Lögberg - 13.06.1935, Blaðsíða 1

Lögberg - 13.06.1935, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines Ltnfe td 1»*«*» rv*&* For Service and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines A Rtttj§: •jsr^ Better Dry Cleaning 3nd Laundr^ **- "-» " ¦' - 48. ARGANGUR WINNIPEG, MAN.. FIMTUDAGINN 13.JÚNÍ 1935 NÚMER 23 Sir Hubert Wilkins and Wife pessi mynd er af Sir Hubert Wilkins og konu hans. Sir Hubert er frægur landkönnuður og hemiskautafari. pau hjónin voru á skemtiferð til Evrópu. Ur borg og bygð Mr. Halldór Methusalems Swan, hefir nýlega kotniö sér upp vönd- tiðu og fallegu sumarheimili á Fair Hills skemtistaðnum, um 9 mílur héðan úr borginni, þar sem áður var nefnt að Birds Hill. Hefir hann þar allan útbúnað til æfinga í bog- fimi, og er þegar farinn a'ð fá mikla aðsókn' gesta. Félag það, er skemtistað þessum ræður, hefir komið þar upp vönd- uðu, nýtízku gistihúsi, ásamt sund- laug og margvíslegum öðrum þæg- indum til íþrótta iðkana. Gera má rá'ð fyrir, að þeir, sem unna hinni fornu og þjóðlegu íþrótt, bogfim- inni, noti sér það tækifæri, er þeim nú býðst fyrir atbeina Mr. Swan, venji þangað komu sína að aflok- inni dagsönn og leggi ör á streng. Ungmenni fermd í BreiÖuvíkur- söf nuði, Hnausa, 26. maí: — Guðný Elin Einarsson, Daníel Sigmundur Sigmundsson, Edward Johnson. Símanúmer G. M. Bjarnasonar málara er 38 979. Mr. B. I, Sigvaldason frá Árborg, fyrrum sveitaroddviti í Bifröst, var staddur í borginni á föstudaginn í vikunni sem leið. Mr. og Mrs. Edwin Stephenson fóru suour til Chicago í bíl síðast- liðinn sunnudag og raðgerðu að vera í hálfsmánaðartíma að heiman. í bréfi til ritstjóra Lögbergs frá hr. Ásm. P. Jóhannssyni. dagsettu í Kaupmannahöfn þann 16. maí, seg. ist hann hafa hlustað á Karlakór Reykjavíkur í Tivoli kvöldið áður, sér til mikillar ánægju. Þeir Ás- mundur og Villi sonur hans sátu heimboð hjá sendiherra íslendinga í Kaupmannahöfn, ásamt meðlim- um karlakórsins. Ungmenni fermd í Ardalssöfnuði í Árborg, 2. júní: — Jakob Thor- steinsson, Andrés Marvin Erlends- son, Mattbías Gunnsteinn Brands- son, William Norman Oddleifsson, David Guðmundsson, Kjartan Har- aldur Johnson, Yaldína Sigvaldason, Sæunn Anderson, Halldóra Kathe- lyn Molly Anderson. Leiðréttingar við minningu i'.jiirns Jónssonar í Lögbergi, er út kom 11. apríl, 1935:— [ blaðinu stendur: fæddur 13. júlí, en á að vera 14. júlí. í blaðinu stendur: tekinn til fóst- urs af Steinólfi Grimssyni og konu hans Guðrúnu Grímsdóttur, en á að vera Guðrúnu Guðmundsdóttur. í blaðinu stendur: þá f luttist hann til Guðbrands prests í Reyk- holti, en á að vera Guðlaugs prests í Reykholti. t blaðinu stendur: brugðu búi 1882, en á að vera bjuggu á Ham- reandum í Stafholtssungum, þar til þau fluttust til Ameríku árið 1886. í blaðinu stendur: en þar sem komið var að vetri, dvaldi hann hinn fyrsta vetuf hjá Vigfúsi Þorsteins- syui járnsmiði, en á að vera: Hann var þar meðan hann var að koma sér fyrir á sínu landi, bæði að heyja og hoka upp húsiskjóli; flutti sig svo um haustið á sitt land og var þar hinn fyrsta vetur. H. B. J. Meeting of the Ybung Peoples' Society of the First Lutheran Churcb, Friday evening, June i/tth. Election of bfficers. All members, please, be present. Skemtifundur hjá stúkunni Skuld i kvöld (fimtudag). Heklu og unglingastúkunni er boðið. Fjöl- mennið og hafið glaða stund. I h\ Tweed verður staddur i \r- borg á íimtudaginn 20. júní. Séra Jóhann Bjarnason, sem þjónað hefir Gimli prestakalli í nokkur undanfarin ár, er í þann veginn að láta af þvi starfi. Hefir nú prestakallið samþykt að kalla séra Bjarna A. Bjarnason, son séra Jóhanns. Er búist við að hann taki þeirri köllun og byrji á starfi sínu þar undir eins og heilsa hans leyfir. En á meðan séra Bjarni er að kom- ast til fullrar heilsu aftur, hefir svo um samist, að séra Jóhann þjóni prestakallinu eins og hann hefir gert að undanförnu. Jón Hjarnason Academy — Gjafir: Dr, Jón Stefánsson, Wpg.. .$100.00 Vinur skólans .......... 50.00 Lutheran Ladies' Aid "Baldursbrá" per Mrs. M. Fredrickson, Baldur, Man. $10.00 Gardar Ladies' Aid, per Mrs. John Hjartarson, Gardar, X. Dak..................... 10.00 Kvenfél. Glenboro-safn. (per Mr. G. J. Oleson) ....___ 10.00 Mrs. W. H. Paulson Regina 10.00 Rw. og Mrs. N. S. Thorláks- son, Mountain ........ 10.00 L. H. Thorlaksson, Wpeg.. . 5.00 B. Thorbergsson, Bredenbury, Sask..................... 5.00 Mrs. C. B. Jónsson, Cypress River................... 5.00 Thorsteinn J. Gíslason, Brown P.O., Man....... 5.00 í umboði skólaráðsins vottast hér með vinsamlegt aluðar þakklæti fyr- ir þessar góðu gjafir. S. W. Melsted, gjaldkeri skólans, 673 Bannatyne Ave., Wpeg. 1 ¦ Mr. Andrés J. Skagfeld, Mr. og ¦ Mrs. Sigurður Matthews og Mr. og j Mrs. Guðmundur Breckman frá Oak Point voru stödd í borginni í fyrri viku, og sátu brúðkaup þeirra Miss Önnu Friðfinnsson og Mr. James Gray. Er brúðurin dóttur- dóttir Mr. Skagfelds. Fermingar framkvæmdar af séra Jóhanni Bjarnasyni, í Gimlisöfnuði, á hvítasunnudag, voru sem hér seg- ir: Edwina Laufey Arason, Emily Sigriður Jóhannesson, Evelyn Rose, Torfason, Gerður Hansína Narfa- son, Sigríður Hólmfríður Daniels- son, Ciolet Stefanía Einarsson. — Nöfn stúlknanna hér talin eftir stafrófsröð fyrra skírnarnafns hverrar fyrir sig.— Til prcsta kirkjufélagsins. Á prestafundi, sem haldinn var að Mountain, X. Dak., 26. og 27, sept., siðastl., var ákveðið að reyna að hafa fund á undan kirkjuþingi', ef því yrði við komið og annir út af þingi væru því ei til fyrirstöðu. \'ar mér falin ráðstöftm. Tilkynni eg nú hérmeð prestunum, að ástæð- na vegna geti ekki orðið af fund- ínum, en vonast eftir að við prestar getum, í sambandi við þingið, ákveð- ið tíma og stað fyrir fund seinna. Mountain, N. Dak., 8. júní, 1935. N. S. Thorláksson. Sjö börn voru fermd í Lundar söfnuði hvítasunnudaginn: Lillian Johnson, Margaret Ólöf Ólafsson, Jóhanna Fjóla Björnsson, Thelma Guðlaug Guðmundsson, Doris Murel Brown, GuÖrún Margaret Sigfússon og Yictor Raymond Goodman. ,'\ safnaðarfundi í Lundar-söfn- uði voru eftirgreindir menn kjörnir erindrekar á kirkjuþing: Mr. Jón I lalldórsson, Mr. Dan. J. Lindal. Til vara: Mr. Skúli Sigfússon, Mr. Gísli Ólafsson. Mr. Louis Hillmann frá Moun- tain, N. Dak., var staddttr i borg- inni á fimtudaginn í vikunni sem leið. Til borgarinnar komu á miðviku- daginn Dr. Richard P.eck frá Grand Forks, N.D., ásamt frú sinni, tveim- ur börnum og móður. SIRSAMUELHOARE I linn nýi utanríkisráðgjafi Breta, sá, er viðtók af Sir John Simon, er tekist hefir á hendur forustu innan- ríkisráðuneytisins. \ laugardaginn þann 1. þ. m., voru gefin saman i hjónaband í Los Angeles, Cal., þau Miss Mary Deane Taylor og Mr. William E. Scheving, sonur þeirra Mr. og Mrs. Einar Scheving i San Diego. Hjóna- vígsluna framkvæmdi Rev. Holding, prestur Wilshire presbytera kirkj- unnar. Allmargt vina var viðstatt giftingarathöfnina. Fréttir frá fslandi láta þess getið að hr. Sigfús Halldórs frá Höfnum, fyrverandi ritstjóri Heimskringlu, hafi tekið við ritstjórn Nýja Dag- bla'ðsins í Reykjavík, ásamt Gísla Guðmundssyni. Gefin voru nýlega saman í hjóna- band hér í borginni, þau Miss Anna Friðfinnsson og Mr. James Gray. Hjónavígslan fór fram á heimili foreldra brúarinnar, Mr. og Mrs. Fred Friðfinnsson að 793 Nassau St. Rev. Wyman gifti. Heimili ungu hjónanna verður að Savant Lake, Ont. Aðalfundur Konkordia safnaðar var haldinn miðvikudaginn 5. þ. m. Prestur safnaðarins las upp skýrslu yfir starf sitt; kvenfélag safnaðar- ins sömuleiðis; þá las skrifari upp síðasta fundargjörning og féhirðir reikninga yfir síðastliðið ár. Presti safnaðarins og kvenfélagi og safn- aðarnefnd var þakkað starfið með því að menn risu úr sætum sínum. Forseti lét í ljós cánægju yfir starfi liðins árs; mintist þakksam- lega ungmennafélagsins, sem sýndi söfnuðinum mikinn hlýleik í starfi sínu; lika gat hann um konurnar í líredenbury-bæ og grendinni, sem höfðu gefið kirkjunni ágæta vatns- þró, sem geymir vatn til þess að vökva tré og blóm umhverfis kirkj- una. Líka gat hann um tilboð frá Mr. og Mrs. Kristján Thorvaldson í llredenbury um landgjöf, til viðbót- ar við grafreit safnaðarins. Var þetta hvorutveggja þegið með þökk- um. Safnaðarnefndin var endurkosin: Magnús Bjarnason, forseti; Arni Johnson, féhirðir; Björn Hinriks- son, ritari; G. C. Helgason og Eyj- ólfur Gunnarsson. Djcáknar voru endurkosnir: Jón Gíslason, Björg Bjarnason, Sig- ríður Gunnarsson, G. Christopher- son. M voru kosnir erindrekar á kirkjuþing: Jón Gíslason og G. C. Helgason, og til vara R. Hinriksson og G. Christopherson. ENDURSKIPUN RÁÐUNEYI18 Þau tíoindi gerðust síðastliðinn föstudag, að Ramsay MacDonald lét af stjórnarforustu á Bretlandi, en við tók Stanley Baldwin. Heilsu- bilun olli embættisafsögn Mr. Mac- Donalds sem f orsætisráðgjaf a; ]>(') verður hann áfram. í ráðuneyt- inu. Ilio nýja Baldwin ráðuneyti er þannig skipað: Forsætiðráðgjafi—Stanley Bald- win. Lord President of the Council— Ramsay MacDonald. Innanrikisráðgjafi — Sir John Simon. Fjármálaráðgjafi—Neville Cham- berlain. Lord Chancellor — Hailsham lá- \arour. Utanríkisráðgjafi — Sir Samuel I loare. Innsiglisvörður — Markgreifinn af Tvondonderry. Hermálaráðgjafi — Halifax lá- varður. Ráðgjafi sjálfstjórnarþjóðanna brezku—J. H. Thomas. Flugmálaráðgjafi — Sir Philip Cunliffe-Lister. Indlands ráðgjafi — Markgreif- inn af Zetland. Skotlands ráðgjafi — Sir Godfrey Collins. Nylenduráðgjafi—Malcolm Mac- Donald (sonur Ramsay MacDon- alds). \rerzlunarráðgjafi—Walter Run- ciman. Flotaráðgjafi—Sir Botton Eyres. Monsell. Heilbrigðismálaráðgjafi — Sir Kingsley Wood. Mentamálaráðgjafi—Oliver Stan- ley. líúnaðarmálaráðgjafi—Walter E. Elliott. Ráðgjafi opinberra verka—Wil- liam Armsby-Gore. \'erkamálaráðgjafi—Ernest Wil- iam Brown. Ráðgjafi í sambandi við málefni Þjóðbandalagsins—Anthony Eden. Ráðgjafi án þess að veita forustu cákveðinni stjórnardeild-----Eustace Percy lávarður. Hið endurskipaða ráðuneyti geng- ur undir nafninu þjóðstjórn, eða XTational Government. Þingrof er talið líklegt og að til kosninga verði gengið á öndverðu komandi hausti. Orðsending til vina minua Kæri herra ritstjóri Lögbergs: Um leið og eg læt í haf, vil eg bin'ja blað þitt að gera svo vel og flytja ástúðlegustu þakkir mínar til íslendinga i Winnipeg, fyrir þær framúrskarandi viðtökur, sem eg varð aðnjótandi dagana 4. og 5- júni. Sérstaklega vil eg þakka for- setum allra íslenzku kvenfélaganna hin ágætu samtök þeirra og miklu fvrirböfn — tmdir stjórn frú Jó- hönnu G. Skaptason, forseta Jóns Sigurðssonar félagsins, og að sið- ustu. rausnarlegt heimboð þeirra að heimili frú Skaptason, áður en eg lagði af stað með lestinni austur.— Sannarlega verður mér þessi stutta viðdvöl mín i Winnipeg alveg ó- gleymanleg! Astar þakkir! Alúð- arfylstu kveðjur! Sömuleiðis sendi eg hjartans ]->akklæti og ka^rstu kveðjur til vina minna í Seattle, sem kvöddu mig með samsæti og vinagjöfum. — Kæru Vestur-íslendingar, hvar sem er, sem hafið auðsýnt mér velvild og vináttu, eg þakka ykkur öllum af hlýjum hug og óska ykkur framtíð- arheilla. Vinsamlegast, Jakobína Johnson. Montreal 7. júní, 1935. XV HVEITISÖLUNEPKD Sambandsstjórnin hefir lagt fyrir þing frumvarp til laga um stofnun hveitisölunefndar, er hafa skuli ó- takmarkað vald yfir allri hveitisölu. Nai lög þessi fram að ganga, er lík- legt talið að það geti til þess leitt að kornmiðlunarhöllinni í Winnipeg verði lokað. Sitthvað þykir þó benda til að frumvarp þetta muni sæta all gagngerðum breytingum. A fimtttdagskvöldið þann 30. maí J935- (;' sam'sœti, scm Þjóilrccknis- félagið gckst fyrir) Léttvæg eru höggin hinstu, hallan ber eg skjöld. Þeir, sem gera mest úr minstu mætast hér í kvöld. K. N. ÞINGMENSKU FRAMBOÐ Á fjölmennum fundi kjörinna fulltrúa, sem haldinn var í Beause- jottr, var John M. Turner kjörinn sem merkisberi frjálslynda flokks- I ins í Springfield kjördæminu við næstkomandi sambandskosningar. Er hann maður 35 ára að aldri, út- skrifaður af Wesley College, en gegnir sem stendur forstöðu við Sutherland hótelið hér í borginni. Mr. J. Allison Glen, K.C., fyrr- um sambandsþingmaður, hefir ver- i<N útnefndur undir merkjum l.iberal-Progressive kjósenda í Marquette, Mr. Howard Winkler í Lisgar, en i Macdonald kjördæmi hafa íhaldsmenn útnefnt Mr. W. H. Spinks, fyrrum fylkisþingmann. STÚRFLÓÐ VALDA MIKLU MANNTJÓNI Xý verið hafa geysað stórflóð í Nebraska-ríkinu, er valdið hafa börmungum og tjóni. Hermt er að um 250 manns haf i þar látið líf sitt, auk þess sem orðið hafi víða hin gifurlegustu eignaspjöll. KREFST SAMSTEYPU- STJÓRNAR ¦ Stofnaður er nýlega í Toronto félagsskapur, með 5,000 meðlimum. að sögn, er krefst þess, að stofnuð verði þjóðstjórn, eða samsteypu- stjórn úr hinum ýmsu stjórnmála- flokkum, að afstöðnum næstu kosn- ingum. Maður að nafni Basil B. Campbell. verkfræðingur í 'Toronto, er sagðttr að hafa átt frumkvæði að þessum samtökum. KRABBAMBINSSJÓÐ URINN Samkvæmt tilkynningu frá her- togafrú Bessborough, nemur það fé, er þegar er inn komið í hinn cana- diska krabbameinssjóð, $237,709. Að greiddum öllum loforðum í þessu sambandi, mun upphæðin nema $420,529. LÁVARÐUR RYNG AF 17.1/}', FYRRUM LAND .... STJÓRI1 CANADA I.ÁTINN ,'\ fimtudaginn þann 6. þ. m., lézt að heimili sínu við Thorp-le-Soken á Englandi, lávarður Byng af Vimy og fyrrum landstjóri í Canada; hafði hann verið heilsuveill tvö síð- astliðin ár. Ilinn látni herforingi og stjórnmálamaður var ~jz ára að aldri; gegndi hann landstjóraem- bætti í Canada frá 1921—1926. Lá- varður Byng hafði með höndum forustu canadiska hersins á Frakk- landi í heimsstyrjöldinni miklu. Jarðarförin fór fram á laugardag- inn var frá sveitakirkju í bygðar- lagi því, er lávarður Byng átti heima í; hafði hann skipað svo fyrir, að athöfnin yrði eins látlaus og fram- ast mætti verða. DREGUR SIG 1 HLÉ Hon. E. N. Rhodes, fjármálaráð- gjafi sambandsstjómarinnar, hefir formlega lýst yfir því, að hann hafi ákveðið að draga sig í hlé af stjórn- málasviðinu og að hann verði ekki í kjöri við næstu kosningar. Mr. Rhodes er allmjög bilaður á heilsu og hafa læknar ráðlagt hon- um að taka sér langa hvíld.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.