Lögberg - 30.05.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 30.05.1935, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. MAl, 1935. fí FANGINN Eftir JOHN GALSWORTHY Það var snemma sumars og blíðskapar- veður. Fuglarnir sungu enn'þá vorsöngva sína og síðustu blómin voru ófallin af trján- um í Lundúna-görðunum. Alt í einu sagði einn af vinum mínum: ‘ ‘ Ha — er gullspör hérna ? ” Það va-r fult af sólskríkjum og iþröstum í garðinum og svo voru uglur, sem létu til sín hevra á næturn- ar, og gaukur, sem hélt eins og Columbus, þegar hann sá eyjarnar — grænu, skógi vöxnu blettina í borginni, að hann væri kominn til meginlandsins — skógarflákanna í Kent. og Surrey. En gullspör — það náði ekki nokk- urri átt! “Eg hevri til hans—Jþarna heima,” sagði vinur minn og gekjí heim að húsinu. Þegar hann kom aftur settist liann og madti: “Elg vissi ekki, að þið hefðuð fugl í búri.” Matreiðslumaðurinn okkar átti kan- arífugl. “Asni!” hreytti hann út úr sér. Við hinir skildum ekki, hversvegna hann lét svona. “Eg hata þessi búr, -hvort sem þau eru notuð til að loka inni menn eða málleysingja. Eg þoli ekki að sjá þau eða hugsa um þau.” Hann leit á okkur með gremjusvip, eins og við hefðum móðgað hann með því að fá fram þessa játningu. Svo hélt hann áfram og tal- aði ótt: FVrir nokkrum árum síðan var eg stadd- ur í þýzkri borg, ásamt vini mínum, sem var að kynna sér þjóðfélagsmál. Hann bauð mér einu sinni að koma með sér og skoða fangelsi. Eg hafði aldrei séð fangelsi og fór því með honum. Það var alveg svona veður—heiður himin og þetta hressamdi, ókyrra blik yfir öllu, sem hvergi sézt nema sumstaðar í Þvzka- landi. Fangelsið var í miðri borginni og með sama sniði — var okkur sagt— eins og þau voru hér fyrir mörgum árum og þið hafið ef til vill séð. Þjóðverjarnir máttu ekki þá, og mega sjálfsagt ekki enn, heyra nefnt annað en að fangarnir séu algerlega grafnir lifandi —lokaðir frá pllu mannlegu félagi. En þá voru þeir nýkomnir upp á lag með þetta og höfðu ofstækisfulla nautn.af j>ví, eins og þeir reyndar hafa af öllu, sem þeir taka uj)p á. Eg ætla ekki að fara að lýsa þessu fangelsi eða því, sem eg sá þar. Mér leizt vel á fanga- vörðinn, og það er óhætt að segja, að fang- elsinu var vel stjórnað, að svo miklu leyti, sem hægt er að stjórna hræðilegri stofnun. Eg ætlaði aðeins að segja ykkur frá því eina, sem eg aldrei mun gleyma, vegna þess að eg minnist þess alt af, þegar eg sé eitthvað inni- lokað, hvort sem það er stórt eða smátt, menn eða málleysipgjar.” Vinur minn þagnaði snöggvast. Svo hélt hann áfram. Æsingin í rödd hans var nú meiri en áður. “Þegar við vorum búnir að skoða mik- ið af fangelsinu, spurði fangavörðurinn vin minn, hvort hann langaði að sjá einn eða tvo j)eirra, sem dæmdir væru æfilangt.” “Eg skal sýna vkkur einn,” sagði hann, “sem er búinn að vera hér í tuttugu og sjö ár. Hann er nú orðinn, eins og þið getið skil- ið”—“dálítið slæptur eftir svona langa fangelsisvist.” Við fengum að iheyra sögu þessa fanga á leiðinni til klefa hans. Hann hafði unnið hjá húsgagnasmið, þegar hann var unglingur. Svo gekk hann í þjófaflokk og braust inn hjá hús'bónda sínum. E<n hús- gagnasmiðurinn kom að honum, þegar hann var að stela og j)á misti hann alt vald á sér og réðist á húsbónda sinn og drap hann. Hann var dæmdur til dauða, en fyrir milligöngu eimhvers konungborins manns, sem hafði orð- ið leiður á að sjá lík—eg held í orustunni við Sadowa—var dómnum breytt í æfilangt fang- elsi. Þegar við komum inn til hans, var hann grafkvr og einblíndi á vinnu sína. Hann var útlits eins og sextugur maður — samt gat hann ekki verið meira en fjörutíu og sex ára gamall — bogin, skjálfandi beinagrind. Framan á sér hafði hann mógula svuntu. Svipurinn var sljór, og hann var grár og gugginn í framan, eins og allir fangar eru. Hann var kinnfiskasoginn og stóreygður, en eg man ekki, hvernig augun voru lit—ef þau voru J)á ekki alveg litlaus. Þegar járnhurðin opnaðist og við gengum inn hver á eftir öðr- um, tók hann ofan húfugarminn, en hún var mógul eins og alt annað í kring um hann- Höfuð han.s var óhreint og nærri sköllótt — aðeins nokkur grá hár. Hann leit á okkur auðmjúkur og með athygli. Hann var eins og náttugla, sem alt í einu fær dagsbirtuna beint framan í sig. Hafið þið nokkurntíma séð ungbarn, veikt í fyrsta sinn á æfinni — ruglað af Jíjáningunum? Einmitt þannig leit hann út, en svo framúrskarandi bljúgur á svipinn! Við höfðum séð marga af föngun- um, og enginn var sv'ona hræðilega bljúgur nema hann. Eða röddin: “Ja, Herr Direk- tor — Nein, Herr Direktor, mjúk og örvana —algerlega viljalaus.” Vinur minn þagnaði og hnyklaði brýrnar. Hann reyndi að rifja þenna atburð upp fyr- ir sér. Svo hélt hann áfram eftir stutta þögn : ‘ ‘ Hann hélt á pappírsörk, sem hann liafði verið að skrifa á með blindraletri upp úr Nýja Testamentinu. Þegar hann rendi mögru fingrunum yfir stafina til þess að sýna okkur, hvre blindu mennirnir ættu hægt með að lesa jætta, sást greinilega, að hend- urnar voru rykugar eins og á málara. Það vrar ekkert í klefanum, sem gæti valdið þessu ryki, og eg held, að það liafi ekki verið ryk á höndunum á honum, heldur einhver úrgang- ur frá. þessari mannveru, sem var að visna og vesalast upp. Og þegar hann lyfti upp blaðinu, skalf höndin eins og lauf í vindi. Ein- hver okkar spurði, hver hefði fundið upp þetta letur, sem hann notaði og gat upp á nokkrum nöfnum.—“Nein, nein,” sagði hann, og hann titraði allur af ákafa og löngun til að muna rétta nafnið. Svo seig höfuð hans niður og hann sagði lágt: “Ah, Herr Direk- tor, ich kann nicht!” En svo alt í einu rudd- ist það fram á varir hans. Þá fyrst varð hann eins og maður. Aldrei fyr hafði eg vit- að, hvers virði það er að vera frjáls, að hafa samband við aðra menn, hve nauðsynlegt það er a sjá og heyra nýtt og nýtt og þurfa að muna. En þessi maður þurfti ekki að muna. Hann var eins og planta, sem hefir verið sett þar, sem engin dögg getur fallið. Að sjá svip- breytinguna, sem varð á honum við það eitt að muna þetta nafn, það var eins og að sjá grænt lauf mitt í skrælnuðum skógarrunni. Eg segi ykkur það satt, að maðurinn er merkilegur—iþolinmóðasta dýr, sem nokkurn- tíma hefir verið skapað.” Vinur minn stóð upp og fór að ganga fram og aftur. “Heim- urinn, sem hann lifði í var ekki stór; um fjórtán fet á annan veginn og átta á hinn. Hann var búinn að lifa í honum í tuttugu og sjö ár, án þess að eiga svo mikið sem mús fyrir vin. Það er ekkert hálkák á því í feng- elsunum. Hugsið ykkur þann lífskraft, sem mannslíkaminn er gæddur, þegar hann lifir þetta af. . . . Hvað haldið þið,” hélt hann á- fram og snéri sér alt í einu að okkur, “að hafi verið Jæss valdandi, að hann var ekki búinn að missa hvern snefil af viti ? Ja, það skal eg segja ykkur: Við vorum að horfa á hann skrifa blindraletrið, en alt í einu rétti liann okkur fjöl á stærð við stóra ljósmynd. Það var mvnd af ungri stúlku, sem sat í garði með litfögur 'blóm í hendinni; í baksýn var mjór, bugðóttur lækur með nokkrum smáfoss- um og á bakkanum var einhver skrítinn fugl, líkastur hrafni. Rétt hjá stúlkunni var tré með stórum, þroskuðum ávöxtum. Það var ólíkt öllum öðrum trjám, en þó var það að sumu leyti eins og öll önnur tré—Það er eins og þau hafi sál og séu vinir mannanna. Stúlk- an starði á okkur kringlóttum, bláum aug- um og blómin, sem hún hélt á, virtust einnig stara á okkur. Mér fanst myndin öll vera— hvað á eg að segja?—eitthvað svo undarleg. Hún var gölluð hvað liti og vinnu snerti, á sama hátt og gömlu ítölsku málverkin, en það var auðséð, að frábær iðni hafði sigrast á flestum erfiðleikum. Einn okkar spurði hann hvort hann hefði lært að teikna áður en hann fór í fangelsið, en mannauminginn misskildi spurninguna. — “Nein, nein, ” sagði hanri, “herra fangavörðurinn veit, að eg hafði ekk- ert fyrir mér. Það er bara hugmynd!” Og brosið, sem lék um varir hans, hefði getað hrært steininn! Hann hafði sett í myndina alt J)að sem hann þráði—konu, blóm, fugla, tré, bláan himin, rennandi vatn—og urtdrun sína yfir að mega ekki njóta þess. Okkur var sagt, að hann væri búinn að vinna að þessu í átján ár, hefði þurkað út og byrjað aftur, unz þessi mynd varð til, sú hundraðasta. Hún var meistaraverk. Já, þarna var liann búinn að vera í tuttugu og sjö ár, dæmdur æfilangt til þessa lifandi dauða—mátti ekki snerta, finna lykt af, sjá eða heyra nokkurn skapaðan hlut. Jafnvel ekki minnast neins — en í hungraðri sál hans skapaðist myndin af ungri stúlku með dásamleg augu og blóm í hendinni. Það er stærsti sigur mannsandans og áhrifaríkasti vitnisburður um mátt listar- innar, sem eg hefi nokkurntíma kynst.” Vinur minn hló kuldahlátur. “Samt er- um við svq sljóir fyrir kjörum annara, að eg skildi ekki þá, hve líf þessa manns var kvala- fult. En eg skildi það seinna. Mér varð litið í augu hans, þegar fangavörðurinn spurði, hvernig honum liði og hann var að leitast við að svara. Þeim augum gleymi eg aldrei, hversu gamall sem eg verð. 1 þeim spegluð- ust raunirnar—ihin eilífa, órofna þögn og ein- vera, sem hann hafði búið við og átti eftir að búa við þangað til hann yrði grafinn yzt í kirkjugarðinum. Það skein út úr þeim á- takanlegri eymd heldur en augum allra þeirra frjálsu manna, sem eg hefi séð. Eg þoldi ekki að horfa í þau og flýtti mér út úr klefanum. Eg fann þá og finn alt af síðan, áð það er satt, sem Rússar segja — þrátt fvrir alla J>eirra grimd—að þjáningin er heilög. Eg fann, að við hefðum allir átt að lúta honum, og þó að eg væri frjáls maður og gerði ekkert á hluta nokkurs manns, fann eg, þegar eg stóð andspænis Jiessu lifandi líki, að eg var vond ur maður og hugsaði einungis um eigin hag. Hvaða glæp, sem þessi glataði vesalingur hefir drýgt — það er mér alveg sama — þá hafði hann verið beittur svo miklu ranglæti, að eg var ekki verður að binda skóþvengi hans. Þegar mér verður hugsað til hans, gríp- ur mig enn—þrátt fyrir alt—eitthvert hatur til mannanna. Eg finn til með öllum lifandi verum, sem þjást af því að vera lokaðar inni.” Vinur minn snéri sér við og þagði góða stund. “Eg man,” sagði hann svo, “að á heimleiðinni komum við í skemtigarð borgar- innar. Þar var alt fult af lífi og ljósi; alls- konar ilmandi tré—eikur, linditré, beykitré, mórberjatré, ösp, birki og eplatré í fullum blóma. Lífið lék við hverja grein og hvert blað. Frjálsir og óhindraðir fuglar flögruðu milli trjánna og kvökuðu ljóð sín út í sólskin ið. Já, það var heillandi umhverfi. Og eg man vel, að eg var að hugsa um, að í öllu nátt- úrunnar ríki væri það bara maðurinn og köngulóin, sem kveldu lífið úr öðrum verum á svona seigdrepandi hátt, og maðurinn einn gæti með köldu blóði beitt þessari aðferð við sína eigin bræður. Og það get eg sagt ykkur, að við það að sjá einu sinni hina óumræðilegu evmd, sem lýsti sér í augnaráði þessa manns, gerbreyttist skoðun mín á mönnum, sem valda slíkum hörmungum. Um kvöldið sat eg úti í glugga á veitingahúsi og hlustaði á hljóðfæra- slátt, hlátur gestanna og samræður; eg horfði á fólkið, sem gekk fram og aftur úti á götunni —búðarfólk, hermenn, kaupmenn, emibættis- menn, klerkar, betlarar, auðkýfingar og port- konur. Ljósið streymdi út frá gluggunum og blöðin á trjánum hreyfðust lítið eitt í golunni og milli þeirra sást í dökkbláan kvöldhimin- inn. En eg hvorki sá né hevrði neitt af þessu. Eg sá aðeins svipinn á þessum aumingja manni, Mjúgan og gugginn, augun og rykug- ar, titrandi hendurnar og eg sá myndina, sem liann hafði málað í þessum kvalastað. Það er þetta, sem alt af fvllir huga minn, þegar eg sé eða hevri eitthvað, sem er einmana og innilokað.” Vinur minn Jiagnaði, en litlu síðar stóð hann upp, bað okkur að afsaka sig, og fór burt. — Þórarinn Guðnason hýddi. ' — Dvöl. Stefnumótið (Úr “The Apple Tree”) Eftir John Galsworthy. Klukkan var langt gengin ellefu um kvöldið, þegar Ashurst stakk á sig vasaútgáf- unni af Odysseifskviðu, sem hann var búinn í hálftíma að blaða í án þess að lesa nokkurt orð. Ilann læddist út í garðinn. Tunglið var nýkomið upp fyrir hæðina og gægðist eins og gullbjartur, voldugur verndarandi milli lauf- lítilla greina á eskitré einu. ElnnJ)á var myrkur undir eplatrjánum, og hann fann stórgert grasið undir fótum sér, þegar hann staðnæmdist til að átta sig á stefnunni. Eitt- hvað svart hreyfðist rétt fyrir aftán hann. Hann hevrði hátt rýt, og þrír stóreflis grísir lögðust aftur þétt hver upp að öðrum undir garðinn. Hann hlustaði. Það var blæjalogn, en hvLslandi og skríkjandi skvampið í lækn- pm lét nú hálfu hærra í eyrum en á daginn. Einhver fugl—hann vissi ekki hvaða—garg- aði “Pip-pip, pip-pip,” einstaklega tilbrevt- ingarlaust; hann hevrði ugluvæl og krunk í nátthrafni langt í burtu. Ashurst gekk eitt eða tvö skref áfram, svo stanzaði hann aftur; honum fanst óljóst eitthvað hvítt og lifandi vera alt í kringum höfuðið á sér. Tunglsljós- ið, sem flóði yfir trén, dökk og hrevfingar- laus, vakti til lífsins með töfrum sínum ótelj- andi mislit blóm og mjúka brumhnappa. Hon- um varð svo einkennilega innanbrjósts og honum fanst, að í raun og veru væri hann ekki einn, heldur hefði ógrynni af hvítum fiðr- ildum eða smávofum svifið Jmrna til hans, tekið, tekið sér bólfestu milli liins dökka him- ins og jarðarinnar, sem var ennj)á dekkri og væru nú ýmist að þenja út vængina eða draga })á saman beint fvrir framan augun á honum. I heillandi fegurð þessa kvrláta augna- bliks var liann nærri búinn að gleyma, íil hvers liann hafði komið út í garðinn. Hinn síkviki töfraljómi, sem hvílt hafði yfir jörð- inni allan daginn, hafði ekki horfið Jiegar kvölda tók; hann var aðeins biíinn að taka á sig þessa nýju mynd. Ashurst hélt hægt og hægt áfram gegnum þéttan runna, sem var þakinn af þessu bvíta, lifandi dufti; svo komst hann að stóra eplatrénu. Enda J)ótt ekki væri bjart, sást greinilega, hve það var miklu stærra en eplatré alment gerast. Þarna sveigðist Jiað út í áttina til sléttunnar og lækj- arins. Undir hinum gildu greinum eplatrés- ins stanzaði hann aftur til að hlusta. Ilann heyrði nákva'mlega sömu hljóðin og áður og rýtið í dauðsyfjuðum grísunum uppi við garðinn. Hann lagði höndina á þurran, hálf- volgan trjástofninn og þegar hann snerti ó- slétta, mosavaxna börkinn, barst ilmurinn að vitum hans. Skyldi hún koma? Og í þessu tunglslýsta töfraumhverfi fór hann að efast um alt. Hér var alt svo langt frá J)ví að vera jarðneskt og hæfði ekki jarðneskum elskend- um, heldur aðeins guðum og gyðjum, skógar- álfum og lækjadísum—það hæfði ekki honum og þessari litlu sveitastúlku. Ætli það yrði ekki bara fróun fyrir hann, að hún kæmi ekki? p]n altaf var hann að lilusta. Og enn var þessi ókunnugi fugl að garga, “Pip-pip, pip- pip,” og litli silungalækurinn þvaðraði, með- an tunglið varpaði á hann ljóma gegnum opin á trjáþakinu hans. Blómin fyrir framan augun á Ashurst virtust lifna æ betur og bet- ur við með hverju augnabliki, sem leið, og þessi dularfulla, hvíta fegurð þeirra virtist auka á óþreyju hans. Hann sleit af dálítinn skúf og hélt honum milli fingra sér—þrjú blóm. Það er ljótt að slíta blóm af aldintré —ung, saklausð yndisleg blóm—og hann kast- aði þeim burt! Alt í einu heyrði hann, að hliðinu var lokað, hann heyrði, að grísirnir fóru að ókyrrast aftur og rýta. Hann hallaði bakinu upp að trénu, þrýsti höndunum að mosavöxnum stofninum og hélt niðri í sér andanum. Hún hefði vel getað verið vofa að læðast milli trjánna; svo hljóðlega kom hún! Nú sá hann hana rétt hjá sér—líkama hennar bar í lítið skuggalegt tré, hvíta and- litið hennar í blóm þess. Hún var svo undur hæglát og starði í áttina til hans. Hann hvísl- aði: “ Megan! ” og rétti út hendurnar. Hún hljóp áfram, beint í fangið á honum. Þegar Ashurst fann hjarta hennar berjast þétt upp við brjóst sitt, varð hann gagntekinn af á- byrgðar- og ástríðutilfinningu. Hún var vax- in upp í öðrum jarðvegi en hann, hún var blátt áfram, ung og varnarlaus, hún unni honum svo heitt og treysti honum svo takmarka- laust; hlaut Iiann ekki vegna alls þessa að vernda hana, þarna í myrkrinu! En hún var barn náttúrunnar og fegurðarinnar og hún var í ætt við vornóttina engu síður en þessi lifandi blóm; hví skyldi hann ekki þiggja alt, sem hún vildi gefa honum — hví ekki að gera vorið í hjörtum þeirra beggja að veruleika? Meðan þessar tvær hugsanir háðu baráttu í sál hans, faðmaði hann hana fast að sér og kysti hár hennar. Hve lengi þau stóðu þarna })egjandi, vissi hann ekki. Lækurinn hélt á- fram að þvaðra, uglurnar vældu, tunglið færðist hærra og hærra upp á loftið og var nú orðið ljósara á litinn; iblómin alt í kring- um þau og fyrir ofan J)au skörtuðu í lifandi fegurð sinni. Þau leituðu hvort að annars vörum, en mæltu ekki orð. Á því augnabliki sem þau færu að tala, myndi alt breytast! Vorið talar ekki, það aðeins hvíslar og skrjáf- ar í laufinu. Vorið, síleitandi og dásamlegt, felur í sér miklu meira en nokkur orð , lækja- niðnum eða þegar það íbreiðir úr blöðunum og opnar blómknappana. Og stundum kem- ur vorið lifandi, eins og einhver dularfull vera og tekur elskenduma í faðm sinn og leggur töfrafingur á varir þeirra, svo að þeir glevma öllu nema þessu eina — kossinum. Meðan hjarta hennar barðist við brjóst hans og hann fann varir hennar titra á munni sér, hafði föfnuðurinn yfirhöndina í sál hans—ör- lögin höfðu varpað henni í fáðm hans—ástin skyldi ekki svívirt! En þegar munnarnir skildust til þess að anda, hófst baráttan strax að nýju. _En nú var ástríðan miklu sterkari. Hann varp öndinni: “Ó, Megan. Af hverju komstu?” Hún leit upp, særð og undrandi. “Þér báðuð mig að koma, lierra minn.” “Kallaðu mig ekki ‘herra, ’ yndið mitt.” “Hvað átti eg að kalla vður?” “Frank.” “Æ, eg- gat það ekki.” “Ein þér ])ykir vænt um mig, er það ekki?” “ Jú, eg gat ekki gert að J)ví. Mig langar til að vera lijá þér. Það er mér nóg.” “Nóg!” Hún hvíslaði svo lágt að hann lieyrði það varla: “Eg dey, ef eg fæ ekki að vera hjá þér.” Ashrust dró andann djúpt. “Komdu þá og vertu hjá mér. ” “Ó!” Gagntekinnn af lotningunni og fögnuð- inum, sem fólst í þessu ó, hélt hann áfram og hvíslaði. “Við skulum fara til London. Eg skal sýna þér heiminn. Og eg skal annast þig. Því lofa eg, Megan. Eg skal aldrei vera vondur við l)ig.” “Ef eg má vera hjá þér — það er mér nóg. ”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.