Lögberg - 13.06.1935, Blaðsíða 7

Lögberg - 13.06.1935, Blaðsíða 7
LÖGBEHG, FIMTUDAGINN 13. JÚNÍ, 1935. 7 K. N. hefir orðið Flutt í samsœti í Goodtemplara húsinu í Winnipeg, 30. maí 1935 Vinir og velgjörðamenn, veitið mér áheyrn um stund; lifandi er eg nú enn, og ávaxta hið dýrmæta pund. Jarðneskan á ekki auÖ, aldrei hjá mammon var þræll, bara ef eg hafði brauð og brennivín, þá var eg sæll. Eg veit ógjörla hversvegna eg er hingað kominn, gamall húskarl Cncle Sam um marga áratugi, nema ef orsökin skyldi vera sú að hann ‘'kidnappaði'’ mig frá Miss Canada þegar eg var i blóma lífsins, og hol- aði mér niður hjá dætrum sínum, sem voru mannvandar með afbrigð- um og afkomendur gömlu víking- anna. En nú sýnist sagan endur- taka sig. Það fór fyrir mér eins og Örvar-Oddi að mig langaði til að sjá Berurjóður einu sinni enn, áður en eg kveddi þennan heim, því nú fer sól að nálgast Æginn, eins og skáldið segir, og enginn veit hver kemur næstur. Eg veit það betur en nokkur ykkar að þetta er ekki rétti staðurinn fyrir mig, eg hefði átt að vera á forngripasafni, eins og hver önnur múmía, þar hefði eg komist á rétta hillu í lífinu, þó seint væri. Það sannast á mér að synd- ir feðranna koma fram á börnun- um í þriðja og f jórða lið, að eg skuli vera hér kominn til þess að gera ykkur ónæðiskvöld, sem er orðinn svo langt á eftir timanum, að eg sé ekki yngstu kynslóðina nema i kiki, og er nú aleinn eftir lifandi, ef svo má að orði kveða, af þeim, sem fyrstir komu fram á leiksviðið i gamla félagshúsinu fyrir nærfelt 6o árum, til þess að reyna að skemta okkar óupplýsta lýð með ljóðabulli minu. Það var löngu áður en við fengum stórskáldin; eg á auðvitað við þá Einar Hjörleifsson, Jón Ól- afsson og Gest Pálsson. En gott og vel, því verður ekki neitað að það var þá líf í tuskunum, eins og þá var að orði komist, og menn gerðu sig ánægða með lítið, en nú er komin breyting á drauminn sem eðlilegt er og æskilegt. Fyrir nokkr- um árum prti eg þessi erfiljóð eftir K. N. sem skáld: Meðan K. N. lifði og orti ljóð, með list og prýði gladdi íslenzk fljóð, á hverja skrítlu hvernig hún var sögð, og hvernig rímuð áherzlan var lögð ; en þá var meritun minni en hún er nú, og margir lifðu bara á von og trú, og sagt var um þann æruverða mann að enginn gæti logið meira en hann. En nú er þetta alt orðið breytt. hver og einn unglingur á tvítugsaldri er kominn fram fyrir mig i lestinni, og það er eitt af því má þakka ment- uninni með mörgu fleiru. Þess hefir oft verið getið í ræðum og ritum að sannleikurinn væri sagna beztur; nú hefir svo óheppi- lega til tekist að vinir mínir nokkr- ir hafa orðið svo skáldlega sinn- aðir, nú í seinni tíð að þeir hafa alveg yfirgefið hina gullnu reglu að segja ekkert nema sannleikann, og allir vita hver eftirköstin eru; þeir hafa ausið á mig svo vitlausu oflofi, að visan hans Stgr. Th. hefir aldrei orðið sannari, þó hún hafi oft kom- ið að góðum notum, og afleiðingin af því er sú að fólk hefir í einfeldni sinni komið hingað í kvöld í von um að heyra eitthvað sem það gæti haft gaman af, en ekki ígrundað það, að enginn lætur nýtt vín í gamlan belg, og ekki gætt þess að eftir að vera búið að hlusta á mig rneira og minna í 50 ár, að ekki myndi mikið nýjabragð að því sem eg hefði að segja. Það sannast á mér eins og fleirum að það er enginn spámaður í sínu landi. Nú er það gamla ísland, sem hefir komist á þá skoðun að það þurfi á K. N. að halda; ástæðan er eðlilega sú að ís- land er hundrað ár á eftir okkar tima hér, að minsta kosti frá skáld- skaparlegu sjónarmiði og þar hittir skrattinn ömmu sína, því þar mæti eg þeim i miðju trogi, nfi.: eg er orðinn þetta langt á eftir samtiðinni hérna megin hafsins. Það var sagt að eg hafi verið fyrsti maðurinn sem hóf vestur-íslenzkuna upp í skálda- málið og kann það satt að vera, eins og þetta erindi sýnist bera vitni: Feðratungan fræga, fegurð geymir næga, henni heitt eg unni, hana bezt eg kunni, en í Ameríku, ekki er að leyna slíku, mér var kent að miksa málið í hon- um Diksa. Nú eru breytingarnar að verða svo stórfenglegar hjá okkur, að eg get ekki lengur fylgst með þeim, þegar eg, eftir boði Roosevelts for- seta Bandaríkjanna, tók að mér að reyna að minka framleiðsluna í ljóðagerð og yrkja aldrei meira en eina vísu í eínu, og vanalega hafa þær eins litlar og hægt var án þess að þær mistu neitt af krafti sínum og skáldlegu gildi, eins og þessi vísa sýnir: Skálda minstur fyrst eg fann, frekar þó sé skritið, eina kúnst, sem enginn kann, að yrkja nógu lítið. Þá einmitt á sama tíma voru yngri skáldin að spreyta sig á að yrkja sem lengst og mjóst kvæði. Það hefir kanske verið af meðaumkun neð pappírseinokuninni, en hver sem ástæðan var, fanst mér það koma á óhentugum tíma. Einnig hefir mér fundist einhver annarlegur blær og breyting vera að gera vart við sig hjá yngri skáldunum upp á síðkast- ið, en það getur alt eins verið af því að eg er að eldast frá þeim. Þess vegna orkti eg þessa vísu: að vitið margan flýr; hann fór að kranka karið, en karið var í gír. Lét skeggið vaxa. Eg rækta mitt skegg í tæka tíð, því tennurnar vantar að framan; það kemur sér illa í kulda og hrið ef kjafturinn nær ekki saman. Ellistyrkur K.Ns. Eg er að skrifa héðan heim, því hress og feitur er, og enn þá lifi á ástyrk þeim, sem ellin veitir mér. Gegnir furðu í gróðaskini gamli Káinn, likur urðar læðu syni, legst á náinn. Nú hef eg sögu að segja, og sú er fersk og ný: Hún Guðrún fer að giftast, ef get eg ráðið því. Hún hefir haldið leyndu Hvað heitt hún elskar mig, en ást mín er til hennar á annað hundrað stig. Vsa var það heillin. í rökkrinu sat eg og réri með disk og raulaði sjómanna vísur, þá tók mig að langa í ferskan fisk, og fór svo að draga ýsur. Messufallið. Klerkarnir sínar kirkjur vígðu, konurnar margar syndir drýgðu, dansholur allar opnar stóðu, inn i þær landar þétt sér tróðu; á sunnudögum þeir sváfu og hrutu, um sáluhjálp ekkert heilann brutu, og andskotinn gat nú orkað þessu að enginn maður kom til messu. Vor yngri kynslóð yrkir nú í prósa, eins og skáldin fyr, á dögum Mósa; rímlaust bull í ræðuformi þylur á rósamáli, sem að enginn skilur. En svo er mjög trúlegt að sökin sé öll eða mest öll hjá mér sjálfum, að eg sé að fara eins hratt aftur á bak eins og þeir áfram, eins og þessi visa bendir til: Af því get eg enn mig stært að engu breytt er hér; ekkert hef eg af öðrum lært, og enginn neitt af mér. Nú er að færast nær því sem eg byrjaði á í upphafi, að það er svo mikið djúp staðfest á milli min og yngrj kynslóðarinnar, að það verð- ur ekki brúað í hasti, en þeir yngri eru tveir þriðju partar af heildinni, svo það sýnist mundi verða dauf skemtun fyrir þá að hlýða á þó eg rómlaus og tannlaus reyndi að lesa upp eitthvað af rusli, sem hefði getað komið að notum hér í fyrnd- inni. En ef eldra fólkið hefði nokkra skemtun af að eg reyndi að rif ja upp eitthvað i fáeinar mínútur, þá get eg ekki varið þeim betur. Eg kom hingað til þess að sýna mig og sjá aðra, kanske í síðasta sinn, en eins og góðu börnin, ekki til þess að láta heyra til mín. Eg ætla ekki að fara áð yrkja lof um sjálfan mig né aðra, nóg er nú komið af svo góðu í bráðina, öðrum til við- vörunar. Brúðkaupsvísa. Eg hef ekki um æfina öfundað neinn, þó erfitt sé krosinn að bera. En þó er svo komið að þekki eg einn, sem það væri syndlaust að gera. Eg veit það að öfund er öllum til meins, sú andlega drepandi kælan, því óska eg honum til hamingju eins I og henni sem gjörir hann sælan. Atnœlisvísa. Eg óska þér Petra hvern afmælisdag þú yngist, þó timarnir líði, og skáldin þig faðmi og flytji þér hrag, sem færir þér djörfung í striði. Hvar sem þú dvelur og hvar sem þú fer, og hvað sem á veginum bíður þá verði til yndis og ánægju þér hvert ár sem að hyrjar og líður. Hann sefur sætt i næði, því sálin burtu flaug, við hold og heimsins gæði hún hékk á veikri taug. Það verður ekki varið Heimskingjar margir hópast saman, hefir þar hver af öðrum gaman; eftir því sem þeir eru fleiri eftir þvi verður heimskan meiri. Eg hét að reyna að hætta að drekka bjór, en hörmung er að vita hvernig fór: eg umgekst bara gott og guðhrætt fólk, sem gaf mér sýrublöndu, vatn og mjólk; með góðtemplurum gekk eg til og frá og góðtemplara dömum kvaldist hjá, og þetta hreif, en þá fór líka ver, það þornaði upp í lakanum á mér. Náunganskœrleikur. Marga þunga þraut eg yfirvann, en þyngst var þó að elska náungann. Náunga þinn elska heitt þú átt og aldrei honum skapraun gjöra mátt, þó fyrir alt, sem gjörir honum gott' hann gjaldi aldrei nema háð og spott. Og það er kunnugt þeim sem víða fer, og þetta hefir sannast bezt á mér, að það er inst i eðli kristins manns að elska bara konu náungans. Eg fer ekki framar á “múví” og flý þeirra töfrandi gleði, heilsa og líf er i húfi og heiðarlegt mannorð í veði. Úr húmi’ inn í hádegis birtu að horfa á berlæruð sprund, er nóg til að gjöra mig “nörvus,” er nóg til að drepa hund. Sá ráðríki. Af langri reynslu lært eg þetta hef að láta drottinn ráða meðan eg sef; en þegar eg vaki þá vil eg sjálfur ráða og þykist geta ráðið fyrir báða\ Á kynferðismálunum kann eg ei skil og kann ekki frá þeim að segja, þessvegna held eg þið hlakkið nú til að heyra og sjá mig þeyja. Fögnuð og ánægju fólkinu jók öll framtíðar menningar spáin, en gildi sitt fékk þessi blessaða bók fyrir blettinn á nefinu á Káin. Menning. Menningarfrömuð fyrstur í heimi, framfara vinirnir aldrei því gleymi, sem brúka nú mathvísl og hárbeitta hnífa, ! var hundur, sem lærði að' standa’ á ! og rífa. Með innskoti. Einn er sá sem áður fyr orðstir gat sér beztan. Er það Káinn? einhver spyr austan hafs og vestan. Á kvöldin gengur ungfrú út og af sér lyftir hrygð og sút; hún rennir augum yfir tún hvar allir leiðast nema hún, þá gengur mærin aftur inn og aftanblærinn strýkur kinn, það vætir hennar hvíta klút að hafa ekki gengið út. Flesta kitlar orð í eyra, ef eitthvað mergjað finst; þvi vill ekki þjóðin heyra þá, sem ljúga minst. Flest allir menn eru frómir, flestum er hægt að trúa, sakleysið landanum sómir, synd er að stela og ljúga. En ei kann svo örgrant að vera, eg eignaðist “hóm-brú” i döllum, og-einn var svo góður að gera mér greiða og stela þeim öllum. Eftirmœli eftir eina hciðvirða kú, orkt í 'anda Indverja, sem trita á sálnaflutning. Sæmundur misti sina kú, sálin hennar er frelsuð nú. Hún komist hafði i “barli-brú” sem banvænt reyndist þeirri frú. Atvikin greina ört til sanns, með ungum kvígum hún fór á dans, kát og spilandi í kúa fans, og kanske verið amma hans. Húðina aðeins hirt ’ann gat, holdið var ekki gott í mat; á hennar vegum háski sat og hroða slysið “desperat.” Grafin er hún á grænum hól í grasinu þar sem bezt er skjól, og þaðan bæði sér hún sól og Sæmund, ef hún á ról. Þetta er nú saga þessa manns, þetta var eina kýrin hans, sem Helja sér með svikum kaus, og Sæmundur er nú mjólkurlaus. Það sem eg gefins þegið hef, það eru draumar meðan eg sef; það forðabúr er fáum læst, þó fáir draumar hafi ræst. Flest hef eg unnið fyrir gíg, —fyrirgefðu mér ef eg lýg,— en það sem er skrítnast að þó er eg enn í þakklætisskuld við guð og menn. Þeir héldu mér veizlu að höfðingja sið, hákarl og skötu mér veittu og svið og skenktu mér heima búið til “bús” blandað til helminga, “reddí” for “jús.” Svo fóru þeir með mig í flugvél i kring og fluttu mér kvæði og gáfu mér hring, og fríðasta daman mér fylgdi á veg, en frúin var “bobbuð” þá vaknaði eg Bónda skinn í bróðerni bauð mér inn á salerni, mintist þar á þjóðrækni þá, sem var í Kringlunni. Eg veit að margur segir satt og sannleikurinn lifir glatt, en hvort að allir elska hann, þann æruverða heiðursmann, er eitt af því sem enginn veit, og allra sízt í minni sveit, en þess má geta, og það er vist, að þegjandi votturinn lýgur sízt. Sigfús Sveinsson kaupmaður Sigfús Sveinsson, kaupmaður á Norðfirði, lézt 13. janúar s. 1. eftir 10 daga legu í lungnabólgu, liðlega 59 ára að aldri, fæddur 26. október 1875- Sigfús ólst upp á Nesi í Norð- firði hjá foreldrum sínub, Sveini Sigfússyni kaupmanni og konu hans Þorbjörgu Runólfsdóttur. Um fermingaraklur fór hann í Latínuskólann i Reykjavík og lauk stúdentsprófi 1S97. Sama sumar fór hann á háskólann i Kaupmanna- höfn og byrjaði á laganámi. 1904 fór Sigfús aftur heim til Norðf jarðar til þess að taka þar við forstöðu verzlunar föður síns, sem þá var fluttur til Reykjavíkur. Verzlunin á Norðfirði var komin i nokkra vanrækslu, er Sigfús tók við stjórn hennar, en brátt kom í ljós, að hann mundi, þó ungur væri, 1 eiga til dugnað og hagsýni, að hef ja verzlunina til þess gengis og álits, sem hún hafði áður notið i tíð föð- ur hans. Um sömu mundir byrjaði mótor- bátaútvegurinn á Austfjörðum. Fyrst í smáum stíl, með litlum bát- um, en brátt var þeim fjölgað og þeir stækkaðir. Fyrsta mótorbát- inn, sem til Austfjarða kom, mun Konráð Hjálmarsson kaupmaður hafa keypt. Sigfús gerðist þegar athafnamik- ill um að kaupa og flytja inn fleiri og fleiri mótorbáta; er víst óhætt að segja, að hann og Konráð iHljhlniars^on hia.fi átt mestan og beztan þátt í þeim miklu framför- um í sjávarúthaldi og annari fram- takssemi, sem þá fór i hönd á Aust- urlandi. Verður í þvi tilliti tæplega annar þeirra svo nefndur, að liins sé ekki minst um leið. Jafnframt því, sem verzlun og út- vegur Sigfúsar tók að vaxa, gerðist hann umsvifamikill í túnrækt, girð- ingum, byggingu ibúðar- og vöru- geysmluhúsa, raflýsingu, vatns- fiskkaupum og fiskverkun. Hann bygði Stóra tvíálmaða hafskipa- bryggju, sem kostaði mikið fé. Hann mun um allmörg ár hafa verið átærsti atvinnuveitandi á Austur- landi. Verkafólk hans var margt héðan úr Reykjavik og af Suður- landi; hafði aðkomufólkið fæði og húsnæði hjá honuni. Að sumrinu munu oft hafa verið þar um 70—80 verkafólks í búi: hefi eg ekki heyrt annars getið, en því fólki öllu hafi verið vel til hans og að það hafi farið heim að hausti ánægt, með skilvíslega greitt kaup. Sjálfsagt eru það ekki svo fá hundruð sjó- manna og verkafólks víðsvegar um landið, sem minnast hans nú með velvild og virðingu. Eins og nærri má geta, þurfti mikla árvekni og hagsýni til þess að hafa full not af öllu þessu fólki og sjá fyrir öllu, sem með þurfti til svo margháttaðra framkvæmda, en það gekk ár eftir ár, án nokkurra áberandi örðugleika. Síðari árin lét hann byggja heima á Norðfirði tvo stóra og góða mótorbáta og síðastliðið ár lét hann, sömuleiðis heima hjá sér, stækka mikið og umbyggja að því nær öllu mótorskipið Stella, sem mun vera stærsta og prýðilegasta skip, sem bvgt hefir verið hér á landi. í öllum sinum miklu framkvæmd- um og margháttaðri starfsemi naut Sigfús ómetanlegrar aðstoðar konu sinnar, frú Ólafar Guðmundsdóttur; stóð hún við hlið hans sem vinur, eftir fylstu og beztu merkingu, sem þiað heiti geltur þýtt, vinur, sem treysta má takmarkalaust og ætíð er reiðubúinn að taka byrðina á sínar herðar. Flestum mönnum mun vera svo farið, að þeir þrá að eiga heim- ili, þar sem þeir geta notið friðar, hvíldar og umönnunar. Sigfús kunni að meta heimili sitt, og hann var heldur ekki að heiman, ef hann komst hjá því. Sigfús var mjög dulur i skapi og viðmót hans ekki við allra hæfi; oft var það að honum fundið, að ekki væri hægt að vita, hvort honum lík- aði betur eða ver, en hann var líka Gigt olli sáru baki og höndum Gat með naumindum stundað störf sín. Dodd’s Kidney Pills veittu þessum manni heilsu sína. I,ady Lake, Sask., 3. júní, (einka- skeyti). “Síðastliðinn vetur þjáðist eg af gigt í vinstri hendi,” skrifar Mr. P. Tymchuk, er hér á heima. “Eg las Dodd’s Almanak alt i gegn og sá þar að margt gigtveikt fólk hefði læknast - með því að nota Dodd’s Kidney Pills. Svo eg afréð að reyna þær. Og eftir að hafa notað sex öskjur var eg orðinn heill heilsu. Á undan var eg svo illa á mig kominn að eg gat ekki einu sinni notað mótorhjólið mitt, nú get eg það auðveldlega, eins og ekkert hefði í skorist.” Gigt stafar af þvagsýru í blóðinu. Séu nýrun i lagi, nema þau slíkt á brott; en lánist þeim það ekki or- sakar slíkt gigt. í hálfa öld hafa Dodd’s Kidney Pills læknað canadiskt fólk af gigt og bakverk. Þvi ekki að 'færa sér )reynslu þess í nyt? laus við margmælgi og dómsýki um aðra: er það dygð, sem alment er skortur á. Þó hann þætti þur og nokkuð óþjáll, sem þegar að ,er gáð ekki er að undra um mann, sem oft var beittur fláttskap og ásælni, var 'iann falslaus vinur vina sinna og mjög vinfastur. Gestrisni hans og þeirra hjóna er alþekt og lofuð. Hann var hjálp- samur, þegar til hans var leitað, og átti óhægt um að neita bón manna, þó hann vissi, að óvíst væri um greiðsluna. Ekki var það sjaldgæft, að hann gæfi gjafir, sem ekki voru skornar við nögl, en gjafirnar af- henti hann æfinlega með leynd og vildi ekki, að óviðkomandi menn fengju nokkuð um þær að vita. Hann átti kærleikslund meiri en ó- kunnugir vissu, og yfirleitt þá ] mannkosti, senl ýmsir af þeim, er i hann hnjóðuðu, ekki eiga. Hann var framúrskarandi umhyggjusam- ur faðir og húsbóndi.— Hagur Sigfúsar stóð með miklum blóma allmörg ár, þar til viðskifta- kreppan og áran til lands og sjáv- ar, sem einkum hefir þjakað Aust- urlandið, skall yfir. Um sömu mundir fór hann að finna til heilsu- brests, sem lamaði hann, einmitt þegar mest lá við, að hann héldi fullu starfsþreki. Börn þeirra hjóna eru sex og öll á lífi. Áhrifa Sigfúsar mun lengi gæta og hans verða minst með þakklætí og virðingu. —Verzlunartíð. íslands, jan. 1935 ATHS. — Sigfús Sveinsson var bróðursonur hr. Skúla Sigfússonar þingsmanns St. George kjördæmis, að Lundar hér i fylkinu.—Ritstj. M*x B»*r 'iaioci Braddock Hfr er myndir af tveim hnefaleikurum, sem keppa um hem'smeistara- titilinn I Madison Square Gardens þann 13. júní. Max Baer er nú heimsmeistarinn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.