Lögberg - 20.06.1935, Blaðsíða 2

Lögberg - 20.06.1935, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINJS 20. JÚNÍ, 1935 KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 OUTBREAK OF HOSTILITIES FEARED TN SIXO-.JAPANESE CRISIS The refusal of Chinese National Government at Nanking to agree to the new demands of the Japanese has brought on a concentration of Japanese troops in the north China sector where an open break of hostilities is feared imminent. General Chiang Kai-Shek, Chinese war iord, is a central figure in the situation which may result in Emperor Pu Yi of Manchoukuo, former boy emperor of China, being placed at the head of a provisional government established by the Japanese in North China. Considerable apprehension is felt in legation quarters at Tientsin where several foreign legations are located. At the lower left is a picture of one of the legation buildings. Skógræktarmál Islands og innflutningur amerískra tyarrviðartegunda. Eftir Guttorm Pálsson, ÍSLAND OG NORDVESTUR AMERÍKA ísland liggur á takmörkum hins heita og kalda sjávar, nyrst í At- lantshafi. Áttabreytingar og um- hleypingar eru því mjög tíðir við- burðir á landi voru. Veðurfarið er dutlungasamt og stormasamt. Vet- urnir eru yfirleitt nfildir, en sttmar- hitinn er lítill, eins og kunnugt er. Úthafsstrendur landsins eru veður- barnar og hrjó^rugar, víðast hvar. Ini til dalanna skýla fjöllin og taka við sjávarrokunum, svo loftið er hlýrra á sumrum og þurrara yfir- leitt inn til dala, t. d. á Austfjörð- um og norðanlands, en úti við sjó- inn. Af þessum staðháttum leiðir það* að ef vér viljum afla fræs af er- lendum trjám, þá verðum vér að Ieita þess á óvenjulegum stöðum. Vér getum ekki búist við að finna það á alfaraleiðum. Hátt til fjalla, eða ofarlega í fjallshlíðum Norð- vestur Ameríku, í Alaska nálægt Kyrrahafsströndinni, á óblíðum og næðingasömum slóðum, hryggjum og f jallabungum, getum vér vænst þess að veðurfarsskilyrðunum svipi til íslenzkra staðhátta, Fræsöfnun, er að verulegu gagni gæti orðið, verður ekki framkvæmd nema með nákvæmri athugun á veðurfari hvers einstaks fræöflunarstaðar. Að öðr- um kosti yrðti hún handahóf og kæmi að litlu gagni. Samkvæmt nútíma fræðikenning- um, er einnig styðjast við reynslu manna, er í veðurfarslegu tilliti bezti vaxtarstaður hverrar einstakrar plöntutegundar eða plöntuafbrigðis sá staður, þar sem hún hefir þróast kynslóð eftir kynslóð. Með öðrum orðum, gróður hvers einstaks staðar á hnetti vorum er mótaður af lofts- lagsskilyrðunum á hverjum stað. Þessi mótun eða eðli gengur í arf frá kyni til kyns. Þegar vér segj- um að viss trjátegund sé harðger, þá er það í raun og veru villandi, nema átt sé við sérstakt afbrigði af hinni umræddu tegund og samskon- ar loftslagsskilyrði og þau, er eru á þeim stað, er afbrigðið hefir þró- ast og mótast frá kyni til kyns. Harðgerfi trjá- og plöntutegundar er veðurfarsbundinn eiginleiki, en ekki bundin við tegundir út af fyrir sig. Björkin íslenzka er harðger á íslandi og sennilega á öllum þeim stöðum, þar sem loftslagi svipar til þess sem er hér á landi. Við hlýja sumarveðráttu og frosthörkur á vetrum mundi íslenzk björk reyn- ast miður harðger. Svo má lengi upp telja, en reynslan ein og veður. athuganir skera úr og ákveða hvað á við á hverjum stað. Af þessu leiðir auðvitað að norðlægar trjá- tegundir eiga ekki við á suðlaegum stöðum, og suðlæg tré þrífast ekki norður við heimskautabaug, vegna þess, að hvorar fyrir sig eru mótað- ar við ólík veðurfarsskilyrði. Eg hefi áður í ritgerð í Lögbergi lítilsháttar drepið á, hvert vér ís- lendingar ættum að leita, er um inn- flutning erlendra trjátegunda væri að ræða. Þar benti eg á, að hin stórfenglega og skógauðuga Kyrra. hafsströnd í Alaska, ætti i fórum sínum, fjöllum, dölum og fjörðum, alt, sem Island þarfnaðist í gróður- farslegu tilliti. Frá landfræðilegu sjónarmiði er fjarlægðin æði mikil milli íslands og Norðvestur-Ameríku, Alaska, Yukon og British Columbia, en í veðurfarslegu tilliti er náinn skyld- leiki og stuttur spölur milli þessara landshluta Norður-Ameríku og ís- lands, en það er það sem mestu máli skiftir fyrir skógrækt á íslandi. Eins og drepið var á, er flutn- ingur trjátegunda milli landa og einnig innan sama lands, fyrst og fremst veðurfars- eða veðurfræði- legt atriði (climateological matter). Sú reynsla er fengin, er í nágranna- löndunum, Noregi og Danmörku, hefir staðfest þessa kenningu. Af skógræktarmönnum austan og vest- an Atlantshafs mun hún alment viðurkend. Þó þessi kenning og sannindi liggi í augum uppi, að þvi er virð- ist, ef vér íhugum þetta dálítið, þá er ekki langt um liðið frá því skóg- ræktarmenn áttuðu sig á þessu. Ef til vill kynni þetta að valda nokkr- um erfiðleikum, er vér íslendingar þurfum að sækja trjáfræ til Áme- ríku; því fullur skilningur á mála- vöxtum er þó aðalskilyrði fyrir því að fræöflun verði framkvæmd á réttan hátt. Veðurfarsskilyrðin og loftslag- ið eru auðvitað frumatriði, eins og tekið hefir verið fram, en hinu má þó ekki gleyma, að jarðvegs- skifyrðin eru einnig atriði, sem eklji verður komist fram hjá. 1 hinni fyrnefndu grein minni í Lögbergi hefi eg drepið á þá annmarka, er eðlisástand hinnar íslenzku moldar veldur fyrir vöxt ungra trjáplantna. Barrtré eru lengur að ná rótfestu í íslenzkri rokmold en í venjulegum jarðvegsmyndunum. Þetta atriði kemur vissulega til greina er velja á barrviðartegundir til innflutnings hingað til íslands. Reynsla og til- raunir verða að skera úr um valið endanlega, en í byrjun verður að fara eftir líkum. Innflutningur amerískra trjá- tegunda, og á eg þá einkum við barrtré, verður að gerast með frœi af völdum tegundum frá völdum stöðum. Þetta ætti að iiggja ljóst fyrir. Hitt verður meira vandamál að ákveða frœsófnunarstaði. í því efni verðum vér að prófa oss áfram á grundyelli vei^urfræðilegra athug- ana, bæði heima fyrir og í Ameríku, þar sem tiltækilegt er að afla trjá- fræsins, samhliða ítarlegum tilraun- um í græðireitum eða trjáræktar- stöðvunum. Við nánari athugun mæta oss strax allverulegir agnúar, en það er, að eg hygg skortur á veðjirathugun- arstöðvum í 'Alaska og Yukon og öðrum skógarhéruðum Canada á þeim slóðum er loftslagi svipar til fslands, en þó allra helzt engar eða mjög ófullnœgjandi veðurathuganir á fjölda mörgum slóðum hcr á landi, til þess að hægt sé að fá þann sam- anburð á veðurfari, er nauðsyn- legur er, og frumskilyrði fyrir því, að tilraunir með erlend tré hér á landi geti borið tilætlaðan árangur. Hvaða trjátegundir eigum vér að flytja inn frá Ameríku. Hvar eig- um vér að leita frœsins og afla þess ? Hinna helztu amerísku barrviðar. tegunda er vér þurfum að afla fræs af og flytja inn skal nú stuttlega getið. Þessar tegundir vaxa sum- part fram með Kyrrahafsströnd, sumpart upp til fjallanna inn til meginlandsins. Sumar þessar teg- undir er eingöngu að finna fram með strandlengjunni, en aðrar að- eins upp til fjallanna og á háend- inu angt frá sjó í Aaska, Yukon og British Columbia og fylkjunum þar fyrir austan, Alberta, Colorado, Montana, o. s. frv. Sumar tegund- irnar, eða afbrigði af þeim, er að finna við strendurnar og önnur af- brigði þeirra inn til meginlandsins, t. d. Murrayana furuna inn til meg- inlandsins, sem er afbrigði af strandfurunni Pinas conterta, er vex fram með ströndum Alaska og British Columbia. Sama er að segja um Douglas grenið, er gengur undir nöfnunum strandarafbrigði og há- lendisafbrigði. (Shore and Contin- entinal form). Strandartrén eru þessi: 1. Silka greni, “silka spruce” (Picea silkaieasis). 2. Hemlock greni, “W'estern hemlock” (Tsuga heterophylla). 3. Strandfuran, “Shore pine” (Pinas conterta). 4. Gulu cedrusviður, “Yellow Cedar” (Chamacyporis motkaien- sis.). Hálendis- og meginlandstrén eru: 1. Fjalagreni, “Alpine Fir.” 2. Murrayana fura, “Lodgepole pine.” 3. Engelmanns greni. 4. Blágreni, “Colorado spruce.” 5. Hvítgreni, “White spruce.” 6. D o u g 1 a s greni, “Douglas spruce.” Eftir þeim heimildum, sem eg hefi við hendina, reyni eg að leita uppi þá vaxtarstaði, þar sem ætla má að loftslagi svipi til íslenzkra staðhátta. Þessir staðir eru sum- part svo norðarlega, sumpart svo hátt til fjalla, að þar mun fátt um veðurstöðvar. Eftirfarandi yfirlit er því meira og minna ágiskun, bygð á veðurathugunum, er eg hefi við hendina, frá ýmsum stöðvum í Norðvestur Ameríku. Þessu til nán- ari skýringar vildi eg benda á, að veðurfar á Kyrrahafsströnd niður við h^fflöt, er of milt til þess að þaðan sé hægt að vænta fræs er hentar hér á landi. Þó leitað væri til nyrstu stöðva trjágróðurs á Kyrrahafsströndinni, nálægt 6o° n. br., þá er þar meiri sumarhiti en á íslandi. Vér verðum því að leita fræsins fjarri ströndinni, lengra norður frá, pða upp til fjalla. Fræ af hinum f jórum fyrgreindu strand- artegundum verðum vér að sækja upp til f jalla nærri ströndinni, en af hinum sex hálendistegundum verð- ur að leita fræsins, annað tveggja, norðarlega, langt frá úthafi, eða hátt til fjalla, sunnar, eftir út- breiðslu hinna einstöku tegunda. Þótt útbreiðsla hinna einstöku trjátegunda, er vér verðum að flytja inn til landsins, sé eflaust kunn mörgum lesendum Lögbergs, þá skal meðal annars, samt sem áður, drepið á það atriði og hverrar teg- undar getið sérstaklega. (Framh.) THE SONG OE THE LARK Hark ! List to the lark up in the tree, Singing it’s song of nature to me. Ilarki-List how sweetly it sings; All the joy in the worlcl it brings. It’s been through the town and seen the king’s motes; It‘s been out on the sea and seen the big boats. Sometimes I’m happy and sometimes I’m sad, But the little lark sings: “Dear child be glad.” For God in the heavens watches o’er us all— Creatures of all kinds, the big and the small. Then the lark soareth high over hut over hall, Singing its joy to all, to all. Sylvia Guttormsson. Kvæði þetta er ort af Sylviu, dótt- ur þeirra Mr. og Mrs. Björn Gutt- ormsson, er hún var 9 ára að aldri. Viðhorfið í Canada ÞJÓDRÆ.KNISMAL VESTUR- ISLENDING OG FLEIRA. Samtal við Asmund P. Jóhannsson. Þess var getið hér í blaðinu ný- lega, að Ásmundur P. Jóhannsson fasteignasali í Winnipeg væri hing- að kominn. Hann kom með Gull- fossi síðast. Ásmundur P. Jóhannsson er með- al þeirra Vestur-lslendinga, sem er jafnþektur vestan hafs og austan. Hann hefir nú í mörg ár hagað sér eins og farfuglarnir. Þegar sól hefir hækkað á lofti, hefir hann vitjað gömlu heimkynnanna, en horfið aftur með lækkandi sól. Tíðindamaður Morgunblaðsins hitti Ásmund P. Jóhannsson að máli i gær og rabbaði við hann stundar- korn um hitt og þetta. LÁTIÐ EKKI HUGFALLAST 1>6 heilsan sé ekki 1 sem beztu lagi, og ekki eins góð og hún var átSur en áhyggjur og önnur öfl veiktu þrótt yöar. ViC þessu er til meðal, sem lækna sérfræöingur fann upp, og veitt hefir þúsundum heilsu. Mebalið heitir Nuga-Tone, og fæst 1 öllum nýtízku lyf jabúðum. MánatSar skerfur fyrir $1.00, metS fylstu tryggingu. Kaupit5 flösku I dag og þér munitS finna mismuninn á morgun. Munið nafnitS Nuga-Tone. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. kosningum. Hin nýja stefnuskrá Bennetts virðist—nú í bili a. m. k.— gersamlega hafa kipt fótunum und- an andstöðuflokkunum tveim—C.C. F. flokknum svonefnda — sem er nokkurs konar sósíalistaflokkur og var mjög í uppgangi—svo og Fram- sóknarflokknum. Þessir flokkar voru ekki búnir að gefa út sína stefnuskrá, virtust vera í vandræð- um, eftir að stefnuskrá Bennetts kom út i.vetur. Fyrir einu ári eða svo blés ekki byrlega fyrir Bennett-stjórninni, en nú er aðstaðan alt önnur og því ó- mögulegt að segja, hvernig kosning. ar muni fara. Kreppan. Heldur virðist kreppan í Kanada vera í rénun, segir Ásmundur. Liggja til þess ýmsar ástæður m. a.: Ráðstafanir Bennetts forsætis- ráðherra frá Ottawa-samningunum 1933. Þeir samningar hafa á ýms- an hátt komið Kanada til góða, enda hafa orðið stórfeld umskifti á verzl- unarjöfnuði Kanada síðustu árin. Á árunum 1929 og 1930 var verzlun- arjöfnuður mjög óhagstæður, en nú hefir hann alveg snúist við, er jafn- hagstæður og hann var óhagstæður fyrir nokkrum árum. Þá hefir það dregið talsvert úr kreppunni, segir Ásmundur, að menn eru smám saman að læra hvernig eigi að mæta kreppunni, og haga sér eftir því. Áður þar mest á bollaleggingum um eitt og annað, en nú koma framkvæmdir á ýmsum sviðum, sem draga úr afleiðingum kreppunnar. Þá má geta þess, sem mikla þýð- ingu hefir fyrir Kanada, að hveitið hefir hækkað í verði. Lægst komst hveitiverðið 1933—niður í 38 til 43 cents mælirinn (ca. 60 ensk pund). En i vetur var verð á hveiti 80 og upp í 90 cents. Vesturfylkin í Kanada hafa og haft sérstakan hagnað af viðskift- um við Bandaríkin, sökum hinnar dæmafáu plágu, sem gekk yfir norðurríkin þar á s. 1. ári, vegna þurkanna. Af þeim leiddi stórfelt sprettuleysi og uppskerubrestur, því stórfeld tlandflæmi eyðilögðust vegna moldroks. Þessi plága varð til þess, að grip- ir í norður fylkjum Bandaríkjanna stórféllu. Er talið að þangað þurfi að flytja inn yfir þrjár miljónir nautgripa. Þetta hefir orðið til þess, að verð á nautpeningi hefir hækkað til muna i Kanada. Einnig seldu vesturfylkin í Kanada alt sem þau gátu sparað við sig af heyi, strái og kjarnfóðri og fengu mikið fé fyrir. Atvinnuleysið er að vísu mikið enn í Kanada, segir Ásmundur. En á þessu ári verða fyrir atbeina stjórnarinnar settar framkvæmdir af stað á ýmsum sviðum, til þess að draga úr atvinnuleysinu. Eru þessar framkvæmdir og ráðstafanir meiri en verið hafa síðustu fimm árin. Kosningar og stjórnmálahorfur. Kosningar eiga fram að fara í Kanada síðla þessa sumars, segir Ásmundur ennfremur, en ekki á- kveðið enn hvenær það verður. Núverandi stjórn hefir setið við völd í fimm ár. Ekki er unt að segja með neinni vissu hver flokk- anna verður sterkastur í næstu Þjóðrœknismál fslendinga l Canada. Samtalið berst nú að þjóðræknis- málum íslendinga í Canada. Þeim vegnar vonum fremur vel, segir Ásmundur. Þau eru i fullum blóma og afkasta miklu í þágu þjóð- rækninnar. Fyrir tveimur árum var byrjað á sérstökum skóla — laugardagsskóla — i Winnipeg. — Þar hafa starfað sex kennarar, valdir ágætismenn. Er þar kend íslenzk tunga alveg eins og í barnaskóla og árangur hinn besti. Þá var fyrir einu ári byrjað að gefa út barnablaðið Baldursbrá og er ritstjóri þess dr. Sig. Júl. Jó- hannesson. Blaðið kemur ut viku- lega á vetrum, 26 vikur á ári og er það notað við íslenzku kensluna. Blaðið hefir yfir 600 fasta kaup- endur og nýtur mikilla vinsælda. Þá má ekki gleyma því, segir Ás- mundur, að við vorum svo hepnir að fá hinn glæsiega unga kennimann vestur, séra Jakob Jónsson fra Norðfirði. Hann hefir verið sér- stakega liðtækur í öllum okkar þjóð- ræknismálum. Flann hefir, ásamt öðrum þjóðræknismönnum, farið fyrirlestrarferðir fyrir Þjóðræknis. félagið út um bygðir íslendinga og hvarvetna getið sér hið besta orð. Einnig höfum við síðastliðin tvö ár haft þinn efnilega unga, íslenzka lækni, Ófeig Ófeigsson, er hlaut Canada-styrkinn i fyrsta sinn. Ófeigur hefir getið sér hið bezta orð vestra, ekki aðeins meðal ís- lendinga, heldur einnig meðal stétt- arbræðra sinna. Hann nýtur þar mikils álits og trausts. Afmœlisfagnaðir. Að lokum skýrir Ásmundur P. Jóhannsson frá því, að í fyrra hafi verið liðin 60 ár síðan fyrsti íslend- ingadagurinn var haldinn í Vestur- heimi. Var þess afmælis minst með hátíðahöldum í Milwaukee. Þar mætti forseti Þjóðræknisfélagsins og flutti aðalræðuna við það tæki- færi. Á þessu ári eru og liðin 60 ár síð- an fyrsta íslenzka nýlendan var stofnuð í Canada; það var árið 1875- Þessa afmælis verður minst með hátiðahöldum á Gimli í Nýja ís- landi, því þar var nýlendan stofnuð. Sennilega fara hátiðahöld þessi fram í ágústmánuði næstkomandi. Einnig eru á þessu ári 50 ár liðin frá stofnun hins íslenzka lúterska kirkjufélags i Canada. Þessa af- mælis verður minst í júní-mánuði með viðhafnar kirkjuþingi. Kirkju- þing þetta mun standa yfir viku- tíma. —Mbl. 29. maí.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.