu þær dvelja sumar- langt heima. Haraldur Guðmundur Páll Jóhannson, M.Sc. Miss Anna Bjarnason hjúkrunar. kona frá New York, kom til borg- arinnar í gær. Er hún dóttir þeirra Halldórs kaupmanns Bjarnasonar og frúar hans. Mun Miss Bjarna- son dvelja hér með foreldrum sínum j mánaðartíma. Mr. Vilhjálmur Pétursson kaup- maður frá Baldur, Man., er stadd- ur í borginni þessa dagana. Miss Emilie Bardal, hjúkrunar- kona, er nýkomin heim eftir að hafa dvalist suður í Florida síðan um jól. Dr. Sigga Kristjánsson-Houston, frá Yorkton, Sask., var stödd í borginni í fyrri viku. Árslokahátíð Jóns Bjarnasonar Þakkað fyrir heimsókn. Eg undirrituð vil hér með votta konum þeim á Lundar, er heimsóttu mig á 81. afmælisdag minn, 27. apríl 1935, mitt innilegasta þakk- læti fyrir heiður þann er þær sýndu mér, og gjafir og gleði. Eg vildi geta þakkað ykkur öllum með vel völdum orðum, og þó einkum og sér i lagi þeim, sem stóðu fyrir þessari heimsókn. Gróa Goodrnan. Ladies’ Guild Jón Bjarnason Academy efnir til sölu á heimatil- búnum mat í skólanum þann 12. júní næstkomandi, seinnipart dags og að kveldinu. íslenzku blöðin geta við og við ungra Vestur-íslendinga, sem vel hafa gengið að verki á mentabraut- inni. Einn slíkra mann er Haraldur Jóhannson, sem hér birtist mynd af. Hann er Winnipeg drengur og góð- ur íslendingur. Hann var fæddur hér í borg, fyrir 26 árum, einka- sonur þeirra hjónanna Gunnlaugs kaupmanns Jóhannsonar og frú Guðrúnar. Nám stundaði hann í al- þýðuskólum borgarinnar, en síðan var hann þrjú ár í Jóns Bjarnason- ar skóla, árin 1925-8. Hann var þar ávalt í allra fremstu röð nemenda. Hann hefir góðar gáfur og einstak- lega nothæfar. Hann kynti sig sér- staklega vel í allri umgengni sinni bæði við nemendur og kennara. Hann er stiltur, prúður og vingjarn. legur. Þessi einkenni hafa ávalt fylgt honum. hafa kynt hann vel og kom- ið honum að góðu haldi. Frá Jóns Bjarnasonar skóla lá leið hans inn í háskóla Manitobafylkis, og þaðan útskrifaðist hann með ágætiseinkunn sem “Bachelor of Science” árið 1933. Sérgrein hans síðustu árin þar var efnafræði. Síðan hefir hann bæði haldið áfram námi við háskólann og unnið að verki, sem skylt er því námi. Hinn 15. þ. m. var honum, af háskólanutn, veitt meistaragráða (Master of Science) með sérstaklega hárri einkunn. í þvi námi stundaði hann “Cereal Chemistry (major)” og “Advanced Statistical Methods (minor).” Efni meistararitgjörðarinnar var: “A study of the Carotenoid Pigments of Wheat and five types of Rust spores.” Hann er nú starfandi fyr- ir Dominion-stjórnina að því að FRA UNGMENNAÞINGINU \ instri til hægri, fremri röð: Miss Júlía Jósephson, Brúa, Man.; Miss Pauline Thorvardson, Akra, N.D.; Miss Björg Guttormson, Husawick, Man.; Miss Beatrice Gíslason, forseti Young People’s Society, Firt Lutheran Church, Winnipeg; Miss Vera Johannsson, Winnipeg; Miss Steina Eirickson, Lundar, Man.; Miss Hillman, Upham, N.D. Bakröð: Mr. Elíasson, Ár- borg, Man.; Sig. Guðnason, Baldur, Man.; Tryggvi Oleson. Glenboro, Man.; Jón Sigurðsson, Sel- kirk. Man.: Ragnar Tohnson, Grund, Man.; H. Sigmar. Jr., Mountain, N.D. Dagsskrá Júbilíþings Kirkjufélagsins FIMTÍU ÁRA AFMÆLI 19. —25. JÚNÍ, 1935 að Mountain, N. Dakota og í Winnipeg AD MOUNTAIN MIÐYIKUDAGINN 19. júní, kl. 8 e. h.—Þingsetningar-guðs. þjónusta með altarisgöngu. FIMTUDAGINN 20. júní, kl. 9-12 f. h. — Þingfundur; skýrslur embættismanna og nefnda. FIMTUDAGINN 20. júní, kl. 2 e. h.—Afrnarlishátíðarmót, söngur, ræðuhöld, kveðjur. FIMTUDAGINN 20. júní, kl. 8 e. h.—Ungmennamót. FÖSTUDAGINN 21. júni, kl. 9-12—Starfsfundur. / WINNIPEG / FYRSTU LOTERSKU KIRKJU FÖSTUDAGINN 21. júní, kl. 8 e. h.—Stutt guðsþjónusta, Séra N. S. Thorláksson prédikar. A eftir flytur Dr. B. B. Jónsson fyrirlestur. LAUGARDAGINN 22. júní, kl. 9-12 f. h., starfsfundur; kl. 2-6 e. h. starfsfundur; kl. 8 e. h., enskt hátíðarmót, kveðjur. SUNNUDAGINN 23. jútií, kl. 11 f. h.—Ensk afmælishátíðar- guðsþjónusta, séra K. K. Ólafson prédikar. Kl. 3 e. h.—Mót Sameinuðu kvenfélaganna. Kl. 7 e. h.—íslenzk afmælishátíðar-guðsþjónusta, séra Rún. ólfur Marteinsson prédikar. MÁNUDAGINN 24. júní, kl. 9-12 f. h., starfsfundur. Kl. 2 - 6 e. h., starfsfundur. Kl. 8 e. h.—Söngskrá helguð ’nátiðarhaldinu; söngflokkur Fyrsta lúterska safnaðar, undir stjórn hr. Páls Bardal. ÞRIÐJUDAGINN 25. júni, kl. 9- 12 f. h., starfsfundur. Kl. 2-6 e. h., starfsfundur. K1 8 e. h., íslenzkt mót. Hátíðarlok. K. K. ÓLAFSON, forscti. gera efnafræðilegar rannsóknir i sambandi við hveititegundir. Hann er óefað sérstaklega hæfur til þess háttar starfs. Eftir öllu útliti ligg- ur farsæl æfibraut framundan. R. M. IION, NEIL CAMERON LATINN Á miðvikudaginn þann 22. þessa mánaðar, lézt á Almenna sjúkrahús- inu hér í borginni, Hon. Neil Came- ron, sá, er hafði með höndum bún- aðarráðherra embætti fyrst eftir að bændaflokkurinn komst til valda í Manitoba og Mr. Bracken mynd- aði ráðuneyti sitt. Mr. Cameron var 71 árs að aldri og lætur eftir sig elckju ásamt fimm dætrum og einum syni. Jarðarförin fór fram i Basswood sveit síðastliðinn laug- ardag, að viðstöddu miklu fjöl- menni; þar á meðal Bracken for- sætisráðgjafa og flestum ráðgjöf- um hans. Hinn látni bændahöfð- ingi og stjórnmálamaður átti sæti á fylkisþingi fyrir Minnedosa kjör- dæmið frá 1922—1927 ; lét hann þá bæði af ráðgjafaembætti og þing- mensku. Hann bauð sig fram til þings á ný í kosningunum 1932, en náði ekki kosningu. í héraði lét Mr. Cameron mikið til sín taka og hafði þar alla jafna málaforustu á meðal sveitunga sinna. Jarðeignir hans í Basswood-héraði námu 2,000 ekrum, en gripastofn hans þótti langt skara fram úr því, sem alment gerist. Mr. Cameron var fæddur að Owen Sound í Ontario-fylki, en fluttist með foreldrum sínum til Manitoba árið 1874. SENATOR F. SCIIAFFNER FALLINN / VAL Þann 22. yfirstandandi mánaðar lézt ,að heimili sínu hér i borg Senator Frederick Schaffner, því nær áttræður að aldri. Var hann af þýzkum ættum, fæddur að Wil- liamstown í Nova Scotia fylki þann 18. ágúst 1855. Hinn látni Senator var útskrifaður í læknisfræði af há- skólanum í Toronto árið 1888, en fluttist til Manitoba skömmu seinna og settist að sem læknir í Boissevain. Hann fylgdi íhaldsstefnunni alla jafna að málum og var skipaður Senator i9i7. Við fráfall Senator Schaffners varð sextánda sætið autt í öldungadeildinni. Verða þau vafalaust öll fylt áður en Mr. Ben- nett gengur til kosninga. Eldsumbrot á Islandi Reykjavík, 27. maí. “Eldsumbrot i Axafirði á norð- anverðu íslandi, margar mílur frá eldfjöllum, gerðu vart við sig síð- astliðinn sunnudag, án þess jarð- fræðingar gætu gert sér þess grein hverju slíkt sætti á þeim stöðvum. Þó ekki yrði vart landskjálfta- kippa, þá sprakk svo jörðin, að 300 metra (984) feta klofnings varð vart, þar sem upp skaut glóandi hraunleðju, er kveikti í birkitrjám í grendinni/’ Símfregn þessi birtist í blaðinu Winnipeg Evening Tribune síðast- liðið mánudagskvöld. AFLEGGUR EMBÆTTIS- EIÐ Síðastliðinn þriðjudag aflagði I. B. Griffiths, þingmaður Russell kjlördæmisins, emibættiseið, sem heilbrigðismálaráðgjafi í ráðuneyti Mr. Brackens. Hinn nýi ráðgjafi var fyrst kosinn á fylkisþing árið 1922 og hefir átt þar sæti jafnan síðan. Þykir hann i hvívetna hinn mætasti maður. Aukakosningar fara fram í Rus- sell, Carillon og Arthur kjördæm- um þann 4. júlí næstkomandi. Mr. Griffiths hefir vérið varaforseti á tveimur undanförnum þingum. IAÐREISNARLÖGGJÖF ROOSEVELTS TALIN ÓSAMRÆMANLEG STJÓRNARSKRANNI Hæsti réttur Bandaríkjanna hef- ir úrskurðað mest alla viðreisnar- löggjöf Roosevelts forseta ósam- rýmanlega stjórnarskrá þjóðarinn- ar, og þar af leiðandi ógilda. Verka- mannasamtökin American Federa- tion of Labour hóta almennu verk- falli, ef hróflað verði við tveggja ára áætlun Jöggjafar þessarar, eða réttara sagt reglugerðar. Verðbréf féllu á kauphöllum New York borg- ar, er hljóðbært varð um úrskurð hæztaréttar. Sagt er að Roosevelt láti ekki minsta bilbug á sér finna, heldur muni krefjast þess að þing- ið skerist í leikinn og ^fgreiði lög, er staðist fái allar stjórnskipulegar eldrunir, og að anda til falli að flestu leyti í sama farveg og hinar gildandi NRA reglugerðir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.