Lögberg - 13.06.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 13.06.1935, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTTJDAGINN 13. JÚNl, 1935. Hösticrg Q«Í16 ðt hvern fimtudag af TMB COLUMBIA PREBB LIMITBD *9B Sargrent Avenue Wlnnlpeg, Manitoba Utanftskrift ritstjdrans. BDITOR LÖOBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. T«rí SS 00 um árið—Borgitt fvrirtram The "Lögberg” is printed and published by The Colum- bia Prees, Limited, 695 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Fertugt tímarit Um áramótin síðustu átti Eimreiðin fer- tugsafmæli. 1 lífi þjóðar eru f jörutíu ár eins og dropinn í hafinu. En í sögu útgáfufyrir- tækjanna, ýmsra hverra, heima á Fróni, má fjörutíu ára aldur teljast til langlífis.— Eimreiðin hefir verið vakandi vitni að mörgum þeim stórvægilegustu breytingum, er nokkru sinni hafa farið fram í íslenzku þjóð- lífi; risaspor í áttina til framfara þessi síð- ustu fjörutíu ár, hafa verið mörg og örlaga- rík, þó því á hinn bóginn verði ekki auðveld- lega neitað, að viðsjárverðar öfgastefnur hafi hér og þar skotið rótum. Frá því í tíð stofnanda síns, Dr. Valtvs Guðmundssonar, mun Emre'i^n ekki hafa notið jafn verðskuldaðra vinsælda og einmitt nú, urnlir forustu Sveins Sigurðssonar. Fyrsta hefti yfirstandandi árgangs Eim- reiðarinnar, hefir oss nýverið borist í hend- ur, og kennir þar að venju margra grasa. 1 forustugreinum sínum “Við þjóðveginn, ’ ’ tekur ritstjórinn til íhugunar þau málin, er einkum og sérílagi varða stjórnarfarslega og hagsmunalega afkomu þjóðarinnar; kemur þar í 1 jós auðsæ umbóta viðleitni einlægs al- vörumanns, er bendir óhikað á það, sem af- laga fer, en stillir þó jafnan til hófs. Kafli sá, er hér fer á eftir úr forustu- grein síðasta heftis, bregður upp svo skýrum myndum úr hagsmuna og athafnalífi hinnar íslenzku þjóðar, að þeir, sem enn eru íslenzkir í hjartanu hér vestra, og þeir eru margir, munu telja þær góðan feng og verða nokkru nær eftir en áður: “Þó að æfi Eimreiðarinnar sé ekki langur tími úr sögu þjóðarinnar, þá er þetta fjöru- tíu ára skeið af ferli hennar viðburðaríkara en nokkurt annað jafnlangt tímabil síðan landið bygðist. Stórfeldar breytingar og byltingar hafa fram farið svo að segja á öll- um sviðum. Sjálfri íslenzku þjóðinni hefir fjölgað á þessum fjörutíu árum úr tæpum 75 þúsundum upp í ca. 115 þúsund manns. Revkjavík, sem 1895 var þorp með um 5,000 í'búa telur nú um 32,000 íbúa. 1 stjórnmálum hefir orðið stórfeld breyting. Fyrir fjörutíu árum voru stöðulögin svonefndu látin gilda hér á landi, en samkvæmt þeim var ísland “óaðskiljanlegur hluti Danaveldis með sér- stökum landsréttindum.” Nú er landið “frjálst og fullvalda ríki,” í konungssam- bandi við Danmörku. Þá var æðsta vald inn- anlands á ábyrgð ráðgjafa úti í Kaupmanna- höfn, en framkvæmt af landshöfðingja í Reykjavík, sem jafnframt var fulltrúi ráð- g.jafans á alþingi. Nú er framkvæmdarvaldið í höndum innlendrar stjórnar.. Þá var æðsti dómstóll landsins erlendur hæstiréttur. Nú er hæstiréttur alinnlend stofnun. Þá munu opinberir embættismenn hafa verið 250 til 300, en eru nú margfalt fleiri, og ber þetta að vísu ekki til framfara að telja. Þá var landbúnaður rekinn með líku sniði víðast eins og viðgengist hafði frá því á söguöld. Nú hef- ir fjölbreytni í búnaðarháttum og framfarir á því sviði aukið framleiðslu þessa atvinnu- vegar að miklum mun. Sama er að segja um fiskveiðar. Þá hefir og innlendur iðnaður færst mjög í aukana á þessu tímabili. Verzlun var þá enn mjög í höndum erlendra kaup- manna, en er nú a. m. k. á yfirborðinu, í hönd- um innlendra kaupfélaga og kaupmanna. Þá hafa og samgöngur innanlands og við útlönd batnað mjög á þessu tímabili. Þá var hvorki til talsímakerfi innanlands né úitsímasam- band við útlönd. Nú er þetta hvorttveggja komið á fyrir löngu, og auk þess loftskeyta- samband, svo og útvarpið, sem þá var með öllu óþekt fyrivbrigði. Og svona madti fleira telja. En þessum breytingum, sem flestar mega til framfara teljast, hefir fylgt einn óþægi- legur baggi, sem nú er orðinn þungur. Is- lenzka ríkið er, eins og menn nú kannast við, orðið stórskuldugt, og þær skuldir eru nálega allar við útlönd. Árið 1871 voru fjármál ts- lendinga og Dana aðskilin, og tóku tslending- ar sjálfir við f járráðunum 1. janúar 1876. Þá var til í varsjóði upphæð, sem nam 162,000 kr. Árið 1897 var varasjóður þessi ásamt eftirstöðvum landsjóðs alls rúml. 1 milj. 676 þúsund kr. tsland skuldaði m. ö. o. ekki neitt, en átti fyrirliggjandi hátt á aðra miljón króna í sjóði. Samkvæmt skýrslu f jármálaráðherra við 1. umræðu fjárlaganna 26. f. m. námu skuldir íslenzka ríkisins í árslok 1934 kr. 41,- 572,044.00. Við þessa upphæð bætast erlend- ar skuldir ýmsra félaga, stofnana og einstakl- inga, sem ríkið er annaðhvort beinlínis eða óbeinlínis í ábyrgð fyrir. Samkvæmt upplýs- ingum, sem fjármálaráðherra lét í té í sömu skýrslu, eru ríkisábyrgðir 74 talsins og-nema samtals um 27 milj. króna. Þar af eru erlend lán rúmlega 25 milj. króna, sem ríkið stendur í ábyrgð fyrir. Þó að þjóðarauður tslands hafi að sjálfsögðu aukist mikið síðan fyrir fjörutíu árum, þá nær hann skamt, enda má segja, að svo langt sé komið, að þjóðin sjái sjálf hve alvarlegt það ástand er sem fjár- mál vor eru nú í. En með því einu móti, að þjóðin vakni sjálf og horfist í augu við veruleikann, er unt að koma þessum málum í viðunanlegt liorf aftur. ’ ’ Meðal annara ritsmíða, ágætra, í þessu Bimreiðarhefti má telja: “ Trúin á hamar og sigð,” eftir séra Pál Þorleifsson; “Bók- lestur fyr og nú,” eftir ritstjórann og “Und- irvitundin,” smásaga eftir Árna frá Ögri, bráðsniðuglega sögð. Eimreiðin hefst að þessu sínni með kvæði eftir Guðmund á Sandi, er nefnist “Nýársdagur 1935.” Kvæðið ber vott hinnar alkunnu málkyngi skál'dsins, þó minna sé um “arnsúg í flugnum,” en áður var. Opið bréf Kæri ritstjóri Lögbergs: ‘ ‘ Eg hefi verið að lesa í Lögbergi skrifin á milli þeirra séra Rúnólfs Marteinssonar og séra Sigurðar Ohristopherssonar um Jóns Bjarnasonar skóla. Mér er ekki kunnugt um nokkurt lúterskt kirkjufélag á þessu meginlandi, er eigi starf- ræki og styrki kristilegar mentastofnanir (academies and colleges) með fjárframlög- um, orku, einbeittni og bænum. Mér er það óskiljanlegt hvernig prestur, er telur sig kristinn, getur ýfst við kristnum skóla og gert tilraun til þess að koma honum fyrir kattarnef. Jóns Bjarnasonar skóli er kristinn skóli; kennarar hans eru kristnir kennarar og kristilegur andi ræður þar lofum og lögum; þeir ungu, er skólann sækja verða þar fyrir kristilegum áhrifum til blessunar þeim bygð- arlögum, er þeir seinna meir taka sér varán- lega bólfestu í. Öll hin mörgu, lútersku kirkjufélög í Norður-Ameríku, hlyti að spyrja eitthvað á þessa leið: “Hvaða tegund lútersks kirkju- félags, er íslenzka kirkjufélagið, er enga lút- erska mentastofnun starfrækir? Norska kirkjufélagið (Norwegian Luth- eran Church)) út af fyrir sig, starfrækir og styður tólf kristilegar mentastofnanir; mið- skóla, lærðaskóla og guðfræðaskóla. Eg hefi sjálfur safnað um $80,000 til kristilegra skóla innan vébanda hins norska kirkjufélags í Ameríku og aldrei heyrt eina einustu rödd frá kristnum heila eða hjarta, til mótmæla þeim kristilegu stofnunum. Nokkrar andmæla raddir hafa bo^ist að eyrum mér annars staðar frá; með öðrum orðum, frá óupplýstum sálum, einangruðum frá Guði. Allar þær þúsundir manna, er eg hefi um- gengist í þessu augnamiði, voru á eitt sáttar um það, að kristilegir skólar væri lífsnauð- syn; að með lokun slíkra stofnana hlyti krist- in kirkja að hrynja til grunna; þetta ætti hverjum dómbærum, kristnum manni að vera ofur auðskilið. Vel veit eg það, að við Islendingar get- um sótt aðra lúterska skóla, þó dyrum Jóns Bjarnasonar skóla verði lokað. En þrátt fyrir það þörfnumst við íslenzkrar, lúterskrar mentastofnunar engu að síður. Við viljum heiðra okkar dýrlegu erfðaminjar með lestri og enduriðkunum í lífi okkar; skýra þær fyrir æskunni og láta þær brenna sig inn í vitund hennar, ásamt lúterskri kristni, eins og hún birtist okkur í prédikunum Vídalíns og sálm- um þeirra Hallgríms Péturssonar og Valdi- mars Briem. Islendingum í Norður-Ameríku og heima á Fróni, ber til þess skylda að fylkja liði um Jóns Bjarnasonar skóla og láta hann verða máttugt, eggjandi tákn alls þess bezta og göf- ugasta, sem í þjóðstofni okkar býr. Jóns Bjamasonar skóli er eini skólinn sinnar tegundar í veröldinni, og þar af leið- andi ætti hver einasti og einn íslendingur að ljá honum lið. Við vöxum ekkert í áliti þeirra þjóða, er við búum með, þó við hrópum á strætum og gatnamótum: “íslendingar viljum vér allir vera.” Og það gemm við heldur ekki í át- veizlum og drykkju á “Þorrablótum.” En hjá því getur ekki farið, að vegur okkar vaxi í augum samborgaranna, ef við færum þeim heim sanninn um það hve einlæglega við unnum hinni glæsilegu forsögu okkar og hinum víðfrægu bókmentum, með því að, halda við mentastofnun, þar sem við sjálfir kennum þetta hvorutveggja. Þessi “eini skóli sinnar tegundar,” ætti að verða miðstöð sigildrar, ís- lenzkrar fræðslu á þessu megin- landi, og hann getur orðið það. Við Vestur-íslendingar og ætt- bræður okkar á Fróni, ættum að taka höndum saman um það, að gera Jóns Bjarnasonar skóla að mátt- ugri, lífrænni einingu í hinni vest- rænu þjóðbrota samsteypu, úr þvi við á annað borð kusum okkur það hlutskifti að flytja hingað af Is- landi. Hugsið ykkur annað eins og það! Að íslendingar í Norður- Ameríku snúi baki við sér sjálfum! Eg hefi ekki um neitt lesið skyld- ara sjálfsmorði, en andspyrnuna gegn Jóns Bjarnasonar skóla. Hans B. Thorgrimsen. Grand Forks, N. Dak. Sending Nú fékk eg góða sending með póstinum frá íslandi í gær. Það var falleg bók. Er nokkuð fallegra til en falleg bók? Bókin er eftir vin minn, séra Friðrik Hallgrimsson dómkirkju- prest í Reykjavík. Hún er falleg að utan. Hún er falleg að innan. Málið lipurt og lát- laust. Efnið heilbrigðt og hug- næmt. Bókin heitir: Kristur og menn- irnir. Ekki er bókin stór, 87 bls. í smáu broti. Auk inngangsorða skiftist efnið í sjö þætti: Kristur og æskan. Kristur og syndugir menn. Kristur og starfandi menn. Kristur og mótlætismenn. Kristur og efasjúkir menn. Kristur og vinir hans. Kristur og dauðlegir menn. Hún er alls ólík öðrum “guðs- orðabókum” þessi.litla bók. Þar er ekkert guðfræða-kerfi, en þar er tilraun til þess gerð, að láta Krist í lifandi mynd, eins og honum er lýst í guðspjöllunum, ganga um í mann. lífinu á þeim sviðum, sem nefnd hafa verið. Um þessa bók verður naumast þráttað. Myndin af Kristi er ekki með öðrum litum máluð en athöfn- um sjálfs hans og orðum. Viðkomu- staðirnir eru ekki uppi á fjallatind- um eða inn í afdölum, heldur á jafnsléttu hversdagslífsins. Þangað kemur Kristur til okkar, talar við okkur og breytir við okkur eins og hann talaði og breytti við bræður okkar á Gyðingalandi áður. Andverkun lesarans verður þetta eitt: Væri þá ekki vel farið, ef Kristur væri mér það leiðarljós og sá hjálpari, sem hér sýnir sig? Helgir jafnt sem syndaselir verða að játa því. Það er dr. E. Stanley Jones, India-postulinn ágæti, sem bezt hef- ir í núlegri tíð innleitt þessa aðferð við boðun fagnaðarerindisins. —Því lengur sem maður les, því þakklátari verður maður fyrir það, hve vel honum hefir heppnast til- raunin. Bóksalar á íslandi segja að nú þýði ekki lengur að senda bók til út- sölu vestur um haf. Séra Friðrik Hallgrímsson á marga vini vestur hér, sem hans vegna myndu vilja eiga bókina. En það ætti ekki að þurfa vináttunnar við. Verðleiki bókarinnar sjálfrar eru fullkomin meðmæli. —B. B. J. FIMTIU ARA MINNINGARRIT KIR KJUFÉLA GSINS Einn merkur þáttur í afmælis- haldi kirkjufélagsins lúterska á þessu sumri, er útgáfa minningar- rita bæði á íslenzku og ensku. Minn- ingarritið hvort fyrir sig, er stutt saga kirkjufélagsins. slenzka ritið kemur i stað þriggja hefta Samein- ingarinnar og sendist ókeypis öll- um áskrifendum hennar. Verður einnig á boðstólum í sérsölu fyrir 75C. Höfundurinn er dr. Richard Beck, og eru það nægileg meðmæli hvað snertir innihald og frágang. Ritið er prýtt myndum. Enska ritið er samið af forseta kirkjufélagsins, séra K. K. Ólafs- syni, og ætluð þeim, er síður njóta frásagnar á íslenzku. Einnig prýdd myndum. Verð 40C.—Prentun og pappír í bezta lagi í báðum ritun- um. Ef bæði ritin eru keypt seljast þau fyrir $1.00, fram að 1. júlí n. k. Sendið pantanir sem fyrst til hr. S.. O. Bjerring, 550 Banning St., Winnipeg og Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winnipeg. Börn fermd á hvítasunnu í Fyrstu lútershu kirkju Stúlkur: Aileen Marjorie Olson, Alma Louise Baldwin, Audrey Fridfinn- son, Caroline Lily Sölvason, Dagny Vieno Harju, Doris Marjorie Blon- dal, Eileen Lorraine Vickers, Elin Johrtson, Emily Lillian Stratton Evelyn May Quiggin, Evelyn May Laroche, Guðrún Elsa Dorothea Johnson, Gudrun Betty Johnston, Irene Swannie Swanson, June Rosalie Riggall, Margaret Helga Erickson, Matthilda Petrina Bjarna- son, Maxine Lillian Kline, Rann- veig Danielson, Theodosea Guðrún Ólafson, Thelma Constance Fow- ler, Thora Olina Gislason, Thor- björg Baldwinson, Thruda Lillian Backman. Drengir: Arni Ragnar Swanson, Byron Ronald Paulson, Daniel Lawrence Peter Snidal, Donald Morris John- son, Edward William Preece, Eggert Thomas Feldsted, Fredrick Oscar Sveinsson, Emil August Gillies, Friðfinnur Kjernested Thorgeirs- son, George Johnson, Gordon Clif- ford Stone, Halldór Melvin Sigurd- son, Harold Johnson, Ivan Orvill Norman, Jón Hinrik Jóhannsson, John Julius Stratton, Njáll Skordal Jónasson, Oliver Fredrick Björn- son, Richard Sveinbjörn Anderson, Roy Clifford McFarlane, Rurik Norman, William Johnson. Einn dren^ur, Irvin Oddleifson, var lasinn og verður væntanlega fermdur Áið hádegismessu næsta sunnudag.i—Hálft þriðja hundrað manns gekk til altaris sunnudags- morguninn. VID ÚTFÖR JÓNS SIGURÐSSONAR að Víðir, Manitoba. Góður er hér drengur Til grafar borinn; Fullhugi framgjarn, Formensku vanur. Stór var hann í starfi, Stór á velli, Stórgáfum gæddur; Gott var þess að njóta. Ef að öll vér hlynnum Ungum að niðjum Hans, sem er að hverfa Heim til moldar; Sýnt er þá með sóma; Sönnun fengin; Mikils að vér metum Manninn þann hinn látna. Viðstaddur. Fuglinn í runnanum Búna braut, Bíður þraut; Undra lykil lifsins gefur, Lífsins orku í skauti hefur. Dimt er úti, sofnuð sunna, , Söngrödd hljóðnuð fugla munna, Nema út úr einum runna Óður ljóða heyrist skær, Ómur hljóma yndis-kær. Myrkur er í laufgum lundi, Lítill fugl þó glaður undi, Skúrum i ei stúrinn stundi,— Stjörnur himins glóa æ, Að innan leggur bliðan blæ. Sofnar fugl og söngur þrýtur, ] Sængurværðar hægrar nýtur, Vng und höfði litlu lýtur, Léttum kviknæm ruggar grein, Enginn kvíði, ugð ei nein. Inn í runn þó kastist köglar, kvartar aldrei, aldrei möglar— Inni lifa ástir þöglar— Óðar syngur fugl sin ljóð, Syngur hátt sinn yndis-óð. Þegar fuglinn þrautir mæða, Þær þá verða honum fæða, Láta söng og sönglist græða: Sönginn hækka, mýkjast klið, Söngrödd stækka, styrkjast við. N. S. Th. Eg las um fugl á Englandi, er söng í runna að næturþeli. Ef hann þagnaði, þurfti aðeins að kasta kögli inn i runnann, þá vaknaði hann og fór óðar að syngja. Af þessu urðu til erindin. — Höf. Frá Islandi HJÓNABÖND, FÆÐINGAR OG MANNDAUÐI A ÍSLANDI ARIÐ 1933. í seinustu Hagtíðindum er út- dráttur úr niðurstöðum manntals- ins 1933. Er þar að finna margvís- legan fróðleik og fara hér eftir nokkur atriði. Hjónabönd. Árið 1933 var tala hjónavígsla á öllu landinu 696. Meðalmannf jöldi ársins samkvæmt prestamannatölum hefir verið 112,454. Hafa þá komið 6.2 hjónavígslur á hvert þúsund landsmanna og eru*það svipuð hlut- föll og næstu undanfarin ár. Af hjónavígslunum 1933 voru 95 borgaralegar hjónavígslur eða 13.6 prósent af öllum hjónavígslum. Fer borgaralegum hjónaböndum sítöð- ugt fjölgandi. Fœðingar. Árið 1933 var tala lifandi fæddra barna 2478 eða 22.0 á hvert þúsund landsmanna. Eru það miklu lægri hlutföll en undanfarin ár og hefir barnsfæðingum hér farið fækkandi síðan 1916—20. Þá var hlutfallið 26.7 á þúsundið. Andvana fæddust 52 börn. Af öllum fæddum börnum 1933 voru 470 eða 18.6% óskilgetin. Hefir hlutfallstala óskilgetinna barna hækkað jafnt og þétt undan- farin ár. Nýja dagbl. 19. maí. .IaJ Hin vinsœla leið TIL 0 Islands Islendingar, sem mikið hafa ferð ast hafa orðið þess varir að þæg- indi, þjónusta og viðurgerningur á öllum skipum Canadian Pacific félagsins eru langt fram yfir það sem þeir höfðu frekast búist við. BEINAR FERÐIR TIL ÍBLANDS Skipaferðir tíðar og reglubundnar frá Montreal. Eftir full- komnum upplýsingum og bæklingum leitið til næsta um- boðsmanns eða W. C. CASEY, Steamship General Passenger Agent, C.P.R. Bldg., Winnipeg.—Símar 92 456-7 CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.